Heimskringla - 22.07.1915, Síða 1

Heimskringla - 22.07.1915, Síða 1
RENNIE’S SEEÐS - HEADQUAR1ERS FOR SEEDS. PLANTS,/4| 1. BULBS AND SHRUBS PHONE MAIN 3514 FOR CATALOOUE Wm. RENNIE Co., Limitcd 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 2S0 DONALD STREBT, WINNIPEG XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 22. JÚLÍ, 1915. Nr. 43 Foringi Konservatíva í Manitoba. SIR JAMES ALBERT MAMNING AIKINS, hinn nýji for- ingi Kanservatíva í Manitoba, er fsed<Jur og uppalinn í Ontario. Hann var með hir.um fyrri frumbyggjum Manitoba. Kom hing- að 1879, þegar land var hér óbygt. Plógur bóndans og landnem- ans var þá ekki farinn að fletta við sléttunum, og smáhópar að eins hér og hvar á stöku stað um íylkið. Mr. Aikins var haefileikamaður hinn mesti, og beitti sér öll- um til starfa sem lögmaður og til að byggja upp hið unga mann- félag Manitoba fylkis, sem hann sá að skjótlega mundi stíga risafetum til framfara og þroska. Margir töldu hann sjá ofsónir og gjöra of mikið úr komandi velseeld og frama fylkisbúa; en raunin hefir sýnt að hann hafði rétt fyrir sér. Mr. Aikins hefir verið talinn einhver bezti lögmaður í öllu Canada, og einn með landsins allra maelskustu mönnum. Og árum saman þótti ekkert fyrirtæki eða framkvæmd í fylkinu til nokkurs nýtt, ef ekki var nafn Mr. Aikins við bundið; og engin samkoma eða fundur haldinn svo að ekki væri þar Mr. Aikins fenginn til að tala. Ræðan rann svo létt og lipur og hnyttileg af vörum hans, fræðimannleg og andaði svo hlýju hugarþeli og hluttöku í kjörum allra manna, og það var unun sönn, að heyra hann segja frá baráttu frumbyggjanna í landi þessu og hlusta á spádóma hans um alt það, er framtíðin bæri í skauti sínu. Hann var alríkismaður og heitur fyrir stefnu Sir John A. Macdonalds, að mynda hér nýtt og mikið þjóðveldi. En Sir John var æfilangur vinur hans og föður hans. Sir James Aikins er maður veglyndur og sí og æ reiðubúinn að leggja fram fé og vinnu til allra þeirra mála, sem til góðs eru stofnuð og snerta velferð þjóðarinnar, og hann er hinn örlátasti við alla þá.sem bágt eiga, og í nauðum eru staddir. Sir James er konservatív í sama skilningi og Sir John A. Macdonald var konservatív. Hann ann heitt Bretum og Breta- veldi; en vill þó mynda sjálfstæðan kanadiskan þjóðaranda. — Hann er tregur til vafasamrar nýbreytni, en þó umbótamaður hinn mesti, og er ant um að umbæturnar séu vandaðar og vel hugsaðar, og þegar hann er sannfærður um nytsemi þeirra, þá vill hann líka fylgja þeim fram til hins ítrasta. Hann hefir æfinlega verið hinn sterkasti bindindismaður; en þó aldrei ofsafenginn eða hlægilegur. Sama er að segja um mentamál. Sjálfur er hann viðurkendur fræðimaður, og vill lyfta þjóðinni svo hátt sem mögulegt er. Mr. James Albert Manning Aikins er fæddur 10. des 1851; mentaður á Upper Canada College; varð B.A. 1875; M.A. 1876. Gjörðist lögmaður í Ontario 1878, og í Manitoba 1879; en í Norðvesturlandinu 1882. Var gjörður Q. C. 1884. Hann hefir verið lögmaður fyrir Imperial Bank of Canada; Bank of Ottawa; Great West Life Insurance Co., Standard Trust Co., og C. P. R. frá 1 88 1 — 1 911. Og sýnir það, hvaða álit menn hafa haft á honum. Hann hefir verið forseti lögmannafélaganna í Canada, í Mani- toba, síðan 1 880, og í stjórnarnefnd lögmannafélags Manitoba. Hann var fulltrúi Cnada á Haag-fundinum 1912. Var einn nefndarmanna 1 hinni konunglegu nefnd jarðyrkjumála og upp- fræðslu 1902. Hann hefir verið ráðgjafi (Councillor) og heið- urs-gjaldkeri Manitoba háskóla síðan 1887. Var einn í há- skólanefndinni 1896; forstjóri (Director) jarðyrkjufélagsins. Einn af stjórnendum Wesley háskólans síðan árið 1890, og for- seti Y.M.C.A. í Winnipeg 1879 og 1882. Mr. Aikins hefir stjórnað öllum þessum störfum með hinum mesta dugnaði og skyldurækni, og gengt umfangsmiklu starfi sem lögmaður. Þingmaður er hann nú fyrir Brandon kjördæm- ið á sambandsþinginu. — Stórt bú á hann í Elkhorn, Man., og er hann þar, þegar hann getur því við komið. Faðir hans H. James Cox Aikins var Secretary of State í stjórn Sir John A. Macdonalds frá 1869—1872, og Lieutenant Governor of Manitoba 1882—1888, og síðan senator þar til hann dó. Kosningar 6. ágúst. Eins og margir höfðu spáð, hafa liberalar skelt á kosningum í ! fylkinu eins fyrirvaralítið og lög leyfa. Og hyggja þeir að ávirð- ingar fyrirrennara sinna gjöri þeim ! sigurinn auðveldan. En mikil lík- indi eru til að þeim skjátlist. Það hefir greinilega sannast fyrir Per- | due nefndinni, sem margir auð- i vitað vissu áður, að alt þeirra i gum um pólitiskan hreinleika hef- I ir verið hræsni og ekkert annað. Konservatívar hafa tekið upp framfarastefnu í hvívetna og þeir sækja ötullega fram í hverju ein- asta kjördæmi undir forustu heið- arlegs og einbeitts leiðtoga og góðra þingmannaefna. Fréttir frá Stríðinu. Stríðið gengur sinn vanagang, og þó að nú hafi ckki víða verið' stór- bardagar, sein nienn kalla á þessuin tímum, þá muni það áður hafa verið kallaðir stórbardagar, sem háðir hafa verið þessa viku. Bardaginn austurfrá. Rússar stöðvuðu eins og um var getið áhlaup Þjóðverja á Suður-Pól- landi, þar sem þeir voru á norður- leið til Warshau á 80--00 mílna svæði austur og vestur, beggja meg- in Vistula; — stöðvuðu þá á hæðu.n- uin við Krasnik og börðu svo á þeim að þeir urðu undan að hörfa. Og hefir það haldist seinustu viku, að Rússum hefir veitt þar betur en þýzkir verið í hættu og mist niarga tugi þúsunda manna. En landið, sem þeir hafa farið yfir er eyðimörk ein, og hafa Þjóðverjar því orðið að senda þangað fleiri menn cg vistir allar og herbúnað. Þetta hefir valdið því, að minna hefir orðið úr áhlaupi Vilhjáhns á Frakka og Eng- lendinga í Flandern. En það var víst tilgangur hinna þýzku, að koma nú að Rússuni á tv vegu, að sunnan og norðan á 100— 150 mílna svæði á báðum hliðum, og sækja nú fram til Warshau og klemma þá þar milli sin; en Rússar eru þessu viðbúnir. — Að sunnan stöðvuðu þeir þýzka við Krasnik og þar á línu austur og vestur; en uð norðan hafa þýzkir litið komist suður fyrir landamæri sín, eða rétt- ara Austur-Prússlands. Rússar hafa staðið ])ar sem hjarg fyrir og hrak- ið þá af sér með mannfalli á ótal stöðum; en einlægt senda þýzkir lram nýja menn þegar hinir falla; og hænum Przasmyz náðu þýzkir núna nýlega, norður af Warsliau en skamt sunnan við landamærin. ,( Kúrlandi hafa þýzkir gjört nýja kviðu. Þeir hafa hrakist þar lrain og aftur nú í tvo mánuði. Var þar mikið af höfðingjasetrum þjóð- verskra manna; en landið heyrði Rússum til; en mennirnir þýzkkynj- uðu þeim ótrúir; og hafa þýzkir viljað ná landinu og stefna áhlaup- inu til borgarinnar Riga, sem er verzlunarborg mikil við botninn á Riga flóanum. Einu sinni fyrir 3 vikum áttu Iiýzkir eftir einar 25—30 mílur til Riga, en þá börðu Rússar þá aftur nærri yfir þvert Kúrland. Nú stendur fylking hinna þýzku yf- ir endilangt Kúrland frá suðri til norðurs, eða frá ströndinni milli Liebau og Windaa og suður að Nie- men, nálægt miðju landi og brenna og bræla þeir hvar sein þeir fara, nema sum þýzku höfðingjaseirin. Stefnuskrá Konservative flokksins. \ ’ FIRLIT yfir samþyktir þær sem viðteknar voru á fundi konservatíva í Winnipeg, 14. og 15. júlí, 1915. 1 þessum sam- þyktum er fólgin stjórnmálastefna sú og grundvallaratriði mála þeirra, sem konserva- tívar í fylki þessu skuldbinda sig til að fylgja og framhalda, ef þeir komast til valda. Að Halda óskertum meginreglum Breta fyrir þingbundinni stjórn. Að telja það hina fyrstu skyldu stjórnar- innar að efla og auka mentamál fylkisins; að tryggja hverju barni í fylki þessu heilbrigða og góða undirbúnings mentun (elementary education) án nokkurs tillits til þjóðflokka eða trúarbragða; að láta góða og fullkomna kenslu í ensku vera aðalatriðið í hverjum skóia. Að hafa góða kennara og gjalda þeim sómasamlega; að styrkja skólanefndirnar til þess að hafa skólana í sem beztu lagi, hvað kenslu og útbúnað snertir; að efla og styðja mentun í jarðyrkju í æðri og lægri skólum, að vmna að því, að efla og styðja háskóla Manitoba-fylkis, svo að áhrif hans geti orðið, sem blessunarríkust fyrir land og lýð. Að efla jarðyrkjuna, sem er aðal undir- staða allrar vellíðanar Manitoba-búa. Efla hana samkvæmt hinum nýjustu og fullkom- nustu uppgötvunum og rannsóknum vís- indanna. Að fella úr gildi Coldwell breytingarnar á skólalögunum. A8 löggilda tafarlaust og koma á um alt fylkið án þess að láta til atkvæða koma vín- bannslög þau frá árinu 1900, sem kend eru við Hugh John MacDonald. Þau lög aftaka vínsölu alla í fylkinu. Að byggja og starfrækja opinber sláturhús. Að afnema ræningja siðu (spoil system) við veitingar verka allra, og skal þeim veitt staða í þjónustu fylkisins og þeim einum haldið, sem til þess eru hæfir og vinna verk sín. Að afnema fjárdrátt allan (Patronage) í sambandi við kaupsamninga og vinnusam- niga, og skal stjórnin því skipa aðalyfirskoð- unarmann (auditor general) að rannsaka reikninga alla, og má aðeins víkja honum frá embætti með tveimur þriðju af atkvæðum allra þingmanna. Að breyta kosningarlögunum (The Con- troverted Election Act) þannig, að það sé gjört að lagaskyldu að veita áheyrn ákærum út af kosningum, og flýta fyrir málum þeim -og gjöra þau svo einföld og óbrotiin, sem unt er. Að skylda menn til að greiða atkvæði. Að geyma og varðveita rétt hins opinbera til allra afurða vatnafls í fylki þessu. Að veita konum atkvæðisrétt með lögum, þegar þær krefjast þess. Að gera að lögum ákvarðanir, er tryggja verkamönnum arð vinnu sinnar og efli hag- sæld þeirra. Að gæta og varðveita meginreglur og undirstöðu sannrar lýðstjórnar með því, að halda fund með öllum konservatívum í fylki þessu á ári hverju, og útiloka þar allar maskínu-brellur (machine rule) og yfirgang. Framhald á 8. bls. Þið íslenzku konur! Hérmeð er skorað á ykkur allar,; islenzkar konur, heimilisfastar i Manitoba, sem komnar eru yfir tuttugu og eins árs aldurs skeið, að skrifa nöfn ykkar undir ofanprent-j aða bænarskrá, nær seih þess verð- ur farið á leit við ykkur. , fslenzkar konur hér i fylki hreyfðu fyrstar þessu máli i Manitoba. Það verður varanlegur minnisvarði forns skörungsskapar islenzkra kvenna, ef við, afkomendur þeirra hér í framandi landi, göngum nú að með dugnaði. íslenzkar konur i Winnipeg, Argyle og Giinli fengust við þetta mál á ineðan það var ó- vinsælt og úthrópað af flestum sem ókvenlegt. — Nú þegar báðir póli- tisku flokkarnir hér eru búnir að taka það uppá dagskrá sína og stór og efld jafnréttisfélög eru mynduð á meðal hérlendra, væri það ólikt norrænum merg að fara i felur. Þar eð ekkert starfandi íslenzkt jafnréttisfélag er til í Winnipeg, liefir “Sigurvon”, jafnréttisfélag Giinli bæjar, er stofnað var fyrir 7 árum siðan, verið sér úti um bænar- skrár fornv hjá Polilical Eqnaliti) Eeague Manitoba fylkis, og ætlar að reyna með hjálp góðvina kvenrétt- indamálsins, að koma bænarskrám I lil hvers einasta kvenmanns yfir 21 árs í tveimur kjördæmunum, Gimli j og St. George. Hvorttveggja eru gamlar íslenzkar bygðir og við höf- j um áður leitað þar undirskrifta j undir samskonar bænarskrár og fengið góðar undirtektir. Á þeim fyrri bænarskrám voru nöfn bæði! karla og kvenna; á þessa skulu rit- ast aðeins nöfn kvenna, og engra undir 21 árs. . , Ástæðan fyrir þessari bænarskrá enn á ný er sú, að i fyrra fyrir fylk- iskosningarnar, skuldbatt frjáls- lyndi flokkurinn sig til þess, að veita konum Manitoba fylkis full- komin pólitisk réttindi, þegar hann kæmist að völdum, ef þær gætu sýnt það svart á hvítu, að eins marg- ar fulltiða konur, sem næmi 15 pró- sent af öllum atkvæðum greiddum við síðustu kosningar, bæðust þeirra. Nú álíta jafnréttisvinir, að tíminn sé kominn. Sá flokkurinn, sem þetta loforð gaf, situr við völdin. Fram fyrir fylkisþingið* þegar það kemur saman i haust, ætlar Political j Equality League að fara með þau skírteini í höndum, sem frjálslyndi flokkurinn bað um, og minna á lof- orðið og skora á flokkinn að standa við orð sín. Fari svo að afturhalds- flokkurinn komist að völdum aftur, við í hönd farandi kosningar, þá hefir hann einnig tekið þetta mál upp á dagskrá hjá sér og mun verða mintur á það. , Bænarskráin er á ensku, — í henni er frjálslyndi flokkurinn mintur á loforð sitt og bent á, að þar eð hann nú sitji að völdum, sé þetta rétti tíminn til að uppfylla það, og þar með er hann beðinn að veita konum Manitoba fylkis pólitisk rétt- indi, með sömu skilyrðum og körl- urn. Bænarskráin tekur einnig fram, að einungis þær konur, sem náð hafa 21 árs aldri og sem heimilis- fastar séu í Manitoba fylki, séu rit- aðar undir hana. , Kæru islenzku konur, takið vel bænarskránni, þegar hún kemur til ykkar, og flýtið fyrir lienni með því að láta nöfn ykkar tafarlaust á hana. Okkur undirritaðar langar til (af þvi við erum af islenzkum foreldr- um, þó við höfum aldrei ísland séð) að þáttur íslcnzkra kvenna verði sem stærstur og mestur i þessu máli. Það á sérlega vel við, þar sem eyj- au okkar afskekta úti í hafsauga liefir þegar þegar gcfið systrum okkar þar þessi réttindi, sem við erum nú liér i þessu frelsisins landi að knékrjúpa fyrir. Skrifið ykkur! Fyrir hönd Gimli jafnréttisfélags- ins “Sigurvon”. Gimli, 17. júlí 1915. , ólafia J. Jónsson. Steina J. Stefánsson. Englands för Sir R. L. Bordens Eins og menn vita fór stjórnarformacSur Canada, Sir Robert L. Borden, til Englands, og voru menn hálfhræddir um, a<S Þýzkir mundu reyna aS sökkva skipi því, sem hann var á, og höfSu flogiS af því dylgjur nokk- urar, en þó varS ekki af því. En þegar hann kom til Englands, var honum tekiS þar tveim höndum og sómi sýndur sem öSrum þjóShöfSingja. HeiSurssamsæti voru hon- um haldin, hvert eftir annaS, og vildu allir heyra hann tala. Þeir sæmdu hann, sem fulltrúa Canada veldis, sem svo drengilega hafSi komiS Englandi til hjálpar. Ein veizlan var honum haldin í House of Commons, og heilsuSu þá þingmenn efri og neSri málstofunnar honum; einnig heils- aSi félag verzlunarmanna (Association of Chambers of Commerce) honum. Þá tók stjórnin sjálf ekki síSur á móti honum, og var honum sýndur sá sómi, sem engum út- lending hefir sýndur veriS, — en þaS var aS sitja á stjórnarráSsfundi Breta veldis (Cabinet Meeting). Segja ensku blöSin, t. d. Daily Cronicle, og mörg önnur, aS þetta hafi ákaflega mikla þýSingu fyrir samband alls Breta veldis á komandi árum. Þetta sé merki þess, aS böndin, sem tengi nýlendurnar viS Eng- land, muni verSa ennþá sterkari og frjáls- legri á komandi tímum, en veriS hefir. ÞaS hafa aS vísu veriS fundir haldnir á Bretlandi, þar sem stjórnarforsetar nýlend- anna hafa komiS saman, og var þá forsætis- ráSherra Breta á fundi þeim, sem forseti hans. Þetta var kallaS “Imperial Confer- ence", og var þar rætt um nýlendumál. En nú kemur æSsti ráSgjafi Canada á fund meS ráSgjöfum Breta og ræSir þar mál þeirra og alríkisins, sem væri hann einn af þeirra hóp. Þetta bendir á, aS öllum ný- lendunum og Bretlandi gamla verSi gjört jafnt undir höfSi, sem væru þaS alt sam- bandsríki meS jöfnum rétti allra, er í hlut eiga. Þá verSa öll þessi sambandsríki aS ráSa ráSum sínum sameiginlega. Dæturnar eru vaxnar og hafa jafnan rétt viS móSur- ina. — Hvenær sem stríSi þessu hinu mikla lýk- I ur, munu menn sjá þaS, hvaS þetta hefir aS þýSa, þegar fulltrúar Canada, Ástralíu, Af- ríku og Indlands sitja á friSarfundi meS Bretum, aS ráSa um komandi hag Evrópu og alls heimsins. Nú kemur þaS sjálfboSiS frá Englands hendi, sem engum hefir áSur til hugar komiS, aS svo skjótt mundi verSa. Enda sjá Bretar þaS aS þroski Canada fer óSum vaxandi og aS tími sá er fyrirsjáan- legur, aS Canada verSur jafn voldugt ríki og England er nú. ÞaS hefir land miklu meira og landskosti eins góSa eSa betri, og er á svo fljúgandi ferS til framfara og full- komins þroska, aS heimuTÍnn hefir aldrei séS annaS eins, nema hjá Bandaríkjunum hér fyrir sunnan. Þegar því ’ stríS þetta er til lykta leitt á heppilegan hátt, megum vér treysta því, aS Bretar verji öllum kröftum sínum til aS efla velferS manna hér, því aS þeir sjá þaS, aS meS því efla þeir sína eigin velferS. Sir Robert Borden fór og heimsótti þá Canada menn, sem í sárum lágu í Lundún- um, og ætlaSi svo meS föruneyti sínu aS fara yfir til Frakklands og Flandern á víg- vellina, aS heilsa Canada liSinu þar.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.