Heimskringla - 15.07.1915, Blaðsíða 3

Heimskringla - 15.07.1915, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 15. JOLÍ 1915. II E I M S K R I N G L - BLS. 3 Frá Furðuströndum. ii. Framan af virtust skeytin öðal- lega að koma frá þeim hóp vits- munaaflanna, er segja sig verið hafa Egipta. Þeir sýnast vera dugiegast- ir að koma hugsunum sinum á fram- færi þessa leiðina. Skal hér þýða, sem sýnishorn, tvö af þeim skeyt- unum: 29. marz, kl. 9.12 e. h. “En hafið f)ið að eins dálitla þol- inmæði. Þessi mörgu þúsund ár hafa menn hrópað: Tákn! Tákn! Og það er nú eins og það hefir verið og ávalt mun verða. Oss er mannssálin ehginn nýr hlutur. Maðurinn hlýtur, samkvæmt eigin eðli sínu, ávalt að biðja um tákn. Vér komum ekki til þess, að rökræða i musterum eða á torgum, né til þess að dreifa um- mælum vorum út til skólamannanna. Vér komum eigi til prestanna, né heldur flytjum vér læknum nein fræði. Augu vor sjá ekki heimspek- ingana, né heldur segja eyru vor frá kaupmönnunum í borgum. Orð vor eiga ekki að verða nein lærdómsorð, heldur hjálpar og huggunarorð. A if mes . . Pta . . Pta .. h .. m .. e .. s .. Ptames frá Memphis .. Vér finnum til með öllum þeim, sem ef- ast, eins og þegar eg (forðum) gengdi stöðu minni i Memphis, hlust ið.....Einu sinni kom gráthryggur maður, er mist hafði konuna, sem hann unni, til ‘lesarans’ i muster- inu og mælti:“Hvað getur þú gjört fyrir mig, sem er sárhryggur og hefi mist ástvin minn?" "Vér getum”, sagði ‘lesarinn’, "gefið þér þau orð, sem vissulega munu koma þér til Tuat’’. Þá mælti maðurinn: “ó, faðir, i þetta, sem þú kennir öllum mönnum, finst mér einhversstaðar vanta eitthvað, sem eg þó fremur finn hvað er, en að eg geti gjört grein fyrir því". Þá sagði ‘lesar- inn’: “Maður, það er næstum þvi óguðlegt af þér að tala svona um heilagarTÍtningar”. I sama bili bar skugga á þá; það var skugginn af spámanni hins mikla guðs, sem á þeirri stundu gekk þar fram hjá. — Hann tók nú til máls og sagði: “Hver er þessi maður, sem þú, ‘les- ari’, segir um að lali næstum óguð- lega?” ‘Lesarinn sagði þá spámann- inum frá öllu þvi, sem gjörst hafði. Þá var andlit spámannsins dimt eins og nóttin, og reiði kom fram á varir hans, er hann mælti til ‘lesar- ans á þessa leið: “Ó, ‘lesari’ minn með hina litlu, smámunalegu og þröngsýnu sál, að þú skulir vera að þvaðra um helgisiði og bókstaf lög- malsins og orðabrcllur heimspek- inga vorra við þessa vesalings sál. Burt með þína fánýtu huggun!” Síð- an sneri spámaðurinn sér að mann- inum og mælti: “Far þú leiðar þinnar, vinur minn, og þegar kveld- ar, skalt þi'i sjá, meira að segja tala við konnna þína, scm þii hefir elsk- að og mist”. Þessi spámaður var Amen Tta-mes, á þeim timum mesti spámaður allra mustera og guða i Thebes, Heliopolis og Memphis, en þar var eg þá ‘les- ari’ goðsvarsins .. Ptames’t. 29. marz, kl. 1.20 f. h.: “A R .. Ó, þér, sem eigið ein- hvern sofandi, rcynið eigi að rjáfa þann svefn, nema því að eins að þér hafið unnið góð verk. Því að það getur farið svo, að gagnið sé ekki þeirra megin, sem lifa, heldur hinna framliðnu manna sjálfra. En hve nær, sem þér hafið öðlast algjörða samiíð, skuluð þér vissulega fá að fitina til þess, já, vita af þvi, að þeir sem farnir eru á undan yður eru á- valt hjá yður. Ef þér i viðbót við þessa algjörðu samúð, sem er aðal- hvötin, hafið öflugan vilja, þá skulu sannarlega allir hlutir og allar vcr- Hemphill’s American Leading Trade School. Afinl nWrifstofn 013 Main Street, Wlnnfpej;. Jitney, Jitney, Jitney. t>aft þarf svo hundru'ðum skiftir af monum tll a« höndla og gjöra við Jitney bif- reÍ’Öar, arðsamasta starf í bænum. Aðeins tvær vikur nauðsynlegar til að læra í okkar sérstaka Jitney “class” Okkar sérstaka atvinnu- útvegunar skrifstofa hjálpar þér aT5 velja stöðu eða atS fá Jitney upp á hlut. Gas Tractor kenslu bekkur er nú að myndast til þess aS vera til fyrir vor vinnuna, mikil eftirspurn eftir Tractor Engíneers fyrir frá $5.00 til $8.00 á dag, vegna þess at5 svo hundruðum skiftir hafa fariS í stríftitS, og vegna þess at5 hveiti er 1 svo háu vertSi að hver Traction vél vertSur at5 vinna yfirtíma þetta sum- ar. Elni virkilegi Automobile og Gas Tractor skólinn í Winnipegr. Lærit5 rakara it5nina í Hemphill’s Canada’s elsta og stærsta rakara skóla. Kaup borgatS á met5an þu ert at5 læra. Sérstaklega lágt Inn- gjald og atvinna ábyrgst næstu 25 nemendum sem bvrja Vit5 höfum meira ókeypls æringu og höfum fleiri kennara en nokkur hinna svo nefndu Rakara Skólar í Winnipeg. Vit5 kennum einnig Wire og Wire- less Telegraphy and Moving Picture Operating.” Okkar lærisveinar geta breitt um frá einni lærigrein til anarar án þess at5 borga nokkuð auka. Skrifið et5a komiti vit5 og fáiTS okkar fullkomitS upplýsinga- skrá. Hemphill’s Barber College and Trade Schools. Hrad Offlces <143 Mnln St., Wlnnlpegr Branch at Regina, Sask. ur aðstoffa þig i verki þinu og sjá fyrir áhyggjum þinum; og þeir, sem löngu eru dánir, skulu koma aftur til þin, alveg eins og meffan þeir íifðu og ganga um jörðina. . . Amen Ra-mes”. oomu nótt litlu síðar (kl. 2.50 f. h.) kom þetta skeyti (á portúgölsku) — - bersýnilega frá alt annari upp- sprettu: , “Pode comprehender vossa meree em Portuguez? Depois haver espera- domuíto tempo parece maravilhoso podcr emfim communicar meior pa- rabem. Ha muíta gente aqui desejan do exprimir Ihe seu prazer... . Tax- eira”. . * , (Þ. e.: Getið þér skilið skeyti á porti'igölsku? Eftir að hafa beðið svo lcngi virðist það undursamlegt, að geta loks sent vorar beztu sam- fagnaffaróskir. Það qru hér menn hundruðum saman, sem óska að láta gleði sina i lósi við yður. .. Tax- cira". *). 30. marz, kl. 11.17 e. hádegi (á norsku) : “Bedste lyk.nskninger fra .. med- arbeiderne (í öðru orði var slept einum staf. D.W.). Þ. e.: Beztu ham- ingjuóskir frá samverkamönnunum. "31. marz (á ensku): “Manstu eftir mér í Rcdcliff-gar- dens fyrir tuttugu og átta árum með tveim gömlu vinnukonunum mínum og páfagauknum? Þetta er með mikl vm örðugleikum, en eg ætla að vona að eg geti gjörl miklu meira .. A. C.” Um þetta skeyti farast Mr. Wilson svo orð í bláðinu: “í mínum huga er enginn minsti vafi á því, að þetta skeyti á við afabróður minn, Alex- ander Calder, sein vissulega átti heima um þetta tiiuabil, sem til er tekið, í Redcliff-gardens, S. W., og hafði á heimili sinu tvær forntizku- legar vinnukonur, sem verið höfðu í þjónustu hans um mörg ár, og þær áttu meira að segja páfagauk. Með- an Calder lifði, hafði hann mikinn áhuga á spíritúalismanum; var einn af forsetum hins gamla Alþjóðarfé- lags brezkra spiritúalista og síðar einn i fyrstu stjórn Sálarrannsókna- félagsins (ásamt þeim F. W. H. My- ers sáluga, F. G. Romanes, E. Daw- son Rogers og Stainton Moses). Þá hafa komið nokkur skeyti, sem beinlínis eru orðuð til einstakra manna. Við einhver af þeim nöfn- um hefr Mr. Wilson sjálfur kannast, og komið þeim á framfæri, en miklu fleiri nöfnin hefir hann alls eigi þekt; hefir hann sent þau skeytin til ritstjóra blaðsins “Light’’, og þar hefr hafst uppi á ýmsum nöfnun- um. Sum éru óútgcngin enn, en ut- anáskriftin auglýst í blaðinu. Eg segi hér frá einu hinu merkasta sem dæmi. Eg verð að taka það hér upp eins og ]iað kom; þýðing ein nægir ekki. Sönnunargildið minkar, ef frumskeytið er eigi athugað: 12. apríl, kl. 2.45 f. h. — “To Chedamiyat .. vech: In English this for that it may be more easier lo receive I have for this long time been u>ish io you to write now it is much more easier but still greatly impossble. Many there is wishing to you to wrile. Swc .... borg, a good and great man, is here Says he to you sasom bevis pasan- ningen; also boyn .... boyn must try when not so difficult. It is Mi- chel who this to you writes by the means that are now new”. (Þ. e.: Til Chedamiyat .. vech: ■Á ensku þctta til þcss það megi verða meira auðveldara að veita þvi við- töku. Eg hefi þenna langa tima ver- ið að óska yður að rita. Nú ertþað miklu meira auðveldara, en enn þá stórlega ómögulegl. Margir eru, sen\ óska þannig yður að rita. Swe .. borg, góður og mikill maður, er hér. Hann segir s as o m b e v i s p a- s a n n i n g e n’ *q; einnig Boyn .. Boyn verður að reyna, þegar ekki svona erfitt. Þaff er Michel, sem þetta til yðar ritar með tækjum, sem eru nú ný). Þegar þetta skeyti kom til Light ritstjórnarinnar, var þess til getið, að það mundi vera til serbneska greifans Chedo Miyatovich, sem er kunnur fyrir afskifti sin af rann- sókn dularfullra fyrirbrigða. Hon- um var þ'ví sent skeytið. Hann rit- aði blaðinu þegar aftur, og er bréf hans birt í blaðinu 24. april þ.á. — Þýði eg hér meginkafla bréfsins. “Geislaskeytið, tekið af Mr. David Wilson 12 april, ki. 2.45 f. h„ er vafalaust orðað til mín af anda serb- nesks manns. Eg er þektur á Eng- landi sem “Chedo” eða “Cheddo'' Miyatovitch, þar sem eg hefi að eins notað fyrri helming míns langa nafns “Chedomille”. En Serbar nefna mig ávalt Cheda; en ekki '‘Chedo”, og þar sem nú andinn Mi- ^hel ávarpar mig sem Cheda, dreg eg af því þá ályktun, að hann hljóti að vera andi serbnesks manns.'Hann gjörir "enn fremur grein fyrir því, hvers vegna hann ávarpi mig á ensku, en það sýnir, að hann er *) Þýðingin gjörð eftir ensku þýðingunni. , **) Hér koma sænsk orð inn í: sasom bevis paa sanningen, þ. e.: svo sem sönnun fyrir sannleikan- um. ekki sjálfur enskur, og að liann mundi, ef öðru visi væri ástatt, á- varpa mig á tungumáli, sem ekki þyrfti að gjöra neina grein fyrir, sem sé þjóðtungu okkar serbnesku. Þá er og setningaskipun hans alls ekki ensk, en algjörlega serbnesk; alveg eins og ef serbneskur maður hugsaði setninguna fyrst með serb- neskri orðaskipun, og útlegði síðan orði til orðs á ensku. Til dæmis: Englendingar segja: “Eg óska að rita yður”. En vér Serbar segjuin: “Eg óska yður að rita”; og í gcisla- skeytinu kemur sú serbneska orða- skipun tvisvar fyrir. Sama er að segja um siðustu setninguna: “Það er Michel sem þetta yður ritar”. Orðalagið er ekki rétt enska, en al- veg rétt samkvæmt serbneskri orða- skipun. Fyrir því er eg ekki í nein- um efa um, að geislaskeytið stafar frá anda serbnesks manns. “Eg get eigi sagt, hver þessi ‘Mi- chel’ er. Eg átti ýmsa vini, sem dá- ið hafa þrjátíu síðustu árin, og heit- ið hafa nafninu Michael eða Michel. Meðan eg var í Belgrad siðastliðinn júnimánuð, frétti eg, að andi Micha- els prins hefði gjört vart við sig á ýmsum sambandsfundum með ein- um eða öorum hætti. Bróðursonur lians, Mílan konungur, og bróður- sonarsonur hans, Alexander konung- ur, hafa oft talað við mig á sam- bandsfundum í Lundúnum, en Mich tel prins aldrei hingað til. “En eg veit hver ‘Boyrt’ er. Fyrir nokkurum áruip var að eins einn maður i Serbíu með því nafni. Hann kom til Belgrad frá Minnesota í 1 andaríkjunum í Vesturheimi, og eg lijálpaði honum eins mikið og eg gat r cö fyrrtæki hans. Hann dó meö leyndardómsfullum hætti, og ég let jarða hann. Fimtán árum eftir dauða hans fékk eg bréf frá útlend- ing, manni, sem á heima í borginni Panchova á Ungverjalandi, og i bréf- inu segir hann mér frá, að eitt kveld hafi hann og dætur hans verið að gjöra tilraunir með borð; hafi þá andi einhvers ‘Boyne’ beðið sig að skrifa mér, til þess að láta mig vita. að hann hafi verið — drepinn á citri! Árið 1907 var eg á sambands- fundi i húsi William T. Steads í Wimbledon; fyrsti framliðni mað- urinn, sem manngervði sig (materi- alised) var Boyne, með hið einkar fagra höfuðlag sitt og einkennilega. Og nú er mér sagt, fyrir tilhjálp etei bylgju nema Mr. Wilsons, að “Boyn . . Boyn verði að reyna (að skrifa iær), ]iegar það verði ekki svona erfitt”. En hver ætli þessi “góði og mikli maður” sé, sem sendi mér skeytið i þessum þremur orðum: Sasom be- vis pasanningen, og hvað þýða þessi orð? Það er ekki serbneska og ekk; i-eitt það Norðurálfu tungumál, sem eg þekki”. Vilja eklci þeir, sem líklegast telja : ð skeytin séu runnin úr und unil annara, skýra fyrir oss, hvern ig á þessu skeyti stendur? Næs! liggur að ætla, að það sé runnið úi undirvitund greifans, þvi að hann þekti bæði Michael og Boyne, og þaðan hefði þá serbneska orðalagií é enskunni líka verið runnið, þót dagvitund greifans kunni ágætlegr ensku. En hvað er þá undirvitund hans að flækjast með Swedenborg cg móðurmál hans, sem dagvitundin veit ekkert um? Mr. Wilson virðis, hafa eitthvað fyrir sér í því, að “síður óverjandi” sé hin skýringin. En það er margt fleira undarlegt við skeytin og erfitt viðfangs, ef skýra á þau að öllu leyti frá undir- vitundar-kenningunni. Einn af þeim, er skeyti sendir, refnir sig Jonquiil. Hann er áleitinn mjög og Mr. Wiison verður oft að slíta sambandinu, til að losna við hann, eða þá kveikja ljós — þá dofn ar máttur hans. í skeytum sínum reynir hann að gjöra háð að sum- um hinum og notar ýms óvirðuleg orð. Hann endar eitt skeyti sitt á orðunum: “Hail Luxhalle. Lux- halle!” Tekur ritstjóri blaðsins það fram, að hvorki Mr. Wilson, né hann skilji, við hvað hann eigi með því. Mér hefir komið til hugar, að með því sé liann að hæðast að vélinni og nefni hana ljóshöll (af latneska orðinu lux — ljós, og þýzka orðinu Halle — höll); Heill ^þér ljóshöll! ljóshöll! — auðvitað þá sagt í háði um þessa iitlu byrjun. Þá snúast önnur skeytin um það, að vara Mr. Wilson við tilraunum þessum, þvi að það sé aumkunar- vert að sjá, hve mjög sumir hinu- megin ofreyni sig á því, að reyna að senda skeyti, þvi að þráin sé svo ó- umræðileg, crg ókyrðin og lætin, sem af þessu stafi, verði svo mikil. Mr. Wilson neitar auðvitað að taka nokkurt tillit til þeirrar viðvörunar; telur slikt sprottið frá hugsun þeirra, sem ávalt séu hræddir við nýar framfarir og vilji hefta þær. Þeir, sem að mun liafa fengist við rannsókn dularfullra fyrirbrigða, kannast ofurvel við vitsmunaöfl, sem hegða sér likt og Jonquill. Næg- ir í þvi efni að minnast á greinar ]iær, er prófessor Guðmundur Hann- esson skrifaði í Norðurland hér um árið og nefndi “í Svartaskóla”. Um öll þau skeyti, sem stíluð hafa verið til ákveðinna manna, er hafst hefir upp á, er það að segja, að við- takendur hafa kannast bæði við efn- ið í þeim og nafnið, sem undir var ritað. Ein kona hefir fengið fjögur skeyti. Kveður hún þau færa sér öfl- uga sönnun fyrir þvi, að þau séu úr öðrum heimi, og jafnframt fyrir framhaldi lífsins eftir dauðann. — Hún geti ekki birt efni þeirra, af því að það sé einkamál. En enginn hafi vitað þetta sem um sé að ræða, nema sá, er hét því nafni, sem undir skeytunum standi. Hún kveðst hafa haft mikla huggun af skeytunum. Eitt af skeytunum er svona: Til . . Charles King .. frá David . . Iiamsay . . Kalonan, í nánd við Petersham, N. S. IV’. Fyrir fjörntiu og fjórum árum dæmdi eg yður rang lega. Eg hefi verið að vona, og vona enn, að einhvern tima fáið þér að vita þetta”. .Stundum virðast margir að vera að gjöra tilraun í einu án þess að vita hver af öðrum, og þá verða skeytin tómur ruglingur. í einu skeytinu er kvartað sáran undan því, hvernig á því geti staðið, að aðfaranótt hins 26. marz hafi alls eigi tekist að senri^ neitt skeyti, en nú sé það aft- ur auðvelt. En Mr. Wilson segir frá þvi, að aðfaranótt hins 26. marz liafi hann verið önnum kafinn í að taka skeyti frá “Egiptunum”; en þeir, sem kvarta, eru alt aðrir, og þeir spyrjast fyrir um hvernig á þessu standi. ■fins dæmi þessu lík koma fyrir við miðilssambandið, einkum hjá raddmiðlunum. Ný rödd grípur stundum fram í samtalið, og er sem hún hafi ekki hugmynd um, að ann- ar sé að tala. Slikt kom oftar en einu sinni fyr- ir á fundum Tilraunafélagsns hér í Reykjavík. En stjórnandinn gat stundum greitt úr þeiin ruglingi. Vegna þess, hve nóttin er stutt sumarmánuðina á Englandi, býst Mr. Wilson ekki við, að geta gjört veru- legar tilraunir með vél sína fyrr en Wilson, Bandaríkja forseti. i september. Það er ein tegund erf- iðleikanna, að ljósið tálmar á sumr- in, þegar loftið er hreinast. Þegar næturmyrkrið kemur með haustinu, versna skilvrðin i loftinu. Mr. Wilson hugsar nú mest um, að bæta og fu^lkomna vélina, og ráð- gjörir að syna hana öllum almenn- ingi, ef það takist. En livort úr þessari “litlu byrj- un” verði Ijóshöll — um það er engu vert að spá að svo stöddu. Hitt þarf eigi að efa, að framhald lífsins sann- ast svo með tíð og tima, að allir kannast við það, og verður komandi kynslóðum algjört þekkingaratriði, en eigi trúaratriði eingöngu. Ilar. Níelssson. ..— Isafold. * Alit Dana á Islendingum Vér getum ekki slept þvi að láta landa vora sjá hvaða álit Danir og dönsku blöðin hafa á tslendingum og framkomu þeirra. Þetta á nátt- úrlega við stjórnmálabaráttu þeirra þar heima, og er ekki laust við að Danir vilji gjöra hana hlægilega. Vér leggjum engan dóm á þau mál hvorki til né frá. Og ejcki finst oss greinin þurfa neinnar skýringar við. Þeir, sem nokkuð þekkja til Islands mála skilja hana. Hún er tekin i'ir blaðinu Vísi greinin sem út kom 13. júní siðastliðinn, og er þannig: * * * “Klods Hans” heitir helzta fyndn- isblað Dana. Hefir það fyrir stuttu eytt heilli síðu i stjórnarskrármálið islenzka^ og kemur hér þýðing af lienni. , Síðuna sjálfa geta menn séð i Visis-gluggum með öllum myndun- um af Sigurði Eggerz. ÚR EGGERZ SöGU SALTFISKS- SONAR. Eggerz finnur konginn i Höfn. Eggerz hét maður Saltfisksson og bjó að Hrauni nyrðra. Eigi þótti þar friðvænlegt, er hann var fyrir. Þá er suniraði lct Eggerz i haf og sigldi suður til konungsins i Höfn með sonum sinum. Allir sneru sér við, þá er Eggerz gekk í höllina og dró af sér belg- vetlingana og snýtti sér i lúkur sín- ar, svo að undir tók. Hendu þeir koungsmennirnir mikið gaman að Eggerz og gáfu sonum hans góðar gjafir. Bjarni hét hinn elzti og fékk hann Garð. Hann var rammur að afli og drakk heitara og sterkara rommtoddý en aðrir menn. Barði hann til örkumla lögregluþjóna tvo og frammistöðumann, og fór siðan út til Islands og varð þar sýslumað^ ur og í Sjálfstæðismanriaflokki. — Guðlaugsson var skáld. Hann fékk haglendi gott hjá Gyldendal. En Hadda Padda, er var kvenmaður, komst að musteri konungs, og kvörtuðu fórnargoðar forgarðsins þar þeir er brallarar heita, sáran, því að þeir brendu sig á henni. Eggerz Saltfisksson var þó eigi allglaður. “Betri gjafa hafði eg vænst fyrir mig og mína”, sagði hann. Bauð þá konungur að ný gjöf skyldi fram borin. — Eggerz leit á gjöfina og mælti: “Aldrei sá eg stærri ál”. — “Eigi er þetta áll”, sagði konungur, “heldur sæsími”. Engin smáræðis gjöf er það” kvað Eggerz “og hafði eg þó hugsað mér hana stærri”. Aftur lét konungur frambera íik- ihannlegar gjafir, og leit Eggerz á ]>ær og hleypti brúnum. — “Ærna höfum vér biskupana á Islandi”, mælti hann. “Eigi er svo, að þetta sé biskup” sagði konungur. “Það er islenzkur ráðherra”. “Þessi gjöf þykir mér betri en all- ar aðrar”, mælti Eggerz. “En hverj- ar eru rúnir þær, sem þú hefir rist á kefli það( er maðurinn heldur á? Væri Bjarni sonur minn hér, myndi hann geta ráðið þær”. Gekk þá fram Zahle lögskýringa- maður, stallari konungs og las það, er ritað var. “Það er stjórnarskrá”. mælti hann. “Þakka þú konungin- um fslendingur!” “Hvorki mun eg þakka fyrir stórt né smátty, mælti Eggerz, “og hafi konungur eigi betri gjafir, þá virði eg að litlu þetta alt saman”. Þá lét konungur sækja sið stu gjöfina. “Vænt klæði er þetta” sagði Egg- erz, “eður fyrir hvi skal það hanga á skafti?” “Þetta heitir fáni”, kvað konung- ur, ‘og er þar fálki á blám grunni, og skal þetta vera merki íslands”. “Betri þætti mér saltfiskur”, mælti Eggerz. Varð þá konungur reiður og hauð stallaranum að spyrja, hvers Fggerz óskaði þá. “Þessa óska eg”, kvað Eggerz: “Góðra gjafa fyrst lianda sjálfum inér, svo styrks af sjóðum handa sonum minum og því næst að þú kaupir hesta þeirra, bækur og harð- fisk. Skorti mig penninga, skalt þú lána mér þá, og varinn skal eg af vikingaskipi þinu gegn strandhöggs- mönnum. Gjöra skal eg það i stað- inn, sem mér bezt líkar; og vilji eg ekki vera vinur þinn lengur, skal eg gjöra þér orðsendingu. En viljir þú eigi sem eg, þá fer eg í brott þegar”. “Far þú ]>á norður og niður”, mælti konungur, og lauk svo fundi þeim, er víða fóru sögur af; og þóttu Eggerz og sonum hans það af- reksverk eigi litið,. er hann hafði svarað á Jiessa lund. Fyndnin er það, sem Dönum þyk- ir bezt gefið, þess er þeim er ósjálf- rátt. Annað er þeiin sjálfrátt, sem er þekking á fslandsmálúm. Mega þeir nú hér sjá( hve vel þeim tekst, er þeir vanda sig, og er þýðingin þeim mun betri frumritinu, sem ís- lenzkan er dönskunni. ™E D0MINI0N BANK Hornl >ntre Dam* »K Shi*rhrnoke Stf. HftfufiNtAII nppb...M _______I. A.IHUMMNI VaranjAfiur. ... .1.7,000,000 Allar elKnlr . . M . Í7S,000,000 Vér óskum eftir vlTlskiftum vera- lunarmanna og Abyrgrumst aTI gefa þeim fullnægju. 8parisjóT5sdeild vor er sú stærsta sem nokkur bankl hef- ir í borginni. íbúendur þessa hluta borgarlnnar óska aT5 sklfta viT5 stofnun sem þelr vita aT5 er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutleika. ByrjiT5 sparl innlegg fyrir sjálfa yT5ur, konu og börn W. M. HAMILTON, RáísmaSur PHONE GAHRY S450 Ein persóna (fyrir daginn), $1.50 Herbergi, kveld og morgunverT5ur, $1.25. MáltíT5ir, 35c. Her*>ergl, eln persóna, 60c. Fyrirtak í alla staT51, ágæt vínsölustofa í sambandl. Talsfmi Garry 2252 ROYAL OAK HOTEL Chns. Gustnfsson, elgandl Sérstakur sunnudags miT5dagsverT5- ur. Vín og vindlar á borT5um frá klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex til átta aT5 kveldinu. 2S3 MARKET STREET, AVINNIPEG THE CANADA STANDARD LOAN CO. ATlal Skrlfntofa, YVinnlpeg $100 SKULDABRÉF SELD Tllþæginda þelm sem hafa smá upp- hæT5ir til þfess aT5 kaupa, sér I hag. Upplýsingar og vaxtahlutfall fæst & skrifstofunni. J. C. Kyle, rftbsninbur 42H Ylaln Street, YVinntpeg. Rafmagns — heimilis — áhöld. Hughes Rafmagns Eldavélar Thor Rafmagns I>vottavélar Red Rafmagns t>vottavélar Harley Vacuum Gólf Hrelnsarar ‘LacoM Nitrogen og Tungsten Lamp- ar. Kafmagns “Fixtures*’ “Universar' Appliances J. F. McKENZlE ELECTRIC CO. 283 Kennedy Street Phone Main 4064 Wlnnlpec ViSgJörCIr af öllu tagi fljött og vel af henði leistar. D. GEORGE & CO. General House Repairs Cabinet Makera and Ipholaterera Furniture repaired, upholstered and cleaned, french polishing and Hardwood Finishing, Furni- ture packed for shipment Chairs neatly re-caned. Phone Garr^ 3112 36» Sherbrooke St, Brúkaöar saui wélar meT5 hæfl- legu verT51.; ný r Singer vélar, fyrir penlnga út i 1 nd eT5a til letigu Partar I allar teg \álr af vélum; aTigjörTJ á öllum teg< lum af Phon- nographs á mjög lág verT5i. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega “agenta” og verksmala. r Hospital Pharmacy Lyf jabú'ðin sem hcr af öllum öðram. — Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga■ ávisanir, seljum frímerki og gegnitm öðrum pósthússtörf- um. f 818 NOTRB DAME AVENTJE Phone G. 5670-4474

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.