Heimskringla - 14.10.1915, Page 5

Heimskringla - 14.10.1915, Page 5
WINNIPEG, 14. OKT. 1915. HEIMSKRINGLA. rsLS. 5 Fréttir frá Stríðinu. Á Frakklandi og í Flandem. Eftir áð Bretar tóku Loos um dag- inn og skotgrafir þar i kringum Loos og viðar, þá sárnaði víst Þýzkum að þurfa að liggja undir Bretanum, sem þeir telja allra kvikinda argasta. — Þeir fóru að reyna að ná þessu aft- ur, sem þeir höfðu tapað, og má heita að ekki hafi liðið dagur siðan, að þeir ekki hafi reynt það. Þeir hafa gjört hvert áhlaupið á eftir öðru, með löngum stórskota- og sprengikúlnahríðum a undan hverju áhlaupi, og svo hafa þeir stokkið fram í þéttum skörum, ein röðin eft- ir aðra, til að reyna hrekja þessa “brezku hunda”, sem þeir kalla; en hvolpar þeir hafa beðið og kúlur þeirra smjúga gegnum Þjóðverjana, og ein röðin eftir aðra hefir legið þar eftir af Þjóðverjum og ónáða Breta aldrei framar, og mjög sjaldan hafa þeir komist að skotgröfuin Bretanna. Alveg hið sama hefir gengið á Frakklandi. Frakkar náðu þar öllu meira stykki, í Argonne hæðunum, vestur af kastalanum Verdun, og þeir hafa verið að smábæta við, nærri á hverjum degi. Þýzkir hafa stokkið á þá, hvað eftir annað. En þarna hefir mannfall Þjóðverjanna verið ennþá meira en á móti Bret- um. En aldrei hafa Frakkar fremur en Bretar getað brotið verulegt hlið á hergarðinn þýzka; þeir taka oft og víða fremstu röðina af skotgröf- unum og stundum aðra; en þá eru skotin farin að dynja á þá frá þrem- ur hliðum, og þegar skothriðar þess- ar eru sem haglskúrir þéttar, þá get- ur engin hersveit eða flokkur staðist það. Mennirnir hrynja niður, sem strá fellur fyrir sláttuvél. Og lítið gagn er að dauðum mönnnum. Þeir geta því ekki farið inn á milli óvn- anna, nema það sé ó stóru svæði, 20—30 milna svæði, og er þó hart ó þeim, sem eru til beggja enda. Þýzkir famir að linast austurfrá. Á Rússlandi er eins og Þýzkir séu farnir að linast. Þeir komast hvergi áfram. Og eiginlega allstaðar hrekj- ast þeir nú undan Rússum, nema nyrzt við Dvinsk, þar sem Hinden- burg gainli er. Þeir hafa ekki náð Itiga ennþá; ekki komist að fljótinu Dvina nema á stöku stað, og þá ver- ið reknir þaðan jafnharðan aftur. Járnbrautirnar og smóbæjirnir vest- ur af Dvinsk skifta um húsbændur annanhvern dag. Nái Þýzkir þeim, hrekja Rússar þá burtu með áhlaupi næsta dag eða nótt. Þýzkir liggja þar eftir í hrúgum, því að ekki fara beir nema nauðugir; en þá kemur hálfu stærri herdeild næsta dag og tekur rústirnar eða grafirnar aftur. Sunnar í Pinsk flóunum má heita að alt sé á floti og blautt og forugt er nú á öllum þessum hinum eystra hergarði. En þarna í flóunum virð- ist garðurinn þunnur hjá Þýzkum; þvi að Kósakkasveitir Rússa eru þar á ferðinni hér og hvar á bak við her Þjóðverja og gjöra þeim skráveifur miklar: taka vistir á flutningi, heil- ar lestirnar, og smáflokka, hvar sem þeir ná þeim. Þeir eru svo djarfir, að þeir fara alla leið vestur undir Vilna. Þjóðverjum er afariila við þó og kalla þá “fenja-úlfana”. Sunnan við flóana hafa Þýzkir lát ið meira undan en að norðan og eru einlægt að missa smáflokka, eitt og tvö þúsund, sem Rússar taka fangna, og oft hrekja Rússar þá úr bæjum og borgum. En syðst á línu þessari, suður i Bukóvína, suður undir Kar- patha fjöllum, eru Þýzkir að draga saman allmikið lið, einar 600,000 eða meira, og hafa Rússar nákvæmar Fremst að Hremleika Fínast á bragðiS Kluntakt nS Gœtium. 1 merkur etia pott hylkjum. Til kaups hjá verzlunarmanni þínum et5a rakleitt frá E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg gætur á þeim og safna liði á móti. Þeir vita eki, hvort þeir muni halda þessu aukaliði suður í Bessarabíu, austan við Rúmaníu, milli fljótanna Prnth og Dnester, sem bæði renna suður i Svartahaf, — eða þá að þeir ætli að ráðast á Rúmaníu eða suður yfir Dóná til liðs við Búlgaríu og Þjóðverja þar. Ákafir bardagar í Alpafjöllum. Á Italíu berjast þeir uppi í skörð- um og á tindum Alpafjallanna; ítal- ir ekki búnir að ná ennþá borginni Trent, norður af Po-dalnum, og ekki Görz eða Goritza, austan við Isonzo ána. En einlægt herðir að báðum þessum borgum. Aldrei tapa ítalir neinu sem þeir ná. Eru nú hriðar og snjóar í Alpafjöllum og kuldaverk að berjast þar við ský uppi. Hið fyrsta, sem Italir taka þar, eru tindarnir, og velta þeir oft skriðum heilum of- an á óvini sína. ískyggilegasta útlitið. En það sem verst er og ískyggi- legast nú er áhlaupið Þjóðverja ó Serba, og það að Búlgarar eru að fara af stað með Þjóðverjum. En bæði Grikkir og Rúmenar á báðum áttum með hvorpin þeir skuli vera, og myndu undireins snúast með þeim, sem betur mætti, ef óhapp eða sigur kæmi fyrir aðra hvora. Loksins kom hún herferðin á þá Serbana. Hún átti að koma i vor og þá hefði hún verið ennþá hættulegri en nú. En þó komu Italir út og réð- ust á móti erfðaféndutn sínum og kúgurum gömlum, Austurrikismönn- um. Austurrikismenn urðu því að snúast við þeim ojg gátu þvi ekki sent neitt lið að marki til Serbíu. En Yilhjálmur vildi komast ein- hversstaðar fram. Hann komst livergi áfram á vesturkantinum. — Hann gat náð Pólen, Kúrlandi og Lithaníu af Rússum; en jieir voru engu linari að berjast eftir seinasta bardagann en hinn fyrsta. Þeir gátu tapað 100 þúsundum manna, hvað eftir annað og cinlægt liaft nóga menn. Hann vildi því fara suður, \aða yfir Serbiu, reisa við Tyrki i Miklagarði og reka Frakka og Breta frá Hellusundi. Svo ætlaði hann þar næst með hálfa eða heila millión suður Litlu-Asíu og Sýrland og Gyð- mgaland og vaða yfir alt Egypta- land. Þó, sagði hann við vini sina, að lokið væri veldi Breta á Indlandi. Þá var öll Vestur-Asía og Afríka á lians valdi. Þessu til sönnunar er það, að kona úr Bandaríkunum er nýkomin frá Berlín, og segir hún að Vilhjálmur liafi sent 400,000 Þjóðverja suður; þeir áttu að fá annað eins af Austur- ríkismönnum og ráðast fyrst á Serb- aiia og vinna þá með styrk Búlgara, og sópa svo skagann við sundin, en halda síðan til Egyptalands. Þeir komu og réðust jafnt á öll landamæri Serba að norðan, en Austurríkismenn að vestan. Landa- mærin fylgja ánum Drina að vestan. þangað til hún fellur í Save á norð- urhorni Serbíu; þá fylgir Save landamærunum, þar til hún fellur i Dóná, sem ræður merkjum alt til Orsova. En þá tekur við Rúmanía að norðan og Búlgaría að sunnan við Dóná. Þarna réðust nú Þýzkir yfir árnar þessar. Þeir komu jafnt á alla lín- una og komust yfir ár þessar á mörgum stöðum. Yfir Save fóru þeir við Yarah og Progarska og Zabrez og Cigaulia, og yfir Dóná fóru þeir skamt frá Belgrad og á tveimur eða þremur stöðum austan við Semen- dría. Þeir náðu þar viða fótfestu á bökkum ánna; en Serbar tóku samt hraustlega ó móti. Og feykilegt mann tjón urðu Þýzkir að þola við yfir- förina. Hvað eftir annað brutu Serbar báta-brýrnar, er þeir bygðu yfir árnar og sukku þá langar lestir Þjóðverja í fljótin. En brýr þessar eru þannig gjörðar, að segjum 100 til 200 bátar eru lagðir hlið við hlið, þvert yfir fljótið og liggur hver við akkeri og borð við borð; ofan á bát- ana eru svo lögð langtré og svo plankar þvert yfir. Fara menn svo þarna yfir gangandi, ríðandi og keyrandi. — Þessar brýr sprengdu Serbar hvað eftir annað, en Þýzkir hygðu þá nýjar eða bættu i skörðin. En þó að þeir kæmust yfir um all- víða, ])á tóku Serbar svo á móti þeim að þeir hröktu þá út í fljótin aftur og skutu þá á sundinu, sem ekki druknuðu. En þeir hinna Þýzku, sem gátu haldist á suðurbökkunum, komust ekkert af bökkunum, því að Serbar voru þar allstaðar fyrir ofan. Þeir hafa búið um sig á hæðunum Ekkert eins gott og nýtt heima- tilbúið brauð úr PURIty FL'OUR “More Bread and Better Bread ” og i fjöllunum. Aðallega er Serbia einn stór dalur, og rennur áin Mor- ava eftir miðjum dalnum að sunnan og nærri beint norður i Dóná nokk- uð austan við Belgrad. Þarna ætluðu Þýzkir að fylkja ó- slitinni, margfaldri fylkingu þvert yfir landið og sópa það svo frá norðri til suðurs. En Búlgarar áttu að mæta þeim að austan og koma að baki Serbum. Hefði þar verið ófag- ur leikur og getur enn orðið. — En Bandamenn vissu um ráð þessi og voru farnir að lenda mönnum við Saloniku og sendu þá jafnharðan norður í landið. Suðurhluti Serbíu er að eins 50 milur norður af Salon- iku. Toku Serbar þeim tveim hönd- um og stráðu blómum á götu þeirra, en þeir tóku sér sumir að minsta kosti stöðvar sunnan til í Serbiu, andspænis Kustendil og Sophia, þar sem Búlgarar hafa verið að draga saman her sinn til þess að ráðast inn á Serbíu. Svo eru Rússar með Svartahafs- flota sinn komnir til Varna, sem er herskipahöfn góð og kastali Búlgara við Svartahaf. Fá Búlgarar þar víst eitthvað að gjöra. En þangað ætluðu Tyrkir að senda lið til hjálpar Rúlgörum. — Sagt er, að Vilhjálmur hafi heitið Búlgörum Miklagarði og öllu ríki Tyrkja i Evrópu og allri Serbíu. En Tyrkjum ætlar hann að bæta það upp með Egyptalandi. — Ilann er óspar á að farga löndum og ríkjum, sem liann á ekki. Grikkir eru að nudda um það, að Bandamenn hafi i óleyfi sent her á land hlutlausrar þjóðar; en þó er þetta alt gjört til þess að hjálpa þeim. Búlgarar setja upp helgisvip og segja, að Bandamenn gjöri nú hið sama, sem þeir sökuðu Þjóðverja um; en geta þess ekki, að Venizelos ráðaneytið var búið að samþykkja þetta, áður en Konstantín konungur kom til og Venizelos varð að segja af sér. Nikulás sækir fram. Sunnan við Kákasus löndin sækir Nikulás stórhertogi fram, bæði í Ar- meníu og meðfram Norður-Persiu og suður á leið til Eufrats dalsins; eru þar lönd Tyrkja. En sunnan fra Persaflóanum halda Bretar upp eft- ir ánum Eufrat og Tigris og með- fram bökkum þeirra. Voru Tyrkir þar á flótta upp til Bagdad þegar síðast fréttist. Er ekki ólíklegt, að þeir ætli að taka höndum saman mcð tímanum. Fara þau þá að fækka liornin, sem T.vrkir geta i flúið, ef þetta verður, því þarna er bezti hluti landa þeirra. Þarna voru lönd- in einu sinni svo auðug, að þau voru forðabúr allra nærliggjandi landa og rikja og þarna bjuggu áðurr fyrri hinar voldugustu þjóðir heimsins, þó að nú sé það alt horfið. Seinustu fréttir frá stríðinu. Sagt er að þrír fjórðu hlutar af liöfuðborginni Belgrad í Serbíu séu í rústum og er þar barist ennþá. Segja fregnir, að þar hafi 150,000 Þjóðverja og Austurríkismanna komist yfir Dóná, en þó með mann- falli miklu. Búið að skella sundur telefón þráðinn frá Belgrad til Nish, sem er nú höfuðborg Serba, einum 100 mílurn sunnar við Morava. — Þýzkir reyna að ná Loos aftur af Bretum og gjöra hvert áhlaupið af öðru, en verða frá að liverfa og tapa 8000 manns. — Dylgjur um upphlaup af hálfu Sósíalista á Þýzkalandi; en vara- samt að trúa slíku. Þeir geta ekki gjört upphlaup; þeir verða skotnir niður i hundrað þúsundatali, ef þeir reyna það, meðan herinn ræður öllu. En hart er þar orðið i ár. Syk- urpund 75c, smjör 60c og kjöt í af- arverði. Kvíða menn sulti og hung- urdauða, ef þessu heldur áfram. Og nú eru neðansjávarbátar Breta farn- ir að sökkva verzlunarskipum Þjóð- verja á Eystrasalti, meðfram strönd- um Þýzkalands. Er ekki óliklegt, að það fari i vöxt. — Grkkjakonungur er sagður siúkur. — Tyrkir hóta, að fara eins með Grikki sem Armeníumenn. — Búlgarar sprengja upp járn- brautarbrú norður af Saloniku, til þess að tefja fyrir liði Bandainanna a leiðinni til Serba. 14000 herinenn lenda á hverjum degi í Saloniku. — Má vera, að Búlgarar fái launaða brúarsprenginguna. — Búlgarar komnir af stað. Ráð- ast austantil á Serbíu, frá Kustendil og stefna á Nish, sem nú er höfuð- horg Serba. Það var á mánudags- nóttina, sem þeir lögðu af stað og réðust þá á Kniashevatz, og fregn frá Lundúnum segir, að þeir hafi stefnt til Vlasina; en á báðum stöð- um hafi þeir verið barðir aftur, og munu Bandamenn hafa þar nær- staddir verið, þó að sumar fregnir segi, að það hafi verið Serbar, sem hafi hrundið þeim af höndum sér. — Talið er áreiðanlegt, að Rúm- enar verði með Bandamönnuin. Seg- ir hinn fyrverandi stjórnarformaður þeirra, Take Jonescu, að þeir geti ekki komist hjá að lenda i striðinu, og hann skuli gjöra alt sem hann geti til þess, að þeir fari með Banda- mönnum; enda sé það vilji allrar þjóðarinnar. Jonescu hefir verið talinn mesti maður Rúmena. — Sagt er að ftalir séu um það að ná Goritzia (á þýzku Görtz), 22 míl- ur norður af Trieste. Hún var talin óvinnandi. Einnig herða ítalir árás á Tolmino, norðar nokkuð uppi í fjöllunum. — Rússar halda nú vel hlut sín- um og eru nú farnir að segja: “A- fram! til Berlin!’’ Það er sagt, að þeir hafi unnið sigur allmikinn við Stripa í Galizíu og brotið þar garð Þjóðverja. Og norðurfrá, við borg- ina Dvinsk, gengur Hindenburg ekk- ert. Ferdinand í Búlgaríu. Þegar Ferdinand Búlgaríukeisari fór að láta i ljósi það, sem lengi hafði verið undirbúið, að hann ætl- aði að vera með Vilhjálmi keisara, en móti Bandamönnum, þá fór að verða ókyrt á þingi Búlgara, þvi að mikill hluti ])jóðarinnar er með Rússum og Bretum. Þeir eiga Rúss- um frelsi sitt að þakka frá 1878 og siðást 1908, þegar þeir losnuðu alveg við yfirráð Tyrkjanna. En höfðingi þeirra er þýzkur og þýzksinnaður og tvöfaldur, — einn af þeim, sem hefir tungur tvær og þykist vera með báðum málspörtum, þegar tveir eru. Á þinginu var mikill flokkur á móti öllum þessum ráðagjörðum konungs, og voru foringjar helztir þessir: Geshoff, Daneff, Malinoff, Zanhoff og Stambullivski. Þessir all- ir voru andvígir konungi og Rados- lavoff ráðgjafa hans. Þeir komu á fund konungs og vildu reyna að snúa honum frá þvi, að ráðast á Serba og koma til hjálp- ar við Þjóðverja, er þeir færu að brjota undir sig Serba og koma til liðs við Tyrki í Miklagarði. Ferdin- and veitti þeim áheyrn og var með honum sonur hans krónprinsinn. Fyrstur talaði Malinoff, foringi lýðveldismanna, og mælti hann á þessa leið: “Stjórnmálastefna sú, er þér fylg- ið, herra! er hættuleg og miðar til þess, að fleygja oss í fangið á Þjóð- verjum og reka oss til þess að ráðast á Serba, eða vera hlutlausa — eftir cskum Þjóðverja. En stefna þessi er andstæð vilja allrar þjóðarinnar og \elferð landsins. Og ef að henni erður haldið frain, eins og nú er byrjað, þa hljóta að verða óeirðir og uppþot í landinu. Og af þessum ástæðum og er vér höfum árangurs- laust skorað á stjórnina, þá óskum vér nú, að yðar hátign kalli þingið tafarlaust saman. Ennfremur óskum vér, að þér myndið nýja stjórn af öllum flokkum, svo að hún sjái til, að landið eða stjórnin hlaupi ekki út í ókleyfar ófærur”. Konungur hlustaði þegjandi á og svaraði engu. Siðan kvaddi hann Stambullivski til að tala. Hann er fyrir bændaflokknum; er maður hlátt áfram, óheflaður en einarður, og er i miklum metum hjá bændun- um; enda er hann sjálfur bóndi eins og þeir. Reis hann upp og mælti ó- hikað og skörulega: “í nafni allra þeirra, sem á ökr- unum vinna i Búlgaríu, vil eg bæta nokkrum orðum við það, er embætt- isbróðir ininn, Malinoff, sagði; en það er: Að þjóðin telur yður, herra, persónulega ábyrgðarfullan, miklu frenjur en stjórn yðar, fyrir óförun- um 1913. Og ef að eins eða álika færi nú aftur, þá er það meira en svo, að hægt verði að ráða bót á því. Og ábyrgðin hvilir á stjórnar- stefnu yðar, sem er andstæð velferð þjóðarinnar, og þá mun það ekki bregðast, að þjóðin kalli yður til reikningsskapar sjálfan”. Konungur þagði, en snöri sér að Zanoff og bað hann að tala. Hann er foringi svæsnustu umbótamann- anna. Hann mælti og horfði fast í augu konungs, en konungur sagði ekkert en hlustaði: * “Herra! Eg var búinn að sverja það, að eg skyldi ekki stíga fótum minum í höll yðar framar, og þó að eg sé nú hér kominn, þá er það al- gjörlega landsins vegna. Skyldan við föðurland mitt er mér helgari en alt annað. En það, sem eg hefi að segja yður, má alt lesa i skjali þessu, sem eg nú sel yður í hendur í nafni flokks míns”. Skjalið var samhljóða því, er Stambullivski sagði, og las konung- ur það þegjandi. “Nú eruð þér næstur, herra Ges- hoff, mælti konungur. Geshoff tók til máls: “Yðar hátign, eg er fyllilega sam- þykkur öllu því, er Stambullivski sagði. Allir vér, sem eruin i and- stæðingaflokki stjórnarinnar, álít- u mstefnu yðar til niðurdreps og bölvunar fyrir land og Iýð, og ef vér eigum að rekast með Þjóðverj- um, þá konium&t vér í fjandskap við Rússa, sem frelsuðu oss úr ánauð Tyrkjanna, og þetta hættuspil verð- ur eyðilegging vor um ókoinna tíma. Vér erum gjörsamlega á móti stefnu þessari og heimtum að þingið (Sob- ranje) sé kallað saman og ráðgjafar Members of tlie Commercial Edueators’ Association E. J. O'Sullivan, M- A. Pres. Iv/Jvyv/PZTG £STA BL/SMEO Stærsti verzlunarskóli í Canada. Býr fólk undir einkaskrifara stöðu, kennir bókhald, hrað- ritun, vélritun og að selja vörur Fékk hæstu ver'ðlaun á heimssýningunni. Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, eink- um kennarar. öllum nemendum sem það eiga skilið, hjálpað til að fá atvinnu. Skrifið, komið eða fónið Main 45 eftir ókeypis verðlista með myndum. THE WINNIPEG BUSINESS COLLEGE 222 Portage Ave...Cor. Fort Street. Enginn kandídat atvinnulaus. kvaddir til stjórnar af öllum flokk- um”. Á eftir Geshoff kom M. Daneff, og sagði hann hið sama, og var þeim alveg samþykkur, sem á undan höfðu talað. Konungur þagði nú um stund; en reis svo upp og mælti: “Herrar mínir! Eg hefi hlustað á liotanir yðar og skal gjöra þær kunn ar æðsta ráðgjafa minum, en hann mun ráða. livað gjöra skuli”. Gekk svo konungur um gólfið um stund fram og aftur, með hniklaðar hrýr og krepta hnefa. Svo gekk lií.nn til Zanoff og fór að spyrja hann um uppskeruna. En Zanoff irælti: “Yðar hátign veit það vel, að við komum ekki hingað til þess, að tala um uppskeruna, heldur alt annað, sem er iniklu meira áriðandi, nefni- lega: stjórnarstefnu yðar hátignar, sem er á góðum vegi að eyðileggja alt landið. Vér getum ekki tekið i mál, að halda fram stjórnarstefnu, sem er þvert á móti vilja Rússa. Og ef að stjórnin og Radoslavoff halda henni fram, þá viljum vér enga á- byrgð af þvi hafa. Vér förum ekki að grafast eftir, hverjir voru ábyrgðar- fullir fyrir ófarirnar. 1913. Þær ó- farir stöfuðu af glæpsamlegri flónsku. Þetta iná ekki endurtakast aftur. Það væri glæpur, að ráðast ’i Serba, eins og Radoslavoff hefir í huga, og alt bendir á, að þér, herra! séuð hjartanlega samþykkur, og — liann ætti að fá hegningu fyrir”. Konungur hikaði við litla stund, en tók svo í hönd Zanoffs og sagði: “Það er gott. Eg þakka yður fyr- ir hreinskilnina, Zanoff!” Siðan gekk konungur til Stam- bullivski og fór að spyrja hann um uppskeruna. Stambullivski var bóndi góður og hálfbeit á agnið í fyrstu; en fór svo að biðja konung, að reyna að fá Radoslavoff til, að afnema toll á að- fluttum korntegundum. En svo átt- aði hann sig og mælti: “En nú er ekki timi til að tala um slíka hluti. Eg verð að endurtaka það við yðar hátign, að þjóðin þolir ekki, að lagt sé út í annað eins liættuspil og 1913. Vér héldum, að ]>ér væruð mikill stjórnmálainaður, en nú höfum vér séð og reynt af- leiðingarnar af stefnu yðar. Þér hafið notað allar holurnar i stjórn- arskránni til þess að ná stjórnar- taumunum alveg i yðar hendur. — Ráðgjafar yðar eru þýðingarlausir, Þér einir eruð höfundur stefnu ])essarar, og þér einir berið ábyrgð ina fyrir hana”. Tók þá konungur til máls kulda- lega: “Stefna sú, sem eg liefi afráðið að fylgja, er sú, sem eg álit réttasta og affarabezta fyrir land og þjóð”. i “Það er stefna sú, sem hlýtur að fá illan enda”, mælti bóndi. “Hún hlýtur að verða til eyðileggingar ekki einungis fyrir land og ])jóð, — heldur konungstign yðar og ætt- tlokks yðar, og kostar yður ef til vill höfuðið”. Konungur horfði á hann um stund og mælti: “Hirðið eigi um höfuð mitt, það er gamalt orðið. Hugsið heldur um eigið höfuð yðar”, og brosti svo kuldalega um leið og hann sneri sér lrá honum. En Stambullivski svar- aði: “Litlu skiftir um höfuð mitt, herra! og meira liugsa cg um land mitt og þjóð”. Siðan snöri konungur sér við og fór með þá út i horn í salnum Ges- hoff og Zanoff og talaði þar við þá nokkrar minútur. Þeir kröfðust þess enn á ný báðir, að konungur kallaði samnn þingið, og sýndu kon- ungi fram á, að Radoslavoff væri í minnihluta. F.n konungur var æstur rokkuð eftir samtalið við Stambull- ivski. Þeir sögðu konungi, að Stam- bullivski hefði verið svona harður, af þvi að hann hefði verið nýbúinn af tala við stjórnarformanninn Radoslavoff. “Hvað sagði Radoslavoff hon- um?” spurði konungur. “Hann sagðist vera einráðinn í þvi, að Búlgarar gengju þegar í lið ineð Þjóðverjum og réðust á Serba tafarlaust’. Konungur lét, sem þetta kæmi sér á-óvart og mælti: “Ekki vissi eg það”. Svo kvaddi hann þá og fór burtu þaðan með krónprinsinum og skrif- aranum. ™§ DOMINION BANK Hornl Notre Dome og Sherbrooke Street. Htffubstöll nppb.. . Varasjöður ........ Allar elgnir....... ......«6.000.000 ...... «7,000.000 ......«78,000,000 Vér óskum eftlr vi'Bsklftum vera- lunarmanna og ábyrgrjumst atl gefa þeim fullnœgju. Sparisjótisdeild vor er sú stærsta sem nokkur banki hef- ir í borginni. fbúendur þessa hluta borgarinnar óska aó skifta vit5 stofnum sem þeir vita at5 er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutleika. Byrjib spari innlegg fyrir sjálfa yóur, konu og börn. W. M. HAMILT0N, RáSsmaður PHONE GARHY 3450 Brúkat5ar saumavélar met5 hæfi- legu vert5i; nýjar Singer vélar, fyrir peninga út í hönd et5a til leigu. Partar í allar tegundir af vélum; atJgjörtS á öllum tegundum af Phon- ographs á mjög lágu vert5i. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega *'agentaM og verksmala. CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCIL—PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. Winnipeg Ein persóna (fyrir daginn), $1.60 Herbergi, kveld og morgunvert5ur, $1.26. Máltít5ir, 36c. Herbergl, ein persóna, 60c. Fyrirtak í alla statll, ágæt vínsölustofa 1 sambandi. Talefml Garry 2252 R0YAL 0AK H0TEL Chaa. GuNtafnnon, elgaadl Sérstakur sunnudags mit5dagsver9- ur. Vín og vindlar á bortVum frá klukkan eltt tll þrjú e.h. og frá aex til átta at5 kveldinu. 283 MAHKET STRERT, WINNIPBG Hospital Pharmacy Lyfjabúðin sem ber af öllum öörum. — Komið og skoðið okkar nm- ferðar bókasafn; mjög ódi/rt — Einnig seljum við peninga- ávisanir, seljum fríinerki og gegnum öðrum pósthússtörf- um. 818 NOTRE DAME AVENUE Phone G. 5670-4474 Golumbia Grain Co., Limited 242 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupum hveiti og aðra komvöru, gefum hxsta verð og ábyrgjumst áreiðanleg viðskifti Skrifaðu eftir upplýsingum. TELEPHONE MAIN 1433.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.