Heimskringla


Heimskringla - 14.10.1915, Qupperneq 2

Heimskringla - 14.10.1915, Qupperneq 2
BLS. 2 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 14. OKT. 1915. s \ Te e®a naestum te—Hvert drekkur þú? Það þarf kunnáttu til að blanda te—kunnáttu til að uppskeia það—kunnáttu til að hella uppá það—jalnvel mikla kunnáttu til að búa um það. Taktu cftir hinni nýju tvöföldu umbúð BLUE MBBON TEA Tærðu að þekkja teið sem er búið til af mestu kunnáttu í te tilbúningi—þetta te verður þá stöðugur gestur á þínu heimili. Sáð og uppskorið af mestu kunnáttu, blandað og pakkað í bestu umbúðir sem hægt er að kaupa, BLUE RIBBON TE er alt það sem gott te á að vera Taktu okkar orð trúanleg fyrir fyrsta pakkanum; þinn smekkur mun gera það sem til vantar—ef ekki þá færð þú þína peninga aftur. Lokið frelsi Bandaríkja. Margir munu kalla þetta trölla- sögu, sem tæpast geti komið fyrir. En sagan er um efni, sem er á hvers ínanns vörum og talað er um i hverju blaði og rikt er i hvers manns huga. Höfundurinn er for- ingi í her Bandaríkjanna og hefir mikla og margvíslega þekkingu á hernaði öllum til lands og sjávar. Er nú með hersveit sinni skamt frá New York. En fyrir það, að forseti Bandaríkjanna hefir bannað öllum foringjum i land- og sjóhernum, að skrifa um þetta efni, þá gengur höf- undurinn undir dularnafni. En margir háttstandandi félagar hans hafa lesið smásögu þessa og líkað hún í alla staði, og er hún ætluð sem áminning og aðvörun til þeirra manna, sem engu vilja sinna hlutum þessum. Hvernig Bandaríkin standi, þegar striði þessu er lokið, vita menn ekki — en margir hinna vitrustu manna eru þó mikið um það að hugsa, í Bandaríkjunum. Gullið Bandamanna í Norðurálfu hellist nú oðum í pen- ingaskápa vora. Vér erum þjóðin, sem mest græðir á vandræðum þeirra og erum á flughraðri ferð til að verða ríkasta þjóð heimsins. En gæti nú ekki farið svo, að vér yrðum skjótlega öfundaðir af öllum ' þjóðum heimsins? Vér þekkjum eina undarlega sönn- un og staðfestingu á þessari sögu Cornelíusar; en það er bréf eitt, sem prentað var í New York blaði einu, eftir William T. Hornaday. Er hann merkur maður, rithöfundur og náttúrufræðingur og umsjónarmað- ur yfir New York Zoological Park. Hann getur um spádóm einn, efir merkan fulltrúa einnar af þjóðum þeim, sem nú eru að berjast. Það var í spænska stríðinu 1898. Spádómurinn er á þessa leið: “Eitthvað fimtán árum hér frá’’, mælti greifi......mun þjóð vor hefja hið mikla strið sitt. Þá munu atburðir allir ganga sem stunda klukka. Vér verðum þá við öllu bún- ir, en hinir aðrir verða það ekki. Eg minnist á þetta af því, að það stendur í sambandi við föðurland yðar. Nokkrum mánuðum eftir, að vér ljúkum starfi voru i Evrópu, tökum við New York og að líkind- um Washington og höldum stórb rg- um þessum um tima nokkurn. Vér ætlum að setja föðurland yðar í það sæti meðal þjóðanna, sem því hæfir. Vér ætlum ekki að taka neitt af löndum yðar, en vér ætlum að taka góða billíón dollara frá New York og öðrum stórborgum landsins. — Þetta verður eftir svo sem fimtán ár. ■— munið þér það nú”. • • • LOKIB FfíELSI BAKDAfílKJA. Eftir S. Comelius. Við lok hins mikla Evrópu-striðs hittust stjórnmálamenn tveir, annar frá þeim, sem ósigur höfðu beðið, en hinn frá sigurvegurunum. Það var í lystihöll einni nálægt 1; >rg- inni Bern á Svissaralandi. Þeir voru útbúnir með heimildum til að bjóða fram og samþykkja friðar- samninga fyrir allar þjóðirnar, sem j stríðinu höfðu verið. En fréttablöðin máttu ekki koma með neinar aðrar fréttir en þær, sem fulltrúar þessir voru búnir að samþykkja. Samt get eg sagt frá því, hvað fram fór á þessum þýðingar- mikla fundi þeirra. Raddbera ein- um, eða dictaphone, hafði kunn- áttulega verið fyrir komið undir borðinu, sem þeir áttu að sitja við, og í myrkum kjallara þar fyrir neð- an sat ungur fréttaritari einn — bróðir minn — og tók niður með skammhönd (hraðritun) hvert ein- asta orð, sem þeir töluðu. Svo hélt hann, svo fljótt sem hann gat, heim aftur til Bandarikjanna, með þessi voðalegu leyndarmál. En á leiðinni yfir Atlantshaf var hann á þilfari uppi í stormi miklum og skolaðist út með hviku einni, sem gekk yfir skipð. Samt komst þetta skammhandrit hans í mínar hendur á endanum, en það var um seinan, að vara stjórnina við vélráðum þeim, sem föðurlandi minu voru brugguð. En eg bæti engu við, eg tek orðrétt upp handrit bróður míns, að því leyti sem það snertir sögu þá, sem hér fer á eftir. Eftir Evrópu-stríðiff. Þegar fulltrúi sigurvegaranna hafði lesið upp skilmálana, sem þeir settu hinum yfirunnu (ogallir menn þekkja nú), tók hinn fulltrúinn til orða og mælti á þessa leið: “Vér göngum að öllum skilmálum yðar, hvað snertir afsal landa, fækk- un hermanna og herbúnaðar og samþykkjum skuldbindingu þá, að vér skulum ekki auka herskipaflota vorn um þann tima, sem þér tiltak- ið, — vér getum ekki annað. En það væri oss algjörlega ómögulegt, að borga $10,000,000,000 (tíu billiónir dollara) á skömmum tima, nema þá að lama stjórnir vorar og gjöra þeim ómögulegt, að lagfæra ogy bæta úr því, sem i striðinu hefir eyðilagst og aflaga farið”. En eftir nokkra þögn bætti hann þessu við: “Samt sem áður get eg lofað að borga helminginn af upphæð þess- ari innan mánaðar og hinn helm- inginn á fimm árum, svo framar- Itga. sem þér haldið þessu fyllilega leyndu, og að þér hafið ekki á moti því, að vér reynum að fá þessa pen- inga í Bandaríkjunum”. “Eg er viss um það”, mælti hinn, “að ekkert ríkja þeirra, sem eg er trúi fyrir, muni leggja þar stein í götu yðar, fyrst þannig fór, að Bandaríkin sýndu hlutleysi sitt svo greinilega, að vilja hvorugum parti bjálpa, og hafa með þvi tapað vin- áttu allra ríkjanna austan Atlants- hafsins. En alt fyrir það”, mælti Bretinn, “undrar mig það, að þér skuluð vera reiðubúinn að fara út í nýtt stríð eftir tröllaviðureign þessa — jafnvel þó að þjóð þessi sé algjör- lega óviðbúin”. Þá hlo gamli maðurinn. “Þér hafið gjört oss það svo létt, að það er ekki erfiðara en taka syk- urmola af barnunga einum. Fáeinir hinna meiri manna þeirra sáu hætt- una, sem hékk i lofti yfir þjóðinni, og um stund leit svo út, sem þjóðin öll myndi vakna og sjá og skilja, hvað landið var varnarlattst. — En þingið kastaði köldu vatni á alt saman með ræðum þingmanna um “nauðsynlega sparsemi” og “bcrgara herliðið (citizen soldiery), svo að nokkru næmi. Og ef að vér brigð- um nú skjótlega við og kæmum að þeim óvörum, þá myndi það verða létt verk, að leggja undir oss Banda- ríkin”. “Vér neyffum Bandaríkin til aff borga oss skaðabætur”. “Bandaríkjamenn vilja allir hafa frið og er það mjög heppilegt fyrir óvini þeirra. Er margt sem veldur þessu og skal eg taka frain hið allra helzta. “Eg veit ekki af hvaða ástæðu það er, eða ástæðum, en þeir eru fjölda margir, sem svo hjartanlega cru sannfærðir um það, að þeir muni aldrei í striði lenda. Einn borgari Bandarikjanna, sem grætt hefir stórfé með því að selja bryn- plötur á herskip þjóðanna með upp- sprengdu verði, — hann hefir gefið góðan skerf af eignum sinum til þess, að vinna að því að koma á friði meðal þjóðanna, hvað sem það kostar. Aðrir hafa einhverjar óljós- ar endurminningar um það, er þeir lærðu í einhliða skólabókum þegar þeir voru i bernsku, og eru sann- færðir um það, að herflokkar eftir “einnar nætur” æfingu geti unnið sigur á margæfðum hermönnum. “Og þrátt fyrir allar ræður fjölda þingmanna um brennandi ást til löðurlandsins, þá hirða þeir þó í rauninni ekkert um það. Þeim cr inest um það hugað, að nota al- menningsfé þar, sem þeir sjálfir hafa mest gagn af því, og þess vegna rísa þeir öndverðir móti því, að verja fénu til varna föðurlandsins; en kasta út millíónum dollara til gagnslausra pósthúsa, eða til að dýpka og grafa niður árfarvegi til að þurka landið, þó að þeir þurki ekkert upp með þessu nema féhirzlu ríkisins. “Svo eru þeir líka margir, sem lít- ið hirða um, hvaðan peningar þeirra koma . Og fjöldi þessara manna er launaður af okkur, og framkvæma allar skipanir vorar og varna því að þeirra eigið land búi sig undir komandi stríð, — og greiða atkvæði með feykilega háum eftirlaunalög- um handa mönnum, sem orðið hafa þurfamenn, af því einmitt að ríkið var ekki við striði búið. “I þcssu hinu mikla stríði ooru seldii þeir oss vopn og skotfæri, — því vér vitum það vel báðir, að þeir seldu báðum, Bandamönnum og Þjóðverjum, þó að sumar sending- arnar færu krókóttar leiðir, — og þessi vopn og skotfæri máttu þcir ekki missa. — En þeir græddu stór- fé á þeim. — En nú verðo þeir að skila þessn fé öllu aftur til Evrópu, og bæta þó við nokkrum billíónum dollara. Er það ekki hálfskeilið? En harðastan skellinn fá þeir samt, þó að um seinan verði, er þcir sjá 6g skilja, að þeir hafa búið sjúlfum sér ósigur og eyðilegging með þvi, að haga hernaðarmálnm cftir póli- tiskum skoðunum og hagnaði ein- stakra manna”. Að því búnu staðfestu fulltrúar þessir skjölin með þvi að skrifa und ir þau nöfn sín og dagsetningu, og var svo lokið fundi þessum, sem varð affararíkur að óhöppum fyrir Bandaríkin. Washington sljórninni sagt strið á hendur. Tveimur vikum síðar komu upp c.eilur við þjóð eina, sem hlutlaus hafði verið, og voru þá vaktar upp gamlar væringar, og krafa send til stjórnarinnar i Washington um skaðabætur. Forseti Bandaríkjanna sendi svar aftur, “stilt og tignarfult” (firm and dignified). Og beið svo andsvar- anna með ró og stillingu. En í stað hinna vanalegu hártog- ana stjórnmálamanna sagði þjóð þessi Bandaríkjunum tafarlaust stríð á hendurl — Voru þá menn a’lir sem steini lostnir um þver og endilöng Bandarikin. , Þá fyrst lukust upp augu manna, er menn stóðu þarna algjörlega ráðalausir uppi, sem ungbarn eitt fyrir alvopnuðum manni. Nú sáu menn, að ónýtur var flotinn og ó- nógur var herinn. Herinn var reynd- ar góður, svo langt sem hann náði; en hann var svo lítill og fámennur, að hann gat hvergi komið að gagni. Og nú risu blöðin upp, sem trylt væru og heimtuðu nú skýringar af þinginu, — hvernig á því stæði, að þingið hefði ekki búist við þessu. Og nú var ekki lengur hægt, að koma þeim til að þagna, eins og áð- ur fyrri, með því að tala um “hinn nauðsynlega sparnað”. Og nú samþykti þingið feikna fjárframlög, og svo var farið að ó.-ka eftir sjálfboðaliðinu, og verk- smiðjurnar fóru að búa til vopn og skotfæri; menn voru sjóðandi af ákafanum. — En tíminn til að'búa sig undir var liðinn. Flolinn var allur tekinn til New York og mannaður vel og útbúinn að öllu leytí. Og von bráðar var farið að segja að bryndrekar óvin- ar.na hefðu sézt undan Maine strönd unum og þangað voru þau send, stóru skipin bryndrekarnir og beiti- skipin, — öll þau, sem hægt var að manna og útbúa. Og svo vonuðu renn að þeim gengi nú eins vel og reinast í spænska stríðinu. Flotanum sökt. Daginn eftir að þau lögðu út, sáu þau óvinina. Bardaginn byrjaði á löhgu færi. Og brátt sáust eldstrók- arnir upp af skipum óvinanna, og reykjarmekkirnir voru svo þykkir, að þeir huldu skipin, og svo fóru þau að halda undan úr bardaganum. Þá urðu Bandaríkjamenn kátir. Þetta var 2. St. Jagó dagur. “Ann- ar sankti Jagó!” hrópuðu þeir, og og fóru að kynda undir kötlunum, til þess að ná sem flestum og sökkva jieim á hafsbotn niður. Og það var rétt eins og fyrir 19 árum við Cuba strendur. Skipin Bandaríkjamanna slrikuðu á eftir þeim í langri lest; hvert skipið fór svo hart sem það komst; og varð þá langur halinn, því að misjafnt varð skriðið skipanna. En þá var líka líkingin búin. — Færið hafði verið svo langt á milli flotanna, að skip óvinanna sakaði alls ekkert, og reykurinn og logarnir komu ekki af brennandi skipum, heldur úr stórum kötlum, fyltum Ijöru, sem hengdir voru utan á skip- in og kveikt í, svo að þau skyldu sýnast öll í báli. En eftir á sjónum höfðu óvinirnir skilið flota mikinn af neðansjávarbátum. Þessir neðansjávarbátar söktu nú flestum bryndrekum Bandarikjanna og linur eða trossur af fljótandi sprengivélum eyðilögðu hin, sem undan bátunum sluppu. Og þessi brynskip óvinanna voru öll hraðskreiðari en Bandaríkjaskip- in, þar sem vér höfðum ekkert af hraðskreiðum bryndrekum, og þau lömdu á skipum Bandaríkjanna og sendu hinar stóru sprengikúlur í gegnum þau og söktu einu af öðru. Á fáéinum klukkustundum var all- ur floti Bandaríkjanna sokkinn, — flotinn, sem vér svo lengi höfðum verið stoltir af. Útlendur her lendir i Atlantic City. Þenna sama morgun, rétt fyrir dögunina höfðu nokkrar sveitir fót- gönguliðs komið á land af smáum gufubátum, bæði norðan og sunnan við Atlantic City í New Jersey. Ó- vinir þessír umkringdu óðara borg- ina, skeltu í sundur alla telegraf- og telefón-þræði, bönnuðu lestagang allan á brautunum og tóku þúsundir mótorvagna og flutningsvagna alla, sem fyrir þeim urðu. Og skjótlega mynduðust langar lestir af mótor- vögnum, troðfullum vopnuðum mönnum og maskínubyssum, og alt streymdi í áttina til Philadelphia. En hér og hvar urðu smáhópar eftir að skella i sundur fréttaþræðina og passa járnbrautirnar. , En þegar dagaði sáust flutnings- skipin og herskipin óvinanna þekja sjóinn og allur flotinn stefndi að landi upp, og þó að grunt væri við Iand þarna, komust smærri og létt- ari skipin upp að bryggjum og skip- uðu upp feiknum öllum af skotfær- um og stórum fallbyssum og sterk- um vögnuin undir byssurnar; en hermennirnir streymdu á land af hinum smærri bátum. Þetta gekk alt ákaflega fljótt, og áður en nokkurn varði héldu lest- irnar af stað, ein af annari, hlaðnar þessum stóru fallbyssum og mönn- um, og alt stefndi til Philadelphia. Bærinn Camden var á leiðinni, en hann var tekinn alveg fyrirhafnar- laust, og forvarðasveitir óvinanna tóku brúna yfir Delaware og alla ferjubátana. Philadelphia rænd. En hvar var nú landherinn? Vér settum alt vort traust til landhers- ins (The National Guard). En hann brást algjörlega og var svikum að kenna. — Snemma þennan morgun höfðu spæjarar í mestu ró og mak- indum farið inn í hvert , einasta vopnabúr um þvera Ameríku, frá Maine til Californíu. Þetta voru menn í larndhernum, og höfðu sem áreiðanlegir og trúverðugir borgar- ar aðgang að öllum vopnabúrum rikjanna. En í rauninni voru það alt launaðir spæjarar. Þeir settu sprengivélar magnaðar í hvert ein- asta vopnabúr, og svo undir morgun sprungu þær, um kl. 4, og öll vopna- búrin, svo að þar varð ekki eitt ein- asta nýtandi vopn eftir. En þegar óvinirnir komu til Cam- den, þá var tekið til að ryðja lest- irnar og setja upp fallbyssurnar á steyptum grjótpöllum, sem fyrir löngu höfðu verið búnir til i þessu skyni og hafðir til leikæfinga eða í grunna undir hús. En nú var bygg- ingunum svift af þeim og trölla- byssur látnar koma í staðinn, og á öllum þessum pöllum voru merktar al’stöður og fjarlægðir hinna og [ þessara staða eða bygginga, sem þessir menn höfðu búist við að skjóta á. Skothríðin byrjaði undireins. — Það var skotið á Philadelphiu. Og nú dundi tjfir þá fríðu borg sú voða- hríð, sern Bandarikjamenn aldrei hafði dreymt um. Sprengikúlurnar gjörðtt feykilega eyðileggingu. Fótgönguliðið fór að fara yfir ána og hélt inn í borg “bróðurkær- leikans”, sem svo var nefnd, en nú mátti heita borg “fjandmannahat- urs og heiftar”. Og þegar þangað kom, fóru þeir að ræna peninga- smiðjuna (mint) og helztu bankana. Sigurvegararnir sprengdu upp hvelf ingarnar, þar sem peningarnir voru geymdir, og sendu meira en billíón dollara út til herskipanna, sem lágu við Atlantic City, og biðu einmitt eftir þessu. Tekin Kew York. Snemma morguns þenna dag sást ský mikið í lofti frá New York og kom af sjó utan, og er nær kom sáu menn að þetta voru alt flugdrekar og stefndu yfir Sandy Hook; lækk- uðu þeir þá flugið og fóru í hringum og sendu niður sprengikúlur í hundraðatali, og voru þær svo magnaðar, að þær gjörsamlega eyði- lögðu þar öll virki og kastala, sem þar voru. Héldu þau svo norður og var þá farið að skjóta á drekana með hand- byssum, og varð af skaði nokkur; en samt sprengdu drekarnir upp Wadsworth kastala og herskip þau, er lágu í Brooklyn Navy Yard; en flutningsskipin, — sem drekarnir komu af — héldu inn á Jamaica víkina, fram hjá Hancock kastala, sem flugdrekarnir voru búnir að eyðileggja. Þá lentu og hersveitir nokkrar á Long Island og sóttu landmegin að Fort Hamilton. Nú hefði innrásarherinn léttilega getað komist landveg til New York. En þeir vissu, að engar sprengivél- ar voru á höfninni, og til þess að spara tímann, þá strikuðu herskip- in inn fjörðinn og fóru að skjóta á Manhattan. En þeir fóru öðruvísi að en í Philadelphia, því að hér skemdu þeir litið borgina. Óvinirn- ir sendu boð til borgarstjórans og annara í borgarstjórninni og buðu þeim friðarkosti. En þá voru þeir búnir að frétta, hvernig farið hafði i Philadelphia, og keyptu frið og grið af útlendingunum með því að borga þeim 3 billíónir dollara, sem þeir höfðu tekið úr féhirzlu ríkisins og bönkum borgarinnar. En á meðan þetta gjörðist, hafði meginherinn gengið á land i Jersey City og Hoboken, og tók þar þegar lestir og flutningsfæri öll og stefndi suður til Philadelphia, til að sam- einast félögum sínum þar, og hélt svo allur herinn suður þangað. óvinirnir koma til Washington. Næsta morgun komu þeir að út- jöðrum Washington borgar. Borgar- menn voru búnir að heyra voðatíð- indi þau, sem gjörst höfðu seinustu 24 klukkutimana á sjó og landi. En samt höfðu menn ekki búist við her- flokkum óvinanna svona fljótt. En rétt eftir að herinn var kom- inn að borginni, kom herforingi einn í alþýðumannafötum á motor- vagni inn í borgina og nam staðar frammi fyrir Hvítahúsinu. Kvaðst hann vera sendimaður frá óvina- hernum og vildi sjá forseta. Var honum fylgt þangað, sem forseti sat á ráðstefnu með ráðgjöfum sínum, þvi að hann hafði skyndilega kall- að þá saman, til að ráða úr hvað gjöra skyldi. Þegar sendimaðurinn kom inn til þeirra, sá hann fréttablöð breidd um borðið og mælti: “Eg sé það, herrar minir, að þér liafið lesið aukablöðin i morgun. Og óefað ætlið þér að fréttirnar séu stórkostlega ýktar. En eg vona, að þér trúið mér, er eg segi yður og fullvissa yður hátíðlega um, að hér er ekkert orðum aukið. Borg þessi er nú umkringd þrem megin, af 200,000 velæfðum hermönnum, og hefðum vér tæplega þurft svo marga. Herlið yðar, bæði hér og um öll Bandaríkin, stendur alt vopn- laust uppi. Þessar fáu þriggja þml. fallbyssur, sem eftir voru, voru eyði- Higðar fyrir hálfri stundu síðan.— Vér höfum hnitiniða^ vegalengdina til allra opinberra bygginga yðar og getum eyðilagt borgina og alt, sem í lienni er, hvenær sem vér viljum”. .. Washington lætur undan. En er hann sá, að sumir þeirra myndu vera vantrúaðir á þetta, þá mælti hann: “Viljið þér taka til einhverja byggingu, — hverja sem þér viljið til kjósa, og ef að hún stendur uppi óbrotin tíu mínútum eftir að eg hefi náð tali af aðalherstöðvum vorum, þá skal eg heita yður því, að vér skulum tafarlaust fara burtu með allan herinn”. Þeir töluðu stundarkorn saman og svo tók forseti Bandarikjanna til máls: “Til þess að komast hjá mann- tjóni, þá höfum vér kosið minning- arvarða Washingtons fyrir tilraun þessa”. Með leyfi þeirra tók komumaður næsta telefón áhaldið, bað um núm- er eitthvert i undirborgunum, og er hann vissi, að hinn rétti maður var í sambandi við hann, sagði hann þetta eina orð: Monument. Kú gripu allir til úranna. Og ekki voru sex minútur liðnar, þegar þeir heyrðu bresti mikla og sprengingar. Og rétt i þesstt kom skrifari einn hlaupandi inn og var óðamála og sagði: Við fréttum að minnisvarði Washingtons vœri eyðilagður!” Ráðgjafarnir voru sem steini lostnir; en foringinn sneri sér ró lega að þeim og mælti: “Eg vona, að þér séuð ánægðir, herrar minir! Og þá getum vér tek- ið til starfa! “Vér sjáum og skiljum það, að ef að þér getið fengið sex mánaða tíma, þá munduð þér geta komið á fót all-sæmilegum her, þó að þér munduð vera fátækir af skotfærum öllum. En þenna tíma eða frest tök- uin vér ekki i mál að gefa yður. Inn- an tveggja vikna höfum vér hér hálfa millón manna og annað eins á leiðinni. Vér getum farið sem logi yfir landið og látið eftir eyðilegg- ingu og dauða, og þessir smáhópar hermanna yðar geta enga mótstöðu veitt, sem nokkru nemi. Engin Ev- rópu þjóð vill hjálpa yður, þó að timi væri til. Hin eina hjálparvon fyrir yffttr er aff gjöra samninga við oss og gjöra þá fljótt. Skilmálarnir. En skilmálarnir eru þessir: Vér heimtum $2,000,000,000 í gulli undireins, og eina billíón á ári um óákveðinn tíma. Þér skuluð skuld- binda yður, að auka ekki her yðar é sjó eða landi, og banna að prenta nokkurn hlut um föðurlandsást (practical patriotism). En vér skilj- um hér eftir nægilegt herlið til þess að líta eftir því, að samningar þess- ir séu uppfyltir. Ef að eitthvað af skilmálum þessum er brotið, þá komum vér aftur, og sýnum þá enga miskunn”. Svo lagði hann á borðið hand- prentað eftirrit af skilmálunum, og hélt svo áfram: “Eg leyfi mér að stinga upp á, að þér gjörið þinginu þetta kunnugt, og gjörið út um það svo fljótt sem þér getið. Þér fáið að eins fimm slunda frest til þess að ráða af, hvað þér ætlið að gjöra”. Á þinginu. Þingið var kallað saman, báðar málstofurnar á sameiginlegan fund, og varð hann mörgum minnisstæð- ur, fundurinn sá. Menn skoruðu á hermálaráðgjaf- ann og sjóflotaráðgjafann, að skýra írá, hvað hægt væri að gjöra til þess að verja landið. Báðir .sögðu þeir hið sama með tárvot augu og grátstaf í kverkum, “að nú væri alt um seinan”. Smátt og smátt en ofur hægt og seint fór það að skýrast fyrir mönn- um, að landið væri algjörlega varn- arlaust. Alt var gagnlaust og þýð- ingarlaust. Þegjandi og þung lagð- ist örvæntingin yfir alla þá, sem inni voru í hinum mikla sal. Allra augu horfðu á klukkuna, — tíminn varð styttri og styttri. Engin yfirnáttúrleg undankoma var sjáan- leg. Þetta var óumflýjanlegt. Hinir hatursfullu skilmálar voru samþyklir. ..Að hálfum mánuði liðnum sigldi allur floti óvinanna burtu, nema varnarliðið, sem átti að gæta þess, að allir skilmálar væru haldnir. — Auðmjúk, niðurbeygð og sorgfull var þjóðin öll. Frelsi Bandarikj- anna var ekki lengur til, — útlendar þjóðir voru herrar og húsbændur þeirra. THE CANADA STANDARD LOAN CO, AJlnl Skrlfntofa, CVInolpef. $100 SKULDABRÉF SELD Tll þæginda þeim sem hafa tmá upp hæhir tll þess ati kaupa, sér i ha*. Upplýsingar og vaxtahlutfaH fst & skrifstofunnl. J. C. KYLE, rftVsmaVur 428 Mnln Street. WINNIPBO Þegar þú þarfnast bygginga efni eía eldivið D. D. Wood & Sons. ------------------Limited------------------- Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, . “Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.