Heimskringla - 15.07.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 15.07.1915, Blaðsíða 2
BLS 2. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. JÚLí 1915. Gullbrúðkaup þeirra hjónanna Mr. og Mrs. Kristjáns Sigurðssonar. Hinn i'j. júní síðastliðinn var mannfagnaður niikill að Markland Hall . Grunnavatns bygð. Hafði fóiic drifið þangað úr öllum áttum fyrri part dags, svo að um hádegi voru komnir þar sarnan um eða yfir 2a0 l: anns. Tildrögin til þessa samkvæmis voru þau, að það hafði spurst, að hinn 19. júní ætluðu börn þeirra herra Kristjáns Sigurðssonar og lionu hans Margrétar, að minnast þess á einhvern viðeigandi hátt, að þann dag f.vrir 50 árum hefði brúð- kaup foreldra sinna staðið. En þar sem þessi öldruðu heiðurshjón eru ekki að eins ein af hinum fyrstu landnemum þessarar bygðar, heid- ur einnig meðal hinna allra vinsæl- ustu hér, vakti þessi fregn löngun hjá mörguin, einkum hinna eldri bygðarmanna, að eiga einhvern þátt i minningu þessari. Fanst þeim það ekki ómaklegt, að eftir að hafa not- ið alúðar og gestrisni Kristjáns og Margrétar í 25 ár, byðu bygðarmenn þeim einhverntíma til sameiginlegs borðhalds með sér. Og virtist þeim engin stund hetur valin en gullbrúð- kaupsdagur þeirra. Einhver varð fyrstur til að láta þessa löngun i ljós við annan og fann þar sömu hugsun fyrir. Reyndist það svo, er menn fóru að bera hugi sína snman um þetta, að það var eins og sama hugsun hefði borist með blænum um bygð þvera og hvislað sama boð- skap í hvers manns eyra. Leituðu bygðarmenn þá leyfis hlutaðeig- enda, að fá að eiga þátt í gleði gull- brúðkaupsdagsins. Að því leyfi fengnu, var öllum boðið eð koma, er fyndu hvöt hjá sér til þess, og þágu það boð, eins og áður er sagt, um eða yfir 230 manns,, er þangað komu til að votta heiðursgestunum virðingu sína og vinahug. Sam- kvæmið varð þannig heiðurssam- sæti, er bygðarmenn héklu hinum öldruðu hjónum á 50 ára hjóna- bands afmæli þeirra. Samkvæmið hófst kl. 1 e. h., og liöfðu bygðarmenn valið hr. Björn Líndal, sem forseta þess. Var þá fyrst sungið: “Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur”. Þá flutti forseti stutt en mjög gagnort ávarp. Tók þá sira Hjörtur Leó, sem var aðal ræðumaður dagsins, við stjórn um stund. Var þar sungnn brúð- kaupssálmurinn: “Hve gott og fag- urt” o. s. frv, Þá flutti síra Hjörtur aðalræðuna, og mælti hann vel og skörulega að vanda. Var þá sunginn sálmurinn Nr. 585, 3. og 4. vers. — Þá voru bornar fram vinagjafir til gullbrúðhjónanna, sem fylgir: (1.). Frá börnunum §50.000 í gulli. Var gjöf þessi borin fram á silfurdiski, er barnabörnin gáfu. (2.). Frá bygðarbúum göngustaf- ur gullbúinn handa brúðgumanum, og gullhringur handa brúðurinni; og voru viðeigandi orð letruð á hvorttveggja munanna. Þeirri gjöf fylgdi ennfremur §50.85 í pening- um. (3.). Frá safnaðarfólki lúterska safnaðarins Grunnavatns bygð $21 i peningum , (4.q. Frá kvenféíaginu ‘iFræ- korn” vönduð stundaklukka. (5.). Frá Mrs. G. Jörundsson hand málað sessuborð, og voru máluð á það meðal annars mjög fögur og vel valin vinarorð. (6.q. Gjafir frá ýmsum einstakl- ingum, sem of langt yrði upp að telja hér. Fyrir hverri gjöf mælti síra Hjörtur nokkur vel valin orð, nema gjöfinni frá kvenfélaginu. Henni fylgdi skrifað ávarp, flutt af Mrs. Oddfríði Johnson. Þá las síra H. Leó upp kvæði eftir Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, er ort hafði verið fyrir þetta tækifæri. Því næst voru kallaðir fram ýms- ir, er hugsað var að kynnu að finna hvöt hjá sér til að láta hugs- anir og tilfinningar í Ijósi i heyr- anda hljóði. Fluttu þá þessir stutt- ar ræður: Síra A. E. Kristjánsson, Mr. Pétur Bjarnason og Mr. Arni P'rí- man. Mintist' hinn síðasttaldi á frum- býlingsár bygðarinnar og að nú væri bygðin 25 ára gömul, og þar sem eiðursgestirnir voru með þeiin allra fyrstu, er þar hefðu numið land, ; hefðu þau búið helming sambúðar sinnar hér. Þótti honum og hinum eldri landnemum bera vel i veiði, að geta haldið tvær hátiðir í einu: 25 ára afmæli bygðarinnar og gull- brúðkaup Kristjáns og Margrétar. Þá flutti Mrs. Oddfríður Johnson og Mr. Vigfús Guttormsson frum- ort kvæði. Fram að þcssu hafði samkvæmið farið fram i trjálundi einum við : Markland Hall, því veður var hið bliðasta og fegursta um daginn. En þegar hér var komið sögunni, var fólki öllu boðið að ganga til snæð- ings í höllina. Var þar framreidd hin rausnarlegasta veizla. Stóð lengi á borðhaldi, því mannfjöldinn var mikill. Fór þá hið yngra fólk að skemta sér úti við ýmsa leiki og í- þróttir; en hið eldra undi sér við samræður og söng. Fór því svo fram um stund. En farið var nú mjög að halla degi; og var fólkið kallað.sam- an við trjálund þann, er skemtanir höfðu farið fram í fyr um daginn., Flutti þá Mr. Guðbrandur Jör- undsson frumort kvæði. Þar næst ávarpaði gullbrúðguminn sjálfur gestina. Þakkaði hann fvrir sig og konu sína velvild og virðing þá, er bygðarmenn hefðu sýnt þeim með þessu samkvæmi og hinum höfðing- legu gjöfum. Með klökkum rómi mintist hann gæzku guðs og hinna mörgu og stóru náðargjafa, er hann hefði veitt sér um æfina; svo sein góða konu, góð og dygðug börn og barnabörn og fjölda vina, er nú hjálpuðu til að gjöra æfikveldið bjart og unaðsríkt. — En geislar kveldsólarinnar skutust inn á milli trjánna og léku sér að því, að vefa gullþræði meðal hinna silfurhvítu lokka öldungsins. Var það þeirra gullbrúðkaupsgjöf, er þeir kvöddu við sólarlagið, eftir að hafa blessað með návist sinni glaðan og góðan dag. Þessu næst talaði Mr. Daníel Sig- urðsson, bróðir Kristjáns, nokkur orð. Er Daníel nú orðinn blindur fyrir nokkru og hárið hvitt sem mjöll; en orð og viðmót er enn fult af alúð og vináttu og þeim mann- dóms-einkennum, sem hafa aflað honum virðingar og hlýhuga þeirra, er hafa kynst honum. Þá las Mrs. Guðbrandur Jörunds- son kvæði. Bað forseti þá sira Hjört I.eó að segja nokkur orð i veizlulok, og gjörði hann það. Endaði hann mál sitt með hinum gullfögru og einkar-| vel viðeigandi erindum eftir Stein- grím Thorsteinsson: “Dagtir er lið- inn, dögg skín um völlinn”. — Var ljóð þetta tekið upp og sungið af gestunum. Því næst var sungið: “Eldgamla ísafold”, og að endingu: “Hærra minn guð til þín”. I * * * Auk skemtana þeirra, er að of- an eru taldar, voru sungin ýms ís- lenzk lög um daginn; og má sérstak- lega geta Jiess, að þær Mrs.H. Sveins- son og Miss A. Austman sungu du- ett. Einnig var sungið kvæði eftir Einar P. Jónsson, er ort hafði verið fyrir þetta tækifæri undir laginu: “Hve fögur er vor fósturjörð”. Mr. Th. Goodman stýrði söngnum og lék ó orgelið. Þetta samkvæmi mun hafa verið eitt hið fjölmennasta og skemtileg-j asta, er haldið hefir verið hér í bygð — og var Jiað allra mál, að sér hefði ekki á öðru samkvæmi betur liðið, bæði vegna þess, að dagurinn var í sjálfu sér hinn ánægjulegasti og einnig af þvi, að þeim gafst þetta tækifæri til að láta í Ijósi þakklæti sitt og vináttu til þeirra Kristjáns Sigurðssonar og konu hans, er um 25 ár hefðu búið meðal þeirra, — bygðinni til ómetanlegs gagns og sóma. A. E. K. Gullbrúðkaupskvæði TIL KRISTJÁNS SIGURDSSONAR OG KONU HANS, í Grunnavatns bygð, Man., flutt í gullbrúð- kaupi Jjeirra hjóna 19. júnl 1915. Þau ólust upp á fögrum stað á Fróni við fuglasöng og þiðan lækjarnið. Þau hegrðu alvaldsorð í hverjum tóni og englamál i hafsins báruklið. Og þegar blœrinn þaut um klökkva runna, sem þúsund' strengi snerti drottins hönd og geistafingrum heilög himin sunna af hauðri legsli siðstu klakabönd. Þá var sem einhver innri rödd þeim segði að eiga suman lifsins fögru mynd. Það var sem fíuð þeim hönd á hjarta legði; og hngur þeirra drakk af nautna lind. Þá sýndist atlur heimur himinfagur og hvergi ský d lofti birtist þeim. Þá fæddist þeirra fyrsti sumardagur, þau fæddust sjálf i nýjan, stærri heim. Er ástin ritar mál sitt mjt’ikum línum á mannleg hjörtu, fyrsta sumardag, hún býður þangað öllum systrum sintim, þær syngja í eining heilagt friðarlag. Þar stórar vonir haldast fast i hendttr og hvorki þekkja ský né sólartag; en elskettduniini opinn himinn stendur, ' þar englar drottins bjóða góðun dag. Og nú er liðinn langttr, góður dagur, þau lifað hafa’ og notist fimmtiu’ ár; að kveldi brosir himinn heiður, fagttr og hamingjunni falla þakkartár. 1 lífsbók þeirra’ er margt og mikið skrifað, á meðal annars þessi gullnu rök, að það er víst, ef vel er samun lifað, þá verður gæfan oftast fylgispök. Eg gleði’ og friðar saman sé þmu njóta — í samnautn aðeins lifir hjarta manns — Eg nmrga hindrun sarnan sé þau brjóta, — í samtökum er vinning bardagans. — Eg sé þeim falla hrygðartár af hvarmi, er hvort í annars sorgum taka þátt. Eg sé þau hallast hvort að annars barmi, i hluttekningu þiggja og veita mátt. Og það er enn sem innri rödd þeim segi að eiga saman lífsins fögru mynd. Og þeim sé leyft frá þessum brúðkaupsdegi á þokulausum, björtum sjónartind, að standa saman, haldast fast i hendur, unz huga þeirra lyftast fegri tjöld, þar elskendunum opinn himinn stendur og englar Drottins bjóða friðsælt kvöld. Sig. Jiil. Jóhannesson. Á heiðskirnm morgni i hagstœðum blæ á hafið þið lögðuð á nýbygðn fleyi; þá breiddu sig geislar am brosandi sæ, á bliðasta hásumarsdegi. Það blessaðist alt, sem að farrými fékk, þvi fylgdi hver meðlætisbára; en lukkan sér tylti á brúðhjónabekk og bauð sig til fimmtíu ára. Með Drottinn i stafni og kærleik i kjöl fór knörinn af stað, út á heimskauta leiðir; þar Ijúft er að sigla, þó löng verði dvöl, ef lánið og sigurinn faðminn út breiðir. Þið voruð svo heppin, að vera þar sett, er vonglaða lýsti’ ykkur sólin, og þess vegna fanst ykkur lifið svo létt og léttbært að komast á pólinn. Þið komust þá leið, sem að fáum er fær; við fögnum með ykkur af einlægu hjarta, og hamingjan sjádf yfir sigrinum hlær og sendir nú kvöldgeisla yndæla’ og bjarta. Nú þakkar hér andi hvers einasta manns, að ykkar við samvern náðum, og býður nú elskunnar kærasta krans þeim Kristján og Margrétu báðum. V. J. Guttormsson. Með gleði’ og ró þið getið horft til baka gullbrúðhjón kær á fimmtíu’ ára braut. Þar þurfti enginn annar stein að taka, þið yfirstiguð saman hverja þraut; því heitin dýr, sem gefin voru, geymdust, er Guði í kærleik vígðuð æfistarf; á samleið ykkar góðvcrk aldrei gleymdust. Þau gullnu dæmi börnin fá í arf. Þið lyftuð bæði byrði hverri’ er mætti; hvern boða klufuð dyggri hjónamund; hver sælugeisli sálir beggja kætli, og sama þrá til fremda hvatli lund, og þegar dauðinn bitru sverði sinu sár ykkar hjó, i eining felduð tár; hver endurminning á því bjarta linu, sem áistin göfug skreytti’ í fimmtíu’ ár. Með þökk og virðing muniim jafnan minnast, þið mannkærleikans ftina báruð hátt, og hlúðuð þvi, að verk þau skyldu vinnast, sem voru þörf og stefndu’ i rétta átt. Og ykkar sæti’ i sveitum frumbyggjanna um sæmd og dugnað skýrast vitni bar. Þá sagan getur góðra kvenna’ og manna mpn greint frá gkkar nöfnum verða þar. Brúðhjóna kransinn fyrir fimmtiu’ árum fléttuðu von og gæfa’ á heilla tíð; lífið hann vætti sælu’- og sorgar-tárum; sveipaði’ ’ann skjóli Drottins höndin blíð. Fegurri sveigur færður var ei neinum, né fylling trúrri’ í spá um auðnu hag; vonblómin uxu’ og urðu’ að laufgum greinum, sem allar prýða þennan merkisdag. Þó vegur ykkar væri stundum myrkur og vandasamt að halda réttri leið; traustið á Guði var þá stoð og slyrkur, sem stuðning vcitti’, er þyngsl var böl og neyð. Og nær sem hnígur sunna lífs að sævi, i svala hausts þó fölni blómaskart, sú kærleikssól, scm ykkar lýsti æfi, mun einnig gjöra dauðans húmið bjart. Oddfríður Johnson. BLUE FUBBGN KAFF/ OG BAK/NG POWDER Vér bjóðum yður að prófa hinar hreinu og ófölsuðh Blue Ribbon fæðu- tegundir eingöngu á vorn eiginn kostnað Vér ábyrgjumst að þær séu algjörlega hreinar og í fylsta máta góðar. Ef að yður Iíka þaer ekki að einhverju leyti, þá getið þér komið með þær í búðina aftur og fengið peninga yðar. Gullbrúðkaupsvísur TIL MR. OG MRS. KRISTJÁN SIGURÐSSON, Grunnavatns bygð, Man., sungnar í samsæti, er þeim var haldið að Markland 19. júní 1915. Lag: 6, fögur er vor fósturjörð, Með stóran hug og sterka lund Þið stefnduð nýjar brautir. Og grófuð aldrci ykkar pund og engar hræddust þrautir. Þið áttuð hvort i annars sál hin æðstu lifsins gœði. — Og geymduð heilagt móðurmál i minning, söng og kvæði. Þið hafið fylgst í fimmtíu’ ár og frægan sigur hlotið. Og saman strítt við sorg og tár og sælu lifsins notið, Og enn er bjart um ykkar reit, og æskan húsið fyllir! Hún þaKkar ykknr þessi sveit, og þökkin kvöldið gyllir! (Ort að tilhlutun systurdóttur gullbrúðgiimans). Einar P. Jónsson. Nýtt Gózenland. Stöðugt koma nýjar fregnir frá Rússlandi um hin undraverðu áhrif áfengisbannsins. Vegna þess, hve mjög glæpum hefir fækkað siðan bannið kom á, hefir dómsmálaráð- herrann skipað svo fyrir, að hætt skuli byggingu nýrra fangelsa. — I mörgum héruðum hafa yfirvöldin fækkað lögreglumönnum um helm- ing og jafnvel sá helmingurinp, sem eftir er, hefir ekkert að gjöra og fangelsið okkar er tómt, segir í einni skýrlunni. Skýrsla frá læknum þem, er hafa stundað verkamenn við hinar miklu vélaverksmiðjur í Kolonna í nánd við Moskva, eru svohljóðandi: — Árlega fáumst vér við 140,000 sjúkdómstilfelli og af þcim koma 70 prósent á verkalýðinn. ókunnugum er alls ómögulegt að gjöra sér grein fyrir Jieirri breytingu, sem áfengis- bannið hefir valdið á meðal þessa fólks. Áður var fjöldi óverkfærra manna eftir hvern helgidag, vegna drykkjuslarks. Þetta er nú horfið. Nú koma engar grátandi konur til þess að biðja oss verndar gegn ó- svífnum eiginmönnum. Alstaðar á íriðsemi og regla heima; og hin áður óþekta velmegun, sem stafar af því, að nú er engu eytt i áfenga drykki, hefir komið því til leiðar, að verkamennirnir hafa samþykt í einu hljóði, að gefa konum og börn- um hermannanna 1 prósent af laun- um sínum. , Sveitaprestur skrifar: Það er eins og fólkið sé orðið skynsamara; það er eins og allir séu i vetfangi orðnr heilsubetri. Fólkið gengur almennilega til fara. Nú heyrist ekkcrt dónatal eða ósæmilegir söngv ar og engin áflog sjást, allstaðar rík- ir friður og eindrægni. 1 bréfi frá bósda stendur svo: Þorpið okkar sparar þúsundir rúbla og bændurnir hérna verja nú stór- fé i búnaðarbætur. Og bóndakona ein skrifar: Okkur líður nú syro vel, að við óttumst það nú mest, að ófriðnum verði of fljótt lokið. 1 sumum héruðum hefir íkveikj- um fækkað um 40 prósent. Af öllu þessu leiðir, að mörg héruð hafa sent stjórninni eindregna áskorun um það, að áfengisbannið verði lát- ið haldast framvegis. Vel væri, ef satt vær.—Visir. Þegar þú þarfnast bygginga efni eða eldivið D. D. Wood & Sons. -------------------Limited-------------------- Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, “Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.