Heimskringla - 22.07.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 22.07.1915, Blaðsíða 8
BLS. 8. HEIMSKRINGLa WINNIPEG, 22. JÚLÍ 1915. Fréttir úr Bænum. Mr. Stefán Stefánsson og Þórarinn Þorvardson komu frá fslandi hinn 9. p.m. Hinn fyrri úr Reykjavík en hinn síðari úr Daiasýslu. Komu I krókótta leið, fyrst til Leith með gufuskipi frá fslandi. Þar fengu J)eir ekki að fara á land, en urðu að fara til Kaupmannahafnar. Þaðan með skipi til Hull. Þar fengu þeir landgöngu. en hvert plagg og skjal var skoðað, frá Hull fóru þeir svo-til Glasgow og þaðan hingað. Milli Píereyja og Englands komu 2 her- skip Breta og litu eftir hverjir væru þar á ferðum. En þegar nær dróg Skotlandi kom neðansjávar bátur þýzkur og skutu til þeirra merki um að stöðva skipið, og fór svo kapteininn á báta til þeirra með skjöl skipsins og er þeir höfðu séð skjölin leyfðu þeir þeim að fara. Skipið var danskt og kapteininn danskur. Ágæt tíð og lfðan fóiks góð. Vör- ur allar er landar höfðu í hæsta verði. Stefán ætlar að Guilfoss og Goða- foss, bæði íslenzku skipin komi til Ameríku í ágústmánuði. fslendingadagur verður haldinn á Gimli, hinn 2. ágúst, þar verður sér- staklega vandað til dags þessa eins og hægt er því að hann skal einnig haldast í minningu 40 ára afmælis Nýja íslands. Em þar allir vel- komnir og þvf fleiri sem koma því hetri og skemtilegri verður dagur- inn. Maður nýkominn að heiman ósk- ar að fá að vita hvar Benjamín Jóns- son er niður kominn. Hann fór fyrir tæpum tveimur árum frá Reykjavík hingað. Blaðið óskar því að fá að vita nafn Benjamíns Jónssonar og heimili til þess að geta auglýst það. Látinn er vinur vor gamall, Jón Dalmann fyrrum prentari og með- eigandi Heimskringlu, maður nýt- asti og svo vandaður og góður að enginn gat á honum blett fundið. Andaðist hinn 17da þ.m. úr krabba- meirii. Meira um hann í næsta blaði. Einhleyi)Ur maður vanur flestri vinnu óskar eftir vinnu frá 20. ágúst n.k. hjá bónda eða öðrum vinnu- veitendum, helzt sem lengstri. List- hafondur skrifi G. S. Friðriksson, P.O. Box 237, West Selkirk. í Red Cross Sjóð. Áður auglýst .............$208.10 Good Templara stúkan Vor Blóm, No. 168, Wild Oak P.O. 25.00 Samtals...........$233.10 T. E. Thorsteinsson, féhirðir. Toronto College of Music. Eftirfarandi nemendur Jónasar Pálssonar hafa staðist próf í músik með þeim einkunum sem hér segir: Fyrsta ár: Theo Belden, 85 stig. Hamilton Bowes, 80 stig. Clara Udow, 80 stig. Margret Jones, 77 stig. Rosie Portigal, 75 stig. Annað ár: Patricia Tomkins, 94 stig. Margret Thexton, 85 stig. Henrietta Epstein, 77 stig. Victor Belden, 74 stig. Simonne Ledeoux, 74 stig. Linda Pears, 70 stig. Helen Kerr, 64 stig. Þriðja ár: Margret Nordal, 85 stig. Ethel Finkieinan, 84 stig. Ciara Thorðarson, 83 stig. Clara Lechtzier, 75 stig. Gwen Moncrieff, 74 stig. Annie Thexton, 66 stig. Fimta ár: Maria Magnusson, 85 stig. Marjorie Herman, 78 stig. Esther Vineberg, 73 stig. 50 til 65 stig er þriðja einkun. 65 til 75 stig er önnur einun. 75 til 100 stig er fyrsta einkun. Fáðu þér land til eignar BORGIST A 20 ARUBf ef vllt. Lflndlfi fætSir l»i>? og kiæ15- I Ir ok: borgar fyrir alg Njftlft um leib. Feykimiklb flu-mi af fyrirtaka frjð- | Hiimu landi er til RÖlu í Vextur-Cauada fyrir Iflgt verb meb gúöum hkllmfllum, l»etta frft $10 tli $.'50 ekran fi bönaðar- löndum l»ar »em nógar eru rigningar og ft veitulöndin $öö ekran.) Skilmfilar: Kinn tuttugUNti af vertSlnu borgist öt f hönd, hitt A 20 firum. í ftveituavelt- um mfi ffi Ifiu ui»(» fi byggingnr upi» til $2000, er einnig borjiist ft 20 firum. Leignii fi lfini l»ví er abeinM O per cent. Xfi er tækifærlb nö bæta vib Nlg löud- tim hinum næ.Htu eða ötvega l»au handa vinurn Nínum og nfigrönnum. Frekari upl'IýNÍngar ffisi hjfi F. W. Rl SSELL - - Lnnd Agent Dept. of Xaturai ResourceM, C.P.R. DESK 30, C.P.R. DEPOT - WIXXIPEG * T ÞAKKARÁVARP 1 * Mr. Jae Johnston, Forseti stúkunnar “Vínland” Kæri herra:— Gjörið svo vel að færa félagi yðar, The Canadian Order of Foresteers, iniiega þökk frá mér. fyrir borgun á $1.000 lífsábyrgð, sem maðurinn minn sálugi hafði í félaginu. Einn- ig jiakka eg yður fyrir góð skil á heilsuábyrgðargjaldi, sem stúkan yðar Vínland hefir afhent mér, og sem var gjört bæði fljótt og vel. — Mér er því bæði ijúft og skylt, að mæla með yðar góða' bræðrafélagi. Winnipeg, 20. júlí 1915. Mrs. Stephan Sveinsson. Séra Rögnv. Pétursson biður að láta þess getið, að hann vilji vin- samlega mælast til þess, að allir þeir er ekki hafa enn gjört skil fyrir “Ferðalýsingum,” en að sér tóku út- sölu á þeim fyrir hann, vildu góð- fúslega reyna að gjöra það sem fyrst ■úr þessu. Utanáskrift hans er 650 Maryland Street., Winnipeg. Messa í Únítarakyrkjunni á Gimli á sunnudaginn kemur þann 25. þ.m. Byrjar kl. 2 e.h. Safnaðar fundur á eftir. Áríðandi að allir félagsmenn mæti. Á laugardaginn 31. júlí, fer ung- mennafélag únítara skemtiferð með Lockport til Hyland Park. Tickets 50c. fyrir fullorðna og 25c. fyrir börn. Farið verður frá St. James Park kl. 2 e.h. og klukkan 8 að kveldinu. Umræðuefni í Únítarakyrkjunni næsta sunnudagskvö'ld: 1 ljósi sannleikans.—Aliir velkomnir. Hr.Thorsteinn Þorkelsson á Oak Point kom til bæjarins í vikunni. Hann lætur hiS bezta af öllu í hér- aði sínu. Mintist hann á pólitík og hvað bændur þar hugsa meira um hana en nokkru sinni áSur.— Menn eru reiSir yfir öllum þeim svívirSingum, sem fylkiS nú verS- ur aS þola, og allir heimta nýja stjórn og nýja menn, því allir hinir gömlu af báSum flokkum séu svo grunsamir orSnir, aS enginn trúi þeim. Thorsteinn var hvatlegur og búinn til framkvæmda. Sextíu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. Tlí þess að verða fullnuma þarf aðeins 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra. Nemendur fá staði að enduðu námi fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum hundruð af stöðum þar sem þér getið byrjað á eigin reikning. Eftir spurn eftir rökurum er æfinlega mikil. Til þess að verða góður rak ari verðið þér að skriíast út frá Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St., Winnieg. Islenzkur ráðsmaður hér. KENNARA VANTAR til Laufás skóla nr. 1211. Kensla byrjar 15. sept. í 3 mánuði. Byrjar aftur 1. marz 1916, þá aðra 3 mán- uði. Þriðja stigs kennarapróf ósk- ast. Tilboð, sem tiltaki mentastig og æfingu, ásamt kaupi, meðtekið til 14. ágúst. Bjarni Jóhannsson, Sec’y-Treas. Geysir, Man. H. STONE SARGENT AVE. GROCER/ES, FRU/TS, ETC. Hin bezta búð í Vestur hluta bæjarins þar sem nýlenduvarningur, aldini og öll matvara er hin bezta. ::::::: Reynið okkur og gefið okkur tækifæri að sanna ykkur það sem vér segjum. : : PHONE GARRY 180 —Heimsækið okkar ný-tízku ísrjóma stofu— Ófagur ferill. Maður, gáðn þér nœr, liggnr í götunni steinn. Lögberg er í essinu sínu núna um þess- ar mundir. ÞaS fimbulfambar og fjúkyrS- ist líkt og gamlar niSursetu kerlingar, sem komist hafa yfir góSa mötu ósæmilega, og eiga á hættu aS missa hana, — sperra því upp svírann og spú galli í allar áttir og japla á milli hóstakviSanna á lygatuggunni, sem þær heyrSu af ólýginni vinkonu sinni, um spillinguna og fláræSiS í henni veröld. Vér hefSum nú reyndar haldiS, aS í síS- ustu lög myndi blaSiS fara aS brígsla syst- urblaSi sínu um ófagran feril. HöfSum satt aS segja haft þá flónskulegu skoSun, aS enn þá væri snefill af velsæmi í mannpersónu þeirri, sem af öfugstreymi örlaganna var tilt í ritstjórasessinn. Mikil býsn og undur gjörast nú á tímum. — FlokksblaS, sem Lögberg, sem alla sína hundstíS hefir dansaS og flatmagaS eftir tón höfSingja sinna og húsbænda og aldrei haft neina sjálfstæSa skoSun, svo menn viti til, — aSeins skjallaS, smjaSraS, lapiS og logiS eins og liberölu húsbændunum var 'álitiS geSfeldast; aldrei, vissulega aldrei! sagt aukatekiS orS, er var á móti flokknum eSa einstökum mönnum hans, hversu djúpt, sem þeir höfSu sökt sér í pólitiska svívirSu; hversu miklir stórbófar og erkiskálkar sem þeir voru, og glæpir þeirra á allra vörum. AS Lögberg hafi nokkru sinni sagt stygSar- yrSi til þeirra, hvaS þá meira, hefir aldrei boriS viS; — nei, í þess staS variS þá af öllu afli; og eins alla þá bersýnilegu svívirSingu, sem Laurier stjórnin og Ross stjórnin frömdu um sína daga. Lögberg hefir aldrei haft nema tvent uppi á teningunum, þegar um stjórnmál hef- ir veriS aS ræSa: Allir liberalar eru engl- ar, hvaS svo saurugt sem þaS er, sem þeir aShafast; og allir konservatívar eru skálk- ar, hvaS vel sem þeir gjöra. Þessi hefir veriS ferill Lögbergs frá því fyrsta. ÞaS eru því mikil býsn, þegar blaSiS fer aS brigsla Heimskringlu um ófagran feril.. ÞaS er satt, — Heimskringla hefir veriS og er flokksblaS. En hún hefir þó oftar en einu sinni gengiS í berhögg viS flokk sinn, þegar henni sýndist svo viS horfa. HiS sama er ekki hægt aS segja um Lögberg; aS þókn ast húsbændunum, sem fæddu þaS, hefir veriS eina stefna þessarar máltúSu! ÞaS er á allra vitorSi, aS Sir Clifford Sifton stór-stal af landi og lýS, þá hann var viS völd, bæSi hér í Greenway stjórninni, og þó einkanlega eftir aS hann varS innan- ríkisráSgjafi hjá Laurier, svo aS síSustu varS honum óvært í ráSaneytinu. — 1 Lög- bergs augum var hann alt af hreinhjartaS- ur engill. EftirmaSur hans Frank Oliver lék sömu list; og stendur nú frammi fyrir hinni kan- adisku þjóS, sem brennimerktur erkiskálkur. -- Lögberg varSi hann af kappi og gjörir þaS enn. HvaS gjörSi Lögberg, þegar þaS sann- aSist fyrir rannsóknarnefnd, aS Laurier- stjórnin hefSi snuSaS land og þjóS um fjörutíu millíónir dollara í sambandi viS byggingu Grand Trunk brautarinnar? Reis þaS þá upp og hrópaSi reiSi og hefnd yfir landssjóSs-þjófunum? Ó, maSur lifandi! Nei, nei, langur vegur þar frá! BlaSiS varSi Laurier stjórnina og taldi stuldinn réttmæt- ann! Þetta er stutt sýnishorn af hinum ólastan- lega(!) ferli þessa heiSurs blaSs. Lögberg hefir alla sína tíS tekiS mál- staS óvönduSustu flokksmanna sinna, veriS þeirra auSsveip fleSutík, og gelt og bitiS svo sem þeir skipuSu. Já, satt er þaS, miklir menn erum vfS Hrólfur minn! Hinn 6ta dag ágústmdnaðar eiga kosningar að fara fram í Manitoba fylki. RAFFLE. Eins og áður var umgetið í þessu blaði verður dregið um Express Rig og Buggy F. Thomsons, þriðjudags- kveldið 27. þ.m., 1. 9, í búð B. Methú- salemssonar að 678 Sargent Avenue. Hugvekja. Ekki er meira um annað talað á degi hverjum í Winnipeg, Manitoba fylki, eða jafnvel í Kanada, en frá- fall eða valda uppsögn Roblins stjórnarinnar hér í Manitoba, og varla mun slikt umtal álitast af al menningi orsakalaust, og biða allir með óþreyju eftir úrskurði konung- legu nefndarinnar í því máli. Fyrst og fremst ætla eg að taka það fram, að eg get ómögulega álit- ið konservatíve stjórnina sál. (Rob- lin stjórnina) seka um nokkuð, sem allflestar liberal stjórnir hafa ekki verið jafn sekar um. En það bætir ekki úr skákinni. Eitt er það, sem þessi mikla rann- sókn ætti að geta kent almenningi: Það er að vera frómur í pólitík og heiðvirður borgari. Með þvi eina móti getum við búist við að fá heið- arlega og fróma stjórn. Það, sem við verðum að læra og jafnframt að framkvæma, er að heimta ekkert af neinum pólitiskum flokki eða stjórn, sem ekki er heið- arlegt í orðsins fylsta skilningi, og í samræmi við velferð almennings. Við megum til að gleyma einstakl- ingnum, en hugsa meira um fólkið í heild sinni. Þetta er að vísu ekki nýtt boðorð; en eg held margir séu búnir að gleyma því. Það er fólkið með sína heimtufrekju, við flokk- ana, sem gjörir stjórn eða stjórnum ómögulegt að vera ráðvandar og heiðarlegar eftir réttum mælikvarða, til lengdar, hverju nafni sem þær nefnast. , Eg gæti talið upp svo margt, ef rúm leyfði. Þessu til sönnunar, vil eg aðeins benda á fá atriði. Fyrst byrjar óráðvendni okkar rétt fyrir kosningarnar, með því að heimta borgun fyrir hvert smávik, sem við gjörum fyrir flokkinn eða þingmannsefni okkar; eins og hann væri nokkurs konar gullkálfur frá fornöldinni. — En hvar á þingmað- ur okkar að taka þá borgun, sem þið heimtið? Sumir þykjast of góðir að fara þvers fótar, þó eki væri lengra, á kjörstaðinn nema fyrir borgun, og fara alls ekki nema þeir séu fluttir þangað. Þá er oftast ein- hver fenginn, fyrir borgun, að koma þeim þangað; og eru þá tveir búnir að fá borgun. Eg hefi jafnvel heyrt sagt, að sveitarstjórnir, er eiga sain- komuhús, hafi sett upp mun meira fyrir fundarhöld við pólitisku fiokk ana, en þær gjöra annars. Sveitar- stjórnarmenn ættu ekki að vera síztir til eftirbreytni, og jafnvel að gefa nábúuin sínum gott eftirdæmi í öllu. Fáum dögum eftir kosningar byrja menn að hamra á stjórninni, að gjöra eitthvað fyrir sig. Ef það dug- ar ekki, heimta þeir töðugjöld sín i gegnum nokkurs konar milliliði, sem oft og tíðuin eru skyldmenni eða góðvinir ráðaneytisins, — svo ómögulegt sé undan að komast. — Margt af þessu betlaraliði eru menn, sein i óaðgætni hafa gleymt, að setja flokknum fé fyrir sín fáu ómök fyr- ir eða um kosningarnar; og aðrir, sem ekki þykjast hafa sett upp eða fengið nóg fyrir sín ómök. Svona gengur það koll af kolli frá fólkinu til stjórnarinnar, og líkist mest erfðasynd. Ein afleiðing af öllu þessu er sú, að stjórninni er gjört sem sagt ómögulegt. að skipa beztu hæfileikamenn i opinbcrar stöður. Sagan sýnir, að hvér stjórn hefir verið, er og verður það, scm þessir pólitisku dilkar cru í heild sinni.— Það gjörir ekkert til, hvað stjórnin er vel skipuð eða livaða flokki hún tilheyrir. , Ef þessu gamla fyrirkomulagi á fram að halda, gjörir minst til, hver pólitiska aðferðin er notuð, — Rob- iins aðferðin, Siftons, Olivers; Laur- iers; Scotts, eða nútíðar Norris að- ferðin: að fá dúsu frá fráfarandi stjórn, eins og sagt er að hún hafi gjört. Því að alt verðum við að borga sjálfir óbeinlínis. Annað er það og sem við ættum að muna, og er það þetta: að það er okkar (fólksins) óráðvendni, jafn- \ framt eða frekar en stjórnanna, sem j ei allra stjórna ntfararsálmur. Hafið þetta í hyggju við hér eftir- farandi kosningar — án borgunar. A. J. G. Islendingadags-fréttir. Einir tiu dagar eftir til íslend- ingadagsins! Ræðumenn á þjóðminningardag- ir.n verða: B. L. Baldwinson, mæl- ir hann fyrir minni Bretaveldis; Dr. Jón Stefánsson, fyrir minni ís- lands, og Dr. Baldur Olson, fyrir minni Vestúr-fslendinga. Má búast við snjöllum ræðum frá jnönnum þeim. , * * * Skáldin, sem kveða fyrir minn- um að þessu sinni eru: Sigurður J. Jóhanesson, fyrir minni fslands; Einar P. Jónsson, fyrir minni Vest- ur-fslendinga, og Dr. Sig. Júl. Jó- bannesson fyrir minni Bretaveldis. * * * Hinn velþekti hornleikaraflokkur Flundruðustu herdeildarinnar er ráðinn til að skemta á þjóðhátíð- inni. Leika þeir íslenzk lög, pilt- arnir, þó enskir séu. * * * í söngflokk Brynjólfs Þorláksson- ar eru um 70 manns. Hefir hann æft flokkinn af kappi og syngur nú svo glymjandi, að undur mega heita. — fslendingadagsgestum mun mikið til um finnast, er þeir heyra hann og sjá. * * * Illjómleikaflokkur Th. Johnstons spilar danslögin. Hefir Þorsteinn sagt mér það í trúnaði, að vel hefði fiokkur sinn spilað mörgum sinn- um, en nú skyldi liann ganga fram af sér, — og er þessu vel trúandi. “Grettir”, íjjróttafélagið að Lund- ar, ætlar að fjölmenrra. “Fast mun- um við halda um skjöldinn!” hefir Páll Reykdal sagt. Þeir eru knáir, snáðarnir, norður þar. * * * Selkirkingar hafa og æft íþróttir af kappi. Þeir vilja ekki verða eft- irbátar hinna, þegar á hólminn kem- ur, ef kostur er. * * * “Víkingar” æfa sig daglega undir handleiðslu Baldwins bræðra. Þeim Gfilíur Björ hvar M«*in er — G<?fiur Bjfir afi hafa fi heimllinu ætlfi— r Ú8er I merKur og potc flösku hylkjum Fáanlegt hjá þeim sem þú kauplr af etia hjá oss. E. L. Ðrewry, Ltd., Winnipeg. Hvenær ætlarðu a5 spara ef þú gerir það ekki núna? Þau laun þín eða tekj- ur aukist án efa, aukast útgjöld þín einnig og mörgum finst öllu meira um það. Nú er því tlminn að byrja sparisjóð, og er sparisjóðsdeild UNION BANK OF CANADA staðurinn að geyma hann. Byrjið með því aukafé sem þið nú hafið með höndum, hvaða upphæð niður i einn dollar gefur vexti. L0GAN AVE. OG SARGENT AVE., ÚTIBÚ A. A. Waicot, bankastjóri leikur hugur á skildinum; una því illa, að utanbæjar félag skuli hafa haft betur í síðustu Viðureign. Þeir hyggja nú á hefndir og sigur. , * * * fslendingadagurinrr ætti að verða þjóðflokki vorum til sóma að þessu sinni. * * * Gleymið ekki, að A. S. Bardal stýrir Base-balt kvenna. — “Some sports, believe mel” segir sá stutti og brosir kánkvíslega. Strætisvagnar flytja fólk um morguninn ókeypis út í sýningar- garðinn. * * * fslendingadagurinn verðskuldar það að vera sóttur. Hann er eini dagur arsins, sem helgaður er ís- lenzku þjóðerni, fslandi og íslend- ingum. Þess vegna eiga allir þeir, sem vetlingi geta valdið, að sækja hann. Það er þjóðernisleg skylda ykkar allra. Munið það og fjölmennið! Nefndin. Fréttir írá Stríðiun. (Framhald frá L bls.). — Blöðin í dag (20.) segja að Vil- hjálmur hafi skrifað Sofíu systur sinni i Aþenuborg og sagt að uú væri hann búinn að leika svo á Rússa, að þeir næðu sér ekki í sex mánuðina næstu; og nú myndi hann snúa liðinu vestur á bóginu og gjöra I-rökkum og Bretum svo harða kviðu að heimurinn hefði aldrei séð neitt því líkt. — Á Hellusunds skaganum er sagl að Tyrkir hafi aðeins skotfæri til tveggja vikna. Og óróir gjörast þeir nú. Ráku úr liðinu alla þýzka for- ingja á Sýrlandi og fóru þeir i hóp- um heim til Miklagarðs. Þýzkir eru einlægt að herða á Rúmenum; fyrst og freinst að standa hlutlausir hjá, og svo að slást i stríð með þýzkum, og nú umfram alt að leyfa þýzkum að senda Tyrkjuin skotfæri og vopn í gegnum lönd sín. Því að ef að Tyrkir fá nú ekki skotfæri frá Þjóð- verjum, þá er úti um varnir þeirra. En Rúmenar hafa neitað þessu alt til Jiessa, hvað sem síðar verður. — Standi nú eins og er og verði Tyrk- ii einir um hituna, búast menn við að Bandamenn hafi Miklagarð inn- an 6 vikna eða fyrri. , Blessaður kosningasjó'ðurinn! Sannarlega þarf aS blessa yfir hann, því aS margur er nú mað- urinn farinn að lesa yfir honum hið mótsetta. Fyrir hann rífast menn og með honum berjast menn. Fyrir hann ljúga menn og með honum múta menn. Fyrir hann stela menn. Fyrir hann láta menn æru sína og virðingu og verða fyrirlitlegir í augum heiðar- legra manna. Hann er svo ataður grút og ólyfjan, að hann gjörir alt óhreint, sem nærri honum kemur. Aldrei hefir neinn maður svo ó- hreinn verið, að ekki hafi hann versnað, ef að hann stingur hendi niður í buddu þá. Já, blessið nú yfir honum, þér vinir hans, ekki veitir af. KENNARA VANTAR fyrir Asham Point School District No. 1733 fyrir sex mánaða kenslu. Kenslutíminn er frá 1. sept. 1915 til 31. des. 1915, og svo frá 1. marz til 30. apríl 1916. Umsækjandi tiltaki mentastg og kaup. Tilboðum veitt móttaka af undirskrifuðum til 31. júlí 1915. JF. A. Finney, Sec’y-Treas. Cayer, Man. NÝ VERKST0FA Vér erum nú færir um að taka á móti öllum fatnaði frá yður til að hreinsa fötin þín án þess að væta þau fyrir lágt verð: Suits Steamed and Pressed 50c Pants Steamed and Pressed 25c Suits Dry Cleaned........$2.00 Pants Dry Cleaned..........60c Fáið yður verðlista vorn á öllum aðgjörðum skófatnaðar. Empress Laundry Co.Ltd. Phone St. John 300 COR. AIKENS AND DUFFERIN BÆNDUR! Vér borgum hæSsta verB fyrlr Smjör, Egg og Hænsni. SkrifUJ eftlr upplýslngum Stephansson Fish & Produce Co. 247 PrlnceMM St. Phone Garry 2050 Wlnnlpcjf.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.