Heimskringla - 15.07.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 15.07.1915, Blaðsíða 8
BLS. 8. HEIMSKRINGLa WINNIPEG, 15. JÚLÍ 1915. Fréttir úr Bænum. öll blöðin eru full af því, að Kelly verði tekinn fastur, hvenær sem hægt verður að ná i hann. Hann er nú suður í Bandarikjum og biður þar að líkindum, þangað til veðrið lægir. I>á segja og blöðin þann 13. þ. m„ að nýja stjórnin ætli að höfða glæpa mál á móti gömlu stjórninni. Þetta á að byrja í næstu viku. Þeim Hor- wood og Hook og Salt er boðin upp- gjöf allra saka, ef þeir koma og bera vitni. — Ekki vitum vér, hvað satt er i þessu. En í blaðinu einu 'þann 13. þ. m. stendur: Að Hon. A. B. Hudson hafi verið spurður um það, og hafi hann sagt, a<S þeir myndu höfða glæpamál á móli stjórninni gömlu undir eins og þeir vissu, að þcir hefðu nægar ástæður til þess. Hr. J. H. Johnson, frá Hove, Man., er nýkominn norðan frá Pas (fram- ber Po). Fór bann þar uin nokkuð og leit eftir fiskivötnum og veiðum. Er hann inaniia kunnugastur af ís- lendingum norður þar. Hann segir Pas vera stóra og mikla borg, þó að ný sé. Mest er þar fiskimanna og skógarhöggsmanna. Þar í kring eru míirg vötn stór og smá og full af hvítfiski og öðrum fiski. óánægðir sagði hann að fiskimenn væru þar út af fiskireglunum og fiskiveiðun- um. Veiðileyfin eru veitt fyrir svo og svo mikla upphæð eða punda- fjölda af fiskinum, og þegar menn hafa fengið hana, verða þeir að hætta, þó að í miðjum veiðitíma sé; og fleira voru þeir um að kvarta.— Skóginn sækja menn upp með án- um, stundum langt upp í land. Mrs. Sigfús Anderson, 651 Banna- tyne Ave., fór fyrir helgina suður i Norður-Dakota (Eyford, Gardar og Edinhurg) til að sjá vini sína og skyldfólk og verður þar þriggja vikna tíina eða vel það. 3>ann 6. þ.m. gaf séra Guðm. Árnason sáman f hjónaband Mr. Sigurð Sigurðsson frá Elfros, Sask. og Miss Kristínu Johnson frá Leslie. Hjónavfgslan fór fram að heimili Mr. P. S. Pálssonar. Brúðhjónin fóru sama dag til SSvan River, þar sem þau ætla að dvelja stuttan tíma áður en þau setjast að í Elfros. Umræðuefni f únítarakyrkjunni næsta sunnudagskvöld: Nauðsyn- legar umbætur f stjórnmálum.----- Allir velkomnir. Næsta sunnudagskveld kl. 7.30 prédikar sira Iljörtur Leó i Skjald- borg, vegna fjarveru síra Rúnólfs Marteinssonar. Kelly er kominn til baka og sýn- ist býsna hústinn. Bréf á Heimskringlu. Mrs. Kristín Vium. Stone Hannesson. S. Liddle. Kristján G. Snæbjörnsson. S. J. Hlíðlal. Hver á aí klára stiórnartygging- arnar? Þannig spyr blaðið Tribune. Nú er liðlnn langur tími síðan hætt var vinnu og byrjað að grafa f kringum undirstöðu stólpanna og ekkert heyrist. Það verk sýnist nýja stjórnin vera að treyna sér, þar sem hún er að leggja af menn og vinnur hinum á stuttum tíma. Þar sem nú alment vinnuleysi er hér í bæ, væri nauðsynlegt að þessu væri flýtt sem allra mest því væntanlega fer langur tími til undir- búnings ef kallað er eftir nýjum akkorðsboðum, annars sýnast báð- ar stjórnirnar brendar sama marki í þessu sem öðru, sú gamla að hætta vinnu þegar stríðið hófst og auka þannig á vandræði verkamanna og sú nýja að draga nú ait á langinn, eg fara að öllu sem hægast. Fréttabréf. Point Roberts, Wash. ....Heyskap að miklu leyti lok; ið, og er tæplega í meðallagi hjá flestum. Stafar það af langvarandi þurkum. Getur naumast heitið að skúr hafi komið úr lofti hér um margar vikur. Ekki er lax farinn að veiðast hcldur að neinu ráði ennþá, en viðbúnaður mikill. Ó- sjúkt og mannheilt má hér heita yfir höfuð. Hér dó einn landi uin iniðjan síðastliðinn mánuð, og bar dauða hans snögglega að. Hann hét Sveinn Svei nsson, kvæntur mað ur um fertugt, vel gefinn og góður drengur. Ekkja hans heitir Vig- dis Dósóþeusardóttir, ættuð úr Aðalvík í ísafjarðarsýslu. Þau áttu ekki börn. En foreldrar hans heita Kveinn Sigvaldason (heima f Skaga- firði), og Ingibjörg Hannesdóttir (hér). Bjuggu þau síðast að Steini á Reykjarströnd. Systkyni Sveins heitins eru hér þrjú búsett á Tang- anum og fjögur eru heima. Séra Sig. ólafsson jarðsöng, og er þetta hið fyrsta lík er greftrað hefir verið í hinum nýja grafreit Tangabúa. Líkfylgd var mjög fjölmenn, bæði af löndum og annara þjóða mönn- um. Seint f fyrra mánuði (júnf) kvænt- ist hér einn myndar bóndinii, Jónas Samúelsson, og gekk að eiga Ingibjörgu Bjarnardóttir. Jónas var áður giftur systur hennar, Þórunni, en hún dó fyrir allmörg- um árum frá þremur ungum dréng- jum, og hefir Ingibjörg gengið 1 þeim í móðurstað síðan og stjórnað húsi Jónasar af hinni mestu prýði. Samsæti var þeim hjónum haldið hér 2. þ.m. og færð þar gjöf sæmi- leg. Þrjár eða fjórar fslenzkar kon- ur gengust fyrir samsætinu og ná- lega voru það alt landar sem það sóttu og tóku þátt í gjöfinni. Ekki man eg fleira að telja er tíðindi gætu kallast. Herjið á rotturnar! i Hún er þá komin hingað pestin jiessi. Það kennir fregn utan úr ný- lendum, norðantil í Nýja íslandi, að ófögnuður þessi sé svo magnaður orðinn að engu tauti sé viðkomandi. Þær hafa nú í nokkur ár verið á leiðinni að sunnan. Vér vorum í Bandaríkjunum þá. Þær fóru í fylk- ingum stórum á 5, 10, 15 eða 20 mílna spildum, og fóru hægt nokk- uð. 'Þær fóru með ám og eftir þétt- um bvgðum og það var eins og ekk ert gæti stöðvað þær. Þær eyddu öllu sem hægt var. Aðeins hinir traustustu steinsteypu kjallarar stóðu fyrir þeim. Norður Rauðár- daJinn fóru þær og voru held eg tvö ár á leiðinni um islenzku bygðirnar í Norður Dakota. Svo komu þær norður fyrir línuna og smáfærðu sig norður til Winnipeg. , Herjið á þær rotturnarl Þér get- ið fengið eitur, sem cinungis drepur rottur og mýs, endurgjaldslaust, ef að þér sendið beiðni til — Deparlment of Agricullure and tmmigration, Winnipeg, Man. Rússar víggrirða Iandamæri sín móti Rúmenum. Nú segja blöðin að Rússar séu farnir að víggirða landamæri sín inóti Rúmenum. Það er rússneska fylkið Bessarabía, sem liggur austan við Rúmeníu alla leið suður að Dón- asósum. Fljótið Pruth skilur löndin og eru þvi Rússar að viggirða aust- urbakkann. Ef að þetta er satt, þá er eins og þeir treysti Rúmönum ekki vel. — hefir Vilhjálmur ekki sparað, að K.vlla mál sitt fyrir þeim, og lofað þeim, þegar friður yrði, að þeir skyldu fá alla Transsylvaníu eða nærri helming Ungarns, ef skift er við ána Theiss, — og tekur hann iand það frá félögum sínum, Austur- rikismönnuin. En auk þess lofar hann þeim allri Bessarabíu, sem Rússar eiga. Hann tekur annara cignir til þess að kaupa þá, — þýzk siðferðisregla. Dánarfregn. Þann 8. júlí 1915 lézt Jón Jóns- son, að heimili sínu, 792 Notre Deme Ave., Winnipeg. Jón var fæddur í Fljótstungu í Ilvítársíðu í Mýrasýslu hinn 10. september 1835. Þá bjuggu þar for- eldrar hans Jón Biiðvarsson og Margrét Þorláksdóttir. 1 þeirri sveit dvaldi hann mestan hluta æfi sinnar, unz hann flutti til Canada i898; settist að í Winnipeg og hefir verið þar síðan. Kona hans er Sigurbjörg Stein- grímsdóttir, ættuð úr Miðfirði í Húnavatnssýslu. Þau voru 51 ár í hjónabandi og áttu 11 börn. — Af þeim eru 5 á lifi: 1. Sigríður, kona Jóns ólafssonar, verzlunarmanns i Leslie, Sask. 2. Böðvar, búandi á Kyrkjubóli í Hvítársíðu; kona hans hét Krist- ín Jónsdóttir. 3. Benónía, gift Eggert Gíslasyni á Vesturgörðum i Leirársveit. 4. Þóra, ógift, hjá systur sinni í Leslie, Sask. 5. Jóhannes, sem alt af hefir verið hjá foreldrum sínum. Jón heitinn var vel meðalmaður á hæð, þéttur á velli og þreklegur;\ léttilegur í spori og það fram á elli- ár. Mjög heilsugóður alla æfi, þar til nú fyrir hálfu öðru ári, að hann veiktist; eftir það náði hann sér ekki, en hnignaði meir og meir, eft- ir jiví sem lengra leið; var þó stöð- ugt á ferli þar til 4 seinustu dagana, sem hann lifði. Hann var vel hagur á tré og járn, og verklaginn, við hvað sem var,— f dagfari var hann geðhægur, glað- lyndur og spaugsamur, og vildi hverri skepnu gott gjöra. Hann var góður ektamaki og faðir konu sinni og börnum. Jarðarförin fór fram 10. júlí, sem var 74. afmælisdagur hinnar sorg- mæddu og þreyttu ekkju. Síra B. B. Jónsson flutti húskveðju og jarð- söng hinn framliðna............. Friður sé með moldum hansl Dauðinn eða Tyrkjatrú. I-'rá Aþenuborg á Grikklaftdi koma þær fregnir, að aldrei hafi Tyrkir beitt öðrum eins ofsóknum við kristna menn eins og nú, — aldrei nokkurntíma á hinum fyrstu árum, þegar þeir veltust hamóðir yfir Litlu-Asíu, hið gríska ríki, tóku Miklagarð, Grikkland, Balkanlönd- in, Moldau, Wallachi, Herzegóvínu og Bosníu, — aldrel nokkurntíma óðu þeir fram með eins mikilli grimd og hörku og einmitt nú. I.önd þerra i Litlu-Asíu eru mikið bygð af Armeníuinönnum og Grikkj- um og eru þjóðir þær kristnar báð- ar. En nú eru þjóðir þessar reknar með harðri hendi af bústöðum sín- um. Þeim eru sýndar allar þær sví- virðingar, öll sú grinul, sem trylt og æðisgengin ofsatrúarþjóð getur annari sýnt. Þeir eru 'reknir af heimilum sínum, úr sveitum sínum, sem þeir hafa átt mann frain af manni; reknir sem sauðir; smalað í stórar hjarðir og reknir allslausir langar leiðir út á eyðimörku, eða því sem næst óbygð lönd. Konur þeirra og ungar stúlkur eru svívirt- ar; gamalmenni eru spjóttim stung- in, limlest eða skotin. Þeim er gef- inn einn kostur: að kasta trú sinni og taka Mahómetstrú, — þá fá þeir að lifa, ef þeir eru þá nógu auð- rnjúkir að skriða að fótum böðla sinna. Svona gengur það fyrir Ar- meníu mönnum í héruðunum eða jarlsdæmunum Erzerum, Vanbitlis, Diarbekhr, Harput, Sivas bg Adana. Þeir eru reknir í tugum þúsunda út úr héruðunuin á eyðimörkina Konia eða á sandana í Efri-Mesopotamiu, eða Iberisku eyðimörkina. Allar þeirra eigur taka Tyrkir, lönd og heimili, húfé og verkfæri,— nágrannar þeirra hinir tyrknesku, eða Tyrkir, er hrakist hafa úr Mak- edoníu. Og trúa má því að inargur mað- urinn og konan liggur dauð þarna og börnin; því auk þess að Tyrkir drepa þá, er þeir smala þeiin, þá taka Kurdar við og drepa og ræna þá óspart. En Kurdar eru fjallabú- ar þar austurfrá, siðlausir Mahóm- etsmenn, og hata kristna eins og Tyrkir og nágranna sína Armeníu- menn ennþá meira. Það er og álíka meðferðin á Grikkjum nema það, að ekki er þeim eins slátrað og hinum. Árið sem leið voru 180,000 þeirra reknir úr Þrasíu (skaganum austan við Mikla- garð) og úr Smyrna héraði á Asíu- ströndum. En núna síðan striðið byrjaði hafa þó hálfu fleiri verið reknir. Ekki eru þeir reknir til Grikklands. Nei, heldur fluttir þang- að, sem þéttust er bygðin Tyrkj- anna, og er alt af þeim tekið, nema fötin, sem þeir standa i. Þeir eru fluttir þangað sein þeir neyðast til að þræla til þess að bjarga lífi sínu. Þannig voru 56 þúsund rekin af skaganum við Hellusund; 15 þúsund frá Pinkina eyjunum; 90 þúsundir frá Ismid héraði; 60 þúsundir frá Vremuska héraði. Þeir ætla alveg að uppræta Grikki úr hinum tyrk nesku löndum, og æfinlega taka þeir allar eignir þeirra. Allir þeir, sem hraustir eru og vopnfærir, eru teknir í herinn — tyrkneska herinn, til að láta þá berjast á móti Bandamönnum, og eru Tyrkir þá ekki sparir á mönn- unum, þegar þeir geta otað kristn- um fram. Svo er hverri fjölskyldu skift upp og sérstaklega gætt að því, að skilja ungar stúlkur frá öll- um ættmönnum sínum. Þessu fólki cr svo sundrað sem mest á milli tyrkneskra bæja og sveita. Á leiðinni í útlegðina er börnun- um rænt i hópatali. Þau eru svo alin upp sem Tyrkir á Mahómets- visu, með Mahómetstrú. Það má því fullyrða það, að ef Tyrkir verða ekki yfirstignir og dug lega barðir, þá verður innan lítils tíma enginn kristinn maður eftir í löndum þeirra. Kafbátastöðvar Þjóðverja í Can- ada ekki óhugsanlegar. Eftir sögn Selbourne lávarðar og inörgum öðrum rökum eru Þjóðverj- ar af mesta kappi að byggja neðan- sjávarbáta af allri gjörð. Þurfa sjó- menn Breta því að hafa hinn mesta vara á sér. ' , Þá kemur og fréttagrein frá Win- dermere til Telegrum um þetta. En Windermere er reyndur að því, að vera einhver áreiðanlegasti frétta- ritarinn, er í blöðin skrifar. Greinin er þannig: London, 8. júlí.——Engri furðu veld ur sagan frá New York í London um stöðvar neðansjávarbáta Þjóðverja einhversstaðar á ströndum Canada við Atlantshaf. Menn hafa lengi um það vitað, að flotamálastjórn Þjóð- verja hefir fengið leynilega svo ná- kvæma þekkingu á öllum ströndum og höfnum Canada við Atlantshaf, að þeir eru þar jafn kunnugir og heima hjá sér, og alt þetta hafa þeir grafið upp i því skyni, að nota það seinna, ef að kostur væri á og þeir þyrftu á því að halda. Það voru alt sendisveinar og flugumenn Krupps, sem söfnuðu skýrslum og kortum þessuin og stikuðu djúpin við strendurnar. Og*grunur þungur hefir á því verið, að vissir menn í St. John í Nýfundnalandi hafi leyni- lega verið í þjónustu Þjóðverja og séu það enn. Og nú eru menn búnir að sjá það, að Þjóðverjar senda neðansjávar- báta sína á landi ekki einungis til Belgíu, heldur alla .leið til Mikla- garðs og Hellusunda. Og á sjó geta þeir farið alla Ieið yfir Atlantshaf, hinir nýjustu bátar þeirra. Bretar búast nátfúrlegn við nð mætn þeimf en fara svo leynt með varnir sínar, sem mögulegt er. Nýlega sagði lávarður Selbourne í neðri málstofu Breta: “Vér meg- um búast við, að Þýzkir fjölgi neð- ansjávarbátum sínum eftir því sem á stríðið líður. Og nú láta Þjóðverj- ar skipasmiði sína ekkert gjöra ann- að en búa þá til. Ilættan frá þeim fer því einlægt vaxandi. Og það er áreiðanlegt, að þeir reyna að eyði- leggja verzlun vora, sem þeir geta, og sökkva fleiri og flciri verzlunar- skipum vorum”. , Kvað hann það fávizku mestu, að vilja ekki Iíta á þetta. Menn ættu að geta litið háskanum í augu, þó að menn sæju hann fyrirfram. Hins vegar gat Sir Norinan Hill þess, að Þýzkir mættu gjöra betur, en þeir hefðu gjört, ef þeir ættu að svelta England, og tók til dæmis, að siðan stríðið byrjaði hefðu 20 þús- und flutningsskip siglt til og frá Liv- crpool, og af þeim öllum hefðu Þjóð- verjar náð eða sökt 29 skipum. Af liverjum þúsund skipum, sem farið hefðu eða komið, hefðu 998 komist heilu og höldnu hjá neðansjávarbát- unum þýzku. Hinn 9. júlí sendi stjórnin aðvör- un til allra skipa við Canadastrend- ur Atlantshafs megin, sem um sjó fara með ströndum fram frá Nýju Brunswick og norður á Labrador- strendur, að þau skyldu varlega fara — því að búast mættu þau við neð- ansjávarbátum Þjóðverja þar hve- nær sem væri. Það er ætlun manna, að neðan- sjávarbátar Þjóðverja muni læðast norður með Noregs ströndum og fara þaðan vestur um Færeyjar og lsland; mæta þar einhversstaðar olíuskipi og halda svo upp undir Labrador (Helluland) eða Nýja Skotland og taka sér stöðvar á eyði- eyju eða eyðiströndum. Þar geymi þeir svo olíuna, og hafi hana til þess að geta farið suður með öllum ströndum, suður undir New York, og sökt skipum, sem þeir hitta. Þeir [ eru að búa sig undir að taka á móti ; uppskeru Canada og Bandarikjanna, þegar hún kemur. KENNARA VANTAR til Laufás skóla nr. 1211. Kensla j byrjar 15. sept. i 3 inánuði. Byrjar ; aftur 1. marz 1916, þá aðra 3 mán- i uði. Þriðja stigs kennarapróf ósk- ast. Tilboð, sem tiltaki mentastig og æfingu, ósamt kaupi, meðtekið til 14. ágúst. Bjarhi Jóhannsson, Sec’g-Treas. Geysir, Man. Feiknastórar púSurcmiííjur á Eng- iandi sprengdar upp. Það voru Curtis púðursmiðjurnar á Englandi, skamt frá London, sem algjörlega eyðilögðust þann 9. þ. m. Sprenging sú heyrðist 10 mílur á hvern veg. En aðeins cinn — eða jafnvel enginn — beið bana. Og kom það af þvi, að fyrst varð lítil sprenging í verkstæðunum og þá flúðu allir út. Svo kom hin á effir. Sendiherra Breta veitt árás ný- lega í New York. Hann var á ferð í autó kveldið eftir að Holt hinn þýzki skaut skot- unum á Morgan, í þeim tilgangi að bana honum, hinn 3. júlí. — Jaines Palmerson ökumaður Morgans keyrði sendiherrann. Sir Cecil kom frá heimili Morgans í Glencove og ætlaði að sjá Willard D. Straight i Green Valley á I.ong Island. Þá vissu jieir Sir Cecil og ökumaður ekki fyrri en 6 menn sátu fyrir þeim í autó og reyndu til að stöðva þá, svo að þeir kæmust ekki áfram. En Palmerson herti á vélinni og keyrði á mennina, sem stóðu í kringum autóið á.vegarstæðinu. — Þeir hrukku frá, svo hinir komust fram hjá þeiin. En óðara stukku ó- kunnu mennirnir upp í autóið og keyrðu á eftir þeim Sir Cecil eins liart og þer gátu og ætluðu auðsjá- lega að ná þeim. En autó Morgans var eitt með þeim beztu, svo að sundur dró með þeim. Það er nýtt i Bandarikjunum, að sendiherrar stórþjóða skuli ekki friðhelgir vera; og lýtur út fyrir, að þýzkir ætli sér flest leyfilegt. Mrs. Morgan bjargaði manni sínum. Þegar Holt liinn þýzki, eða Myn- ther öðru nafni, ætlaði að myrða Morgan,, J)ó var Jiað kona Morgans, sem líklega bjargaði manni sínum. Hún kom við fyrra skotið og liljóp á morðingjann og vinnukona henn- ar ineð henni og þær byltu honum um og náðu af honum skammbyss- únni, og voru þær sviftingar all- miklar. Ilefði hún ekki koinið nögu fljótt, er líklcgt að Morgan hefði nú dauður verið. Nýtt voða-tól Þjóðverja. 1 dagblöðunum hinn 13. J). m. er mikið látið af voðalegu dráptóli Þjóðverja, sem sagt er að þeir hafi uýlega fundið upp. Það er loft- torpedó, sein stýrt er með loftskeyt- uni. Og á hún að vera skaðlegri en flest annað. Sagt er, að lieir ætli að hrúka torpedó þessa á Zeppelinum "ðf hinln' frá"*' 1n;f4THr>tfm cðrf frá flugdrekum. Og nú er sagt að þeir séu að smíða trölla-flugdreka, með þreföldum vængjuin, sem eigi að bera 20—30 manns. Og þessir drekar eiga að hafa fjölda af Jæss- um torpedóm. Þetta kann vel að vera satt. — En þeir hafa ekki fundið lietta upp — fremur en svo margt annað. Edison lýsti vél fyrir mörgum ar- um, sem hann gæti sent lil fjarlægr.i borga og látið rigna yfir þær eyði- leggingu og dauða. — Nikola Tesla kvaðst með rafurmagni geta eytt heilum herflokkum.'— John H. Ham- mond var fyrir rúmu ári síðan austur við Atlantshaf, að reyna báta, sem hann sendi mannlausa á haf út og stýrði hvert sem hann vildi með loftskeytum af landi. Ilann lét þá renna um sjóinn i fleiri mílna fjar- lægð, sem fjármaður sendir hunda eftir búsmala. Þeir fóru í hringum og krókum eftir vild hans. Hann sendi þá 5 og 6 mílur í allar áttir; kallaði svo á þá og brevtti stefnu Jieirra eða lét J)á snúa heim aftur. Þetta mun hafa gjört verið með afli því, sem kallað er Hertzian Waves,. Og Hannnond kvaðst eins geta stýrt skipum og flugdrekum cða torpedóm í lofti eins og bátum á sjó. Og J)ó að Þýzkir kunni að Jækkja ]>etta, þá vita Bandamenn það alt eins vel og Jæir. Bandaríkln fara a$ rumskast. Flotamálaráðgjafi Bandarikjanna Daníels hefir kvatt Edison gamla og aðra uppfundningamenn sér til hjálpar, til að líta eftir, livað hin nýjustu vísindi og uppfindingar geta gjört fyrir flotann. Edison var fús til þess og verður formaður nefndar, sem í eru hinir beztu upp- findingamenn Bandarikjanna; og þó að hægt hafi gengið herbúnaður og varnir þeirra Bandamanna, þá má búast við að nú muni eitthvað ganga. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ. ’ um heimilisréttar'önd í Canada NorÓvesturlandinu. Hver, sem heflr fyrlr fjölskyldu al sjá eöa karlmaCur eldrl en 18 ára, gret- ur tekitS heimilisrétt á fjórT5ung úr section af óteknu stjórnarlandl í Man- sækjandi ver'ður sjálfur at5 koma á. itoba, Saskatchewan og Alberta. Um- landskrifstofu stjórnarinnar, et5a und- irskrifstofu hennar í því hératii. 1 um- boöi annars má taka land á öllum landskrifstofum stjórnarinnar (en ekkt á undir skrlfstofum) meí vissum skil- yr?5um. SKYLDUR—Sex mána?5a ábúfl og ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landnemi má búa met5 vlssum skilyrt5um innan 9 mílna trá heimilis- réttarlandi sinu, á landl s?m ekki er i minna en 80 ekrur. Sæmilegt ívöru- | hús vert5ur at5 byggja, at5 undanteknu jþegrar ábút5ar skyldurnar eru fullnægt5- i ar innan 9 mílna fjarlægt5 á öt5ru I landi, eins og fyr er frá greint. 1 vissum hérut5um getur gót5ur og efnilegur landnemi fengit5 forkaups- rétt á fjórt5ungi sectiónar met5fram landi sínu. Vert5 $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR—Sex mánaöa ábút5 k hverju hinna næstu þriggja ára eftir at5 hann hefir unnit5 sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, og ,uk þess ræktat5 50 ekrur á hinu selnna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengit5 um l.eitJ og hann tekur heimilisréttarbréfit5, en þó met5 vissum skilyrt5um. Landneml sem eytt hefur heimilis- rétti sínum, getur fengit5 heimilisrétt- arland keypt í vissum hérut5um. VerU $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR— Vert5ur at5 sitja á landiriu 6 mánut5i af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 virtSi. Bera má nit5ur ekrutal, er ræktast skal, sé landit5 óslétt, skógi vaxit5 et5a grýtt. Búþening má hafa á landlnu 1 stat5 ræktunar undir vissum skilyrt5um. W. W. CORY, Deputy Minister of the Interior. Blöt5, sem flytja þessa auglýsinju leyfislaust fá enga borgun fyrlr. Sextíu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. Til þess að verða fullnuma þarf aðeins 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra. Nemendur fá staði að enduðu námi fyrir $15 til $20 á viku. Yér höfum hundruð af stöðum l>ar sem l>ér getiÖ byrjað á eigin reikning. Eftir- spurn eftir rökurum er æfinlega mikil. Til þess að verða góður rak- ari verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. "WÉÍWfrt’WI#1 dyr vestnn við Main St., Winnieg. íslenzkur ráðsmaður hér. Kennara Vantar. Hérmeð auglýsist eftir kennara í frönsku, þýzku og fleiri náms- greinum við Jóns Bjarnasonar skóla í 8 mánaða tíma, sem byrjar með 1. okt. næskomandi. Umsækj- andi, karlmaður eða kvenmaður, verður að liafa lokið stúdents prófl (B.A.). Tilboðum í Jiessa stöðu verður veitt móttaka af undirrit- uðum til 19. þ. m. Umsækjandi til- taki kaup. Skólaráðið áskilur sér rétt til að hafna liverju tilboði sem vera skal, eða öllum. Winnipcg, 5. júlí 1915. M. Paulson, ritari skólaráðsins. 784 Beverly St. KENNARA VANTAR fyrir Asham Point School District No. 1733 fyrir sex mánaða kenslu. Kenslutíminn er frá 1. sept. 1915 til 31. des. 1915, og svo frá 1. marz til 30. apríl 1916. Umsækjandi liltaki mentastg og kaup. Tilboðum veitt móttaka af undirskrifuðum til 31. júlí 1915. W. A. Finney, Sec’y-Treas. Cayer, Man. S. A. H. STONE SARGENT AVE. GROCERIES, FRUITS, ETC. Hin bezta búð í Vestur hluta bæjarins þar sem nýlenduvarningur, aldini og öll matvara er hin bezta. ::::::: Reynið okkur og gefið okkur tækifæri að sanna ykkur það sem vér segjum. : : PHONE GARRY 180 —Heimsækið okkar ný-tízku ísrjóma stofu— TV\T TT\ | v<5r borgum hætSsta verti fyrlr ll /t1 W I 11 J 1% ■ Smjör, Egg og Hænsni. kJí 1 “ —• SkrifiS eftlr upplýslngum Stephansson Fish & Prodnce Co. 247 PrlncewM St. Phone Garry 2050 Wlnnipef* Ideal Plumbing Co. Gjörir allskonar “Plumbing,” “Heating” og við- gerðir; sérstaklega óskað eftir viðskiftum landa 736 Maryland Street Phone Garry 1317 G. K. STEPHENSON J. G. HENRICKS0N

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.