Heimskringla - 15.07.1915, Blaðsíða 7

Heimskringla - 15.07.1915, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 15. JÚLf 1915. HEIMSKRINGLA BLS. 7 Mackensen herforingi. Mackcnsen herforingi Þjóðverja hefir nú hlotið frægð svo mikla, af sigurvinningum sínum í Galizíu, að nærri liggur að skugga slái á ljóma og dýrð Hindenburgs gamla, sigur- vegarans frá Tannenburg og Masúr- isku vötnunum. Það var Mackensen, sem rendi fleygnum mikla hinna þýzku frá Cracow yfir ána Dunaet fyrir mán- uði síðan og kom Rússum þar i svo mikinn háska, að þeir urðu að halda austur öllu sinu liði til Un§arn, aust- ur yfir Karpathafjöll og austur um Galiziu bygðir. Og það var hann, sem ýtti svo fast á fleyginn mikla, að Rússar hrukku yfir Sanfljót í eld- báli einu, og hann sem tók Przemysl. Og enn hélt hann áfram austur og náði Leinberg, höfuðborg Galizíu, úr höndum Rússa. Þetta alt eru eng- in smælingjaverk. Og þó að Rússar haldi enn hergörðum sínum, þá er Mackensen ckki minni maður fyrir það, heldur meiri. Því að Rússar eru engu óhraustari en Þjóðverjar, og þeim stýrir maður sá, sem kann- ske ber höfuð yfir alla samtíðar- menn sina, hvað hermensku snertir, og með honum eru hershöfðingjar margir hver öðrum betri. En þenn- an fleyg, sem Mackensen var búinn að útbúa, var engum menskum manni hægt að stöðva þarna, nema að stráfella hvern mann; cn þar til þurftu skotfæri meiri en Rússar höfðu völ á. Og þessi kviða Mackensens þarna mun lengi uppi verða. Annað eins hervirki hefir liklcga aldrei verið unnið í siigu heimsins. Og eins og menn spurðn áður, hver Joffre væri eða French, eða Foch eða Kastel- nau, eða Hindenburg — eins spyrja menn nú, hvaða inaður þessi Mack- ensen sé og hvað hann hafi gjört áður á æfi sinni. Maekensen er gamall maður, eins og allir þeir, sem nokkuð kveður að i striði þessu. Yfirforingi Frakka Joffre er 03 ára. Hinir beztu hers- höfðingjar hans, þeir Foch og Galli- enni og Kastelnau, eru allir yfir 00 ára. Hindenburg, hinn stálharði og ódrepandi hershöfðingi Vilhjálms, er 69 ára. Von Kluck, sem harðast- ur var á Frakklandi og sagt er að lifi enn, er á sjötugsaldri. Cad- orna greifi, herforingi ítala, er 70 ára gamall. Og Mackensen herfor- ngi er 65 ára gamall. Þetta er öld- unganna strið; stríð mannanna með fullþroskuðu viti og langri lífs- reynsiu. Um ungu mennina heyrist ekki talað nú; þó að þeir náttúr- lega séu með og vinni sinn hluta. En Mackensen hefir heyrt sprengi kúlurnar hvína i lofti fyrri en nú og þytinn af kúlunum. Eins og Hin- denburg og Joffre og von Kluck og Foc-h og Kastelnau — var Macken- sen með i franska strðinu 1870. Og annað má segja honum til gildis, sem fáheyrt cr um þýzka hershöfð- ingja: Hann var óbreyttur liðsmað- ur í fyrstu. Þegar þýzkir stukku á Frakka fyrir 45 árum, var Mecken- sen 21 árs gamall eða því nær, og hafði aldrei komið inn fyrir dyr á herforngjaskóla. Var hann þvi sjálf- boðinn liðsmaður og hafði áþekka stöðu og “corporals” hafa nú, eða hinir lægstu foringjar. Hann hafði ekkert “von” fyrir framan nafn sitt, sem aðalsmenn Þjóðverja. Það var ekki fyrri en á efri árum að hann var hafinn í tölu aðalsmanna og gefinn titill þessi. Hann hefir í stríði þessu ekkert frægðarverk unnið, er komist nokk- Isabel Cleaning and Pressing Establishment J. W. (lUINN, elgrandl Kunna manna bezt a® fara mel LOÐSKINNA FATNAÐ ViTJgerTJIr og breytingar á fatnaTJi. Phone Garry 1098 83 Isabel St. homl McDermot Columbia Grain Co, Limited 140-44 Grain Excliange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupum hveiti og aðra kornvöru, gefum hæsia verð og ihyrgjumst áreiðanleg viðskifti Skrifaðu eftir upplýsingum. TELEPHONE MAIN 3508 uð nálægt þessu hinu síðasta; en bæði á Þýzkalandi og víðar vissu menn að þarna væri maður, sem vert væri að taka eftir og einn af þeim, sem vissi þetta, var Hinden- burg gamli. Og þegar Hindenburg rendi fylkingum sínum fram til Lods og Lovics á Póllandi, við árs- lok seinast, þá var Mackensen hans hægri handar maður. Mackensen brauzt þar fram með fylkingar sínar og óð þar með þær inn á milli Riissanna, þangað til jieir umkringdu hann á alla vegu; cn menn hans hrundu niður i hrönnum stórum og var þá nærri úti um hann. En honum bilaði ald- rei hugur né áræði. Ilann var kví- aður þar og eina ráðið var að brjótast út úr kvínni. Hann kallaði fram menn sina og þeir runnu á Rússa með byssustingj- unum og ruddu sér braut í gegnum fylkingar þeirra og léku þá svo hart að þeir urðu að hrökkva frá og hálf tvistruðust. Þeir komust þarna iir gildrunni Rússa; en margir gefa Hindenburg heiðurinn, þó að sumir hafi viður- kent MacKensen og kalli hann nú kappann frá Lods og Galiziu. Mackensen hefir haft horn í síðu Amerikumanna og verið beiskyrtur til þeirra stundum. Einkum bar á því, er hann talaði við fréttaritara einn í vetur, og var þá reiður við Bandaríkin fyrir það, að þeir sendu vopn og skotfæri til Bandamanna, cvina þeirra. Meðal annars mælti liann þá þess- um orðum: “Þó að Bandaríkin haldi einlægt áfram að sénda vopn og skotfæri og fleiri fallbyssur og flugdreka og hesta og gaddavír og Guð veit hvað meira, — Þá skulum við vinna; — við hljótum að vinna Þér megið trúa mér!” og þá skullu báðir kjálk- arnir saman, sem harðspentur refa- bogi, eftir því sem fréttaritarinn segir frá; og var sem elding leiftr- uði úr augum Mackensens, er hann beindi þeim á fréttaritarann. “Það kann að dragast lengur fyr- ir þetta striðið”, mælti hann enn- fremur. “Já — eg veit l>að verður lengra fyrir þetta, heldur en ef ó- vinir vorir hefðu ekki fengið þessa hjálp. En vér látum þá aldrei sigr- ast á oss! Vér látum oss aldrei, — hvorki fyrir vopnum Breta, eða Rússa eða Frakka eða Ameriku- rnanna. Ef að þér þarna handan við hafið viljið stytta stríðið, eins og þér segið, þá ættuð þér að hætta að sendá vopn og matvæli, og ef að þér gjörðuð það, þá mundi yður furða, hvað fljótir vér verðum að láta yfir ljúka og velta þessum öll- um, sein fyrir oss standa. “En þér Ameríkumennirnir, þið hjálpið óvinum vorum, — ekki ein- ungis á vigvellinum, heldur til þess að svelta oss alla, konur og börn. Eða viljið þér halda því fram, að það sé ekki að hjálpa óvinum vor- um, að senda þeim korn og kjöt og ■ uour og kartöflur og svo margt og margt fleira? Eða þegar þér látið Breta segja fyrir um það, hvað er leyfilegt að flytja og hvað ekki? — Eða hvert skipin yðar megi fara og hvort ekki? Hví standið þér þarna aðgjörða- lausir? Hví þolið þér alt, sem að yður er rétt? Hví standið þér með bibliuna í annari hendinni, en sprengikúluna i hinni? (Skritið, að Mackensen skuli spyrja þannig). Og vasabókina við hjarta yðar — í staðinn fyrir í vasanum?” August von Mackensen er fæddur 6. des. 1849 i Haus-beibnitz i Sax- en. Faðir hans var efnaður bóndi. Hann var tvítugur þegar stríðið hófst milli Þjóðverja og Frakka og var hann þá rétt nýkominn í her- inn sem Vice Wachlmeister, eða lægsti undirforingi. En oft var hann sendur með sveit "sinni til að njósna um gjörðir óvin- anna og einkum í hættuferðir; fór þá strax að bera á snarræði hans og foringja hæfileikum. Hinn 5. ágúst 1870 var hann lát- inn fara á undan hernum með lít- inn riddaraflokk, nálægt Wörth i Lothringen á Frakklandi. Þar var einn aðalbardaginn í stríði þessu. Mackensen kom að þorpi þessu með menn sína; og rann á hjá þorpinu, er hann þurfti yfir að komast; en brúin hafði verið rifin af og stóðu stólparnir eftir. Mackensen gat ein- hvernveginn skriðið milli stólpanna og komst yfir og læddist inn i þorp- ið. En það var fult af frönskum her mönnum. Þeir fóru svo að skjóta á hann; en hann komst þó aftur til manna sinna sömu leið, þó erfið væri. Við Toury á Frakklandi 5. okt. s. á. var hann sendur að njósna, og þótti það svo mikil hættuför, að hershöfðinginn vildi engum skipa ferðina. En þá bauðst Mackensen til fararinnar og nokkrir sveitungar hans. Hann fór og komst inn fyrir hergarð Frakka og burtu aftur með fregnir þær, er hann átti að sækja. Loks fór hann að verða óprútt- inn; og einu sinni er hann mætti þóp af frönskum hermönnum hróp- aði hann heróp Prússa og hleypti á þá. Þeir hrukku frá, en sendu hon- um kúlnadrífu; en hann slapp frá þeim til félaga sinna. Fyrir þetta Búskapur við vígvellina og nálægt þeim. Ekki fuil hundratS yards frá hestunum springur sprengikúla ein og fælast hestarnir og prjóna. Er þaS furBa a5 menn skuli vinna a5 friSsomum störfum, skamt frá stórum hópum, sem éru atS drepa hvor annan. sæmdi Albert prins han njárnkross- inum. öðru sinni komst Mackensen í hann krappann. Það bar svo til, að ungui; herforingi, sem von Horn hét, hafði orðið fyrir launsátri og drápu Frakkar hann og flesta menn hans; en nokkrir komust undan. Og er þeir komu til hersins hittu þeir fyrst Mackensen og nokkra menn með honum. Þeir fengu þá til að snúa aftur með sér og var Macken- sen foringinn. Þeir fóru og gjörðu áhlaup á Frakka,' þo að Frakkar væru miklu fleiri, og hættu ekki fyrri en þeir voru allir flúnir, sem ekki lágu dauðir. ý Seinna varð Mackenscn ástfang- inn í systur foringja þess, sem þarna féll og fékk hana sér fyrir konu. Eftir stríðið gekk Mackensen á háskólann í Halle, en slepti her- mensku þangað til árið 1873. Smá- hækkaði hann svo einlægt i tign- inni, þangað til 1903, að hann var gjörður herforingi (General) fyrir 36. herdeildinni (Divisions-Gener- al) og síðar yfirforingi yfir 17. hernum ‘Army Corps). Hann átti þrjá sonu og dóttur með hinni fyrri konu 'sinni, sem hann misti fyrir nokkru og er nú giftur í annað sinn. Frú Valgerður Þor- steinsdóttir. Hér flytur N. Kbl. mynd af merkri og góðri konu, frú Valgerði Þor- steinsdóttur á Bægisá. Er hún kom- in fast að áttræðu, fædd 23. ap^'íl 1836. Myndin er tekin i Kaup- mannhöfn vorið 1879. Ætt frú Valgerðar er góðkunn, frá Mývatni. Faðir hennar, hinn þjóðkunni prestur, síra Þorsteinn Pálsson á Hálsi i Fnjóskadal, dáinn 1873; var af bezta bændakyni í Sveitinni, afi, langafi og langa- langafi Reykjahlíðarbændur. Móðir frú Valgerðar var Valgerður Jóns- dóttir, fyrri kona sira Þorsteins á Hálsi og dóttir sira Jóns prests Þor- sleinssonar i Reykjahlíð. Þær mæðgur og nöfnur voru, hvor um sig, elztar í systkinahópn- um. Lifa nii af Reykjahliðarsystkin- um tvö hin yngstu af 14, Benedikt og frú Jakobína, ekkja Gríms Thom- sens; en af Hálssystkinum, auk Val- gerðar, frú Sigriður ekkja Skapta ritstjóra og síra Jón á Möðruvöll- um. Var það miseldri Reykjahlíðar- systkina, allra sammæðra, að sem næst eru þær jafnaldra frú Jakob- ina Thomsen og systurdóttur henn- ar frú Valgerði á Bægisá. Frú Valgerður giftist 1865 síra Gunnari Gunarssyni, fóstbróður sín- um; móðir sira Gunnars, prests- ekkjan frá Laufási, frú Jóhanna Gunnlaugsdóttir Briem, var seinni kona síra Þorsteins á Hálsi. Eigi var sambúðin við þann ágæta mann lengri en 8 ár; andaðist sira Gunn- ar að Lundabrekku 1873. Eina barn þeirra, er lifði, er frú Jóhanna, kona síra Teódórs Jónssonar á Bægisá. Þjóðkunnugt er það og maklega \ ðurkent, að frú Þóra, dóttir Gríms í mtmanns og kona Páls Melsteðs, tekur kvennaskólámálið upp hér á landi, og heldur fram til góðs sig- urs og farsælla framkvæmda í Ileykjavík. Hitt mun ókunnugt, að í'gústa Grímsdóttir, systir frú Þóru, bjó undir kvennaskólastofnun á Norðurlandi i hugum þeirra syst- kina, frú Kristjönu Hafstein og Egg- erts Gunnarssonar. Var ungfrú Á- ert stendur að hinu mikla stórvirki, | ergjabót Staðarbygðarmýra, sem nú | verður aftur upp tekið. Reisir þá frú Kristjana bú á Laugalandi og j Fggert verður fyrir búsforráðum; j rís þar upp hús, og þakið þá fengið ! um leið yfir kvennaskólann. Stofn- féð, sem Eggert hafði upp með samskotum, var um 6000 kr., og obbinn af því fé fenginn í Kaup- ir.annahöfn. Skólinn var styrktur af þingi 1887 og þá kendur við Munkaþverá. — Kann eg*eigi skil á því heiti. Vera má, að Suður-Þingeyjarsýsla hafi citthvað styrkt skólann með Eyja- fjarðarsýsíu, eða hún verið ein um það. Bezt var skólinn sóttur af kqnum úr Suður-Þingeyjarsýslu. — Skagfirðingar fóru sama árið að koma upp kvennaskóla að Ási í Hegranesi, sem lítið varð úr. Stóð það með öðru því í gegn að eyfirzki skólinn yrði fyrir alt Norðurland. Gefur nú blaðið fyrst orðið síra Jónasi kennara Jónassyni á Akur- eyri, fyr á Hrafnagili. Sat hann þar ! 12 ár í nábýli við skólann. Þá segir j húsfreyja Guðbjörg Stefánsdóttir í | Garði við Mývatn frá námsdvöl sinni á skólanum veturinn 1882 til 1883. Síra Jónas ritar ágrip af sögu skólans: Fyrsti hvatamaður pg upphafs- maður Laugalandsskólans var Egg- ert Gunnarsson. Var skólinn fyrst settur á stofn 1877. Átti amtmanns- frú Kristjana Hafstein, systir Egg- erts, og góðan hlut að og var í stjórn skólans. Frú Valgerður tekur strax við forstöðunni, en veturinn 1878— 1879 var hún í Kaupmannahöfn til náms og kynningar skólahaldi. óslitið hafði frú Valgerður for- stöðuna á hcndi þangað til 1896, að hún og þær mæðgur fóru að Bægí isá. Öll þessi ár var skólinn á Lauga landi. Var þar fyrst bygt litið timb- urhús 1876, en svo var tvíbætt við það; og mun það hafa verið full- gjört um 1882. Fyrst framan af var kvennaskól- inn aðeins ein deild, og gátu þá ekki verið fleiri cn 12—16 í einu sakir rúmleysis. En ]>egar húsrúm jókst, var skólanum skift í tvær deildir — efri og neðri bckk, og gátu I>á stórum fleiri sótt skólann. Oftast munu hafa verið 22—24 stúlk ur fastar i báðum deildum allan veturinn. Skifti urðu oft um nýj- ársleytið. Síðara námsskeiðið var jafnan stórum fjölsóttara; voru þá oft um 30; og enda einu sinni minnir mig eftir 36 stúlkum siðari hluta vetrar, en ekki munu sumar þeirra hafa verið nema um tima. Próf voru haldin bæði fyrir jól- in og svo fyrri hluta maimánaðar. Námsgreinir man eg ekki allar, og j það því síður, hvernig skift var á milli deilda: íslenzka; danska; rit fegurð; saga; landafræði; heilsu- fræði og söngur voru helztu bók- fræðgreinir. Þá var fatasaumur; linsaumur; útsaumur og vefnaður. Svo voru eldhússtörf; húshirðing; þvottur og meðferð á ungbörnum. gústa kennari á heimili amtmanns i.m hrið eftir 1860. Þau voru mörg áhugamálin, er geymdust i eldsál F.ggerts. Nú fer það saman, að báðar þær frú Kristjana og frú Valgerður eru < i ðnar ekjur sumarið 1875 og Egg- Þetta er nú margt og mikið og oft- ast aðeins ein kenslukona með frúnni. Og hún hafði skólahúsið mcð til umsjár- eða öllu heldur skól, ann á búi sirau. En alt gekk það, bæði búsforustan og skólastjórnin, með mestu hægð og stillingu og at mestu snild. , , , Kenslan fór bæði fram eftir bók- um; en margt kendi frúin i fyrir- ilestrum; t. d. mannkynssögu og heilsufræði. Það var bæði sveitar- prýði og sveitarstoð að þessari á- gætu stofnun þarna og forstöðu liennar. Kenslan var góð, praktisk, við hæfi stúlknanna; og allar stú’k- ur, sem þar höfu verið, mintust hlý- lega og með kærlcika ársins eða ár- anna, sem þær voru á Laugalandi. Skólinn var fluttur á Akureyri 189 ; og hnignaði þar smámsaman og lognaðist þar út af 1907 — held eg.----- Húsfreyja Guðbjörg Stefánsdóttir í Garði kallar sin minningarorð: “umsögn frá námsstúlku”. Fyrsta kynning mín af frú Val- gerði Þorsteinsdóttur, forstöðukonu kvennaskólans á Laugalandi, var þegar hún tók á.'móti mér í fordyri skólahússins og bauð mig velkomna, þótt eg kæmi viku siðar en skóli var settur, og var því ekki upplitsdjörf. Minnist eg sérstaklega frá þeim fyrsta fundi augna hennar; fanst mér að þau hlytu að sjá jafnt hug minn og alt sem eg þar vildi hylja og dylja, sem yfirborð hlutanna umhverfisí Húsmóðirin fylgdi mér siðan til skólastofu, þar sem meyjarnar sátu kringum stórt borð að saumum sin- um og kenslukona a meðal þeirra. Bað frú Valgerður mig að þekkja kenslukonuna úr, og stóðst eg ekki það próf; því að kenslukonan var tneð þeim yngstu, er þar sátu; var aðeins um tvitugt,*) en þar sátu á á bekk 4 stúlkur eða fleiri um þrit- ugsaldur. Við vorum 2 eða 3 um tvitugt á skólanum og ein 17 og önn- ur 13 ára. Skólastofan var aðeins “ein og bekkjaskifting engin önnur en flokk un við borð í sumum bóklegu tím- unum. Annars var stofan rúmgóð og björt, með gluggum á þrjá vegu, mig minnir alls 8; svo sólar naut á öllum tima dags. Þarna sátum við j lika mestallan daginn, alt frá fyrsta bóklegum tima kl. 8 á morgnana, *) Aðstoðarkennari frú Valgerð- ar var þá ungfrú Sigurlaug Árna- dóttir frá Höfnum, nú kona sira Ludvigs Knudsens á Breiðabólstað í Vesturhópi. til þess við gengum til svefnlofts, til að hafa um hönd söng og lestur, áður. en við gengum til hvílu; og slöktum ljós kl. 11. Tilbreytingar voru helztar þær, að gegna eldhússtörfum, eftir hlut- föllum yfir veturinn; og að fara til laugarhúsa og þvo þvottinn, sem við skiftumst á uni. En lifið í skólan- um var oft fjörugt og skorti ekki umræður yfir saumunum, þar sem saman voru komnar stúlkur úr flest- um landsfjórðungum. Stundum las ein stúlka upphátt, ef til voru nýj- ar bækur. En oft var það líka mannkynssága Páls Melsteðs, sem lesin var á kveldin til skiftis. Þá voru stúlkur líka að lesa undir mörgundaginn, i sameiningu; tvær og tvær um eina bók. Allar mínar beztu minningar um skólaveruna eru tengdar við þær stundir, er frú Valgerður sat með okkur kringum borð og kendi okk- ur landafræði, tungumál (dönsku og ensku) og sögu; þvi kensluna kryddaði hún með ýmsum fróðleik, sem vakti áhuga okkar og skilning. Þegar hún komst að þvi, að nokkr- ar stúlkur óskuðu eftir að komast niður í ensku, lagði hún það á sig að segja þeim til í henni, þó að það væri ekki skyldunámsgrein. Og ekki nóg með það, heldur hafði hún stundum tíma í þýzku, inni í svefn- stofu sinni, með fáeinum stúlkum er þess óskuðu. Sýndi þetta áhuga hennar og ósérhlifni. Það kom all- staðar fram, að það var henni brenn andi áhugamál, að stúlkur öðluðust sem mest notha-fa þekking, hver eftir sínum þroska og hæfileikum; tel eg þá eigi síður til þess allan verknað: fatasaum, matargjörð og hreinlæti. Og þegar tekið er tillit til þess, að frú Valgerður hafði mest af þekk- ingu sinni og mentun úr föðúrgarði, prestssetri i sveit, þá er undravert hve vel hún leysti alt af hendi. Þvi þó hún, kona á fimtugsaldri — einn vetur notaði tímakenslu á skóla í Danmörku, hefði það þótt ónógur undirbúningur til kenslu og skóla- forstöðu nú á timum. . — Nýtt Kirkjublað. THORSTEINSSON BROS. Byggja hús. Selja lóCir. Útvega lán og eldsábyrgóir. I*h<me Tlnin 2992 Room 815-17 Somerset Block J. J. BILDFELL FASTEKiXASAM. Unlon Itnnk .“»th. Floor Xo. 520 Selur hús og lóóir, og annaó þar aó lútandi. útvegar peningalán o.fl. l*hone Mnin 20S5, PAUL BJARNASON FA ST EIG XASA L. I. Selur elds, lífs, og slysaábyrgU og útvegar peningalán. WYNYARD, SASK. J. J. Swanson H. G. Hinriksson J. J. SWANSON & CO. FASTEIGXASALAR OG penlngn mittlar. Talsími Main 2597 Cor. Portage and Garry, Winnipeg Graham, Hannesson & McTavish LÖGFRÆÐIN GAR. 907—908 Confederation Life Bldg. Phone Main 3142 WINNIPEG Arni Anderson E. P. Garland GARLAND & ANDERSON LÖGFRÆÐINGAR. Phone Main 1561 901 Electric Railway Chambers. Talslmi Mnin 5302 Dr. J. G. SNÆDAL TANNLÆKXIR Suite 313 Enderton Block Cor. Portage Ave. og Hargrave St. E. J. SKJÖLD DISPENSING CHEMIST Cor. Simcoe and Wellington Sts. Phone Garry 4308 WINNIPEG Vór höfum fullar birgölr hreinnstn lyfja og meöala, Komiö meö lyfsoöla yðar hing- aö vér gerum meöuiin nákvœmlega eftir Avlsan læknisins. Vér siunum utansveita pönnnnm og selium giftiugaloyfl, COLCLEUGH & CO. Xolre Dame Ave. «& Sherbrooke St. Phone Garry 2690—2691 FÍNASTA SKÓVIÐGERÐ. Mjög fín skó vi"ögerö á met5an þú bít5ur. Karlmanna skór hálf botn- aöir (sauma'ð) 15 mínútur, gútta- bergs hælar (don’t slip) eða leður, 2 mínútur. STEWART, 193 Paeific Ave. Fyrsta búð fyrir austan aðal- stræti. SHAW’S Stærsta og elsta brúkaBra fata- sölubútiin I Vestur Canada. 479 Notre Dame Avenue Dr. G. J. GISLASON Physlcian nml Surgeon Athygli veitt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Ásamt innvortis sjúkdómum og upp- skurði. 1S South 3rd St.# Grand Forks, N.D. GISLI GOODMAN TIXSMIDUR Verkstæði:—Horni Toronto St. o z Notre Dame Ave. Phone Garry 2DS8 Heimllia Garry 890 A . S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfarlr. Allur útbúnaður sá besti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. S13 Sherhrooke Street. Phone Garry 2152 WIXNIPEG. D r. J. STEFÁNSSON 401 BOYD BLIUDING Horni Portage Ave. og Edmonton St. Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 5 e.h. Talsfmi Main 4742 Heimili: 105 Olivia St. Tals. G. 2315 MARKET H0TEL 146 Princess 8t. á mötl markatstnum Bestn vínföng vlndlar og abhlyn- lng gób. Islenzkur veltlngamatS- ur N. Halldorsson, lelbbeinlr Is- lendingum. P. O'CONXEL, elgandt WINNIPBG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.