Heimskringla - 22.07.1915, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.07.1915, Blaðsíða 4
RLS. 4 HEIMSKHINGLA WINNIPEG, 22. JúLf 1915. HEIMSK'HTNGLA (StofnnV 1SK0) Kemur út á hverjum fimtudegi. Útgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VerC blaBsins í Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um áriS (fyrirfram borgaS). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgaS). Allar borganir sendist ráSsmanni blaS- sins. Póst eía banka ávisanir stýlist tll The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri. H. B. SKAPTASON, RáSsmaSur. Skrifstofa: 720 SHERBROOKE STREET. Box 3171 Talsími Garry 4110 WINNIPEG Flokksþing Konservatíva Aldrei hafa Konservatívar í fylki þessu haldiS annan eins fund og þeir héldu nú dagana hinn 14. og 1 5. júlí í Winnipeg. — Aldrei hafir nokkur flokkur haldiS jafn mik- inn og jafn þýSingarmikinn fund hér síSan fylki þetta bygSist. Aldrei hefir nokkur fundur veriS sóttur hér meS jafn eindregnum áhuga úr fjarlæg- um sem nálægum sveitum. Nær 1 7 hundr- uS kosinna fulltrúa fylkisbúa mættu þar, eSa 1693 fulltrúar. Menn komu ekki á fund þenna til aS hlusta og hlýSa skipunum og boSum ann- ara, heldur til þess aS framkvæma og koma í verk því, sem þeim þótti nauSsynlegt. — ‘Maskínan’ var ekki til staSar á fundinum. ÞaS var fólkiS eSa hinir kosnu fulltrúar þess, sem komu sér saman um, hvaS gjöra skyldi; og þaS voru ekki smáatriSi, heldur hin stór- vægilegustu mál, stjórnmálastefna, sem lifa á um komandi tíma, þegar börn vor og barnabörn eru á legg komin, — stjórnmála- stefna, sem á aS vera þeim til blessunar eins og okkur. Og þaS má fullyrSa þaS, aS aldrei hefir meiri framfarastefna veriS tekin hér í Mani- toba, jafnvel í öllu Canadaveldi. Stefnan er svo ‘‘radical”, hún grípur svo djúpt í mörgum málum, aS menn hefSu varla trú- aS því fyrir skömmum tíma, aS slíkt myndi ske um vora daga, — ekki fyrri en viS vær- um komin undir græna torfu fyrir löngu. Þetta sýnir aS menn hafa veriS hrifnir, og aS áhuginn hefir veriS logandi heitur og bjart- ur í huga þeirra. Þeir kasta fyrst af öllu burtu öllu rusli og óhreinindum. Þeir vilja hafa alt svo hreint, sem framast má verSa. Þeir kjósa nýjan foringja fyrir flokkinn, Sir James A. M. Aik- ins; — mann hreinan og beinan; einhvern frægasta lögmann í öllu Canada veldi; vís- indamann viSurkendan, og dreng svo góS- an, aS enginn getur á honum dökkvan dep- il fundiS; stórvitran mann og fyrirtaks lipr- an, en staSfastan sem bjargiS. En svo báru menn mikiS traust til hans aS þegar hann tók j á móti kosningu fundarmanna til foringja- stöSunnar, var sem birti yfir hverju andliti og bros lék á vörum manna, og allir urSu menn léttari og hvatlegri, þegar hann var fenginn. 1 fám orSum skal nú gjörS grein hinna hinna helztu atriSa, sem fundurinn lagSi til grundvallar í opinberum málum, og skuld- batt sig til aS fylgja fram og gjöra aS lögum í Manitoba fylki: Þess skal geta, aS mál þessi öll — ekk- ert þeirra — komu ekki ofan aS frá neinni pólitiskri ‘maskínu’. Valdir menn voru til þess kvaddir af fundinum, aS íhuga mál þessi, hver þau skyldu vera og hvernig sam- þyktir þessar skyldu orSaSar, — hvaS tek- iS skyldi og hverju slept. Þetta var vanda- mál hiS mesta. Nefnd sú kalIaSist “Ályktana nefnd" (Committee of Resolutions). — I nefnd þessari voru þrír Islendingar: Mr. B. B. Olson, Gimli; Mr. Paul Reykdal, Lund- ar, og Mr. H. M. Hannesson, lögmaSur í Winnipeg. Og maSurinn, sem allur vandinn hvíldi á, maSurinn, sem stýrSi þar öllu, maSurinn, sem varS forseti nefndar þessarar (Chair- man of the Committee of Resolutions) var hinn ungi landi vor, Mr. H. M. Hannesson, IögmaSur, og sóknari hins opinbera (Crown Prosecutor) hér í Winnipeg. Enda bera allar þessar samþyktir þaS meS sér, aS þaS eru framúrskarandi menn, sem standa á bak viS þær. Fjöldinn hinna eldri hefSi ekki litiS viS þeim. Þeir hefSu kæft þær niSur, ef þeir hefSu getaS. Þeim hefSi þótt þær of frjálslegar; þeim hefSi þótt sem stjórnin léti taumana renna úr hendi sér og kastaS því nærri öllu saman, eSa orS- aS þær svo aS þær hefSu orSiS aS sáralitlu gagni; haft þær sem veiSibrellu atkvæSa, ef aS þ eir hefðu setið aS undirbúningi til- laganna eða stefnuskrár flokksins. Hvað samdist? Hneyksli á hneyksli ofan! Margur maSurinn mun hafa haldiS, aS þaS sem fram hefir komiS viS vitnaleiSsl- una fyrir Mathers nefndinni, væri nógu þung byrSi fyrir velsæmistilfinningu Manitoba- manna, og aS ekki yrSi á þaS bætt. — En raunin hefir orSiS all-mjög á annan veg. VitnaleiSslan frammi fyrir Perdue nefnd- inni er jafnvel verri en þaS, sem á undan var komiS, og nægir fyllilega til aS sanna kærur Fullerton lögmanns, ----- aS pólitisk hrossakaup allra argvítugustu tegundar, hafi átt sér staS og aS málsaSilar aS þeim hafi veriS nokrir allra helztu liberalar þessa fylk- is, svo sem núverandi dómsmála ráSgjafi, fylkisstjórinn og tveir helztu dómara fylkis- ins — sérstaklega þó annar þeirra, Howell yfirdómari —; hins vegar Hon. Phiffen lögmaSur Kellys, og umboSsmaSur — aS því er virSist — Roblin stjórnarinnar. Vér höfum í seinni tíS orSiS aS venja oss viS margt saurugt í fari stjórnmála- manna vorra, en aS dómarar fylkisins væru meS líku marki brendir hefir :stórkostlega hneykslaS alla rétthugsandi menn. ÞaS hefir sem sé ótvíræSilega sannast, aS fjórir til fimm helztu forkólfar liberal- flokksins hér í fylkinu voru samningsaSilar aS því, aS láta Mathers nefndina, sem þeir höfSu sjálfir barist fyrir aS fá skipaSa, — hætta störfum, ef Roblin stjórnin legSi niS- ur völd og liberal stjórn kæmi í staSinn. En í staS rannsóknarnefndarinnar skyldi höfS- aS skaSabótamál á hendur Kelly. Hon. Phippen færSi þetta fyrst í tal viS Hudson, núverandi dómsmála ráSgjafa, — manninn, sem þyngstar sakirnar bar á Rob- lin stjórnina á síSasta þingi, og eftir nokkrar vífilengjur og undanbrögS, mest fyrir ótta sakír, felst hann á aS þetta mundi geta tek- ist, og kvaSst því meSmæltur næSust aSrir liberalar yfir á sama sjónarsviS. SagSi ráS- legast aS leita Howells yfirdómara, sem er mikilsmegandi liberal og hafSi veriS ráSu- nautur fylkisstjórans í þrætum hans og þver- úS viS Roblin stjórnina. Howell finna þeir og hann grípur tveim höndum viS málaleit- an þeirra Phippens, og gjörist þegar frum- kvöSull aS koma þessu í framkvæmd. Enginn heilvita maSur getur dregiS aSra ályktun út úr framburSi Howells yfirdóm- ara frammi fyrir Perdue nefndinni, en þá, sem hér er greind. Af ásettu ráSi gjörist hann einn helzti frumkvöSullinn aS því, aS koma flokki sínum til valda, meS þeim hætti aS kaupa völdin fyrir afnám rannsóknar- nefndar þeirrar, sem flokkurinn hafSi barist fyrir aS fá skipaSa. Og þessu til málsbótar færir yfirdómarinn svo, aS þaS hefSi haft svo mikinn sparnaS (!) í för meS sér fyrir fylkiS, ef rannsóknarnefndin hefSi hætt störfum. Göfug hugsun og gullfögur ástæSa(!) og vel sæmandi æSsta dómara fylkisins eSa hitt þá heldur! — Hann er viljugur aS tálma framgangi réttvísinnar, svo fylkinu sparist fárra þúsunda dala kostnaSur! Howell segir í framburSi sínum, aS eng- ir bindandi samningar hafi veriS gjörSir milli málsaSila; — samningar hafi þaS ver- iS aS vísu en ekki bindandi. En samningar eru í öllu falli samningar, þó drengskapar- orSin séu brotin, sem gjörSu þá bindandi, — og þess kyns samningar eru ekki gjörSir skriflega. Og svo var Howell ant um aS koma þessum samningum í framkvæmd, aS hann rýkur þegar eftir viStaliS viS Phippen og Hudson til fylkisstjórans og tjáir honum þessi gleSitíSindi: aS hægt sé aS koma flokki þeirra aS völdum, og þaS kosti aS eins afnám Mathers nefndarínnar, og fylk- isstjórinn — þessi mæti maSur, sem svo öt- ullega hafSi barist fyrir heiSri og velferS fylkisbúa, aS fá þessa nefnd skipaSa, — sem svo langt hafSi gengiS í því aS ganga í bága viS embættisköllun sína, — hann tek- ur nú fagnandi viS þessum gleSiboSskap Howells; rannsóknamefndin er honum smá- vægileg í samanburSi viS þaS, aS flokkur hans kemst aS kjötkötiunum! Þessu næst hraSar Howell sér til fundar viS Mathers nefndarformann (dómsforseta King Bench). Hann er í knattleik aS klúbb sínum; en svo er ákafinn mikill í Howell, aS Mathers verSur aS hætta í miSjum leik. Howell skýrir honum frá málavöxtum, og tekur Mathers allvel sögunni og lofar góSu um; en segist þó vilja ráSgast viS meS- nefndarmenn sína. Hann gjörir þaS — viS flokksbróSur sinn Macdonald dómara; en drepur ekki einu orSi á slíkt viS hinn nefnd- armanninn, koservatívann Sir Hugh John Macdonald. SíSan eru fleiri kallaSir til ráSa, þar á meSal John W. Dafoe, ritstjóri Free Press. Allir þessir höfSingjar voru viljugir aS ganga aS samningum viS Phippen á þeim grund velli, sem frá hefir veriS skýrt, og Phippen yfirgaf þá hæst ánægSur og meS þann ó- tvíræSa skilning á málunum, aS rannsókn- arnefndin, sem kend er viS Mathers og sem rannsaka skyldi þinghúss-hneyksliS, væri hér meS kæfS um aldur og æfi. Roblin stjórnin stóS viS sinn hluta samn- ingsins, — IagSi niSur völdin. Norris stjórn- in settist í valdasessinn, og nefndin hætti í bráS, og hefSi hætt fyrir fult og alt, hefSi ekki blaSiS Tribune hamast á því, aS hún héldi áfram. Norris stjórnin hikaSi, var á tveimur áttum, hvaS gjöra skyldi: halda samningana, sem komu henni í valdasess- inn, eSa svíkja þá. Um síSir kaus hún aS gjörast samningsrofi, — hélt aS þaS myndi vinsælla, og svo eins hitt, aS um kaupsamn- ingana yrSi aldrei uppvíst. — En þar skjátlaSi þeim góSu mönnum. Þessi svívirSilegu valdakaup eru ómótmæl- anlega fullsönnuS fyrir Perdue nefndmni. Skýrskotum vér þar til orSa Galts nefnd- ardómara, er hann svarar Fullerton lögmanni í sambandi viS þaS, sem aS undan er skráS. — Dómaranum fórust þannig orS: “Well, so far as the evidence went, you have proved your charges as to ihe fact that arrangements were made”. (Á íslenzku: “Svo langt sem vitnaleiSsl- an nær, hafiS þér sannaS kæru ySar, hvaS því viSvíkur, aS samkomulagi var náð”). Og á öSrum staS segir sami dómnri: “The entire deal was wrong”. — Á hann j>ar viS valdabralliS og skilmálana, er því áttu aS fylgja. Robson nefndardómari kemst meSal annars þannig aS orSi: “Mr. Williams (meSlögmaSur huller- tons) er aS rökfæra, aS þaS framferSi manna í opinberum stöSum, aS gjöra samn- inga um stjórnarafsal, bundna þeim skiIyrS- um, aS rannsóknarnefndin skyldi kæíS, sé gagnstætt hagsmunum fylkisins. Vér verS- um að hlýSa á þaS og íhuga þaS”. Mörg fleiri innskot frá þessum tveimur meSdómendum má tilfæra, sem sanna aS þeir skoSa aS samningar hafi veriS gjörSir, svo sem Fullerton kærir. En Perdue nafnd- arformaSur, harSsvíraSur liberal sem hann er, hefir ekkert tækifæri látiS ónotaS til aS gjöra Fullerton sem örSugast fyrir og hon- um var unt, og gjöra honum eins örSugt fyrir og frekast mátti, aS sanna kærur sínar. — Framkoma Perdue’s hefir vakiS almennt hneyksli; en þrátt fyrir hlutdrægni sína og óskammfeilni hefir honum ekki tekist, aS stöSva Fullerton kærurnar. Þær einmitt standa óhraktar, því aS: -- ÞaS hefir sannast, — aS fylkisstjórinn, Sir Douglas C. Cameron, — þessi tryggi og ötuli forvörSur réttinda og heiSurs fylkisins, sem þröngvaSi hinum harSsnúna Sir Rod- mond P. Roblin til aS skipa Mathers rann- sóknarnefndina, — aS hann, heiSursmaS- urinn sjálfur, var því sammæltur aS nefndin yrSi kæfS í miSju starfi, ef aS launum kæmi þaS, aS liberal stjórnin settist í valdasess- inn. — ÞaS var honum miklu meira virSi, en nokkur rannsóknarnefnd! ÞaS hefir sannast, — aS Hon. A. B. Hudson, maSurinn, sem þyngstar sakirnar bar á Roblin stjórnina á síSasta þingi, og sem nú er dómsmálaráSgjafi,— var manna fúsastur aS kaupa flokki sínum völd meS afturkalli rannsóknarnefndarinnar, síns eig- in óskabarns! ÞaS hefir sannast, — aS Howell yfir- dómari var helzti miIligöngumaSur eSa brallari í þessum pólitisku hrossakaupum. Honum, æSsta dómara fylkisins, var flokk- urinn fyrir öllu. Völdin honum til handa voru fyllilega þess virSi, aS hindra fram- gang réttvísinnar; — veg hennar átti rann- sóknarnefndin aS greiSa. ÞaS hefir sannast, — aS Mathers dóm- stjóri, John W. Dafoe ritstjóri Free Press, Hon. T. H. Johnson, Frank Fowler og fleiri leiSandi liberalar voru samningsaSilar eSa í vitorSi meS þannig löguSum valdakaup- um liberal flokksins. ÞaS hefir sannast, og þaS tvímælalaust, aS völdin voru síSast og fyrst efst í huga liberala; til þess aS ná þeim var engin leiS ókleif, — jafnvel ekki sú, aS stöSva fram- gang réttvísinnar. Réttvísi, alþýSuvilji og drenglyndi í stjórnmálum voru ekki mikils virSi í samanburSi viS valdasessinn. Gufan frá kjötkötlunum megnaSi meira en sannfæring og manndáS. Ágrip af ræðu Sir James Aikins. Sir James, hinn nýji foringi konservatíva flokksins í Manitoba. hóf ræSu sína meS því aS geta um fundarsamþyktir Konservatíva um stefnu flokksins á komandi tíma; og fórust honum orS á þessa leiS: -- Eg samþykki allar ySar fundarályktanir um stefnu flokksins á komandi tíma, og tek þær fyrir mína pólitisku trúarjátningu. Þér hafíS lagt þunga ábyrgS á herSar mínar. En út því eg hefi tekiS starfa þennan aS mér og skyldur þær allar, er honum fylgja, þá er þaS ætlan mín, aS standa nú meS ySur, hvaS sem fyrir kemur; ogr þér sjálfir verSiS aS standa nú fast og þétt hver meS öSrum. — Vér höfum allir eina löngun, einn vilja og eitt áform, sem er þaS, aS koma hér á gcSri og heiSarlegri st'órn. En varast skulum vér aS ætla, aS þaS sé nú þegar fullkomnaS, er vér göngum af fundi þess- um. — ÞaS er mikiS eftir. AS vinna af kappi og áhuga. Eg vil nú leggja fyrir ySur þá spurningu, hvort þér viljiS nú fara heim í sveitir ySar meS hreinum áhuga, sem kanadiskir borgarar, brennandi af löngun eftir aS vinna sem bezt fyrir land og þjóS, sem ySur er mögulegt, — sannfærSir um þaS, aS þér getiS aSeins kom- iS fram þessu mikla og góSa verki meS því aS leggja látlaust fram aila ySar krafta í þjónustu hinna góSu afla og heiSarlegrar stjórn- ar; því aS mörg og mikil eru völd þau, sem á móti standa. ViljiS þér gjöra þa.S? (Hróp mikil um allan salinn: “Vér viljum þaS! Vér viljum þaS!“). Vér eigum hér land svo gott, sem frekast má á kjósa. Náttúr- an ber hér ótal gæSi í skauti sínu, þó aS sum þeirra séu lítt eSa ekki fyllilega notuS. Vér höfum valiS fólk. En vér þurfum samvinnu til þess aS nota auSæfi náttúrunnar, svo aS vér höfum fylllilegt gagn af. En þá getum vér líka fengiS alt þaS af fjársjóSum landsins, sem hin beztu lör.d í Bretaveldi geta gefiS mönnum. — Þetta getiS þér fengiS. (Lófaklapp). Mér var erfitt aS yfirgefa störf mín í Ottawa. Var eg þar mikiS riSinn viS byggingu Hudsonsflóa brautarinnar og alt sem aS því laut; en þaS er von mín, aS verkum þeim verSi fram haldiS. Þér hafiS tekiS ágæta mentamála-stefnu. Þér hafiS tekiS þá stefnu í bindindismálinu, sem lyfta mun til auSs og þrifa fylki þessu. (Lófaklappq. Hinar aSrar stefnur, sem þér nú hafiS heitiS aS fylgja, munu hjálpa ySur til þess, aS standa á ySar eigin fótum, sem sannir og heiSarlegir borgarar, sem leggja þann grundvöll fyrstan, aS stjórnin í landinu þurfi umfram alla hluti aS vera heiSarleg. En til þess aS fá því framgengt þurfiS þér sí og æ aS standa á verSi, því aS árvekni og eftirlit er hiS fyrsta skilyrSi frelsisins og góSrar og framkvæmdarsamrar stjórnar. (Lófaklapp 1). Vér höfum heyrt, aS kosningar muni verSa í ágúst. ÞaS má því engum tíma tapa. Og þegar þér komiS heim í sveitir ySar, þá verS- iS þér undir eins aS koma lagi á félög ySar, og sjá um aS tilnefna menn þá fyrir þingmenn, sem þér helzt viljiS kjósa. Og ef eg á aS láta mína skoSun í Ijósi, þá skiftir þaS engu, hvort maSurinn er gamall Konservatív eSa nýmóSins, eSa jafnvel þó aS hann sé ó- háSur, ef aS hann er vandaSur hæfileikamaSur og áhugamaSur, og lofar því aS framfylgja stefnu vorri, sem vér nú höfum heitum bund- ist aS fylgja. (Lófaklapp!). Vil eg svo ekki fara um þaS fleirum orSum. Eg veit aS þér hafiS nóg af góSum mönnum í sveitum ySar. Og svo veit eg þaS vel, aS hver einasti ySar vill koma í veg fyrir, aS þeir hlutir gjörist aftur, sem oss öllum er svo ógeSfelt að minnast á. — Og þetta getiS þér gjörtl (Lófaklapp!). Stefnan aSalatriSiS. ÞaS er ekki nauSsynlega aSalatriSiS, aS koma flokk ySar til valda. ÞaS er stefna ySar í málunum, sem mestu varSar. Þér þurf- iS aS koma flokk ySar til þess aS löggilda mál þau, sem ySur eru hjartfólgin. — En nú vil eg ljúka ræSu minni, því eg vildi gjarnan heyra hina yngri flokksmenn konservatíva tala. Þeirra er nú tíminn aS koma fram og til þeirra megum vér líta, aS bera mál flokksins og heiSur á komandi tímum. Vínbannslögin. Eitt af hinum stóru velferSar- málum þjóSanna er vínbanniS. Menn greinir þar á á marga vegu. Menn hafa reynt ótal aSferSir til þess aS hefta ofnautn vínsins, því aS nú orSiS kemur öllum eSa flest öllum saman um, aS ofnautn víns- ins spilli manninum á sál og lík- ama. Hér í Canada hefir fjöldi manna veriS aS berjast á móti vín inu og hefir orSiS stórmikiS á- gengt. Bindindisfélögin hafa háS þar heiSarlega og ávaxtaríka bar- áttu. ÞaS má þakka þeim þaS, aS nú er hugur manna orSinn snúinn svo aS menn hafa séS, hvar bjálk- inn var og viljaS nema hann burtu En þaS hefir veriS léttara sagt en gjört. Þau hafa veriS frumkvöSl- ar aS því í fjölmörgum sveitum fylkis þessa, bindindisfélögin, aS koma á local option , og þaS er ágætt fyrir sveitir þær, sem þaS geta. En þó er mörg sveitin eftir, — aS vér ekki tölum um borgirn- ar, þar sem tvísýnt er, hvort nokk- urntíma er hægt aS koma á "loc- al option”. NauSsynina til framkvæmda í málum þessum sáu hinir ungu framsóknarmenn, ásamt hinum eldri, á konservatíva flokksþing- inu nýafstaSna í Winnipeg, og þeir stigu þar stórum skrefum til endurbótanna og vildu forSast alt kák og hálfverk, sem hér um bil æfinlega verSur aS litlu gagni. Þeir gengu hreint til verks og tóku upp vínbanniS samkvæmt laga- frumvarpi Sir Hugh John Mac- donalds, sem einu sinni var skot- iS til atkvæSa alþýSu; en svo fá- ir greiddu atkvæSi meS aS þaS var eiginlega til athlægis. Menn voru ekki búnir aS átta sig á því, hvaS þýSingarmikiS máliS var. Þetta, aS skjóta þessum og því- líkum málum til atkvæSa alþýSu hefir reynst hér felhella. ÞaS kem- ur þar svo margt til greina; þaS eru þar svo mörg og voldug öfl, sem á móti stríSa, bæSi sjálfráS og ósjálfráS, aS þaS var varla von aS öSruvísi færi. Og þaS vissu margir áSur en reynt var. Þess vegna tóku hinir nýju framsókn- armenn konservatíve flokksins — hiS eina skynsamlega ráS, sem reynslan hafSi kent þeim: aS vera ekki aS skjóta málinu til atkvæSa. Þeim var alvara; þeirra hugur var allur og einlægur aS koma mál- inu fram, en láta þaS ekki stranda á snaga þeim, sem áSur hafSi haldiS því uppi, og aS líkindum myndi halda því á ókomnum tím- um; því aS ef þaS fellur nú, þá má búast viS aS þaS komist ekki á í nálægri framtíS kannske um nokkurn tíma. Vínbannslög þessi eru eftir því, sem vér getum bezt séS mjög lík lögum þeim, sem veriS hafa í gildi í mörg ár í NorSur-Dakota, og þar hafa þau útrýmt öllum drykkjuskap í sveitum þeim, sem oss eru kunnar, og höfum vér átt þar heimili í nokkur ár og þekt þar til hér um bil allan tímann, sem vér höfum veriS í landi hér, eSa í 2 7 ár. Vér viljum nú fara nokkuS ít- arlegar út í lögin, svo aS mönn- um verSi nokkurnveginn ljóst, hvaS þau þýSa. 48. grein Macdonald laganna hlj óSar þannig: I Manitoba fylki skal enginn maSur, hvorki sjálfur hann eSa skrifari hans eSa vinnumaSur hans, eSa fulltrúi hans (agent), hafa til sýnis eSa sölu, beinlínis eSa óbeinhnis, eSa selja undir yfirskini eSa meS brögSum ein- hverjum eSa sem þóknun fyrir kaup eSa býtti nokkra tegund víns — nema hann áSur hafi fengiS heildsöluleyfi lyfsala eSa smá- söluleyfi, sem lög þessi ákveSa, er leyfi honum söluna, og þá því aS eins aS fylgt sé reglum þeim, sem lög þessi fyrirskipa. “Vín má hvergi finnast nema á heimilum manna”. 4 8.grein: — “I Manitoba fylki má enginn maSur, hvorki hann sjálfur eSa skrifari hans, eSa vinnumaSur eSa fulltrúi hans, hafa eSa geyma, eSa gefa vín á nokkrum öSrum staS, en í sínu eigin íbúSarhúsi, sem hann býr í sjálfur, — nema hann hafi áSur fengiS heildsöluleyfi lyf- sala eSa smásöluleyfi, samkvæmt lögum þessum, sem leyfi honum

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.