Heimskringla - 02.09.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 02.09.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 2. SEPT. 1915. HEIMSKRINGLA. BLS. 5. Kafli úr lýsing Vestur- heimsmanns á Þjóð- verjum í Belgíu. Þess hefir áður verið getið, að höfundurinn átti orðastað við þýzk- an herforingja um hryðjuverkin í Aerschot og víðar. Hér fara nú á eftir kaflarnir, þar sem hann lýsir þvi, er hann sá sjálfur af þessu og er það hið áhrifamesta, er hann seg- ir frá, og það um leið, er þyngst er á metunum gegn Þjóðverjum hversu mikilvægar sem afsakanirnar kunna að vera. “Við vorum fyrstir óviðriðinna manna er sáum Aerschot, eða öllu heldur rústirnar af bænum, er Þjóð- verjar höfðu brent hann og rænt. Fám dögum áður var Aerschot at- orkusamur og efnaður bær. lbúar hans 50 þúsund. Þegar við sáum hann, var hann brunarústir einar, er rauk úr; þýzkt herfylki hafði að- setur sitt þar og íbúarnir voru um fimmtíu fölir og veiklulegir kven- menn. Víða hefi eg séð hræðilega og sví- virðilega atburði, en aldrei á æfi minni hefi eg litið eins óttalega og átakanlega sjón og i Aerschot. Ekki minna en tveir þriðju hlutar hús- anna voru brendir til ösku, og var auðsætt af öllu, að æðistryltir her- menn hefðu rænt húsin áður en þeir kveiktu í þeim. Alstaðar sáu menn vott um ofbeldisverk. Dyrnar höfðu verið brotnar með byssuskeftum og stigvélahælum; — gluggarnir voru mölvaðir og húsgögnin höfðu þeir molað mjölinu smærra í æði sínu. Málverkin voru rifin niður af veggj- unum; sængurfötin tætt í sundur með byssustingjum, ef vera kynni að eitthvað verðmætt gæti leynst i þeim. Múrveggirnir voru ataðir blóðslettum og alstaðar kúlnaför á þeim. Afgöturnar voru ekki annað en brotnar vínflöskur og allar götur voru þaktar kvenmannsfötum. Það þurfti engan mann til að skýra sér frá þvi, hve tryllingslega menn höfðu vaðið þar í víni og blóði. Sú saga var svo greinilega rituð þarna, sð hvcr maður gat lesið hana. Tvær rastir ókum við hægt áfram og'var til beggja handa ekki annað en múrveggir, svartir af reyk, og brunnin hús. Og eldsvoðinn hafði ekki orðið af tilviljun einni, því að hér og hvar stóðu eftir ósködduð hús og var ritað með krít á dyrnar á þeim ölium: Gute Leute. Nicht plundern (þ. e.: Góðir menn. Má ekki ræna). Þjóðverjar gengu með sömu gaum gæfninni að því að brenna húsin, og öllu öðru. Þeir höfðu margar aðferðir til þess að kveikja í, og báru þær allar jafn góðan árangur. 1 Aerschot og í Löven brutu þeir gluggarúðurnar og hentu inn um þær bröndum, sem voru vættir í oliu eða hafði verið dýft í brenni- stein. Á öðrum stöðum notuðu þeir litlar, svartar plötur, á stærð við lióstatöflur. Þær voru búnar til úr ákaflega eldfimu efni og þurfti ekki annað með en að bera eldspítu að þeim. í Termonde — sem þeir eyði- lögðu, enda þótt ibúarnir hefðu yf- irgefið bæinn — notuðu þeir bifreið með stórum steinoliugeymi, dælu og slöngu. Vagninn ók hægt um göturnar. Annar dátinn dældi en hinn beindi olíuslöngunni á húsveggina. Síðan kveiktu þeir í. Það mega Þjóðverjar eiga, að verklega fóru þeir að öllu, sem þeir gjörðu. Þótt hermcnnirnir litu mig horn- auga fyrir það, reyndi eg að tala við kvenfólkið, sem hafði hnappað sig fyrir utan brauðsölubúð og beið eftir þvi að brauðunum væri út- býtt. En þær voru svo hræddar, veslingarnir, að þær gátu ekki ann- að gjört, en horfa á með þessum stóru og felmursfullu og biðjandi augum. Og þeim auglitum gleymi eg aldrei. Og ósennilegt er það ekki að þau ásæki Þjóðverjana við og við. — Þegar við vorum að fara úr bæn- um kom fyrir dálítið atvik, sem sýnir alia þá hörmung, er á vegi| okkar var betur en nokkuð annað. Við sáum litla telpu á að giska 9— 10 ára. Eg stöðvaði vagninn til Bjór fyrir kunningja Bjór gem þér þykir góður í merkur etSa pott hylltjum. Fáan- legt hjá þetm sem þú kaupir af et5a hjá oss E. L. Drewry, Ltd., Wínnipeg. þess að spyrja til vegar. Hún fórn- aði höndunum hljóðandi upp yfir sig og tók að biðjast fyrir. Við gáf- um henni súkkulaði og nokkra skild- ir.ga og fullvissuðum hana um að við værum Ameríkanar og vinir; en ekki Þjóðverjar. Hún hljóp sið- an burtu eins og hræddur hindar- kálfur. Þetta barn — þessi galopnu og felmtursfullu augu — var í sjálfu sér óttaleg ákæra á hendur Þjóð- verjum. Belgar segja alt aðra sögu. Þeir segja, að þýzkt herlið hafi verið á flótta undan snarpri atlögu belg- iska liðsins fyrir sunnan Malines, og að ein deild hafi leitað inn i Louvain, ]>á er dimt var orðið. — Setuliðið hélt í myrkrinu að þarna færu Belgar og tóku á móti þeim með drepandi skothríð. Þegar Þjóð verjar urðu svo varir við þessi mis- grip sín, réðust þeir í heiftaræði sínu gegn borgurum bæjarins, bæði til þess að breiða yfir axarskaft sitt og svo til þess að geta látið sorg sína og örvæntingu bitna á ein- hverju. Því verður ekki með orðum lýst, sem á eftir fór — svo ægilegt var það. Hermennirnir höfðu brot- ist inn í vínsölubúðir, drukkið frá sér vitið að hálfu leyti og rann nú á þá berserksgangur, svo að þeir brutu upp hurðir og skutu hvern, sem fyrir varð. Enginn reynir að neita þvi, að nokkrir af bæjarbúum gripu til þeirra vopna, er við hend- ina voru og vörðu heimili sín og konur; en þessi strjála og dauðans gagnslausa mótspyrna var einmitt átyllan, sem Þjóðverja vantaði. Bæjarbúar höfðu ráðist á þá og nú ætluðu þeir að gefa bæjarbúum bæði í Louvain og hverjum öðrum bæ, sem þeir kæmu í, eftirminni- lega ráðningu — og það gjörðu þeir. Enginn Belgíubúi mun nokk- uru sinni gleyma jieirri ráðningu, eða fyrirgefa hana. í tvo daga stóð þessi hrikaleikur með manndráp- um, nauðgunum og spellvirkjum allskonar. Nokkrir blaðamenn frá Vesturheimi — þar á meðal herra Richard Harding Davis — sem voru u leið frá Brussel til Þýzkalands og dvöldu nokkra klukkutíma á járn- brautarstöðinni í Louvain fyrstu víganóttina, hafa lýst hrellingum þeim, er þeir sáu út úr vagninum, mjög átakanlega. Seinni daginn kom herra Hugh S. Gibson, ameríski legationssekreter- inn í Brussel, til Louvain í bifreið, og fylgdi honum sænski og mexí- lcanski sendiherrann. Herra Gibson sagði mér, að Þjóðverjar hefðu dregið stóla og matborð úr húsi eínu út á torgið fyrir framan járn- brautarstöðina, og að herforingjar nokkrir, er þegar voru orðnir sæt- kendir, hafi endilega viljað, að þeir þrímenningarnir drykkju með sér flösku af víni. Og þetta var meðan bærinn var að brenna, skothriðin dunaði og á götunum lágu lík karla og kvenna eins og hráviði. Út um gluggana á rændum og reyksvertum liúsum héngu hvítir fánar, er gjörð- ir höfðu verið úr rckkjuvoðuin og borðdúkum og koddaverum, — á- takanlegar bænir um grið, er ekki hafði verið sint. Ef Belgía vill geyma endurminn- inguna um þýzkan hernaðar rudda- skap, —ef hún vill innræta kom- andi kynslóðum jjekkingu á ógnum og hörmungum striðsins, og ef hún vill að eilifu varðveita frá gleymsk- unni þá saklausu landsbúa, er slátr- að var vegna þess að þeir voru Belgar þá verður auðveldast að koma þessu til leiðar með því, að geyma rústirnar af Aerschot og Lou- vain, eins og rústirnar af Pompeij eru geymdar. Láti menn brotnar hurðir og húsgögn vcra eins og þau eru og kúlnaförin og blóðblettina halda sér, og mun það þá hafa meiri áhrif en allar prédikanir, sem haldn- ar verða; allar myndir, er málaðar verða og allar bækur, sem skrifað- ar verða til þess að lýsa því, hver ósköp það eru þetta sem menn kalla stríð. Tvennum sögum fer um það, eins og við er að búast, hvað á undan fór skelfingarnóttinni í Aerschot. Þýzka frásögnin, sem eg fékk hjá sjálfum yfirforingja Þjóðverja, er þessi; Þá er þýzki herinn var kom- inn inn í Aerschot, var yfirforingj- anum og nokkrum öðrum foringjum boðið til miðdagsverðar hjá borgar- stjóranum. Meðan þeir voru undir borðuin kom sonur borgarstjóra'ns, 15 ára drengur, inn í stofuna með skammbyssu og drap yfirforingj- ann. Og eftir það tóku borgarbúar að skjóta á þýzka liðið út um glugg- ana, svo sem að fyrirfram huguðu ráði. Alt, sem þar fór á eftir, — dráp borgarstjórans, sonar hans og heldri manna bæjarins tugum sam- an; leyfi það, er óðir og lostafullir hermenn fengu til kvennaráns, rupl- ið í húsunum og loks borgarbrenn- an —, það var hegningin, er koma skyldi yfir hvern bæ, ef íbúarnir réðust á þýzka hermenn. Sögusögnum Belga og Þjóðverja ber saman, alt fram að einu, á- kveðnu atriði. Það er viðurkent að Þjóðverjar fóru vel og friðsamlega inn í bæinn, að yfirforinginn þýzki ásamt fleiri foringjum hafi þegið boð Jóhanna Pálsson. TIL þín fyrir handan hafiS, HafiS kalda skuggum vafiS, Hugir leggja hinstu í drungann Hlýja kveSju í báruþungann. MeSan ymur alda á söndum Út meS minninganna löndum, Gömul ár aS æfiþroti, Yngd í hverju geislabroti, Koma aftur annaS slagiS Undir kveld og sólarlagiS. Vertu sæll Og sólin breiSi Sína mildi á þitt leiSi, Byrgi hún mold í blómum inni. Bjart er yfir minning þinni, Skörungskona, loksins lotin Líkt og eikin niSurbrotin VeSurnædd og urin árum Undir byljaslögum sárum. Líf þitt frjálst og friSaS trygSum, Fult var Islands veSrabrigSum. Langa æfi lifaS fékkstu. LeiSar þinnar seinast gekkstu, Sjúk og hrum þín sáru sporin SíSsta viljakrafti borin. — Aldrei varst meS hálfum huga, Heldur þeim aS vinna og duga. Lund til dáSaverka vísin . Vel gerS til aS brjóta ísinn. Skift var þeim meS skýrum dráttum Skapsins stóra aSalþáttum. HataS gastu hjartanlega, Hrygst og grátiS innilega, ElskaS líka heilum huga, Harma lést ei yfir buga Þig, en ljósblik lífsins bjarta LagSir varmt aS þínu hjarta. Þá var líf þitt laust viS efa, Ljúft aS þrá og fyrirgefa. Fannstu þá hve féll aS sárum FriSarboginn yfir tárum. Þú átt ítök ennþá víSa Undir lögum rúms og tíSa, Ert sem varst í ýmsra minni Enn þá lífs í veröldinni: Þegar einhver er aS hugga EinstæSing, sem býr í skugga, Birtist þú meS bros í augum, Borin eftir minnistaugum Eins og fórstu fyrr á árum FeginsglöS aS hlúa aS sárum. Óbreytt þú og íslenzk varstu, Aldrei lánuS klæSi barstu. HefSir átt í hinsta sinni Hvíld aS fá hjá móSur þinni. Ættrót þín var utar sprottin En viS sjálfan bræSslupottinn. Þú gast aldrei skjallaS, skriSiS, Skarn og sorann ekki liSiS, Brendir árla og eins aS kveldi IllgresiS á hugar-eldi. Kr. Stefánsson. að borgarstjóra, og að sonur borgar- stjórans hafi komið inn i stofuna og skotið yfirforingjann með skamm- byssu, ineðan verið var að borða. En — svo kemur atriði, sem ekki er einu sinni nefnt á nafn í þýzku frá- sögninni. Drengurinn drap yfir- foringjann til þess að gæta sóma systur sinnar. Það er fullyrt, að undir máltiðarlok hafi yfirforing- inn, er þá var ör orðinn af víni, sagt við borgarstjórann að hann hefði í hyggju að vera hjá dóttur hans, ungri og fríðri, um nóttina. Þá hafi bróðir stúlkunnar smeygt sér með hægð út úr stofunni; en komið aftur að vörmu spori og gjört enda á afrekum Þjóðverjans með skammbyssuskoti. Ekki veit eg, hvort sannara er, Ef til vill veit það enginn. Þjóð- verjar skildu ekki eftir inarga sjón- arvotta, er sagt gætu frá því með sannindum, er fram hafði farið. En skeyti maður saman sögur þær, er þeir fáu menn, er lifðu þessa skelfinganótt sögðu — þá verður það auðsætt, að íbúarnir hafa verið skotnir tugum saman með köldu blóði. Og þegar deildin, scm annaðist aftökurnar, gekk ekki nógu ötullega fram í því að slátra, þá var fórnardýrunum raðað upp mörgum saman og hleypt af vél- byssum á þau. Ennfremur er það áreiðanlegt, að ungar stúlkur voru dregnar frá heimilum sínum, flett- ar klæðum og nauðguðu hermenn- írnir þeim — og margir jafnvel á torginu miðju í augsýn fyrirliðanna. Karlmönnum og konum var mis- þyrmt svo, að ekki verður með orð- um lýst; börn voru drepin með byssustingjum, húsin rannsökuð og rænd, og loks gengu hcrmenn hús úr húsi með logandi kyndla og brendu þau hvert af öðru með stök- ustu nákvæmni og verklægni — til þess að afmá merki þessara sví- virðilegu athafna sinna. Sérstök kostaboö á. innanhúsa munura. Komiö til okkar fyrst, þiö munltS ekki þurfa aö fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. 593—505 \OTItE DAME AVKNUE. Talsimi Gnrry 3884. Fréttir frá Stríðinu. (Eramhald frá 1. síðu). Austurríki og Serbía. Norðan við Serbíu hafa Austur- rikismenn verið að búa hér á hend- ur Serbum og Svartfellingum. En Serbar réðust nýlega á herbúðir þeirra og hröktu þá áflótta. — En á Svartfellinga réðust Austurrikis- menn fyrir helgina; en þeir ráku þá af höndum sér. Serbar eru nú hvergi hræddir og segjast vera miklu betur viðbúnir; nú en áður, þegar Austurríkismenn j svifu á þá og komust inn i lönd þeirra. Þeir segja, að ef Þýzkir ætli að fara með her á hendur þeim og j brjótast suður til Hcllusunda, — þá þurfi þeir ekki að íeynaþað með minna en 800,000 Þjóðverja eða 1,200,000 Austurrikismenn. — Þann mun gjöra þeir þeirra félaganna. ítalir og Austurríkismenn. Á Norður-ftalíu berjast ítalir ein- lægt af mikilli hreysti, á iillum her- garðinum frá landamærum Svissara- lands í boga miklum austur i fjall- garðinn og suður, eftir þvi sem þau liggja, austanmegin við Isonzo ána; er það vist á 4 hundruð milna svæði og feykilega erfitt. ítalir klifrast upp á fjallatindana, 9 og 10 þúsund feta hátt, og hrekja Austurríkis- menn þaðan og koma svo afan að þeim, Austurríkismönnum, þar sem þeir sitja í skörðunum. Ekki eru aðrir færir um það, en beztu fjall- göngumenn og bjargmenn, sem vér mundum kalla. Sem dæmi má geta að fregnriti einn var með nokkrum hóp ítala. Þeir kallast “Bersaglieri”, ítalarnir, sem til þessa eru hafðir og er það cin hraustasta og fimasta sveit í öll- um her ítala. Hann klifraðist með þeim eitthvað 30 inanns upp á fjalla- tind einn. Þeir voru eiginlega að njósna, hvort Austurrikismenn væru í fjallahliðinni hinumegin. Þar var bjarg, sem þeir klifruðu og blasti inóti hlíðinni, þar sem þeir héldu kanske að Austurríkismenn væru mcð skotgarða sína. Þegar þeir komu upp á klettinn, fara þeir að greiða til um vað einn (kaðal), sem þeir höfðu með sér, og tóku mann- inn, sem á undan fór, og létu hann Members of the Commereial Educators’ Association E. J. O’Sullivan, M- A. Pres. Stærsti verzlunarskóli i Canada. Býr fólk undir einkaskrifara stöðu, kennir bókhald, hrað- ritun, vélritun og að selja vörur Fékk hæstu verðlaun á heimssýningunni. Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, eink- um kennarar. öllum nemendum sem það eiga skilið, hjálpað til að fá atvinnu. Skrifið, komið eða fónið Main 45 eftir ókeypis verðlista með myndum. THE WINNIPEG BUSINESS COLLEGE 222 Portage Ave...Cor. Fort Street. Enginn kandídat atvinnulaus. síga niður i bjargið. Hann var þar nokkra stund, sem væri hann að horfa niður þar, en engin hreyfing og ekkert skot kom úr hlíðinni hinu megin. “Þeir eru þar þá ekki”, sagði foringinn og gaf skipun um, að draga manninn upp. — Sá eg þá — segir fregnritinn, — að þeir höfðu látið manninn síga þarna til þess að Austurrikismenn færu að skjóta á hann, ef að þeir væru þar nærri. Öllum þótti þetta sjálfsagt, að láta hafa sig að skotspæni þarna, og sögðu þeir mér, að ávalt væri sá til þess tekinn, sem fremstur væri. En þeir skiftust á sinn daginn hver fremstur yrði, og svo yrði hann aft- astur næsta dag og kæmi þá ekki röðin að honum aftur fyrri en eftir nokkra daga, 2 eða 3 vikur, eftir þvi sem á stæði. Oft berjast þeir þarna fyrir ofan snjólínuna og oft í hríðarbyljum. ftalir hafa einnig sent her manns móti Tyrkjum; en ekki er ennþá vist, þegar þetta er skrifað, hvar þeir hafa land tekið, hvort heldur það er í Litlu-Asiu eða á Dardan- ella skaga. Rússar halda enn undan. kominn til Moskó. Póru Mongólar fram með grimd mikilli, likt og Þýzkir gjöra nú. En þarna gátu Rússar með tilstyrk Pólverja loks- ins barið hann af sér, og kom hann ekki aftur; enda var hann gamall orðinn og dó skömmu seinna eða 1405. Var hann höfðingi og hermað- ur mestur Asiumanna eftir Gheng- iskan. 1 minningu þessa ætla Rússar nú hátíð að halda; og munu þeir ekki ótregari að reka af sér Vilhjálm nú, en þá er þeir hröktu Mongólana burtu svo að þeir aldrei komu til baka aftur. Á vestur-vígvellinum. Á Frakklandi og í Flandern er það heldur farið að harðna. Það er fullyrt, að nýtt lið að austan hafi komið vestur, eitthvað 100,000, með stóru Krúpp byssurnar, sem brutu til rústa hina sterku kastala Rússa i Georgiewsk. Þessu liði bætir Vil- hjálmur við herafla krónprinsins, sem sækir að Verdun kastalanum, i norðaustur Frakklandi, sem Þjóð- verjar hvað eftir annað hafa reynt að ná en aldrei getað. Þar má bú- ast við snörpum rimtnum og gaura- gangi. Rússar halda einlægt undan. Þeir eru klofnir sundur uin Brest I.it- owsk, þessi 800 milna langi her- garður þeirra. Að sunnan standa þeir fastir og þokast ekkert. En norður af Brest Litowsk halda þeir undan norður og austur meðfram flóunum miklu og ófæru. Þeir hafa látið borgirnar Bielostok Biala, Os- sowets, Olita og Kovno, og máske Grodno lika. En æfinlega taka þeir | burtu með sér öll vopn og skotfæri og matvæli eða eyðileggja það, ef að þeir geta ekki flutt það, og aldrei skilja þeir eftir vopnfæran mann; en fólk alt er flúið austur i landið löngu áður en þeir fara. Það eru fáir Rússar, sem vilja bíða eftir Þýzkurunum. — Ilver ein einasta hreyfing Rússa er útreiknuð og á- kveðin löngu áður en þeir fara að hreyfa sig. Og einlægt berjast þeir, og verða svo skeinuhættir Þjóðvcrj- um, að þeir fylgja þeim aldrei fast eflir, nema þeir hafi nógu mikið af hinum stóru fallbyssum til þess að láta hríðina dynja yfir þá, sem haglhrið væri. En nú er það að verða erfiðara fvrir Þýzka, þvi að einlægt smálengist flutningurinn og má einmitt sjá það af því, hvort ekki er barist þar eystra, að Þýzkir j þurfa þarna fimmtiu vagnalestir (Trainloads) af sprengikúlum ein- um einum (shells) <í hverjum ein- asta degi! öllu þessu steypa þeir yfir rússnesku bændurna. Það kost- ur þá bæði fyrirhöfn og peninga að myrða. En svo bætist það við, að nú hafa verið rigningar þar eystra, en land lágt og járnbrautir fáar, en vegir illir og gengur þeim seinna fyrir það. Það má sjá það, að Rússum kem- ur þetta ekki á óvart, því að fyrir inánuði siðan voru þeir langt komn- ir að flytja flest sem fémætt er úr Vilna, en samt halda þeir enn þá þeirri borg. Og nú er sagt að Rússar séu búnir að fá nóg skotfæri, svo að ekki sé þvi um að kenna. Og ekki er hugur- inn farinn að bila, því að einlægt eru þeir að gjöra áhlaup á Þjóðverja á hverjum degi, hér og hvar á þess- ari nær 400 mílna löngu línu eða her garði, sem þeir halda undan á. Þeir fara sér hægt og eru búnir að marka sér línu, sem þeir ætla að nema staðar á. Og um alt landið er öllu þessu vel tekið. Þeir eru að jkveðja út 3 millíónir af nýjum her- ■ mönnum núna, og einlægt streyma skararnir af æfðum hermönnum til þeirra á vígvöllinn, bæði í Norður- og Suður-Rússlandi. Ætla margir herfróðir menn, að þeir séu að reyna að teyma Þjóðverja á eftir sér, þangað til þeir eru komnir svo langt inn i land, að enginn kemst til baka aftur. Þeir hafa nú ákveðið hátiðahald mikið um alt Rússland, og skal það vera þriggja daga fasta, er byrji hinn 8. september. Hátíð sú verður lialdin i minningu þess, að Rússar gátu hrakið af sér Mongóla liöfð- ingjann Tainerlane (Timur liinn halta) árið 1395. óð hann yfir land- ið með óvígan her og var nærri þvi En svo hefir nú verið seinustu daga og vikur jafnvel, að hvar sem Þýzkir hafa sótt á í F'landern og á Frakklandi, þá liafa þeir verið reknir tvöfaldir aftur. Og það án þess að Bandamenn hafi beðið mik- ið mannfall. Mann fallið hefir verið hjá Þjóðverjum, og sýnir það, að Bandamenn eru nú betur búnir að fallbyssum og Maxim byssum en áður. Þess má geta, að fyrir skömmu var það talið, að Þýzkir hefðu á vesturlínunni 40 þúsund af þessum smærri fallbyssum, líkum Maxim byssunum, sem skjóta 600 skotum á minútunni, eða senda kúlnastraum- inn eins og vatnsbunu; en þarna er hver dropinn kúla, og má með þeim sópa niður heilar raðir her- mannanna á 2 til 3 mínútum. En nú er sem þær séu ekki farnar að verða einhlýtar. Bandamenn eru nú búnir að fá byssur, sem jafngilda þeim, ef þær eru þá ekki betri, og þvi er það, að Þýzkum verður þar nú ekki ágengt. — Það sézt á þessu, að sigurinn er kominn undir fall- byssunum og sprengikúlunum meir en nokkru öðru. Þá má geta þess, að sagt er að i vikunni sem leið hafi 200,000 her- manna horfið frá Salisbury Plains á Englandi. Kitcliener lét þá fara > fir á F'rakkland. Og eins er sagt, að margir aðrir heræfingastaðir á Englandi hafi verið sópaðir af inönnum; þeir fara allir yfir sund- ið. Og má búast við, að eitthvað eigi þeir að starfa þar. Svo hafa her- skip Breta verið meira á ferðinni við Belgíu strendur, hjá Zeebrugge og þar um og skut i á virki og hafn- ’.r Þjóðverja þar og gjörðu nokkurn usla. Þýzkir á landamærum Rúmeníu. Á norðvestur landamærum Rúm- eníu hafa Þýzkir nú dregið saman 200 þúsundir inanna, og einlægt bætast fleiri við á hverjum degi, og er það ætlun mannn, að þeir ínuni innan 10 daga ráðast á Serbíu. Og náttúrlega fá þeir þá annað meira lið frá Austurríki. Er þá liklegt, að Serba tetrin fái sig fullreynda, ef engir koma aðrir að hjálpa. En þeir standa einlægt á móti Bandamönn- um, konungur Grikkja Konstantínus og Ferdinand konungur Búlgara. — Og einlægt eru flwgumenn Vilhjálms að reyna að koma Búlgörum á stað á móti Balkanþjóðunum hinum, — einkum Serbum og Rúmenum. Búlgarar fá ekki a'ð skrifa undir. F'yrir nokkru sömdu Búlgarar við Tyrki um að fá löndin, sem járn braut þeirra liggur í gcgnum, frá Búlgariu suður að Enos við Grikk- landshaf. Er það ræma ein mjó, um 50 mílur á lengd. Þetta var samþykt orðið af báðum og vantaði aðeins undirskrift Búlgara, eða Ferdinands konungs. Nú var dagurinn kominn, að skrifa skyldi undir, en þá komu strangar skipanir frá BandamÖnn- um og bönnuðu þeir Búlgörum að skrifa undir.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.