Heimskringla - 12.08.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 12.08.1915, Blaðsíða 8
BLS. 8 HEIMSKRINGLa WINNIPEG, 12. ÁGOST 1915. t'Jr Vöruhúsinu og á borð þitt. án þess að nokkur mögulegleiki sé á því að ]>að missi nokkuð af bragðgeeöum eöa krafti—þessu er fyrirbygt með hinum nýju fyrirtaks umbúðum sem BLUE WBBON er nú pakkuð í. Gömlu blý umbúðirnar voru að vissu naegar—en það var ]tó hægt^ð finna að þeim.—Hver húsmóðir þekkir þær— ]>ær rifna hæglega og hættir við að riðga. Það var vegna siðvenju að fólk gjörði sig ánægt með þessar umbúðir. Hinar nýju “BLUE RIBBON” umbúðir eru fyrirtaks te umbúðir. Sterkar, hreinar, þægilegar.verja riki, útiloka vætu—í einu orði— FYRIRTAKS UMBÚÐIR F2RIR FYRIRTAKS TE. Eins og áður, ábyrgð að peningunum verður skil- að aftur e£ alt er ekki eins og það á að vera fer með hverjum pakka. Spyrjið matvörusalan. Samskot í Rauðakross sjóðinn. Áður auglýst.............§244.10 Samskot á íslendingadaginn 33.35 Samtals...............§277.45 T. E. Thorsteinsson, Féhirðir ísl. nefndarinnar. Þessir landar fengu verðlaun á í iðnaðarsýningu North Dakota rikis, sem haldin var í Grand Forks í júlí sl. Fyrir málverk Miss Pauline Thor- Iaksson, Grand Forks, fyrstu verð- laun. Fyrir par af Turkeys C. Geir, Mountain, 1. verðlaun. _Og sami fyr- ir par af gæsum 2. verðlaun. Fyrir par af öndum J. Magnússon, Mountain, 2. verðlaun. Sami fyrir hveitibindi, 2. verðlaun. Colonel Paul Johnson, frá Moun- j tain, N. Dak., kom til borgarinnar | um miðja vikuna. Það gladdi oss að sjá gamla manninn, sem er ern og fjörugur eins og væri hann 40 árum yngri. — Páll sagði alt hið bezta að jsunnan; uppskera byrjuð, sú hin j mesta, er þar hefir nokkurntíma ver- ið síðan ríkið bygðist. Fréttir úr Bænum. Dr. M. B. Halldórsson, frá Souris, N. Dak., hefir verið hér í Winnipeg tvær vikur með konu sinni ólöfu, dóttur síra M. J. Skaptasonar, og tveimur börnum, Margrétu og Mar- ion. Dr. Halldórsson fór heimleiðis i dag (miðvikudag) um Cavalier og Akra; ætlar að sjá föður sinn Björn Halldórsson á Akra. Dr. Halldórsson og kona hans og börn voru við beztu heilsu öll sam- an. Þau senda kveðju sína öllurn gömlum kunningjum sínum, sem þ iu gátu ekki séð. Sunnudaginn 25. júlí andaðist á heimili sínu í Churchbridge Guð- brandur Árnason, eftir langan og strangan sjúkdóin. Hann var fædd- nr 29. maz 1886, og var því um 29 ára gamall. Foreldrar hans eru þau Árni Árnason og kona hans, sem hafa verið þar um 24 ár; en komu þangað beina leið frá íslandi. Guð- brandur sál. hafði hlotið talsvert mikla mentun og var vinsæll og vel látinn hjá þeim, sem þektu hann. Jón Sölvason, frá Wynyard, Sask., var í borginni fyrirfarandi daga, að finna skyldfólk sitt. Hann skrapp til Selkirk á sunnudaginn með Gunn laugi bróður sínum, sem hér var staddur þá. Jóni leyst vel á sig í Sel- Idrk og yfir höfuð að tala hér eystra. Hann kom til þessa lands fyrir tveimur árum, ern og fjörugur, þó hann sé nú 72. ára gamail. KAUPENDUR SYRPU vil eg láta vita, að tvöfalt númer kemur út af ritinu innan skamms (tvö hefti bundin í eina kápu—128 blaðsíður). — Útgef. * Látinn á King Edward spítalan- om Axel Möller, íslendingur, 23. ára gamall. Jarðsunginn hinn 3. ágúst. Bróður átti hann búsettan hér í borg en sem nú er að vinna suður í Min- neapolis, Minn. Haft eftir Dr. Sig. Júl. Kæru landar! Kjósið fjandans Gallann. Hann er alveg eins og þið; Alt er sama þjóðernið. S. J. S. Yfirlýsing. í tilefni af uppástungu Ásm. P. Jóhannssonar, sem hann bar fram á fundi stúkunnar Skuld 28. f. m. og liann síðan birtir í Heiinkringlu 5. þ. m. undir fyrirsögninni: “Áhuga- mál Goodtemplara”, — samþykti stúkan á fundi 5 þ. m., að gjöra yf- irlýsingu um það í Heimskringlu, að þessi uppástunga Á. P. J. hefði ekki verið samþykt, og því bæri Mr. Jó- liannsson einn ábyrgð á henni. Winnipeg, 10. ágúst 1915. G. M. Bjarnason, Æ. T. S. Bjarnason, rit. Nýlega hefir komið póstspjald frá Scrg. J. V. Austmann/ Var það dag- sett 5. júní, en kom hingað 31. júlí, cg hefir það því verið 55 daga á leiðinni. Mr. Austmann er í Alten-Grabow á Þýzkalandi og hertekinn eins og kunnugt er. Hann er við beztu heilsu — en svangur og biður um að senda sér mat í hverri viku, og er það gjört af fólki hans. En hvort það kemst til skila, vita menn ekki enn. Litmyndir af Hannesi Havstein og Þorsteini Erlingssyni eftir Þorstein Þorsteinsson eru til sýnis i búðar- giuggunum hjá Gunnlögi úrsmið Björnssyni á Sargent Ave., Winnipeg Sextíu manns geta fengið aðgang a<5 læra rakaraiðn undir eins. rH! þess að verða fullnuma þarf aðeins 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra Nemendur fá staði að enduðu námi fyrir $15 til §20 á viku. Vér höfum hundruð af stöðum þar sem þéi getið byrjað á eigin reikning. Eftir spurn eftir rökurum er æfinlega mikil. Til þess að verða góður rak ari verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. .Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St., Winnieg. íslenzkur ráðsmaður hér. Bréf úr skotgröfunum. Elskulega móðir mín! Eg hefi vanrækt að senda þér línu nú um tíma; en eg hefi átt annríkt. Eg er og hefi verið um undan- farnar vikur í skotgröfunum og er að öllu leyti vel á mig kominn. — Veðrið er ágætt; stunduni dálítið regn. Eg meðtók nýlega bréf frá þér á- samt tóbakssendingu, sem eg varð mjög feginn. F]g fæ F'ree Press með góðum skilum. Þú barmar þér yfir hlutskifti Jó- els frænda; en eg held það sé óþarfi að hafa áhyggjur út af því. Gættu að því að lífi hans er betur borgið, þar sem hann er og eg er viss um að æfi hans og aðbúnaður er ekkert vcrri en við verðum allir að sætta okkur við meðan striðið stendur. Ef eg verð tekin fangi, þá reyndu að vera róleg; eg er ekkert hrædd- ur um að eg fái ekki nauðsynjar inínar. Það verður náttúrlega leið- inlegt, en alt af er eitthvað að. — Ekkert meira um það. Mamma mín, gleymdu ekki þegar þú skrifar pabba, að minna hann á, að skrifa mér, ef hann er fær um að skrifa. Biddu Idu litlu frænku mína að skrifa mér og svo alla ætt- ingja mína, annars verð eg geðvond- ur þegar eg kem heim. Drengir eru að syngja kringum mig :“\Vhere is mg bog tonight?”; þá hugsa eg til þín. En svona tal er gagnslaust. Nóg er til að gjöra. — Verið þið öll kært kyst. Þinn elskandi sonur. Kolskeggur Þorsteinsson. Farinn burt úr gömlu átthögunum. Vinir og vandamenn herra Péturs Árnasonar, bæði heima á íslendi og eins hér i Ameríku, eru hér með látnir vita, að nú er hann eftir nær 40 ára veru við Icelandic River fluttur þaðan til Oak Point P. O., Man., til tengdasonar síns, Mr. V. J. Guttormsson og konu hans Vilborg- ar, Mrs. Guttormsson, og býst hann við að eyða þar æfikvldi sínu. Pétri fylgja heillaóskir og innilegar vin- arkveðjur allra, sem hann þektu í Nýja Islandi, og einkum þeirra, sem næst honum hafa búið, og á ýmsan hátt notið mest alúðar hans og hjálpsemi öll þgai mörgu ár, sem hann með rausn bjó í Árskógi, við Icelandic River P.O. Eins og hann finnur til trega og saknaðar, að yf- irgefa landnám sitt hið gamla, þar sem svo margar fagrar og kærar endurminningar eru bundnar við, — eins finna hinir mörgu eftirver- andi nágrannar hans til saknaðar, að missa hann. Og með kæru þakk- la'ti fyrir svo margt og margt kveðja þeir Mr. Árnason, og óska honum til allrar hamingju og unaðar í hinu nýja heimkynni. Þó að þetta riti aðeins einn af liinum gömlu sam- tiðarmönnum hans, er eg þess full- viss, að margir mundu hafa viijað- sagt á svipaðan hátt. Það er svo oft, að söknuðurinn er bundinn þögn. Winnipeg, 6. ágúst 1915. Jakob Bríem. Trgltur æðir töfra-slagur, Titrar geimur, mgrkvast dagur. Mgrkrin eru miskunn hlg. Keisarans er kvaladgki Kolsvartara en djöflariki. Veröld hegrði’ ei hærri gný. Þar er dáðin drengs og þjóða dregin inn tit báls og glóða. örlög skildust aldrei fgr. ó, þú stjórnarhöndin háa, Heftu negð þess stóra — smáa. sendi Guð oss gœfu bgr! Beint þú veður voðans þrautir, Vaski drengur, — huldar brautir, Hrgndir áfram hregsti og þor. Þar endurfœdd er íslendinga Eðlishvöt til Hildar-þinga, — Víkinganna spgrntu í spor. Hgrjardísir hafa á þingi llossað mörgum Norðlendingi. Kröftug lund og kjarni máls. Láttu knæfur krjúpa að jörðu Keisara-peðin — eins og örðu; Eilur brgndu í eitla stúls. Sigurdgrð og sæmdarmerkin Sendi þig heim, og hregstiverkin, Herjöfur, með horska sveit. Halldórs fgrrum hregsti fögur Ilarald beggði—Snorra mögur—. Það um sagan síðar rejt. Þetta mælum þínir vinir. Þrautseigastir fslands sgnir, Hræðumst aldrei blg né blóð. — Láttu okkur ólaf vita Ógnum trgltan snerru hita. Með höppum berð’ á húnskri þjóð. K. Ásg. Benediktsson. Anna Katrín Hall Kveðja. t Árna Valdimarssonar Davis 27. maí 1915, frá ólafi G. Ólafssyni . og K. Ásg. Benediktssyni. Bauði haninn ris á fætur, Bgmur snörl og vígaþrætur; fíregra flotin álfa öll. Skgggir milli skgja’ og dala. Skruggur drgnja, morðtól gala. Stirnir á blóði storkinn völl. kona Jóns Hall, dó að heimili þeirra í Garðar-bygð, Norður Dakota, að- faranótt 14. júní næstliðinn, 59 ára að aldri. Anna sál. var fædd á Hár- um á Jökuldalsheiði 4. ágúst 1856 Foreldrar hennar voru Páll Péturs- son, bróðir Benedikts Péturssonar, sem lengi bjo á Point Douglas í Win nipeg; flutti þaðan til Norður Dak- ota og dó að Garðar fyrir nokkrum arum, — og Vilhelniina F'riðrika Jcnsdóttir. Iiálfbróðir önnu var hans Einarsson, verzlunarmaður að Garðar; voru þau sammæöra. — F'aðir hennar dó, þegar hun var á barnsaldri og ólst hún upp með móð ur sinni, þar til 1874; þá fór hún til Kaupmannahafnar 18 ára gömul, og dvaldi þar, þangað til hún flutti til Winnipeg 1893. í Winnipeg var hún þangað til 1898, að hún giftist eftir- lifandi manni sinum. Engin börn eignuðust þau Jón og Anna; en ólu önn fyrir tveimur fósturdætrum, — systurdóttir Jóns, sem nú er gift kona, og annari, sem þau tóku nýfædda af fátækum for- eldrum, vandalausum; sú stúlka er nú 12 ára gömul. Fyrir þær lagði Anna sál. eins mikið i sölurnar og nokkur móðir liefði getað gjört, þrátt fyrir sjónleysi og heilsubilun, sem hún áfti við að búa mörg sein- ustu árin. Sjónleysi hennar atvikaðist svo, að við að bjarga litlu stúlkunni, sem getið var um, frá því að detta á heita cldastóna, lenti Anna sjálf á stóna ineð annað augað, sem skemdist svo að það varð ólæknandi og leiddi til alblindu. Samt stundaði hún hús- störf sín að mestu leyti, þegar hún var óhindruð annara veikinda vegna. Sálar])rekið studdi hana, þeg ar likamskraftarnir biluðu. Anna sál. var í betra lagi greind. Hugsunin var skýr og skörp, með sjálfstæði í skoðunum. Hrejnlyndi og mannúð yfirgnæfði alt i fari Þýzkt heimili og Láð eyðilagt af skríl Breta. H. STONE 739-41 SARGENT AVE. GROCERIES, FRUITS, ETC. Hin bezta búð í Vestur hluta bæjarins þar sem nýlenduvarnlngur, aldini og öll matvara er hin bezta. ::::::: Reynið okkur og gefið okkur tæklfærl að sanna ykkur það sem vér segjum. : : PHONE GARRY 180 -Heimsækið okkar ný-tízku lsrjóma stofu- Þegar Þýzkir söktu Lusitaníu og fóru aö brúka eltriö á Breta urtiu upp- hlaup mikil i London, eins og mynðin sýnir og var víöa ráöist á þýzka menn i London. j SOLDÁTAR HJÁLPA ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ RÁÐSTAFA ÞVÍ við Her Stjórn- ina að leyfa soldátum nú í herbúðum f Stsvell, eins mánaðar frí til þess að þeir geti hjálpað Manitoba bændum við ui)i>skeruna. Bændur eru beðnir af Hon. Minister of Agriculture að láta liað Department vita strax hvað marga menn þeir ])urfa, hvað þeir vilji borga fyrir eins mánaðar vinnu, hvenær þeir vilji að mennirnir fari að vinna og nafn á næstu járnbrautarstöð- Járnbrautar far- gjald þessara soldáta, uppskeru verkamanna, verður borgað af Dominion stjórninni. Skrifið strax til Provincial Employment Bureau, Cor. Main and Water Streets, Winnipeg. TIL MEÐ UPPSKERUVINNUNA hennar. Hún sást aldrei fyrir með að hjálpa þeim, sem bágstaddir voru, hvað sem það kostaði. Koma hvolpar, er ljóns- ynjan kallar. Úr ölluin áttum koma þeir. Þegar fregnirnar fóru að berast, að Þýzkir liefðu hrakið Rússa úr Galizíu, hefir mörgum farið að verða órótt; en þegar Rússar urðu að láta Warshau líka — og enginn veit, hvað lengi þeir hrekjast eða hvað lnagt austur og norður — og þegar Svíar eru sagðir órólegir og að stökki komnir, þá hafa þeir ekki þolað biðina leng- ur. Allir vita, hvert Þjóðverjar muni snúa sér, þegar þeir fá tóm til, vest- ur og suður, og nú vilja þeir vera með í leiknum. Þessa síðustu daga hefir Canada- stjórn fengið bréf úr öllum áttum; úr Bandaríkjunum þvert og endi- langt hafa bréfin drifið, frá göml- um Canada mönnum eða Breturn, er þar hafa bústaði tekið. Og allir óska eftir, að ganga í eina eða aðra her- deild, sem send verði til hjálpar Bretum og Bandamönnum. — Þau koma líka bréfin úr hverju horni Suður-Ameríku og Mið-Ameríku. Frá Panama koma þau, frá Haity og Cuba. Þá langar alla til að vera með áður en ríkjamóðirin er klæð- um flett og í aur troðin. Þeir hafa margir verið að bíða við, ef að Bandarikin legðu af stað. Það er eins og mörgum finnist það ein- hvernveginn svo náttúrlegt, að þau standi saman þessi tvö stórveldi, England og Bandaríkin. Ríkin með hina sömu tungu og af sama bergi hrotin, — ríkin, sem hafa veitt flóttamönnuin lieinisins ásjá og grið, — ríkin, sem vilja að frelsinu og mannréttindunum hlúa. Úr norðursveitum koma þeir. Löng er leið þeirra norður úr Peace River, Pouscoupie, Grand River og fjöllunum þar norður af leiðir langar norður með Alaska. En þaðan koma þeir. Biskup einn, Bobin að nafni, er nýkominn þaðan að norðan. Segir menn séu þar á leið um fjöll og dali, á hverjum stig. IJann hefir mætt þeim þar gang- andi, einum og tveimur eða fleiri saman. Þeir höfðu ekki silfur til að borga fyrir sig eða létta sér ferðina. KENNARA VANTAR fyrir Vídir skólahérað, No. 1460, frá 6. sept. til 21. des þessa árs; einnig ef um semur frá 15. febr. til júní loka næsta árs, 1916. Umsækj- endur verða að hafa annars eða 3. stigs Professional Certificate; einn- ig tiltaka kaup, sem óskað er eftir, æfingu sem kennarar og senda með- mæli, ef til eru. Tilboðum veitt mót- laka af undirrituðum til z4. þ. m. Vidir, Man., 5. ágúst 1915. J. Sigurðsson, Sec’y-Treas. 46-47—up KENNARA VANTAR til Laufás skóla nr. 1211. Kensla byrjar 15. sept. í 3 mánuði. Byrjar aftur 1. marz 1916, þá aðra 3 mán- uði. Þriðja stigs kennarapróf ósk- ast. Tilboð, sem tiltaki mentastig og æfingu, ásamt kaupi, meðtekið til 14. ágúst. Bjarni Jóhannsson, Sec’g-Treas. Geysir, Man. KENNARA VANTAR I'yrir Geysir skóla No. 776, fyrir þrjá mánuði. Kenslutíminn er frá 1. okt. til 31. des. 1915. Umsækjandi tiltaki æfingu, mentastig og kaup. Tilboðum veitt móttaka af undir- skrifuðum til 31. ágúst 1915. Th. J. Pálsson, Sec’y-Treas. Geysir, Man. j KENNARA VANTAR fyrir Reykjavíkur skóla No. 1489. Verður að hafa Normal Training eða Professional Standing. Kenslu- tími frá 1. september til 31. desem- ber (4 mánuði). Umsóknum verður veitt móttaka af undirrituðum til 20. septembcr. Umsækjandi tiltaki kaupgjald og æfingu. Reykjavík, Man., 23. júlí 1915. A .M. Freeman, Secy. 45-48-25-P lín þeir komu. Hann hefir hitt þá komandi niður stórárnar á flekum og í barkarbátum, á hestapörum og svo á járnbrautarlestunum, þegar svo kom langt suður. Gull-leitar- mennirnir hætta að leita að gullinu; veiðimennirnir skildu við snörur sínar. Allar óskir sínar og vonir létu þeir þar eftir. Það var eitthvað í þeim, sem lét þá ekki hafa nokkra ró. Þeir hugsuðu sér England flak- andi í sárum; þeir hugsuðu sér j menninguna snúna við, og alt hið { helgasta niðurbrotið; þeir sáu eið- I ana rofna og járngreipar fursta og i hervalds leggjast um alt hið þýða jog blíða, hið ærlega og hreina, hið háleita og fagra og kreista það í { hnefa sínum. Þeir stóðust það ekki j lengur. Þeir gátu ekki annað en farið, þó að danðinn væri kaup þeirra! Þannig elska ljónshvolparnir móð ur sína. > The Kaiser’s Prayer. Gott, Gott, — dear Gott, attention blease, 1 our bardner, Vilhelm’s here, And has a word or two to say Into gour brivate ear; So turn awag all udders now • j Und listen vell to me, j j For vat I sag concerns me much, ^ Meinself und Shermang. J t You know, dear Gott, I vas gour friendt, > Und from mine hour of birth I quietlg let gou rule der Heffen, Vile I ruled o’er der earth; Und ven I told mein soldiers Of bggone battle dags >. / gladlg split der glorg Und giff gou half der praise. ln efferg uwg I tried to prove Mine heart to gou vas true, Und onlg claimed mg honest share fn great deeds dat ve do. You could not haff a better friendt In Sky or Land or Sea Han Kaiser Vilhelm number two IJer Lord of Shermang. So vat I sag, dear Gott, is dis: Dat ve should be friends Und gou should help me send my foes Unto der bitter ends. If tgou, dear Gott, vill dis me do I'll nottings ask again, Und gon and I vill bardners be For evermore. — Amen. Ihit listen, Gott, it mifst be quick Your help to me gou sendt, Or else I haff lo stop attack Und onlg blag defend. So four and twentg hours I giff To make der allies run , Und put me safe into mg blace IJer middle of der Sun. If gou do dis, I’ll do mg purt, I’ll tell der vorld der fact, IUit if gou don’t, den I must tink, II is an hostile act. Den var at vonce I vill declare, Und in mine anger rise Und send mg Zeppelin ships to wage A fighl up in der skies. * IJis ultimatum, now, dear Gott, Is one of mang more, Mein mind is settled up to clean Der whole vorld off der floor. Because gou vas mine bardner, Gott, Von extra chance is giffen, So help at vonce, or else l’ll be Der Emperor of Heffen.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.