Heimskringla - 29.07.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 29.07.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 29. JÚLÍ 1915. HEIMSKRINGLA BLS. 5 | Standið við sannfæringu yðar. (Framhald frá 4. bls). fengiS. Þær hafa ekki fengiS full umráS eigna sinna. Þegar konan giftist, á hún í mörgum löndum ekkert nema leppana, sem hún stendur í. Hún hefir veriS eign mann- sins í langa hríS, eins og kýrin í fjósinu, eSa hesturinn fyrir plógnum. ÞaS hefir ekki ver- iS títt af bændum, aS selja konur sínar, en þó hefir þaS oft veriS gjört. Vér höfum einlægt veriS meS því, aS konur fái atkvæSisrétt, meS því aS þær taki þátt í tilbúning laganna og stjórn ríkjanna og beri ábyrgSina meS bændum sínum, bræSrum, feSrum og sonum. Vér þykjumst sjá marga erfiSleika á götu þeirra; en þaS má ekki og dugar ekki aS neita þeim um réttinn. Vér vonum þá, aS Bakkus komist aldrei í hásæti framar; vér vonum þá ,aS mútur og atkvæSakaup hætti sömuleiSis og kosningar verSi hreinni en þær hafa veriS. Og nú eiga bændur þeirra aS greiSa at- kvæSi um þetta, hvort þær nái þessum rétti og þaS undireins, eSa hvort þær eigi aS halda áfram aS vera réttlausar, sem áSur, --- réttlausar, hver veit hvaS lengi? Því enginn getur sagt fyrir, hvaS ske kann á ó- komnum tíma, hverjar óskir og vonir rætast og hverjar falla niSur og aS engu verSa. En eins viljum vér geta í sambandi viS þetta; en þaS er þaS: aS ef nokkur maSur á rétt til aS hafa áhrif á atkvæSi annars, þá á konan rétt til þess, aS hafa áhrif á atkvæSi bónda síns, og á honum liggur skyldan, aS taka tillit til vilja hennar, svo framarlega, sem samvizka hans leyfir. Og nú ætti þaS aS sjást, hvort konur vilji þaS til vinna, aS fá rétt sinn, aS biSja bænd- ur sína aS greiSa atkvæSi meS sér. Ef þær vilja þaS ekki, þá er spurning um þaS, hvort þær eigi skiliS aS fá nokkurn atkvæSisrétt. — Þetta ættu konur allar aS hafa í huga, hvort heldur þær eru liberal eSa konserva- tív. Eins er um vínbannsmáliS. Þeim kem- ur þaS eins nærri og þetta, því aS þær eiga þó þátt í bóndum sínum og sonuna eiga þær jafnt meS þeim. ÞaS verSur annars nokkuS fróSlegt aS sjá og heyra, hvernig kosningar þessar fara. — Af því má eitt og annaS ráSa um komandi tímann og menningu þjóSanna í fylki þessu. Páll Reykdal. MaSurinn, sem býSur sig fram til þings af hálfu Konservatíva í St. Georges kjör- dæmi í Manitoba er Páll Reykdal frá Lund- ar. I kjördæmi þessu þekkir hann Víst hver einasti maSur. Hann er meS hinum fyrstu mönnum, er bygSu þaS lan'dspláss, þegar alt var þar í auSn, vegir engir og bændur fáir og langt á milli. Hann hefir alist upp meS sveitinni þar norSur frá og þekkir all- ar hennar þarfir og alla hennar möguleika, og alla hennar búendur. Hann hefir sjálfur reynt örSugleikana, sem nýju bygSunum fylgja; hann hefir hitnaS og svitnaS í bar- áttunni viS þá, og veit því vel, hvar skórinn kreppir. Og þaS vita allir, sem þar hafa búiS eSa lifaS nyrSra, aS Páll hefir veriS sá bezti fé- lagsmaSur, sem þar hefir nokkurntíma kom- iS. Hann hefir séS og skiliS þann sann- leika, aS eigi menn áfram aS komast, þá verSur hver höndin aS hjálpa annari, hver maSurinn aS stySja annan. Sé þaS ekki gjört og hver berjist um á bátnum meS einni ár, þá gengur ekki neitt. Þegar vér stönd- um saman og höldumst hönd í hönd og stySjum hver annan og erum samtaka, þá lyftum vér þeim þunga, sem vér ekki hefS- um getaS lyft í tíu ár eSa hundraS ár, ef aS hver hefSi veriS aS bauka fyrir sig, og eins og oft gengur hjá oss íslendingum, ekki síS- ur en öSrum, aS hver hefSi hrundiS öSrum og unniS á móti öSrum. Sem sönnun þessa vil eg nefna sveitar- stjórnina. Páll var maSurinn, sem mest og bezt barSist fyrir því aS koma henni á. Og eg get sagt ySur þaS, aS eg þekki þaS dá- lítiS af eigin reynslu, þó aS mörg ár séu nú orSin síSan, — aS þaS þarf seigling og út- hald stundum til þess, aS koma á sveitar- stjórn og skólum í nýjum bygSum. Náttúr- lega voru margir aSrir, sem aS þessu studdu og fyrir þaS unnu. En þaS er víst óhætt aS segja, aS Páll var meS þeim fremstu. Hann kom þar einnig á smjörgjörS. En sala smjörs og rjóma er eitthvert mesta lífs- spursmál bóndans og jafnvel hiS fyrsta skil- yrSi fyrir því, aS búskapur geti þrifist í nýj- um bygSum, annar en “ranching”. Og ef aS menn ekki vilja kannast viS þátt þann, sem Páll lagSi til þessara mála, þá má segja, aS gleymt sé þegar gleypt er. Náttúrlega getur þetta ekki átt viS hinar fjarlægari bygSir kjördæmisins. En þaS er hér aSeins tekiS til aS sýna, aS Páll vann aS hinu mesta vel- ferSarmáli sveitunga sinna og sýndi meS því hver hugur hans var: aS hjálpa ekki einung- is sjálfum sér heldur öSrum. Þá eru bindindismálin Páli brennandi lífsspursmál. Ef aS Páll er heitur fyrir nokkru málefni, þá er hann heitur fyrir því og kveSur svo aS því, aS þaS er á orSi, aS Páll myndi fúslega vilja rýja sig inn aS skyrt- unni, ef aS hann meS því gæti unniS bind- indismálinu þaS gagn, sem um munaSi. ------- Þetta sýnir mann, sem standa vill meS sann- færingu sinrii, og vissulega ættum vér held- ur aS lyfta þeim mönnum en aS berja þá niSur. Og þaS sýnir afturför og vesaldóm þjóSarinnar, ef aS menn vilja ekki fremur hlúa aS þeim mönnum en draga þá niSur. Þeir eru ekki of margir, þaS vitiS þér sjálfir. Þá má geta “Grettis” félagsins, félags hinna ungu manna. Hver barSist betur fyrir ir þá en Páll? Hver hefir veriS lífiS og sál- in í því annar en Páll? ÞaS er sem hugtök hinna gömlu forfeSra vorra hafi gripiS Pál, svo aS hann ræSur sér ekki og fer og mynd- ar leikfimisfélag, aflraunafélag, íþróttafélag. Og hann er svo fjörugur, aS hann hrífur meS sér æskulýSinn. En þeim hinum ungu svellur móSur og svella vöSvar og þeir fara | aS leika sér og æfa sig hver af öSrum og I hver meS öSrum, og þetta verSur þeim sjálf- um til gleSi og sjálfum þeim og sveitinni til sóma og prýSis. Þarna er gamla Islend endurboriS, eins og þegar þaS var upp á sitt hiS bezta, þegar vegur þess og sómi var mestur. En þó aS þetta sé nú alt gott, þá er enn eitt, sem ætti aS hvetja menn í kjördæminu til aS standa meS Páli. En þaS er þaS: aS Páll er nýr maSur af nýjum flokk. ÞaS er hinn nýji endurvakti flokkur Konservatíva, sem nú hefir hrist af sér kápuna gömlu, sem svo margt faldist undir, -hrist af sér menn- ina, sem berir urSu aS þessu, sem vér helzt ekki viljum nefna. ÞaS eru mennirnir, sem búnir eru aS brenna sig, sem mest og bezt forSast eldinn. LátiS ySur ekki til hugar koma, aS einn flokkurinn sé betri en ann- ar. I pólitíkinni hefir lítiS veriS af helgum mönnum, hvorum flokknum, sem þeir hafa tilheyrt. Þér getiS fariS og spurt hann Ful- lerton aS því, hvaS honum mundi finnast um helgi hinna Liberölu, --- ef aS menn eru ekki búnir aS sjá þaS, þeir sem læsir eru, þá ættu þeir ekki aS hafa atkvæSisrétt. ÞaS er fundurinn Konservatíva, sem rís fyrst alvarlega einhuga á móti öllum þess- um svívirSingum, sem falliS hafa ekki ein- ungis á Konservatíva, heldur á alla menn í Manitoba. Og Páll var einn af þeim mönn- um, sem fjallaSi um ályktanir og stefnur fundarins. — Þér verSiS aS stySja hann; hann er maSur, sem kom fram ySur til sóma og félagi ySar og öllu fylkinu til sóma. Svo er enn eitt: Páll er maSur vel fær bæSi á enska tungu og íslenzka. ÞiS þurfiS aldrei aS óttast, aS þar geti komiS, aS þér verSiS aS bera kinnroSa fyrir honum. ÞaS eru hugmyndirnar og mennirnir, sem þér verSiS aS sækjast eftir aS fá sem bezta. Og þegar þér fáiS réttan mann, — hreinan, hugrakkan áhugamann, og hann | heldur fram þeim skoSunum, sem þér eruS sannfærSir um, aS sjálfum ySur, fylkinu og landinu eru fyrir beztu, þá kjósiS hann, af hvaSa flokki sem þér eruS. Og ef aS þér fariS aS íhuga stefnu Páls og skoSanir þær, sem hann hefir stutt og mun stySja, Þá mun- uS þér sjá, aS Páll er maSurinn. KjósiS hann! Sveinn Thorvaldson. Sveinn Thorvaldsson , hinn fyrverandi þingmaSur Gimli kjördæmisins, býSur sig þar fram aftur fyrir hönd Konservatíva á útnefningarfundinum á Gimli voru þeir fyrst tveir, sem buSu sig fram, hann og Galizíu- maSur einn. En Galizíu-maSurinn hætti viS og var Sveinn Thorvaldsson útnefndur í einu hljóSi. ÞaS er engin þörf á aS lýsa Mr. Thor- valdssyni fyrir kjósendum kjördæmisins; — þeir þekkja hann allir, hver einasti Islend- ingur, ungur sem eldri, og meiri hluti Gall- anna. Sveinn hefir vaxiS upp meS nýlend- unni. Vér vorum honum samferSa ungum, er hann kom frá íslandi áriS 1887. Og vér erum fulltrúa um þaS, aS mikinn hluta vel- líSanar sinnar eigi nýlendan Sveini aS þakka. Hann útvegaSi þeim fyrstur mark- aS fyrir aSalvöru sína, smjöriS; fyrst á Gimli, síSan í Icelandic River, og var þaS hin þarfasta framför fyrir alla nýlenduna, því aS þaS kom henni eiginlega á framfara- skeiSiS. Þeir þékkja Svein þar neSra og hann hefir veriS oddviti þeirra, hvaS eftir annaS. Þeir hafa kosiS hann til þess aS standa fyrir og flytja sín vandamestu mál. Seinast veittu þeir honum þingmannssætiS meS stórkost- legum meirihluta. Nú kemur hann aftur og býSur sig fram, — ekki sín vegna, hann græSir ekkert viS þaS, heldur tapar og tekur sér þungan og erfiSan bagga á herSar. En hann gjörir þaS fyrir málefnin, sem veriS er aS berjast fyrir, málefnin og skoSanirnar, sem vér allir erum sannfærSir um aS eru góSar og velferSar- spursmál þjóSarinnar, fylkisins og allra fylk- isbúa: BindindismáliS, kvenfrelsismáliS, verkamannamáliS og hreinleiki allra þeirra, sem aS opinberum málum starfa. Vér viljum spyrja menn, hvort þeir hafi ekki tekið eft- ir því, að það er aðeins farið — ekki búið —að hreinsa aðra króna? Á hina króna hefir nú enginn hönd lagt. — Á hún að vera óhreinsuS? ESa hafiS þér nokkurntíma heyrt, aS kró ein hreinsi sig sjálf, meSan fjörusauSirnir ganga í henni? Vér höfum aldrei heyrt þaS, og búumst aldrei viS aS heyra þaS. Og hversu margir málagarpar eSa skörungar, sem prédika þaS, aS hún hreinsi sig sjálf, þá trúum vér því ekki fyrri en vér sjáum þaS, og ekki heldur aS hún sé svo hrein, aS þar þurfi engrar hreinsunar viS. Vér trúum því ekki, getum ekki trúaS því, þegar vér sáum, hvaS mokaSist út úr hinni. Ef menn því vilja hreinsun, þá haldi menn áfram. Ef menn vilja meS afnámi víns halda, þá kjósiS manninn, sem heldur því fram. Ef menn hafa nokkra hugmynd um, aS þeir, sem lifa á því aS selja bjór og brennivín, vilji halda viS þessari loflegu at- vinnu sinni, og flest til vinna, aS eySa og drepa lög þau, sem banna hana, þá er ann- aShvort aS vera meS þeim eSa móti. En látiS ySur ekki til hugar koma, aS þér vinniS fyrir bindindi og afnámi víndrykkju, ef aS þér hafniS manninum, sem á móti því berst, aS víniS sé selt og vill afnema þaS. ÞiS drepiS þá ySar eigiS mál. Og muniS þaS, aS taka heldur fuglinn í hendinni, en þann, sem er í skógi úti. LátiS ekki ginna ySur meS því, aS þér skuliS fá þaS einhverntíma seinna, meS meiri eSa minni konstum, sem þér getiS fengiS nú undireins, ef þér kjósiS manninn, sem þér hafiS reynt, — manninn, sem þér hafiS trúaS og treyst, manninn, sem hefir skuldbundiS sig til þess aS gjöra þetta Svein Thorvaldsson á Icelandic River. “Roger’s maður.,, “Hann er Rogers maSurl variS ykkur, piltar, hann er Rogers maSur!” Hversu margoft höfum vér ekki lesiS þessi orS og þessa aSvörun, — bæSi hjá aSal málgagni liberala flokksins hér, Free Press, og svo hjá smá-máltúSunum, meSal anríara og þaS ekki sjaldnast Lögbergi. Um ýmsa hafa þessi tvö orS veriS sögS, og í þessum tveim orSum hefir alt átt aS felast, sem hægt var aS segja um manninn frá liberala sjónarmiSi. “Roger's maSur"! Hvílík ósvinna! Eins og nokkuS geti veriS nýtilegt í slíkum náunga. Sir James Aikins, hinn nýji leiStogi Konservatíva floksins hér í Manitoba, er Roger’s maSur. Free Press hefir sagt þaS, og Lögberg svo jórtraS tugguna. Já, pilt- ar, variS ykkur, hann er Roger’s maSur! ÞaS er næstum því þaS einasta, sem þau geta fundiS aS honum. En þaS ætti líka aS vera nóg til þess, aS enginn heiSvirSur maS ur vildi viS honum líta. ESa finst ykkur þaS ekki? Stórmerkilegur maSur þessi Rogers. — Hvereinn og einasti Konservatíve í þessu landi er Rogers maSur. Sir Robert L. Bor- den, stjórnarformaSur þessa lands, er Rog- ers maSur. Alt Borden ráSaneytiS er skip- aS Rogers mönnum. Allir ráSgjafarnir í Ontario stjórninni eru Rogers menn. Sama er aS segja um Sir Richard McBride og stjórn hans í British Columbia, — alt Rog- ers menn! Þegar þaS kom til tals, aS sambands- stjórnin, eSa öllu heldur landsstjórinn, Hans konunglega Hátign hertoginn af Connaught, skipaSi konunglega nefnd til þess aS rann- saka pólitiska farganiS hér í fylkinu, — þá var hertoganum strax boriS þaS á brýn, aS hann væri Rogers maSur. Og æSsti dóm- ari þessa lands, Sir Charles Fitzpatrick, sem talaS var um aS ætti aS taka aS sér rann- sóknina, hann var auSvitaS Rogers maSur. Allir blaSamenn Konservatíva voru og eru auSvitaS Rogers menn! En þó keyrir nú fram úr hófi, þegar vér lítum á alla þá tignarsveit, sem ber riddara- tign, hversu margir eru Rogers menn. Má nefna: Sir R. L. Borden, Sir George Fos- ter, Sir Charles Tupper, Sir Charles Fitz- patrick, Sir William Mackenzie, Sir Donald Mann, Sir Adam Beck, Sir Hugh Graham, Sir Rudolphe Forget, Sir Richard McBride, — alt saman Rogers menn. Sérhver maSur þessa fylkis, sem einhverntíma hefir haft og einhverntíma mun hafa eitthvaS viS kon- servatíve mál aS gjöra, hann er Rogers maSur. Skyldi þaS ekki slá fjöldanum skelk í bringu, aS heyra þau stórtíSindi, aS Kon- servatíva leiStoginn hér skuli vera Rogers maSur? Mikill maSur hlýtur þessi Robert Rogers aS vera. Honum er eignaSur meira en helmingur allra landsbúa, og þar á ofan fles-:- ir mætustu menn þjóSarinnar. Von er þó Sir James Aikins þurfi aS bera kinnroSa fyrir þeim félagsskap! Fréttir frá Stríðinu. Bjöminn rússneski snýst illa við og er reiður. Harður er nú aðgangurinn eystra um hýðið bjarnarins: Warshau. — Hinn 21. og 22. júlí sóttu Þýzkir fast að Rússum að norðan, og varð þá fyrir þeim kastalinn Novo-Georgi- ewsk; en hann stendur á tungunni norðan við Narew ána, þar sem hún fellur i Vistula. Er það nyrzta kast- alaborgin í kringum Warshau, og er eithvert sterkasta vígi stórborgar þeirrar. — Fallbyssurnar í Novo- Georgiewsk draga bæði suður á slétturnar sunnan og vestan megin Vistula og meðfram Bzura ánni, sem kemur þar að sunnan og fellur í Vistula; þar hafa Rússar setið síðan í vetur og varnað Þýzkum að komast áfram. Einnig draga byssurnar úr kastala þessum á báða bakka Nar- ew árinnar, norður og austur. Enda mun þess þurfa, því að nú er sem Þýzkir drifi að hvaðanæfa og láta þeir sem spánnýjir. Hinn 24. júlí stóðu Rússar fastir fyrir á Póllandi. 1 Suður-Póllandi stóðu þeir austanmegin ár þeirrar, er Wieprz nefnist. Hún rennur norð- vestur um landið, þar til hún fellur í Vistula hjá kastalaborginni Ivan- gorod (Jónsgarður). Er borg sú 45 milur suður af Warshau. Við ána Wieprz stendur borgin Lublin, 25 mílur suðaustur af Ivangorod, og Krasnostawa einum 25 milum sunn- ar. Norður af liinni síðarnefndu borg börðust Rússar og Austurríkismenn, og tóku Rússar svo á móti, að þeir hröktu flokka Mackensens fullar 8 mílur og feldu af þeim 13,000 menn, auk fanga. Við Wolika liröktu þeir þá 5 mílur, og svo var viðar rétt fyrir helgina. Þeir voru búnir að stöðva þá, en þarna var^hættan mest. Við Ivangorod hafa þeir barist viku eftir viku og hinn 22. komust þeir rétt að borginni, og fergnir frá Berlin og Wien sögðu, að þeir væru búnir að ná henni; en þó var það ekki. En fast voru þeir komnir að henni og falli hún i hendur Þjöð- verja, þá eru Rússar illa farnir. Suðaustur af Ivangorod liggur járnbraut, sem þeir eru að reyna að ná þeir Mackensen, og viða hafa þeir komist rétt að henni. En enn- þá hafa Rússar getað haldið henni, c.g þó með harðfengi hinu mesta; þvi að einlægt vill þá þrjóta skot- færin. En svo hafa Þjóðverjar ver- ið undir búnir, að það er sem einu gildi, hvaða ósköpum sem þeir eyða af vopnum, sprengikúlum og skot- færum öllum, þa hafa þeir einlægt nóg; þá getur þrotið skotfæri nokk- ura daga á einum eða öðrum stað, en svo koma tugir vagnalestanna með það. Og nú er undir því komið, hvorir verða þarna fljótari að draga að sér skotfærin og vistirnar og hcr- liúnað allan. — Að norðan við War- shau sækja Þýzkir fast á, en kastal- arnir norðan við borgina og Narew- fljótið stöðva þá, og hvernig sem þeir hafa hamast, þá hafa þeir ekk- crt á unnið seinustu dagana. En norður á Ivúrlandi er sagt að Þjóðverjar ha.fi komið á land nýj- um her, 50—100 þúsundum manna, og stefna honum austur landið til Piga. Þeir tóku sjóborgina Windau, norðtir af Liebau, og hafa nú orðið í ieiri hluta landsins. SeinustU frétt- ii segja, að þeir snúi herflokkum sinum suður og austur inn í landið. Þeir vilja óefað ná járnbrautunum, sem tengja Warshau við Petrograd, og gcti jjeir það, þá verður Nikulás t.ndan að halda og láta þá hafa War- shau og alt Pólland. Flugufregnir hafa komið um það frá Kaupmannahöfn og víðar, að Þýzkir ætli sér nú ekki minna en að bregða sér til Petrograd og taka borgina. En hætt er við, að það verði ekki næstu vikur, og hættuför er það hverjum sem reynir. Sumir ætla, að Rússar fari nú að heiðast griða. En þeir menn þekkja lítið til; þvi að því lengra sem að Rússar hrekjast inn i land sitt, þvi heitari verða þeir og ákafari að ná sér og því fjær dregur friðnum. Þeir sjá þá betur og betur, að þeir eru að berjast fyrir lífi sinu og tilveru. Til Moskó borgar er löng leið; en þangað komst Napóleon mikli með hinn mesta hcr, 500,000 manna, sem þá hafði séðst. En Rússar myndu ekki láta sig. þó að þeir töpuðu Petrograd og Moskó. Þeir myndu lialda undan alla leið til Ural fjalla, meðan þeir hefðu herinn. En því lengra, sem þeir halda inn í landið, því erfiðara er að sækja, og á end- anum snúast þeir við. HaríSir bardagar ítala megin. Þar berjast þeir i kviðum dag og nótt. Alla hina liðnu viku stóð slag- urinn við Görtz eða Goritza, á aust- urbökkum Isonzo-árinnar, og má þó eiginlega segja að hann hafi staðið í sex vikur. Austurrikismenn voru lninir að búa þar um sig austan við ána. Eru þar fjöll há og hafa þeir viggirt hvern hrygg og hæð og fjalla tind og sumstaðar losa þeir björgin i klettunum til að láta þau falla nið- ur á ítali. ftalir fara sigandi en stanslaust áfram, og aldrei hefir þeim komið neinn verulegur hnekk- ir ennþá; en lengst hefir kastalinn Görtz staðið fyrir þeim. Vikuna sem leið settu þeir margar báta brýr yfir Isonzo-ána, og létu þá hinir skotin ganga á þeim stöðugt og sprengdu oft brýrnar. En fjöldi af úrvala- liði komst yfir, svo að nú eru Aust- urríkismenn búnir að viðurkenna, að Görtz hljóti að falla í hendur ít- ala þá og þá. — Austurríkismenn tapa 25,000 manna við Isonzo ána og geta hvergi reist rönd við ítölum. ítalir fara hægt og víggirða hvern stað og gryfju, sem þeir ná af hinum. Og aldrei hafa þeir látið neinn stað eða vigi, sem þeir einu sinni hafa náð. — öll blöðin ætla, að Bandamenn taki Hellusund innan tveggja vikna. Tyrkir fá hvergi skotfæri og eyða nú þessu, sem ]>eir hafa, í stöðugum bardögum á Bandamenn, til þess að verða sem fyrst búnir og fá enda á þessu. — Fulltrúi páfa í Miklagarði hefir getað komið skeytum til Róms, um að Tyrkir séu komnir fast að þvi að gefast upp, en áðuF-muni þeir slátra öllum kristnum mönnum í borginni. En páfi leitar þegar til Wilhjálms, og biður hann að aftra vinum sín- um frá voðaverkum þessum. Tveir drepnir. Kveldið hinn 20. um kl. 8.30 urðu tveir menn fyrir autó á norð- vesturhorninu á Sargent og Sher- brooke strætum. Mennirnir stóðu á gangstéttinni, en autóið kom á brun andi ferð með stúlku 9 ára, er slas- ast hafði, orðið fyrir strætisvagni í Fort Rouge og var á leiðinni á spít- alann. ökumaður autósins ætlaði vist að forðast dreng á hjóli, en ferð in Aíar svo mikil, að autóið hljóp upp á gangstcttina og lenti á mönn- uuum og beið annar þegar bana, en hinn var fluttur á spítalann og dó þar í morgun, 27. júii. Slys þessi eru nú orðin svo tíð, að voði stendur af. Menn hirða ekk- ert um lögin, sem banna að keyra liart á strætunum, og utan til í borginni höfum við séð autóin fara 20—30 mílna ferð eða meira á kl,- stundinni. Þetta er ohæfa, sem ekki á að þolast. Otboð. Boð hefir komið til Lieutenant- Col. Geo. Clingan, að kalla saman og æfa enn eina Battalion til her- þjónustu austan hafs. Hún á að kallast: “The 79th Overseas Batta- lion”. Og verða aðalstöðvar hennar The Armory, Brandon. Byrjað er nú þegar að taka á móti hermönn- um, og verður þvi haldið áfram á aðalstöðvunum í Brandon og öðrum stöðum hér og hvar um fylkið. Skilyrðin eru þessi: Aldur 18— 45 ára, hæð 5 fet 6 þundungar; brjóstmál 32 þumlungar, og heilsa góð. Þeir, sem yngri eru en 21 árs, verða að fá leyfi foreldra sinna. — Allir, sem fara vilja í herdeild þessa, ættu að koma á aðalstöðvarnar, eða stöðvar þær aðrar út um land, sein veita hermönnum móttöku. Allir, sem í þessa herdeild ganga, fá eins mánaðar leyfi til uppskeru- vinnu með fullri borgun. En vottorð þurfa þeir að fá frá bónda einum eða öðrum, að þeir hafi unnið þenna tíma hjá honum. Nú er timinn kominn fyrir alla þá að ganga í herinn, sem til þess eru færir. Enginn maður ætli að liða það, cið aðrir herjist fyrir liann. — Þörfin er að fá allal. —^ Margir eldri menn mundu vilja fara, en aldur- inn bannar. Komið og vinnið skyldu yðar! Ein persóna (fyrir daglnn), $1.60 Herbergi, kveld og morgunverUur, $1.25. MáltíÓir, 35c. Herbergi, ein persóna, 50c. Fyrirtak I alla stabi, ágæt vínsölustofa í sambandi. Talsíml Garry 2252 ROYAL OAK HOTEL Cha.M. Gustafsson, etgandl Sérstakur sunnudags mÍt5dagsverU- ur. Vín og vindlar á boröum frá klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex til átta aö kveldinu. 2S3 MARKET STREET, WINNIPEG Sérstök kostaboö á lnnanhúss munum. KomiÖ til okkar fyrst, þit5 munií5 ekki þurfa at5 fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. 593—595 IVOTRE DAME AVEJÍtJE. Talsfml Garry 3884.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.