Heimskringla - 02.09.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 02.09.1915, Blaðsíða 2
BLS. 2. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 2. SEPT. 1915. Fréttir frá íslandi. Reykjavík, 20. júlí 1915. Að undanförnu hefir verið norð- anátt og um síðustu helgi mjög kalt veður, en hlýrra í gær og í dag. Alt af þurkar og sólskin, og hafa þurk- arnir staðið grasvexti mjög fyrir þrifum. Hafís er nú ekki lengur til hindrunar ferðum .við Norðurland og eru nú öll botnvönpuskipin héð- an komin þangað. — Haraldur Níelsson prófessor. var á ferð norður á Akureyri, þegar kona hans andaðist. Hélt hann þá þegar heimleiðis, en varð fyrir því slysi á leiðinni, að hann meiddist allmiki.ð á höfði af byltu af hesti, nálægt Staðarbakka í Húnvatns- sýslu, og var hann fluttur veikur heim þangað. En hann náði sér brátt aftur og kom heim með Ing- ólfi frá Borgarnesi í gær. — i gær var sagt af Akureyri, að nú væri kominn góður síldarafli.— Eitt af skipum O. Tuliniusar kon- súls kom þá inn á Siglufjörð með 350 tn. Fiskiafli góður við Eyja- fjörð og einnig sumstaðar á Aust- fjörðum. — Dáin er 20. þ.m. í Stykkishólmi frú Hildur Bjarnadóttir, ekkja Bjarna E. Magnússonar sýslumanns í Húnavatnssýslu, en dóttir Bjarna skálds Thorarensens, og lifði hún lengst barna hans. Hún var nær átt- ræð að aldri, fædd 31. ágúst 1835. Hún andaðist hjá Páli sýslumanni, yngsta syni sínum, og hafði lengi verið hjá honum. Tvo aðra syni áttu þau Bjarni sýslumaður: Guðmund heitinn Scheving lækni og Brynjólf bónda i Þverárdal. Frú Hildur var mikilhæf kona og gáfuð, eins og hún átti ætt til. — Silkiflagg, allstórt og mjög vel vandað, sendu nokkrir Framfarafé- lagsmenn H. Hafstein bankastjóra •nýlega og báðu hann þiggja það af sér, sem vott um þakklæti fyrir að- gjörðir hans í því, að útvega íslandi sérstakt flagg. Hefir hann beðið I.ögréttu, að færa þeim, sem sendu, kærar þakkir fyrir gjöfina. — Barnaleikvöllur var opnaður í Austurbænum, við Grettisgötu, sið- astl. sunnudag, og er hann allstórt svæði, girt háum steinsteypuveggj- um, með grasfleti í einu horninu; en annars er steinmöl borin ofan á grunninn. Flaggstöng er á miðjum vellinum, en rólur og fleiri barna- leikatæki og sandkassar öðru megin. f einu horninu skúr með þaki, og þar í klefi handa þeim, sem eiga að hafa umsjón með vcllinum. — Kvenréttindafélagið hefir gengist fyrir því, að koma upp vellinum og er það þarft og gott verk, en fé hefir fengist með samskotum í bænum. Við opnun og vígslu leikvallarins kl. 11 á sunnudaginn var fjöldi fólks, bæði börn og fullorðnir. Frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir flutti þar ræðu, þakkaði J)eim, sein gefið hefðu fé til þess að koma verkinu fram, sumir 5C, aðrir 100 og að minsta kosti einn (Th. Jensen) 200 kr., og afhenti borgarstjóra og bæjarstjórn völlinn. Þá var sungið kvæði eftir Guðmund Guðmundsson og síðan hélt borgar- stjóri ræðu, þakkaði Kvenréttinda- félaginu í nafni bæjarins fyrir völl- inn og ávarpaði síðan börnin, sem eiga að njóta hans. Síðan voru sung- in ýms kvæði. — Dáin er 28. f. m. á sjúkrahúsi i Halvö á Jótlandi Kristín Þorleifs- dóttir hjúkrunarkona frá Bjarnar- höfn, eftir langvarandi legu. — Björn Blöndal læknir á Hvammstanga í Húnavatnssýslu hef- ir sótt um lausn frá smbætti vegna vanheilsu. — Matth. Jochumsson skáld dvel- u: hér um tíma í sumar og er Rík- harður Jónsson að gjöra af honum brjóstmynd, sem Akureyringar ætla að setja á minnismark, sem þeir reisa honum þar í bænum á 80 ára afmæli hans 11. nóv. í haust. — Ný Ijósmyndastofa er komin upp í Þingholtsstræti 3 hér i bæn- um og rekin af þeim ólafi Oddssyni og Jóni J. Dalmann í félagi. , — Frá Ameríku er nýkominn hingað Árni Benediktsson umhoðs- sali og enskur maður, Larkin að nafni, frá verzlunarfélaginu Cunn- ingham & Thompson í Glouchester, og er erindi þeirra að kaupa hér fisk. — Guðm. Kamban rithöfundur, sem dvalið hefir í Kaupmannahöfn nokkur undanfarin ár, er hér heima í sumar. Hann hefir í Kaupmanna- höfr. meðal annars lært þá list, að flytja, eða lesa upp, skáldskap, og síðastliðið laugardagskveld hafði hann framsögn á ýmsu slíku i Báru- búð. Var þar húsfyllir og skemtun- in góð. Ilr. G. K. hefir skýran mál- róm og breytilegan og eigi litla leikarahæfileika. Komu þeir einkum fram, er hann las og lék byrjunina á “Kátum pilti” eftir Björnson, í þýðingu J. Ól. Af kvæðum las hann “Gunnarshólma”, “Akvæðaskáldið” íþýðing M. J.), “Kafarinn” (þýðing Stgr. Th.), “Arnljót Gelline” (á norsku) og “Gamankvæði” eftir Pál Jónsson. Einkum voru "Akvæða- skáldið” og “Kafarinn” vel lesin. — Síðast las hann smásögu eftir sjálf- an sig, sem nýlega var í Skírni og heitir “Faxi”. — Settur læknir i Síðuhéraði frá 1. ágúst er Helgi Skúlason kand. med. — Landsíminn er nú kominn yf- ii Berufjörð og opnuð 2. fl. símaa- stöð á Djúpavogi. Forðastu eitur, ef þú vilt lengi og glaður lifa. Fjöldi velstandandi manna eru að fremja sjálfsmorð á degi hverj- um með matarhæfi sínu. Eftir Dr. C. W. Saleeby. Dr. Saleeby er einhver frægasti rithöfundur og vísindamaður Breta af hinni yngri kynslóð. Hann hefir ritað margar beztu ritgjörðirnar í Harmsworth Popular Science, sem kom út í 7 bindum fyrir rúmu ári síðan, og er eitt hið bezta vísinda- lega og þó alþýðlega rit, sem komið hefir út á enskri tungu eða nokkuri tungu. Dr. Saleeby skrifar svo al- þýðlega sem mögulegt er, til að gjöra alþýðu skiljanlega vísindalega hluti. Vér setjum hér innihaldið úr smá- grein þessari eftir hann. Það er bylting að fara fram hjá mannkyninu og fer ofur hægt og nærri ómerkjanlega. Sumar þjóðirn- ar eru að verða aftur úr. Ástralíu- negrarnir eru jafn slitnir og gamlir þegar þeir eru 45 ára, eins og vér 65 ára gamlir. Þeir eru einhver hinn lægsti mannflojíkur; en vér erum af mannflokki þeim, sem hæst stendur. Þetta kemur af því að vér erfum lengri aldur frá forfeðrum vorum, og þó eru Ástralíunegrarnir miklu langlífari en hinir fyrstu menn eða frændur þeirra, aparnir. Og samt styttir Ástralíunegrinn ekki æfi sína með drykkjuskap eða ofáti. Hann situr ekki að átveizlum, þar sem hann sulli í sig ótal réttum, sem verði að eitri í likama hans og smá- slíti af honum lífið. En liann erfir frá forfeðrum sín- um skammlífið eins og vér erfum langlífið. Það er svo með hvern inannflokk, með hvern ættflokk. Langlífir menn eru afkomendur þeirra, sem komist hafa á háan ald- ur. Nákvæmar skýrslur þjóðanna um aldur manna hafa sýnt þetta og sannað, svo ómögulegt er að bera á móti því eða neita. Fjöldi manna vill þó ekki viður- kenna þetta og þakka það alt öðru, ef að þeir ná háum aldri. — Einn þakkar það kjötáti; annar því, að hann hafi ekki kjöt etið; einn þvi, að hann hafi vin drukkið í hófi oft- ast; annar því, að hann hafi aldrei vín smakkað; einn því, að hann hafi tóbak etið alla sína æfi; ann- ar því, að hann hafi aldrei smakk- að það. En með svoleiðis aðferð má sanna alla hugsanlega hluti, — eða réttara: Það er ómögulegt að sanna nokkurn skapaðan hlut með slikum aðferðum. Menn þurfa að leita miklu dýpra. Langlífi er oft samfara miklu starfsþreki og því eru miklir og rnerkir menn oft langlífir og vinna oft sín mestu og beztu verk á efri árum. Eru dæmi þau óteljandi. Ef að menn vildu því lengja líf mannanna, þá væri vissasti vegur- inn sá, að fólk það giftist saman, sem er komið af langlifum forfeðr- um. Þá mundu afkvæmi þeirra og eftirkomendur verða starfsamir, at- orkumiklir og langlifir menn. En ,við þetta mun varla komandi, þó að margur kunni að hafa það í huga. Og svo hafa menn snúið sér að því að lengja lif manna á margan máta með því að útrýma sjúkdómum ýmsum. Og fjöldi barna lifir nú fyr- ir aukna kunnáttu og ástundun lækna. Taugaveiki, tæring og marg- ar sóttir aðrar eru menn nú að berj- ast við, og sáralækningar hafa tekið svo stórkostlegum framförum, að undrum sætir. En þó að vér játum nú og viður- kennum þetta stórvægilega og mikla atriði, að vér erfum langlífið frá feðrum vorum og mæðrum, þá verð- um vér þó að játa það, að fáir af oss eru nógu vitrir til þess, að ná aldurstakmarki því, sem vér hefðum átt að ná. Hinn beinasti vegur til þess að lengja líf sitt er sá, að forð- ast að stytta það, eins og einn merk- ur vísindamaður hefir sagt. Þetta er nú eiginlega byltingin, sem daglcga er að fara frum hjá oss. — Smátt og smátt, og eins og menn væru þvernauðugir eru menn að þlusta eftir röddu heilsufræðinn- ar og sjá og skilja, að þeir geta bæði lengt líf sitt og stytt það. Þeir geta gjört það létt og gleðiríkt og Hka fult af angri og óánægju. Því að heilsufræðin kennir mönnum, að hver og einn — karl eða kona — getur lifað löngu og gleðiríku lífi með því að forðast alla eitrun lík- ama og sálar. Lífsaflið í sjálfum oss getur hald- ið oss við, þrátt fyrir slit og á- reynslu, ef að vér vörumst að eitra og hálfdrepa hin endurskapandi öfl, sem i sjálfum oss búa. En hið vana- lega er það, að vér drepum sjálfa oss með eitri þvi, sem vér ýmist bú- um til i vorum eigin likama, eða tökum inn í líkama vorn tilbúið í fæðu vorri. Allur þorri velstandandi manna, þeirra, að minsta kosti, sem eldri eru en 50 ára eru daglega að fremja sjálfsmorð, þó að hægt fari. Þetta gæti sagt þeim hver einasti læknir, sem prófaði æðar þeirra og spyrði cftir, hvað þeir ætu og drykkju á degi hverjum. “Þeir grafa sér graf- irnar með tönnum sínum”, því að þeir eta langt of mikið, _og i fæðu þeirra eru eiturtegundir margar, sem smátt og smátt eyða eða herða æðar þeirra, og þá er afturförin og dlin yfir þá komin. Hvað víndrykkju snertir, þá eru nú loksins farin að opnast augu manna fyrir eitri því, þó að erfitt gangi víða. Og það er enginn efi á þvi, að víndrykkjan styttir aldur manna og veikir heilsu þeirra. Hver sem ekki neytir víns, lifir lengur jafnvel en hófsemdarmaður- inn og hefir betri heilsu og glaðari daga. Þó að hægt fari og seint gangi, þá er afleiðingin af tilraunum manna rð auka langlifið sú, að mannsald- urinn smálengist. Fæðingar fækka reyndar; það er færra af æskulýð cg uppvaxandi fólki, en mikið meira af eldra fólkinu, konum og körlum, sem áður á tímum hefðu legið í gröf- um sínum á þeim aldri, sem þeir nú hafa náð. Þetta fer einlægt smávaxandi, svo að á komandi tímum verður meðal- aldur manna hærri en nú. Það fæð- ast færri og deyja færri. En er þetta nú gott eða ilt? Það væri ilt og bölvun fyrir mann kynið, ef gleðin og ánægjan yrði minni og minni, en sorgin og drung- inn og óánægjan legðist yfir líf roanna og kveldi úr mönnum lífs- fjörið og gleðina og vonina. Gleði- laust og vonlaust líf er verra en nokkur dauði, og gleðin og vonin er einkenni æskunnar, sem hún á heimtingu á. Því að æskan er ástand sálarinn- ar, og ef vér lengjum lífið, þá lengj- um vér æskuna. Ef að æðar þínar eru mjúkar og liprar, ef að þú hefir trú á lífinu og vináttunni og ókomna tímanum, þá skiftir það engu, hvað líkami þinn verður gamall; þú ert ungur af því að sála þin er ung og æskan er ástand sálarinnar. Maðurinn er ekki eins og tréð, er vex þannig, að það bætir við ein- um hringnum eftir annan á ári hverju, svo telja má aldur þess, þeg1- ar það er felt. En það, sem bylting þessi gjörir, þegar hún verður nógu sterk og útbreidd, er að sameina tvo dýrmæta hluti, sem fremur eru sjaldgæfir hjá einum og sama manni — en það er lífsgleði og reynsla, eða sem enskir kalla: enthusiasm and experience. Alt til þessa hefir því verið þann- ig varið, að vér höfum lífsgleðina, en vantar reynsluna, og þegar vér höfum fengið reynsluna, þá er lífs- gleðin farin. Eg þekti hinn mikla lærimeistara minn, Sir Francis Galton, þegar hann var á átræðisaldri, og hann var fullkomið sýnishorn af manni, sem hefir hvorttveggja til að bera: lífsgleðina og reynsluna. Hann var ótrúlega vitur og eftir þvi reyndur. Hann var glaður og fjörugur sem ungur drengur, og æfinlega yngstur og glaðastur í herberginu. Og heilsu- fræðin, sem hann grundvallaði, — mun á komandi tíma breyta öllum heimi. Vafalaust má æskan biða lengur eftir uppfyllingu vona sinna. Og þeir verða ekki margir forsætisráð- gjafar eða stjórnarformenn Breta rumlega tvítugir eins og Pitt. En hins vegar verða þær Iíka færri hetjurnar, sem deyja úr drykkju- skap eða gigt um fertugt, eða stjórn- málamennirnir, eins og áður fyrri. Og æskan mun leika sér sem áður; en hún mun endast niiklu betur og áður og vara lengur á komandi tím- um, en hingað til hefir verið. Fegurð kvenna hjá hinum lægri mannflokkum er öll farin, þegar þær eru 23. og 24. ára gamlar, og þegar þær eru orðnar 35 ára, þá eru þær orðnar skorpnar og hukkóttar og gular og tannlausar kerlingar. — Hjá hinum hvítu mannflokkum end- ast konur miklu lengur, þó að mjög sé það mismunandi hjá hverri þjóð í sama landi. En þetta: fegurð kvenna, er sama eðlis og alt annað. Það er æskan og Jífsgleðin, sem er fcrin, þegar reynslan er eiginlega rétt að byrja. Æðarnar eru orðnar harðar og stirðar af eitrun, og sálin er orðin sliguð og útpínd og getur ekki höfði haldið. Eftir það er mað- urinn á leiðinni hröðum fetum til grafar, hvort sem hann er ungur eða gamall að aldri til. Mrs. Kveldsvæfur: Jón! Eg held það sé maður undir rúminu okkar’. Mr. Kveldsvæfur: ‘Jæja, góða mín, talaðu þá við hann og lofaðu mér að sofa’. Hásetarnir. \ erjið þann, sem í völdum skákar, en virðið einskis réttlæti. Það eru svei mér stinnir strákar stafnbúarnir i Lögbergi. Árni i barka blæs og Iryllist; beljuhalinn hann sviftir ró. Svo Liberala fleytan fyllist af froðu' úr slíkum mælsku sjó. / afturstafni Siggi situr, syngjandi’ um Kringlu og pólitik. Eins og bjór er hann orðinn litur; en alt af er lundin hreystirík. Gestur. Dýravinirnir. Þegar eg las greinina með fyrir- sögninni “Borðgestir” eftir ekkju Þorsteins Erlingssonar, fór eg að hugsa út i efnið, sem greinin fjallar um; og í tilefni af því endurvaknaði hjá mér það sem reyndar aldrei hafði gleymst, sem sé samkynja lífs- atriði hér í landi. Veturinn 1911—12 dvaldi eg í Winnipeg. Einhverju sinni um miðj- an þann vetur —- voru þá kuldar miklir, sem altítt er hér á landi um þann tíma árs, — heimsótti eg hr. St. Thorson og konu hans. Han ner nú bæjarstjóri á Gimli. Erindið var smáræði eitt sem ekki er vert hér að geta. En þar sem þau tóku mér, þeim alls ókunnur, svo alúðlega, buðu mér inn til sætis, og upp á ís- lenzkan máta veittu mér kaffi. tók- um við tal saman svona á við og dreif. Meðal annars sögðu þau mér frá því, að það væri og hefði verið venja þeirra, að bera út brauð- mylsnu og annað fóður handa smáu snjófuglunum, þegar harðindin væru grimm á vetrum. Og þar sem þau höfðu enga kornyrkju sjálf, — keyptu þau fóður til þess. Þessi frásögn hjónanna var alveg nýung til mín. Síðan eg kom til þessa lands hafi eg alla tíð dregið fram líf mitt úti á landsbygðinni. Þegar menn þar verða varir við aumingja litlu snjó- fuglana í frostgrimdum á vetrum, halda þeir sig gjarnast í kringum hálm og heystakka og korngeymslu- hús; og finna þar gjarnast eitthvað til að seðja með hungur sitt. Fáir munu svo illsinna að amast við slík- umgestuin. Á leiðinni heim til mín og stöku sinnum síðan hefi eg hugsað út í þessa frásögu hjónanna. Við hina litlu kynningu, sem eg hafði af hr.Thorson, þóttist eg skilja að hann væri ekki sterkur biblíu- trúmaður. Eins og ósjálfrátt kemur fram spurning: Ilvaðan er þessi til- finning runnin? Ef eg man rétt tal- ar Tolstoj um að lifa eftir eigin inn- blæstri — “by K his oum reason. — Án þess að vilja gjöra lítið úr bibl- íunni — margir kaflar eru þar dýr- mætir gimsteinar — get eg ekki í hjarta mínu áfelt nokkurn mann, þó hann eins og Tolstoj segir, lifi eftir eigin jnnblæstri, eins lengi og á- vextir lífsins eru fagrir. í tilefni af framanrituðu vil eg leyfa mér að gjöra nokkrar athuga- semdir viðvíkjandi' framkomu n.anna gagnvart dýrum þeim, sem þeir hafa yfir að ráða. — Á liðnum æfidegi niinuni hefi eg orðið var við ekki allfáa menn, sem liafa verið meingjörðalausir og friðsamir við rrennina, en fantar og tilfinningar- lausir við skepnurnar; bæði með harðri vinnu og illri hirðingu. Eftir að eg kom til þessa lands minnist eg ekki að hafa séð nokkuð eins hryggilegt, eins og meðferð sumra manna á vinnuuxum sínum og sleðahundum. Gjarnast var stór- um betri meðferð á hestum, sem hjá þessum sömu mönnum mun hafa verið af því, að þeir (hestarnir) mundu deyja við þá meðferð, sem uxum var boðin. Þar kemur fram síngirni mannsins . Oft flaug mér huga hér á fyrri tíð, þegar eg sá illa útlítandi uxa, svertingjalífið á þræla-öldinni. Eg vil taka það hér fram að bæði eru nú uxar að miklu leyti gengnir úr gildi sem vinnudýr, og svo líka hitt ekki síður, að þessir umgetnu menn hafa ætið verið í stórum minnihluta. Mér hefir ætíð geðjast illa að flestum kynblendingum hér í landi, stm eg hefi kynst. Ekki af því þó þeir hafi verið blandaðir blóði við Indiána og drekki vin meira en góðu hófi gegnir, heldur hinu að eg hefi yfirleitt séð skepnur verst útlítandi hjá þeim. Aftur jafn bezt útlítandi skepnur hjá Galizíu mönnuin. Það mun ekki vera að öllu leyti rétt að draga þá ályktun út af með- ferð manna á skepnum þeim, sem þeir hafa yfir að ráða, að þar komi fram þeirra innri maður. Rótgróinn vani og íhugunarleysi getur stund- um átt þátt í því. Eg ætla að taka til dæmis kynblendingana hér i landi, niðja Indíánanna. Eins og menn vita lifðu Indíánarnir hér áður viltu eða þegar bezt var hirðingja- lífi. “Póna” þá, sem þeir höfðu með- ferðis, hirtu þeir ekkert um að afla Gamali góð kunningi í nýjum klæðum BUE RIBBON TEA 0 Blý umbúðirnar eru eld gamlai'. Umbætur hlutu að koma. Stæðstu te verzlanir í heimi búa nii um Te á þennan nýja máta—óyggjandi hreinlætis umbúð og algjörð vörn gegn nokkurri hugsanlegri veður breytingu. Þessi nýja umbúð er tvöföld. Innri umbúðin er óyggjandi vörn við raka—en það er ]>ykkur pappi í ytri umbúð- inni sem fyrirbyggjir að Teið tapi nokkuð af sínum fyrirtaks kostum. Makalaust Te útheimtar makalusar umbúðir, svo 1 framtíðinni verður þessi nýja umbúð brúkuð á alla pakka af BLUE RIEBON TE fóðurs handa. Svo þegar kynblend- ingarnir fóru að taka upp fasta bú- staði, eftir hvítum mönnum, og vinna skepnunum eins )Og þeir, mun hin eldri venja hafa orðið of rik hjá þeim, og þess vegna hafa þeir ekki borið eins mikla umhyggju fyrir fóðri og hirðingu annari eins og skyldi. Aftur, þegar eg hefi séð mjög illa útlitandi skepnur hjá alveg hvítum mönnum, hefi eg freistast til að hugsa, að þar gægðist fram þeirra innri maður. Það má vera, að það sé heldur mikið sagt — svona yfir- leitt; en það getur maður með fullri ástæðu sagt, að dýraverndun- arlög eru nauðsynleg, og ætti að vera beitt meira en gjört er úti um landsbygðina. Hundarnir. — Já, sleðahundarnir. Meðferðin á þeim hefir oft hrært tilfinningar mínar. Þessar litlu skepnur, __— hvað þeim er stundum ætlað að draga mikið og hlaupa hartl Satt er það, að hundur dreg- ur meira en aðrar skepnur, saman- boið við þyngd hans. En þá þarf hann að hafa gott fóður og ná- kvæmni í meðferðinni, ef hann á að vera ómeiddur. Það mun vera al- títt að hunda-keyrslumenn hafa það sem kallað er haglasvipu til að lcmja áfram þessi smáu dráttardýr. Svipur þessar eru allar brugðnar úr leðurræmum og höglum raðað inn- an í, svo þær fylgi fastara eftir högginu. Virðast þær eitthvað í ætt við áhöld þau, sem notuð voru við húðstrokur á stórglæpamönnum. Hundurinn er þess eðlis( að hann gengst fyrir góðum atlotum. Hann skilur manninn betur en nokkurt annað dýr og verður innilegri vin- ur hins góða húsbónda síns, heldur en hin dýrin, sem maðurinn hefir yfir að ráða. -— Þó að margar und- antekningar eigi sér stað helzt hjá islenzkum fiskimönnum, er samt ó- hætt að fullyrða, að meirihluti af hunda-keyrslumönnum sýna þeim of mikla hörku og sumir hryllilega vonda meðferð. Fóðrið. — Algengast er, helzt i langferðum, að gefa hundum að eins einu sinni á sólarhring — á kveldin. Mér hefir stundum fundist þetta of hart leikið við dýrin. Að leggja upp árla morguns, án þess að gefa þeim, og láta þá þannig draga og lilaupa allan daginn, 12 stundir í minsta lagi„ án fóðurs. Það má vel vera að ekki sé haganlegt að gefa hundunum árla morguns, eftiri að hafa legið á meltunni alla nótt- ina; en að gefa þeim eftir 4—5 stúnda keyrslu, ætþ að gjöra þeim gott. Að vísu eru sleðahundar aðeins notaðir við stórvötnin og á útjöðr- i,m mannheima. En þar lifir þó fólk, sem tilheyrir mannfélaginu, og stjórnir fylkjanna eru að reyna að halda þar uppi löggæzlu. — Já, meira: Þær hafa þar vissa embætt- isinenn til að líta e»ur, að dýr merk- urinnar séu ekki strádrepin niður (Game Guardians). En að ala upp hundana til að kvelja úr þeim lífið á örskömmum tíma, — það finst stjórnunum ekki koma sér við. Það er ekki of mikið sagt, þó að heimtað sé af mönnunum, að bera ireiri umhyggju fyrir skepnunum, hcldur en verkfæri eða vinnuvél. Trassinn getur eyðilagt verkfærið cða vinnuvélina á skömmum tíma, en að eyðileggja skepnuna af sömu orsökum, er annað mál. Að endingu vil eg biðja hinn heiðraða ritstjóra, að ljá linum þessum rúm í Kringlunni. Ritað 7. des. 1914. J. H. Lindal. ATHS. — Grein þessi hefir óvart legið neðst í skúffu og því ekki kom- ið fyrri. Vér biðjum afsökunar á því. Greinin er í alla staði góð, — vel hugsað og vel ritað. Ritstj. THE CANADA STANDARD LOAN CO. Aðal Skrifat<»faf Winnlpcgr. $100 SKULDABRÉF SELD Til þæginda þeim sem hafa smá upp hæftir til þess a?5 kaupa, sér í hag. Upplýsingar og vaxtahlutfall fst á skrifstofunni. J. C. KYIjE, rfttÍNmaður 428 31ain Street. WINNIPEG BrúkaíSar saumavélar me? hæfi- legu vert5i; nýjar Singer vélar, fyrlr peninga út í hönd efta til leigu. Partar í allar tegundir af vélum; atSgjörÖ á öllum tegundum af Phon- ographs á mjög lágu veröi. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega “agenta” og verksmala. Þegar þú þarfnast bygginga efni eía eldiviS D. D. Wood & Sons. -------------------Limited-------------------- Verzla meS sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, “Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.