Heimskringla - 29.07.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 29.07.1915, Blaðsíða 6
' BLS. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. JÚLf 1915. — Hver var hún?— ‘Eg get ekki hugsað til þess, að saklaus og ung stúlka, ókunnug í London, hlaupi út í hætturnar, sem 4{eia eyðilagt hana’, sagði ungfrú Povvys og reyndi að áala rólega. ‘Viljið þér ganga á skóla, ef einhver borg- «r fyrir yður?’ ‘Nei, alls ekki, ungfrú Povvys. Kenslukonur vil eg ekki lengur. Eg vil engum vera háð. En eg er fús til að veita tilsögn, ef eg get fengið stöðu’. ‘Munduð þér vilja fara aftur til Racket Hall, — ef húsaleigan yrði borguð fyrir langan tíma og þér fengj- uð riflegar tekjur árlega?’ ‘Nei, eg á ekkert við Racket Hall lengur né við Nesbit, og eg þigg ekki ölmusu af neinum. Það sem eg heimta er réttlæti, og því segi eg aftur: Verið þér sælar.’ ‘Bíðið þér!’ skipaði frú Povvys og andlit hennar ■varð sorgþrungið. ‘Eg — eg er hrifin af yður. Þér eruð alt öðruvsi en ungu stúlkurnar hér i London, og mér geðjast að viljakrafti yðar og sjálfstæði. Eg get ekki látið yður yfirgefa hús mitt, án þess að vita, hvað þér ætlið að taka fyrir yður. Eg þekki London; en þér ekki. Eg er hrædd um yður i þessari slæmu og stóru borg’. , ‘Þér hljótið að hafa meðlíðan með öllum mann- eskjum, fyrst þér eruð svo hrifnar yfir ókunnugri stúlku, og það stúlku, sem hefir móðgað yður’, sagði £dda háðslega. En þér þurfið ekki að vera hræddar *im mig, — eg hefi verið einmana alla mína æfi, og iiefi aldrei þekt, hvað það er að vera elskuð; eg hefi aldrei verið kyst, nema ef vera skyldi af kenslukon- um mínum. Þér þekkið ekki fátæktina í slíku ásig- iomulagi og eg hefi orðið fyrir; — eg hefi þráð blíðu, «n aldrei orðið hennar vör; eg hefi þráð og andvarp- flð eftir móður, sem eg hélt að væri dáin. Eg hefi á- -valt verið einmana; eg hefi verið leyndardómur fyrir |)á, sem ólu mig upp og lifðu af því, — þetta hefi eg verið og ekkert annað: Heimilislaus, foreldralaus og útskúfuð frá fæðingunni. Hvar sem frú Brend er nú, f)á ætti hún að vera ánægð, því hún hefir bjargað sjálfri sér með því að útskúfa barni sinu’. Ungfrú Powys stundi þungan. En enga meðaumkun, viðbrigði eða forvitni var að sjá í augum Éddu, þegar hún leit á dóttur hins ríka fcankara. , Nú varð stutt þögn og Edda greip um skráarhún- ínn. Þá spratt ungfrú Powys á fætur og sagði eins ró: lega og hún gat: ‘Æfisaga yðar hefir haft mikil áhrif á mig, ung- frú Brend. Það er í sannleika sorgleg saga. Fyrst J)ér leituðuð hjálpar minnar, get eg ekki leyft að þér yfirgefið þetta heimili, fyrri en þér hafið fundið Nes- Jjit, fjárráðamann yðar. Þér viljið fá eitthvað að gjöra, en eg get aldrei — skiljið þér mig nú rétt — staðið i sambandi við yður sem móðir; en eg held f)ér séuð saklausar, góðar og hreinskilnar. Mér er kær- ast, að þér yrðuð kyrrar hjá mé-sem félagssystir, og sem slík eigið þér að lesa fyrir mig, svara heimboðun- *im sem eg fæ; fylgja mér á sltemtigöngum og þegar eg ek út. Á þessu heimili verður við yður breytt sem hefðarmeyju og þér megið skoða þetta hús sem heim- Hi yðar. Viljið þér taka þessu boði?’ á 7. KAPITULI. A’ý truflan. Edda vörð alveg hissa yfir tilboði ungfrú Powys. Hún hafði hreint ekki búist við neinum vinaratlotum af henni, og var í efa um, hvort hún ætti að þiggja til- boðið. ‘Þér hafið ef til vill ekki skilið tilboð mitt til hlýtar’, sagði ungfrú Powys eflir stutta þögn. ‘Það er engin þjóns staða, sem eg býð yður, heldur staða, sem inargar ungar stúlkur af tignum ættum, í fjármunaleg- um kröggum, mundu taka fegins hendi. 1 fám orðum sagt: staða, sem margar yngri dætur hafa í auðmanna húsum. Yður skal sýnd virðing; þér getið fengið sérstakan vagn til afnota, þegar þér viljið; vissar stundir dagsins fáið þér til eigin þarfa, og eg skal borga yður 100 pund un\ árið. Hverju svarið þér?’ ‘Það er óvanaleg umhyggjusemi, sem þér veitið ó- kunnugri persónu, ungfrú Powys’, sagði Edda hugsandi. QJÖF Fyrir óákveðinn tíma á fólk völ á að fá einn árgang af Heimskringlu fyrir $2.00, og eitt eintak af stríðskorti norðurálfunnar, og þrjár Heimskringlu sögur gefins með. StrllSskortlt! er nauUsynlegt hverjum sem vlll fylgjast meB viDburBum I þeim stórkostlega bar- daga sem nú stendur yfir í Evrópu. Einnig er prentaB aftan á hvert kort upplýslngar um hlnar ýmsu þJóBir sem þar eiga hlut aB máli, svo sem stærB og fólksfjöldl landanna, herstyrkur þjóbanna samanburBur á herflotum og loftskipaflotum, og ýmlslegt annaB. Stríðskortið fæst nú til kaups á skrif- stofu félagsins fyrir 35 cent SKRA YFIR HEIMSKRIVCIitJ PREMIUR. BrðBurdóttir Amtmannsins____35c. ÆttareinkenniB ____________ 35e. Dolores ___________________ 35c. Sylvla_______________________25c. Lára ______________________ 25c. Jón og Lára__________________25c. LJósavörBurinn_______________35e. StriSskort Noröurálfunnsr____85c. The Viking Press, 729 Sherbrooke St. Ltd. Talsími Garry 4110 P.O.Box 3171 “Eg er stúlka, sem á enga foreldra, sem þektir eru; og þó þér segist ekki vita hver eg sé, og segist ekki hafa heyrt getið um Racket Hall eða Nesbit áður, og segist ekki bera hlýjari hug til mín en góðar manneskjur eigi að bera hver til annarar, þá bjóðið þér mér að verða félagssystir yðar og njóta þeirra skemtana og réttinda, sem tilheyra yngri dóttur á heimilinu. Því reynið þér ekki að finna sönnun fyrir því, sem eg hefi sagt yður? Því sendið þér ekki boð eftir Nesbit til þess að spyrja hann um mig? Hvers vegna eruð þér svo hrifnar af ungri sveitastúlku, sem þér þekkið ekk- ert? Er það siður hefðarmeyja í London, að gjöra ung- ar sveitastúlkur að félagssystrum sínum, þó þær þekki þær ekki?’ Ungfrú Powys roðnaði og opnaði munninn til að gefa biturt svar, en stilti sig. ‘Það er auðséð, að þér þekkifc heiminn lítið’, sagði hún róleg, ‘og jafn auðséð að þér eruð eins drambsam- ar og eg. En því viljið þér hrinda frá yður þeirri hendi, sem vill hjálpa yður? Þér komuð þingað með margar falskar ímyndanir, sem eg hefi leiðrétt. Þér segist vera heimilislausar og þar af leiðandi kenni eg í brjósti um yður. Nú býð eg yður heimili og skal vera vinstúlka yðar, ef þér viljið það. Hafi eg aðrar ástæður en þaér, sem eg hefi þegar minst á, ungfrú Brend, megið þér vera vissar um, að eg geymi þær hjá sjálfri mér. Þér viljið fá stöðu, og eg býð yður stöðu sem er betri en nokkur önnur sem þér eigið kost á jið fá hér’. Edda hugsaði sig um. Hún fann til vonbiigða og var grom yfir því að kröfur hennar voru ekki við- urkendar. Hún var óánægð. Yfir fæðingu hennar hvíldi meiri skuggi en áður. Framkoma ungfrú Powys gagn.vart henni var ekki fullnægjandi og óviss. Hún þótist viss um að ungfrú Powys þekti leyndarmálið við fæðingu sina að nokkru eða öllu leyti. En ekki hélt hún hana vera móður sina. Hún áleit, að moðir sín mundi hafa verið náskyld henni -—- máske systir hennar — og áform Eddu að komast að þessu leynd armáli var nú ákveðnara en nokkru sinni áður. Til þess að geta náð þessu áformi og haldið áfram rann- sóknum sínum, var hyggilegt fyrir liana að *ira kyrra. ‘Eg ætia að verða kyr’, sagði hún loksins; en sá um leið að ungfrú Powys horfði á hana rannsakandi og kvíðandi augum. ‘Hafi eg enga kröfu á hen.mr yður, þá er velvild yðar til mín óviðjafnanleg. Eg skal gjöra það, sem i mínu valdi stendur, til að verð- skulda hana’. Það glaðnaði yfir ungfrú Powys. ‘Látið þér allar spurningar um fæðingu yðar enda hér í þessu herbergi núna, ungfrú Brend’, sagði hún, ‘meðan þér eruð hjá mér. Til heimilis hér er faðir minn og bræðrungur, sem annast um vandasama stöðu í bankanum. Þeim, sem öllum öðrum, verðið þér kynt- ar undir nafninu ungfrú Brend, ung stúlka frá York- shire, frænka hr. Nesbits, sem hafði heyrt getið um góðgjörðir mínar og sendi yður til min í þeirri von, að eg gæti útvegað yður lífvænlega stöðu. Þar eð mér geðjaðist vel að yður, tók eg yður fyrir félagssyst- ur. Þetta verðið þér að segja þeim, sem kunna að spyrja yður, og sömuleiðis sjálfri yður. Eg er kunn að því, að gjöra óvanalega hluti hér á heimilinu, svo engum dettur í hug að spyrja meira um þetta’. Edda hneigði sig samþykkjandi. ‘Á eg að byrja veru mína hér undir eins, ungfrú Powys?’ sagði hún. ‘Auðvitað. Eg skal strax senda mann til járn- brautarstöðvanna til að sækja farangur yðar’. Edda brosti ofurlítið beiskjulega. ‘Allur farangur minn er i litla bögglinum, sem eg skildi eftir niðri í stóra salnum yðar, ungfrú Powys’, sagði hún. ‘Eg er ekki auðug og eg á ekki mikið af fötum Eg hefi aldrei átt fleiri en tvo kjóla i einu. — Heiðalífið í Yorkshire er öðruvísi en lífið í London. Auk þess, þegar Nesbit hætti að fá peninga frá minni óþektu móður, var hann fremur spar á að kaupa klæðn- að handa mér’. ‘Við verðum að bæta úr þessum skorti undir eins’, sagði bankaradóttirin. ‘Frú Priggs verður að fara með yður strax og kaupa fatnað. Þér verðið að vera vel klæddar áðúr en faðir minn og frændi sjá yður’. ‘í þessu tilfelli neyðist eg þá til, að biðja yður um nokkuð af launum mínum fyrirfram; en helm- inginn af þessum hundrað pundum ætla eg að geyma fyrir ókomna timann. Vinalausar ungar stúlkur verða að hugsa um framtíðina, þar eð þær eiga engan að, sem vill annast þær’. Ungfrú Powys beit á vörina. Löngun Eddu til að vera sjólfstæð voru ný vandræði. ‘Það er gott’, sagði hún. ‘Þér megið hafa yðar eiginn vilja, ungfrú Brend. Þér skuluð fá fimmtíu pund til að kaupa fyrir í dag; en eg ræð yður til að kaupa þann fatnað, sem sæmir ungri, heldri stúlku og er við- eigandi fyrir gestasal minn. Gestir mínir fá að sjá yður, og faðir minn og frændi eru vandlátir með sinn eigin klæðnað og hika ekki við, að setja út á annara klæðnað, ef þeir geta það’. ‘Eg skal muna það’, sagði Edda. Ungfrú Powys gekk svo að skrautlega skattholinu sínu, lauk því upp og tók þaðan fiinm 10 punda banka- seðla. ‘Hér eru laun yðar fyrir fyrsta missirið, ungfrú Brend’, sagði hún um leið og hún lagði pyngju með peningum i í hendi hennar. Þégar eg sé yður næst, til dæmis við dagverðinn, vona eg að þér hafið klætt yður á viðeigandi hátt’. Án þess að bíða eftir þakkarorðum Eddu, kallaði ungfrú Powys á frú Priggs, sem kom inn úr næsta her- bergi. Hún hafði heyrt alt samtalið og var nú vin- gjarnlegri en áður. ‘Frú Priggs’, sagði ungfrú Powys, ‘ungfrú Brend verður hér sem félagssystir mín. Eg vil að þú hjálpir henni með klæðnað hennar, og berir nákvæma um- hyggju fyrir lifsþægindum hennar. Eg skal strax senda eftir vagni, svo þú getur farið með henni í beztu búðirnar og hjálpað henni til að velja sér fatnað. En fyrst verðurðu að fylgja henni til herbergis hennar’. Frú Priggs fór nú með Eddu út í ganginn. öll herbergin uppi yfir stóra skemtisalnum til- heyrðu ungfrú Powys. Hins vegar við breiða ganginn voru gestaherbergin, og aftast var svefnherbergi bank- arans. Frú Priggs fór með Eddu upp á þriðja loft. Þar voru einnig skrautleg gestaherbergi. Uppi yfir svefnherbergi bankarans var herbergi þess manns, er ungfrú Powys nefndi bræðrung. Þega Edda kom inn i herbergi það, sem henni var ætíað, varð hún glöð yfir skrautinu og lífsþægindun- um, sem þar voru. Frú Priggs sagði henni, hvernig nota ætti ýmsa húsmuni, sem þar voru, er Edda hafði aldrei heyrt nefnda auk heldur séð. Litla böggulinn hennar Eddu kom þjónn með upp til hennar, og hélt honum eins langt frá sér og hann gat, — alveg eins og hann væri að forðast sýkingu. — Edda þvoði sér og greiddi, burstaði gamla kjólinn sinn og lét á sig úlnliðalín; settist svo niður og beið frú Priggs, sem kom von bráðar skrautbúnari en stöðu I hennar hæfði. ‘Vagninn bíður, ungfrú Brend’, sagði hún ineð lotningu, en leit þó hornauga til stráhattsins hennar og slitnu glófanna. Edda gekk ofan stigann á undan með þeim yndis- lega limaburði, sem var henni eiginlegur. Hún fékk sér sæti i vagninum og frú Priggs á móti henni með bakið að hestunum. ‘Regent Street’, kallaði frúin til ökumannsins. Þegar vagninn rann af stað, sat frú Priggs með lokaðar varir eins og hún bygist við óteljandi spurn- ingum; en Edda þagðl og horfði út um vagngluggann á fólkið á götunni og húsin til hliðar. Alvara sást á svip hennar, sem lýsti því að hún var i dýpri hugsun- um en vanalega. Þcgar vagninn kom til Regent Street lét frú Priggs hann nema staðar fyrir framan eina af skrautlegu búð- unum, þar sem húsmóðir hennar var vön að verzla. Hafi frú Priggs búist við, að Edda leitaði ráða henn- ar, þá brást henni það. Unga stúlkan hafði góðan smekk, og var vel fær um að velja það sem bezt var úr því, sem henni var sýnt. Hún vissi, hvers hún þarfnaðist og hvað hún gat keypt. Hún elskaði feg- urðina, en hún gat ekki gleymt því, að hún var aðeins félagssystir, sem gat mist stöðu sína þegar sízt varði. Gagnvart frú Priggs var hún kurteis og viðfeldin, og þrátt fyrir það ,að hún vildi vera óháð og var yfirlæt- islaiis, sæmdi framkoma hennar mentaðri og siðfág- aðri stúlku. Hún keypti fáeina velvalda kjóla. ‘Þér þurfið hvitan silkikjól’, hvislaði frúin að henni, ‘og —’ ‘Þér talið eins og eg væri rikur erfingi, í stað þess að eg er aðeins lagsmær, sem get mist stöðu mína nær sem er, frú Catharine’, sagði EJda brosandi. ‘lig hefi ekki næga peninga til að kaupa þá hluti, sem þér nefn- ið. Eg á enn eftir að kaupa ýmislegt, sem eg þarfn- ast, og fyrir þessi fimmtiu pund verð eg að kaupa klæðnað og annað, sem mér getur enzt í heilt ár’. Frúin kom með mótsagnir, en Edda vék ekki frá sinu ákveðna óformi. Frá klæðasölubúðinni óku þær til skósmiðs og þaðan til skartsölubúðar og glófasala. Margar stundir eyddust til þessara verzlunarviðskifta og nýja pyngjan hennar Eddu var næstum tóm. Hún var lika orðin þreytt, því næstu nótt á undan hafði hún sofið litið, og þótti vænt um að komast aftur til nýja heimilisins. Það, sem hún tók ekki með sér af fatnaðinum nýja, var sent heim til hennar löngu fyrir dagverð, sem á þessu heimili byrjaði kl. 7. Edda lagði sig fyrir og sofnaði litla stund; fékk sér svo kalt bað á eftir áður en hún fór að skifta um klæðnað. Þar eð hún hafði aldrei haft herbergis- þernu, fanst henni sig enga skorta nú, og þegar frú Priggs kom inn kl. 6, var Edda alklædd. Frúin varð meira en lítið hissa..— Fátæklega klædda unglingsstúlkan frá Yorksliire var nú orðin að yfirburða fagurri hefðarmey, sem vakið hefði athygli við allar hirðir Norðurálfunnar. ‘Þér lítið út eins og frönsk herbergisþerna hafi hjálpað yður með klæðnaðinn’, sagði frú Priggs, sem gat ekki dulið aðdáun sína. ‘Þér eruð áhrífanlega fagrar. En þér berið enga skrautmuni, ekki svo mikið sem hálsmen. Ungfrú Powys fór líka í verzlanir í dag meðan þér voruð að heiman, og keypti nokkra smámuni, sem hún biður yður að þiggja sem gjöf’. Frú Priggs rétti Eddu lyklahring með litlum silfur- lyklum ó; svo fór hún að opna og sýn öskjur og skrautmunahylki, er hún kom með. Meðal þeirra var gripaskrín skrýtt gulli, sem geymdi filabeinsbursta, ilmvatnsglös og annað, sem tilheyrði búningi heldri kvenna; einnig tvö gimsteinaskríni með fullkomnu samkerfi í hvoru um sig. Ennfremur var þar skrín með fallegum knipling- um í og verðmætu sjali. Ánægjan geislaði í augum Eddu, þegar hún sá þessa fögru og verðmiklu muni; en svo hugsaði hún sig um, lokaði öllum skrínunum, lagði fró sér lykla- kippuna og sagði róleg: ‘Ungfrú Powys er mjög vingjarnleg, en ekki get eg þegið gjafir hennar; eg hefi ekkert gjört til að verðskulda þær og hefi enga kröfu á hendur henni. Velsæmi mitt bannar mér að skreyta mig með því, sem eg hefi ekki unnið fyrir, nema ef það kæmi frá ætt- ingjuin'eða vinum. Gjörið svo vel að segja ungfrú Powys, að eg sé henni þakklát, en að eg geti ekki þeg- ið gjafir hennar’. Allar tilraunir frú Priggs með að fá Eddu til að þiggja gjafirnar urðu árangurslausar. ‘Þó þér séuð drambsamar, ungfrú Brend, þá er húsmóðir mín það líka’, sagði frúin gröm. ‘Eg vara yður því við að hrinda frá yður vinahótum hennar. Þér munuð iðrast þess’. ‘Eg get ekki veitt þvi viðtöku, sem eg get á engan hátt endurgoldið’, sagði Edda. ‘Það er gagnslaust fyr- ir yður að hvetja mig til þess, frú Catharine. Þegar eg vil ekki eitthvað, þá vil eg það ekki’. ‘Jæja þá, ungfrú Brend. Eg skal færa húsmóður minni svar yðar’. Frú Priggs tók munina og fór út afarreið. Eftir fáar mínútur kom hún aftur með þá, glöð og sigri hrósandi. ‘Eg fór með munina til ungfrú Powys ásamt hinu móðgandi svari yðar, ungfrú Brend’, sagði hún, ‘og ungfrú Powys skipaði mér að fara með þá hingað aft- ur; ekki sem gjafir, en með þeirri skipan, að þér ætt- uð að nota þessa muni meðan þér væruð hjá henni sem lagsmær. Þér eigið að nota þá á sama hátt Og herbergið yðar og húsmunina’. ‘Auðvitað hlýði eg skipun frú Powys’, sagði Edda róleg. ‘Gjörið þér svo vel að opna gimsteinaskrinið’. Frú Priggs gjörði það. Edda lét á sig skrautmunina. ‘Mennirnir eru nú að skifta um föt fyrir dagverð- inn’; sagði frúin, ‘og ungfrú Powys er i stóra salnum. Hún biður yður að finna sig strax’. Ungfrú Powys var þar einsöinul. Hún stóð við einn gluggann og lýsti svipur hennar þungri sorg. Þegar Edda kom inn sneri hún sér snögglega við. Augu hennar sýndu inikla undrun, þegar hún sá að Yorkshire stúlkan unga hafði breyzt i tilkomumikla og undurfagra heldri meyju. Fyrst roðnaði ungfrú Powys og fölnaði svo aftur. ‘Þér eruð stundvis, ungfrú Brend’, sagði hún, — ‘mér likar það vel. Eg vildi gjarnan sjá yður áður en mennirnir koma. Eg vona að þér kunnið vel við yður hérna, og vil að þér skoðið mig sem vinstúlku yðar. Eg sé að yður geðjast ekki að mér; en eg vona að við verðum góðar vinstúlkur með tímanum, og það vil eg’. Edda hneigði sig til svars, en þá opnuðust dyrn- ar og inn kom hr. Powys, auðugi bankarinn. Ungfrú Powys kynti honum Eddu, sem ungfrú Brend, nýju lagsmærina sina. Hr. Powys var vel ldæddur, lítill vexti og roskinn maður, rauður í andliti og nokkuð feitur; augun björt og hrein og nýrakaður. Hann hneigði sig kur- teislega fyrir Eddu og fór að ganga um gólf með hend- urnar á baki sínu. Nú varð þögn þangað til frændi ungfrú Powys, hr. Gascoyne Uphain, kom inn. Upham var hér um bil 40 ára gamall, hár og frem- ur magur; hann var veiklulegur, augun dauf, nefið stórt og hörundið bar vott um vanheilsu. Hann var vel efnaður maður, ógiftur og mjög athugull við systur- dóttur sína, hina fögru ungfrú Powys. Þegar hann var kyntur Eddu, hneigði hanu sig djúpt, og lýstu augu hans aðdáun mikilli. Dagverðurinn var tilbúinn. Edda var þögul við borðið, nema þegar ó hana var yrt, þá svaraði liún með fáum og viðeigandi orðum. Ungfrú Powys tal- aði mikið, og faðir hennar hætti að hugsa uin gróða- áform sin til þess að tala við hana. Upham sagði bæj- arnýungar. ‘Hvert ferðu i kveld, Agnace?’ spurði bankarinn, þegar þau voru aftur komin inn í stóra salinn. ‘Á danssamkoinu hennar frú Markham eða til lafði Dorrs?’ ‘Eg fcr ekki út i kveld’, svaraði hún þreytulega. ‘Mér þykir vænt um að geta verið heima. Þessar enda- lausu samkomur þreyta mig’. ‘Þú verður að fara burt úr borginni, Agnace’, sagði bankarinn stúrinn. ‘Þú lítur ekki eins vel út núna og þú hefir gjört. Þú þarf annaðhvort sjóar- eða lands- loft, og mér þykir vænt um, að skemtanatíminn er þegar ó endá’. Ungfrú Powys brosti og duldi litla stunu. Hún leit á Eddu. Hr. Upham laut að ungu stúlkunni, og smjaðraði fyrir henni með eins blíðri rödd og honum var mögulegt. • Ungfrú Powys hleypti brúnum. ‘Ungfrú Brend’, sagði hún dálítið hörkulega, ‘vilj- ið þér leika á liljóðfæri fyrir okkur?’ Edda stóð upp. Upham fylgdi henni að planó- inu og stóð við hlið hennar meðan hún lék áhrifamikinn hluta úr hinum alkunna tónleik. Hún lék vel, betur en flestar stúlkur á hennar aldri mundu hafa gjört, þvi í tóhunum fólst fjör og afl. Upham varð hrifinn af hljóðfæraslættinum. Powys gamli lagði vasaklútinn fyrir andlit sitt i því skyni að sofna.. óánægju svipur breiddist yfir andlit ungfrú Pow- ys. En þegar hún varð þess vör, reyndi hún að dylja tilfinningar sinar. ‘Gjörið þér nú svo vel, að syngja fyrir okkur, ung- frú Brend’, sagði Upham, þegar Edda hætti við píanó- ið. ‘Þér hljótið að hafa eins fagra rödd og næturgali, fyrst þér spilið svona vel á hljóðfæri’. Edda leit til verndarmeyjar sinnar, og ungfrú Powys sagðist vilja heyra hana syngja. Edda söng þá gamlan þjóðsöng frá Yorkshire, með svo hreinni og á- hrifamikilli aðal millirödd, að tilfinninganæm persóna hefði hlotið að tárfella. ‘Við skulum hafa nokkra góða samsöngva nú, fyrst þér eruð hér, ungfrú Brend’, sagði Upham, þegar liún þagnaði. ‘Ungfrú Powys hefir ágæta frumrödd, og eg syng lægri millirödd, en þér þá hærri. Ungfrú Powys er hrifin yfir söng, og hún hefir óstæðu til að gleðjast af því að hafa jafn sönghæfa lagsmær og yður. Þér hafið gengið í góðan skóla, ungfrú Brend. Stunduð- uð þér nám á Þýzkalandi eða ítalíu?’ ‘í Yorkshire’, svaraði Edda brosandi. ‘En eg hafði góðar kenslukonur’. Upham fylgdi Eddu aftur til ungfrú Powys, en hélt þó áfram að smjaðra fyrir henni. Bankarinn svaf alt kveldið. Klukkan 10 leyfði ungfrú Powys Eddu að fara þetta kveld. Upham flýtti sér að opna dyrnar fyrir Eddu, gekk svo til frœnku sinnar aftur og sagði: ‘Agnace, hvaðan fékstu þessa fallegu stúlku? Og hvað ætlar þú að gjöra við lagsmær? Valdirðu hana af því, að hennar dökka fegurð er svo gagnstæð þinni ljósu undrafegurð?’ ‘Astæður mínar eru ekki jafn lítilsverðar og þú ætlar’, sagði ungfrú Powys. ‘Hún er heimilislaus, ung stúlka, sem mér er trúað fyrir, og það er áform mitt, að annast um hana. Skilurðu mig Gascoyne? Eg að- vara þig. Hún heldur að þetta meiningarlausa smjað- ur þitt sé alvara, og eg vil að þú hættir við það hér eftir’. ‘Hvaðan úr heiminum kemur hún?’ ‘Hún er frá Yorkshire, eins og hún sagði’. ‘Nafnið Brend er ekki vanalegt. Er hún af góðri ætt, Agnace?’ ‘Já, það er hún. Heldurðu að eg mundi gjöra flökkustelpu að lagsmær minni?’ ‘Auðvitað ekki. Hún lítur út fyrir að vera af að- alsættum, og það er eldur í henni — fjör og gáfur. Agnaee, eg veit sannarlega ekki til, að eg hafi nokkru sinni orðið jafn hrifinn af nokkurri stúlku eftir jafn stutta viðkynningu. Eg er ástfanginn af hcnni’. Ungfrú Powys varð mjög bilt við, en þvingaði sig samt til að hlæja. ‘Hvaða rugl er þetta’, sagði liún. ‘Þú mátt ekki tala um neitt slíkt við hana, Gascoyne’. ‘Því þá ekki? Er hún ekki af góðri ætt? Er mér nauðsynlcgt að kona min sé rík? Hefi eg ekki nóg fyrir okkur bæði? Hefirðu ímyndað þér að eg gæti ekki elskað, nema hún væri rík, sem eg feldi Ast til? Nei, Agnace, eg elska þessa stúlku og ætla að giftast henni’. ‘Þú liefir þúsund sinnum orðið ástfanginn — og þetta er ekki nýtt’. ‘Nei, en þetta er regluleg ást. Eg giftist henni, svo framarlega sem hún lifir. Eg ætla að spyrja liana um ætt hennar á morgun. Eg skeyti ekki um pen- inga; en hún verður að vera af góðri ætt. Þér likar máske ekki, að frændi þinn giftist lagsmær þinni, en dramb þitt skal ekki hindra gæfu mína. Eg ætla að fara til Yorksliire og grenslast eftir ætt hennar, og svo giftist eg henni undir eins’. Hann talaði eins og honum væri full alvara. Ung- frú Powys vissi, að gagnslaust var að reyna að sann- færa hann. Hún hafði haldið, að hann gæti ekki elsk- að nema auðugar stúlkur, og hún varð bæði hissa og hrædd. ‘Eg fer í gildisskálann minn og verð þar eina stund’, sagði Upham. ‘Eins og vant er, kem eg mína Ieið inn í húsið’. Hann fór og skildi ungfrú Powys eina eftir hjá föður sínum sofandi. Hún stóð upp, gekk að einuin glugganum og horfði út i listigarðinn hrygg í huga. ‘Hefði eg getað séð þetta fyrir!’ hugsaði hún. — ‘En hvernig gat mér dottið í hug, að Gascoyne myndi verða ástfanginn af henni? Eg hefi stofnað henni í hættu, — þar eð hann er ekki sá maður, sem gjörir nokkurn kvenmann gæfurikan. Og eftir öll þessi ár á eg nú á hættu að leyndarmál mitt verði opinbert. — Hvað get eg gjört. Eg get ekki sent hana burt á morg- un, slík háttsemi mundi vekja grun og gjöra opinber- un leyndarmálsins enn auðveldari. En hvernig getur hún verið hér? Það var rangt af mér, að taka hana hingað. En hvert gat eg sent hana? Eg fer nú að verða hrædd um, að þessi misgáningur steypi okkur í ógæfu’.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.