Heimskringla - 12.08.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 12.08.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 12. AGÚST 1915. HEIMSKRINGLA BLS. 5 Gamall glæpur. Eftir 1. A. Tiffany. Við stóðum á miðri hinni litlu járnbrú og horfðum niður i hinn ið- andi straum, sem sauð þar og freyddi, hér um bil hálft hundrað fet fyrir neðan okkur. Eg tók eftir, að Black var með hryllingi. ‘Hvað gengur að þér?’ spurði eg. ‘Það kemur ætíð eins og hryll- ingur í mig i hvert sinn, er eg fer yf- ir þessa brú’, svaraði hann. Litlu seinna bætti hann við: ‘Fyrir sex árum síðan var hér trébrú. Og eitt kveld, þegar bróðir minn hafði ver- ið að heimsækja vini nokkra hinu- megin, hafði þrælmenni nokkurt, á meðan hann var þar, sagað plank- ana í sundur. Og þegar Austin á leiðinni heim steig á plankana, féll alt ofan í ána og hann druknaði’. ‘Var ekki þrælmennið gripinn?’ spurði eg. ‘Nei, hann var ekki handsamað- ur. En eg get ekki talað um þetta hér. Komdu með mér heim, og þá skal eg segja þér um allan viðburð- inn’. Hann tók svo um handlegg minn, pg hélt svo áfram meðan við geng- um í gegnum skóginn: ‘Hinn hörmulegi dauði Austins bróður míns hefir tekið svo upp á taugar mínar, að mér er næstum ó- mögulegt að haldast hér við. Eg verð að fara burtu, verð að elta manninn, sem drap hann, enda þótt eg verði að leita hans alt í kringum linöttinn. Húsið, sem eg bý i, er fæðingarheimili mitt, og mér fellur i!Ia að yfirgefa það. Eg hefi lifað hér alla mina æfi, og hér á eg vini mína, — hina einustu vini, sem eg kæri mig um, _og það eru verkamenn mínir. Flestir af þeim hafa einnig unnið fyrir föður minn, þegar hann ruddi skóginn, og gjörði dalinn þ&nn arna að arðberandi akurlönd- um og hygði bæinn hérna’. Hann þagnaði og var sem hann félli i þanka. ‘Þú hefir nú séð alla stofnurilna. Pappírsgjörðarmyllan er hin bezt útbúna í öllu landinu. Allur bærinn, kyrkjan, skólinn, veitingahúsið, bókhlaðan, sjúkrahúsið og hin fjög- u» hundruð hús tilheyra mér. Eg á 15 þúsund ekrur af skógi hér í kring. Og eg trúi því ekki, að eg virði þetta of hátt, þó eg biðji um tvær millíónir dollara fyrir það. Eða hvað segir þú, herra Dixon?’ ‘Alt sem að eg get gjört er að þiggja þennan 60 daga frest til um- hugsunar, sem þú býður, og að fram- visa öllum málavöxtum fyrir for- stöðuráðið. Þó get eg sagt þér það,. að það sem eg hefi séð fellur mér vel í geð’, svaraði eg. ‘Heldurðu ekki að forstöðuráðið gangi að kostaboði mínu?’ ‘Um það get eg ekki gefið nokkrar upplýsingar; það er alt saman und- ir því komið, hvað stjórnarnefndin ákveður'. — Eg þóttist sjá það, að Black væri ekki alls kostar ánægð- ur með svar mitt. Það sýndist, að hann tæki beinlínis' út af mikilli taugaveiklun, og eg efaðist ekki um það, að hið langbezta, sem hann gæti gjört, væri að ferðast eitthvað i burtu frá sínum núverandi veru- stað, fyrir óákveðinn tíma. Þegar við komum heim til hans, var miðdegisverður tilbúinn. Húsið stóð, unaðslega fallegt , rétt á ár- bakkanum, og hið fagra byggingar- lag — í nýlendusviði — hafði næst- um að segja yfirnáttúrleg áhrif á niig. Við borðið var eg gjörður kunn- ugur ráðskonu Blacks, frú Strong og dóttur hennar Mörtu. Hin síðar- nefnda var ung stúlka ineð við- feldnislegu útliti. Nokkrum sinnum veitti eg því eftirtekt, að augu henn- ar hvíldu á Black með áhyggjulegu útliti. Og þegar hann talaði um möguleikana á sölu eignarinnar, tii félags þess, sem eg var umbuðsmað- ur fyrir, horfði hún svo bænarlega ti! mín, eins og hún vildi kalla á hjálp mína, til þess að salan gæti lukkast. Eftir að við höfðum matast, — minti eg Black á loforð hans um, að scgja mér nánar um dauða bróður Það sem svalar þorstanum í merkur og pott flösku hylkjum Fáanlept h.1á þeim þú kauplr af e$a hjá oss. E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg. síns. Hann opnaði mörgum sinn- um munninn, eins og það væri mik- il áreynsla fyrir hann að geta byrj- að. Að síðustu sagði hann: ‘Sá sem að drap bróður minn var fransk-canadiskur maður — Bern- hard Langlois hét hann — og hann var í eitt ár bókhaldari hjá okkur. En vegna drykkjuskapar hans, sagði Austin bróðir minn honum upp at- vinnunni, og menn heyrðu hann i gremju sinni hrópa hefndarorðum yfir hann, og hótun um, að hann skyldi drepa hann. Því miður voru hér einnig manneskjur, sem breiddu j»að út, að ósamlyndi væri á milli j okkar bræðranna. Og það var satt, við vorum oft ósáttir, og jöguðumst, — en eg get nú verið glaður yfir því að þær sakir eru nú að engu orðn- ar. Hann þagnaði eins og hann væri yfirbugaður af endurminningum sínum, og hann gleymdi nærveru minni og starði yfir ána. Það var með auðsjáanlegri á- reynslu, að hann náði aftur jafn- vægi á hugsunum sínum, og hélt á- fram með söguna. ‘Það var hús frú Bell, sem við getum séð héðan úr glugganum, sem bróðir minn var að heimsækja kveldið, sem hann var drepinn. Frú Bell var ekkja og var maður henn- ar félagi föður míns; og heimsókn Austins þangað þetta kveld, eins og svo mörg önnur, var til að sjá dótt- ur hennar Klöru. Það var út af þessari stúlku, sem óánægjan milli okkar reis. Eg hélt að eg hefði á- stæðu til að halda, að Klöru litist á mig. En þar eð Austin var ungur og friður maður, hafði sú grilla lcomist inn hjá mér, að hann væri að heimsækja Klöru til þess að stríða og storka mér. Og þennan sama dag, sem hann var myrtur, ruddi eg yfir hann i óstjórnlegri j vonzku alls konar hótunum, ef að hann hætti ekki þessum ferðum yfir | i Bell-húsið. Þetta kveld fór hann | frá Bell-mæðgunum klukkan hálf-1 ellefu, til ]»ess að fara heim, — en ; þangað komst hann aldrei. Morg- uninn eftir fann vélarmaðurinn við j aflstöðvarnar, fyrir neðan fossinn, brotin úr trébrúnni, fljótandi þar í j kring. Á stúfunum sá hann, að brú-! in hafði verið söguð í sundur. Hann kom og vakti mig. Kringumstæð- urnar voru svo æsandi, að eg stökk upp í herbergi Austins, til að tala við hann um sakirnar. En hann var þar ekki; og eg sá að rúmið hafði ekki verið notað. Eg talsimaði til frú Bell, og fékk það svar, að bróðir minn hefði farið þaðan klukkan hálfellefu kveldið áður. Svo hringd- um við klukkunni, sem brúkuð er, ef eldur kemur upp, og kölluðum saman alt fólkið, sem fór að leita eftir líki bróður míns meðfram ánni. Sumir fóru að leita eftir Lang- lois, sem menn höfðu ekki séð síð- an daginn áður. Sex mánuðum síð- ar fengum við tilkynningu um, að fundist hcfði lík, sem menn héldu að væri lík bróður mins. Eg fékk bréf frá Kingston um, að menn hefðu þar fundið það, sem menn héldu að væru leifar af mínum glataða bróður; en að líkið væri í sliku ástandi, að ómögulegt væri að þekkja það. Bankaseðlaveski hafði fundist i einum vasanum m -ð nafnnu Austin Black Pinedale (Furu dal) þryktu á hliðina á veskinu. Þegar að eg kom til Kingston höfðu yfirvöldin látið brenna líkið, og alt sem eg kom með heim, var krukka með ösku í og bankaseðla- veskið. Langlois hefir aldrei sézt síðan. f tvö ár eftir fráfall hróður míns, var eg ýmist kallaður í þennan stað eða hinn, til þess að sanna, að þessi eða hinn, sem handsamaður hafði verið, væri Langlois. En það reynd- ist aldrei svo að vera. Nú langar mig sjálfan að taka upp á mig að leita hans’. ‘Og ungfrú Bell, þessi unga stúlka sem að bróðir þinn hafði í hyggju að giftast, hvað varð um hana?’ spurði eg. ‘Eg segi ekki fyrir vist, að Austin hafi ætlað að giftast henni’, sagði Black, eins og hann vildi leiðrétta mig. ‘Alt þangað til hann var dá- inn, var það sannfæring mín, að hún elskaði mig. En síðan hefir hún þrisvar sinnum fullvissað mig um, að hún elskaði Austin og mundi ekki tilheyra nokkrum öðrum. Það leið langur timi, þar til að eg slepti allri von, að hún yrði mín; en nú i seinni tíð hefi eg komist að því, hvar mitt sannarlega lán er. Eg er trúlofaður ungfrú Strong, sein þú kyntist við miðdagsborðið’. Þetta kom eins og flatt upp á mig, en eg óskaði honum samt af hjarta til hamingju. ‘Það er fyrst núna, i hina siðast- liðnu sex mánuði, að eg er kominn til viðurkenningar um, hversu mik- ið hún hefir gjört fyrir mig á þess- um hörmungar-árum’. Klukkan inni í ganginum sló aftur og eg benti Black á það, að það væru nú aðeins tveir tímar þar til eg yrði að vera kominn á brautarstöðv- arnar. ‘Þú hefir nægilegan tima, og eg Að velja sér braut. Mikill er vandinn aS velja sér braut, - Þótt viljinn sé frámuna góSur. Eg stend þó ei kyrr, er stefnir aS þraut ----- Eg stikla áreynslunni, --- hljóSur. Trúnni hjá klerkum eg talsvert hef kynst. En traustur ei sýnist mér Páfinn. Eg trúi því einu, er trúlegt mér finst, En treysti ei neinu’ út í bláinn. Hormtrcndingur. skal útvega vagn handa þér’, sagði hann, um leið og hann hringdi til &ð kalla á þjón, sem kom strax, og gaf hann honum fyrirskipun um vagninn. ‘Við skulum koma út á svalirnar; kveldið er svo ufiaðslegt’, sagði hann. Og við fylgdumst að út á hinar breiðu svalir, þar sem við í þægilegum stóluin gátum notið hins tignarlega útsýnis. Áin lá þar eins og spegilfagur silfurþráður í tungls- ljósinu, og í dalnum blundaði bær- inn milli raða af rafmagnslömpum. Eftir nokkra stund fórum við af svölunum og gengum niður á gras- flötinn. 1 nokkurri fjarlægð sáum við hóp af dökkum vofum koma á fleygiferð í áttina til okkar, og á undan þeim hljóp berhöfðaður mað- ur, — rétt kominn að því að springa — eltur eins og annað villidýr.— Hann stefndi beint til okkar, eins og hann hefði í hyggju að fela sig i lystigarði Mr. Blacks. ‘Eg skil ekki, hvað þetta uppþot þýðir’, sagði Black. Maðurinn kem- ur hingað og hópurinn eltir hann. Það er bezt að við förum inn aftur. Eg get ekki trúað, að þeir hafi nokkuð ilt í huga; það væri þá að minsta kosti i fyrsta sinni, sem r.okkuð því líkt kemur fyrir hér’. Rétt i þvi að við náðum svölun- um aftur, kom flóttamaðurinn þjót- andi á hælana á okkur. Á efstu tröppunni datt hann, alveg yfir- kominn af áreynslunni. ‘Frelsið mig frá þessum vitfirtu mönnuml, hrópaði hann, og var greinilegur frönsku-hljómur í orð- unum. ‘Hvers vegna skyldi eg bjarga Bernhard Langlois?’ ‘Langlois?’ endurtók maðurinn með undrun. ‘Það er sama og þess- ir vitskertu menn kalla mig. Eg hefi aldrei heyrt nafnið fyrr. Eg heiti Delsart. Þeir koma til að drepa mig! Hvað hefi eg gjört?’ ‘Ert þú ekki Langlois?’ spurði Black. Hann beygði sig yfir mann- inn og tók um hægri hendi hans. Þér hafið mist fremstu kjúkuna af visifingri. Þér eruð Langlois!’ — Svo ýtti hann upp erminni á frakka mannsins og skoðaði handlegg hans. — ‘Nei! Langlois hafði akk- eri markað inn i hörundið á hand- leggnum. Komdu fljótt I’ Hann hratt Delsart inn um opnar dyrnar, og kallaði inn að loka skyldi bæði dyrum og gluggum, að innan frá. Svo sneri hann sér að þeim, sem voru að elta manninn, og sem nú komu hlaupandi eftir grasfletin- um hrópandi: ‘Langlois, Langlois! Látum oss ná honum!’ Black rétti upp hendina og bað um þögn. ‘Vinir mínir!’ sagði hann. ‘Þið hafið tekið feil á manni þessum, sem þið eruð að elta; hann er að vísu líkur Langlois, en það er samt ckki hann’. (Niðurlag næst). íslendingar i Canada og sérstaklega íslenzkir meðlimir skólanefnda, ættu þessa dagana, þegar skólar eru í þann veginn að byrja, að muna eftir því, að þeir eru íslendingar. 1 öllum skólahéruðum i smábæjum og sveit- um eiga þeir kost á, að láta kenna börnum hið íslenka móðurmál, og riú ætti það ekki að viðgangast i einu einasta tilfelli, að það væri for- sómað lengur, þar sem kennarinn getur kent íslenzku. Hið sama er að segja um miðskóla-deildir, þar sem fslendingar eru. Þess skal hér get- ið, að islenzka hefir verið kend ein 2—3 ár á miðskóla Selkirk bæjar, og sömuleiðis var hún kend á Gimli skólanum síðastliðinn vetur. Slíkt hið sama ætti að vera gjört á skól- anum í Árborg, og viðar þar sem íslendingar ná til miðskóla-deilda. Hinn mesti stuðningur við mið- skóla-kensluna í íslenzku væri það, að nemendur þeir, sem þangað koma, væru sæmilega vel að sér í málinu. Það vill ganga fremur erfitt, að kenna þeim nemendum íslenzka málfræði og bókmentir, sem með engu móti geta talað óbjagaða is- lenzka setningu, geta alls ekki staf- sett orð með þremur stöfum rétt. Slik kensla líkist því, að reisa hús á óuýtum grunni. Vér þurfum að byrja á grunnin- um. Að sjálfsögðu kemur þar heimilið fyrst til greina. Ef það vanrækir skyldu sina í þessu máli, er hætt við að alt annað gangi erfitt, sem revnt er, til að þroska Islendinginn í unglingnum. Heimilis-kensla er sú kensla, sem islenzk þjóð hefir svo lengi stuðst við og henni reynst svo haldgóð. Þar sem hún er rækt, reynist hún enn eins góð og áður. Samhliða heimilinu í þessu máli eru sunnu- dagaskólarnir. Hafa þeir áunnið mikið og eiga þeir heiður skilið. Ef 1 essir starfskraftar eru vel samtaka, má miklu koma íverk. Fyrir skemstu ferðaðist eg um bygð íslendinga við Mouse River i Norður-Dakota. Eftir einu tók eg þar, sem mér finst þess vert að sé haldið á lofti. Eg sá þar margt af ungu fólki; en eg hitti þar ekki eitt einasta ungmenni, sem ekki talaði góða islenzku. Þó hafði sumt af þvi fólki verið á burtu á enskum skólum um lengri tíma, og talaði víst alt unga fólkið ensku. Eg hygg að þetta ástand megi þakka heimilunum og sunnudagaskólunum. Náskylt sunnudagaskólastarfinu er starf prestsins til undirbúnings fermingu, ómetanlega dýrmætur þáttur í þessu verki. Samt þarf meira en þetta. Það þarf handa öllum börnum íslenzkra foreldra íslenzka skóla, eða ef ekki j er kostur á alíslenzkum skólum, þá að minsta kosti kenstu í islenzku á skóla. Það er margt í sambandi við tungumálið, sem ekki verður kent á heimilinu, á sunnudagaskólanum, cða i fermingarflokknum. Eg get sagt þar mina eigin sögu. Eg býst við, að eg hafi i uppvextinum verið a eins góðum heimilum, hvað ís- lenzka mentun snertir, eins og vana- lega gjörist, og seinni hlutann af þeim árum var eg þar sem íslenzk þekking var til í ríkustum mæli hér vestan hafs. Samt er það satt, að þegar eg var orðinn fulltíða maður, vissi eg ekki'Svo mikið í islenzkri málfræði, að eg kynni nöfnin á föllunum, og i íslenkri réttritun kunni eg tæpast annað en það, sem eg hafði sjálfur veitt eftirtekt með I því að lesa íslenzku. Og þótt sá mað- ur, sem þannig er ástatt fyrir geti í mörgum efnum bjargast, skortir j hann svo mikið, að þa’ð er eins og liann tæpast finni fótum sinum for- ráð í notkun málsins. Þessa sömu sögu gætu margir sagt, sem hér hafa alist upp, og hefir það mörgum orð- ið farartálmi ekki svo litill. Hvað var að og er enn að? Skortur á skólamentun í ísíenzk- um fræðum. Þjóðverjar í þessari heimsálfu hafa sérstaka skóla fyrir börn sín til þess þeir geti kent þeim móður- málið. Norðmenn, Danir og Svíar hafa sérstaka tungumáls og kristindóms skóla fyrir börn sin i sumarfríinu. Hvað getum vér Islendingar gjört? Að minsta kosti þetta: að láta í hverjum einasta skóla, þar sem is- lenzk börn eru nokkuð fjölmenn, kenna íslenzku seinasta klukkutim- ann á hverjum degi. í þessari námsgrein yrðu börnin eflaust flokkuð nokkuð öðruvísi, en þau væru að öðru leyti í skólanum. Öllum börnunum niætti skifta í fjóra flokka: ólæs, þau sem eru að byrja að kveða að, þau sem eru stautandi, þau sem eru vel læs. — I’yrsta flokknum yrði kent ein- göngu á veggtöflu; hinum næsta með stafrófskveri samliliða vegg- töflu. Þriðji flokkurinn gæti notað lesbók I. og ef tími leyfði lesið fleiri bækur. Fjórða flokkinn mætti æfa í réttritun; kenna þar byrjun í málfræði og láta nemendur læra ís- lenzk kvæði eftir að þau hafa verið vel útskýrð. Alla flokkana ætti að láta syngja fögur íslenzk ljóð. Vel mætti hafa tvo flokka sama daginn. Ef vel væri unnið að þessu af hálfu skólanefnda, kennara og nemenda og ef þetta fertgi góðan stuðning frá heimilunum, gæti af þessu orðið mikill og góður árangur. Með þessu yrði starfi miðskólanna i islenzku greidd gata. Og þeir, sem ekkh færu í miðskólana, væru ekki sviftir allri j tiisögn í móðurmáli sinu. Allar skólanefndir í íslenzkum skólahéruðum vil eg nú biðja að taka þetta mál til ihugunar tafar- laust, og þar sem skólar eru í þann veginn að byrja, að láta þetta verða að framkvæmd þegar með skóla- byrjun. En þar sem skólar standa nú yfir, er engin þörf að geyma það til næsta vors. Það væri einmitt bezt að byrja það áður en skóli hættir í naust, svo kennarinn geti leiðbeint börnum og foreldrunum i sambandi við það, sem gjört yrði rour en skóli kæmi saman næst. Eg hefi beint máli minu að ís- lendingum í Canada, vegna þess að mér er kunnugra um það, sem leyf- ist hér i skólum en þar. Samt efast eg ekkert um, að slíkt hið sama feng- ist, þar sem eins stendur á, í Banda- ríkjunum. Ef vér höfum nokkrar skyldur við hið íslenzka þjóðerni vort, og það játið þér allir af hjarta, þá ber oss að gjöra ekki minna en^þetta, sem eg hefi bent á. Það, að þetta hefir ekki verið gjört, nema að litlu leyti, stafar vist af hugsunarleysi. Nú getur slíkt ekki átt sér stað fram- ar. Þeim til heiðurs, sem hafa gengið á undan í þessu máli, skal það sagt, að þetta hefir verið reynt og gefist mjög vel. Verum íslendingar í verki og sannleika. Byggjum vel frá grunni. fíúnólfur Marteinsson. Lista byssa til að skella í sundur gaddavírs flækjur. I>at5 er í fyrsta sinni í sögu stríðanna aö gaddavír er fléttaöur sem net móti áhlaupum óvinanna. Og hefur þeim oft oröiö erfitt yfir at5 komast. Byssan á myndinni skýtur fleyg einum og er vitS hann festur vír sterkur, en hnífarnir sem sjást vit5 byssuopitS skella í sundur gaddavirinn og má svo draga þetta á vindu sem gjört5 er til þess. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ. 1 um heimilisréttarlönd í Canada Norðvesturlandinu. Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu &9 sjá et5a karlmatSur eldri en 18 ára, get- ur tekitS heimilisrétt á fjórtSung úl section af óteknu stjórnarlandl 1 M&n- sækjandi vertSur sjálfur at5 koma á Itoba, Saskatchewan og Alberta. Um- landskrifstofu stjórnarinnar, et5a und- irskrifstofu hennar I því hérat5i. 1 um- botSi annars má taka land á öllum landskrifstofum stjórnarlnnar (en ekkt á undir skrifstofumj metS vissum skll- yrt5um. SKYLDl'R—Sex mánatSa ábútS o* ræktun landsins á hverju af þremui árum. Landnemi má búa metS vissum skilyröum innan 9 mílna £rá helmills- réttarlandi sínu, á landi ssm ekkt ei minna en 80 ekrur. Sæmilegt ívöru- hús vert5ur atJ byggja, atS undanteknu þegar ábútSar skyldurnar eru (ullnægQ- ar innan 9 mílna fjarlægt5 á ÖÖr» landi, eins og fyF er frá greint. 1 vissum hérutSum getur gótSur og efnilegur landneml fengitS forkaupa- rétt á fjórtSungi sectiónar met5fram landi sínu. Vert5 $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDLJR—Sex mánat5a ábútl k hverju hinna næstu þrlggja ára eftti at5 hann hefir unnit5 sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, og .uk þess ræktatS 50 ekrur á hinu selnna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- neml fengitS um leitS og hann tekur heimilisréttarbréfit5, en þó metS vissum skilyrt5um. Landnemi sem eytt hefur heimllta- rétti sínum, getur fengit5 heimilisrétt- arland keypt í vissum hérut5ura. Vertl $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR— Vert5ur at5 sitja á landinu 6 mánutSÍ af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 virtSi. Bera má nitSur ekrutal, er rækt&st skal, sé landit5 óslétt, skógi vaxitS et5a grýtt. Búþening má hafa á landinu f statS ræktunar undir vissum skilyrtSum. W. W. CORY, Deputy Minister of the Interior. Blöt5, sem flytja þessa auglýsingo leyfislaust fá enga borgun fyrir. Hemphill’s American Leading Trade School. ASal Nkrifslofa 04.1 Maln Street, Winnipog. Jitney, Jitney, Jitney. Þat5 þ&rf svo hundrut5um skiftir af mönum til at5 höndla og gjöra vit5 Jitney bif- reit5ar, arðsamasta starf í bænum. At5eins tvær vikur naubsynlegar til at5 læra í okkar sérstaka Jitney “class” Okkar sérstaka atvinnu- útvegunar skrifstofa hjálpar þér at5 velja stöt5u et5a at5 fá Jitney upp á hlut. Gas Tractor kenslu bekkur er nú at5 myndast til þess at5 vera til fyrir vor vinnuna, mikil eftirspurn eftir Tractor Engineers fyrir frá $ó.00 til $8.00 á dag, vegna þess ab svo hundrut5um skiftlr hafa farit5 ! strí?5it5, og vegna þess at5 hveiti er i svo háu vert5i at5 hver Traction vél vert5ur at5 vinna yfirtíma þetta sum- ar. Eini virkilegi Automobile og Gas Tractor skólinn í Winnipeg. Lærit5 rakara it5nina í Hemphiirs Canada’s elsta og stærsta rakara skóla. Kaup borgat5 á met5an þú ert at5 læra. Sérstaklega lágt inn- gjald og atvinna ábyrgst næstu 26 nemendum sem byrja Vit5 höfum meira ókeypis æfingu og höfum fleirl kennara en nokkur hinna svo nefndu Rakara Skólar í Winnipeg. Vit5 kennum einnig Wire og Wire- less Tel«graphy and Moving Picture Operating.” Okkar lærisveinar geta breitt um frá einnl lærigrein til anarar án þess at5 borga nokkut5 auka. Skrifit5 et5a komit5 vib og fáit5 okkar fullkomiti upplýsinga- HemphiH’s Barber College and Trade Schools. Head Otfleea «13 Mnln St., WlnnlpeB Branch at Regina, Sask. Sérstök kostabotS á lnnanhúss munura. Komiö tll okkar fyrst, þitJ rauniö ekkl þurfa aö fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. 593—595 NOTRE DA.ME AVENUE. TaUfml Garry :LSS4. Ein persóna (fyrlr daginn), $1.60 Herbergi, kveld og morgunvert5ur, $1.25. MáltíÖir, 35c. Herbergi, ein persóna, 50c. Fyrirtak 1 alla statii, ágæt vínsölustofa I sambandi. Talsfml Garry 21!.*»2 R0YAL 0AK H0TEL Chas. GustafHMon, eigandl Sérstakur sunnudags mit5dagsvert5- ur. Vín og vindlar á bort5um frá J klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex i til átta at5 kveldinu. 2S3 market street, w innipkg Rafmagns — heimilis — áhöid. tlughes Rafmagns Eld&vél&r Thor Rafmagns Þ*vottavéiar Red Rafmagns Þvottavél&r Harley Vacuum Gólf Hr*2nsarar 'Laco” Nitrogen og Tungsten Lamp- ar. Rafmagns ‘‘Fixtures’* “Universal” Appliances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 283 Kennedy Street Phone Main 4064 Wlnnipeg Vtt5gjört5ir af öllu tagi fljótt og v#l af hendl lelst&r. Isabel Cleaning and Pressing Establishment J. W. QUINN, elgandl Kunna manna bezt at5 fara rael LOÐSKINNA FATNAÐ VlOgerTSir og breytlngar & fatnaöi. Phone Garry 1098 83 Isabel St. hornl McDermot

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.