Heimskringla - 02.09.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 02.09.1915, Blaðsíða 6
1BTJ3. 6. HEIMSKBINGLA. WINNIPEG, 2. SEPT. 1915. —Hver var hún?— _________________________________ 'Harton fékk sér spæjara til að reyna að finna Ron- aí»5. Þeir komust að því að vagninn, sem hann ók feurt i þenna dag, átti ekki heima þar i nágrenninu. — '.Vagninn hafði ekið um götuna, þar sem hótelið var, <ag Uiggs liafði kallað til ökumannsins út um glugganu '3Í3Cm, ;Qg nú var alt reynt til að finna Ronald. Aug- ‘lýsAug var látin í blöðin og Harton dreifði sérp-ent- auglýsingum hringinn um kring, þar sem sk >r- aS var á ökumanninn, er flutt hafði Ronald burt frá fköSrlinu til ókunns staðar í borginni, að koma og ■aegja, hvar hann hefði skilið við Ronald og fá há verð- taun i staðinn. Nokkrir ökumenn komu, en ekki sá mfffí. Ekkert fékst að vita um Ronald og hvarf hans '•iillst hulið algjörðu myrkri. Hvar var hann? Var jbann i höndum óvina sinna, eða þjófa og myrtur?’ 14. KAPÍTULI. Edda heyrir ialað um sig. Að Edda forðaðist Upham, varð aðeins til þess að «sspa löngun hans. Að hann gat aldrei talað við hana lindlr fjögur augu, gjörði hana meiri i hans augum. — Hann hélt að Edda myndi með ánægju taka sér og því iieíxníli, sem hann var fær um að veita henni. Um liðna aefi hennar hafði hann ekkert fengið að vita annað en JiaS, að hún kom frá Racket Hall i Yorkshire, og var sú npplýsíng svo óákveðin að honum geðjaðist illa að henni. Hann hélt að hún væri foreldralaus og ætti alls engin systkini; en hann vildi fá að heyra meira um íóstra hennar, um fólkið sem hún hafði umgengist og -vini hennar. Honum fanst eitthvað undarlegt við það, aS Edda, sem annars var svo hreinskilin og einlæg, — vilíli ekkert tala um liðna æfi sína; en samt áleit hann <ekki að neinn leyndardómur eða vanvirða stæði i sam- b.-íadi við fæðingu hennar. Það atvik, að hin tígu- Jega ungfrú Powys hafði tekið hana að sér sem lags- .xniEr, var i augum Uphams sönnun þess, að hún var af jgóðum ættum. Samt sem áður vildi hann vita hið sanna um alt {>etta, áður en hann bæði hennar Eddu. - I>aginn sem Edda kom til Cavendish Square, hafði .bajon sagl ungfrú Powys, að hann ætlaði sér að ná ásí faennar; en vikurnar liðu, og júni og júli voru horfnir os ágúst byrjaður, án þess að Upham væri orðinn fast- ráðinn í þessu áformi sínu. í>að vildi svo til, að sama daginn sem lávarður Ktonald hvarf í norðvestur hluta Lundúnaborgar, — á- fcvað herra Upham að lítillækka sig til þess að lyfta upp að hlið sinni hinni foreldralausu lagsmær fræriku siirnar. Hann kom heim til dagverðar eins og hann var -tsranw. Ungfrú Powys var boðin í stórkostlegt sam- sælJ í Guild Hall og ætlaði því ekki að borða heima. Lpham skreytti klæðnað sinn mjög vandlega, og hve lístalega hann hnýtti hálsbindið sitt, sýndi að hann iiafðí eitthvert mikilvægt starf fvrir höndum; — að skjJja hárið yfir miðju enni, skvetta í það ilmvatni og sðminleiðis i dýrmæta, hvíta vasaklútinn, — sannaði iKíð saraa. Lafakjóllinn lians var lýtalaus og skyrtu- ibrjóstið skreytt með snotrum kniplingum. Jafnvel iiinga nefið hans var prýtt með rauðum blett rétt uppi yfLr nasaholunum; og andlitið hans með Ijóta hörund- ínn, bar vott um eitthvert stórkostlegt áhyggjuefni, — alveg eins og hann væri að meta það hjarta og þá hönd seíft hann ætlaði að leggja fyrir fætur Eddu. Hann sat í sæti bankarans við endann á borðinu, 08 var fremur þögull meðan á matarneyzlunni stóð. ÍJngfrú Powys var skrautbúin með blóm í hárinu og sk brjóstinu og var yndisfögur. Edda var hvítklædd, 08 stóð ekkí að baki hennar, hvað fegurð snerti. Up- fmm áleit jafnvel, að hann hefði aldrei séð fegurri ftutko. Þegar dagverði var lokið, skaust Edda inn í bóka- blöðuna, tók sér bók í hönd og settist í eitt hornið bak víð málað skýli. í þessu litla horni var legubekkur, bækur, borð og fitmgilampi. Edda hafði dvalið þarna nokkur kveld «ín.sömul, þegar Upham kom til að leita hennar; ann- afSbvort þekti Upham ekki þennan felustað, eða var ÍMiinn að gleyma honum; svo að hann fór út aftur og iiætli að leita hcnnar. Ungfrú Powys hafði sagt, að fuÍD þyrfti ekki lagsmeyjar sinnar með i kveld, og því ÍtaTSi Edda leitað sér hælis í þessum krók til að lesa appáhaldsbækur sínar. Hún var aðeins sezt og ætlaði að fara að lesa„ — §»egar ungfrú Powys og Upham komu inn i bókaher- á»ergið. Fyrst datt Eddu í hug að gjöra vart við sig; en Jjún hélt áð ungfrú Powys væri að finna sér bók og faerí strax út aftur með Upham; þess vegna sat hún fcyr og fór að lesa. En ungfrú Powys kom ekki til að leita að bók. — Uún settist á legubekk og Upham settist í nánd við iiana. Að það var þannig, vissi Edda af samtalinu, sem nú byrjaði milli systkinabarnanna, og sökum efn- isins, sem þau töluðu um, var ómögulegt fyrir Eddu a3S fara burt. 'Eg hefi beðið þig um samræðu undir fjögur augu’ sagði Upham, og hringlaði dálítið feimnislega -víð blómvöndinn í hnappagatinu sínu, — ‘og það af á- jsteeðu, sem þig líklega grunar hver er. Það eru nú *veír mánuðir síðan ungfrú Brend kom hingað. Þú roanst hve hlýlega eg dáðist að henni fyrsta kveldið 'Jíiennar hér. Eg sagði^þér þá að það væri áform mitt .aS giftast henni, og eg hefi ekki skift um skoðun síð- aan. Eg hefi nákvæmlega athugað liana; og sé að hún er einlæg, glaðlynd og kurteis. Eg hefi spurt hana iitilsháttar um ætt hennar og fleira, en þá vísaði hún anér til þín. Áform mitt að giftast henni er óbreytan- 3egt\ , Fallega andlitið hennar ungfrú Powys fölnaði, og 'íiún dró andann hraðara, en hún var vön a ðgjöra; en ekki sagði hún eitt orð. ‘Ungfrú Brend er vitanlega eignalaus’, bætti hann ■við, ‘en hún er Ijómandi fögur. Eg er hvorki nógu ríkur né nógu fallegur til þess að geta bæði búist við íegurð pg auð hjá konuefni minu. Auk þess, sem eg hefi fengið að erfð, hefi cg safnað talsverðu af pening- xim, svo mér er mögulegt að reisa bú, t. d. í New Brompton og þarf því kona mín ekki að vera auðug. 3íg endurtek það nú, Agnace, það sem eg sagði þér fyr- ir tveim mánuðum siðan; eg vil kvongast lagsmær 3>inni\ ‘Nú, jæja’, sagði ungfrú Powys róleg, en kvíðandi. ‘Hvað segir ungfrú Brend?’ ‘Eg hefi ekki minst á þetta við hana ennþá; eg vildi tala við þig fyrst. Eins og eg hefi sagt þér, krefst eg þess ekki, að kona mín sé rík, en fögur og af góð- um ættum verður hún að vera. Ungfrú Brend er fög- ur; en hvað er að segja um ætt hennar?’ Edda kvakaði eins og dúfa, þegar samtalið barst að þessu efni, og föl og áköf leit hún upp frá bókinni. Nú hugsaði hún ekki lengur um, að gjöra vart við sig. Hún áleit sig hafa heimild til að heyra, hvað um sig væri talað. Það er enda vafasamt, hvort hún hefði getað staðið upp, þó hún hefði reynt það. Hjarta henn- ar barðist ákaft, og henni fanst hún vera negld föst við legubekkinn. ‘Hvers vegna kemurðu til mín til að fá upplýsing- ar um ætterni ungfrú Brends?’ sagði uúgfrú Powys ró- leg, o gleit spyrjandi augum á Upham. ‘Af því þú hlýtur að þekkja nákvæmlega til þeirr- ar stúlku, Sem þú hefir gjört að lagsmær þinni’, svar- aði Upham. ‘Hún hlýtur að vera af góðri ætt; en svör hennar til spurninga minna voru mjög ófullkomin. — Alt sem eg fékk að vita var, að hún er frá Racket Hall í Yorkshire. Hvar í Yorkshire er það? Hvers konar pláss er Racket Hall? Hverjir eru ættingjar ungfrú Brend?’ ‘Ungfrú Brend er dóttir vinstúlku minnar frá skólaárunum’, svaraði Agnace kuldalega. ‘Eg þekti ekki ungfrú Brend, þegar hún kom hingað, en eg tók hana að mér sökum móður hennar’. ‘Hver var móðir hennar?’ spurði Upham alt i einu. • ‘Nafn hennar var frú Brend’, svaraði Agnace frem- ur flóttalega. ‘Já, auðvitað; — en skírnarnafn hennar — var hún af góðri ætt?’ ‘Já — já, áreiðanlega’, sagði ungfrú Powys án þess að svara fyrri spurningunni. ‘Hún var af góðri ætt. Hún misti manninn sinn áður en barnið fæddist’. ‘Og móðurin er dáin líka. Nú, jæja, ef maður gift- ist fátækri stúlku, þá er bezt að hún sé foreldralaus’, sagði Upham. ‘Þá þarf maður ekki að annast um fjölda af fátækum ættingjum. En eg er enn ekkert bú- inn að fá að vita um hana. Mér er ókunnugt um nafn- ið Brend, — og þó ekki; það var ungur maður með bví nafni, sem við fundum oft hjá Gerald Mortimer fyrir mörgum árum síðan. Hann var hörundsdökkur, dularfullur maður, sem dætur Mortimers sögðu ávalt að væri dulbúinn aðalsmaður. Hann hét George, — nei, Henry Brend’. ‘Þú hefir gott minni’. ‘Já, eg hefi það. Eg bar líka afbrýði til hans, því eg hélt að hann væri að sækjast eftir þér, Agnace, þó þú værir ung þá. Hvað varð af honum?’ Einkennilegir og óskiljanl.egir drættir voru kring- >m munn ungfrú Powys, þegar hún svaraði með mestu hægð: ‘Eg held hann hafi dáið fyrir mörgum árum síðan’. ‘Er litla ungfrú Brend þín í ætt við hann?’ ‘Hún er dóttir hans’. ‘Dóttir hans? Það er undarlegt. En hann var á- reiðanlega aðalsmaður. Hann fleygði út peningum, ■ins og hann væri prins; en eitthvað var þó bogið við líf hans. Agnace — var — var móðir ungfrú Brend ’öglega gift honum?’ Ungfrú Powys stokkroðnaði. ‘Auðvitað — hvernig vogar þú —? Hún var vin- stúlka mín, Gascogne. Hún var eins saklaus og góð og lítið barn’. ‘Hver var hún?’ ‘Það get eg ekki sagt þér. Eg get ekki opinberað leyndarmál, sem mér er trúað fyrir’. ‘Nú, það er þá leyndarmál i sambandi við þetta?’ sagði Upham gremjulegur. ‘Hvernig er því varið, \gnace? Eg hata öll leyndarmál í sambandi við þetta. Er nokkuð viðsjárvert við nafn ungfrú Brends?’ ‘Ef það væri, hvað þá? Máske þú vildir þá hætta ið bónorðið?’ ‘Eg vil ekki ganga að eiga fátæka stúlku, sem líka er óheiðarleg’, sagði Upham svipdimmur. ‘Er þessi stúlka þannig að ætterni og öðrum kostum, að þú vild- ir viðurkenna hana sem frænku þína?’ Agnace var í efa um, hverju hún ætti að svara. Loksins sagði hún svipföl: ‘Eg vil aldrei viðurkenna hana sem þína konu, Gascogne — aldrei’. ‘Hvers vegna ekki? Hvað hefir hún gjört?’ ‘Sjálf hefir hún ekkei;t ilt gjört, vesalings barnið. En ef þú heldur fyrir alvöru fast við það, að engin ,-anvirða fylgi nafni konu þinnar, þá muntu aldrei giftast ungfrú Brend’, sagði ungfrú Powys með ákafa miklum. ‘Ætt hennar hefir ekki blettlaust nafn. Sök- um móður hennar er eg vinstúlka hennar; en yfir Eddu Brend hangir ský af skömm og vanvirðu, sem hún á engan þátt i, en þjáist þó mest af þvi. Enginn maður á Englandi, sem tekur meira tillit til ættar en fegurðar og auðs, mun vilja giftast henni. Frá fæð- ingunni var hún ætluð til að lifa sorgarlifi, og hún mun aldrei giftast neinum’. Upham varð alveg hissa. ‘Eg get naumast trúað þessu’, sagði hann. ‘Unga stúlkan er tiguleg og göfug, og framkoma hennar ágæt. En svo er þessi vanvirða, — eg skal segja þér það Agn- ace, að eg sleppi henni ekki svo auðveldlega. Eg ætla að kynna mér allar ástæður hennar, og eg skal komast eftir æfisögu Henry Brends og konu hans. Eg verð að fá að vita —’ ‘Trúðu orðum minum, Gascogne, og hættu við þetta. Ungfrú Brend er ekki viðeigandi kona fyrir þig, ef þú vilt fá konu af góðri ætt. Eg veit hvað eg segi. Þú mundir verða hræddur við að heyra sann- leikann um ættingja Eddu Brends. Hún þekkir hann ekki og fær aldrei að vita neitt um hann. Að þekkja hann mundi eyðileggja hana, jafn tilfinningarík og hún er. Líf hennar hefir verið í myrkri og heldur á- fram að vera það til endans. Hennar vegna vildi eg, að hún færi í klaustur. En, — Gascogne, þú mátt ekki, þú skalt ekki giftast henni!’ Edda hreyfði sig skyndilega og kom við skýlið, svo það datt á gólfið. 15. KAPÍTULI. llerboð. Agnace, Upham og jafnvel Eddu sjálfri kom það mjög óvænt að þessi opinberun skyldi eiga sér stað; en fyrst það komst nú upp, að Edda var í bókhlöð- unni, var ekki um annað að gjöra en taka því með ró; enda voru Eddu það engin vandræði, þar eð hún var köld og róleg að upplagi. Hún stóð upp af legubekkn- um, reisti skýlið upp, gekk svo til þeirra og bað af- sökunar á, hve skyndilega hún kom í ljós. ‘Eg fór liingað inn eftir dagverðinn til að lesa’, sagði hún. ‘Eg hefði sagt ykkur undir eins að eg væri hér, ef mér liefði komið tii liugar að þið ætluðuð að tala um leyndarmál; en eg hélt að þér væruð að sækja bók, ungfrú Powys, og munduð fara strax aftur. Þegar þið fóruð að tala saman, og eg varð þess vis að það var um mig, sem þið töluðuð, þá gat eg ekki gjört vart við mig, eins og þið skiljið; eg áleit mig hafa heimild til að heyra hvað sagt væri um mig og játa það hrein- skilnislega að eg heyrði hvert orð’. ‘Alt?’ spurði ungfrú Powys föl. ‘Alt?’ endurtók Upham og roðnaði. ‘Þá vitið þér að eg elska yður og vil giftast yður, ungfrú Brend?’ ‘Já’, svaraði Edda með fyrirlitningu og kulda, —^ ‘með þeim skilyrðum að eg geti sýnt góð vottorð’. ‘Ungfrú Brend — eg skil yður ekki —’ ‘En eg skil yður, herra Upham’, sagði Edda háðs- lega og býsna hvasseygð. ‘Eg heyrði hvað þér sögðuð og i því var meiningin þessi: Þér ætluðuð að sýna mér þann mikla heiður, að leyfa mér að ganga undir yðar nafni; að sneypa vinnufólkið; að vera til aðstoðar við borðið, þegar gestir væru hjá yður, — ef eg gæti sýnt og sannað, að afi minn hefði ekki þurft að vinna til að geta lifað. Eg þekki ekkert til hans; hann hefir máske verið smiður, bakari eða bóndi; en eg held þó að hann hafi ekki stundað neitt jafn virðingarvert. — Það er líklegra, að hann hafi lifað og dáið, sem glat- aður höfðingi í einhverri verkstofu. Og þar eð eg er í þessari ógæfusömu óvissu, verðið þér — virðingar yðar vegna og hinna heiðarlegu forfeðra yðar —, sem allra fyrst að finna yður aðra stúlku fyrir tilbeiðslu yðar og aðdáun, en forðast að gjöra mér nokkurt gift- ingartilboð’. Dökkleita andlitið hennar Eddu var sem eldsglóð og augun leiftruðu. Þessi ákafa geðshræring gjörði hana svo undurfagra, að ungfrú Powys varð alveg hrif- in af að horfa á hana, og Upham lét hiklaust i ljósi að- dáun sína. ‘Eg bið yður afsökunar, ungfrú Brend’, sagði hann, ‘en eg get ekki trúað þessu. Þér gjörið gys að mér. útlit yðar og framkoma bendir á að þér séuð af höfð- ingjaættum. Hendur yðar og fætur eru litlar, alveg eins og hjá heldri stúlkum. Þér litið út, — já, þér er- uð regluleg heldri stúlka’. ‘Dulbúin prinsessa’, sagði Edda háðslega. ‘Hrós ýðar er smekklegt og eg get fullvissað yður um að þér eruð töfrandi. En mér geðjast ekki að slíku smjaðri, og ef þér viljið leyfa mér að fara, ungfrú Powys, þá gjöri eg það strax’. ‘Nei — nei’, sagði Upham undireins. ‘Eg bið yður að vera kyrrar, ungfrú Brend. Þér hafið heyrt svo mikið, að þér getið ekki neitað að heyra meira. Agn- ace, segðu henni að vera kyrri’. Edda leit spyrjandi bænaraugum á ungfrú Powys, en hún gaf því engan gaum. ‘Þér verðið kyrrar, ungfrú Brend’, sagði hún ró- leg. ‘Hafi Upham meira að segja, vil eg að það sé sagt í nærveru minni’. Edda hlýddi skipun hennar. Upham var þögull í nokkrar mínútur og virtist vera í hálfgjörðu ráðaleysi. Getur verið að nærvera ungfrú Powys, sem var svo reynd í þessu efni, hafi ekki verið hvetjandi fyrir hann. Líklegt að hann hefði heldur viljað tala við Eddu undir fjögur augu, hvísla að henni. ástarorðum og þrýsta henni að brjósti sínu, ef hún hefði leyft það. En þó að hann væri bankamaður, og vanur við að fylgja föstum og ákveðn- um reglum, var hann í vafa um hvernig hann ætti að bera fram bónorð sitt við þessa stúlku, sem hafði svo dökk og skörp augu, um leið og önnur blá og geislandi augu athuguðu hann. — En Upham herti brátt upp hugann. ‘Ungfrú Brend’, sagði hann þegar hann var vand- lega búinn að þurka langa nefið sitt með nýja, hvíta klútnum; ‘af samræðum mínum við frænku mina vit- ið þér að eg elska yður. Eg er af góðri ætt, hefi góða stöðu og á dálítið af peningum. Eg hefi ekki efni á, að eignast hús í Cavendish Square, halda hesta og marga þjóna, leigja stúku í leikhúsinu og útvega öll þau lífsþægindi, sem frændi minn og ungfrú Powys hafa. En eg hefi efni á að kaupa lítið hús í Brampton, ef yður likar það; hafa tvær eða þrjár vinnukonur; og eg get kostað ferðir yðar til meginlandsins við og við og þér getið lifað óháðu og þægilegu lífi. Eg leyfi mér því að biðja yður að verða konan mín. Viljið þér vera svo góðar að leiðbeina mér til að finna fjárráðamann yðar eða frænda. sem þér voruð hjá áður en þér kom- uð hingað?’ ‘Slík leiðbeining er alveg óþörf, herra Upham’, sagði Edda alvarleg. ‘Eg met mikils heiðurinn, sem þér sýnið mér með þessu tilboði yðar; en eg get ekki þegið það’. ‘Ekki þegið það?’ sagði Upham ringlaður. ‘Nei, herra minn’, sagði Edda alvarleg og kurteis. ‘Það væri ekki rétt gagnvart yður. Þér heyrðuð hvað ungfrú Powys sagði. Eg skal aldrei koma inn í hús nokkurs manns, sem kona hans, með ‘ský af skömm og svívirðingu’ hangandi yfir mér. Þér töluðuð um fjárráðamann minn og frænda; hann var hvorugt. Hann var blátt áfram eyðilagður herramaður, sem ól mig upp fyrir borgun. Hann vissi ekki hver eg var, og eg veit það ekki heldur. Eg verð að vera hrein- skilin, fyrst þér segist elska mig. Eg á enga peninga, enga ættingja og ekkert nema sjálfa mig’. Upham varð alveg hissa. Hann hafði ekki ætlað að giftast stúlku af svo efablöndnum uppruna. ‘Eg get ekki trúað þessari lýsingu, sem þér gefið af sjálfri yður, ungfrú Brend’, sagði hann rólegur. — ‘Gefið þér mér leyfi til að grenslast eftir upplýsingum um yður, sem heitsveinn yðar. Yður hefir verið sýnt ranglæti’. ‘Eg hefir orðið fyrir ranglæti’, sagði Edda, ‘en ekki á þ>ann hátt, sem þér haldið. Látið þér liðna æfi mína afskiftalausa. Eg vil sjálf annast mínar rann- sóknir’. ‘Kvenmaður er ekki skapaður til að berjast við heiminn’, sagði Upham. Eg held að þér eigið kröfu til mikilla eigna. Eg man eftir föður yðar — dularfullur, hörundsdökkur, snotur maður — alveg eins og lietja í skáldsögu. Hann eyddi miklu af peningum og var á- litinn að vera ríkur. Sé hann dáinn, eruð þér máske erfingi, sem er rændur réttmætum arfi’. ‘Eg er rænd fleiru en peningum’, sagði Edda. ‘Eg hefi aldrei átt heimili eða vini. En það er nóg talað um þetta, herra Upham. Hugsið þér ekki meira um réttindi min eða rangindi, sem eg hefi orðið fyrir. — Eg get ekki gifst yður af þeirri ástæðu, sem eg hefi tekið fram. Þarf eg að geta annarar? Eg elska yður ekki’. ‘En ástin kemur með tímanum’, sagði Upham. Eg ætla að komast eftir leyndarmálinu, sem hvílir yfir yð- ar, og þér munuð launa mér það með ást yðar. ‘Þér megið ekki táldraga sjálfan yður; eg get ald- rci fest ást á yður, herra Upham’. Það var sem steini væri létt af ungfrú Powys. En Upham horfði fast á Eddu. ‘Máske þér elskið annan?’ spurði hann. Bæði Upham og ungfrú Powys furðaði stórum á því, að Edda neitaði ekki þessu, en roðnaði mikið. ‘Þér elskið þá annan mann, ungfrú Brend?’ spufði Upham afhrýðissamur. ‘Nær gjörðust þér skriftafaðir minn, herra Up- ham?’ svaraði Edda þegar hún var búin að jafna sig. ‘Nýlega hrósuðuð þér minum kæru foreldrum og mér sjálfri fyrir fegurð mina. Skoðuðuð þér sjálfan yður sem Kristófer Kolúmbus, og hélduð að fegurð min væri yðar eign, af því þér urðuð fyrstur til að sjá hana?’ sagði hún háðslega. ‘Við skulum hætta að tala um þetta, ef yður þóknast. Eg hefi sagt nei. Er það ekki nægilegt?’ ^ Jafn bein neitun hefði átt að vera nægileg fyrir hvern heiðarlegan mann; en nú var afbrýðin vöknuð hjá Upham; og dularblæjan, sem hvíldi yfir ætt henn- ar og auð Henry Brends, gaf honum ástæðu til að ætla, að bak við hana feldist auður og tign, sem hann yrði að leiða i ljós með þvi, aífclyfta blæjunni og hljóta Eddu að verðlaunum. Líkindin til þess að Edda elskaði annan, hvatti hann til þess að ryðja þeirri hindrun úr vegi. ‘Eg tek ekki á móti neinni neitun, ungfrú Brend’, sagði Upham eftir nokkra umhugsun. ‘Ef að þér haf- ið sem ung stúlka fest ást á einhverjum, þar sem þér eruð uppaldar, mun það fljótt gleymast í þessum marg- menna bæ. — Eg krefst þess ekki, að þér elskið mig strax; en eg skal útvega yður réttindi yðar og krefst þess að eignast yður i staðinn. Það er erfitt fyrir stúlku, að lifa undir þeim grun, sem þér gjörið. öll yðar æfi er eyðilögð, ef enginn vinur yðar eins og eg, tekur mál yðar að sér. Agnace’ — nú snéri Upham sér að frænku sinni — ‘Þú hlýtur að þekkja æfisögu ung- frú Brend. Þú getur opinberað leyndarmálið. Hvern- ig er því háttað?’ ‘Ungfrú Brend er búin að neita þér og tilboði þinu um, að rannsaka ætterni hennar. Saga hennar er þér því óviðkomandi’, svaraði ungfrú Powys. Innköllunarmenn Heimskringlu: í CANADA. F. Finnbogason................. F. Finnbogason................. Magnús Teit...................... Pétur Bjarnason................. Póll Anderson.................. Sigtr. Sigvaldason............... Lárus F. Beck................... F. Finnbogason.................. Ragnar Smith..................... Hjálmar O. Loftson............. Thorst. J. Gíslason............. Jónas J. Húmfjörd.............. B. Thorvordsson................ óskar Olson..................... ,1. K. Jónasson................ .1. H. Goodmanson.............. F. Finnbogason................. John Januson................... Kristmundur Sæmundsson......... G. J. Oleson................... F. Finnbogason................. Bjarni Stephansson.............. F. Fínnbogason................. J. H. Lindal................... Andrés J. Skagfeld............. Jón Sigvaldason................ Árni Jónsson................... Andrés J. Skagfeld............. Jónas J. Húnfjörð............... G. Thordarson.................. Jónas Samson................... J. T. Friðriksson.............. Thiðrik Eyvindsson............. Oskar Olson....,................ Lárus Árnason.................. P. Bjarnason................... Eiríkur Guðmundsson......... Pétur Bjarnason................ Eiríkur Guðmundsson............ John S. Laxdal................. Jónas J. Húnfjörð.............. Paul Kernested................. Gunnlaugur Helgason............ Andrés J. Skagfeld............. St. O. Eirikson................ Pétur Bjarna.son’............. Sigurður J. Anderson........... Jónias J. Húnfjörð............. Ingim. Erlendsson.............. Wm. Kristjánsson............... Snmarliði Kristjánsson......... Gunnl. Sölvason................ Runólfur Sigurðsson............ Paul Kernested................. Hallur Hallson................. A. Johnson..................... Andrés J. Skagfeld............. Snorri Jónsson................. J. A. J. Lindal................ Jón Sigurðsson................. Pétur Bjarnason................ Ben B. Bjarnason............... Thórarinn Stefánsson........... ólafur Thorleifsson............ Sigurður Sigurðsson............ Thidrik Eyvindsson............. Paul Bjarnason................. ..Árborg ..Arnes ..Antler ,.St. Adelaird .Brú ..Baldur ..Beckville „Bifrost ..Brandon ..Bredenbury ..Brown ..Burnt Lake ..Calgary ..Churchbrigde ..Dog Creek ..Elfros ..Framnes ..Foam Lake „Gimli „Glenboro „Geysir „Hecla „Hnausa „Holar „Hove „Icelandic River „ísafold „Ideal „Innisfail „Keewatin, Ont. „Kristnes „Kandahar „Langruth „Lögberg „Leslie „Lillesve ..Lundar ..Miarkland „Mary Hill „Mozart „Markerville „Narrows „Nes „Oak Point „Oak Yiew „Otto „Pine Valley „Red Deer „Reykjavík „Saskatoon „>Swan River „Selkirk „Semons „Siglunes „Silver Bay „Sinclair „St. Laurent „Tantallon „Yictoria B.C. „Vidir „Vestfold „Vancouver „AVinnipegosis „Wild Oak „Winnipeg Beach „Westbourne „Wynyard 1 BANDARÍKJUNUM. Jóhann Jóhiannsson_____________Akra Thorgils Ásmundsson............Blaine Sigurður Johnson...............Bantry Jóhann Jóhannsson.............Cavalier S. M. Breiðfjörð...............Edinborg S. M. Breiðfjörð.............__Gardar Elís Austmann..................Grafton Árni Magnússon.................Hallson Jóhann Jóhannsson..............Hensel G. A. Dalmann................. Ivanhoe Gunnar Kristjánnson____________Milton, N.D. Col. Paul Johnson______________Mountain G. A. Dalmann................. Minneota Einar H. Johnson____________________Spanish Fork Jón Jónsson, bóksali___________Svold Sigurður Jónsson............._.._Upham

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.