Heimskringla - 14.10.1915, Síða 1

Heimskringla - 14.10.1915, Síða 1
RENNIE’S SEEÐS . HEADQUARTERS FOR SEEDS, PLANTS^<| | BULBS AND SHRUBS PHONE MAIN 3514 FOR CATALOQUE Wm. RENNIE Co, Limited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the worlcl. / TH* &OSERY FLORXSTS Phoixes M&in 194. Night and Sun- day Sher. 2667 2S0 DONALD STREET, WINNIPEG ■ - ■■ ■■■■■ - ---- --------------— 1 ........ .................-........—.... ... Snæbjörn Olson jan. 1G ■ - XXX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 14. OKT. 1915. Box 453 Nr. 3 Gullbrúðkaupsljóð. Ort til hjúnanna Valdisar og Simonar Símottarsonar. Aftanskins frá eldagltcrum Ennþá glömpum slær að hærum. ÆJisól er ofar boðum, Ennþá bgr í gömlum voðum. — Hálfa öld var ýtt í strauminn, Aldrei gefið slakan tauminn. Von er þvi að vel sig hafni Vit og orka er sitja í stafni. Stundum næddi nokkuð kaldan, Kaum var lending, þung var aldan, — Landnáms-æfin köld á kjúkum Kviðafullum, hugarsjúkum. Þá, sem áttn ei eld i sinni, Alla kældi i framsókninni. Kepnin varma varð að leggja Vinnuhöndum ykkar beggja. Sitjið heilir, heiðursgestir! Hátt i lofti kvaka þrestir. Það er sálna sumarminning, Söngur yfir lífsins vinning. Ykkur leiðir óms hans bára, Eftir samleið fimtiu ára, Yfir farna forna vegi Friðarmilt þá hallar degi. Kveldið bjart sé ykkur yfir, — Ennþá Ijós í vestri lifir — Leiðir á til ykkar ranna Ást og virðing góðra manna. Nú þó fölvi feli teiginn, Færir ykkur blómasveiginn Happadís og heillamerkið Hefur eftir dagsins verkið. Kr. Stefánsson. Gullbrúðkaupsljóð. Ort til hjónanna Valdísar og Símonar Siwonarsonar. Þér öldnu hjón i helgum brúðarsessi Nú hálfrar aldar bcrið gullinn skjöld. Æ auðnudísin ykkur styðji og blessi Og annist fram á hinsta lífsins kvöld. Það tvillaust allir cinum munni róma, Sem ykkur hafa kynst í lengd og bráð, Að þið hafið unnið ykkar verk með sóma Og ætíð hylli Guðs og manna náð. Þið fyrirlétuð fósturjarðar strendur, — Sem fleirum nýtum vorðið hefir á, — / trausti á drottin, hyggjuvit og hendur, Svo hleyptuð fram á tímans ólgusjá. Vm fimtíu ár réð ykkur gæfan stoða, — Þótt erfið stundum reynst hafi máske för, — Að gegnum hættur, blindsker öll og boða, Til blessunar þið stýrt hafið jafnan knör. Þið bæði hafið barist vel og lengi .{ brautum kifs og fögrum sigri náð, Að verðung notið virðingar hjá mengi, Sem verður á töflu minninganna skráð. Nú hausta fer og halla sýnist degi Og hilla tekur undir fegri lönd, Þars Ijómar alskært Ijós, er sloknar eigi, Og lífið framar engin þckkir bönd. Svo, kæru brúðhjón, — kærleikans i nafni — Vér kveðjum yður nú á heillastund. Æ friður og ró og farsæld yðar dafni Unz festið að lokum þann hinn siðsta blund. S. J. Jóhannesson. Fyrsti landinn, sem heim kemur af vígvöllunum. Fimtíu ára brúðkaups minning. SÍMON OG 'VALDtS SÍMONARSON. Hinn 11. þessa mánaðar héldu þau Guðmundur Símonarson og Jó- hanna Guðrún Skaptason þeim Si- moni Símonarsyni og Valdísi Guð- mundsdóttur, foreldrum sinum, hér í borginni, gullbrúðkaup eftir 50 ára samveru þeirra í hjónabandi. Veizl- an var haldin að heimili sonar þeirra Guðmundar Simonarsonar, 180 Maryland Street. Þangað komu Argyle búar margir, sem höfðu verið nágrannar þeirra hjóna og vinir þessi 20 ár, sem þau bjuggu í Argyle, og svo voru þar komnir nokkrir vinir þeirra héðan úr bænum. Veizlan var hin gerðarlegasta, sem vér höfum setið hér i landi þessu. Veitingar með rausn mikilli og stórmensku. Og gestum öllum lekið tveim höndum. Síra Friðrik J. Bergmann var aðalræðumaðurinn og sagðist ágætlega. Allir voru gestir glaðir og kátir og léku við hvern sinn fingur, og þó því meira, sem á leið veizluna. Gestir þessir komu ekki tómhent- ir, heldur með dýrar gjafir: Börn þeirra hjóna gáfu gömlu hjónunum tvö gull-lockct. Argyle búar gáfu honum gullhring og henni annan. Vinir þeirra í Winnipeg gáfu hon- um staf gullbúinn, en henni gull- hring friðan. Alt voru þetta hinir beztu gripir, og voru gjafir þessar vottur um virð- ingu þá og hylli, sem hin gömlu heiðurshjón hafa áunnið sér hjá ná- grönnum sinum, hvar sem þau hafa verið. Ræður voru fluttar of mörgum auk síra Friðriks, sem talaði eigin- lega þrisvar sinnum. Þeir, sem helzt töluðu, voru: Baldwin L. Baldwin- son, Arngrímur Johnson, Jóseph B. Skaptason og Marinó Hannesson lögmaður. Töluðu allir vel. Svo voru lesin upp kvæði þau, sem ort voru til heiðurs brúðhjónunum, og prentuð eru hér i blaðinu, eftir Kristinn Stefánsson (síra Friðrik las upp) og Sigurð J. Jóhannesson, hinn eldra, og las hann upp sjálfur. Bæði voru kvæðin vel lesin. — Nokkur orð flutti ritstjóri Heimskringlu þar einnig. Þvi miður gátum vér ekki verið út alla veizluna, en fórum þeg- ar mestar ræðurnar voru búnar. Vér getum hér hinna helztu æfi- atriða þeirra hjóna i stuttu ágripi: Simon Símonarson er fæddur 13. desember 1839, að Breiðstöðum í Gönguskörðum. Valdís Guðmundsdáttir er fædd 3. október 1834 á Krossum í Staðar- sveit i Snæfellsnessýslu. Sex mán- aða gömul misti hún föður sinn og fór frá móður sinni til sóknarprests- ins að Helgafelli, þar sem hún ólst upp, og sá ekki móður sína síðan. Hinn 11. október 1865 voru þau gefin saman í hjónaband, að Hösk- uldsstöðum í Ilúnavatnssýslu, af síra Páli Jónsyni. Voru þau fyrst (i/ hei/nilis að Svangrund í Húna- vatnssýslu eitt ár, og annað að Kambakoti í sömu sveit. Þaðan fluttust þau norður i Skagafjörð, að lnstalandi á Reykjaströnd, og voru þar i 8 ár. Þá voru þau eitt ár á Fagranesi með sira Magnúsi Thor- lacius, og annað að Heiði hjá Stef- áni, föður Stefáns kennara Stefáns- sonar. Þá byrjuðu þau búskap að Heiðarseli og voru þar í 3 ár. Þjóð- hátíðarárið 1874 fluttust þau til Ameríku, með þeim 300 manns, sem þá fóru með skipinu St. Patrick beina leið til Quebec. Eitt ár voru þau í Ontario. Þaðan fóru þau til Nýja Islands, og komu þangað í byrjun vetrar 1875. Voru þau fyrst á Gimli, en tóku síðan land i Víði- nesbygð, nálægt Kjalvik; þar voru þau hálft sjötta ár. — Vorið 1881 fluttust þau þaðan til Winnipeg’ og voru þar eitt ár, og næsta vor, 1882, fluttust þau til Argyle bygðar og námu þar land, beint suður af Brú, og bjuggu þar í 20 ár. Árið 1902 komu þau til Winnipeg. Þau hjón eignuðust 5 börn; mistu 3, tvö hér. Mr. Brynjólfur Þorláksson, söng- stjóri og organleikari, hélt uppi söngnum um kveldið. Gestir þeir, sem boð þetta sóttu, voru: Frá Brú, Mun. — Mr. og Mrs. S. Landy. Mr. og Mrs. H. Anderson. Mr og Mrs. H. Sigurdson. Mr. og Mrs. Th. Johnson. Mr. og Mrs. A. Oliver. Frá Baldur, Man.— Mr. og Mrs. Fred Joel. Frá Lundar, Man. — Mr. og Mrs. Paul Reykdal. Frá Winnipeg. — Rev. F. J. og Mrs. Bergmann. Rev. M. J. Skaptason. Miss K Sigurgeirsson. Mr. og Mrs. H. M. Hannesson. Mr. Skúli Hansson. Mrs. Elinborg Hansson. Mr. og Mrs. H. Bjarnason. Miss A. M. Simmons. Mr. og Mrs. H. B. Skaptason. Miss M. H. Skaptason Mr. A. Johnson. Miss J. Johnson. Miss A. Skaptason. Mf. B. L. Baldwinson. Mr. og Mrs. Skúli Anderson. Mr. S. .1. Jóhannesson. Mrs. S. B. Brynjólfsson. Mr. B. Stefánsson. Miss L. Gillis. Miss M. Johnson. Mr. B. Matúsalemsson. I-'leiri voru boðnir, en gátu ýmsra i orsaka vegna ekki komið. Lukkuóskir komu frá: Mrs. Th. Borgfjörð, Vancouver; Mr. og Mrs. Kristíönu og Erlendi Gislasyni, Vancouver; Mr. Th. Borgfjörð, kontraktör, —! stöddum i Minneapolis, Minn. Og svo frá Dr. Valtý Guðmunds-j syni í Kaupmannáhöfn. Og vér endurtökum það, að vér óskum heiðurshjónunum til allrar i hamingju og gleði, og að hver dagur- inn verði þeim ljósari og bjartari, ; sem eftir er æfi þeirra. En samkomu þessari og þeim, er I fyrir stóðu, þökkum vér fyrir skemti J' legt kveld. i Flugdrekaflotar. Að berjast í loftinu er að verða meira en æfintýri og haldi striði þessu áfram, munu menn fara að sjá hernað í loftinu í stórum stýl. Frakkar eru nú ákaft að búa sig undir hernað þenna. Þeir ætla að hafa heila flota af flugdrekum af ýmsum stærðum, reglulega bryn- dreka suma þeirra og hópa af létt- ari og hraðskreiðari flugdrekum, er farið geta 90—150 milur á klukku- tímanum. Það var rétt nýlega, að Frakka- stjórn leyfði blaðamönnum nokkr- um að sjá einn staðinn þar sem ver- J ið var að æfa menn að fljúga á þess- um nýju drekum. Þeir voru í ákaflega stórri girð- ingu. Þegar inn kom mátti sjá þar trölladreka einn, 30 feta háan, og voru á honum margir vængir, hver upp af öðrum, en 130 fet voru þeir þvert yfir. Þar voru og aðrir flug- drekar, nokkuð smærri, og voru i löðum, eins og fylking á vigvelli, 20 flugdrekar í röð liver út frá öðrum, en 10 voru raðirnar hver aftur af annari. Á breiddina voru vængir þeirra yfir hálfa mílu. Mest þótti fréttariturunum koma *'* til trölladrekans. Er það rétt nýlega, sem menn hafa gctað smiðað þá svo slóra, svo að þeir hafi að notum komið; en þessi þykir ágætur. Hann ber 12 menn og tvær fallbyssur, sina á hverjum væng og skjóta þær stál- kólfum 3 þml. í þvermál. Hinir næstu drekarnir, sem þeir lalla beitidreka (Gruisers), eru nokkuð minni. Þeir hafa tvöfalda vængi og eru hraðskreiðir mjög.. Á hverjum þeirra er fallbyssa, og geta þeir farið nærri beint upp af jörð- unni með 90 milná ferð á klukku- tímanum. Mikil fjöldi af drekum þessum eru nú fullgjörðir og nokkuð margir þeirra eru farnir að fljúga yfir her- garða Þjóðverja og veita þeim bak- slettur, þar sem lestir þeirra fara með vopn og vistir og járnbrauta- stöðvar þeirra eru og forðabúr. Þá er og sagt að flugmenn Frakka séu búnir að taka ljósmyndir hátt úr lofti uppi af öllum hergarði og skot- gröfum Þjóðverja, og hafa Frakkar nú orðið kort af allri linunni, frá Vosges fjöllum og norður að hafi, og vita upp á hár, hvar hver skot- gröf er, og kemur það sér vel, þegar þeir fara að róta Þjóðverjum þaðan. Þeir vita þá, hvar og hvert þeir eiga að senda sprengikúlurnar. Þarna, sem fréttaritararnir koinu, voru eitthvað hundrað nýjir menn að læra að fljúga á drekum þessum, og sagði flugmannaforingi, sem þar var, að menn yrðu nokkuð góðir að fljúga eftir mánaðarkenslu. Þús- undir manna eru nú á hverjum degi að læra flugið á Fraklandi. Þeir eru hér og hvar um landið þessir skól- ar. Fyrir nokkru voru þeir eitt livað yfir 60. Skotfærin þurfa að vera óþrjótandi. Albert Thoinas, skotfæraráðgjafi Frakka, fór til Englands nýlega til að ráðgast við Lloyd George, sem hefir saina starfa á hendi á Englandi sem hann á Frakklandi. Og sagði hann, að hinn sætasti og inndælasti söngur, sem hermennirnir heyrðu, væri þegar sprengikúlurnar þytu í lofti yfir höfðum þeirra á leiðinni til óvinanna. Hann sagði og, að hver sprengikúla, sem Bretar byggju til. sparaði lif eins eða fleiri landa þeirra, sem í striðinu væru. Og með “sprengikúlunum verðum við að ryðja brautina alla leið til Berlinar- borgar” (“The way to Berlin will have to be heuted out by explosiv- es”). Hann gekk hér í 110. deild Winni- peg Grenadiers hinn 22. ágúst 1914. Sigurður Goodman er fæddur á Suðurlandi á Islandi og er rúmt tvit- ugur. Hann er sonur Hreins bónda Hreinssonar Goodman við Piney, Man. — Sigurður er maður friður á velli, 6 feta hár, grannvaxinn og beinn og ber sig vel. Hann er stiltur og rólegur i allri framkomu, og lítur út fyrir, að ekki muni honum mikið bregða, þó að eitthvað komi snögg- lega fyrir. Augun gráleit og fögur, og er rnaður horfir i þau, er sem manni finnist maður þessi vilja ganga beint áfram og krókalaust, og fremur bera þau vott um bliðu en hörku og staðfestu nóga; því ekki livika þau hið minsta, þó að menn horfi snögglega í þau. Sigurður er Ijós á hár og hörund og furðu lið- legur, þó að hann sé hávaxinn. All- ur er maðurinn svo bygður, sem menn mundu hermann kjósa, nema kanske að hæðin er fullmikil, sem mark fyrir kúlur óvinanna. Sigurður kemur nú særður heim, með heiðri miklum. Hann var einn i hópi hinna fáu Canadamanna, sem viðfrægir eru orðnir um heim allan fyrir hina hraustu vörn, er þeir sýndu í vor við Langemarck og St. Julien, jiegar þeir stóðu einir fyrir ógrynni liðs Þjóðverjanna og lirintu þeim aftur, er þeir voru búnir að brjóta hergarðinn Frakka og Breta við Langemarck, St. Julien og Steen- strate. Ef að þeir hefðu ekki dugað og sýnt af sér fádæma hreysti, þá var garðurinn brotinn, Calais tekin og liklega Frakkland alt, og ef til vill Þýzkir ráðandi nú lögum og lof- um á öllu Bretlandi hinu mikla. Sigurður gekk í herinn, sem áður 1 L . _________________• SIGURÐUR GOODMAN, frá Piney, Man. var sagt, þann 22. ágúst 1914, cn 24. ágúst fór hann til Valcartier lierbúð- anna, jiar sem hermennirnir voru æfðir. Þaðan fór hann hinn 29. sept. til Englands. Þeir settust að i her- búðunum á Salisbury Plains,— slétt- inum á Englandi, sem vér höfum svo oft heyrt gctið um i vetur. Þær urðu svo blautar í hinum miklu rigning- um í vetur, að ]iar var einlægur vatnselgur, og hópar manná sýktust af vosbúðinni og urðu að liggja á spítölum þar; þeir þolilu ekki þessa bleytu, þegar það þá var um vetrar- tima. Mr. Goodman segir England, þar sem hann fór yfir, fyrirtaks fallegt land; hver blettur ræktaður, svo að það var sem einn aldingarður. Hefði ekki verið þokan og rigningin dag eftir dag og viku eftir viku, þá hefði þar verið yndislegt að vera. Þarna voru þeir á sléttum þessum þangað til þann 6. febrúar; þá fóru þeir yfir um til Frakklands, — ekki samt skemstu leið, heldur suður fyr- ir Bretagne tangann og lentu norð- an til á Biscaya flóanum við bæinn St. Nazaire, norðan við ósana i Loire fljótinu. Var hann þá kö’minn á Frakkland. Þaðan fóru þeir á flutn- ingskörum smáum, 20 feta löngum, og eitthvað 6 feta breiðum, og voru 40 í hverju kari. Hver maður hafði með sér allan sinn farangur. Var svo þröngt i körum þessum, að helm- ingurinn varð að liggja, en hinir að standa, á víxl. Á körum þessuin voru þeir í 2 sólarhringa, en fóru tvisvar út úr þeim á dag til að rétta úr sér. Eftir þessa 2 sólarhringa koinu þeir til Strezy, nálægt Armentieris. Er þá komið norður í Flandern. Þar voru þeir í þrjá daga og var skift niður i vistir hjá landsbúum. Er það rétt á landamærum Frakka og Belga. Þar áttu þeir góða vist, því að fólk alt tók við þeim tveim höndum. Þaðan fóru þeir til Plugsteert og voru þar viku í skotgröfum. með Enskum. Ljótt Jiótti Sigurði Flandern, enda var þetta um vetrartíma og bleytur og kuldar og krepja úr lofti. Þar til kom, að grafirnar voru blautar, og voru þeir rennvotir meðan þeir voru í þeim. Nóg sagði hann að þar liefði verið af dauðum Þjóðverjum; þeir höfðu legið þar í gröfunum og utan þeirra síðan í nóvembermán- uði. Þaðan fór Sigurður með her- deild sinni til Fleurbay og voru þar mánuð í gröfunum. Þar voru þeir meðan slagurinn stóð við New Chappelle, 8 mílur í burtu frá þeim. Eftir að hafa verið þar mánuð í skotgröfunum fóru þeir til Istar, dá- litið á bak við hergarðinn, til að bvíla sig og æfa. Þar voru þeir eina viku. Fóru svo þaðan til Steenvorde og voru þar um eina viku við æfing- ar. Voru þeir þá aftur farnir að nálgast Ypres og St. Julien. Svo eftir vikuna fóru þeir til St. Julien. Þar voru þeir í 5 daga í skotgröf- unum, og voru búnir að vera út úr gröfunum í 3 daga að hvíla sig, — þá byrjaði slagurinn harði, sem nú er orðinn heimsfrægur og ýmist er kendur við Langemarck eða St. Jul- ien. St. Julien er um 5 milur frá Ypres, en Langemarck citthvað 4 mílur norðaustur af St. Julien. Var þarna horn á hergarðinum, sem þeir þurftu að verja, líkt og skeifa, og Langeiuarck var i tánni. Er þar æf- inlega hættulegt að vera, í þessum liornum, þvi að þar skjóta óvinirnir á þá frá þremur hliðum, svo að þeir cru undir þreföldum eldi, og er það verst, þegar hríðin kemur frá hlið- Framhald á bls. 8.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.