Heimskringla - 12.08.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 12.08.1915, Blaðsíða 1
Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 2S9 DONALD STREET, WINNIPEG >\1X. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 12. AGÚST, 1915 Nr. 46 Rússar sýna mikla her- kænsku á undanhaldi. Einlægt hafa Rússar verið í krepp- «nni austur frá. Þeim hefir verið likt farið og vopnlausum manni, sem verður að berjast vopnlaus við hóp af vopnuðum mönnum. Þvi að þó Jieir í rauninni hafi haft vopnin, þá hafa þeir ekki getað notað þau, sem þeir höfðu fyrir skotfæraleysi. Og hér og hvar um alt Rússland voru Þýkir menn eða menn af þýzk- um ættum, sem þar höfðu lifað og húið með Rússum og verið vinir og félagar þeirra; en nú þegar Rúss- nm reið mest á, þá sprengja þessir menn upp púðurhús og verksmiðjur Rússa um alt Iandið, eina á eftir annari. Þeir, sem nást, eru náttúr- lega teknir og skotnir. En þeir eru valdir að hrakningum þeim öllum, sem Rússar verða nú fyrir; mann- tjóni, svo skiftir hundruðum þús- unda og tapi Póllands, og má þar sjá, hvað mikla bölvun landráða- maðurinn veldur þjóð einni. En þó að þannig sé nú komið, þá hefir heimurinn aldrei séð aðra eins vörn eða undanhald, sem Rússar nú sýna. Warshau í höndum ÞjótSverja. Þarna á Póllandi eru Rússar eins «g á nesi einu eða tanga og var sótt að þeim á þrjá vegu. Pólland liggur sem nes eitt milli Prússlands að norðan og Galizíu að sunnan. Nesið er þetta 500 til 600 mílna langt og 400 til 500 mílna breitt frá norðri til suðurs. En nú voru Þýzkir búnir að klemma svo að frá norðri og suðri, að tanginn var ekki orðinn breiðari en rúmar 100 milur, frá Georgiewsk kastala 18 milum norð- an við Warshau, og suður með Vist- ula að austan til Ivangorod. Þetta var fylkingabroddurinn Rússa. En vængir stóðu út suðaustur til Lublin og Cholm og þá beint suður með Bug fljóti og Zlota Lipa til Dniester og Rúmaníu. En hinn vængurinn norð- austur frá Georgiewsk með Narew- fijóti, og alla leið til Iliga, norður við Riga flóa. Þessa vængi hafa Þýzkir verið að klemma saman í 3—4 vikur og hafa sótt fast á; Mackensen að sunnan, cn Gallwitz og Buelow að norðan, og Leópold Bajarakonuugur að vest- an, og margir fleiri; en Hindenburg gamli fyrir öllum norðursveitunum. Þetta kostaði Þýzka feykimikið, því einlægt börðust Rússar dag og nótt. Fyrir einum 10 dögum var kviða þessi búin að kosta þá 500,000 eða hálfa millíón manna, og er það svo há tala, að mjög fáir eða eng- inn maður getur gjört sér fulla hug mynd um, og mikið hefir mannfall- ið verið síðan. En nú eru Rússar búnir að gefa upp varnir með Vistula fljóti og járnbrautarlínunni frá Ivangorod til Lublin og Cholm og borgirnar Ivan- gorod og Warshau. Þessar tvær seinustu borgir eru báðar vestan við A;istula. Rússar sprengdu af brýr allar, er þeir héldu seinasta liðinu uusturyfir, og komust yfir ána, án þess að láta menn eða herbúnað svo og nokkru næmi. En Þýzkir voru á hælum þeirra, og fóru undir eins að byggja brýr yfir fljótið; en Rússar sprengdu þær jafnharðan og þær voru bygð- ar. Kom sér þá vel við Warshau, að þeir héldu kastalanum Georgiewsk 18 mílum norður af Warshau, því þaðan sprengdu Rússar af brýr all- ar suður að Warshau. Georgiewsk er kastali mikill og öruggur og þar ætla Rússar að tefja fyrir Þýzkum, og búast við að geta haldið kastalanum í fleiri mánuði. Frá Warshau norður með Narew fljóti er einlægt barist nótt og dag. Gengur þýzkum tregt. Þeir hafa náð Mietu á Kúrlandi, 25 mílur suð- vestur af Riga, og hefir Von Buelow sókt suðaustur til borgarinnar Dwinsk við Dwina fljót, og komist langt til að ná borg þeirri. En Rússar hafa hrakið hann aftur, þó sð hann hefði fullar 300 þúsundir manna. Hvað eftir annað hafa Rúss- ar hrakið Þýzka vesturyfir Narew- fljótið; en þeir koma einlægt aftur. Og nú eru menn farnir að halda, að Rússar séu komnir úr mestu hætt- unni. Þýzkir segja, að þeir hafi horfið þarna Rússarnir, likt og þegar hóp- ur herskipa lendir i stórslag og verður að halda undan. Fer svo sinn í hverja áttina. Skipin tvistrast, en mæta svo öll aftur á tilteknum stað. Eins fóru Rússar frá Warshau og Ivangorod, og hafa haldið undan í skotgrafir, sem þeir voru búnir að búa sér austur nálægt Bug að aust- anverðu og Brest Litowsk. Þýskir tóku borgirnar Warshau og Ivan- gorod þann 5. ágúst, en ekki kom- ust þar yfirum fljótið til Praga, sem er ný og skrautleg undirborg MTar- shau, á austurbakkanum, fyrri en liinn 9. Hinn 7. ágúst að kveldi voru Þýzkir búnir að umkringja Novo Georgiewsk á þrjá vegu, en ekki meira. Austur af Warshau, i miðju aust- ur-Póllandi, eru mýraflákar miklir, ieinar 100 milur í þvermál, og eru r þar forir og ilt yfirferðar og ófært með stórar fallbyssur. Ef að Rúss- ar komast yfir þær, þá eiga Þýzkir ilt að sækja á eftir því að þeir missa stórskotahylkjanna, sem eru þeirra Imestu yfirburðir. Því að svo hafa ! þeir verið vel útbúnir, að þó að all- j ur heimurinn hafi verið að búa til | skotfæri og vopn á móti þeim, þá Alugar það ekki ennþá. ; Ein af ástæðunum til þess að Rúss ar börðust ekki í Warshau, var sú, að þeir vildu ekki eyða borgina, því að ef þeir hefðu barist þar, þá hefði hún nú verið ein öskuhrúga. Nú um tíma, síðan Rússar fóru að halda undan í Galizíu, og þó cinkum seinast, þegar Þýzkir fóru á 'eftir Rússum í Pólen, hefa Sviar verið að verða órólegri. Þeir hafa einlægt verið að búa her sinn, og er hann mestur í nerðurh!«ta landsins, eins og vildu þeir vera viðbúnir að ráðast á Finnland, hvenær sem færi væri. Yrðu þeir þá um leið Banda- menn Vilhjálms. En Norðmenn, og þó einkum Danir halda aftur af þeim. En færi svo, að Þýzkir kæm- ust nokkuð nær Pétursborg, yrði lík- lega erfitt að hahla aftur af Svíun- uiii, og er þeim að vísu vorkunn. Þegar Þýzkir náðu Warshau, þá fóru undir eins að koma friðarboð frá Vilhjálmi til Rússa. Hann bauð þeim sérstakan frið, og skyldu þeir fá alla Galizíu; en Vilhjálmur héldi því, sem hann væri nú búinn að ná af Póllandi, vestan við Vistula og beina línu norður af Warshau; er það nálægt helmingur landsins. — Þessu svöruðu Rússaf fljótlega, og sögðu, að það væri ekki til nokkurs hlutar fyrir Vilhjálm að minnast á frið. Þeir hefðu heitið Bretum og Frökkum, að skiljast ekki við þá, og frið semdu þeir engan. Ekki voru Þýzkir búnir að taka borgina Riga á þriðjudag sl. En Rússar voru búnir að flytja úr borg- inni hergiign og alt, sein fémætt var. Or Warshau hafa þeir verið að flytja síðan um 22. júlí. Sagt er, að Vilhjálmur geti nú tek- ið eina millíón manna af austur- kantinum og snúið vestur. ífann hefir 10 millíónir hermanna eftir ennþá, þó að 8—9 séu farnar, eins og sést á skýrslunni í þessu blaði. En nú er ætlan allra, að hann ætli að snúa þeim suður á móti Serbum; troða þá undir og fara svo yfir landið og suður til Miklagarðs, að hjálpa fóstbræðrum sínum Tyrkj- unum. En Balkan þjóðunum þykir nú nóg um, og eru orðnar hræddar við Þjóðverja og yfirgang þeirra og er nú orðið nær því en nokkru sinni áð ur, að þær gangi í lið með Bretum cg Bandamönnum. Má það mikið þakka Venizelos, gríska stjórnarfor- manninum. Og fullyrt er, að Rúm- enar muni ekki leyfa Þýzkum að senda skotfæri til miklagarð og Hellusunda. Neðansjávarbátar Breta vaða nú um alt Marmarahaf og sökkva sér- hverri fleytu Tyrkja, jafnvel inn við liöfn í Miklagarði. Þeir skriðu með botni inn um Hellusundin, undir sprengidufla-ökrum Tyrkja. Aftur hafa Rússar sópað Svartaliaf, og eytt þar um 9 hundruð skipum Tyrkja, smáum og stórum. Eitt af herskipum Tyrkja, sem Bretar söktu þarna, var “Kheyred- din Barbarossa, 9,000 tonna skip,j sem þeir fyrir nokkru keyptu af Þýzkum. Hét það áður “Kurfurst Friedrich Wilhelm”. Því var sökt hinn 9. þ.m. — ítalir berjast af hreysti mikilli. j Eru fjalla-hermennirnir “Bersa-j glieri” — frábærir menn. Klifrast j upp snarbrattar fjallahlíðar og' kletta þverhnýpta, og oftast, koma j þeir fallbyssunum með sér. — Tíu jiúsund feta hátt fara þeir og hrekja j Austurríkismenn tind af tindi og afj einum fjallahryggnum eftir öðrum. j Það gengur seint, en aldrei hafa j þeir tapað stað, sem ]>eir hafa unn- ið, og skörðum Alpafjallanna halda i þeir öllum, og verður Þýzkum þar j seinfært, þó að þeir komi. I Gorizia (Görz á þýzku) eu þeir nú langt komnir að vinna. En það | er kastali austan við Isonzo ána j norður af Trieste. Það er aðalvígi j Austurrikismanna sunnan Alpa- fjalla. Og ef þeir tapa þvi, þá er að líkindum farinn allur (striu-skagi og undirlendi alt sunnanfjalla, og mikið af dölunum austur af Trieste, íslendingadagurinn Mánudagurinn 2. ágúst rann upp bjartur og fagur og hélst veðurblíð- an allan daginn. Islendingadags- hátiðin mátti af þessum ástæðum astæðum fara vel fram, og hún fór það líka. Aðsókn var i góðu meðallagi og virtust gestirnir ánægðir með skemt- anir þær, sem ■ fram fóru. Einna mest þótti fjöldanum koma til í- þróttanna, enda hafa þær aldrei verið betri. Söngurinn undir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar söngkennara tókst mikið vel. Var flokkur hans, þó stór væri, vel æfður og söng suma söngvana prýðisvel. Hornleikaraflókkurinn spilaði cg mjög !?.g!ega. Ræðurnar voru góðar, en illa vildi heyrast til sumra ræðumanna. Gjörði það mest, að íþróltir fóru fram samtímis, og var hávaði all- mikill, sem stafaði af þeim. Heyrð- ist því oft til ræðumanna lítið út fyrir pallinn. Sama var um upp- lestur kvæðanna. — Ræðumennirn- ir voru, auk forseta hátiðarinnar, H. M. Hannessonar, sem setti hátið- ina með snjallri ræðu, þeir: B. L. Baldwinson, minni Bretaveldis; Dr. Jón Stefánsson, minni íslands, og Dr. Baldur Olson, minni Vestur-ls- lendinga. Fyrir þessum sömu minn- um kváðu: Dr. Sig. Júl. Jóhannes- son, S. J. Jóhannesson og Einar P. Jónsson, i þeirri röð, sem minnin eru talin. Þá komum vér að íþróttunum. — Fyrri hlutá dagsins fóru fram þær íþróttir, sem ekki koma undir þing- há íþróttasambandsins; svo sem kapphlaup barna, unglinga ógiftra kvenna, ógiftra karlmanna, giftra kvenna, giftra karlmanna, feitra kvenna og öldunga. Voru þrenn verðlaun veitt fyrir hvert hlaup. — Ilöfðu menn alment gaman af þess- um kapphlaupum. Klukkan eitt byrjaði hið eiginlega íþróttamót. Voru 3 verðlaun veitt i hverri íþrótt; 1. verðlaun voru gullmedalía, 2. verðlaun silfurmed- alía og 3. verðlaun bronzemedalía. Eru hér taldar íþróttirnar og vinn- cndurnir, og er á milli sviga nafn í- þróttafélags þess, sem þeir tilheyra. Kapphlaup, 100 yards, 1. verðlaun Einar Johnson (Grettir); 2. verðl., W. Byron (Viking); 3. verðlaun Th. Halldórsson (Grettir). Timi 10.4-5 sekúndur. Kapphlaup, 220 yards. Unnið af sömu mönnum, í sömu röð. Tími 24 sekúndur. Kapphlaup, 440 yards., 1. verðl. Einar Johnson (Grettir); 2. verðl. A. O. Magnússos (Grettir), 3 verðl., óli Björnsson (Viking). Timi 52.1-5 sek. Kapphlaup, Vi míla, 1. verðlaun, Einar Johnson (Grettir); 2. verðl., A. O. Magnússon (Grettir); 3. vl. 1 . Thorsteinsson (Viking). Timi 2 mín. og 8 sek. Kapphlaup, 1 mila, 1. verðlaun A O. Magnússon (Grettir); 2. verðl. Einar Eiríksson (Grettir); 3. verðl. B. Björnsson (Grettir). Timi 4 min. og 52 sek. Kapphlaup, 5 mílur, 1. verðlaun A. O. Magnússon (Grettir); 2. verðl. Einar Eiríksson (Grettir); 3 verðl. B. Björnsson (Grettir). Timi 30 míii. og 26 sek. “Low Hurdles”, 220 yards, 1. verð laun, Magnús Kelly (Selkirk); 2. verðl. W. Byron (Viking); 3. verðl. Th. IlalUlórsson (Grettir). Stökk á staf. 1. verðlaun, S. B. Slefánsson (Grettir); 2. verðl. Ein- :,r Johnson (Grettir); 3. verðl. Emil Davidsson (Selkirk). Jafufætis langstökk, 1. verðlaun, Sigurgeir Bardal (Viking); 2. verðl. Páll Bardal (Viking); 3. verðlaun Björn Pétursson (Sleipnir). Hámark 9 fet 8Va þml. Tilhlaups langstökk, 1. verðlaun Einar Johnson (Grettir); 2. verðl. Magnús Kclly (Selkirk); 3. verðlaun S. B. Stefánsson (Grettir). Hámark 20 fet % þml. Hdstökk, 1. verðlaun, Magnús Kel- ly (Selkirk; 2. verðlaun, S. B. Stef- ánsson (Grettir); 3. verðlaun, John Magnússon (Grettir). Hámark 5 fet 5 þml. Hopp-stig-stökk, 1. verðlaun M. Kelly (Selkirk); 2. verðl. S. B. Stef- son (Grettir); 3. verðl. Th. Hall- dórsson (Grettir). Hámark 40 fet IV-i þml. Að kasta sextán punda lóði. — 1. verðlaun, Sigurgeir Bardal (Viking), 2. verðl. Páll Bardal (Viking); 3. verðl. Einar Johnson (Grettir). Há- mark 33 fet 4 þml. “Discus”-kast, 1. verðlaun Sigur- geir Bardal (Viking); 2. verðl. Ben Baldwin (Viking); 3. verðl. K. J. Backman (Grettir). Hámark 112 fet. — Það lengsta, sem “discus” hefir nokkru sinni verið kastað hér í Manitoba, er 112 fet og 9 þml., svo ekki vantaði Sigurgeir mikið til að r.á þeim slingasta í þeirri list. íslenzk glínta. — 1. verðlaun (Jak- ob Kristjánsson (Sleipnir); 2. verðl. Guðmundur Sigurjónsson (Sleipn- ir); 3. verðl. Bj. Pétursson (Sleipn- ir). Vann Jakob þar með glímu- beltið Hannessonsnauf. Guðmundur Sigurjónsson hlaut fegurðar-glímu verðlaunin. Vinningar skiftust þannig á i- þróttafélögin: Grettir, 47 vinninga. Viking, 24 vinninga. Selkirk, 12 vinninga. Sleipnir 10 vinninga. Hlaut því Grettir Oddsons skjöld- inn að nýju. Þessir íþróttamenn höfðu flesta vinninga: Einar Johnson, 17 vinninga. Magnús Kelly, 11 vinninga. A. O. Magnússon, 10 vinninga. Vann Einar þar með Hansons bik- arinn. Var Kelly hafandi hans tvö siðustu árin; en varð nú að láta hann ef hendi til Einars. En þess ber að geta, að Kelly meiddi sig í fæti fyrir skömmu, og var hvergi nærri jafn góður, þó þátt tæki i i- þróttunum. Ilinn nýji íþrótta-konungur vor Vestur-íslendinga, Einar Johnson, setti að þessu sinni 3 ný hámörk: í tilhlaups langstökki, kvartmílu og hálfmilu kapphlaupi. Enginn hefir þar áður orðið honum jafn snjall í þessum íþróttum, þ. e. a. s. á Is- lendingadags iþróttamótinu. 1 heild sinni voru íþróttirnar á- gætar og sköruðu Grettismenn jafn- aðarlega fram úr. Þeir hafa auð- sjáanlega æft sig kappsamlega og héldu því skildinum. íslenzku glímurnar voru liðlegar. Á Guðmundur Sigurjónsson þakkir skilið fyrir, hve ant honum er um að kenna piltum sinum; er stór mun- ur orðinn á þessu frá því í fyrra. — Mörgum þótti Jakob gjöra það snerpulega, að leggja kennara sinn að velli; og Guðmundur undi vel fallinu, og þó hann félli og yrði þannig af beltinu, þá bar glíma hans af öðrum að fegurð og léttleik. íþróttainót íslendingadagsins hef- ir aldrei verið betra en að þessu sinni. 1 heild sinni fór hátíðahaldið hið starfa sinn. 31. IVJaí var manntjón í stríðinu orðið þetta: Eallnir Særðir Fangar Samtals Frakkland .... 450,000 680,000 180,000 1,300,000 England 181,000 200,000 90,000 471,000 Belgía 49,000 49,000 15,000 113,000 Rússla-nd 1,250,000 1,680,000 850,000 3,780,000 Þýzkaland .... 1,630,000 1,880,000 490,000 4,000,000 Austurríki .... 1,610,000 1,865,000 910,000 4,385,000 T.vrkir 110,000 144,000 95,000 349,000 Samtals 5,290,000 6,478,000 2,630,000 14,398.000 Sam-anlaet hiá Bandamönrmm . 5,664,000 Samanlagt hjá Þjóðverjum, Austurríkismönnum og Tyrkjum. ...8,734,000 Þetta var í lok Maí, en síðan má óefað bæta miljón við hjá Þjóð- verjum en hálfri miljón hjá Rússum, kannske meira.því að aldrei hafa bardagar verið’jafn harðir og langir sem nú austurfrá, en þýzkir fengið mannfall meira af því þeir sóktu á. Og svo hafa ítalar haft harða slagi. Þingmenn er kosnir voru við fylkiskosn- ingarnar 6. ágúst. CONSERVATÍVAR Carillon Iherville Morris Roblin St. Rose INDEPENDENTS. Gimli Winnipeg North fí. A. fíigg AVinnipeg Centre F. J. Dixson. LIBERALAR. Assiniboia Arthur Beautiful Plains W. fí. Wood. Birtle Brandon Cypress Dauphin Deloraine Dufferin Elmwood I)r. Hamilton. Emerson Gladstone Glenwood Gilbert Plains Hamiota Kildonan & St. Andrews. G. IV. Prout. Killarney Lakeside Lansdowne La Verandrye P. A. Talbot. Manitou Minnedosa Mountain J. fí. fíaird. Morden-Ithineland Norfolk Portage la Prairie Rockwood Russell IV. W. Wilson. St. Boniface St. Clements St. George S. Sigfússon. Swan River IV. H. Sims. Turtle Mountain Virden Winnipeg Centre Winnipeg North Winnipeg South Winnipeg South ....... IV. L. Parrish. Jón V. Dalmann. Dáinn 17. júlí 1915. Hér allir dagar eiga kvöld, Hann framsókn andans frjálsri — sem allir þekkjum vér —, ann nær sofnar hver sinn síffsta blund og fornam manndóms siff, hans saga lesin er. en kúgunar- og klerka-vald En sagan geymir minning manns, ef merk hún talin er; hann kannaffist ekki viff. Hans lund var dul, en Ijúf og stilt þótt lagffur sé hann lik i mold og laus við alskyns prjál; hans lofstír ekki þver. viö oflæti ei átti skylt Nú hér í vinar hópinn skarff hjó heljar beittur geir, hans iturgöfga sál. Hann feöraláffi af alhug ann er feldi að velli mætismann, og íslenzkt rækti mál; hvers minning aldrei deyr. en fordild alla forðast vann Og minning ber að heiðra hans, þótt hnigiiui sé aff grund; og flaðurmæli og tál. f friffi hann sinn feril gekk, hann pundi sinu varði vel i friði lifffi og dó. með vili og drengskapslund. Nú öðlast hefir andi hans Hann vinum æ var tryggur og trúr og traust sér vann hjá lýff. hinn eilifa friff og ró. t friffarins nafni farffu vel, Mjög fjöllesinn og fróffur vel í friff, sem aldrei dvín, um fyrri og seinni tið. þars friðarlandi fögru á (Ort fyrir hönd vinar hins látna) þér friðarsólin skin. S. J. Jóhannesson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.