Heimskringla - 29.07.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 29.07.1915, Blaðsíða 8
BLS. 8. HEIMSKRINGLa WINNIPEG, 29. JÚLí 1915. Fréttir úr Bænum. Á föstudaginn var, þann 23. þ. m., voru gefin saman í hjónaband að 650 Maryland St., af síra R‘gnv. Pét-i urssyni — herra Sigurður S. Ander- j son, frá Pine Valley, Manitoba, og j ungfrú Guðrún Magnússon, til heim-1 ilis hér í bænum. Brúðhjónin héldu samdægurs út til Pine Valley, þar sem þau búast við að setjast að nú fyrst um sinn. Takið eftir fundar auglýsingu Konservatíve klúbbsins, um fund á fimtudagskveldið í samkomusal Únítara, kl. 8 c.m. Þér sjáið á aug- lýsingunni, hver málefni þar verða ræddrædd. Ilver einasti Konserva- tiv hér ætti að verða þar viðstadd- ur á tilteknum tima og enginn að láta sig vanta og enginn að láta bíða eftir sér. Menn geta kent sjálfum sér um, ef þeir missa af því, sem þar gjörist. Og sé nokkur áhugi i mönnum og nokkur dugur, þá leggi þeir sig nú fram. Fyllið húsið, vin- ir, og verið þess búnir að taka þátt í ináluru. Vér sáum nokkuð nýstárlegt núna. Vér keyrðum á hjólinu fram hjá spitalanum um hádegisbilið. Það voru tvær eða þrjár stúlkur þar að berja úr gólfteppum á grundinni. Rykið úr teppunum var svo mikið, að stúlkurnar nærri hurfu. Oss liálfóaði við að horfa á þær þarna, og fórum að hugsa um, að það væru tkki milliónir baktería heldur billí- onir og trillíónir, sem þær gleyptu á hverri mínútu. — En hví í ósköp- unum hefir spítalastjórnin ekki sog- vélar til að ná öllu þessu ryki og öllum þessum smáu djöflum úr gólf- teppunum? Þar pumpar vél ein alt rykið og bakteriurnar i poka einn, og má svo tæma sekkinn í eldinn, og lóga öllum þessum ófögnuði, án þess að hætta lífi sínu eða eiga það undir kasti, hvort maður útbreiðir kanske banvænar ðrepsóttir. Auk Jiessa er það æfinlega leiðinlegt, að sjá kvenfólk við slíka vinnu og varla samboðið mentuðum mönnum. Samskot í Rauðakross sjóðinn. Áður auglýst............... 233.10 Ónefnd, Winnipeg............ 11.00 Samtals ............ $244.10 T. E. Thorsteinsson, féhirðir ísl. nefnd. SKEMTIFERÐ. Á Iaugardaginn 31. júli fer Ung- mcnnafélag Únítara skemtiferð með skipinu Lockport til Hyland Park. Tíckets 50 cents fyrir fifllorðna og 25 cents fyrir börn. Farið verður frá Lusted St. bryggjunni kl. 2. e. h og klukkan 8 að kveldinu. Menn fari með strætisvögnum norður Main Sl. til Euclid Ave. Félagið vonast eftir að marg ment verði í þessari ferð. Ágætur danspallur (floats) er út við ‘park- ið’, sem allir geta notað er vilja. Einhleypur maður vanur flestri vinnu óskar eftir vinnu frá 20. ágúst n.k. hjá bónda eða öðrum vinnu- veitendum, helzt sem lengstri. List- hafendur skrifi G. S. Friðriksson, P.O. Box 237, West Selkirk. KENNARA VANTAR Fyrir Geysir skóla No. 776, fyrir þrjá mánuði. Kenslutíminn er frá 1. okt. tii 31. des. 1915. Umsækjandi tiltaki æfingu, mentastig og kaup. Tilboðum veitt móttaka af undir- skrifuðum til 31. ágúst 1915. Th. J. Púlsson, Sec’y-Treas. Geysir, Man. “Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur” íslendingadagurinn í Wynyard 2. Ágúst 15 Komdu að Wynyard, Sask., íslendingadaginn 2. ágúst 1915. Þar verður gnótt skemtana og gleðskapur margvislegur. Þrír ræðumenn mæla að minnum á ræðupalli og hefir enginn þeirra áður svo gjört á sliku móti. Bragðvisir glímugarpar takast þar fangbrögðum og vaða völlinn að knjám og keppa svo um verðlaun. Orkuslyngir stökkmenn og hamramir hlauparar renna þar i kapp; fá þeir fræknustu vegsauka og verðlaun. Að kveldi dans stiginn: faldafeykir, friggjarspor og draumböt. Organ troðin og bumbur barðar. Flokkur vel' æfðra söngmanna og vaskra lúðurþeytara skemta öðru hvoru dag allan. KomiÓ og njótiS góóra skemtana og sýnið íslenzku þjóðerni ræktarsemi með nærveru ykkar þjóðminningardaginn. Nefndin. Hr. Þorsteinn S. Borgfjörð “con- tractor kom hingað 26. þ. m. frá Vancouver, og verður hér nokkra daga. Hann sýnist vera jafn fjörug- ur og léttur á fæti og áður, þó að nokkuð sé hann fyrirferðarmeiri nú. Fimtudaginn 22. júlí gaf síra Run- ólfur Marteinsson saman í hjóna- band þau Þorgrim Jónas Pálsson og Guðrúnu Helgason, bæði frá Geysir. Hjónavígslan fór fram að 493 Lip- ton St. Umræðuefni i Únítarakyrkjunni næsta sunudagskveld: Til. hvers minnumst vér þjóðernis vors? — Allir velkomnir. Á sunnudaginn var kom upp eld- ur í griparéttunum í St. Boniface. Brann þar upp á 50,000 dollara. Gripuni, sem inni voru varð komið út og bjargað flestum. Þó brunnu 27. Alt í ábyrgð. Réttirnar verða óðara bygðar upp aftur. KENNARA VANTAR til Laufás skóla nr. 1211. . Kensla byrjar 15. sept. í 3 mánuði. Byrjar aftur 1. marz 1916, þá aðra 3 mán- uði. Þriðja stigs kennarapróf ósk- ast. Tilboð, sem tiltaki mentastig og æfingu, ásamt kaupi, meðtekið til 14. ágúst. Bjarni Jóhannsson, Sec’y-Treas. Geysir, Man. Islendingadagurinn. Eins og þegar er margbúið að auglýsa, verður hinn almenni þjóð- minningardagur íslendinga haldinn hátíðlegur hér í borginni næstkom- andi mánudag, þann 2. ágúst. Hefir mikið verið vandað til há- tiðahaldsins, svo sjaldan eða aldrei hefir betur verið en nú. Enda á Winnipeg hægast með það allra þeirra staða, þar sem íslendingar búa vestan hafs. Hér er mest fjöl- menni íslendinga saman komið á einum stað í heiminum utan Reykja- víkur. Hér eru rúmbetri og fegurri skemtigarðar, en finnanlegir eru i öllu Vesturlandinu; og hér er leik- ment ag íþróttalíf íslendinga þrosk- aðra en á nokkrum öðrum stað utan íslands. Svo er þetta hátíðahald orðið elzt hér í borg, og ætti þess vegna að vera okkur ennþá kærara. Er þetta tuttugasta og sjötta árshátíðin, sem hér hefir verið haldin. Fyrsti fs- lendingadagur, sem hér var haldinn hátíðlegur, var 1890. Strax frá fyrstu byrjun var svo al- ment álitið meðal allra íslendinga hér vestra, að hátíðin í Winnipeg væri aðal þjóðminningarhátiðin hér vestra. Hingað sóttu fiestir. Hér var mest vandað til ræðuhalda, íþrótta of; ananra skemtana, og fjöldi hafði gaman af því að koma inn til borg- arinnar og sjá ættingja og vini. Svona var það i fyrstu; svona hefir það verið og svona er það og mun verða. íslendingadagurinn auglýsir fs- lendingar í augum hérlendra manna. Þess vegna verður han nað vera oss til sóma. Hafa nefndir síðari ára harist fyrir því, að hafa hann engu viðhafrlarminni og ófjölbreyttari cn samskonar þjóðminningardaga brezkra þjóða hér í landi. Var það H. STONE 739-41 SARGENT AVE. GROCERIES, FRUITS, ETC. Hin bezta búð í Vestur hluta bæjarins þar sem nýlenduvarningur, aldini og öll matvara er hin bezta. ::::::: Reynið okkur og gefið okkur tækifæri að sanna ykkur það sem vér segjum. : : PHONE GARRY 180 -Heimsækið okkar ný-tízku ísrjóma stofu- lika óhjákvæmilegt, ef íslendingar ætluðu að halda sæmd sinni óskertri — þeir eru bornir saman við aðrar þjóðir, og sem að sjálfsöðgu hátiða- höld þeirra líka við hátíðahöld hér- lendra þjóða. Og það er óhugsandi, að hafa íslendingadaginn óveglegri, ef álit vort sem þjóðar á ekki að ganga til þurðar. En það, sem gjör- ir hátíðahaldið veglegast, er fjöl- menni, — það verða landar að hafa hugfast. — Það er ekki eingöngu skylda, bæði gagnvart þjóðflokknum og sjálfum oss, að sækja hátíðina og gjöra hana sem tilkomumesta, held- ur er það og líka metnaðarmál, að geta sýnt það kanadiskum samborg- urum sinum, að vor þjóðernislegu samtök séu meira en nafnið tómt og hátiðir vorar með þeim veglegustu í landinu. Það gagnar ekkert minna. — Að gjöra sig ánægða með að jafnast á við þá, sem fámennastir eru, er ó- sæmd. Að sýna lítið mannamót af sér vinnur öllum vorum islenzku málum tjón. ‘íslendingar viljum vér altir vera’ eru einkunnarorð þjóðminningar- dagsins. Látum ekki þau orð verða ao vansæmd. En það verða þau sé hátíðahaldið óveglegt og fáment. Forstöðunefndin hefir gjört sitt til að gjöra það veglegt. Sýni al- menningur þá þjóðernis-skyldu að koraa. Veglegur íslendingadagur er sómi vor allra. Hér eru helztu atriði tilhögunar- skráarinnar: Ræður flytja: Minni íslands: Dr. Jón Stefánsson. Minni Bretaveldis: B. L. Baldwinson Minni Vestur-íslendinga: Dr. Bald- ur Olson. Kvæði: Minni íslands: S. J. Jóhannesson. Minni Bretaveldis: Dr. Sig. Júl. Jó- hannesson. Minni Vestur-fslendinga: Einar P. Jónsson. Helztu íþróttir: fslenzk glíma. Kapphlaup, frá 100 yds. til 5 mil. Langstökk. Hástökk. Stangarstökk. Kappganga. Hjólreiðar. Eru iþróltir þessar á ýmsu stigi, svo sem gefur að skilja, og margs- konar aðrar íþróttir, sem hér eru ó- taldar. Barnasýning. Söngur. Hljómleikar. Söngnum stýrir herra Brynjólfur Þorláksson og hefir fjölmennan og vel æfðan söngflokk, sem einvörð- ungu syngur islenzka söngva. Hornleikaraflokkurinn er hérlend ur, en með þeim beztu hér i borg, og leikur hann islenzk iög. Hátíðin verður haldin eins og áð- ur hefir verið auglýst í sýningar- garðinum og hefst kl. 9 um morg- uninn. Gunnl. Tr. Jónsson. tíðindamaður nefndarinnar. GðVur Bjór hvar aem er — Có$ur Bj/>r atS hafa A heimllinu œtfil— 1 AUOlA.Uf Og potc flösku hylkjum Fáanlegt hjá þeim sem þú kauplr af eCa hjá oss. E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg. << ISLENDINGAR VILJUM VÉR ALLIR VERA” ISLENDINGA= DAGURINN Mánudaginn, 2. Agúst, 1915 Verður haldinn í SÝNINGARGARÐINUM. Forseti hátíðarinnar, H. M. HANNESSON. Allur undirbúningur er nú fullgerður, eftir beztu vitund nefndarinnar. Aðeins eitt er nauðsynlegt til að gera daginn þetta ár þann bezta Islendinga- dag, sem nokkurn tíma hefir haidinn verið hér í Winnipeg—það, að sem flestir Islendingar sæki daginn. Sjálfsagt sækja hann allir íslendingar, sem eiga heima í Winnipeg, og er von á, að sem flestir úr íslenzku bygðunum komi einnig og taki þátt í skemtaninni. Tilraun hefir verið gerð til að gera daginn skemtilegan, ekki aðeins fyrir Winnipeg Islendinga, heldur sérstaklega fyrir alla aðkomandi gesti. Klukkan 8.30 á mánudagsmorguninn leggja af stað frá horninu á Portage og Arlington og frá horni Sherbrooke og Portage vagnar, er flytja alla sem vilja ókeypis út í garðinn. Sem flestir ættu að hagnýta sér þessa vagna. Klukkan 9 byrja hlaupin fyrir börn frá 6 til 16 ára, og þar eftir hlaup fyrir fullorðið fólk, menn og konur, gift og ógift, ungt og gamalt. Þeir, sem voru ánægðir með verðlaunin í fyrra, verða enn þá ánægðari í ár, því nefndinni hefir hepnast ágætlega að fá góða og þarflega muni, en ekkert glingur. Klukkan 1 1.30 byrja íþróttir fyrir drengi frá 14 til 18 ára, og skal það tekið fram, að enginn drengur fær að reyna sig sem 16 ára, ef hann er kominn yfir 16. afmælisdag. Sama regla gildir um 18 ára drengi. Verði það upp- víst, að einhver drengur hefir sagt ósatt í þessu efni, þá tapar hann verð- launum sínum. Máltíðir verða veittar allan daginn af enska kvenfélaginu W.C.T.U., og er það nægileg trygging fyrir því, að góður matur fæst þar keyptur með sann- gjörnu verði. En þeir, sem vilja hafa mat með sér, geta fengið heitt vatn ókeypis Frá klukkan 4 til 6 verða fluttar ræður og kvæði og sungnir ættjarðar- söngvar, sem æfðir hafa verið af stórum söngflokki. SKEMTISKRÁ. i. í. Ræða—B. L. Baldvinsson. Minni Islands. > Ræða—Dr. Jón Stefánsson. Kvæði—S. J. Jóhannesson. 2. Minni Bretaveldis: Kvæði—Sig. Júl. Jóhannesson. 3. Minni Vestur-Islendinga: Ræða—Dr. Baldur Olson. Kvæði—Einar P. Jónsson. H. Barnasýning. III. (slenzk glíma af æfðum mönnum. IV. Ættjarðarsöngvar sungnir af æfðum söngflokki. V. Hljóðfærasláttur; æfðir flokkar. VI. Allskonar íþróttir. VII. Dans. Klukkan I byrja íþróttir fyrir íslenzka leikfimnismenn undir umsjón Manitoba deildarinnar í Fimleikafélagi Canada.—Samhliða við íþróttir þessar fara fram knattleikir (Baseball) barnasýning og einnig verða sýndar há- íslenzkar glímur af vel æfðum glímumönnum. Klukkan 8 byrjar dansinn, og leikur fyrir hann hljóðfæraflokkur John- stons. Verðlaun verða gefin þeim sem bezt dansa. 100 Grenadiers lúðraflokkurinn leikur yfir daginn. Enginn fær að fara út úr garðinum og koma inn í hann aftur ókeypis án þess að hafa sérstakt leyfi. I forstöðunefnd dagsins eru: H. Marino Hannesson, forseti. Ólafur S. Thorgeirsson, skrifari. John J. Vopni, féhirðir. A. Anderson. S. D. B. Stephanson. A. S. Bardal. Skúii Hansson. H. J. Palmason. H. Alex Johnson. H. G. Hinriksson. H. B. Skaptason. A. P. Jóhannsson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.