Heimskringla - 15.07.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 15.07.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 13. JCLí 1915. HEIMSKRINGLA BLS. 5 Af systkinum hans held eg séu ekki eftir núlifandi nema ein systir. Eitt barn eignuðust þau hjón, sem dó strax nýfætt. En tvö börn ólu þau upp hér vestra: önnu, konu Jóns Jósefssonar, sem hér er nefnd að framan; og Láru Hallsdóttur; dáin fyrir nokkrum árum.— Það var yndi Odds og ekki síður hennar, a< hafa börn í kringum sig, og sjaldan held eg að heimili þeirra hafi verið barnlaust. Bæði voru sérlega barn- elsk. Að hann tók snemma fyrir barnakenslu á ættjörðinni, mun hafa verið eðlishvöt; og um leið getur maður vel skilið, að svo mikið var sótt eftir honum að stjórna barna- skolanum á Akranesi. — Á heimili Odds var ætið nautn að koma; hin i :nna íslenzka gestrisni mætti manni þar ætið; hlýindi, velvild og ástúð í hvívetna. Þökk fyrir vináttuna og ástúðlcga samfylgd á lífsleiðinni. Blessuð sé hans minning! B. Oddur Guðmundsson Akraness lézt að heimili fósturdóttur sinnar önnu Jósefsson og manns hennar Jóns Jósefssonar á Gimli þann 1. júní þ. á. Og var jarðsunginn af síra Carli Olson, þjónandi presti ins lúterska safnaðar þar, þann 4. s. m. Fór jarðarförin fram frá heimilinu, þar sem liann dó, og sem hann hafði eytt siðustu árum æfinnar á. Bana- mein hans mun hafa verið afleið- ing af heilablóðfalls aðkasti, sem hann fékk í október 1912. — Hann náði aldrei sinni fyrri heilsu og kröftum eftir það aðkast. Jafnvcl þó hann um tima kæmist á fætur og gæti farið út af og til sér til hress ingar, þá náði lífsaflið sér aldrei aft ur, og svo eftir því sem tíminn leið, fór það smátt og smátt þverrandi, þar til endirinn kom eins og að of- an er sagt. Oddur sál. var að mörgu leyti merkur maður, og vil eg því leyfa mér að taka hér fram nokkur helztu æfiatriði hans. Hann var fæddur á Indriðastöðum i Borgarfarðarsýslu 23. nóv. 1852. Var því á 63. árinu þegar hann dó. Foreldrar hans voru Guðmundur Oddson bónda Helgasonar, er bjó á Höfn í Melasveit og seinast á Ind- riðastöðum og dó þar, og Margrét Sigurðardóttir Stefánssonar á Sýra- parti á Akranesi. Sex ára gamall fluttist Oddur með foreldrum sínum frá Indriðastöðum að Litlasandi á Hvalfjarðarströnd. “Var eg þá”, segir hann, “farinn að geta sjálfur mint anig á”. Hann var snemma hneigður fyrir bækur, og vafalaust hefir hann að mestu leyti hjálpað sér áfram sjálfur til að ná þeirri rnentun, sem han nnáði. Lífsstarf hans byrjaði á því, eins og margra annara á íslenzku ætt- jörðinni, “að gæta ánna á sumrin upp til fjalla’”. Búfjárhaglendið. sem Oddur gætti ánna í, hét Árna- hlíðar. “Var þar land gott og fagurt á sumrum”. En Árnahlðar voru meira fyrir Odd en hagar fyrir ærn- ar hans föður hans. Þær voru Hka skólastofan hans. Hann var eini lærisveinninn, en guð og náttúran kennarinn. Þar í einverunni. í yfir- setunni, æfði hann sig í að lesa, skrifa og smíða. Hefir hann ef til vill haft hug á og löngun, að ganga skólaveginn, en efni foreldra lians ekki leyft, því fjölskyldan var þung; búið ekki mjög stórt, og þar á ofan var faðir hans mjög veill til heilsu síðari hluta æfinnar og dó áður en Oddur var fullra 18 ára. Skörnmu áður en faðir hans dó, var hann (faðir hans) fluttur með fjölskyldu slna að Innstavogi á Akranesi. Uffi þessi veit eg systkini Odds: Sig urður; Sæmundur; Vilmundur; Þórð ur; Vilhjálmur; Guðmundur; Jón; Halldóra; Sigþrúður og tvær Jarð- þrúðir. Á meðan faðir hans lifði hafði Oddur litið eitt stundað róðra á vec- tiðunum; en nú þegar hans misti við, fór hann að spila á eigin spit- Hva$ er skylda vor? Bæöa Mrs. Pankhnrst i Liverpool. 26. april 1915. ur, og fyrir milligöngu góðs ná- granna hans, réðst hann um haustið 1871 skrifari til Eggerts Theodors Jónassens sýslumanns i Hjarðarholti í þeirri stöðu var hann um fjögra ára skeið. Eftir það fluttist hann til ! Reykjavíkur og vann að verzlunar- i störfum. Mest þó við bókhald og reikninga, haust og vor; en að vetr- inum til stundaði hann barnakenslu ! uppi í sveitum. Þann 12. nóvember 1881 kvæntist Oddur ungfrú Margrétu Aradóttur Jonssonar bónda á Kyrkjuvöllum. Var hann þá seztur að fyrir fult og ; alt á Akranesi og búinn að byggja , sér þar bæ. Frá þeim tíma og Jiar til hann fluttist til Canada 1887, var hann kennari við barnaskólann þar. Um Odd sál. má með sanni segja, ; að hann var meðal hinna allra fjöl- hæfustu og fjölfróðustu leikmanna. Ilann var djúpvitur maður, stiltur og gætinn i hvivetna. Hann var fáorður I og gagnorður. Hann var ekki mað- ur, sem sló um sig með allskonar ' rósamáli og glamri, cn það sem að , liann lagði hönd á, vanst þó hægt færi. Hann var maður alvörugefinn og fastur fyrir. Hann var ekki allra vinur, en hann var vinur sinna vina og sú vinátta var ekki eins og reyk- urinn, sem þyrlast til og frá fyrir j hvaða vindi sem kemur. Nei, sú | vinátta var föst og óbifandi. í eðli sinu var hann íhaldsmaður og gaf ! sig ekki að nýbreytni í skoðunum ! eða aðferðum. Hann var einn með hnum peijnafærari leikmönnum; skrifari og dráttlistarmaður má segja ineð aflirigðum, fyrir mann, sem aldrei hafði á skóla gengið, og siniður góður. Hann var hygginn, framsýnn og gætinn búmaður; varð aldrei ríkur maður, en komst vel af; enda átti ráðsetta og stjórnsama konu. Við opinber mál heima í hér- að fékst hann allmikið, bæði heima á Islandi, sem lireppsnefndar odd viti, og eins hér vestra, mörg ár skólanefndarmaður; virðingamaður sveitarráðsins, og um 4 ár — 1908 til 1912 — sveitarráðsmaður i Bif- röstsveit. í öllum þessum embætt- um sýndi hann ætíð mikla stjórnar- hæfileika, reglusemi og áreiðanleg- leik. , Eins og að framan er sagt, kom Oddur hingað vestur árið 1887; en kona hans Margrét ári sióar. Nam hann fyrst land í Geysir bygðinni, sem hann nefndi á Lálandi. Nokkru síðar yfirgaf hann það land og flutti sig ofan að vatninu, og tók land rétb tfyrir sunnan þar sem nú er járnbrautarstöðin Jellicoe. — Nefndi hann það býli sitt Bjarma- land. Þar bjó hann þar til hann brá búi og flutti að Gimli til fóstúrdótt- ur sinnar önnu, sem annaðist hann með allri þcirri nákvæmni og um- hyggjusemi, sem dóttir getur veitt föður síðustu stundirnar. Sú um- hyggja kom honum vel. Margrét kona Odds var dáin á undan honum (dó 5. jan. 1911) eftir langvarandi og kvalafult heilsuleysi. f allri baráttu vorri fyrir póli- tiskum réttindum, á ræðupö.um, uti undir beru lofti og i fangelsum, höf- um vér talað um réttindi kvenna og barist fyrir þeim. En um leið höf- um vér ætíð meira og minna gjört grein fyrir því, hver skylda vor væri. Vér höfum aldrei inist sjónar á þeim sannleika, að eigi menn að hafa nokkur réttindi, þú útheimtir það um leið, að á herðum þeirra hvíli mikil byrði og mjög alvarlegar skyldur. Vér höfum barist fyrir þessum réttindum af því að vér sá- um að menn þurfa að hafa viss borgaraleg réttindi til þess að upp- fylla skyldur sínar, sem vera ber á friðartimum. En tíinarnir til að hugsa um þess- ar skyldur sínar eru þó einkum þeir þegar stríðin gcysa og ríkið er í hættu og frelsið er í voða og öll þau réttindi, sem því fylgja. Þegar því stríðið skall á, fanst oss það vera skylda vor, þó að vér vær- um lamaðar eftir kvenréttindabar- áttuna, að tala um skyldu karl- inanna við þjóð sína og föðurland; skyldur þeirra að berjast til þess að varveita frelsi Iandsins; varðveita þau hin borgaralegu réttindi, sem forfeður vorr létu líf og blóð sitt f.vrir, — til að verja landið innrás útlendra óvina. En þeir menn eru ekki svo fáir, sem spyrja: “Hvaða rétt hafa kon- ur til þess, að hvetja menn til að berjast fyrir föðurlandi sínu, þegar vani sá er kominn á hjá mentuðum þjóðum, að kveðja konur aldrei út til bardaga þessara?” Vér heyrðum þetta oft meðan friður var í landi hér. Vissulega hafa konurnar rétt til þess, að áminna karlmennina um það, hvort þeir ætli ekki að fara á stað til þess að verja föðurlandið og efna heit sín við kvenfólkið. Menn hafa sagt konunum, að þeir fari i'it til að berjast fyrir föður- landi sínu, og að þeir vilji vernda konurnar fyrir öllu hinu illa og stríða í lífinu, og þeir eru stoltir af því að gjöra það. En nú getum vér sagt við þá: Nú er kominn timi til að prófa og sanna þetta. Mennirn- ir í Belgíu, i Frakklandi og í Serbíu voru viljugir og fúsir til að vernda konurnar í löndum sínum frá hin- um svivirðilegustu hlutum, — sem eru konum viðbjóðslegri en dauð- inn sjálfur, — en þeir gátu það ekki. En það er aðeins af tilviljun, að konur á Bretlandi hafa alt til þessa ssoppið við að þola þær hrylling- ar, sein konurnar i Belgíu, á Frakk- landi, i Serbíu, á Póllandi og í Gal- izíu hafa orðið að þola; og karl- menn geta lítið eða ekkert hrósað sér af þvi, að það sé þeim að þakka. Og hið minsta, sem karl- menn hér geta gjört er það, að hver einasti maður vopnfær búist til að efna orð sín og heit og gjöra hvað hann getur til þess að vernda mæð- ur, konur og dætur Bretlands frá svívirðingum Jieiin, sem eru svo hryllilegar, að ekki er mögulegt á þær að minnast. Vér höfum rétt til þess að segja til karlmannanna: “Berjist fyrir föðurlandi yðar, fyrir konum yðar og börnum”. Vér höfum vissulcga rétt til þess, þó að þetta væri hin eina ástæða. En á þessum tíinum förum vér lengra: Vér krefjumst ]>ess að hafa rétt til þess, að halda opinbera fundi og skora á karlmenn ina að berjast, — fyrir fleiri ástæð- ur og meiri cn vanalega eru fram- bornar. — Vér scgjum til mannanna þetta: “í þessu stríði er meira i húfi en velferð heimila yðar og jafu- vel yðar eigin Iands. Heiður og æra þjóðarinnar er í veði!” Vér höfum skyldur i þessu striði. Skyldurnar byrja æfinlega heima, og ef vér gegnum ekki skyldu vorr- ar við þá, sem oss eru nánastir, þá erum vér ekki hæfar til að gegna skyldu vorrar við þá, sem fjær eru. Fyrst er þá skyldan heima við vora nánustu. Næst henni er skyldan við Jiá, sem hafa barist svo hraust- lega með oss, að vernda land sitt. — Ég á hér við Belgi. Vér getum allrei goldið þeim fyllilega fyrir alt sem þeir hafa gjört og þolað. Enda ir.unu nú flestir vera farnir að sjá og Jiekkja alt framferði Þjóðverja við l>á smáu þjóð. Menn eru nú loksins farnir að. skilja alt framferði og undirbúning Þjóðverja síðan 1870, — í 45 ár, og vita að þeir hafa ætl- að sér að leggja undir sig alla Ev- rópu, og það er sannfæring mín, að þeim mundi ekki nægja það. Þeir vilja ná undir sig öllum heimi. Það hefir verið mjög erfitt fyrir önnur eins hroka- og svaðamenni, sem Þjóðverja, að geta trúað því að jafnlitið og óviðbúið ríki sem Belg- ía var, mundi geta risið á móti þeim — þeir hafa ekki getað trúað því, að þeir mundu geta heft ferðir þeirra, meðan Bretar og Frakkar bjuggust við. Þeir a'tluðu sér að vaða yfir Belgíu, na París og svo öllu Frakklandi; fara svo yfir sundið, og berja á oss Englendingum. Og hafi svo verið, sem engum efa er hundið, þá eigum vér Belgum óend- anlega mikið að þakka, sem vér ald- rei getum fullgoldið. Og svo höfum vér skyldur vorar við Frakka, bandamenn voya. Þjóð- veldishugmyndin er Frakklandi stórskuldug. Frakkland er móðir þjóðveldanna í Evrópu. Á því er enginn efi. Og þó að ekki hefði verið fyrir neinu að berjast í stríði Jjessu öðru en þvi, þá var það — að minni ætlun — full ástæða til að berjast til að varðveita Jiann þjóð- veldisanda eða hugmyndir, sem frá Frakklandi hafa komið og breiðst út yfir heiminn; en sem myndu liða undir lok, ef að Frakkland væri eyðilagt og fótum troðið. — Frakkar eru Jrjóð sú, sem aldrei hef- ir og aldrei mun spillast svo, að hún meti meira auð og gull og tim- anlega hluti, heldur en hina and- lcgu. Frakkar hafa æfinlega verið fúsir til að fórna sjálfum sér fyrir hugmyndir og hugsjónir. Og þeir hafa verið Jiess albúnir, að fórna lífi sinu, auðæfum sínum og öllu, sem þeir áttú, fyrir hugsjónir sín- ar. Þér þekkið gamla orðtækið, að karlmenn skuli vinna en konur gráta. En þetta er ekki rétt, þvi að vér eigum öll að vinna og öll að gráta, þegar svo ber við. Og hjá Frökkum má sjá það; Jiví að þar eru konur sem karlar svo vel gefnar og saga þeirra er svo tignarleg og þeir hafa lagt svo mikinn og góðan skerf til menningar heimsins, bæði I list- um, fegurð og vísindum og hæfileik- um, að það er skylda vor, að standa með Frökkum og varna því að hin- ir drotnunargjörnu Þjóðverjar tnylji Jjá undir hælum riddara sinna. Það er skylda vor, s^m konur, að gjöra alt sem vér getum til að hjálpa föðurlandi voru i þessu stríði. Því færi svo, sem litt er hugsanlegt, að Þjóðverjar yrðu ofan á, þá myndi kvennfrelsishre.vfingin um alla Ev rópu færast fimmtiu ár aftur í tim- ann að minsta kosti (aðrir ætla 200 til 300 ár). Og eg er efins um, hvort sú hreyfing naiði sér nokkurntíma aftur. Konur standa lægra á Þýzka- landi, en nokkursstaðar annarsstað- ar í Evrópu. Barnadauði er meiri J>ar en annarsstaðar; siðleysi er á- kaflega útbreitt, og þar af leiðandi sjúkdómur sá, er því fylgir, mjög tíður. , Þá er J>að sáralitið, sem konum og fjölskyldum hermanna er borgað, og alls ekkcrt borgað ógiftum konum þeirra og börnum. En liin eina trygging mæðranna er sú, að geta séð og ráðið fyrir börnum sínum. Þess vegna er það hin æðsta skylda kvenna, að vinna í sameiningu við karmenn á þessum voðalegu timum sem nú eru fyrir hendi. Ef að allir vendust á, að vera skyldir að leggja eitthvað af mörk um til almenningsþarfa, bæði á frið- ar- og ófriðartimum, J)á myndi það vera miklu happadrýgra. Það er bæði sorgar og gremjuefni fyrir konurnar, að sjá störf öll ganga sinn vanagang og karhnenn vinna vinnu sína, sem vanalegt var, en Jnisundir kvenna vera fúsar að vinna þá vinnu, hver sem hún var, svo að þeir gætu farið að berjast. OF CANADA Með innstæði í banka geturðu kepyt með vildarverði. Þft veist að hvað eina er dýrara verðurðu að kaupa í lán—Hversveg- na ekki að temja sér sjaltsatiieituii uin tima et nauðsyn ber til, má opna spari- sjóðsreikning Við Union Banka Canada, og með peninga í höndum má kaupa með peningaverði. Sá afsláttur hjálpar til að auka bankainnstæðu þína, og þú hefir gert góða byrjun í áttina til frjálslegs sjálfstæðis. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., ÚTIBO A. A. Walcot, bankastjóri Góttur Bjðr hvnr neni er — GftíJur Hjór nð hnfa A helmlllnu ætltJ— P Laáer í merkur og pott flösku hylkjum Fáanlegt hjá þeim sem þú kaupir af et5a hjá oss. E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg. Og vér höfum skorað á yfirvöldin, að taka konurnar til greina, sem annaðhvort eru fullfærar að taka við störfum karlmanna, eða gætu fljótlega orðið Jtað, svo að karlmenn irnir gætu farið i stríðið. Vcrzlunarnefndin skoraði stuttu fyrir páska á konurnar. að skrá- setja nöfn sín til Jiess að vinna fyrir landið, eða eina eða aðra vinnu meðan að striðið stæði yfir. Og það gleður mig nú að geta sagt yður, að eg er stolt af konum lands þessa. Þegar fyrst var farið að kalla menn i stríðið, þá var það auglýst á girð- ingum öllum og vegamótum um tiltj landið,, og áskoranir í öllum blöðum ! En þegar þessi hin sama nefnd vildi; fá að vita, hvað mikið mætti nú treysta á konur landsins, í Jiví efni að taka að sér störf karlmannanna, Jiá voru engar auglýsingar uppfest- ar, engir fundir haldnir til að k-1 i fram kvenfólkið; engar myndir og engar áskoranir í blöðunum. Aðeins Jiessi fáu orð: Konungurinn og landið þarf á yður að halda til að hjálpa. En alt fyrir Jietta sendu 35 J)úsundir kvenna á einni viku inn nöfn sin og buðust til að vinna fyr- ir Jijóðina. En nú vil eg ineð fáum orðum minnast á friðinn og friðarskil- málana. Alt það tal ætla eg þó ó- heppilegt og mjög hættulegt. Mjög hættulegt einmitt fvrir það, að ekk- ert gleður jafn mikið keisara og vini hans, eins og veikleiki hjá ein- um eða öðrum óvina hans. Það er þýðingarlaust, að rcyna að láta Þjóðverja skilja það, að l)eir, sem á frið minnast, gjöri það af þvi, að þeir elski friðinn af heilu hjarta. Eg þykist viss um það, að bæði hér á Englandi og i Ameríku eru ins’-gir velhugsandi menn, sem af eir.lægni elska friðinn. Og hvaða kona er það, sem ekki óttast stríðin og af- leiðingar þeirra. Og Þjóðverjar eru að gefa mönnum undir fótinn, að biðja um frið. Keisarinn veit. að hann verður undir og vill nú kom- ast út úr þessu með þeim beztu kjör- 'iin, sem liægt cr að £á; og þess vegna eru Þjóðverjar i Bandaríkj- unum að reyna að koma á friðar- hreyfingum í Ameríku. Þeir vilja, ið Ameríka skerist i leikinn sem hlutlaus þjóð og reyni að koma friði á Jiannig, að Þýzkir fái hina heztu kosti og þurfi ekki að borga fyrir öll sin ofbeldisverk og svivirðinga ' í Belgiu og á Frakklandi. Og hin sama aðferð er notuð hér i landi. Þcir einir, sem nákvæmlega hafa fylgt atburðum öllum síðan 1870. 'i'tir stríðið við Frakka, geta séð og skilið, hve slægir og undirförulir Þjóðverjar eru. Og þvi hlýt eg að segja til yðar, sem friðinn elskið, að |)ér takið málstað Þjóðverja og hjálpið þeim, ef að J)ór farið að taka nokkurn J)átt i friðarhreyfingum þessum. Þeir tala liátt og mikið um friðinn, en hvað gjöra þeir? í Norð- ir-Frakklandi eyða þeir landið, brenna hús og borgir, reka á undan sér, sem fé til slátrunar, lieilar hjarðir af saklausu, varnarlausu fólki, og stinga J)á sverðum og lens- um, sein ekki eru nógu liprir á fæti. j Eh konur og stúlkur ungar svívirða Jieir og limlesta og deyða þar á of- an. Þannig fara þeir með banda- incnn vora! Og hvernig getum vér þá talað um frið? Það eru Þjóðverjar, sem ættu að tala um frið og leita hans, en ekki vér. Vér ættum að standa fast og J)étt saman og láta engan bilbug á oss finna. Annars verðum vér mis- skildir. Og ef að vér förum að tala um frið, þá ætla menn að vér séum; hræddir eða að þrotum komnir. Og nú hafa konur nokkrar héðan látið; leiðast til, að sækja friðarfundinn í Haag. En eg verð að lýsa þvi yfir, j að þær mæta þar ekki fyrir allan J)orra kvenna Bretlands. Allur fjöldi kvenna hér er einmitt með stjórn- inni og Bandamönnum, og vér eruin þess albúnar að leggja fram alt, sem oss er mögulegt til þess að styðja að því, að vér vinnum sigur i stríði þessu; því að vér sjáum J)að glögt og skiljum, að vér verðum að leiða til lykta þenna voða-ófrið, sem vér, vorum neyddir út í; annars byrjarj sami leikurinn aftur að 10 til 12 ár-! um liðnum. Vér liöfum góða snmvizku, hvað stríð þetta snertir. Vér vildum ald- rei leggja út i það. Frakkar vildu J)að ekki og Rússar ekki. Þessar þjóðir allar hafa verið neyddar út i Jiað. Og fyrst að Þjóðverjar brugðu sverðinu fyrstir, þá ættu Banda- menn ekki að sliðra það fyrri en Þjóðverjar eru búnir að fá nóg af Jiví, svo að þeir vilja ekki meira. Að tala um frið, er að veikja mál- stað vorn og gjöra ástand þeirra manna ennþá verra, sem nii eru að hætta lífi sinu á Frakklandi. Vér þurfum að styðja þá og standa fast- ir með þeim; afneita sjálfum oss, og sýna þeim að vér elskum föður- landið. Og er eg minnist á, að vér eigum að afneita sjálfuin oss, J)á skulum vér ekki gleyma \skyldu vorri, hvað drykkjuskapinn snertir. Ef að stjórnin álítur þess J)örf, að vér hættum með öllu að bragða vín á meðan stríðið varir, þá tel eg það skvldu vora að fallast á það og að styðja hana í öllu, sem að J>vi lýtur. Vér verðum að geta látið á móti sjálfum oss, þegar það er föðurland- inu til góðs. Það myndi lika lyfta þjóðinni á hærra stig. Það er trú mín og sannfæring, að i stríði þessu séum vér að berjast fyrir hlutuni stórum og málefnum, sem lifa eftir vorn dag. Vér erum að berjast fyrir frelsinu, berjast fyr- ir ærunni; bcrjast til Jiess að lialda hinum dýrmæta arfi, sem vér tók- um við af feðrum vorum. Og sann- arlega er þetta alt þess virði, að berjast fyrir það, — að deyja fögr- um dauða til varnar öllu þvi, seni gjörir mannlífið nokkurs virði, er svo miklu betra og fegurra, en að lifa langa æfi við smán og óvirð- ingu. Og upp úr þessari eldraun, sem yfir oss hefir komið, ætla eg og trúi að koma muni stór og merkileg breyting yfir þjóðina og landið alt, og að vér munum úr raunum og lirautuni þessum rísa styrkari og göfugri og betri en áður og verðug- ir eftirmenn hinna frægu forfeðra vorra. Einvígi neðansjávarbáta. í Adríuhafi hafa inenn fyrir satt að tveir neðansjávarbátar hafi fundist og barist þangað til báðir sukku. Var annar frá Austurríki en hinn frá ítalíu. CARBON PAPER for ITPEWRITER—PENCIL— PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDQ. Phone Garry 2899.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.