Heimskringla - 29.07.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 29.07.1915, Blaðsíða 1
RENNIE’S SEEÐSl _ HEADQUARTERS FOR SEEDS, PLANT^nj ð BULBS AND SHRUBS PHONE MAIN 3514 FORCATALOOUE Wm. RENNIE Co., Limited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegrapheij to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 2S0 DONALD STREET, WINNIPEG XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 29. JÚLÍ, 1915. Nr. / 4 Þingmannsefni Konservatíva í Mið Winni- peg, B. sæti. HANNES MARINÓ HANNESSON er fæddur hinn 27. nóv- ember 1884 í EyjafirSi á Islandi. FaSir hans var Hannes Hannes son, en móSir Pálína Þórdís Anna Jóhannesdóttir. Hann kom til Winnipeg meS foreldrum sínum í ágústmánuSi 1886, og stundacSi nám á skólum borgarinnar. Gekk til náms á Collegiate 1 2 ára gam- all; útskrifaÖist þaðan áriÖ 1900, þá rúmlega 15 ára gamall. Tók Scholarship í frönsku og þýzku hiÖ sama ár. Byrjaði laganám hjá Archibald Machray og Sharpe árið 1900; útskrifaðist úr lögum með einkunn L.L.B. árið 1905. Tók hæstu verðlaun Manitoba háskólans í lögum það ár, silfurmedalíu. Hann byrjaði málaflutning á eigin hönd í marzmánuði 1906, ■og hefir haft þá stöðu í Winnipeg síðan. Mr. Hannesson hefir verið málaflutningsmaður í fleiri ár fyrir 3 sveitir íslenzkar og einnig Springfield sveit, sem elzt er allra sveita í Manitoba; og lögsóknari Winnipeg borgar seinustu 4 mánuðina. Hann kvæntist 2. apríl 1913 ungfrú Kristrúnu Johnson, dóttur Arngríms Johnson í Victoria, B. C. Eiga þau hjón dóttur eina barna, fædda 24. júlí 1915. Mr. Hannesson er fullur meðalmaður á hæð, beinn og grann- vaxinn; hvatur í sporj og hreyfingum öllum, og maður snarlegur; jarpur á hár og skegglaus; augun mógrá og fjörleg. Hann er prýðis- vel máli farinn á enska tungu, og hefir mikið álit á sér meðal enskra manna. Hinn 27. júlí voru þeir Mr. A. J. Norquay og Mr. H. M. Hann- esson útnefndir á fjölmennum fundi Konservatíva í Mið-Winnipeg til þess að sækja um þingsæti A. og B. Sækir Mr. Norquay á móti Hon. T. H. Johnson, en Mr. Hannesson á móti Mr. Dixon, sem flest atkvæði hafði af öllum í hinum seinustu kosningum. Báðir eru þeir Norqauy og Hannesson lögmenn; báðir ungir, þó að Norquay muni eldri. Báðir eru taldir með fremstu mönnum hér, sem sést á því, að þeim er falið að sækja á móti mönnum þeim úr flokki Liber- ala, sem mest hafa fylgið og aðrir treystast ekki að reyna sig á móti. En þeir hafa óslitið fylgi Konservatíva, sem sýndi sig á fundi þessum. Hinn stóri salur í Manitoba Hall var troðfullur og glumdi loftið við, er Mr. Norquay var nefndur til sóknar. Mr. Hannesson var þá ekki kominn og drógst nokkuð koma hans. En er hann kom inn, var sem menn ætluðu að tryllast; menn hrópuðu og kölluðu og klöppuðu og stöppuðu fótum í margar mínútur. Og er það sýn- ishorn af því, að Mr. Hannesson er vel kyntur hjá fleiri mönnum, en þessum fáeinu Islendingum, og þeir verða það, sem koma honum í þingmannssessinn, en ekki landar, ef hann nær kosningu. Lorne Elliot lögmaður útnefndi Mr. Hannesson, og gat þess'að bann væri “splendid man”, sem hver einn borgari gæti verið stolt- ur af að senda sem fulltrúa sinn á þing, eða hafa sem félaga sinn á þingmannabekk j unum. Þeir eru annars ljómandi “team” hann Hannesson og Norquay: Báðir lögmenn, báðir ungir, báðir hæfileikamenn, báðir framgjarn- ir og ódeigir, hvar sem á skal ráða. Mr. Norquay er sonur gamla Norquays, sem var stjórnarformaður hér í Manitoba, þegar vér kom- um hingað fyrst. Hinir íslenzku Konservatívar ættu nú að vera vakandi og reyna að koma flokksbróður og landa sínum að. Það er gott að hugsa til þess, að töpuð stund verður aldrei afturkölluð. Islenzki Konservatív Klúbburinn *heldur fund FIMTUDAGSKVELDIÐ Í ÞESSARI VIKU (29. júlí 1915). í samkomusal Únítara, á horni Sherbrooke St. og Sargent Ave. ---i— Umræðuefni: Kosningamar 6. ágúst naestkomandi. — Allir meðlimir klúbbsins, og aðrir íslenzkir Konservatívar í bænum, eru alvarlega ámintir um að sækja fundinn og koma í teeka tíð. Nauðsynlegar ráðstaf- anir viðvíkjandi kosningunum verða þar gjörðar. Ákveðnir ræðumenn og frjálsar umræður á eftir. Fundurinn hefst kl. 8 stundvíslega. Á. P. JÖHANNSSON, forseti. Voðaslys í Chicago. 1200—1500 manns farast. Gufuskipið Eastland lág við bryggju 1 Chicago. Það var lystiskip og var fjöldi fólks að fara út í það á lysti- túr til Michigan City. 2,500 manns | höfðu verið komnir út, en skipið lág við bryggjuna. Var þá kipt upp brúnni út á skipið, en skipið sveigði við út í ána. En við l>að hafði skip- ið hallast. En hóparnir á neðra og cfra þilfari runnu og ultu þá út í hliðina neðri, og meira þurfti ekki. Skipið valt þarna um og helti mest- öllu fólkinu niður í vatnið. Vatnið fossaði þegar inn i skipið og fylti öll farrúmin og druknuðu allir, seni ]>ar voru. Þetta skeði alt á einum 2 eða 3 minútum. Talið er að þarn.i hafi farist 1500 manns, rnikið af því börn og konur. Vínbannslög viðtekin í Alberta. Það er nú farið að “þorna” í kringum oss, eða nú seinast fyrir vestan oss. Saskatchewan þurt — að stjórnin þar segir — og Alberta samþykti vínbannslög þann 21. júlí. F.n þar ganga lögin ekki í gildi fyrr en 1. júlí 1916, eða að ári liðnu. Þá fara þar 320 hótel, og má það fögn- uður kallast. — Eftir því sem hægt er að sjá af blöðunum, þá eru lög þessi mjög lík, ef ekki hér um bil liin sömu og Macdonald lögin, sem Konservativar hér í fylkinu eru nú að berjast fyrir. Þessar kosningar, sem nú fara i hönd, munu sýna það, hvort menn eru hér eftirbátar Al- berta manna eða ekki. En fremur förum vér nú að einangrast, þegar 1 vínbann er komið á í Saskatchewan (■g Alberta að vestan, en gamalt i Norður Dakota að sunnan, og að sagt er að því komið, að það verði viðtekið i Minnesota. Slysfarir miklar í Winni- peg um síðustu helgi. Autó rakst á mótorhjól á sunnu- daginn á Portage Ave. Maður og stúlka voru á hjólinu. Maðurinn (Webster) kastaðist af og dó þegar. en stúlkan (Miss Wilson) fótbrotn- aði og ineiddist svo að tvísýnt var um líf hennar. Tveir druknuðu þenna dag í Hauðá. Einn druknaði í Seine ánni aust- an Rauðár, E. Meier, 14 ára. Einn druknaði í Sturgeon Creek, drengur tveggja ára eða því nær. Niu ára gamall drengur (Parton) druknaði á Winnipeg Beach. 1 Queens Valley fórst drengur 10 ára (I". Jakes). , Smáslys í borginni teljast ekki. Þingmannsefni Konservatíva fyrir Gimli. Þingmannsefni Konservatíva í St. George. Páll Reykdal, þingmannsefni Konservatíva í St. George kjördæminu. Allir Islendingar milli vatnanna — Winnipegs- og Mani- toba-vatns --- og í Winnipeg munu hafa meiri eSa minni kynni af hr. Páli Reykdal einkum þó hin yngri kynslóS, og mun margur telja þaS gleSifregn, aS Páll skuli gefa kost á sér til þingmensku, ekki sízt hinum yngri mönnum, sem mun Páll hugþekkari en flestir aSrir. Páll Reykdal er fæddur á ÚlfsstöSum í Reyk- holtssveit í BorgarfirSi á íslandi hinn 3. júlí 1878. For- eldrar hans eru þau: Árni Jónsson Reykdal og Helga Jóns- dóttir Reykdal, bæSi lifandi hjá syni sínum. Páll kom frá Islandi áriS 1887, og var meS foreldrum sínum í Winnipeg þangaS til áriS 1890, og gekk þau ár hér á skóla. SíSan fluttist hann meS foreldrum sínum út í Álfta- vatnsbygS, og hefir veriS þar á landi sínu nálægt Lundar síSan. ÁriS 1904 kvæntist hann Miss Kristínu Eggertsson, systur hr. Árna Eggertssonar hér í Winnipeg, sem flestir eSa allir Islendingar þekkja aS meira eSa minna leyti. Páll Reykdal vann aS búskap meS föSur sínum, er hann var heima. Og áriS 1986 tók hann viS búi föSur síns og fékst viS búsýslu þangaS til áriS 1905. ByrjaSi hann þá verzlun á Oak Point og hélt þeim starfa þangaS til áriS 1 909. Þá seldi hann verzlunina og tók viS búi aft- ur á Lundar. — Hinn 14. marz 1912 var hann skipaSur umboSsmaSur heimilisréttarlanda (Homestead Inspector) og þeirri stöSu hefir hann haldiS alt til þessa tíma. Ávarp til kjósenda í St George kjördæmi. Á útnefningarfundi, sem haldinn var fyrir St. Georges kjördæmiS hinn 23. júlí á Ashern, Man., var eg í einu hljóSi útnefndur merkisberi Konservatíva viS kosningar þær, er fram eiga aS fara hinn 6. ágúst næstkomandi. UndanfariS hafa margir vinir mínir veriS aS biSja mig aS gefa kost á mér sem þingmannsefni, en eg hefi ekki vilj- aS gjöra þaS hingaS til. En hin nýja stefnuskrá Konserva- tíva, sem viStekin var á hinum mikla fundi þeirra í Winni- peg 14. og 1 5. júlí, breytti svo málum flestum og er mér svo geSfeld og hugþekk, aS eg er fús til aS verja öllum mínum kröftum til aS styrkja framgang málanna eins og þau komu þar fram, og fyrir þaS hefi eg nú gefiS kost á mér til þingmensku viS næstkomandi kosningar. Eg vil geta þess, aS eg tek ekki upp á mig aS verja gjörSir Roblin stjórnarinnar á einn eSa annan hátt. Eg átti engan þátt í þeim gjörSum, kom þeim hvergi nærri og ber því alls enga ábyrgS á þeim. Eg sæki undir merkjum hinna nýju Konservatíva, sem einkendu sig meS stefnuskránni, er samþykt var á fundin- um í Winnipeg 14. og 15. júlí 1915. Eg hefi veriS í þjónustu hins opinbera um tíma nokk- urn undangeiiginn, svo aS allur þorr i kjósendanna hefir meiri eSa minni kynni af mér, og ef aS þeir vilja trúa mér sem merkisbera sínum, þá vil eg reyna aS gjöra alt sem í mínu valdi stendur og leggja mig allan fram á heiSarlegan hátt aS vinna aS málum þeirra. Eg vil benda mönnum á þaS, aS tíminn er svo stuttur til kosninganna hinn 6. ágúst, en kjördæmiS stórt umferS- ar, aS mér verSur ómögulegt aS sjá alla kjósendur, hversu feginn sem eg vildi, og skal eg þó gjöra alt sem mér er mögulegt til þess aS ná fundi þeirra. Á þetta verSa þerr aS líta, sem mér er ómögulegt aS finna aS máli. Þann 23. júlí 1915. PÁLL REYKDAL. Nú eSa aldrei er orSiSl SVEINN 1 HORVALDSSON, M.P.P.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.