Heimskringla - 29.07.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 29.07.1915, Blaðsíða 2
BLS. 2 HElMSKRlN'liLA WINNIPEG, 29. JÚLÍ 1915. UPP MEÐ BONDANN. VIII. Spurningar og svör, sem snerta bændur. Eftir S. A. Bjarnason. Hver er ríkastur í þessu landi? Til þess að svara þessari spurn- ingu, þarf fyrst og fremst að gjöra sér grein fyrir því, hvað ríkidæmi er. Hér er auðvitað ekki verið að tala um “andlegan” auð (sem aldrei verður réttilega mældur eða veginn) — heldur blátt áfram um peninga, eða peningavirði. En fyrsta skil- yrðið, sem vér verðum að setja oss í þessu sambandi er, að skilja fylli- lega, að hér er ekki verið að ræða um auð eða ríkidæmi frá sjónar- miði einstaklingsins, né frá sjónar- miði einnar stéttar, heldur frá sjón- armiði alls fjöldans eða heildarinn- ar. Með þetta fyrir augum getum vér því slegið því föstu, að þeir ein- ir eru ríkir, sem framleiða auff, eða auka framleiðslu og peningamagn í landinu. Um leið og þeir framleiða auð auka þeir velgengni fjöldans. En hverjir eru það, sem þetta gjöra? Eru það peningavixlarar, landa- salar, prangarar, og auðkýfingar? Alls ekki. Þessir menn draga sam- an peninga í hendur fárra,— og ein- hver annar hefir minni peninga til að lifa á, fyrir vikið. Þeir halda í járnklóm auð landsins, svo að fjöld- inn líður við það. Líður ekki al- múginn við það, að járnbrautarfé- lög setja ósvífilega hátt verð á allan flutning? Er ekki fátæklingnum synjað þess að eiga sér heimili, af því landeignir eru í svo háu verði? Er það ekki rangsleitni að hveiti bóndans skuli vera selt hönd úr hendi og allur ágóðinn af sveita hans lendi í vösum prangara, sem aldrei hafa snert við plóg? Þessi dæmi sanna það þá, að við verðum að leita í aðra átt til þess að finna þann, sem er virkilega rík- ur; það er: manninn, sem eykur auðlegð landsins og bætir hag sinn um leið, án þess að rýja náungann. Það má tilnefna ýmsar stéttir, sem uppfylla þetta skilyrði að meira eða minna leyti, — til dæmis námumenn, sem grafa málma úr jörðu; skógarmenn, sem höggva tré og framleiða borðvið til bygg- inga; fiskimenn, sem auka matar- forða landsins, o. s. frv. „ En ein stétt er enn ótalin og í þeirri stétt eru mennirnir, sem hafa i hendi sér uppsvrettii þess auffs sem þetta land lifir ú; og sú stétt er því (samkvæmt skilyrðinu, sein vér settum í byrjun), ríkasta stétt- in i landinu — þ. e. bœndastéttin. Eftir þvi sem bændur frainleiða stóra eða smáa uppskeru — eftir því vex eða rýrnar velmegun þjóð- arinnar. Þeir ráða því hvort þjóð- in á nokkurt lánstraust eða ekki; þeir sjá fyrir því, að landið hafi nægan forða til að lifa á, ár eftir ár. Vér erum ekki að kasta neinum skugga á aðrar stéttir, sem landið byggja, og sem afkasta sínu þarflega verki og þiggja forsvaranleg láun fyrir. En vér verðum samt að við- urkenna að verkamenn: handverks- menn; skrifstofuþjónar; kenni- menn; lögmenn og læknar — eru ekki framJeiðendur; og gætu alls ekki bygt landið, ef önnur stétt þeim meiri væri ekki tilsett til að gjöra þeim mögulegt að hafa at- vinnu. Allir þessir áðurnefndu geta því ekki talist ríkir, vegna þess að þeir framleiða ekki og hafa eng-( in ráð á auðsuppsprettum lands- ins. | urnar hér að framan hrynji til | grunna. En til þess að svara alveg ; rétt og útúrdúralaust, hljótum vér að viðurkenna að margir einstakir bændur, og jafnvel heilar sveitir, eru enn þann dag i dag mjög fátæk. | Samt haggar þetta alls ekki sann- ; leiksgildi þeirra staðhæfinga, sem j birtast hér að ofan, því vér slógum j því föstu í byrjun, að auð eða ríki- dæmi ætti að skoða frá sjónarmiði alls fjöldans, þ. e. þjóðarinnar. Ef ekki, hvers vegna ekki? Það er margt, sem hamlar því, að allir bændur séu eða geti verið rik- ir. Hérlend búnaðarblöð ræða dag- lega velferðarmál landsins, og niður I slaðan er eitthvað á þessa leið: 1. Samanlagður auður • bænda- stéttarinnar í Canada er feyki- mikill; en hann er skiftur á meðal margra, og samansténd- ur oft af eignum, sem ekki.. eru mjög mikils virði á sölumark- aðinum, en sem ekki er þó hægt að veita sér fyrir einn silfur- pening. (T. d.: Bóndi elur upp fjölskyldu sína á því, sem búið farmleiðir, og hugsar ekki út í það, að ef til vill. gengur hon- j um það eins vel*og bæjarbúan- um, sem fær $2000.00 laun ár- lega). 2. Þekkingarskortur stendur svo I mörgum fyrir þrifum. Menn j hafa víða ekki lært heþpileg- ustu aðferðirnar til að búa vel. 3. Það er stór skortur á áhuga meðal bænda. Þá skortir sam- vinnu og samtök. Ágóðinn, sem ætti að lenda í þeirra eig- in vasa, lendir til milliliða (kaupmanna, járnbrautarfélaga o. s. frv.). 4. Allra brýnasta þörfin er þó við- sýni. Sem bændur taka þeir ekki nógu mikinn eða ákveð- inn þátt í landsmálum. Meiri mentun, fleiri skólar og betra uppeldi fyrir okkar unga bænda lýð: Það eru aðal skilyrðin. Bændastéttin þarf að stjórna landinu sjálf. Þá hverfa úr sögunni pólitiskir snápar og snýkjudýr; einokun í verzlun, óhófssemi og eyðsla verða þá eins og svartur blettur í sög- unni, — þeirra gætir ekki fram- ar í daglegu stjórnarfari. Þeg- ar stéttin, sem heldur landinu við, er orðin svo upplýst, að hún getur tekið i taumana og ráðið fram úr vandamálum landsins, þá er komin sú gull- iild, sem framfaramenn vorir óska eftir um leið og þeir hrópa —: “Stjórn fólksins sem starf- ar) fyrir fólkið og (sem sam- anstendur) af fólkinu” (a gov- ernment of the people, for the people, and by the people). í rétta átt. óhætt er að segja, að mikið hefir breyzt til batnaðar á síðastliðnum tíu til fimtán árum. Vesturlandið byggist óðum, og nýrri og betri að- ' ferðir flytjast inn frá eldri fylkjun- um. Mentamenn þjóðarinnar beita ■ ijú kröftum sínum i þá átt, að auka alþýðumentun og skapa meira víð- sýni. Búfræðisskólarnir í Vestur- fylkjunuhi eiga sinn skerf í því, að bæta úr þörfum bænda. Útbreiðslu- starf akuryrkjudeildanna nær út í afskektustu bygðir landsins. BúnaÖur (eða búskapur)-------? Þetta er aukaspurning í þessu sambandi; en með því að svara henni, skýrum vér málefnið dálítið um Ieið. Fyrst og fremst er það ekki búskapur, að berja torfhnausa, ryðja, plægja, þreskja, smala eða mjólka; þetta eru að eins auka- atriði eða nauðsynleg vinna í sam- bandi við búskap, — hreint ekki búskapurinn sjálfur. Að búa þýðir miklu fremur þetta: Að safna sam- an sólargeislum, yl og krafti, í lauf, leggi og ávexti; að draga næringu úr skauti móður vorrar jarðarinnar; að veita lifandi verum aðgang að þeim næringarefnum, sem jarðveg- urinn innifelur; að framleiða og umskapa kraft og orku, sem felzt i náttúrunni — alt þetta er búnaffur (farming). Og mennirnir, seyi þetta geta, vinna bæði með höndum og höfffi. I því eina atriði eru þeir svo langt settir fyrir ofan hinar stéttirnar, sem minst er á hér að framan, og þess vegna eru þeir og verða ætíð aðalsstétt landsins, rík- asta stéttin og sú fjölhæfasta. Eru allir bændur þá ríkir? Fyrirmyndarbú eru stofnsett á víð og dreif og menn eru nú fengnir til að verja öllum sínum tíma til að gefa bendingar, kenna nýjar að- ferðir og stofnsetja samvinnufélög meðal bænda. Fylkisstjórnirnar gangast fyrir því, að veita bændum væg bankalán, og veita þeim góðan markað fyrir afurðir sínar. Til- raunastöðvar ríkisstjórnarinnar — meðhöndla vandamál bóndans og gefa honum skýrslur, sem sýna lieppilegar aðferðir við kornrækt, kvikfjárrækt, og yfir höfuð alt það, sem bændur stunda. Vér viljum tnn minna íslenzka bændur á það, að nota sér vel þá raunspeki og þær ráðleggingar, sem allar þessar al- mennu stofnanir bjóða. Vér vilj- um enn á ný eggja alla framfara- menn til þess, að skrifa eftir upp- lýsingum þeim, sem þeir kunna að þarfnast. Það er skylda hvers ein asta bónda, að auka velmegun sina, svo að börnin hans geti notið upp- fræðslu og góðs uppeldis, og orðið isýtir borgarar landsins. Þessi spurning gægist fram ó- sjálfrátt og heimtar hreinskilið svar. Ef vér segjum hiklaust “já”, þá væri ekki nema hálf-sögð sagan. Ef vér svörum “nei”, þá virðist sem allar staðhæfingarnar og rökfærzl- Þeir, sem tilheyra auðugustu stétt landsins, ættu sem einstaklingar að vera sjálfstæðir, velmegandi, á- nægðir og frjálsir borgarar í frjálsu landi. Rœda Sir James Aikins í Brandon. Eftir aS hafa lýst yfir þakklæti sínu fyr- ir útnefninguna, tók Sir James Aikins til máls á þessa leiS: Fyrir fjórum árum síSan átti eg ekkert viS pólitík og bjóst ekki viS aS skifta mér af henni framar. En þá var mér boSiS þingsæti í einu hinu fjölmennasta héraSi þessa fylkis, í þeim tilgangi, aS eg skyldi vinna á móti stefnu þeirri, er hindra vill þroskun ríkisins og leggja_b*önd á frelsi þess, aS því er snertir verzlun og fjárhag. SíSan hefir samkomulag mitt og kjósendanna allra veriS hiS æskilegasta. (Lófaklapp!). Eg nota orSiS allra, því eg hefi enga hugmynd um þaS, hverjir voru meS mér eSa móti viS atkvæSagreiSsluna, og hefi aldrei reynt aS komast eftir því, af þeirri ástæSu aS eg skoSaSi mig sem fulltrúa allra kjósendanna í kjördæmi þessu; og þaS gleSur mig aS verSa þess vísari, aS tilraunir mínar til aS vinna fyrir kjördæmiS í heild sinni hafa falliS ySur vel í geS. Og viSurkenning yS- ar, aS eg hafi veriS aS reyna aS vinna fyrir ySur alla eru mín beztu laun. Eftirsjón. Þa kom því hik á mig, er eg sá aS eg varS aS segja upp þingmensku minni á sam- bandsþinginu, ef eg ætti aS verSa viS til- mælum manna þeirra, er buSu mér forustu flokksins, meS stefnuskrá þeirri hinni nýju, sem nú var viStekin á hinum fjölmenna fundi Konservatíva í Winnipeg. Eg var hik- andi þá og er hálf-hikandi enn, aS taka á mínar herSar alla þá ábyrgS, sem þessari vandasömu stöSu fylgir. — En þar sem þér hafiS af frjálsum vilja boðið mér stöðu þessa, þá er það ætlun yðar að eg sé hæfur til þess, að verða fulltrúi yðar á þingi fylkis þessa og foringi yðar, — hæfur til þess að halda á lofti hinni víðtæku endurbótastefnu, sem þér samþyktuð á hinum ný-afstaðna fur.di í Winnipeg, og því tek eg við útnefn- ingu yðar. (Lófaklappl). Og eg fullvissa yður um þaS, aS eg skal leggja mig allan fram til þess, aS vinna aS hag kjördæmis þessa og hag Manitoba fylkis, ef eg næ kosningu. Og eg er því fúsari aS taka viS umboSi þessu og leggja fram alla mína krafta, sem stefna sú, sem þér hafiS tekiS og meginatriSi mála þeirra og grund- völlur, sem þér ætliS fram aS halda og á aS byggja, var ekki stefna eSa grundvöllur, sem búinn var til fyrir ySur eSa kosinn eSa lagSur af öSrum stjórnmálamönnum eSa foringjum. Heldur var þaS stefna og grund- völlur mála, sem þjóSin sjálf, eSa fulltrúar allra konservatíva, er mættu á hinum mikla fundi í Winnipeg 14. og 15. júlí, — kusu og lögSu og völdu sér sjálfir. Og þetta er þaS, sem vér aldrei megum gleyma,----nefnilega þaS, aS þarna í Winni- peg var enginn foringi flokksins, og enginn, er kæmi meS tilbúna, heflaSa, útreiknaSa stefnu málanna, til aS láta ySur samþykkja, og þess vegna er og hlýtur þessi hin nýja stefna, aS vera stefna ySar, stefna fólksins eSa þjóSarinnar, sem vér allir skuldbindum oss aS fylgja til sigurs. Það hefðu verið misgrip mikil. En hve fáfengilegt hefði nú alt þetta verið og hvílík misgrip hefðu menn ekki gjört, ef að fólkið hefði farið að kósa mann þann fyrir foringja sinn til að halda á lofti málum þessum, — sem ekki hefði verið þeim samþykkur, og hefði því ekki getað, nema móti sannfæringu sinni, mæit með þeim, eða barist fyrir þeim. (Lófaklapp!). En nú vil eg segja ySur þaS, aS þó aS eg væri forseti á þessum mikla og merkilega fundi í Winnipeg, þá átti eg engan þátt í því, aS undirbúa eSa laga stefnuskrána, eSa ráSa málum þeim, er fundurinn skyldi fjalla um, eSa kjósa eitt eSa annaS mál eSa málsatriSi til aS leggja fyrir fundinn. Og ekki reyndi eg meS einu orSi til aS hvetja menn til aS samþykkja eitt eSa annaS atriSi í stefnuskránni, en hafna öSru. ÞaS var fundarmanna, fulltrúanna úr sveitunum og bæjunum, aS gjöra þaS, og gjöra þaS ein- ir. ÞaS er fólkiS og kjósendurnir, sem bera alla ábyrgSina, og eg vil nú taka þaS fram, að svo framarlega sem eg næ kosningu fyr- ir Brandon kjördæmi og kjósendur fylkisins halda stefnu þessari hinni nýju fram til sig- urs við kosningamar, þá vil eg gjöra öll þessi atriði, sem tekin eru fram í hinni nýju stefnu Konservatíva, að lögum, og sjá um að þeim sé framfylgt eftir að þau eru við- tekin sem lög fylkisins. Ef aS kjósendur fylkisins ekki geta kom- iS inn á þing nógu mörgum mönnum til aS stySja stefnu þessa, þá er þar meS ónýt orSin tilraun mín, til aS reyna aS koma fylki þessu aS gagni. En eg er sannfærSur um þaS, aS fólkiS eSa Konservatívar hljóta aS standa meS og fylgja fram til sigurs málum þeim, sem þeir sjálfir hafa kosiS til aS halda fram. Þetta er þeirra eigiS barn, — þessi stefnuskrá; og foreldrarnir mega ekki skilja barniS sitt eftir úti á gaddinum. Eg sá þaS ljóst fyrir, er eg tók viS starfi þessu, aS andstæSingar Konservatíva myndu á mig ráSast og sverta mig á allar lundir, og kalla mig félaga Roblins og þeirra annara í hinni pólitisku klíku. En eg vil lýsa því yfir, aS eg hefi tæplega fengist nógu mikiS viS pólitík til þess aS vita, hvað pólitísk klíka er,, og aldrei hefi eg sjálfur, eSa meS öSrum, tekiS nokkurn þátt í aS mynda slíka klfku, og aldrei þegiS nein verk eða neina hjálp af hennar hálfu. En mér getur þó skilist, hvaS klfka þessi eða ‘maskína’ muni tákna eSa þýSa. En þaS er þaS, aS hvar sem vél þessi vinnur, þá er þaS ekki þjóSin eSa fóIkiS, sem ræS- ur, heldur vélin. En þaS hefir æfinlega veriS sannfæring mín, aS bezt og farsælast sé aS þjóSin ráSi. — Þá kemur kafli í ræSu Sir James, um efasemdir hans, hvort hann ætti aS taka aS sér þessa mikilvægu stöSu: forustu flokks- ins. Honum hafSi veriS boSin hún og hann hafSi neitaS, sá aS hann myndi eiga rólegri daga meS fjölskyldu sinni. Fundurinn bauS honum forustuna fyrsta daginn. Um kveld- iS kom nefnd manna frá Brandon til hans, og lagSi aS honum og baS hann þrálátlega aS taka viS forustunni. En hann þakkaSi þeim fyrir og neitaSi. Þeir gáfust ekki upp aS heldur og báSu hann aS þvertaka ekki fyrir þaS og sofa um nóttina og segja sér aS morgni. En aS morgni sá hann þá og kvaSst ekki geta orSiS viS bón þeirra; — hann neitaSi ennþá. Svo leiS dagurinn. En um kveldiS, seinni daginn á fundinum, reis upp varaforseti Willis og laut aS hon- um, og kvaSst þurfa aS segja nokkur orS til fundarmanna. “Já, í öllum bænum gjörSu þaS”, sagSi Mr. Aikins og grunaSi ekkert. En þessi fáu orS Willis voru þá þau, aS stinga upp á Sir James Aikms, sem foringja Konservatíva flokksins í Manitoba. Fundurinn ætlaSi af göflum aS ganga, húf- ur og hattar voru á lofti, höndum var skelt og fótum stappaS, og allir vildu Mr. Aikins hafa. Gat hann þá ekki neitaS lengur. Svo fær hann vin sinn Sharpe til aS styrkja sig, og segir Mr. Sharpe einnig af sér þingsæti í sambandsþinginu, og kvaS konu sína hafa hvatt sig til þess. Mr. Aikins verS- ur hýr viS og kveSst vera meS- atkvæSis rétti kvenna eftir þetta. (Bros hjá áheyr- endum). Sneri Sir James Aikins svo ræSu sinni aS stjórnmálum og sagSi: AS sér væri ó- mögulegt aS velja þingmannaefni þau í öll- um kjördæmunum, sem bera skyldu fána Konservatíva. Mér hefir fundist, mælti hann, sem eg væri aSeins sveif í vél einni, ef aS eg færi aS skipa kjósendunum fyrir, hverja þeir skyldu kjósa. Hreyfing þessi er hreyf- ing þjóðarinnar, og eins og eg sagði á fundi Konservatíva, þá er það mín einlæg ósk og von, að hvert eitt kjördæmi kosti kapps um, að mennimir, sem eiga að halda þess- um málum fram á þingi, séu vandaðir, kapp- samir og skynsamir. ÞaS er ekki ætlan mín í kosningabar- áttu þessari, aS teyma fólkiS eSa kjósend- urna upp á hinn daunilla haug umliSins tíma — þar sem hin pólitíska elfa hefir saman boriS alt þaS hiS þefillasta og óhreinasta í fylki þessu, og tvær konunglegar nefndir hafa nú um tíma setiS yfir. Og eg vil ekk- ert tala um menn þá, sem viS þennan haug eru riSnir og í mál þau flæktir á einn eSa annan hátt. Sannanirnar liggja allar fyrir fólkinu. Þær liggja berar fyrir dómstóli þjóSarinnar. Almenningur verSur nú aS dæma. (Dæma dómarana, ráSherrana, lögmennina, stjórnirnar, hina gömlu og hina nýju; jafnvel fulltrúa konungs, og allar gjörSir þessara manna). Fyrir þessum dóm- stóli skulu nú allir vegast, og annaShvort þungir finnast eSa léttir. Og eg er ekki í neinum efa um þaS, eins og eg hefi áSur sagt, aS blys réttlætisins og siSgæSisins log- ar eins skært í kofa fátæklingsins, eins og í hinum tígulegu höllum auðmannanna. Það er alveg eins bjart í hjarta hins ómentaða manns eins og í lífi hinna lærðu. Og þeg- ar þetta alt kemur til atkvæSa alþýSu, þá treysti eg svo drengskap og viti manna, að þeir leiði af því réttar ályktanir og leggi á rétta dóma. ÞaS er því ekki um neinar sérstakar per- sónur, sem eg ætla aS tala, heldur um hug- sjónir, sem meginatriSi hinnar konserva- tívu stefnu. Enda var þaS ekki tilgangur fundar þess hins mikla í Winnipeg, aS tína til hvaS eina, er einn eSa annar hafSi illa gjört, um sína pólitísku æfidaga, heldur aS taka sér nýja stefnu,— stefnu þá, sem gjörði það ómögulegt að þeir kæmu fyrir aftur þessir hlutir, sem vér höfum svo mikla and- stygð og viðbjóð á. Eg hefi ekki tíma til, aS fara gegnum alla stjórnmálastefnuna á þessu kveldi. En ein af samþyktum þeim, sem gjörSar voru, var sú, að halda óskertum meginreglum Breta fyrir þingbundinni stjórn. En megin- reglur þessar eru bygSar á viti og skynsemi þjóSarinnar, á reynslu undangenginna alda. Og sannarlega var þaS ekki meginreglum þessum aS kenna, aS svívirSingar þær hafa skeS hér, sem vér allir nú svitnum fyrir. I þessum meginreglum eSa hugmyndum er fólgiS þaS frelsi þjóSanna, aS þær geti stjórnaS sér sjálfar. I sambandi viS stjórnarfar Breta má benda á, aS einn þáttur þess er ráSgjafa- stjórnin (Principle of Cabinet). En eitt aS- alatriSiS viS hana er þaS, aS ráSgjafarnir eiga beinlínis aS vera ábyrgSarfuílir og stjórnast af fulltrúum þjóSarinnar. — En stundum vill þetta bregSast. Og stafar þaS af því, aS þjóSin er ekki nógu árvökur, og verSur þá ráSgjafastjórnin aS skrifstofu- stjórn (Bureaucracy), eSa embættismanna- stjórn. Þeir gleyma þjóSinni og hennar hag; og gangi þaS svo um langa tíma, þá verSur þaS aS einveldisstjórn, og er þá lítiS eða eSa ekkert hirt um hag eSa réttindi þjóðar- innar. Sérstök árvekni nauðsynleg. StöSug árvekni er nauSsynlegri fyrir þjóSina en alt annaS. Og í þessum tilgangi var sú samþykt gjörS á fundinum í Winni- peg, aS fundur þessi skyldi haldinn á ári hverju, svo aS menn gætu rætt og íhugaS öll þau málefni, sem fylkiS varSaSi, og til þess aS láta stjórnina heyra röddu þjóSar- innar. (Lófaklapp!). En nú vil eg spyrja ySur, hvort þér ætl- iS þetta nógu langt fariS, — hvort þaS nái tilganginum? ÞaS var raunar ekki sagt beint út á fundinum, en eg heyrSi nokkra menn ræSa um þaS, að betra myndi aíf taka up siðu Bandaríkjanna og Iáta þingset- una ekki vera lengri en tvö eða þrjú ár. — Þér vitiS, aS þingsetutíminn hér í fylkinu var lengdur til 5 ára; en eg veit ekki meS vissu, hvort þetta var gjört meS ráSi þjóSarinnar, Menn sögSu þaS sín á milli, aS ef tíminn væri stuttur, þá fengjust menn ekki til þess, aS sækja eftir þingmannsstöSu, því aS þeir þyrftu aS eySa miklum peningum til þess' aS ná kosningu. Og ef aS kosningar væru tíSar, þá væru engir peningar í því fyrir þá, sem græSa vildu á stjórnmálabraski. Enn- fremur var þaS tekiS fram, aS tíSar kosning- ar myndu varna því, aS dregnir væru samart miklir peningar í kosningasjóS, og auk þess myndi þaS auka kynni og tryggja samband- iS milli kjósenda og þingmannanna. Og vil eg taka þaS fram, aS þetta er þess virSi, aS þaS sé alvarlega athugaS, því að það er þjóðin, sem æfinlega á að ríkja og ráða, og skoSunum hennar á æfinlega áheyrn að. veitast og gaumur aS gefast. Þetta breytti í engu stjórnar-hugmyndum Breta. Þeta myndi ekki hiS minsta breyta meg- inreglum hins brezka stjórnarfars, og myndi ekki koma í bága viS þaS eins og hiS svo- kallaSa ‘initiative’ og ‘referendum’. ÞaS er æfinlega varasamt, aS hlaupa frá einni fjar- stæSunni til annarar. Vér ættum aS fara varlega aS því og gæta fóta vorra. En vér skulum vera árvakrir, og líta eftir því, ac5 stjórnin vinni verk sitt; og tíma þann, sem hún situr aS völdum, mætti gjarnan stytta, ef aS menrí vildu, því aS úti í sveitum er stjórnin mest fólgin í sveitarstjórninni, og þaS ætti ekki aS þurfa langan tíma, aS gjöra út um mál sveitanna og láta fólkiS fá því framgengt, sem þaS óskar eftir. HiS annaS mikilvæga atriSi í hinni nýju stefnuskrá er mentamála-stefnan. Eg ætla reyndar ekki aS fara um hana mörgum orS- um; en í fám orSum er hún þessi: AS skoSa tilhlýSilega efling mentamál- anna sem hina fyrstu skyldu stjórnarinnar; aS ábyrgjast hverju barni í fylkinu hæfilega, heilbrigSa undirstöSumentun, án nokkurs tillits til þess, af hvaSa þjóSflokki börnin eru, eSa hvaSa trúarflokkum þau tilheyra. AS láta góSa fræSslu í enskri tungu vera hiS fyrsta skilyrSi skólanna. AS auka ment- un og efla hag kennaranna; aS styrkja skóla- nefndirnar til þess aS hafa skólana í sena beztu lagi; aS efla og auka mentun í akur- yrkju, í æSri og lægri skólum; að efla há- skóla Manitoba fylkis og auka áhrif hans út á viS; aS efla akuryrkjuna, sem er meg- instoSin undir velferS Manitoba, auka og efla hana meS öllum hugsanlégum ráSum og byggja hana á nýjustu og beztu vísinda- legum rannsóknum og uppgötvunum. Að verða sem mest að gagni. ASalatriSiS, aSalhugmyndin, sem fólg- in er í samþykt þessari, er sú, aS þaS sé hin fyrsta skylda ríkisins, aS veita borgurum. ríkisins sem flest og bezt tækifæri til þess aS verSa bæSi sér og ríkinu aS gagni. Ef aS vér höfum ekki góSa borgara og færa, þá verSur seinn og tregur uppgangur fylkis- ins. Þess vegna ríSur svo mikiS á því, að gjöra æskulýðinn mentaðan, siðferðisgóð- an og ástundunarsaman á störf sín og iðn, og veita hinum ungu mentun og þekkingu á störfum þeim, sem þeir ætla að hafa sér til lífsuppeldis, og í fylki þessu er það frem- ur öllu öðru akuryrkja. Á annað atriSi stefnuskrárinnar ætlaSi eg aS minnast, en þaS er bindindisstefnan. Hún er ákveSin meS þessum orSum: Konservatíve Tlokkurinn er sannfærS- ur um, aS skyldugt sé aS bæla niSur og út- rýma allri þeirri bölvun, sem vínsalan hefir í för meS sér. Og komist flokkurinn til valda í fylkinu, skal tafarlaust leiSa í lög vínbannslög þau, frá árinu 1900, sem köll- uS eru “Hugh John Macdonald Liquor Act”, án þess aS skjóta þeim til atkvæSa (referendum), eSa gjöra kost á aS ónýta þau (repeal)”. (Lófaklapp!). Eg vil taka þaS fram, aS þessu atriSi er ekki haldiS fram til þess aS veiSa atkvæSi. ÞaS var tekið upp af því, aS fulltrúar á fundinum, allir í einu hljóSi (aS tveimur undanteknum af 1700), samþyktu þaS. — Og þeir gjörSu þaS af því, aS þeir vildu hafa vínbann um alt Manitoba. — Ekkert annað! Og þeir eru heitbundnir þessari samþykt. Þessir menn, sem þama voru á fundinum, og þeir allir, sem sendu þá þang- að sem fulltrúa sína, eru bundnir þessarí samþykt, og eg er bundinn henni með þeim! Þess vegna vil eg gjöra þaS öllum Ijóst, *hinum mörgu vinum mínum í Brandon og hvar sem er í Manitoba, að ef að þeir greiða atkvæði með mér, þá greiða þeir atkvæði með vínbanni þessu. Lófaklapp!). Það má ekki táldraga þjóðina. ÞaS má ekki narra fólkiS, — þaS má ekki táldraga þaS! Eg styS þetta mál, og margir ySar vita þaS, aS þetta er mín óbif- anleg sannfæring. Eg er sannfærSur um, aS vínsalan sé landi og lýS til bölvunar. Og séu lög þessi viStekin í fylkinu, þá er eg sannfærSur um, aS þetta fylki vort eykst og blómgast og vellíSan fólksins fer vaxandi, og pólitíkin verSur hreinni, og fólkiS verS- ur farsælla og blessanir allar margfaldast. Og ef að vér og þeir, sem eru sama hugar, föllum fyrir að halda þessu fram, þá er eg alt fyrir það viss um, að vér höfum ekki barist tU einskis. En vér föllum ekki. Þess-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.