Heimskringla - 22.07.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 22.07.1915, Blaðsíða 6
BLS. 6 H E I M S K R I N G L A WINNIPEG, 22. JÚLI 1915. — Hver var hún?— Þeir gengu báðir fram í ganginn og komu þangað mátulega til að sjá merkilegan mann koma. Vagn stóð fyrir utan dyrnar, og út úr honum kom maður og gekk upp riðið að opnu dyrunum. ‘Þetta er lávarður Clair’, sagði Harton. ‘ógæfa yðar kemur öll í éinu, Ronald. óvinir yðar munu sam- eina sig á móti yður og ungfrú Clair, og að því er eg fæ séð, þá eruð þér einmana og hjálparlaus á móti þessum inannhundum’. 5. KAPÍTULI. Falleg tvcnning. Aður en Ronald gat ávarpað hinn nýkomna, ef það hafir verið áform hans, voru dyr bókaherbergisins opnaðar, og jarlinn gægðist út grunsamlega. Hann sá nú samt, hver gesturinn var, kom út brosandi og banð hann velkominn. ‘Mér veitist sú ánægja að sjá lávarð Clair, er það ekki?’ spurði hann. ‘Eg er jarlinn i Charlewick’, bætti hann við, þegar gesturinn kinkaði kolli játandi. ‘Vel- kominn, minn góði barún — velkominn til Charlewick Grand’. Þeir tóku höndum saman innilega. Lávaður Clair — faðir Helenar, sem heitbundin var Ronald — var af meðalhæð, þreklega bygður, með eins stóran maga og á venjulegum kúm. Það var auð séð til hvers hann lifði: aðeins til að fullnægja mat- argræðgi sinni. Sköllóttur var hann; aðeins lítill grár hárhringur frá eyra til eyra, aftanvert um höfuð- ið. Kinnaskegg bar hann, sem líka var farið að grána. Augun voru stálgrá og föl. í famkomu var hann kur- teis; en einhver kuldi og eitthvað óviðfeldið var í svip hans, sem Ronald kunni ekki við. ‘Komið þér með mér inn í bókaherbergið, barún’, sagð jarlnn mjög kurteis. ‘Eg skal sýna yðúr herbergi yðar undir eins og eg er búinn að tala við yður nokk- ur orð í einrúmi’.. Lávarður Clair tók þessari kröfu kurteislega og gekk inn í herbergið. En áður en þvi var lokað þaut Ronald inn til þeirra, gekk til barúnsins og sagði: ‘Leyfið mér að heilsa yður, lávarður Clair; enda þótt eg hafi eigi heimild til að segja yður velkominn hingað. Eg er lávarður Ronald Charlton’. ‘Já, lávarður Ronald’, sagði barúninn, og rétti honum hendi sína hikandi. ‘Það gleður mig að finna yður. Þér hafið orðið fyrir sorglegum missi; en menn verða að taka því með ró — það eru náttúrunnar lög’. ‘Það er meira en vanalegur missir, sem eg hefi orðið fyrir’, sagði Ronald, ‘þar sem eg hefi mist bæði afa minn og eignir. En eg hefi ekki mist ást Helenar, og þar sem þér voruð svo góður, að samþykkja trú- lofun okkar, vona eg að skoðun yðar í því efni hafi ekki brey/.t. — Afsakið, að eg minnist á þetta nú undir eins; en það er ýmislegt, sem vekur hjá mér kviða’. ‘En’, sagði Clair vandræðalegur; ‘eg verð að fa tima til að hugsa um þetta. Sem faðir stúlkunnar er það skylda mín að afráða ekkert of fljótt. Gæfa Hel- cnar má ekki eyðilögð verða sökum æskunnar ástafýsn ar. Þér megið vera viss um, að eg sem faðir og fjárráða maður hennar, gjöri það, sem eg álít henni bezt og happasælast.’ Ronald skildi strax að það var vonlaust fyrir hann að ná samþykki barúnsins nú, og hann var föl- ari þegar hann hneigði sig og sagði: ‘Eg fer nú til greiðasöluhússins í Litla Charlewick; þar dvel eg nokkra daga, þar eð þetta hús er lokað fyrir mér; og eg gjöri mér þá von, lávarður, að þér finnið mig þar og segið mér ákvörðun yðar’. Hann hneigði sig kurteislega án þess að líta við jarlinum og fór til Hartons. Þeir urðu svo samferða út úr ganginum. ‘Eg er hræddur um, að grunur afa mins um það, að eitthvað ilt liggi fyrir okkur Helenu, ætli að ræt- ast’, sagði Ronald og stundi. ‘Svo framarlega sem þessir menn í bókaherberginu geta skilið okkur að eða gjört okkur ilt, þá gjöra þeir það’. Harton var á sömu skoðun. Honum hafði ávalt geðjast illa að Odo; en var Ronald vinveittur af því OJÖF Fyrir óákveðinn tíma á fólk völ á að fá einn árgang af Heimskringlu fyrir $2.00, og eitt eintak af stríðskorti norðurálfunnar, og þrjár Heimskringlu sögur gefins með. StríðskortiS er nautisynlegt hverjum sem vill fylgjast meti vitiburtium i þeim stórkostlega bar- daga sem nú stendur yflr í Evrópu. Einnig er prentat5 aftan á hvert kort upplýsingar um hinar ýmsu þjót5ir sem þar elga hlut at5 máli, svo sem stæró og fólksfjöldl landanna, herstyrkur þjótJanna samanburöur á herflotum og loftskipaflotum, og ýmislegt annati. Stríðskortið fæst nú til kaups á skrif- stofu félagsins fyrir 35 cent SKRA YFIR HEIMSKRIVCI.U PRBMIUR. Brót5urdóttir Amtmannsins_2.>c. Ættarelnkennit5 ----— 35c. Dolores ........... 33c. Sylvia............. 23c. Lára ___________—— 25c. Jón og Lára.——....—— 25c. Ljósavörtiurinn .. 35c. Strít5skort Nort5urálfunnpr-35<s The Viking Press, 729 Sherbrooke St. Ltd. Talsími Garry 4110 P.O.Box 3171 að hann vissi, að hann var djarfur og hreinskilinn og eðallyndur. ‘Jarlinn er óvinur yðar, Ronald’, sagði Harton. Hann hefir valdið og auðinn sín megin; en þér eruð fátækur. Hvað ætlið þér að gjöra?’ , ‘Eg veit það ekki ennþá, Harton’. ‘Ætlið þér að sleppa ungfrú Clair?’ ‘Aldrei, nema hún vilji það sjálf’. Lögmaðurinn fann til meðaumkunar með þessum útskúfaða erfingja og sagði: ‘Lávarður Ronald, mér þætti vrent um að geta átt langar samræður við yður. F-g er liættur að vera lög- maður fyrir Charlewick eigandann. En eg er fús til vera styrktarmaður yðar í lagalegu tilliti. Nær get eg fundið yður einsamlan?’ íEftir hér um bil tvo klukkutima i greiðasöluhús inu í Litla Charlewick. Eg ætla nú að finna Helenu, segja henni hvað fram hafi farið og kveðja hana’. Eftir að hafa talað saman ögn meira, gekk Ronald inn og upp stigann til málstofu Helenar. , Harton gekk í hægðum sinum i áttina til Litla Charlewick. Á meðan voru jarlinn og barúninn að semja sin á milli. ‘Hvar er Helen?’ spurði barúninn, þegar hann var búinn að óska jarlinum til hamingju með auðinn og nafnbótina. ‘Afsakið mig, kæri barún’, sagði jarlinn; ‘Helen veit ekkert um komu- yðar. Hún er i sínum eigin her- bergjum, þar sem hún syrgir dauða föður míns og ó- gæfu Ronalds’. ‘Eg gat naumast skilið bréfið yðar, lávarður’, sagði barúinn og gaut hornauga til jarlsins. ‘Eg var i París, þegar eg fékk það, og frásögnina um dauða föður yðar var búið að birta í ‘Galignani’ og jafn- framt að þér væruð kominn heim aftur. Eg skildi vel þann hluta bréfsins, sem við kom skuldum mínum. Þér buðust til að borga þær fyrir mig og gjöra mig aftur að frjálsum manni’. ‘Með skilyrðum, barún; með skilyrðum’. ‘Auðvitað með skilyrðum, en hvaða skilyr?kim?’ ‘Að þér gefið mér dóttur yðar fyrir konu’ svaraði jarlinn djarflega. , ‘Þannig skildi eg líka bréfið yðar’, sagði barún- inn. ‘Og með þeirri von að okkur semdi, er eg líka hingað kominn. Jarðir mínar eru veðsettar fyrir fullu verði. Eg á heima erlendis af því eg get ekki lifað sómasamlega hér á Englandi, og svo á þetta neyðar- lega loftslag svo illa við mig; en fyrri ástæðan er þó aðalorsökin. Mér þætti gott að lifa hér eins og manni í minni stöðu sómir. Dóttir mín er afarrík, — hún hefir erft eftir móður sína, fyrrum ‘hinæ ríku ungfrú Vavasour’. Höfuðstólinn get eg ekki snert; en eg get máske fengið hana til að skifta tekjunum á milli okkar’. ‘Já, þangað til hún giftir sig Ronald lávarði’, sagði jarlinn háðslega. ‘Bróðursonur minn hefir 500 punda tekjur um árið. Þér samþyktuð trúlofun hans, þegar hann hafði góðar vonir, og nú mun hann vilja að þér standið við loforð yðar’. , Barúinn roðnaði. ‘Eg ætla ekki að fórna dóttur minni fyrir betlara, og enginn — jafnvel ekki Ronald lávarður — getur bú- ist við þvi að eg gjöri það. Hann er ákafur, framgjarn, ungur piltur, — ef ekki annað verra. Það er ekki á- form mitt að móðga yður, lávarður, en eg get ekki var- ist því að líta á hann sem glæframann af því hann vill að eg standi nú við loforð mitt. Eg ætla samt ekki að efna það loforð, sem gjört var undir alt öðrum kringumstæðum’. , ‘Þér þurfið ekki að vera hræddur við að móðga mig, þó þér talið um Ronald’, sagði jarlinn. ‘Eg hefi aðeins þekt hann stutta stund; en nógu lengi til þess að mér geðjast ekki að honum’. ‘Einmitt það’, sagði Clair. ‘Þar eð þér eruð yfir- maður fjölskyldunnar, er dómur yðar fullnægjandi. Hve miklar tekjur hefir hann?’ ‘500 pund um árið. Hann verður að fara í her- þjónustu, læra einhverja handiðn eða lifa af pening- um konu sinnar, sem honum mundi líka bezt’. ‘Hann skal ekki lifa á peningum dóttur minnar, og láta mig svelta’, sagði barúninn. ‘Eg hefi sem faðir atkvæði í þessu máli, og leyfi ekki að dóttir mín falli i hendurnar á glæframanni’. ‘Auðvitað ekki’, sagði jarlinn. ‘Þér eruð nú lög- legur fjárráðamaður hennar, og hafið fullan rétt til að skipa fyrir um breytni hennar. Þar eð krafa Ronalds er nú dæmd dauð og marklaus, leyfi eg mér að biðja yður um hana til eiginkonu’. ‘Hvernig lízt henni á yður;’ ‘Hún hefir naumast séð mig. Eg býst við að Ron- ald hafi spilt fyrir mér. Hann hélt að eg væri dauður og áleit sig hinn verðandi jarl á Charlewick. Auðvit- að er hann óður yfir því að eg kom, og hefir fengið Helenu til að hata mig’. ‘Má eg spyrja um ástæður yðar til þess að vilja giftast dóttur minni, lávarður ’ spurði barúninn. ‘Þér segist naumast hafa séð hana, og þér elskið hana því ekki’. ‘Ástæður minar eru margar’, sagði jarlinn. ‘Eg er í hárri stöðu. Ef eg skyldi deyja án þess að hafa son, myndi bróðurson minn fá ósk sína uppfylta. En eg vil ekki, að hann græði neitt við dauða minn. — Giftingin hefir þess utan áhrif á stöðu mína. Eg var álitinn stjórnlaus og ofsafenginn í æsku, og sú skoðun helzt við þangað til eg gifti mig. Eg hefi margar góð- ar og gildar ástæður til að gifta mig’. ‘En þér hafið ekki sagt mér, hvers vegna þér vilj- ið einkum dóttur mína fyrir konu, hr. Charlewick, — fremur en einhverja aðra’. ‘Ástæður mínar til þess að velja hana eru marg- ar, eins og til þess að vilja gifta mig. í fyrsta lagi er hún af aðli og það er fyrsta skilyrðið. Kona mín verður að vera af aðli, óháð, fögur og ung. öll þessi skilyrði hefir dóttir yðar og eg ætla að biðja hennar samkvæmt vanalegum reglum. Fari svo að hún neiti mér, verðið þér að beita áhrifum yðar og valdi; og sama daginn og við erum gift, skal eg gefa yður veð- bréfin fyrir eignum yðar, svo að þér verðið aftur eig- andi að talsverðum árlegum tekjum. Eigum við að skoða þetta sem fullkomnaðan samning?’ Augu barúnsins geisluðu af ánægju. Hann hafði ekki búist við svona ríflegu gjaldi fyrir greiða sinn; samt vildi hann ekki strax samþykkja þessa kröfu jarlsins og sagði því: ‘Áður en við setjum nöfn okkar og innsigli undir þennan samning, verðið þér að segja mér meira um yður. Sem faðir Helenar sómir það sér betur fyrir mig, að þekkja ögn meira til lífsferils yðar en eg gjöri nú. Fyrir 20 árum síðan hurfuð þér skyndilega og á dularfullan hátt; svo menn héldu alment að þér hefð- uð verið myrtur. Nú komið þér jafn skyndilega aft- ur, og enginn veit hvaðan þér komið. Hver er orsökin til þess, að þér hafið verið alveg þögull í 20 ár? Hvar hafið þér verið? Hvað hafið þér gjört í öll þessi ár?’ \ Jarlinn roðnaði og þvingaði sig til að brosa. Eg verð að segja yður það sama og öðrum, að eg þaut í burtu af því eg reiddist föður mínum’, svar- j aði hann. ‘Sannleikurinn er sá, að faðir minn vildi ekki sinna mér að neinu leyti; eg var búinn að eyða , því, sein eg erfði eftir móður mina og vildi eJtki koma heim sem hinn týndi sonur. Eg fór burt til að leita æfintýra og hagaði burtför minni þannig, að menn skyldu halda að eg hefði verið myrtur, eins og líka alment var álitið’. ‘Og hvar voruð þér allan þennan tíma?’ ‘Eg var i Suður-Afríku’, sagði jarlinn. ‘Eins og ungir Englndingar eru vanir að gjöra, fór eg á veiðar í hinum þéttu skógum; sigldi eftir fljótunum og lenti í mörgum æfintýruin, sem mundu sýnast yður og öðr- uin ósennileg, ef eg segði frá þeiin’. ‘Án efa’, sagði barúninn grunsamlega. ‘Hvar vor- uð þér í Suður Afriku?’ í Congo. Finst yður frásögn mín ósennileg? Hún líkist viðburðum þeim, sem komu fyrir jarlinn af Ab- erdeen; hann gjiirðíst sjómaður og druknaði þegar hann fór með amerisku skipi. Henni svipar mikið til æfisögu Robert Tichborne, sem fór til Suður-Ameríku og þaðan til Astralíu og gjörðist þar almennur verka- maður, meðan fjölskylda hans synti í gulli og gim- steinum heima á Englandi. En fremur líkist saga mín sögu hins nafnkunna —’ ‘Þetta er nóg’, sagði barúninn. ‘Það er ekki nauð- synlegt að nefna öll nafnkunn glæfr'amenni síðustu 10 áranna. Unga enska menn virðist nú á tímum skorta heilbrigða skynsemi; en með þessum orðum er ekki tilgangur minn að móðga yður, herra Charlewick. — Heita spænska blóðið yðar hefir heldur viljað rata í hættur og örðugleika, en að verða fórnardýr þeirra, sem lána peninga gegn okurrentum. En það er satt, eg þekki mann, sem er nýkominn heim frá Suður- Afríku; hann heitir Wennark, einn af Wennark fjöl- skyldunni í Suffolk, sem 'verið hefir þar í verzlunar- erindum í 25 ár og grætt allmikinn auð. Hann er á- gætur maður og kvaðst ávalt hafa gjört sér far um, að kynnast öllum enskum mönnum, sem þangað komu, og skrifa hjá sér nöfn þeirra. Þér þekkið hann auð- vitað; — að segjast ekki þekkja Wennark er sama sem að scgjast vera ókunnugur í Suður-Afríku?’ Barúninn horfði nú á jarlinn eins og fálki á rjúpu, sem hann ætlar að hremma. Jarlinn sneri sér undan og sagði fremur vand- ræðalegur: , ‘Eg hefi máske séð manninn. Eg sá þar marga enska menn, en forðaðist þá jafnaðarlega’. ‘Wennark er líka duglegur veiðimaður’, sagði bar- úninn. ‘Hann var oft við veiðar í skógunum og hefir marga skriflega vitnisburði um það. Mér þætti mjög gaman að heyra ykkur segja frá veiðaferðum ykkar. Viljið þér ekki biðja hann að heimsækja okkur sem vin minn?’ ‘Það er ómögulegt’, svaraði jarlinn. ‘Mér geðjast ekki að ókunnugum og svo væri það ekki viðeigandi — strax eftir dauða föður míns, að bjóða hingað gest- um. Við skulum heldur snúa okkur að því, sem við vorum að tala um’. Einkennilegt bros lék um varir barúnsins. Hann hafði auðsjáanlega dregið sínar ályktanir af svari jarlsins, þó hann þegði um þær. ‘Eins og þér viljið, Charlewick’, sagði hann; ‘en áður en eg samþykki ósk yðar verð eg að spyrja um tvent: Hafið þér verið ástfanginn nokkru sinni? Haf- ið þér verið giftur?’ Jarlinn varð blóðrjóður. ‘Eg hefi orðið ástfanginn að minsta kosti hundr- að sinnum, en gifst hefi eg aldrei’. Jarlinn horfði frjálslega og djarflega i augu bar- únsins, svo að allur hans grunur um eldri giftingu hvarf. ‘Afsakaðu, kæri Charlewick’, sagði barúninn. — ‘Feður verða ávalt að bera umhyggju fyrir gæfu dætra sinna, og það er mín afsökun. Eg er ánægður’. ‘Þér ætlið þá að gefa mér Helenu fyrir konu?’ ‘Já, það gjöri eg, samkvæmt hinum áður umtöl- uðu skilyrðum’. ‘Og ef hún neitar að giftast mér?’ ‘Eg er faðir hennar og löglegur fjárráðamaður’, sagði barúninn. Hún skal verða að hlýða mér, hvort sem hún vill eða vill ekki. Þér borgið allar skuldir minar og þér skuluð fá dóttur mina’. Þeir tóku höndum saman. ‘Þegar rétt er álitið’, svaraði barúninn, ‘þá fram- kvæmum við aðeins hið upprunalega áform, að Helen giftist jarlinum af Charlewick, erfingjanum að Charle- wick, aðeins að maðurinn nú er annar’. ‘Ronald verður liklcga til hindrunar’, sagði jarl- inn. ‘Hann verður að flækjast um kring hér til að finna hana og þau máske giftast leynilega’. ‘Eg skal tala við Helenu, og ef hún sýnir mótþróa, skal eg taka hana burt frá Ronald með leynd. Eg er dálítið klókur; eir það er áriðandi, að finna hana strax, svo eg geti séð, hvers konar stúlka hún er orðin. — Eg þarf að laga fatnað minn dálítið, ef þú vilt gjöra svo vel að láta einhvern þjónanna fylgja mér til her- bergis mins’. ‘Eg skal sjálfur fylgja þér og vitja þín svo aftur að hálfri stundu liðinni, til þess að fara með þig til dótt- ur þinnar’. Farangur barúnsins var fluttur upp til hans og hann bjó sig sem bezt hann gat. Meðan hann var að kemba kinnaskeggið, sagði hann við sjálfan sig: íÞað er Ijómandi framtð, sem nú blasir við mér: auður og góðir dagar. Tár eða bænir dóttur minnar skulu enfein áhrif hafa á mig; hún skal giftast núver- andi jarli í Charlewick, — eg sver það. Eg er sann- færður um að hann hefir aldrei elskað og aldrei gifst. En hvaða leyndardómur umkringir hann? Hvaðan kemur hann? Hann hefir aldrei séð Suður-Afríku, um það er eg sannfærður. En hvar hefir hann þá verið öll þessi ár? Eg skal efna loforð mín við hann — en eg skal líka reyna að komast eftir leyndarmáli hans. Nú er eg tilbúinn að finna Helenu’. 6. KAPÍTULI. Vngfni Poivys og Edda. Herbergið, sem frú Priggs fór inn í með Eddu var mannlaust. Þegar hún var búin að segja Eddu að fá sér sæti, fór hún inn í næsta herbergi og lokaði dyrunum á eftir sér. Edda settist ekki. Vonir hennar og hugsanir voru of æstar, of óráðnar, til þess hún gæti hugsað með köldu geði eins og henni var eiginlegt. Þegar henni varð litið á alt skrautið í kringum sig, kom harður og háðskur svipur á andlit hennar; þvi enda þótt hún hefði haft góðar kenslukonur, píanó og mikið af bókum, var hún óvön skrauti. Var þetta herbergi móður hennar, með þeim ara- grúa af skrauti, sem hún vissi ekki hvað kallað var? Hafði móðir hennar lifað eins og prinsessa, meðan hún, dóttir hennar, ólst upp eins og bóndastúlka? Og nú var slept út i heiminn til að sjá um sig sjálf? ‘Nei, nei’, sagði hún við sjálfa sig; ‘jiessi ungfrú Powys er ekki móðir mín. Það hlýtur að vera röng tilgáta. En ef hún er það, þá hefi eg engan lagalegan rétt til að vera til, og sorg og smán er fnitt eina hlut- skifti’. Nú kom skrautbúinn kvennmaður inn í samkomu- salinn, — yndislega fögur og framkoman svo tíguleg, að vel sæmdi drotningu. , Eins og Edda gizkaði á, var þetta ungfrú Powys. Hún var yngri en Edda hafði haldið, og líktist ekki að neinu leyti lýsingunni af hinni ‘litlu, feimnu frú Brend frá Racket Hall’, sem Nesbit hafði gefið henni. Þessi stúlka leit út fyrir að vera 28 ára gömul, — hávaxin, Ijóshærð, með grá og mjög viðkvæm augu. Edda hefði eins vel getað álitið sig vera i ætt við ein- hvern af englunum og þessa tignarlegu stúlku. Frú Priggs kom inn á eftir henni og sagði: ‘Með yðar leyfi, ungfrú, — þetta er ungfrú Brend frá Yorkshire, sem óskar viðtals yðar um áriðandi efni. — Ungfrú Brend, má eg kynna yður ungfrú Powys’. , Edda hneigði sig. , ‘Þér yfirgefið okkur, frú Priggs’, sagði ungfrú Powys með undurfagurri röddu, sem hreif Eddu að instu hjartarótum. ‘Verið þér inni í næsta herbergi þangað til eg kalla’. , Frú Priggs fór, en lét dyrnar standa opnar. Ungfrú Powys gekk nú nær Eddu og horfði á hana rannsakandi augum; á gamla kjólinn hennar, litla stráhattinn, sem Edda hafði aftan á höfðinu; fallega, hrafnsvarta liárið hennar; blíðu dökku augun; rauðu fallegu varirnar og andlitið, sem nú bar hörkulegan svip, — alt þetta sá ungfrú Powys mjög glögt. Og að því er Eddu snerti, þá horfði hún svo fast á ungfrú Powys, að ætla mátti að hún vildi lesa hugsanir henn- ar allar. ‘Fáið þér yður sæti, ungfrú Brend’, sagði ungfrú Powys kurteislega. — ‘Má eg spyrja hvert erindi yð- ar er?’ * , Hún benti á stól en Edda afþakkaði. ‘Já, auðvitað, ungfrú Powys’, svaraði Edda með jafn hreimfagurri rödd og eldri stúlkan og mjög lík henni í beygingunum; ‘en eg kom til yðar af því eg hefi engan annan stað að hverfa til. Þar eð frú Cath- erine hefir ekki heimsótt okkur tvö síðustu árin, eins og áður var venja hennar, vorum við alveg bjargþrota í Racket Hall. Nesbit skuldaði tveggja ára húsaleigu og var fleygt út. Mér gaf hann 5 pund og sagði mér að snúa mér til yðar’. , ‘Það er i rauninni harla undarlegt’ sagði ungfrú Powys, og lét brún siga. ‘Hr. Nesbit,— Racket Hall. Hvaða nöfn eru það?’ ‘Máske þér munið þau betur sein frú Brend?’ sagði Edda háðslega. ‘Eg get naumast búist við að ungfrú Powys kannist við þau’. Ungfrú Powys fölnaði. Hún settist niður og benti Eddu að gjöra hið sama; en hún afþakkaði. ‘Hvers vegna ætli þessi Nesbit sendi yður til mín?’ spurði ungfrú Powys. — ‘Eg er kunn fyrir góðgjörða- semi mína; en eg hélt að nafn mitt væri óþekt í fá- býlinu í Yorkshire’. ‘Hvers vegna látist þér ekki vita um mig?’ spurði Edda óþolinmóð og gröm. ‘Þér vitið, hvað eg hefi sagt hcrbergisþernu yðar, að Nesbit elti hana til Lon- don og að þessu húsi, — að hann sá yður sama kveldið aka héðan í vagni, ásamt föður yðar. Þetta átti sér stað fvrir 9 árum. Og að hann þóttist viss um, að þér væruð sama persónan og frú Brend; enda þótt þér hefðuð breyzt allmikið þennan tíu ára tima, sem liðinn er frá því frú Brend dvaldi í Racket Hall’. ‘Hver er þessi frú Brend? Ef eg má spyrjal’ Edda þagði stundarkorn og horfði rannsakandi augum á eldri stúlkuna. ‘Er það nauðsynlegt fyrir mig að segja yður að frú Brend var kona, sem kom til Racket Hall fyrir 19 árum ásamt þernu sinni?’ sagði Edda; ‘og að hún leigði sér herbergi þar. Hún kvaðst vera ekkja, og að mánuði liðnum ól hún þar barn. Er það nauðsynlegt að segja yður, að þegar hún fór frá Rocket Hall, skildi hún barnið eftir, eins og útslitna flik? Er mér nauð- synlegt að segja yður að eg haldi, að þér, ungfrú Powys, séuð þessi frú Brend, eins og eg er hennar yfir- gefna liarn?’ Eldri stúlkan skalf sem lauf fyrir vindi, en — var það af geðshræringu eða reiði? ‘Þér hljótið að vera brjálaðar, að tala þannig til minl’ sagði hún hörkulega. ‘Þekkið þér hver eg er,— stöðu mína í mannfélaginu og þá, scm eg umgengst? — Vitið þér að eg er ungfrú Powys, ógift, og stjórna heim- ili föður míns? Hvert orð, sem þér hafið sagt, er inóðgun gegn mér’. ‘Það getur vel litið svo út’, sagði Edda kuldalega; en er það mér að kenna? Leyfið mér að bera fram hreihskilna spurningu, sem eg óska lireinskilins svars upp á: Eruð þér móðir min?’ Nú varð stutt þögn. Ungfrú Powys sneri sér frá henni, — allur líkami hennar skalf og hendin lika, sem hún byrgði andlitið með. En svo svaraði hún hörkulcga: ‘Djörfung yðar gjörir mig hissa, ungfrú Brend. Þér hljótið sannarlega að vera brjálaðar, fyrst þér haldið að — eg — eg — sé móðir yðar. Er eg nógu gömul til að geta verið móðir yðar? Er staða mín — en hvers vegna er eg að semja við yður? Eg verð að neita því, að eg sé í ætt við yður. Það er sjáanlega eitthvert leyndarmál í sambandi við fæðingu yðar; en eg bið yður að hugsa ekki um mig sem móður yðar; þér verðið að finna hana einhversstaðar ann- arsstaðar’. ‘Þér verðið að afsaka þetta amstur, sem eg hefi ollað yður, ungfrú Powys’, sagði Edda háðslega, ekki minna drambsöm en dóttir bankarans. ‘Mér þykir slæmt að hafa gjört yður ónæði. Verið þér sælarl’ Hún sneri sér að dyrunum til að fara. ‘Biðið.’ hrópaði hin í mikilli geðshræringu. — ‘Hvert ætlið þér að fara?’ ‘Það snertir ekki ungfrú Powys’, svaraði Edda kuldalega. ‘Þér voruð vingjarnlegar — mjög vingjarn- legar að veita mér viðtal. En framtið mín getur ekki haft áhrif á þann, sem er mér óviðkomandi’. ‘Þér eruð svo ungar og fallegar, eins sakleysisleg- ar og þér þektuð ekkert til heimsins. Hafið þér verið lengi í London?’ ‘Eg kom í morgun. Fataböggullinn minn er niðri í stóra salnum yðar’. ‘Eigið þér vini hér í borginni?’ Edda svaraði jiung á brún. ‘Eg á engan vin í öllum heiminum, svo eg viti’, sagði hún. ‘Eg er einmana og vinalaus’. ‘Segið mér hvert þér ætlið núna’. ‘Iivert eg ætla? Það get eg ekki sagt yður; eg veit það ckki sjálf. Eg á nærri 4 pund i peningum. Eg er heilbrigð og rösk og get máske fengið vinnu. En hvað snertir þetta yður?’

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.