Heimskringla - 15.07.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.07.1915, Blaðsíða 1
RENNIE’S SEEÐS - HEADQUARTERS FOR SEEDS, PLANT^/% K BULBS AND SHRUBS PHONE MAIN 3514 FORCATALOOUE Wm. RENNIE Co., Limited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 2SÍ> DOXALI) STHEET, AVINXIPEG XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 15. JOLÍ, 1915. Nr. 42 Howell segir frá tilraununum að kæfa rannsókn þinghússmálanna. Margt fróðlegt og furðulegt átti fram að koma ef að Roblin stjórnin segði af sér og Lib- eralar tækju við völdum. Chief Justice Howell sagði fyrir réttinum 7. júlí frá öllum sam- ningum og öllu brallinu milli liberala og konservatíva. Hann skýrði frá því að hinn 8. maí hefðu þeir Hudson og Phippen komið til sín og hefði Phippen haft mál fyrir þeim og sagt að Sir Rodmond Roblin ætlaði að segja af sér, og liberalar myndu taka við völdum en Hudson verða dómsmálastjóri, (attorney general). Þeir sögðu Chief Justice Howell, að það hefðu verið þeir Phippen og Roblin, en ekki Phippen og Hudson, sem hefðu komið sér saman um orðalagið á uppsögn Roblins er hann viðurkendi að ákærur Hudsons væru réttar. Phippen hafði svo beðið Howell, að finna formann gömlu nefnd- arinnar Chief Justice Mathers og reyna að koma á einhverjum sam- ningnm við hann (put the proposal before him) því að hvorugur þeirra þyrði að fara. En Chief Justice Howell hitnaði og reiddist við Phippen fyrir að ljósta upp trúnaðar-samtali þeirra Howell, Hudson og Phippen.. Judge Howell komst að þeirri niðurstöðu, að svo framarlega sem gamla stjórnin viðurkendi og játaði sök sína, þá þyrfti enga konunglega nefnd til að rannsaka gjörðir hennar. Ennfremur taldi hann það ósanngjarnt að sækja mál á hendur Kelly fyrst fyrir nefnd- inni og síðan fyrir rétti. Það væri óengelskt, að halda rannsóknarrétt yfir mönnum. Nýja stjórnin fengi í hendur öll skjöl hinnar gömlu stjórnar. Hún tæki við öllum embættismönnum hinnar gömlu stjórnar og henni væri því auðvelt að rannsaka alt þetta. En hinsvegar yrði það afardýrt að skipa konunglega nefnd. “Hví skyldum vér þá vera að iáta hana halda áfram þessa konunglegu rannsóknarnefnd?” mælti hann. Áður en hann færi að finna Chief Justice Mathers, fór hann á fund fylkisstjórans til þess að Iáta hann, Cameron, vita hvað hann (Howell) ætlaði að gera. Hann var ekki í neinum vafa um, hvað Phippen vildi gjöra láta nefnilega að kæfa nefndina. “Er það ekki áreiðaniegt” spurði Fullerton “að þér ráðlögðuð fylkisstjóranum hverja menn hann skyldi kveðja í nefndina?” Þó að Howell hefði verið fús til að svara, og þó að hann væri byrjaður að útskýra þetta. Þá greip nefndin nú fram í og sagði að atriði þetta væri undanþegið (það væri prívatmál, privileged) sem enginn ætti heimtingu á að opmberuð væri. En vitnið bar það fram, að Læutenant Governorinn hefði leitað ráða hans og spurt hann, hvaða vald hann hefði samkvæmt stjórnar- skránni að skipa menn í nefnd þessa og gat fylkisstjóri þess, að hann bæri ekki traust til dómsmálaráðgjafa síns (Howden). Chief Justice Howell skýrði svo þetta fyrir fylkisstjóranum Þegar Chief Justice Howell var búinn að finna fylkisstjórann og tala við hann um uppástungur þeirra Phippen og Hudsons, þá fór hann að finna Chief Justice Mathers og hitti hann á klúbb sínum er hann var að leika hnattleik. Chief Justice Mathers hafði þá skoðun, að nefndin skyldi halda áfram rannsókn sinni. En Mr. Howell spurði hann þá: Hvernig ætlið þér að halda áfram, ef að engin vitni koma fram fyrir nefndina?” Eftir miklar umræður varð niðurstaðan sú, að nefndin mætti liggja í dái (in abeyance) ef að stjórnarskiftin yrðu, og gamla stjómin játaði, að ákærur Hudsons væru sannar, en mál væri þá höfðað á móti Kelly, og Iögmenn allra málsaðila kæmu fram fyrir nefndina og lýstu þessu yfir og þó fyrst og fremst því, að gamla stjórnin játaði sek. sína. Yfirdómarinn Mathers hélt því fram að Roblin hefði ekki opin- berlega játað ákærur Hudsons. En Mr. Fullerton kvað afsagnarbréfið til fylkisstjórans vera fullkomna játningu og kannaðist vitnið þá við það. Chambers með sjóðinn. Það er eins og Chambers hafi verið farið að verða órótt út af þessum peningum. Þegar hann var farinn að halda rannsókn yrði hafin út af þeim þá vildi hann losast við þá svo fljótt sem hann gæti. Á hverjum degi bar hann þessi 25 þúsund á sér, svaf með þau undir koddanum en hvorki vildi nó þorði að brúka einn einasta dollar af þeim. Þessir peningar voru sem logandi eldur í vasa hans. Hann fór með þá til Howden, er Howden þakkaði fyrir, og bað hann að hafa sig burtu með þá hið fyrsta. Hann fór með þá til Newton og vildi gefa honum þá. “Nei, nei, minn góði” segir Newton. “Far þú burt með þína peninga eg vill ekki hafa þá í húsum mínum.” Þá fór hann með þá á banka og ætlaði að leggja þá þar inn. Hann var búinn að leggja $7,500 dollara inn í reikning sinn. En þá fór hann að verða hræddur um að hann hefði einhverja bölvun af þessu og nóttina eftir var brotist inn í næsta hús við hann og stolið þar pen- ingum og öðru. Þetta lýst honum ekki á og heldur að þjófarnir hafi ætlað, að ná 25 þúsundunum en farið húsa vilt í þetta skifti, en næstu nótt muni þeir koma. Jæja, hann fer til og nær þessum 7,500 dölum út úr bankanum þegar hann opnast og tekur hinar þúsundirnar, leigir sér autó og keyrir í flýti ofan til Selkirk til Newtons, þegar þangað kemur fer hann að húsi Newtons, lýkur upp hurðu og er hann sér Newton fleygir hann töskunni til hans og segir: “Taktu við 25 þúsund- unum.” Svo snýr hann sér við áður en Newton getur orð sagt hleypur út og skellir hurð í lás, stekkur upp í autó sitt og keyrir sem mátti heim til Winnipeg og var sárfeginn að vera laus við seðlana. Seinna lögðu þessar tuttugu og fimm þúsundir á stað til Frakk- Iands til Dr. Simpson. Enginn maður hér vildi á þeim snerta. Og er þó óvíst að æfintýrum þeirra sé lokið. Fréttir frá Stríðinu. Það gengur sinn vanalega gang, striðið. Rússar stöðvuðu Þjóðverja og Austurríkismenn við Krusnik, á hæðum nokkrum suðvestur af I.ub- lin, og tóku svo hart á móti þeim, að þeir urðu að hrökkva undan og hafa nú verið á undanhaldi suður og vest ur. En hluturinn er sá, að þeir geta ekki haidist við jjarna. Þeir verða annaðhvort að halda áfram eða aft- ur á bak. Landð er orðið svo eyði- lagt þarna um suðvestur Pólland, þvi þar sem Þjóðverjar einu sinni liafa farið yfir, þar verður engin lif- andi skepna eftir; allir smærri bæj- ir eru brendir; allir gripir eyði- lagðir og allur jarðargróði ræntur. Þeir verða því alt að flytja með sér; og ef a þeir fá harðan skell hjá Rússum, þá er annaðhvort fvrir þá að sigra eða flýja með svo miklum hraða, að hinir nái þeiin ekki. — Þannig koma þeim oft í koll þeirra eigin verk. Og vist er um það, eftir öllum fregnum, að Rússar hafa nú stöðvað þá þarna, svo að þeir kom- ast ekki áfram, nema þeir safni nýju liði, nýjum vistum og nýjum skot- færum. En hitt er líka víst, að Vilhjálmur er nú að gjöra eða um það að gjöra eina stórkviðuna á Frakka og Eng- lendinga; því að fregnir koma frá Hollandi og Zurieh á Svissaralandi, I að um miðja seinustu viku hafi 2 1 þúsund hermannalestir farið vestur | víir Rínfljótið, hvort sem þær hafa J komið alla leið austan úr Pólen eða \ ekki. Það er allhúið að svo sé, og | svo hefir liann einlægt nýja her- ' tnenn og þá, sem liann getur tekið j úr köstulum landsins. Frá Amsterdam á Hollandi kom : og sú fré.tt, að Mackensen gamli hafi stýrt því liði, sem að austan kom; jog sé svo, þá má við hörðum og I snörpum hreðum búast, því að ekki er sá maður neitt barn að Ieika sér ! við; það sýndi hann, er hann hrakti | Rússa úr Galizíu og tók þá bæði Prz- [ emysl og I.emberg. , Þetta vita Bandamenn alt saman; enda hafa þeir nú orðið flota mikla af flugdrekum, bæði Frakkar og Bretar. Hefir feiknamikið verið af þeim smíðað bæði á Frakklandi og Englandi í vetur og sumar og ein- lægt hafa menn í hundraðatali og líklega þúsundum saman verið að læra flug á þeim dag eftir dag. — Flota af drekum þessum hafa Frakk- ar nú verið að senda inn yfir Þýzka- land, og sjá þeir flest það, sem um daga skeður, og sprengivélum velta þeir niður, hvar sem þcir sjá sér færi, á hermannalestir og brautar- stöðvar, og tefur J)að oft fyrir Þýzk- um, því að ekkert duga Zeppelinar Vilhjálms móti flugdrckum J)essum. En flugmanna Vilhjálms er sjaldan getið og litlu fá þeir áorkað, nema helzt er þeir koma yfir England og bana börnum og gamalmennum. Botha hershöfðingi tekur Suðvest- ur-Afríku löndin þýzku. Land Jætta liggur á suðvestur- strönd Afríku, norður af Cape Col- ony (Ilöfðanýlendu Breta). Orange- fljótið rennur á suður landamærun- um. Landið er 400 mílur norður og suður, en 100—200 rnilur á breidd og breikkar, er norður dregur. Að norðan er Benguela land, eign Port- úgals. Alt er land þetta 322,450 fer- milur og er því nálægt helmingi stærra en Manitoba. Þetta er ein- hver elzta nýlenda Þjóðverja. Mest búa J)ar blámenn. En auðugt er landið. Demanta námur miklar og góðar. Helztu strandborgir: Lud- eritzbucht og Svakopmund; en Windhuk, höfuðborgin, er 60 mílur uppi í landi. Þaðan úr landi þessu voru Þýzkir að gjöra innrásir á lönd Breta og sendu flugumenn um land alt til ])ess að æsa menn til uppreistar. — Þeir fengu gamla Búaforingja, sein gengið höfðu í herj)jónustu hjá Bret- um og svarið þeim hollustueiða til þess að rjúfa eiða sína og mynda uppreistarfloka móti Bretum, og þaðan ætluðu þeir að vinna undir sig alla Suður-Afriku. Helztir þeirra voru herforingjarnir Beyer, Furil og De Wet. Beyer er fallinn, Furil tek- inn og skotinn, en De Wet og fleiri í tukthúsi. Og Botha gamli, hinn hrausti Búaforingi, búinn að taka Iandið alt, og mun J)að nú aldrei undir Þýzka koma aftur. Botha fór með lið á móti þýzkum og uppreistarmönnum í löndurn Breta og hafði liðið i þremur sveit- um. Það var í febrúar í vetur, -sem hann gat safnað nægu liði, mest Bú- uin og Bretum, til að ráðast móti ó- atdarflokkunum þýzku, sem brendu og brældu, hvar sem Jieir fóru. Þeir urðu J)á undan að hrökkva og elti hann J)á inn i land Jjeirra. Var þar i’t yfirferðar, sandar iniklir og eyði- merkur og ilt um vistir og einkum vatn. En þýzkir eitruðu alla brunna og vatnslindir á undanhaldi sínu.— Er þetta ein hernaðaraðferð hinna Irámentuðu Þjóðverja, að vega að inönnum með eitri og djöfulskap, er vopnin og hugurinn hilar. I.iðu her- menn Botha mikið af þéssu, er eitrið s'eit af Jieim lífið með harmkvælum miklum. En hvenær sem Botha gat komist í návígi við Þjóðverja, vann hann sigur á þeim, og aliar tók hann horgir þeirra, Svakopmund, I.uder- itsbucht og Windhuk, og tvístraði öllu liði Jieirra, og er nú að elta og tnka smáflokka Jiá, sem eftir eru og lagstir eru út, sem stigamenn og ræningjar. Sendir Botha nú mikið af liðinu hcim og er J)cgar farinn að búa út lierflokka tl að senda Bretum til hjálpar á Frakklandi. Af öllum nýlendum Þjóðverja eru þá ekki aðrar eftir en Austur-Afríku nýlendan, norður af Mozambik- ströndinni og sncpill nokkur á vest- Urströndinni, “Kamcrunlandið”, rétt undir Miðjarðarlínu. Það eru hvoru- tveggja lakari lönd, þvi þar er svo heitt, að hvítir menn geta varla lif- að. En liver dagurinn verður nú síðastur að þeir haldi þeim. Botlia g.*tur tekið þau, hvenær sem hon- um sýnist. Og hann er maður, sem ckki mun láta Þýzka ráða löndum þarna í kringum sig. Vegur Botha hefir stórum vaxið við lierferð J)essa. Hann Jiótti góð- Ui’ foringi áður, en miklu fremur nú. Hrokinn þýzki. General Francke, þýzkur herfor- ingi, var yfirforingi Þjóðverja í Suð- 1 stur Afríku; og J)egar fór að Jirengja að honum og Botha hafði í öllum höndum við þá, J)á báðu Þýzkir um vopnahlé og vildu tala um friðarskilmála. Botha gaf það eftir og kom til inótsins og hitti Francke og hinn þýzka landsstjóra nýlendunnar. Þegar þeir hittast, heilsar Botha þeim að hvitra manna sið og tekur landsstjórinn því kurteislega, en er Botha réttir fram liendina til I'ran- che, snýr Þjóðverjinn ruddalega við honum bakinu til að sýna honum fyrirlitningu. Francke er sagður maður stór og digur og bólginn i andliti og rauður mjög og allur fremur ógeðslegur. Botha lætur sein hann taki ekki eftir þessu og spyr hvers vegna þeir hafi beðið um vopnahlé. — Snéri Francke sér þá við og spurði á lirognamáli nýlendumanna hverjir skilmálar væru boðnir, rétt eins og jarl einn, sem væri að tala við ó- merkilegan og auðvirðilegan mann- garm einhvern. “Engir skilmálar”, segir Botlia undir eins, “J)ið verðið að gefast upp skilmálalaust”. — Stökk þá Francke í fússi burtu og var reið- ur. En beygt hefir hann svírann þýzka, því að nú ræður Botlia einn þar í landi. Slys á skógarferð. Árekstur mikill varð nálægt Queenstown á sporvagna brautum þar. Var ungt fólk að fara sér til skemtunar út í skógarlunda og var á leiðinni heim. Vagninn var troð- fullur og á bugðu einni hljóp hann af sporinu, rakst á tré mikið er hélt uppi vírunum og veltist um. 13 dóu en 78 meiddust meira og minna. Fellibylur fer yfir Bandaríkm. — 50 manns farast. Hinn 7. fór voðalegur fellibylur yfir Bandaríkjin frá Nebraska til Ohio. I borginni St. Charles í Miss- ouri braut vindurinn niður 162 húsablokkir. Þar voru 11,000 íbúar. En í St. Peters smábæ með 300 manns og öðrum Gilmore með 100 manns var nærri hverju húsi sópað burtu. 1 Lineoln og Custer “counties” var hroðaliagl með vindinum og gjör- eyddi livorutveggja uppskeru alla. Mjög nafði stormurinn verið liarð- ur í suður Illinois. Talið er að 50 manns hafi hlotið bana i veðri Jiessu. Bardagi við Heilusund. Hörðustu bardagarnir, sem verið liafa í Hellusimdum síðan Banda- inenn komu Jiar á land, voru í vik- unni sem leið. Hann byrjaði slagur- inn á þriðjudaginn og stóð yfir þann dag allan og nóttina og fram á miðvikudag. Tyrkir létu Jiar af föllnum, föngnum og særðum yfir 20 þúsund. Sumar fregnir segja 22 Jnisund fallna og særðra og nokkrar þúsundir fangaðra. Þetta er eiginlega byrjunin á að- sókn og umsátri kastalans Achi Baba, sein er á fjalli einu norður af Krithia, og talinn er sá sterkasti kastali i öllum heimi. Bandamenn höfðu lítið látið á sér bera nokkra daga. og héhlu Tyrkirj að þeir væru þrotnir að skotfærum ! og ætluðu nú að nota tækifærið og! lemja á þeim. Seinni liluta þriðjudagsins byrj- uðu Tyrkir með voða-skothríð á víg- grafir Breta og Frakka. En flug- menn Frakka höfðu séð eitthvað af hreyfingum Tyrkja og grunuðu, að þeir hefðu ilt i sinni og gáfu foringj- um Bandamanna aðvörun. — Þeir brugðu fljótt við og sendu óðara vélabyssur frain til að styrkja bæði Frakka og Breta. En þeir héldu sér í gröfunum og biðu átekta. Ekki leið langur tími áður Tyrkir byrj- uðu og sendu hrið harða og langa yfir grafirnar. — Sprengikúlunum rigndi niður yfir grafirnar, sem hagli í hörðum byljum. En grafirn- ar voru góðar og gjörðar af konst mikilli, svo að lítt varð Frökkum og Bretum að meini. Skothriðin kom eins og allstaðar að, — af fjalla- hryggjunum, úr virkjunum, úr hlíð- unum og af sundinu; þvi þar var Vilhjálms nauturinn, Jiýzka herskip- ið Goeben, Jió að lamað væri, og sendi stóreflis sprengikúlur i og yf- ir grafirnar eins fljótt og þeir gátu skotið. Þetta gekk nú góða hríð, ÍVa kl.- tima. I.oksins slotaði liríðinni; og héldu Tyrkir að Bandamenn væru farnir að linast, því að ]>eir höfðu engu svarað. Þeir komu því fram úr gröfum sínum i stórum hópum, þúsund á eftir þúsundi, steinjiegj-j andi og stefndu i breiðum og Jiykk- um fylkingum á grafirnar og liugs- uðu gott til að stinga Jiá, sem eftir lifðu. Þetta gekk nú alt vel. Ekkert höf-1 uð gægðist upp úr gröfunum; ekk- ert skot koin á móti fylkingunum, sem fram sóttu; þeir voru rétt komn- ir að gröfunum, — áttu aðeins eftir eina 30 faðma, — Jiá var sem liinir vöknuðu af svefni. Upp risu nú allir og' fram gægðust hlaupin á 200 kúlnavöndum eða vélabyssum, er sendu stöðugan, látlausan straum- inn á Tyrki. Upp risu 20 þúsundir manna með hyssur sinar, magazine byssur, sem skjóta 0 skotum hverju á eftir öðru án þess að lilaða þurfi; og svo komu liinar stóru fallbyssur og steyptu yfir Tyrki sprengikúlna- hríðinni. En Tyrkir héldu áfram, þó að þúsund hryndu niður á min- útu hverri. Svo komust þeir að gaddavirunum; Jiar tafðist þcim og féll liver um annan, þeir byltust niður i hrúgum og haugum. Samt komust þó nokkrir niður í grafir Frakka. Og nú kom flotinn til. Skipin sendu ljósfleyga um völluna og létu dynja á Tyrkjum hríðina. Og loks tóku Frakkar til byssustingjanna. Þarna við grafirnar var alt komið i graut: Tyrkir og Frakkar. Frakkar Stukku á óvinina og lirintu J)eim of- an í grafirnar og stukku ofan á J)á og gengu svo eftir gröfunum, þang- að til þeir, sem eftir voru af Tyrkj- um, biðu vægðar og gáfust upp. Vígvöllurinn hafði verið ófagur yfir að líta á eftir. Tyrkir lágu þar í þéttum, ferföldum röðum, búkur við búk. Þeir héngu dauðir á gadda vírunum. Sumstaðar voru kasirnar svo miklar, að mennirnir höfðu tæp- lega getað fallið, og krupu og stóðu stirðnuð líkin. En sjö sinnum réð- ust Tyrkir þarna á Frakka. Þeim var alvara. Það var enginn efi á því. Þarna náðu Bandamenn tveimur og Jiremur röðum af skotgröfum Tyrkja og komust meira en hálfa milu (5 furloughs) nær þessum afar mikla kastala Achi Baba. En eftir er kastalinn sjálfur ennþá. Bandamenn liöfðu manntjón'lítið. Minnehaha í báli. Stórt og mikið gufuskip Breta lagði nýlega af stað með skotfæri, sprengivélar og vopn frá Bandarikj- unum til Englands. En Jiegar það var nær 60 mílur austur af Halifax, þá kom sú fregn með loftskeyt- um að það var í báli, og væri á leið inni til Halifax aftur með eldinn í lestinni. Grunur var á að þýzki maðurinn Erik Mynther væri vald- ur að eldinum. Það er sá hinn sami sem ætlaði að bana Morgan og sein orsakaði sprenginguna i Capitol höllinni í Washington. Kom það nú upp að hann liafði áður bunað hinni fyri konu sinni. — Þeir eru harðir á konum sínum Þjóðverjar, og einsk is svífast þeir menn; enda eru Jieir viti sínu fjær. Sterkur grunur var á, að sprengivélum hefðu Þjóðverjar komið á fleiri skip. Frá Halifax komu fregnir Jiann 9. að Minnehaha væri J>ar komin til liafnar með eldinn logandi undir þiljum og var han farinn að breið- ast út. Skipið er alt sjóðheitt, sem pottur nýtekinn af hlóðuin, og er talið, að skemdir séu miklar. Skipstjóri Clark var sannfærður um ]>að, að eldurirtn væri af manna- völdum og kæmi af sprengingu vél- ar, sem einhver hefði komið í skip- ið. — Einn yfirmaðurinn gat þess, að J)egar skipið var á leiðinni út frá New York höfn, Jiá fóru þeir fram hjá smáskútu einni. En þá hrópaði einn af skútunni: “Minnehalial Niður, niður!” ög benti á vatnið.—■ Grunar menn að maður |>essi hafi vitað, hvað i vændum var fyrir skipinu. En kl. 4.15 hinn 7. júlí 'kom hin sprengingin, sem kveikti í skipinu, og Jiegar lyf.t var hleranum af lest- arrúininu, þá gaus upp gasfýla mikiL En áður en sprenging þessi yrði, hafði skipið fengið loftskeyti frá New York um, að Holt eða Mynther hefði skrifað konu sinni um skip eitt eða fleiri, sem sökkva skyldu þann 7. júlí. Skipstjórinn var þvi við öllu búinn. Björgunarbátarnir voru til að renna þeim í sjóinn og pumpur og vatnspipur voru allar i lagi liafðar, og nú var farið að leita um skipið og alt af haldið áfram, Jiangað til livellurinn kom. Tveir sjómenn höfðu staðið á þilfarinu, Jiar sem sprengingin varð undir. Þeir köstuðust báðir í háa loft og rispuðust og meiddust er þeir koinu niður, en biðu J>o ekki bana af. Ýmislegt viSvíkjandi stríðinu. Wilson Bandaríkja forseti er nú nýbúinn að fá seinasta skeytið frá Vilhjálmi, og líkar Jiað illa. Lansing ráðgjafi svarar. Roosevelt lætur til sín lieyra og telur J>að glæpsamlegt af Bandaríkjastjórn, að vera jafn ó- viðbúin illu og raun er á orðin. — Sósíalistar órólegir á Þýzka- landi og eru þó í minni hluta. En farnir eru þeir að tala um frið og kveðast engin lönd vilja af öðrum taka. En nú vill enginn Banda- manna leggja eyru við gaspri því. Enda er o,f langt komið til að hætta nú. — Rússar senda herlið frá Vladi- vostock sjóleið til Hellusunda. Þeir fara suður fyrir Asiu og gegnum Suez skurðinn. Taka þeir nú hvert skip, sem J>eir geta fengið til leigu Jiar eystra og fylla það hermönnum. — Rússar berja á Tyrkjum í Ar- ineníu fjöllunum. — ítalir berjast harðan við Aust- urriki og eru slagir daglega norður af Monfalcone. ítölura veitir betur, en litlu munar þó. — Á Frakklandi situr nokkuð við hið sama. Veiddur neílansjávarbáturinn sökti Lúsitaníu. er I>eir náðust þó þrælarnir þýzku og það bráðlega eftir að þeir söktu Lúsítaníu. En því hefur verið hald- j ið leyndu, af ótta fyrir að þjóðin | myndi óðara heimta þá hengda fyrir morðið á 1260 mönnum sak- lausum, sem þar fórust. Það eru nú fullar 3 vikur síðan að fiskur mikill kom í stálnetið hjá Dofrum. Bretar urðu fljótt varir við fiskinn og fóru ad draga upp og var þar þá fastur í netinu neðan- sjávar bátur sá, sem sökti Lúsítaíu. Þetta var fiskurinn. Hann var toymdur í land og teknir liásetar allir og settir í fangelsi. Menn þess- ir játuðu al þeir hefðu skotið tveimur torpedóm að Lúsítaníu hinn sjöunda maí. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.