Heimskringla - 15.07.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 15.07.1915, Blaðsíða 6
BLS. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. JÚLl 1915. — Hver var hún? Skrautbúinn þjónn lauk upp dyrunum, leit drembi- lega á ungu stúlkuna og litla böggulinn, sem hún hafði meðferðis. ‘Að bakdyrunum, ungfrú’, sagði hann. Hann ætlaði að loka dyrunum aftur, en Edda leit til hans reiðilega, sté yfir þröskuldinn og fram hjá honum inn i ganginn. ‘Eg óska eftir, að fá að tala við ungfrú Powys’, sagði hann í skipandi róm, sem hafði áhrif á þjóninn. — ‘Segið þér henni að ung stúlka sé hér og vnji finna hana’. ‘En það er ómögulegt. Ungfrú Powys er ekki kom- in á fætur enn’, stamaði þjónninn. ‘Eg get beðið, þangað til hún kemur á fætur. Eg á ekki annríkt’, svaraði Edda kuldalega. Hún leit í kringum sig. Stóri gangurinn með marm- aragólfinu, stórum stiga, speglum, legubekkjum og stólum var í miðju húsinu með dyrum til beggja hliða inn í ýms herbergi. Opnar dyr til vinstri handar gáfu henni tækifæri til að sjá inn i gestasalinn, sem lá með allri annari hlið hússins. Edda gekk róleg inn i salinn með böggul sinn, þrátt fyrir tilraunir þjónsins til að stöðva hana. ‘Segið þér ungfrú Powys undir eins frá komu minni’, skipaði hún þjóninum drembilega. ‘Hvaða nafn á eg að gefa, ungfrú?’ spurði þjónn- inn auðmjúkari en áður. ‘Ekkert nafn’. Edda settist á legubekk. Þjónninn vissi ekki, hvað hann átti að gjöra; en þegar Edda leit til hans dökku augunum sínuin, gekk hann fram í ganginn og talaði við annan þjón, sem þá gekk upp stigann til herbergja ungfrú Powys; en sjálfur var hann kyr í ganginum og gaf gætur að Eddu. Ekki var neina feimni að sjá á Eddu, hvorki yfir því að hennar var gætt; né yfir því að hún var stödd i því stærsta herbergi, er hún hafði séð á æfinni, inn- an um þann aragrúa af skrautmunum, er hana hafoi einu sinni ekki dreymt um, hvað þá heldur séð. En þegar hún hugsaði um úrslit erindis síns til ungfrú Powys, sló hjarta hennar ögn hraðara. Nú kom þjónninn ofan, sem upp fór, og hvíslaði einhverju að félaga sínum, en gekk svo til herbergis sins. , Strax á eftir kom kvenmaður ofan stigann og inn í salinn. Edda ætlaði. að standa upp, en þegar hún sá, að þetta var roskin kona, hætti hún við það. ‘Ungfrú Powys biður sig afsakaða, að hún kemur ekki til að finna yður’, sagði konan. ‘Þjónninn nefndi ekkert nafn, og hún vill engan finna, sem hún þekkir ekki. Ef yður vantar peningastyrk eða fatnað til að sauma, getið þér eins sagt mér það, eg er herbergis- þerna hennar’. ‘Einmitt!’ sagði Edda; ‘Þá eruð þér líklega frú Catharine?’ ‘Ég er frú Catharine Priggs. Eg er ávalt kölluð frú Priggs’, sagði gamla konan kuldalega. ‘Jæja; þegar þér eruð ekki í Yorkshire máske’. Frú Priggs hrökk við. ‘Eg skil yður ekki, ungfrú’, kallaði hún. ‘Hvað eigið þér við? Og hvað viljið þér?’ ‘Erindi mitt er til húsbænda yðar, mín góða frú’, Cathrine’, sagði Edda stillilega. ‘Eg sem ekki við vinnufólkið, þegar um áríðandi efni, er snerta hús- bændurna, er að ræða. Gjörið þér svo vel, að segja ungfrú Powys, að eg sé komin hingað til að tala við hana, og að eg ætli að tala við hana áður en eg fer’. ‘Þér hljótið að vera brjálaðar að vilja senda slík boð til ungfrú Powys’, sa^ði frú Priggs, sem ekki gat dulið reiði sína, en virtist jafnframt vera hrædd. — ‘Strax og eg skipa að reka yður út, verður það gjört. Hver eruð þér?’ ‘Þér getið máske svarað því betur en eg’, svaraði Edda. ‘Eg er þekt í nágrenninu kringum Sacket Hall í Yorkshire sem Edda Brend’. Frú Priggs varð náföl. Hún opnaði munninn til að tala; en ekkert orð kom yfir varir hennar. Hún starði á fallegu, ungu stúlkuna, eins og hún sæi afturgöngu. ‘Þér virðist vera hissa yfir því að sjá mig hér, frú Catharine — Priggs’, sagði Edda glaðlega. ‘Þér hafið líklega haldið, að eg væri gróin föst á auðu heiðinni i Yorkshire? Eg hélt það líka í gær, en viðburðirnir koma ekki fyrir eins og við búumst við þeim; það veit eg þér skiljið’. GJÖF Fyrir óákveðinn tíma á fóik völ á aÖ fá einn árgang af Heimskringlu fyrir $2.00, og eitt eintak af stríðskorti norSurálfunnar, og þrjár Heimskringlu sögur gefins með. Stríftskortið er nau?5synlegt hverjum sem vill fyl&jast met5 vit5burt5um í þelm stórkostlega bar- daga sem nú stendur yfir í B%rópu. Einnig er prentatS aftan á hvert kort upplýsingar um hinar ýmsu þjóóir sem þar eiga hlut at5 máli, svo sem stært5 og fólksfjöldi landanna, herstyrkur þjótianna samanburt5ur á herflotum og loftskipaflotum, og ýmislegt annat5. Stríðskortið fæst nú til kaups á skrif- stofu félagsins fyrir 35 cent SKRA VFIR HEIMSK It IXCL.U PREMUJR. Bróðurdóttir Amtmannsins.. ÆttareinkenniÓ — Dolores 2r,c. 35c. 3í5c. 25c. 25c. 25c. LjósavörSurlnn — 35c. StrítSskort NortSurálfunnyr _ 35c. The Viking Press, 729 Sherbrooke St. Ltd. Talsími Garry 4110 P.O.Box 3171 ‘Hvernig komuð þér hingað?’ spurði frúin i hás- um róm. ‘Fyrst í járnbrautarvagni og svo í keyrsluvagni'. ‘Eg — eg meina, hvernig funduð þér þetta hús? Hvernig fenguð þér að vita um nafn ungfrú Powys? Hvað viljið þér hcnni?’ ‘Þrjár spurningar i einu! Til þess að svara vður í fám orðum, þá kom eg hingað til þess að fá upplýs- ingar’ svaraði Edda alvarlega. ‘Eg fékk að vita um ungfrú Powys hjá vini okkar Nesbit, sem fylgdi yður dulbúinn heim frá Racket Hall og Hebden Bridge, fyr- ir rétt sjö árum siðan. Hvað eg vil ungfrú Powys ætla eg að segja henni en ekki yður’. Lengi stóð frúin mállaus og hreyfingarlaus; en föla andlitið og starandi augun sýndu að hún kvaldist. — Hún horfði rannsakandi augum á Eddu, eins og hún væri að reyna að komast að þvi, hvort hún hefði séð hana áður. Þegar hún fór að átta sig, leit hún til dvr- anna til að sjá, hvort þær væru lokaðar............. ‘Mig furðar ekki, þó þér þektuð mig ekki strax’, sagði Edda. ‘Þér sáuð mig aðeins meðan eg svaf, og það er nú svo langt síðan, eins og þér vitíð, — þér gát- uð ekki vitað, hvernig eg mundi líta út með opin augu og fjörlega svipinn. Auk þess er mér sagt að eg hafi breyzt mikið síðustu tvö árin’. Frú Priggs tók ekki eftir háðinu, sem fólst í orð um Eddu. Hún aðeins horfði á hana eins og afbrota- maður á böðul sinn. I.oks stóð hún upp og sagði: ‘Eg skal finna húsbændurna og koma svo strax aftur’. Hún gekk út hikandi og upp stigann. Hálf klukkustund leið og Edda fór að verða óró- leg — þolinmæði og auðmýkt voru ekki í tölu dygða hennar, —- en þá kom frú Priggs aftur og var nú ró- legri en áður. ‘Ungfrú Powys ætlar að tala við yður, ungfrú Brend’, sagði hún. ‘Gjörið svo vel að verða mér sam- ferða til málstofu hennar’. Edda skildi böggulinn sinn eftir á legubekknum. I ■ 1 I * ’ 4. KAPÍTULI. Erfiðar spitrningar. Þessi nýkomni erfingi að Charlewick tók strax undir sig öll réttindi sín, sem erfingi. Þegar jarlinn gamli datt niður á koddann sinn dáinn með skelfng svipnum, gekk Odo Charlton að rúminu, tók utan um úlflið hans og sagði í glöðum róm: ‘Hann er dáinn. Eg er jarlinn í Charlewick. Eg hefi komið mótulega snemma heim!’ Hann leit á lávarð Ronald og ungfrú Helenu á þann hátt, sem lýsti sigurhrósi og þrjósku. Þau hopuðu á hæl; Helen af hræðslu, en Ronald með viðbjóð. ‘Farðu til herbergis þíns, Helen’, sagði Ronald. -— ‘Þetta er ekki hentugur staður fyrir þig núna’. Hann fylgdi henni til dyra og hún fór grátandi upp ó loft. Svo skipaði lávarður Ronald þjóninum, sem stóð fyrir utan dyrnar, að sækja Sir Henry Dawlish, Lon- don læknirinn, og tók svo í bjöllustrenginn og hringdi. Hjúkrunarkonan kom, ráðskonan, nokkuð af vinnufólk- inu og læknirinn. Odo Charlton stóð við hliðina á rúminu og kross- lagði hendurnar a brjiTstinu. ‘Það væri bezt að þér færuð, herra minn’, sagði læknirinn. Þetta cr ekki viðeigandi staður fyrir óvið- komandi’. Odo brosti lymskulega. , ‘Er það ekki?’ sagði hann. ‘En eg er ekki óvið- komandi. Eg er jarlinn Charlewick’. ‘Þér? Það er ómögulegt!’ hrópaði Sir Henry, sem hélt að maðurinn væri brjálaður. ‘I.ávarður Ronald Charlton er nú orðinn jarl, að af^ sínum látnum’. , ‘Nú, svo þessi ungi piltur er Ronald, sonur Ern- ests?’ sagði Odo og leit á bróðurson sinn. ‘Eg heyrði í dag að Ernest væri dáinn fyrir mörgum árum síðan og að gamli jarlinn lægi fyrir dauðanum. Eg kom i dag til Englands og hraðaði mér hingað. En hvernig þér starið á mig! Getið þér ekki gizkað á, hver eg er? Nafn mitt er lávarður Odo Charlton, og eg er elzti son- ur hins framliðna jarls; og þar eð hann er nú dáinn, þá er eg orðinn jarl’. Sir Henry Dawlish varð mállaus af undrun. Hann, eins og allir aðrir, hélt að Odo væri dauður fyrir 20 árum síðan. Hann varð gramur í skapi við þennan nýja jarl og fanst koma hans vera synd gagnvart Ron- ald lávarði. , Odo gat lesið hugsanir hans eins og í opinni bók. ‘Heyrið þér!’ sagði hann ilskulega. ‘Eg er enginn svikari; eg get sannað að eg er Odo Charlton. Þarna er frú Partlet, gamla ráðskonan; hr. Graham, ráðs- maðurinn; oghr. Delamy, kjallaravörðurinn. Þau muna víst vel eftir mér. Eg er ekki sú persóna, sem auðveld- lega gleymist’. Það var komið sólarlag og farið að dimma í her- berginu. Einhver dró niður gluggablæjurnar og kveikti kertaljósin. Odo gekk frá dánarbeðinum og heilsaði þjónunum með nafni. , Þeir störðu á hann með skelfingu, og ráðskonan hélt sig sjá afturgöngu. En fáein orð frá Odo sannfærðu þá um, að hann var hinn horfni lávarður. Ráðskonan grét og kveinaði yfir sorg sinni. Heyrið þér nú, frú Partlet’, sagði jarlinn óþolin- móður. ‘Ef þér viljið vera kyrrar hér á Charlewick, þá er réttast fyrir yður að gjöra eitthvað til að vinna hylli mína. Eg vil að þér búið út beztu herbergin í húsinu handa mér, eg er dauðþreyttur’. Frú Partlet flýtti sér út úr herberginu. ‘Komið þér með mér yfir í hornið hérna, Graham. Eg þarf að spyrja yður nokkurra spurninga, þar sem við getum verið i næði’, sagði jarlinn. Ráðsmaðurinn gekk á eftir honum með hægð. — Odo settist í hægindastól, en Graham stóð. ‘Þér vrðist ekki glaður yfir því, að sjá mig hérna, Graham’, sagði jarlinn. ‘Þér hafið skoðað lávarð Ron- ald sem framtiðarjarl. Hvers konar piltur er hann?’ Graham leit til Ronalds þar sem hann stóð við rúm- stokkinn og talaði við læknirinn. ‘Lávarður Ronald er einn af beztu mönnum heims- ins’, svaraði Graham stuttur í spuna. ‘Allr sem þekkja hann, elska hann’. ‘Kjarklaus, er það ekki?’ ‘Djarfari maður en Ronald lávarður er ekki til’. ‘Svo þér eruð málsvari hans? Jæja. Hvaða stúlka var það, sem han nsendi út úr herberginu áðan?’ ‘Það var ungfrú Helen Clair, einkabarn lávarðar Cláir, sem býr erlendis. Móðir hennar er dáin og hún er mjög rík. Hún er heitbundin Ronald lávarði’. ‘Það er sorglegt að verða að svifta hana þeirri von að verða kona jarls’, tautaði Odo. ‘Mér lízt annars vel á hana. Er óðalið i góðu ásigkomulrtói?’ ‘Það hefir aldrei verið í betra áíigkomulagi. En, afsakið, herra minn, — er þetta viðeigandi tími til að tala um slik efni? Jarlinn er enn ekki kaldur —’ Ráðsmaðurinn þagnaði, þar eð jarlinn leit til hans svo ilskulega, að Graham liopuði ósjálfrátt á hæl; enda þótt hann kannaðist við þetta augnatillit frá fyrri tímum. ‘Eg held að eg sé húsbóndi hér’, svaraði jarlinn, ‘og eg ætla ekki að borga ráðsmanni minum fyrir leið- beiningar um það, hvað sé sæmilegt og hvað ekki. — Hvað svo sem eg gjöri, verðið þér að álíta að sé rétt. Sá maur, sem finnur að hegðan minni og breytni, verð- ur að fara úr vistinni og eiga visa óvináttu mina. Eitt orð til hins vitra er nægilegt’. Hinn góði Graham duldi gremju sina. Áður en hann gat sagt nokkuð, kom Harton, lögmaður hins fram- liðna inn i herbergið. Hann gekk að rúminu og leit sorgmæddum aug- um á hinn fralnliðna. Svo talaði hann nokkur orð við læknirinn og Ronald. Ronald sagði honum, í liverju skyni afi sinn hefði sent eftir honum. ‘Það er nú orðið of seint’, sagði lögmaðurinn hnugginn. ‘Hefði okkur dottið í hug, að mögulegt væri að Odo kæmi aftur, þá hefði eg hvatt jarlinn til að semja erfðaskrá til hagsmuna fyrir Ronald. En við höfðum enga ástæðu til að ætla annað en að hann væri myrtur. Hvar hefir hann verið þessi 20 ár? Hvaða leyndardómur hvilir yfir þessari löngu fjarveru hans?’ ‘Eg veit það ekki’, sagði Ronald. ‘Eg hefi enn ekki talað við hann’. Það getur verið að hann sé svikari’, sagði Harton, grunsamlegur. ‘En hinn rétta lávarð Odo get eg þekt hvar sem er og hve mörg ár sem eru liðin frá þvi eg sá hann. Komið þér með mér, — eg ætla að fara og tala við hann’. Þeir gengu nú til hans. Hann stóð upp til að taka á móti þeim og brosti á sinn hátt. ‘Svq sannarlega sem eg lifi, þá eruð þér Harton!’ sagði jarlinn. ‘Þér hafið ekki breyzt mikið þessi 20 ár, Harton, ekki meira en eg hefi gjört’. Lögmaðurinn, sem var varkár og skynsamur mað- ur, horfði rannsakandi augúm á dökka, spænska and- litið. ‘Þér eruð sannarlega lávarður Odo Charlton’, sagði hann. ‘Við héldum að þér væruð dáinn. Hvers vegna skrifuðuð þér ekki föður yðar öll þessi ár? Hvar hafið þér verið?’ ‘Eg er ekkert vitni, sem stend fyrir rétti og á að yfirheyra’, sagði jarlinn drembilega. ‘Heldur ekki hefi eg valið yður, Harton, fyrir skriftaföður minn. En samt sem áður get eg sagt yður að síðustu 20 árin hefi eg dvalið í Suður-Afríku. Fyrir þrem mánuðum siðan las eg í ensku blaði, að faðir minn væri alvarlega ' ir, og afréði eg þá að fára heim aftur og taka við réttind- um minum. Af þvi faðir minn hafði útskúfað mcr og vildi hvorki heyra mig né sjá, vildi eg ekki koma fyrri; hefði enda ekkert gagn af því haft’. ‘En þér fóruð svo fljótlega, lávarður minn’, sagð! Horton. ‘Fatnaður yðar, dragkistan og herbergið benti alt á að burtför yðar var ekki fyrirhuguð’. ‘Eg skildi við það þannig af ásettu ráði, svo faðii minn skyldi ætla að eg hefði verið mj'rtur, þangað til mér hugsaðist að koma aftur og gjöra vart við mig — Leyndardómurinn er auðskilinn, er það ekki?’ Með sjálfum sér hugsaði lögmaðurinn að le ndar- dómurinn var ekki allur innifalinn í þessum fáu orð- um, og að síðustu tuttugu árin af lífi Odos geymdu eitt- hvað dularfult, sem máske yrði aldrei augljóst; en'það snerti hvorki hann né Ronald; og að þetta var lávarð- ur Odo var engum efa undirori<ið. Hann var nú jarl eftir föður sinn; en Ronald aðeins lávarður og ekk- ert meira. Nú kom frú Partlet í dyrnar og spgði að herbergi jarlsins væru tilbúin. Honum fcll ekki að vera í nánd við banabeð föður síns, og fór þvi strax til herbergja sinna. Næsta morgun var hann snemma á fótum og skoð- aði húsið og aðrar byggingar fyrir dagverð. Eftir dag- verð bað hann um hest og reið um ættaróðalið. Iíann sá um allan undirbúning undir jarðarförina Skipaði ráðsmaninum að koma með reikningsbækurn- ar, svo hann gæti Iitið yfir þær. Hann gladdist opin- berlega yfir hinum mikla auð og tigninni, sem hann hafði hrept; en syrgoi ekki föður sinn hið minsta. — Hann sagði blátt áfram, að þeir hefðu alt af vei. vinir. Lik hins framliðna lá til sýnis í Charlewick le Grand í 6 daga. Oft fundust þeir Ronald og jarlinn þessa daga; en ekki urðu þeir vinir. Fyrst leit jarl- inn á bróðurson sinn óvingjarnlegum augum, en áður en vikan var liðin var hann farinn að hata hann. En hatur hjá Odo var sem eldsumbrot í brjósti hans, sem sauð og brann unz það brauzt út og eyðilagði alt sem það gat. Þessa 6 daga var Helen kyr í herbergi sinu og jarlinn sá hana naumast; en Ronald var marga ldukku- tíma hjá henni á hverjum degi, og þenna sorgartima þroskaðist ást þeirra svo — að hún gat ekki sloknað fyr en um leið og lífið. Þessa viku var og heimkoma jarlsins orðin kunn um alt England. Blöðin í London töluðu um hið dul- arfulla hvarf hans; það álit almennings að hann hefði verið myrtur, og að siðustu um auðinn og heiðurinn sem honum hefði nú hlotnast. Hann myndi eflaust verða ljón félagslífsins. Forvitnir nágrannar heim- sóttu hann. Gamlir vinir fjölskyldunnar komu og fundu hann — óskuðu honum alls góðs gengis og sögðu hann velkominn og reyndu að gleyma hinum gömlu göllum hans. Hann tók á móti þeim hrokafullur og háðskur; sagði þeim að hann hefði verið síðustu 20 árin í Suður- Afríku. Sér þætti vænt uin að faðir sinn hefði dáið, svo arfurinn hefði fallið til sín. Fáeinir menn fóru að smjaðra fyrir honum; en hinir göinlu vinir ættarinnar og helztu mennirnir í greifadæminu, fyrirllitu fram- komu hans og forðuðust að koina í nánd við hann. Jarðarförin fór fram við sóknarkyrkjuna að við- stöddum fjölda fólks. Að henni afstaðinni sneri jarlinn aftur einsamall í vagni sinum til Charlewick le Grand. Ronald og Harton óku í öðrum vagni og komu þangað ögn seinna en jarlinn. Við dyrnar mætti þeim einn af þjónunum, sem sagði: ‘Jarlinn hefir skipað svo fyrir, að þér komið strax inn í bókaherbergið — Ronald ásamt Harton — til að tala við hann ]iar. Ronald gekk á undan til bókaherbergisins. Það var stórt og rúmgott herbergi fult af bókum og öllum þeim þægindum, sem gjöra manni mögulegt að lesa i ró og næði. Gamli jarlinn var vanur að eyða mestu af tíma sín- um í þessu herbergi. Ronald gekk að einum gluggan- um og liorfði út. Harton settist við eitt af borðunum. ‘Eg hefi gleymt að segja yður það — Ronald — að alt vinnufólkið er búið að segja vist sinni lausri. — Jarlinn sagði ráðskonunni og ráðsmanninum upp vist- inni í morgun og hitt vill alt fara. Hann byrjar veru sina hér með róstum’. ‘Það verður erfitt fyrir frú Partlet og kjallara- vörðinn; þau eru bæði fædd hér og foreldrar þeirra voru æðstu þjónarnir hér á undan þeim’, sagði Ron- ald. ‘Eg veit þeim þykir sár.t að sklja við óðalið. Þau komu til min i gærkveldi; en eg gat enga huggun veitt þeim. Eg fæ væntanlega mitt eigið heimili einhvers- staðar innan skamms, og þá get eg tekið þau í mína þjónustu að líkindum. Minn eigin burtrekstur frá Charlewick er nú í vændum að eg held’. Harton blóðroðnaði. ‘Rugl!’ hrópaði hann. ‘Jarlinn rekur yður aldrei af því heimili, sem þér hafið álitið yðar eigið. Þér voruð af öllum álitinn að vera hinn væntanlegi jarl. Ilann gjörir sér naumast þá skömm, að reka yður burt af yðar rétta heimili’. ‘Þér vitið betur en þér talið, Harton’; sagði Ron- ald rólegur. ‘Þér vitið að ekkert hindrar Odo’. ‘Já — eg veit það’, sagði Harton og stundi. ‘Talið ]iér vingjarnlega við hann, Roland, þegar hann kem- ur. Ilatur hans eyðileggur yður algjörlega. Auk þess er það nauðsynlegt fyrir ungfrú Clair, að þér séuð hér. Hvað ætli verði af henni á heimili hans, án nokkurs vinar?’ ‘Hún verður að fara til föður síns’. ‘Faðir hennar er mesti þorpari’, sagði lögmaður- inn með áherzlu. Hann er fátækur; hún er rik. Eg veit að lávarður Clair vill ekki leyfa dóttur sinni að giftast yður nú, undir þessum breyttu kringumstæð- um. Eg veit lika að Odo er ástfanginn af ungfrú Clair’. Ronald sneri sér skyndilega frá glugganum. ‘ómögulegt, Harton!’ lirópaði hann. ‘Hún hefir verið í herbergi sínu alt af síðan hann kom’. ‘Samt sem áður elskar liann hana. Þau mættust á efri ganginuin í morgun, eg sá það af tilvilun. Hún hneigði sig um leið og hún gekk fram hjá honum; en hann sneri sér við og horfði* á eftir henni með ástar- ástriðu, — já — meira en það, með þeim fasta ásetn- ingi að vilja eignast hana. Eg las þetta áform í augum hans. Og hann hefir aldrei ásett sér neitt, án þess að ná því — annaðhvort með illu eða góðu’. ‘Hann yfirvinnur aldrei ungfrú Clair’. ‘Faðir hennar selur honum hana. Heimkoma Odo er sorglegt atvik. Yesalings ungfrú Clair! Faðir henn- ar verður henni sá hættulegasti óvinur, meðan hann læzt vcra vinur hennar. Hún hefir engan til að vernda sig nema yður. Móðir hennar var hin rika ungfrú Vavasour, sem var uppalin af ömmu sinni, langömmu ungfrú Clair; hún hlýtur nú að vera nálægt 100 ára gömul. Þessari gömlu frú Vavasour leizt aldrei á lá- varð Clair, og vildi ekki sjá þessa ungu ungfrú Clair, heitmeyju yðar, þar eð hún hatar lávarðinn eins og eitur. Þó að hún sé enn með fullri rænu, held eg hún mundi ekki vilja hjálpa Helenu neitt’. Áður en Ronald gat svarað, kom Odo inn til þeirra. Hann var klæddur sorgarbúningi; en á vörum hans ar viðbjóðslegt bros. Hann hneigði sig fyrir Harton og kinkaði kolli til Ronalds, heldur hrokalegur. “Skildi faðir minn eftir nokkra erfðaskrá, Har- ton?’ spurði jarlinn. ‘Eg get ekki fundið neitt slíkt með- al skjala hans, og þó átti hann miklar eignir, sem ekki fylgja jarlsnafninu’. ‘Hann skildi enga erfðaskrá eftir, lávarður. Síð- asta daginn sendi hann hraðboð eftir mér til að semja erfðaskrá, er gæfi allar lausar eignir hans til Ronalds; ef ske kynni að þér kæmuð aftur’. ‘Einmitt það. Hafi hann viljað sjá fyrir sonar- syni sinum, þá hefði hann átt að gjöra það fyr. En hver hefir sagt yður, að þetta hefði verið síðasta ósk föður míns, — ekki þó boðberinn? Eg tel víst, að Ron'ald hafi gjort þao; en þareö hann aað iIJota“S- vaxtanna, er vitnisburður hans ónýtur. Eg ber ekkert traust til þessara frásagna’. Ronald þvingaði sig til að þegja. Bróðursonur yðar er heiðvirður og sannorður maður, lávarður’, sagði Harton, ‘og ungfrú Clair getur staðfest framburð hans. Er það hugsanlegt, að jarl- inn hafi viljað skilja sonarson sinn eftir í fátækt? Eða, þegar honum kom til hugar, að þér kynnuð að koma aftur, að hann þá ekki vildi semja erfðaskrá honum i hag? En afsakið, lávarður, eg vona að þér viljið fram- kvæma þenna síðasta vilja föður yðar og sjá um vel- líðan bróðursonar yðar’. ‘Fyrst að faðir minn, sem þekti hann svo vel, gjörði ekkert fyrir hann, megið þér ekki búast við að eg gjöri það’, sagði hann ilskulega. ‘Eg held að ungi maðurinn fái hér um bil 500 pund um árið i tekjur af eignum móður sinnar. Það ætti að vera nægilegt, svo að hann gæti gifst ungri og fallegri stúlku og lifað góðu lífi úti á landi’. ‘Lávarður’, sagði Ronald. ‘Þér vitið að eg ætla að giftast ungfrú Clair. Gjörið svo vel að gleyma því ekki, þegar þér gjörið fyrirætlanir um framtíð mína’. Jarlinn varð dimmur á svip. ‘Þér getið ekki gifst ungfrú Clair núna, þegar þér eruð fátækur’, sagði hann hörkulega. ‘Og þó að þér viljið eki sleppa henni af frjálsum vilja, þá mun faðir hennar ekki leyfa henni að giftast glæframanni. Eg skal segja yður, ungi maður, að hinir góðu dagar yð- ar eru nú umliðnir. Ungfrú Clair skal verða greifa- inna i Charlewick, en ekki kona yðar. Skiljið þér mig?’ ‘Eg skil yður. En þér komist að því, að yður skjátlar’. • ‘Við skulum sjá til. Föður Helenar geðjast vel að mér, og eg met vináttu hans jafnvel meir en hennar, af því hann er nú löglegur fjárráðamaður hennar. En hefi skrifað honum og beðið hann að koma hingað. Eg skal borga skuldir hans, og hann gefur mér dóttur sína fyrir konu. Hvað segið þér um það?’ ‘Að áform yðar verður gagnlaust. Helen verður mér trú’. ‘Jæja, við skulum vita’, sagði jarlinn ilskulega. Þér vitið ekki á hvern hátt heitmey yðar verður þvinguð. En til hvers er að vera að eyða orðum við yður? Alt sem eg hefi að segja er það, að þér verðið að fara burtu héðan innan stundar. Þetta hús er ekki lengur heimili yðar’. ‘Lávarður —’. ‘Ekki eitt orð Harton. Annars hættið þér að vera lögmaður minn’, sagði jarlinn. ‘Eg hefi unnið fyrir föður yðar vel og lengi, lá- varður’, sagði Harton; ‘en eg ætla ekki að vinna fyrir yður’. ‘Snautið þér þá burt með uppáhaldsgoði yðar’, hrópaði jarlinn óður af reiði. ‘Ef þér verðið í þessu húsi í kveld, eða ef þér reynið að fá að tala við Hel- enu, Ronald, læt eg þjónana fleygja yður útl Farið þérl’ Ronald hneigði sig rólegur og gekk til dyra. Hann var auðvitað reiður; en hann vildi ekki láta óvin sinn sjá það. Harton stóð upp til að fara með honum. /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.