Heimskringla


Heimskringla - 14.10.1915, Qupperneq 4

Heimskringla - 14.10.1915, Qupperneq 4
PA.S 4. HJSIMSKKIN GLA, WINNIPEG, 14. OKT. 1915. HEIMSKKINGLA. (Stofnutt 1SS6) Kemur út á hverjum fimtudegl. Útgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. Verl5 bla75sins I Canada og Bandaríkjunum $2.00 um áritS (fyrirfram borgati). Sent til lslands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rábsmanni blabsins. Póst e?5a banka ávís- anir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, Rábsmabur. Skrifstofa: 729 SHEHBIIOOKE STHEET, WINNIPEG. P. O. Box 3171 Talníml Garry 4110 Þakklætisdagurinn. Lk _______ Hann var á mánudaginn dagur- inn sem hér er kallaður “Thanks- giving day.” Vér vitum ekki hvort lslendingar hafa haidið hann eða hvort þeir nokkurn tíma halda hann. En lítils höfum vér orðið þess varir þá tíð, sem vér höfum verið í landi þessu. En ekki dylst oss það að margt mega þeir vera þakklátir fyrir sem hingað eru kom- nir ef að þeir hugsa út í það. Allur fjöldinn íslendinga hefur komist hér vel áfram í hundraða og þús- undatali hafa menn nú hér smærri og stærri bú sem hingað komu með tvær höndur tómar, börn þeirra og afkomendur hafa fengið hér tæki- færi sem þeir aidrei hefðu fengið, ef að feður og mæður þeirra hefðu heima setið og ]>að er undir sjálf- um þeim komið hvort þeir nota þau eða ekki og hvernig þeir nota þau. Vér viljum þó undanskilja kirkjur íslendinga hér sem innlendar. Prest- ar fiytja ræður yfir söfnuðum sín- um og minna þá á hvað þeim beri að þakka skai>aranum fyrir. Þetta er rétt og vel gjört af þeim en lítil sjáum vér áhrif þess á íslendinga. Þó að sumarið hafi verið kalt nokkuð þá hefur þó gróði jarðar verið meiri hér í Canada að minsta kosti, en nokkru sinni áður, sum- staðar þar sem jörð var reglulega vel unnin, og jarðvegur góður, fá- dæma uppskera, og vér þykjumst vita, að margur maðurinn hafi verið þakklátur fyrir þó að ekki hafi í hámæii farið. Svo er annað sem vér megum vera þakklátir fyrir en það er, að stríðið mikla hefir enn sem komið er ekki farið hér innan garða, og að ennþá blaktir hann uppi fáninn Breta og Frakka og Rússa er berjast á móti ofbeldismönnunum. Því að liugsa máttu menn ef að floti Breta hefði eyddur verið að búsytjar hefðu ver- ið gjörðarCanadamönnum og margt hefði þá öðruvísi verið í Canada nii. Og enginn maður með fuilu viti ætlum vér, að hefði óskað eftir því. V ér megum vera þakklátir fyrir að alda þessi er enn ekki hing- að komin. Hún kann að koma þó að seinna verði og það þó að þessi falli sem nú veltur yfir alla Evrópu. Vér megum vera ]>akklátir fyrir þjóðir þær sem nú standa á móti Þjóðverjum, fyrir alt, sein þær leggja I sölurnar, fyrir hundruð þúsiínd- irnar og miljónirnar sem nú leggja Iffið í sölurnar, líf og eignir fyrir menningu og borgaralegu frelsi manna. Og vér megum blygðast vor fyrir alla ]>á, sem öðruvfsi eru hugsandi. Ef að vér lítum til barna vorra og afkomenda þá mætti oss h'rylla við þeim dögum og þeim þrautum sem ]>eir yrðu að lifa ef að þýzkir vinna. Einlægt rísa upp fleiri og fleiri með ofbeidismönnum þessum og vér megum því vera þakkiátir fyrir að ]>að lýtur ]>ó nú svo út sem þýzk- ir og bandamenn þeirra séu farnir að linast og vér vonum að þeir verði á bak brotnir því fyrri því betur og að enginn ljái eyru fáráðlingum þeirn eða varmennum sem iiaida viija frain málum þeirra en níða niður þjóð ]>á sem þeir hafa til flúið og njóta lijá frelsis og griða og hagsmuna ailra, sem iandsins börn. Stjórnvizkan ljúgandi. Það er eins og hvíii einhver voða- legur lygaandi yfir mörguin stjórn- málaniönnum heimsins, — lygaandi, sem út gengur frá höfðingja lyg- anna og smýgur inn í sálir allra vina sinna, sein svo eru sinnaðir, að þeir haida opnum öllum hlerum og hurð- um hjarta síns og liuga fyrir þess- um virðulega og velmetna gesti. Fyrir iöngu síðan sóru Þjóðverj- ar með öðrum fleirum (1855), að Ilanir skyldu óáreittir og til eilífr- ar tíðar halda Slésvík og Holstein; tn tíu árum seinna voru þeir búnir að taka löndin af Dönum. Þeir sóru að halda uppi frelsi og sjáifstæði i I.uxemburg og Belgíu; en í byrjun stríðsins fóru þeir báli og brandi yfir lönd þessi. í byrjun slríðsins þóttust Tyrkir hvergi ætla nærri að koma. Búlgar- ar hafa um langa tima verið að semja við báða málsparta og einlægt verið elskulegir vinir þejrra, sem þeir töluðu við í það og það skiftið. En nú snúast þeir á móti Rússum, sem losuðu þá úr ánauð, og Bretum og Frökkum, sem voru vinir þeirra, og alt fram á síðustu stund iáta þeir sem þeir séu vinir Breta og Frakka, tn þó ljúgandi. Grikkr sóru Serb- um það fyrir tveimur árum, að þeir skyldu með þeim standa og með þeim berjast, ef að á þá væri ieitað; en nú lítur svo út, sem þeir ætli að rjúfa alla sina eiða. Sama gjiirðu Ilúmenar, og efað þjóðir þessar kunna að halda eiða sina, þá er ]>að ekki fyrir heitorðin eða svardag- ana, heldur fyrir ótta eða hagnaðar sakir. Vináttan, loforðin, eiðarnir eru einskis virði. En er þetta nú gott eftirdæmi til alþýðumannanna í hverju landi, hjá hvaða þjóð sem er í heimi þess- um? Og það eru furstarnir, konungarn- ir, ráðgjafarnir, stjórnmála speking- arnir, prófessorarnir, hinir tignu og göfugu menn, sem þarna standa efst- ir á blaði. Væri ekki mál, að lofa þeim að falla úr tigninni og láta liig- in ná jafnt yfir þá sem aðra? Eða hvað verður af heiminuin, ef þessu heldur áfram? Er ekki nóg af lyg- um og svikum og eiðrofum, þó að vér höfum ekki þessa háu menn til fyrirmyndar? Skýring. Carberry, 10. okt. 1915. Herra ritstjóri M. J. Skaptason! í tilefni af beiðni þinni í Heims- kringlu, útgefinni 30. f.m., til góðra nianna, er þér kynnu að vera fróð- ari uni hluttöku íslenzkra íþrótta- manna í Evrópu-stríðinu, vii eg hér með skýra þér frá, að 4 þeirra, er komist hafa til stríðsvallarins, þeir Jóel Péturssan, Pétur Jónasson, Kon- rúð Jónsson og Pétur fíreiðfjörð, teljast til þeirra, er þú nefnir glímu- menn og teljast til í]>róttafélagsins Sleipnir Winnipeg. Að vísu hafa 2 hinir fyrrnefndu eigi skrifað undir lög félagsns enn, því þeir voru komn ir til Englands, er þau voru lögð fram til undirskriftar; en báðir voru þeir áhugasamir starfsmenn flokks, er undirbjó þá félagsstofnun, en sökum fjærveru gátu eigi setið hinn eiginlega stofnfund. Eg skýri þér frá þessu samkvæmt beiðni þinni, en ekki vegna þess, að eg telji félaginu þar að nokkurn sóma, eða viðurkenni íslenzkum í- þróttafélögum bera nokkra skyldu til að senda fulltrúa (representa- tives) til þessa stríðs, enda fer eng- inn þeirra fjögra með umboð félags- ins. Virðingarfylst Guðm. Sigurjónsson. * #■ * ATHS.—Pað gleður oss að heyra, að fjörir af þeim íslendingum, sem farið hafa í stríðið, skuli hafa vcrið glímumenn, þó ekki hafi þeir ah'r verið skráðir hjá félaginu eða .skrif- að undir lög ]>ess. En niðurlag skýringar Guðm. Sig- urjónssonar fellur oss miklu ver; það eru dylgjur og þó ekki dylgjur; það er dróttanir og þó ekki. Það lítur út sem hin lélegasta og iubba- legasta aðferð til þess, að fá menn til að bera óhug til málstaðar þess, sem Bretar og Bandamenn eru að berjasf fyrir. bað er eins og íþrótta- félögin íslenzku standi svo hátt fyr- ir ofan þræla þessa, sein eru að berj- ast fyrir fósturjörðu sinni, frelsi og menningu heimsins, að þeir megi krjúpa á kné fyrir þeim. Umboð í- þróttafélagsins verað náttúrlega tek- in góð og gild um heim allan! -Vér oskum að maður þessi komi Iireint út. Ef að hugur hans og bjarta er með Þýzkum, þá segi hann það skýrt útl Og ef að honum er svo ant um Þjoðverja og illa við Breta, sem eins og angar út úr grein hans, — því fer hann þá ekki og berst með þeim, Þjóðverjunum, heldur en að sigla hér undir fölsku flaggi? Vér höfum ekkert á móti Þjóð- verja, sem kemur hreint og beint fram og segir, hvað hann er; en oss er æfinlega illa við það, þegar mei n eru hvorki hráir eða soðnir. Vér tókum fyrirspurnina i sak- Leysi og ætluðum engum ilt að gjöi-i1 ineð henni, og vér tókum svar þetta af því að fyrirspurnin var komiu áður, þó að það, sem með fylffdi, ætti annarsstaðar heima en í blaði voru. fíitstj. Jm fúa í girðingarstaurum. *$» Eftir II. F. Daníelsson. Orsök fúa í við eru sníkjusveppir, (parasitic fungi) sem, eins og kunn- ugt er, tilheyra lægstu tegund plantna. Þessir sveppir iíta út eins og iangar hárfínar rætur sem kvísl- ast inn allan viðinn og nærast þeir á efnum í viðnum og orsaka um leið sundurliðun efna, eða fúa. Eins og annað plöntulíf þarfnast þessar fíngerðu plöntur hita, lofts og vökva, til þess að geta þroskast og aukist. Þessi skiiyrði eru mis- munandi í hinum ýmsu viðarteg- undum, og sömuleiðis í mismun- andi jarðvegi og loftslagi. Þeim er fyrir mestu að hiti og raki sé rétt temprað, annars er þeim dauðinn vís. Sé hæfilega mikið af lofti og raka í rriold þar sem gyrðingar- staurar eru settir niður, fúna þeir fljótt. En sé moldin annaðhvort of þur eða of vot, og þétt svo að hún haldi litlu lofti í sér fúna þeir seint. Að þetta er þannig sannast af því að gyrðinga-staurar fúna fljótt Ein af elztu og beztu aðferðunum til að verja fúa, sem notaðar hafa verið í gamla daga, er sú, að svíða staurinn að utan. Þessi aðferð reyn- ist vel og endast girðingastaurar, sem eru vel þurkaðir og síðan sviðn- ir, í langan tíma, án þess að fúna. Sé vandað til verksins, mun ó- liætt að fullyrða, að þeir endast helmingi lengur séu þeir sviðnir, heldur en ef þeir evu ósviðnir. Þetta er vei skiljanlegt, þegar þess er gætt, að eldurinn þurkar ytra borð trésins og brennir upp sykur- efnin í því, sem annars er fæða plöntutegundanna. Það myndast því þétt, sem næst vatnsheld húð af kolaefni utan á trénu, sem ver það fúa. Reynt Hefir verið að mála girð- ingarstaura; þvo þá úr kalkblöndu, eða sósa þá í málmblöndu, svo sem blásteinsvatni. Reynast þær aðferð- ir gagnslitlar, nema helzt í þurrum jarðvegi. Þar reynist blásteinsvatn íiátin, sem notuð eru, mega vera tunnur eða kassar úr tré eða járni. Sé ílátið, sem olían er hituð í, úr tré, verður að leiða olíuna út yfir eldinn cftir tveggja þumlunga pípu, sem er í lögun eins og lykkja. Kemur önn- ur álman inn í olíuna niður við botn ílátsins, en hin liggur inn rétt undir yfirborði olíunnar. Þegar pipan hitnar í eldinum, myndar ol- ían hringrás í henni, þannig, að heita olían rennur frá eldinum eftir efri álmu lykkjunnar, en kalda olían, sem situr undir i ílátinu, rennur til eldsins eftir neðri álmunni. Þegar girðingarstaurar eru sósað- ir með Creosote, þá eru þeir látnir standa í olíunni svo djúpt, að þeir séu sósaðir 6 þuinlunga upp fyrir jörð. Vanalega er köld olía borin á efri partinn — það, sem ofanjarðar er — með bursta. Bezti vegurinn er, aðfinna út með tilraunum, hversu lengi skal hafa viðinn niðri í heitu og köldu baði. Skógarbelti ræktað til skjóls og sem efni í girðingarstaura. rétt við yfirborð jarðar þar sem loft, hiti og raki er í réttum hlutföllum. Aftur á móti fúna þeir seint neðar þar sem minna loft kemst að sök- um þéttleika leirsins eða vatns. Eins og kunnugt er fúnar viðurekki í vatni. Undirstöðu staurar undir London brúnni yfir ána Thames reyndust ófúnir eftir að hafa verið í vatninu svo hundruðum ára skifti. Ennfremur fanst nýlega mik- ÍS af eikartrjám á botni stöðu- vatns eins á Rússlandi sem ekki voru einuflgis ófúin heldur svo efnisgóð að þau eru notuð í dýrind- is húsmuni. Til þess að verja fúa reynum vér ekki að tempra loft eða hita. Það era aðeins tveir vegir opnir, að erja viðinn raka eða eitra efnin sem plöntulífið nærist á. Allar að, ferðir, sem mönnum eru kunn- ar, og sem notaðar hafa verið til þess að verja • viðinn fúa, — byggjast á annari eða báðuni þessum aðferðum. Nýjastu aðferðir liggja í því að fylla allar holur á yfirborði viðarins með vatnsheldu efni eftir að hann hefir verið þurk- aður vel, eða þá að eitra hann svo að ekkert líf geti þróast í honum. Sumar viðartegundir hafa, frá nátt- úrunnar hendi, þessi efni í sér fólg- in og fúna því seint eins og t.d. “Catalpa” og “Black Locust.” Sömu- leiðis fúna seinna tré sem lengi eru að vaxa vegna þess að viðurinn er þéttari og útilokar vatn frekar en linur viður. 1 flestum tilfellum er ljósleitur viður fúagjarnari heldur en dökkleitar viðurtegundir. Fyrirhafnar minnsta aðferð til að verja við fúa er sú að þurka hann vei, og þeirri aðferð verður að beita áður en nokkuð frekara er gert í Þessa átt. Grænn viður innibindur frá 20 til 50 prósent af vatni;. en veiþurkaður viður geymir i sér að eins 15 til 20 prósent vatns. Grænn viður hefir í sér fólgið nægilega mikið af vatni til þess að feygja hann, sé hann ekki þurkaður fijótt. En þorni viðurinn of fljótt, hættir honum við að verpast og springa; síðan hefir vatn greiða leið inn um sprungurnar. Girðingastaura ætti að afbirkja stuttu eftir að þeir eru höggnir, raða þeim síðan á staura á jiirðinni með 3—6 þumlunga millibili, og næstu röð þvers á þá fyrri, með sama milli bili milli stauranna, svo að nægiiegt loft geti leikið um þá. Bezt er að þekja með einhverju yfir hlaðann, svo að vatn renni ekki í hann, og mála endana á staurunum, svo að þeir þorni jafnfljótt bolnum og springi ekki. Staurarnir ættu að þorna á frá 6—12 mánuðum;'— þá fyrst má beita ýmsum aðferðum til þess að verja þá fúa. frekar vel; en í rökum jarðvegi þvæst það úr viðnum eftir stuttan tima. Xinc Chloride reynist betur, heldur en blásteinn. Nú á tíma er það alment viður- kent, að Creosote sé bezta meðalið til að verja fúa. Það er brún-græn olía, svo þykk að hún renni ekki ni-ma því að eins að hún sé hituð upp í 100 gráður á Fahrenheit. — Creosote er alment notað nú á tim- um á meðal bænda og sömuleiðis járnbrautarfélaga, til þess að verja girðingastólpa og járnbrautarbönd fúá. Tvær aðferðir eru notaðar til þess að sósa viðinn með þessari olíu. Önnur er sú, að pressa olíuna inn í viðinn með þrýstingi. Er þá við- urinn hafður í lokuðum hólfum. Pln ]>essi aðferð er að eins notuð þegar verkið er unnið í stórum stíl. Hin aðferðin er sú, að dýfa viðn- um i olíu, sem höfð er í einhverju íiáti, sem hægt er að hita hana í. Er sú aðfcrð alment notuð. Hún er þó ófullkomnari að þvi leyti, að ]>að ]>arf að nota betri oliu, sem er dýr- ari; en hún gufar minna upp, held- ur en billeg olía, i opnum ílátum, þegar hún er hituð, og reynist þess vegna drýgri. Þessi vanalega aðferð er aðallega í því fólgin, að sósa viðinn fyrst í heitri olíu og síðan í kaldri olíu. Eins og áður er tekið fram, verður viðurinn að vera vel þur áður en þetta er gjört. Viðurinn verður að vera mismunandi lengi í olíunni eft- ir tegundum; alt frá hálfum til þriggja klukkutíma. í þessu heita baði hitnar viður- inn og þenst út. Loft og vökvi eru brakin burt úr viðarholunum. Þessu næst er viðurinn tekinn úr þessu heita baði, sem er hér um bil 200 gr. Fahrenheit, og látinn niður í kalda olíu af sömu tegund; Þó þarf hún að vera nógu volg til að renna. Þegar viðurinn kólnar þannig, þéttist hann sniigglega. Við það stækka hólfin milli viðartægjanna og eru þau þá að mestu loftlaus. Af þessu leiðir, að olían pressast inn í þau með loft]>rýstingi. Það, hversu langt olían þrýstist þannig inn í við- inn, er að mestu komið undir því, hversu lengi viðurinn er látinn iiggja í heita baðinu. Það er að nokkru leyti komið undir tegund viðarins. Sumar tegundir þurfa lengri tíma, aðrar styttri. Bezt er að prófa þetta á þann hátt, að sósa bút og saga hann síðan í sundur. Sé rétt að farið, á olían að hafa gengið inn í viðinn hálfan þumlung. Sé viðurinn ekki vel af- birktur, varnar himnan undir berk- inum olíunni frá að ganga inn í liann. Það er hægra að ná þeirri himnu, sé viðurinn höggvinn að vorinu. Ash, Cottonwood og Poplar er vana- lega haft 30 mínútur í heitu baði og 40 mínútur í kftldu. Aftur er Jack Pine og fíed Oak haft 60 mínútur í heitu baði, en 30 mínútur i köldu. Það borgar sig bezt að sósa linan við. Fyrst og fremst er hann ekki eins dýr, og svo endist hann eins iengi eftir að han nhefir verið sós- aður eins og harðari og þéttari við- ur. Olia gengur ekki vel inn í þétt- an við, eða við, sem olía er í áður. Hún gengur t. d. ekki vel inn í Spruce eða Maple og borgar sig bezt að bera á þær tegundir með bursta, eða dýfa þeim að eins í olíu. Vana- lega er borin heit olía á þær tegund- ir tvisvar sinnum. Cedar, White Oak og Tamarac drekka vel í sig ol- íuna, en þær tegundir endast ekki lengur heldur en Poplar, Willow og Jack Pine, þegar ]>að er sósað. Það er því kostnaðarminna, að nota hin- ar síðastnefndu tegundir. Tafla, sem sýnir mismun á end- ing sósaðra og ósósaðra girðingar- staura: ósós- Sós- aðir.. aðir. Kostnaður við að byggja x Rod af girðingu. . . . .12 .12 Einn girðingarstaur . . . . Kostnaður við að sósa .08 .08 staurinn .00 .20 Ending Árlegur kostaður að með- 5 ár 20 ár altali .04 .02 Ariegur sparnaður . . . . .02 Árlegur sparnaður á girð- ing umhverfis eitt heim- ilisréttariand, 160 ekrur.. $12.80 Ofanskráð skýrsla er sett saman og bygð á margra ára nákvæmri reynslu í ríkinu Minnesota. Athugi menn þetta nákvæmlega, þá finna þeir, að mismunur á kostn- aði kemur mest fram í verkinu. — Það er með það eins og hvað annað, sem maður gjiirir: sé ekki vandað til þess, þá verður að gjöra sama verkið yfir aftur á fárra ára fresti. “Það skal vel vanda, sem lengi á að standa”. Önnur skýrsla þessu viðvíkjandi sýnir, að mílu iöng girðing, þar sem Cottonwood var notaður i stólpa, kostaði að meðaltali $14.40 á ári. En jafnlöng girðing með stólpum úr saina efni, sósuðum með Creosote, kostaði að meðaltali $5.28 á ári. Með því að sósa stólpana, spöruðust á tuttugu árum $182.40. Þetta er að eins eitt af mörgum dæmum sem sýna, hversu afarmikið menn geta sparað, með því að við- hafa hagsýni og vandvirkni í öilum verkum. Stórsummu af fé er kast- að á glæ hér í fylkinu árlega með því að nota ósósaða girðingar- staura úr lélegu efni. Viða hér í fylkinu eiga menn völ cinungis á linum og endingarlitlum viðartegundum. Það yrði óefað ó- dvrara, að kaupa vandaðri og end- ii.garbetri við langt að, heldur en að nota við, sem að eins endist stuttan tíma. En samkvæmt reynslu i Minnesota yrði lang kostnaðar- i-.inst, að rækta fljótvaxinn við heima f.vrir, eða nota það, sem fyrir liendi er, og sosa það með Creosote. Þess væri óskandi, að bændur fastákvæðu að gjöra að minsta kosti tiiraunir í þessa átt, áður en þeir sleppa þeim algjöriega úr huga sér. Löngu fyrirhugað. Þjóðverjar hugsa út herferðina gegn Frakklandi lönga áður en , hún var bgrjuð. Dr. William T. Hornaday er víð- kunnur dýrafræðingur og hefir sið- ustu nitján árin haft stjórn og um- sjá alla í New York Zoological Park. Hann ritar í Arniy and Navg Jour- nal í vetur og segir: Fyrir nokkru heimsótti mig yfir- foringi einn í her Bandaríkjanna. Hann var gamall vinur minn og höfð um við haft sömu sæng báðir í her- búðum Bandaríkjanna i hinum ó- bygðu Vesturfylkjum fyrir 30 árum síðan. Hann er maður sannsögull, eins og Lyman Abbott. Við fórum að tala um spænsk-ameríkanska stríð- ið, og sagði hann mér þá, hvernig Þjóðverjar hefðu hugsað sér að breyta við Ameríkumenn árið 1898, 16 árum áður en stríð þetta byrjaði. Saga vinar mins er á þessa leið: Við lok stríðsins milli Spánverja og Bandaríkjanna, var eg á leiðinni frá Santiago á Cuba til Bandaríkj- anna. Fór eg á skipinu “Santee” og skyldum við Icnda við Montauk Point. Á skipinu voru hermenn úr 9. herdeildinni, og eitthvað af sjálf- boðaliðinu frá Michigan, og nokkrar sveitir af fótgönguliði. Þar var einn- ig þýzkur herforingi (Militair At- tachee), greifi von Goetzen, sem var mesti vinur og félagi Þýzkalands- keisara. Það vildi svo til, að við lcntum í deilum á leiðinni, greifnn og eg út af Admiral Dewey og þýzka admirálnum í Manila. Mitt i deiium þessum milli okkar komst greifinn þannig að orði: “Eg get sagt yður nokkuð, sem þér gjarnan getið fest í minni. Eg er alveg óhræddur að segja yður það; því að þó að þér færuð að segja ein- hverjum frá því, þá myndi enginn maður trúa yður, en sjáifur yrðuð þér að athlægi. “Eitthvað uin fimtán árum frá þessum degi, byrjar föðurland mitt sitt stóra og mikla stríð. Þjóðverjar verða búnir að taka Parísarborg eitthvað tveimur mánuðum eftir að stríðið byrjar. En þessi ferð þeirra til Parísar verður að eins fyrsta skrefið til aðaltakmarksins: að eyði- ieggja England. Stríðið gengur eins- og klukka. Við verðum útbúnir að öllu; en aliir hinir (P'rakkar og Bretar) verða alveg óviðbúnir. “Get eg þessa af því, að það stend- ur i sambandi við yðar eígið land, Bandaríkin. Nokkrum mánuðum eftir að vér höfum lokið starfi voru í Evrópu, förum við og tökum New York og ef til vill Washington, og höldum borgum þessum nokkurn tíma. Við ætluin að sjá um, að Bandarikin komi í rétta afstöðu við Þýzkaland. Við ætlum ekki að taka neitt af iandinu; en vér verð- um að fá billíón dollara. eða meira frá New York og öðrum stórborg- um. Við tökum Monroe kenning- una í vorar eigin hendur, og höfum þá skipað yður þann sess, sem yður ber, og vér verðuin drotnar í Suður- Ameríku og gjörum þar það, sem okkur sýnist sjálfum. Mér er ekki illa við Bandarikin, falla þau vel i geð, — en vér erum neyddir til að ganga vora eigin götu. “Gleymið þessu nú ekki, en minn- ist þessa að 15 árum liðnum, — þér hafið þá gaman af rifja það upp”. Greifi von Goetzen var persónu- legur vinur keisarans og var síðar sendur í áríðandi erindagjörðum til Kína. Hann dó eitthvað ári áður en stríð þetta byrjaði. Kona hans var ameríkönsk. En hér er nú spádómur minn, — segir Hornaday: Ef að Þjóðverjar vinna sigur í slríði ]>essu við Bandamenn Evrópu, þá munu þeir heimta feykilegar skaðabætur af Bandaríkjunum fyrir það, að vér höfum selt vopn og skot- fa;ri til óvina þeirra, og — Banda- ríkin megatil að borga —, ef ver á ekki að fara. Hann hefir verið furðulega rcttur l>essi spádómur Goetzens, — hvað Frakkland snerti. Hitt gat hann ekki fyrirséð, að Belgar myndu spyrna á móti, eða að Bretar myndu óðara skerast í leikinn. Hvorugt þetta hef- ir verið tekið með í íeikninginn, og ekki það heldur, að Serbar myndu berja af sér fyrstu hríðarnar Aust- urríkismanna.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.