Heimskringla - 22.07.1915, Síða 2

Heimskringla - 22.07.1915, Síða 2
BLi> 2. H E I M S K R I N G L A WINNIPEG, 22. JÚLÍ 1915. UPP MEÐ BONDANN.1*' Um gripasölu. Eftir H. F. Daníelsson. Velsæld í búskaparlegu tilliti er ekki einungis komin undir því, að bóndinn framleiði góða og vandaða vöru. Það er ekki síður áríðandi, að selja vöruna með fullu markaðs- verði, og hafa þannig full not fram- leiðslunnar. , , Til þess að framleiða góða og vandaða vöru útheimtist umhyggju- semi og haldgóð þekking. En þegar til þess kemur að selja vöruna, þarf bóndinn að hafa kaupmanns hæfi- leika. Hann þarf ennfremur að nota sér þá hæfileika á þann hátt, að koma vörunni sem beinasta leið til þess, sem hennar þarf með. Það er mesta fásinna að láta vöruna fara margra i milli, þegar auðvelt er að koma í veg fyrir það. Á umliðnum tíma hefir korn ver- ið aðal markaðsvara bænda. Lengi fram eftir gekk stirt með sölu þess, en bændur bættu smámsaman mark- aðinn, unz þeir komu á fót korn- hlöðusambandinu og sendu kornið sitt á góðan markað með litlum til- kostnaði. , Síðan búskapur breyttist og menn fóru að hafa margbreyttari fram- leiðslu, hafa menn átt örðugt með að fá fullan arð framleiðslu sinnar. Eitt, sem bóndinn þarf að ráða bót á í nálægri framtíð, er i sam- bandi við sölu kvikfénaðarins. Það er alltítt í Bandarkjunum, að bændur mynda félagsskap sín á meðal, sem starfar að því að senda kvikfénað á góðan markað. Bænd- ur i Saskatchewan hafa tekið upp á hinu sama, og heppnast þessi fyrir- tæki mæta vel allstaðar. Þannig lagaður félagsskapur er mjög einfaldur; fáeinir bændur slá saman og senda járnbrautarvagn- hliiss af nautgripum, kindum eða svinum á markað, þar sem sam- kepni á sér stað í kaupum á kvik- fénaði. Bændur fá þannig arðinn, sem undir gamla fyrirkomulaginu hcfir farið til gripakaupmanna. Gripakaupmenn eyða miklu í ferðakostnað og hafa hátt kaup fyr- ir vinnu sína. Svona löguð samtök meðal bænda leiða margt gott af sér, svo sem: (1.). Þau færa framleiðanda og neytanda einu skrefi nær hverjum öðrum. (2.). Gripir hvers bónda eru seldir sér eftir þyngd, og i þeim flokki sem þeir tilheyra; þannig fær hver bóndi sinn rétta skerf. — (3.). Sá, sem hefir fáa gripi til sölu, fær jafn hátt verð fyrir hvern grip, og sá sem fleiri hefir; þegar selt er til gripakaupmanns, er þetta öfugt. (4.). Þetta kemur af stað samkepni meðal bænda í því að framleiða beztu tegund gripa, sem seljast fyr- ir fylsta verð. — (5.). Ef nokkuð mörg félög myndast meðfram vissri járnbraut, leiðir það til þess, að bændur geta fengið sérstaka járn- brautarlest til að koma gripunum á markað sama dag; flutningurinn tekur stvttri tíma og gripirnir verða minna slæptir eftir flutninginn. -— (’6.). Þetta myndi efla menning bænda, að því leyti að það kæmi þeim á rekspöl með að vinna í sam- félagi og hafa vakandi auga á starf- seminni bæði í þessu sem öðru. Það er undur auðvelt fyrir bænd- ur í kringum Winnipeg, að senda gripi sína á markað, sökum þess að Winnipeg er bezti staður til að selja. Þar er einnig lang fullkomn- asti útbúnaður til að taka á móti og geyma gripi. Þar eru nú tvær stór- eflis griparéttir. 1 hinum betri (Union Stock Yards) eru réttir með þaki yfir, sem rúma 250 vagnhlöss af gripum, og þar að auki þaklausar réttir, sem rúma meira. Þessar rétt- ir eru í sambandi við allar járn- brautir í fylkiiiu. öllum skepnum í þessum réttum er gefið fóður og vatn áður en- þær eru seldar. Kostnaður er sem fylg- ir: Fyrir nautgrip hvern 15 cents, kálfa lOc; hross 25c; Lind 5c, og svín 5c. Þetta innibindur kostnað við að taka skepnurnar af vögnuin, og sömuleiðis að vigta þær og hirða. Aukagjald verður að borga fyrir fóðurbæti., 1 C.P.R. réttunum er dálítið frá- breyttur gjaldmáti. Hjá þessum griparéttum eru i alt tíu félög, sem hafa eingöngu þann starfa með höndum, að selja gripi f.vrir bændur og gripakaupmenn. — Borgun til þessara manna er ákveð- in fyrir allar tegundir búpenings, og er hún hófleg; til dæmis; $10.00 fyrir að selja vagnhlass af nautgrip- um; en $6.00, ef gripakaupmenn eiga í hlut, sem eru meðlimir kaup- mannafélagsins. Ef menn mynda félag til að selja gripi, væri gott að leggja vist pró- sent af hverjum dollar í ábyrgðar- sjóð, til að mæta óhöppum, svo sem meiðslum á skepnum. , Bændur ættu að athuga nákvæm- lega hvenær bezt er að selja gripi, og fara með þá á fyrri helming vik- unnar. , Þeir menn eiga þakkir skyldar, sem byrja á svona löguðu fyrirtæki í sínu bygðarlagi, eða einhverju öðru jafn þarflegu. Þeir opna nýjar leiðir til framkvæmda og hagsælda í héraði sínu. Nýlega réðist G. J. Guttormsson ásamt þýzkum manni út á þessar nýju slóðir. Fóru þeir með vagn- hlass af gripum til Winnipeg, og fengu miklu hærra verð, en gripa- kaupmenn buðu þeim heima. Þeir voru fyrstir manna til að gjöra þessa tilraun þar í héraði, og hafi þeir þökk fyrir. En hinir mega hafa óþökk að sama skapi, sem reyndu að draga úr þessari tilraun, og héldu því fram, að þar væru ófærur, sem var greiðfær vegur. Fúlmenska Þjnðverja. Fréttaritari einn, John Clayton að nafni, kom til I.undúna frá vígvöll- unum í Flandern # fyrir nokkru; var annar handleggur hans stífur orðinn af sári. Hann er fæddur á Englandi, en fór til Bandaríkja og gjörðist borgari þar og var frétta- ritari blaða. En þegar striðið kom, íór hann heim til Bretlands og gjörð ist brezkur þegn og fór með Rauða- krossinum yfir sundið. Hann kost- aði sig að öllu leyti og gaf autó sitt að auki. , “Þegar striðið er búið”, segir hann, “þá fer eg aftur til Ameríku, og tek aftur borgararétt minn. Menn eru frjálsir þar. En stríðið á langt til loka enn. Það er ekki farið að bóla á endir þess. “Eg var með Rauðakross mönn- um á bak við fylkingarnar á hæð- inni No. 60 (þar sem harðast var barist). Og eg hefi verið á vigvöll- unum síðan i nóvember og séð þar hinar voðalegustu sjónir, sem geta borið fyrir augu nokkurs manns.— “Þýzka gasið” tekur þó út yfir alt Það afskræmir mennina; dregur munninn alveg út undir eyru. Og stundum ganga kjálkarnir úr liði. Menn verða máttlausir og deyja í hinum hryllilegustu kvölum. Augun verða blóðhlaupin og svört; augna- iokin og brýrnar verða svartar, og scmuleiðis kinnarnar og ennið. Og sjonin fer, — mennirnir verða al- ndir; og alt andlitið grefur i sundur. Það eru þúsund á móti ein- um, að noaaur maður nái heiisu, er lyrir því verður. Á hverjum degi Koma menn á spítalann, sem eru a berjast við að ná andanum. Enginn siðaður maður getur trúað þessu, cða haft hugmynd um það eins og það er. “Sást þú sjálfur nokkuð af þess- um grimdarverkum Vilhjálms blóðs uxu þessi tré eins mikið og gömlu Plörrtu ki/nbætur. — Framleiðsla nýrra tegunda í jurtarikinu. Ný tré. Þúsundir manna heimsækja Bur- bank á ári hverju, þar á meðal margir vísindamenn. Fjöldi fólks sækir um að fá vinnu við gróðrar- stöð hans, minsta kosti tima og tíma, þar á meðal ungir nrenn, er lokið hafa náini á háskólum. Ame- ríkumenn skammast sín ekkert fyrir það, þó háskóiagengnir menn séu að leita sér fræðslu hjá sérfræðing- um, þó þeir séu ekki “innstimplað- ir” með háskólaprófi, eins og lítils- háttar hefir orðið vart hér á landi. En Burbank er vandur í vali manna eins og með plönturnar sínar. Þeir mega ekki brúka tóbak eða neyta neins áfengisvökva. Þeir verða ekki nðeins að kunna verkið, heldur líka að bcra innilega og næma hluttekn- ingu fyrir sjálfu verkinu. Þar er því ekki öllum inngöngu auðið. Fiinu sinni heiinsótti Burbank á- hugamikill trjáræktarmaður, sem vakti máls á því, hvort ekki mynd hægt að koma við kynbótum á trjám með úrvali og vixlfrjógvun (Cross fertilization). — Hann spurði Bur- bank, hvort hann mundi geta kom- ið við samskonar kynbótum á trjám, eins og á öðrum tegundum í jurta ríkinu. En þá kom til greina, hvort þessar tilraunir þyrftu að ná yfir marga liði, því jafn seinþroska og (ré eru að eðli sínu, mundi sá mað ur, sem byrjaði á tilraununum, fyr- ir löngu dauður, áður en verulegur árangur yrði sjáanlegur. En Bur- bank gat svarað spurningunni. — Hann þurfti ekki annað en benda gcsti sínum á trjáröð fyrir framan húsið hans, Santa Rosa. Svo heitir bústaður Burbanks. Tré þessi eru há, tignarleg og fögur ásýndum og breiða vítt út limríkar greinar. Tré þessi sanna, að tilganginum hefir verið náð; þau eru árangur af kyn- bótum og úrvali. Fljót hafa þau ver- ið að vaxa, aðeins 14 ár, og eru því frá hagfræðissjónariniði þýðingar mikil. Burbank hafði fyrir löngu síðan tekið eftir því, að möguleikar voru til staðar, að gjöra umbætur á vissri tegund valhnotutrjáa. Ilann tók fyrst til reynslu enska valhnot og algenga Californiu brúnvalhnot, kom þeim í kynblöndunarsambnd; fékk svo út af þeim fræ, valdi evo úr því það allra bezta og hélt svo á- fram koll af kolli, þangað til hann liafði fengið það kynblendingsfræ, sem nálgaðist mest hugsjón hans og hann þorði að treysta. Sex tré hafði hann gróðursett í harða jörð fyrir framan húsið sitt, og voru þau ekki talin njóta neinn- ar sérstakrar aðhjúkrunar, — voru algjörlega látin eiga sig sjálf; 14 ár liðu og árið 1915 voru trén orðin nálægt 80 fet á hæð og greinaum- mál þeirra nálægt.75 fet, en bolur- inn 3 fet að ummáli, 12—15 fet upp frá jörðu og neðstu greinarnar lítið eitt grennri. Viðurinn í trjlfe- um er með fíngjörðum æðum, mjög harður og þéttur i sér, gljáandi og tekur ágætlega póleringu. Viður- inn þykir mjög hentugur í innan- húsmuni og hvers konar skrautgripi úr tré. Hinumegin við gangstiginn hjá húsi Burbanks stendur önnur val- hnotutrjáröð, sem sett var niður fyrir 31 ári. Þau höfðu fengið rúm- lega helmingi lengri tíma til að vaxa en trén hinumegin við stiginn. Þau voru 20 fet á hæð og bolur þeirra 6—8 þumlungar að þvermáli. Þessi tré heyra til gamla tímanum, en trén hinumegin við stíginn heyra til framförum nútímans. Á 14 árum og sú fyrri, en miklu fljótari en vanaleg brúnvalhnot. — Eg tel víst, að þessi Royal-tegund mundi þríf- ast vel hér á íslandi, svo framarlega sem nokkrar útlendar trjátcgundir geta þrifist hér að nokkrum mun eða til langframa. Hún vex vel í Nýja Englandi, sem eru fylki á norðurströnd Bandaríkjanna, fyrir sunnan Lárentsflóann. Út af Ný- fundnalandi, sein er næst fyrir norð- an flóann, mætast tveir straumar, Golfstraumurinn að sunnan, en La- ■jrador eða úthafsstraumurinn að norðan. Kastast þá kaldi straumur- inn upp að ströndum Nova Scotia og suður að ströndum Nýja Eng- í.nds ríkjanna og veldur miklum culda og óblíðu vormánuðina og fram eftir sumri. Að því leyti er ekki ósvipað loftslag þar og hér í landi. Sú uppástunga hefir komið frá Ameríkumönnum að byggja tröllagarð austur af Nýfundnalandi, 300 mílur, eftir brún sem liggur þar austur. l’pp á þessari brún er ekki nema 30 til 50 faðma dýpi, en íeikna dýpi fyrir norðan brúnina. Ef þessi hugmynd kæmist i fram- kvæmd, inundi það breyta og bæta loftslagið á norðausturströndum Ameriku og víðar, t. d. á íslendi og Grænlandi. Burbank hefir framleitt mesta fjölda af nýjum berjum og ávöxtum, sem skara langt fram úr hinuin upp- runalegu tegundum, bæði að stærð og næringargildi. Hann hefir gróð- ursett tomata-kvist á kartöflurót, og lekið svo aftur kvist af þessum kyn- blending og gróðursett á tomata- rót og fengið út af þessu nýjan og injög einkennilegan ávöxt. Einnig hefir hann komið fram með mikinn fjölda af skrautjurtum með nýjum litum og angandi ilmi, sem mikil eftirsókn er eftir i blómagarða. Og þessar ilmjurtir hafa líka sina þýð- ingu sem verzlunarvara. Af þeim er búin til ilmkvoða (extract); en fyrir hver 30 gr. af þessari ilm- kvoðu fæst á enskum markaði 18 til 36 kr. Iiinkennilegur marg- breytileiki hefir komið fram á sum- um afbrigðuin Burbanks, eins og valmún kynblendingunum. Þúsund- ir planta eru hver annari ólíkar; blöðin á öllum sitt með hverri gjörð og hið sama má segja um blómberja kynblendinginn. Áður en Burbank fór suður til Californiu, var hann búinn að fram- leiða nýja kartöflutegund, sem reynst hefir ágætlega og gjörði upp- skeru Bandaríkjamanna 60 millíón- um króna meirá virði en hún áður var. Síðan hefir hann gjört margar tilraunir með kartöflur. Hann hefir safnað að sér kartöflum frá ýmsum löndum, bæði ræktuðum og órækt- uðum. # Sumar af þeim eru býsna einkennilegar; snák-kartöflur frá Suður-Ameríku, 3 þumlungar á lengd og hálfur þumlungur á þykt; Arizona kartöflur, sem enginn myndi trúa að væru kartöflur; sum- ar að stærð og útliti sem rúsínur: svartar; rauðar; brúnar og ljósar. Kynblendingurinn, er hann hefir fengið út af öllu þessu safni, er sagt að þrifist í hvaða jarðvegi sem er; hafi gott mótstöðuafl móti sjúk- dómum; þoli vel storma og vel hæf- ur að laga sig eftir umhverfinu. Þessar kartöflur eru sagðar frá- brugðnar öðrum kartöflum á bragð, Ijúffengari og hafi í sér mikið syk- urefni. Einnig hefir hann fram- leitt eina kartöflutegund, sem hefir 25 af hundraði meira af línsterkju en vanalegar kartöflur. En línsterkja er ágæt verzlunarvara á heimsmark- aðinum. Mikil eftirspurn er eftir þessum afbrigðistegundum Burbanks. Ár- lega fær hann 40 þúsundir bréfa, sem hann þarf að svara. Hann er önnum kafinn frá morgni til kvelds og hefir afmarkaðan tíma fyrir hvert starf. Á kveldin gefur hann DREKTU BLUE felBBON Þaö er einhver heilsusamasti drykkur Vinsælasta te í öllu Vestur-Canada. R E Y N I) U Þ A Ð . Sendið auglýsingu þessa með 25 centum til Blue Ribbon Limited, Winnipeg, og yður verður send matreiðslubók. Er það bezta matreiðslu-bókin í Vestur-Canada. Skrifið nafn og utan- áskrift skýrt og greinilega. og sveina hans?” var hann þá að- i tnm á 30 árum. Þessi nýju tré nefn-1 siS,vif. bókmehtum og hlustar a - - ' hljomlist. Margar nyjar trjategundir hefir Burbank fram leitt, og sum spurðui;. ir Burbank Paradox, en þessi Para- . , . . *.,dox er sérstaklega vel fallinn fvrir I . Sa «gtT>.g Þel»raK°g yrðl Californíuloftslag, þar sem vetrar angt upp að telja , mælU hann.--Lru mildir. _ „ann vildi því .. g.SiÞrJtr_,1ilTT'f..ltUTr.°g koma sér upp annari trjátegund, sem væri eins viðagóð og eins fljót að vaxa, sem væri svo harðgjör, að THE CANADA STANDARD LOAN CO, ATJal Skrlfstofa, Wlnnlpear $100 SKULDABRÉF SELD THþæginda þeim sem hafa smá upp- hæBir til þess aU kaupa, sér 1 hagr. Upplýslngrar og vaxtahlutfali fæst 4 skrifstofunni. J. C. Kyle, 428 Maln Street, rASan laVur Wlnnlpes. voru allar handhöggnar um úlnlið á báðum höndum. Þjóðverjar eru vit- lausir af heiftinni. Aldrei hefir nokkur grimdarseggur hinna rauðu Indíána komist nærri þeim, hvað fúlmensku snertir. — Eg hefi séð Ijósmvnd af canadiskum undirfor-i . , . . , , . . , , , , . og framleiddi a þeim ingja, þar sem hann var krossfestur . f n , 1 , ... , „. , , _ blending, sem hann nefndi Roual. með byssustingjum, og eg hefi talað L-. , . ,. . , ■ , .. * , Og hefir þessi tegund einnig reynst við menn, sem sau þrja aðra kross-j..„, Jafnvel börnin ungu, 5 og 6 ára, krossfestu þeir. —! er aðeins prýði og feg- Þetta er alvani hjá þeim og vissulega Jir'^ að, Þessurni-J1ýiu Þ'jóm; Þau ci það djöfullegt. þola hvaða loftslag sem er, eins Norðurlanda brúnvalhnot. Hann tók því innlenda Californíu brúnval- hnot og Nýja Englands brúnvalhnot nýjan kyn- “Capteinn R. A. S. Allen, frændi Howe lávarðar frá Waterford, dó í faðmi mínum á spítalanum. Hann hafði verið í Búastriðinu. Deyjandi sagði hann við mig: "Eg var myrt- ur. Segðu Canadamönnum frá þvi. Eg var teknn fangi, særður á báð- um handleggjum. En hinir þýzku skutu mig i kviðinn svona særðan. Af þessu skoti býð eg bana”. Þræja- slríðið mikla í Bandarikjunum var barnaleikur einn á móti þessu. “Þegar þjóðirnar mála upp djöf- ulinn á komandi tímum, verður það myndin af Þjóðverja með uppsnúnu varaskeggi, sem á Vilhjálmi blóð." hafa líka afarmikla hagsmuna þýð- ingu. Það er gjört ráð fyrir því, að 12 ára gömul tré gefi af sér 300 fet af timbri; en 1000 fet af timbri kosta frá 200—700 dollara eftir gæðum. Ef að bóndi ræktaði brún- valhnot á 169 ekra landi, þá fengi hann í upskeru eftir 12 ár alt að 460,000 dollara, eða rúmlega hálfa aðra milliíón króna, fyrir utan allan utanafgang. Auk þess hafa þessir nýju kynblendingar borið miklu betri og verðmeiri hnetur, en hin uphaflegu móðurtré. Siðarnefnda tegundin, Royal, hef- ir reynst vel í óblíðu loftslagi; en það hefir komið fram seinna, að hún er ekki eins fjót að vaxa, eins þeirra þrífast hvar sem er í heim- inum eða þar sem nokkur tré geta á annað borð vaxið. Snemma á vorin, áður en lauf- knappar taka út að springa, eru og greinar skornar af ungum trjám 3 til 5 ára gömlum, og hver grein er skorin í smábúta, 2 þumlunga langa með 2 til 3 blómhnúta á hverjum bút. Svo eru þessir smákvistir send- ir í þúsundatali víðsvegar út eftir pöntunum. Svo þegar trén eru aft- ur orðin kvisti vaxin er sama að- ferðin endurtekin. Á þennan hátt má framleiða þúsundir trjáa af einu tré. , Út af einu plómutré, sem Burbank var lengi að gjiira tilraunir með, þar til hann var orðinn ánægður með það, eru nú komin millíónir trjáa. Þetta plómutré er líka orðið mjög frægt. Eg get ímyndað mér og hefi enda orðið þess var, að sumir þeir, er lítið hafa heyrt Burbanks getið, á- líta það öfgakent, sem um hann er sagt. Þess vegna hefi eg verið mér úti um áreiðanlegar sagnir merkra manna. Eg skal aðeins taka hér upp ummæli eins manns, er all- margir íslendingar þekkja. Það er hollenzki grasafræðingurinn Hugi De Vries. Hann er talinn helzti grasafræðingur Evrópu og hefir sjálfur fengist mikið við kynbætur á jurtum. Eftir að De Vries hefir heimsótt Burbank og kynst verkum hans, fer hann um hann svofeldum orðum: “Fingan mann i allri Ev- rópu er hægt að taka til saman- burðar við Burbank. Eigi mun Jiess langt að bíða, að hann verði eins vel Jiektur og viðurkendur i Cali- forníu eins og hann er nú á meðal vísindamanna í Evrópu. Hann er ó- viðjafnanlega mikill hugvitsmaður (genius)”. Og ennfremur segir De Vries á öðrum stað: Sérkennileiki Bur- banks er ekki aðallega fólginn í kyn- ferðilegu va.li tegundanna, heldur og í aðferðinni, er hann notar við J>ær. Og jafnframt Jjví, er hann hef- ir náð hinni fullkomnustu aðferð, er árangurinn svo afarmikill, að l>að hlýtur að vekja aðdáun alls heiins- ins. Plómurnar og sveskjurnar hans liafa sýnt svo mikla frjósemiseigin- leika, að þrátt fyrir mikinn til- kostnað við undirbúning og gróður- setningu, hafa þær getað kept vi' Evrópu tegundir með bezta árangri og gefið ágætis árstekjur á stórum svæðum, sein áður voru álitin lítt hæf til ræktunar. Svona breytileg framleiðsla hlýtur að hafa mikil á- lirif á vöxt og framgang jarðyrkj- unnar og garðræktar. Svona fyrir- tæki gefur þúsundum manna at- vinnu og tækifæri að fljótfengnum gróða”. Auðheyrt er ,hvað mikið De Vries hefir fundist til um Burbank á eft- irfylgjandi: , “Blóm og ávextir Californíu eru ekki eins undraverð og blóm þau og ávextir, er Burþank hefir búið til; þau eru óviðjafnanleg. Það sem kom mér til að fara til Aineríku, var að sjá það sem hann hafði gjört. Honum hefir tekist að koma kyn- bótum í jurtaríkinu að ákveðnu takmarki. Slíkur dugnaður, að ná föstum tökum á jurtalífinu og slík þekking á eiginleikum náttúrunnar, virðist að eins gefin þeim, er öðlasl hafa vísdómsgáfu æðri köllunar. Hann stendur einn í sinni röð í þekkingu á náttúrunni og eðlisfræð- | islegri meðferð og i því að túlkr, möguleika hennar og krafta. Ilann hefir nú þegar leitt til fullnusti. ineira verk á þessu sviði en nokkur annar maður, sem uppi hefir verið. Og þegar öll kurl koma til grafar, þegar öll afreksverk-hans verða lýð- um ljós, mun ekki of sagt, að hann hefir unnið heiminum meirá gagn, en allir aðrir til samans, er við jurtakynbætur hafa fengist. Hann hefir gjört meira í því að framleiða nýjar nytjategtmdir, heldur en náttúran sjálf gæti gjört, án hjálpar, á þúsund árum”. Margt fleira hefir De Vries lof- samlegt um hann sagt. Eitt af hinum merkustu og þýð ingarmestu afreksverkum Burbanks i er þyrnalaus kaktus. Þessi jurt hef- J ir víða vaxið í suðurlöndum og eru til margar tegundir af henni, en flestar með þyrna; hefir jurt þessi því oft orðið mönnum og skepnumj að tjóni. Kaktusinn er notaður tilj skepnufóðurs, þegar búið er að' brenna af honum þyrnana. Burbank J sá snemma, að kaktusinn hafði! mikla möguleika til að taka umbót- um. Nú er hann búinn að vera 10 ár að fást við kaktusinn og er hann nú auglýstur til sölu hjá Burbanks- félaginu. Fyrsta sérstaka ritið um kaktus fékk eg núna nýverið. Þyrna- laus kaktus tekur svo langt fram hinni upprunalegu tegund, að þar á er engin samjöfnuður. Af spildu, sem áður fengust 10 ton, fást nú 100 tonn. Þessi þyrnalausa tegund Bur- banks er mjög lífseig og nægjusöm, að því er jarðveg snertir; getur vaxið á eyðimörkum, söndum og klettagljúfrum; en frost þolir kakt- usinn ekki nema 8 til 10 stig og inikið votlendi á illa við hann. En hann sérstaklega vel fallinn til að rækta með honum þurrar eyði- inerkur, því að sagt er að honum dugi að fá vökvun tvisvar á sumri. Vitanlega gefur hann því betri eftir- tekju, því betri jarðveg sem hann vex í. Það er sagt, að ef aðeins all- ar eyðimerkur og óræktað land á hnettinum væri ræktað upp með kaktus, þá yrði það nóg til að fæða alt, sem á hnettinum lifir, bæði menn og skepnur, þó að talan tvö- faldaðist. Ein ekra alfalfa, sem er bezta fóðurjurt Ameríkumanna, fóðr ar eina kú; en ein ekra af fóður- kaktus fóðrar fjórar kýr. Á þremur árum nær kaktusinn 5 til 600 punda þyngd; fjögra ára gömul planta hefir náð 7 fetum á hæð. En kakt- usinn er enn í háu verði. Ein planta af fóður-kaktus kostar 60 .•ents, hundrað plöntur 40 dollara; en ein planta af ávaxta-kaktus kost ar 2 dollara; en 100 plöntur 100 Jollara. Ávaxta kaktusinn er allur nytsamur frá toppi til táar; blöðin bezta skepnufóður og ávextirnir bezta manneldi, sykurríkir, hollir og nærandi. Kaktusinn ber fjölda af þykkum blöðum. Á einu blaði hafa vaxið yfir 30 ávextir. Margar af hinum nýju ávaxta- plöntum og trjám Burbanks eru undra frjósamar. Margar þeirra gefa af sér 50 til 200 pund af ávöxtum á einu uppskerutímabili. Sumar teg- undirnar bera ávöxt einu sinni á sumri; aðrar tvisvar, t. d. seint í júní og bólar þá fyrir öðrum nýj- um á öðrum stað, sem fullþroska eru að haustinu. „ Burbank er gott dæmi þess, hvað mikið má gjöra, þegar einhuga viti og vilja er með alúð og áhuga beitt að ákveðnu marki. Hann hefir sýnt það, hvað náttúran er eftirgefanleg og tilleiðanleg inn á nýjar breyti- legar brautir. Hann hefir sýnt mönnum það, hvað náttúran getur verið örlát við þá, sem af alúð leit- ast við að grafa eftir hennar huldu fjársjóðum. Hann hefir bent mönn- um inn á nýjar brautir í jurtaríkinu og um leið vakið menn til umhugs- unar um það, hvort eklci mætti gjöra eitthvað svipað í dýrgríkinu, hvort þar mætti ekki leiða fram nýjar tegundir, sein tækju hinum eldri fram. , Það er ekkert smáræði, sem Bur- bank hefir auðgað heiminn með hinu árangursríka lífsstarfi sínu. Mun það þó koma betur í ljós, er tímar líða. F'áir munu hafa staðið eins augliti til auglitis frammi fyrir í áttúrunni og lært eins vel að þýða hið dulda þagnarmál af vörum liennar. Markmið náttúrunnar eða alls lífsins, frá hinni örsmáu lífögn upp til hinnar fullkomnustu lifandi veru, er það, að komast áfram og upp á við; hefjast upp í æðra veldi og ná meiri þroska. Þetta er frum- atriði lífsins. Ef nú hægt er að sam- eina tvær lífmyndanir í eitt, t. d. tvær sellur, þá koma þær fram með aukinn þrótt í nýja stefnu, ef um- hverfið er þeim hagstætt, sem ein- staklings sellunni er ómögulegt. Takist þvi að sameina tvo einstakl- ingskrafta, þá næst þetta fullkomn- unar markmið náttúrunnar miklu fljótara. Það er eins og náttúran bíði alt af eftir því, að einhverjir komi, sem kunni að túlka hina til- leiðanlegu og margbreyttu krafta hennar. , Þjórsártúni, 5. maí 1915. ólafur fsleifsson. (ísafold). Vinnuboð. Á eg að skilja þetta svo að þú lif- ir algjörlega á jurtum, herra Snjólf- ur minn? , Já, frú mín góð, það gjöri eg i sannleika. Þú ert þá reglulegur gras—as —. Ó, sei, sei; nei, — bara grasbítur. Viltu þá gjöra svo vel að naga gras- ið af framgerðinu (the lawn) ? — Grasklippurnar eru brotnar, en gerðið þarf hárskurðar við.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.