Heimskringla - 14.10.1915, Síða 6

Heimskringla - 14.10.1915, Síða 6
BI-S. 6 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 14. OKT. 1915. —Hver var hán?— Eldur reiðinnar logaði í augum Eddu, um leið og hún talaði þessi hörðu orð; en þau höfðu sin áhrif á Upham. Hann kvaldist af löngun til þess að spyrja Nesbit, og að komast að leyndarmálinu, sem umkringdi Eddu, og fá sönnun fyrir grun sínum um sambandið, sem ætti sér stað milli hennar og ungfrú Powys; en orð Eddu öftruðu honum. Hvaða gagn gátu uppgötv- anir gjört honum, ef Edda hataði hann og fyrirliti? Hann elskaði ungu stúlkuna, og áform hans var, að sigra hana og giftast henni, — þrátt fyrir það, að hún hafði neitað honum; og þess vegna komst hann nú að þeirri niðurstöðu, að það yrði slæmt fyrir sig að móðga hana. Auk þess — og þessi skoðun hafði ekki minni áhrif en hin —, mundi Edda ekki láta hann vera ein- an hjá Nesbit eitt augnblik, og í nærveru hennar gæti hann ekki spurt þenna ókunna mann. ‘Það er betra, að hafa gætur á, þegar þau hittast næst’, hugsaði hann. ‘Það verður bezt að elta hann heim til hans, og heimsækja hann þar með leynd. Eg má engan grun vekja hjá Eddu, og þá verður auðvelt að fá að vita, jafnvel hjá henni, heimilisfang þessa manns. Hún er ekki jafn klók og skarpskygn og eg. Mrr skal lánast, að fá að vita þetta leyndarmál hjá henni, með skynsamlegri aðferð. En sem stendur er hyggilegast fyrir mig, að ná trausti hennar og virð- i'ngu’. Knúður af þessari hugsun, gjörði Upham stutta af- sökun fyrir Eddu, viðvíkjandi þeim áhuga, sem hann hei'ði sýnt um kringumstæður hennar, og mintist á þi.nn hugþokka, sem hann bæri til hennar, og þá ein- lægu ósk, að losa hana við öll óþægindi; svo bauð hann henni handlegg sinn og leiddi hana yfir götuna. ‘Eg fer bráðum yfir um götuna aftur’, sagði Edda, um leið og J>au gengu inn í hús bankarans, ‘og þá vil eg vera einsömul’. Hún hneigði sig ofurlítið og hljóp svo upp stig- ann og inn í herbergi ungfrú Powys. Upham gekk i hægðum sínum til herbergis síns. Edda sagði ungfrú Powys frá samtali sínu við Nesbit og um kröfu hans, og bað hana að lána sér þá upphæð, sem óborguð væri Nesbit sem meðgjöf sin. - ‘Eg borga yður peningana aftur, þegar eg er búin að vinna fyrir þeim’, sagði Edda alvarleg. ‘Það var áform Nesbits að koma hingað og finna yður; en fái hann þessa peninga, þá fer hann burt og gjorir yður aldrei framar ónæði. Þér megið reiða yður á loforð hans, ungfrú Powys’. ‘Eg skal borga honum þessa upphæð, sem hann bið- ur um, Edda’, sagði Agnace og roðnaði dálítið. ‘En minnist þér ekki á að borga hana aftur til mín. Hvað sagði Upham við yður?’ Edda sagði henni frá viðræðu þeirra Uphams. ‘Þér eruð hugrökk og göfug, jafn ung stúlka’, sagði ungfrú Powys. ‘Eg er yður þakklát fyrir það, að þér tókuð }>etta málefni frá réttri hlið og á réttan hátt. — Hcr eru peningarnir handa Nesbit. Gjörið þér svo vel að segja honum, að þeir hefðu verið borgaðir fyrri, ef það hefði ekki verið vegna — en nei, fáið þér honum peningana eins og þeir séu frá yður. Hann má aldrei reyna til að koma hingað til að sjá mig. Eg er ekki sú kona, sem hann heldur að eg sé, og ef hann kemur inn í þetta hús, verður það honum til leiðinda. Segið þér honum þetta’. Ungfrú Powys opnaði nú féhirzlu sína, og tók upþ hina umbeðnu upphæð í bankaseðlum. Edda stakk þeim í vasann og fór svo aftur til Nesbit. Hún borg- aði honum peningana, og eftir stuttar samræður opnaði hún hliðið, gekk svo með honum þangað sem vagninn beið hans, og kvaddi hann þar. Hér um bil kl. 9, þegar Edda var að láta niður fatnað sinn, kom ungfrú Powys til hennar. Þegar Agnace sá, hvað Edda var að gjöra, brá skugga á svip hennar, og þegar hún var búin að loka dyrunum og sezt á stól, sem Edda bauð henni, sagði hún: ‘Þér eruð ennþá ákveðnar í þvi að yfirgefa mig, ungfrú Brend?’ „u, ungfrú Powys’, sagði Edda og leit á opnu Kuiiortin sín. ‘Eg er alls ekki óþakklát við yður fyrir ástúð þá, sem þér hafið sýnt mér, en eg verð að fara’. ‘En hugsið þér nú um, hvað það er að koma til allra ókunnugra, Edda — og að vera algjörlega háð sérlyndi gamallar konu, sem orðin er óvinur allra ættingja sinna, svo enginn þeirra vill framar tala við hana’. ‘Kom eg ekki til ókunnugra, þegar eg kom hingað, ungfrú Powys?’ sagði Edda roleg. ‘Jú — jú — en sarnt sem áður —’. ‘Eg er ekki hrædd við gömlu frú Vavasour’, sagði Edda, þegar ungfrú Powys fór að stama. ‘Eg held jafn vel að eg felli mig við gamla Ben Storm og hinn ein- manalega Storm Castle. Eg mun læra að halda af fjall- inu gamla, eins og mér þótti vænt um fæðingarstað minn á heiðinni. Ef mér skyldu leiðast skozku fjöllin og frú Vavasour, þá býst eg við að geta fundið mér ann- að heimili; en eg er ung, hraust og þolinmóð, og er fús til að þola ýmislegt, og — hver veit? — frú Vava- sour getur líkað við mig. Dálítil velvild og alúð væri mér kærkomin, sem aldrei hefi átt neinn vin, sem þótti vænt um mig, eins og J>ér vitið’. Það varð svo mikill raunablær í rödd ungu stúlk- unnar, að ungfrú Powys hrygðist af því, og drættirnir um fallega munninn urðu áhrifamiklir. Agnace föln- aði og í augum hennar vottaði fyrir tárum. ‘Uppeldi yðar hefir verið einmanalegt, Edda’, sagði hún. ‘Eg held eg hafi ekki skilið það fyrri en núna nýlega. Það hefði líklega verið betra, að senda yður á fæðisskóla; en það var nauðsynlegt að halda þvi leyndu, að þér væruð til’. ‘I þeirri von, að eg dæi áður en eg væri fullvax- in’, sagði Edda beisklega. ‘En eg hefi góða heilsu og held að eg Iifi lengi. Líf mitt hefir verið fult af við- brigðum þessa siðustu 3 mánuði. Nesbit vildi ekki kannast við mig sem frænku sína, og sendi mig til yð- ar. Þér, ungfrú Powys, vilduð ekki kannast við neina frændsemi okkar á milli; en þér tókuð mig á heimili yðar og gáfuð mér alt sem eg þurfti. Eg hefi nýlega komist að því, að faðir minn hét Henry Brend og að hann var ungur heldri maður, sem gaf í skyn að hann elskaði yður, og sem með leynd kvongaðist kvenper- sónu, er varð móðir mín. Er Henry Brend dáinn, ung- frú Powys?’ ‘Já, hann er dáinn’. ‘Átti hann fleiri börn?’ ‘Nei, þér eruð eina barnið móður yðar’. ‘Viljið þér lýsa þessum Henry Brend fyrir mér — föður mínum?’ sagði Edda. ‘Eg fer burt á morgun, og fæ máske aldrei aftur tækifæri til að fræðast uin foreldra mina. Segið mér, hvort eg má minnast hans með ást’. Ungfrú Powys stökk á fætur eins og hún hefði verið stungin, og sagði með skjálfandi röddu, — eins og henni væri ómögulegt að varðveita rósemi sína lengur: ‘Edda, — Henrv Brend var vondur maður, J>ræl- incnni, og mætli þeir.i forlögum, sem hann hafði fvlli- !<‘ia verðskuldað. Eg veit heldur ekki. hvort lians rétta nafn var Henry Brend. Eg hefi stunduui haldið, að hað væri gjörvinafn. Eg held að hann hafi verið fæiidur i útlóndum; liann líktist Spánverja. Eg sá stundum drápseðli í augum hans og voðalegt ha‘ur. Eg — en hvers vegna er eg að tala um hann. Hann var vondur maður, þrælmenn af góðum ættum’. ‘Og hann var faðir minn?’ ‘Já, faðir yðar’. Það fór hryllingur um Eddu. ‘Hvernig var þá móðir mín?’ spurði hún hæglát- lega. ‘Hún var grunnhyggin, elskuleg stúlka, að eins barn, en síngjörn, þrálynd og óhlýðin’, sagði ungfrú Powys með ofsakendri rödd. ‘Henni leizt svo vel á spænsku augun og dökka hörundið aðdáanda síns; — hún treysti og trúði hinum fögru orðum hans; hann elskaði hana með tryltum ástríðum, eins og Spánverj- um er titt, og unga stúlkan var töfcuð af honum. Hún átti enga móður; en faðir Jiennar átti annríkt við við- skiftastörf og gaf henni litinn gaum; kenslukona hennar var eigingjörn og tilfinningarlaus kona, — í fám orðum sagt, þessi 16 ára gamla stúlka giftist hin- um spænska elskuga sínum ineð leynd. Einn mánuð lifði hún með honum sem í Paradís; en svo kom hin voðalega sannreynd. Hún komst að þvi, að maður hennar var bófi, og svo varð hann fyrir hinum voðalegu forlögum’. ‘Viðurkendi hún nokkru sinni þessa giftingu?’ ‘Aldrei — aldrei. Hvernig átti hún að geta það? Faðir hennar var drambsamur og gjörði sér miklar vonir um framtið hennar. Hún var líka stolt. Hún hélt að hún þekti ekki hið rétta nafn manns síns. — Hann hafði hagað sér sem glæframaður, reglulegur bófi, sem að ytra áliti var göfugmenni. Að kannast við þetta hjónaband? Hverjum var hún í rauninni gift. Hún vissi það aldrei. Hún skammaðist sín fyrir heimsku sina og hina vondu breytni; hún var hrædd við föður sinn; hún þorði ekki að kannast við þessa vitlausu giftingu’. ‘Heldur ekki vegna barnsins síns?’ ‘Ekki heldur vegna þess, Edda. Hún elskaði ekki saklausa barnið sitt. Hún læddist burtu með þernu sinni í einmanalegt hús í fjarlægu héraði Englands, og þar ól hún barnið. Hún skildi það eftir þar, og sneri svo aftur til síns skrautlega og auðuga heimilis, og engan grunaði neitt um þetta leyndarmál hennar, engan í öllum heminum, nema þernuna. — En, Edda, eg verð að segja yður, að samvizka vesalings móður- innar svaf ekki ávalt. Á nóttunni hugsaði hún um litla, yfirgefna barnið'sitt og vætti koddann með tár- um sínum. En eftir J>vi, sem árin liðu, hugsaði hún meira með ótta enelsku um þetta barn sitt. Setjum meira með ótta en elsku um þetta barn sitt. Hvað ætli verði þá af þessu barni? Hver ætli framtíð þess verði? Þetta voru henni svo voðalegar spurningar, sem hún ekkert svar gat gefið’. ‘Lifir hún ennþá, hún móðir mín?’ sagði Edda hægt og innilega. Ungfrú Powys hrökk við. Ákafi hennar hafði komið henni til að segja meira en hún ætlaði. ‘Þér þurfið ekki að vera hræddar við að segja mér það’, sagði Edda. ‘Eg skal ekki gjöra fleiri spurníngar. Lifir móðir mín?’ Nú varð löng þögn. Loks sagði ungfrú Powys hvíslandi: ‘Já, hún lifir’. Dökka andlitið hennar Eddu fölnaði; augun svörtu leiftruðu; en ekki færði hún sig nær Agnace, og ekkert undrunaróp rak hún upp. Hún sagði að eins rólega: ‘Eg hefi lesið í bibliunni, að syndir feðranna komi niður á börnunum. Það er tilfellið með mig’. Ungfrú Powys leyndi stunu sinni. ‘Eg hefi sagt yður svo mikið, Edda’, sagði hún skjálfrödduð, ‘af þvi eg veit, að þér eruð góð mann- eskja, og af því eg vil að þér hugsið með meira vinar- þeli um — um móður yðar. Hún drýgði synd, en guð einn veit, hvað hún hefir liðið. Það er nú of seint að opinbera þessa ólánssömu giftingu. Þér verðið að lifa sem föður og móðurlaus kvenmaður; en það er þús- und sinnum betra, en að eiga Henry Brend fyrir föður. Síðan þér komuð hingað, hefi eg séð, hve kjarkgóð og djörf þér eruð; hve gott, saklaust og ósérplægið alt yðar eðli er, svo eg hefi lært að elska yður, Edda — að elska yður með þeim ákafa og hita, sem eg hefi aldrei áður þekt. Eg segi yður þetta í því skyni, að mér verði auðveldara að fá yður til að vera kyrra hjá mér. Hættið við þá hugsun, að fara til Skotlands; verið kyrrar hjá mér; verið þér mér til hugfróunar og á- nægju. Engin móðir hefir nokkurn tíma elskað dótt- ur sína eins heitt og eg elska yður, Edda. Eg skal hætta við það heimskulega yfirskin, að þér séuð lags- mær mín; og eg skal arfleiða yður sem systur mína og semja arfleiðsluskrá, sem gjörir yður að einka- erfingja allra eigna minna’. Hún talaði svo hlýlega og af svo miklum áhuga, eins og hún ætti líf sitt að verja. Hún breiddi út faðm sinn með áhrifamikilli bliðu, og tár komu fram í aug- um hennar. Edda var eins stolt og ungfrú Powys hafði sagt að hún væri; en það var eitthvað í svip og. framkomu eldri stúlkunnar.sem hreif hana algjör- lega; með skjótri og ákafaríkri hreyfingu fleygði hún sér í fang ungfrú Powys, sem þrýsti henni að hjarta sínu. , Tárum og kossum rigndi yfir höfuð hennar, svo hún varð alveg utan við sig; viðkvæm orð og ástar- atlot og gælunöfn skorti ekki. Aldrei hafði hin við- kvæmasta móðir sýnt eftirlætisgoði sinu meiri ástúð, en hin stolta dóttir bankarans sýndi Eddu, sem hvíldi höfuð sitt við brjóst hennar. ‘Eg vissi, að þú mundir vilja vera kyr, mín dýr- mæta — elskaða stúlka’, sagði ungfrú Powys að síð- ustu. Edda losaði sig úr faðmi hennar með hægð, og stóð upp með sorgbitnum og kvíðandi svip. ‘Nei, eg get ekki verið hér’, sagði hún. ‘Þér gleym- ið Upham. Núna, eftir alt, sem þér hafið sagt mér, er mér ómögulegt að vera. Þér megið trúa mér, — eg er hvorki reið né hefnigjörn. Alt slikt er horfið úr huga ■"mínum fyrir fult og alt. Eg kenni í brjósti um yður, og elska yður. Komi sá tími nokkurn tíma, að þér get- ið látið mig vera hjá yður, hiklaust og frjálslega, og koma mín orsakar yður enga sorg né óþægindi, þá skal eg koma. En nú verð eg að fara.’ Ungfrú Powys bað hana innilega að vera kyrra, en Edda var ófáanleg til þess. ‘Það er rétt, sem eg gjöri’, sagði. Edda. Seinna sjáið þér lika að það er rétt. Leyfið mér að fara, eg bið yður þess’. ‘En ekki sem þjónn, sem lagsmær; fyrst að eg er rik — þá get eg ekki leyft það. Þar eð eg veit, að þér eruð háðar öllum dutlungum og uppátækjum gömlu konunnar, sem hefir hrakið alla ættingja sina frá sér — þá er það ógjörningur’. ‘Þér verðið ugglausari, þegar eg er farin’, sagði Edda. ‘Eg verð að fara, þó eg verði ekki í burtu nema nokkra mánuði. Þegar Uphain hefir gleymt mér og grun sinum, eða þegar hann er farinn úr þessu húsi, þá get eg komið aftur. En nú getið þér ekki látið hann fara, án þess að vekja grun hjá herra Powys, að eitthvað rangt eigi sér stað; eða hvetja Upham til að gjöra alt það ilt, sem hann getur. Þér sjáið það nú að eg verð að fara’. Sterki viljinn hennar Eddu vann sigur að lokum. — Ungfrú Powys varð neydd til að samþykkja burt- för hennar. Þær sátu lengi saman i herbergi Eddu þetta kveld, og þegar ungfrú Powys var farin, lauk'Edda við, að koma fyrir fötum sínum í koffortin. Frú Priggs bauðst til að hjálpa henni, en Edda afþakkaði. Morguninn eftir fór Edda, ásamt frú Priggs, af sað til Skotlands og Storm Castle. 23. KAPITULI. / Slorm Castle. Ben Storm í skozka hálendinu, í Invernesshire, er nálægt 1000 fet á hæð. Við fjallsræturnar er lítið vatn, Lock Storin, umkringt af trjám. Hinar bröttu hlíðar fjallsins eru grænar og frjóvar upp undir koll- inn, sem er fremur ófrjór; þar vaxa að eins fáein greni og furutré, sem eiga rætur sinar i klettasprung- unum. Efst á Ben Storm stendur Ben Storm Castle, löng og gráleit steinbygging. Þegar skozka borgarastyrj- öldin stóð yfir, var hún vigi fyrir volduga ætt, 'og átti foringi ættarinnar J>ar heima. En þeir tímar eru fyr- ir löngu liðnir, og hin volduga ætt því sem næst horf- in; nafnið MacFingal tilheyrir nú liðna timanum. — Afkomandi þessarar stóru fjölskyldu, — kona, sem gifst hafði cnskum manni, og nú var nærri hundrað ára að aldri, en hafði erft dramb og hroka forfeðra sinna, — hún bjó nú i gömlu höllinni og var eigandi hins mikla ættaróðals. Þessi kona var frú Vavasour, sem áður er minst á, sem langa-langömmu Helenar Clairs. Hún lifði ein- sömul þarna, en með aðstoð afarmargra þjóna, reyndi hún að lialda orðrómnum, sem höllin hafði i gamla daga áunnið sér, við eftir megni. Það var til að verða lagsmær þessarar gömlu konu, að Edda Brend ferðað- ist norður eftir. Það var siðari hluta dags, í góðu veðri, að Edda og fylgdarkona hennar nálguðust Ben Storm, eftir þægilega ferð frá London, og byrjuðu að fara upp bröttu hlíðina. Þær sátu í opnum vagni með tvelmur sterkuin hestum fyrir. Vegurinn var ósléttur og ójafn; á ýmsum stöðum sáu þær gömlu höllina bera við bláan himininn. Undireins og Edda sá höllina, greip hana eitt- hvert ósjálfrátt aðdráttarafl að henni. Hún var þögul, og gaf engan gaum að vagnaskröltinu, né kvörtun og kveini frú Priggs. ‘Eg vildi ekki búa hér uppi á milli skýjanna — nei, ekki einu sinni þó eg ætti von á hinum mikla auð frú Vavasour’, sagði gamla konan með innilegri sann- færingu, ‘og þó er sagt, að hún sé svo rík, að hún eyði ekki tiunda hlutanum af tekjum sínum, — þó hún lifi eins og drotning. Þér kunnið aldrei við' yður hér uppi, ungfrú Edda. Farið þér að mínum ráðum, og komið þér með mér aftur til London’. Edda hristi höfuðið og brosti. ‘Eg mun kunna við mig þarna upp á milli skýj- anna’, sagði hún; ‘eg er vön einverunni, eins og þér vitið’. Frú Priggs bað hana aftur og aftur að snúa við, og koma með sér til Lundúna borgar aftur; en Edda var ófáanleg til þess. ‘Eg er öll marin og meidd!’ kvartaði gamla kon- an, og hélt sér fast i vagnrimarnar með báðum hönd- um. ‘ó, guð! Ó —!’ Með síðustu áherzlunni komst vagninn upp á slétt- an flöt, graslausan, skamt frá höllinni; rétt á eftir óku þau að hallardyrunum. Gamall þjónn, með hárkollu, í flauelsbuxum og silkisokkum, kom þjótandi ofan riðið til að taka á móti þeim. Hann opnaði vagndyrnar og fór með Eddu og frú Priggs inn í höllina; en unglingur í einkennis- búningi, klifraði upp til ökumanns, til þess að leiðbeina honum að hesthúsinu. Eddu og gömlu konunni var fylgt inn í stóran sal, sem var bygður með miðaldasniði, hundrað feta lang- ur og sextíu feta breiður. Traustar dyr voru á báðum endum, og risavöxnu gluggarnir veittu næga birtu i öll horn og króka. Fyr a tímum hafði MacFingals ætt in komið saman í þessum sal til ráðagjörða eða hátíða- halda. Á veggjunum héngu vopn og mörg sigur merki frá veiðiförum. Gólfið var úr dökkri, gljáaðri eik; það var bert út við veggina, en á miðjunni láu breiðir, indverskir dúkar. Húsmunirnir voru úr dökkri eik, vel gljáaðri. Frú Priggs hafði öft komið til Storm Castle með húsmóður sinni, svo hún var ekki eins hrifin af feg urðinni og Edda. Hún flýtti sér að kynna gamla Jijóninum Eddu, og sagði honum að hún væri í sér- stakri vernd ungfrú Powys, og að frú Vavasour mundi hafa búist við henni, og bað þjóninn að fara með nafn- spjald Eddu til frúarinnar. ‘Nei, nei’, sagði þjónninn og hristi höfuðið. ‘Eg þori ekki að fara til frú Vavasour á þessari stundu; en eg skal senda nafnspjaldið upp og láta hana vita um komu ykkar. Hún skipaði svo fyrir, að ungu stúlkunni væri fylgt til herbergis hennar, þegar hún kæmi og að hálfri stundu liðinni mun hún taka á móti ykkur i rauða salnum’. Þjónninn sló á klukku, sem var þar í nánd, og lagleg stúlka kom strax inn. Hún fór með gestina til þeirra herbergja, sem þeim voru ætluð. ‘Frúin veitir yður móttöku að hálfri stundu lið- inni, ungfrú’, sagði þernan kurteislega. ‘Eg skal koma og fylgja yður til hennar’. Hún fór og Edda var ein. Skömmu síðar kom frú Priggs inn, tók fatnaðinn hennar úr koffortunum, og hjálpaði henni til að búa sig. ‘Ungfrú Powys skipaði mér, ungfrú Brend, að klæða yður eins skrautlega og hægt væri, áður en þér finduð frú Vavasour’, sagði frú Priggs, ‘sem kvað vera mjög vandlát og lætur fyrsta álit sitt ráða. Eg vona að henni lítist vel á yður, ungfrú Brend, þar eð það er mikið betra fyrir yður að vera hér, af því þér hefðuð ekki átt að fá að vera lengur í Cavendish Square’. Frú Priggs stundi og hniklaði brýrnar eins og hún væri í þungum hugsunum. Edda stundi lika, en svar- aði engu. Frú Priggs lagði fötin á rúrnið, sem Edda átti að klæðast í; en á meðan rendi Edda augunum yfir nýja herbergið sitt. Það var langt og hátt herbergi með afarstóru eld- stæði, og á gljáðu tígulsteinana þess voru máluð at- vik, sem átt höfðu sér stað í Hollandi fyrir hundrað árum siðan. Gólfið var úr tré, eins svart og Ibenholt, og var gljáð svo það geislaði. Skamt frá eldstæðinu var stórt himinrúm; nokkrir mjúkir legubekkir voru í herberginu, og á miðju gólfi borð með verðmætum dúkum undir. Fyrir glugganum héngu kniplings- skrýddar blæjur. Þar var falleg frönsk veggklukka og stór Ijósastika með mörgum vaxkertum; og á miðju borðinu stóð góður lampi, og kringum hann margar bækur. Við einn gluggann stóð hægindastóll og skrif- borð, og á gólfinu lá skinn af tigrisdýri. Herbergið var rúmgott, skrautlegt og mjög þægilegt. Þegar Edda var búin að líta yfir herbergið, var frú Priggs tilbúin að hjálpa henni. Áður en hálftíminn var liðinn, var Edda undir það búin að fara ofan í sal- inn. Frú Priggs fór til síns herbergis; en kom brátt aftur með nýja linhúfu, skreytta gulum borðum, og hún hafði líka að öðru leyti skreytt sig dálítið, þegar þernan kom til að fylgja Eddu ofan i rauða salinn. ‘Þér megið líka koma, frú Priggs’, sagði þernan, ‘frúin vill líka sjá yður’. Frú Priggs hafði vænt þessa boðs, og ætlað sér að fylgja Eddu, þegar hún færi að finna frú Vavasour. Hún geymdi i vasa sínum bréf frá Agnace, og vildi sjálf afhenda frúnni það. Hún fylgdi þvi Eddu og þernunni ofan, með þeirri alvöru, sem átti við ábyrgð hennar. Þær gengu ofan stigartn, yfir stóra salinn og inn í þann rauða. Þar var enginn inni, þegar þær komu inn. Það var mjög stórt herbergi með háum gluggum á báðum endum, og fimm gluggum á annari hliðinni, sem allir sneru að marmarahjalla úti. Sökum stærðar sinnar, máluðu veggjanna og þaksins, skrautlegu hús- munanna og annarar fegurðar, var herbergið samboð- ið drotningu. Innköllunarmenn Heimskringlu: 1 CANADA. F. Finnbogason ..Árborg F. Finnbogason ..Arnes Miagnús Teit Pétur Bjarnason „Antler St. Adelaird Páll Anderson „Brú Sigtr. Sigvaldason Baldur Lárus F. Beck F. Finnbogason Ragnar Smith Beckville Bifrost Brandon Hjálmar 0. Loftson „Bredenbury Thorst. J. Gíslason Jónas J. Húmfjörd Brown „.Burnt Lake B. Thorvordssoh „Oalgary Óskar Olson J. K. Jónasson „Churchbrigde „Dog Creek J. H. Goodmanson „Elfros F. Finnbogason John Januson Framnes Foam Lake Kristmundur Sæmundsson G. J. Oleson F. Finnbogason Bjarni Stephansson Gimli ...Glenboro ...Geysir Hecia F. Finnbogason J. H. Lindal ...Hnausa Holar Andrés J. Skagfeld ...Hove Jón Sigvaldiason .„Icelandic River Árni Jónsson ísafold Andrés J. Skagfeld Ideal Jónas J. Húnfjörð Innisfail G. Thordarson Keewatin Ont. Jónas Samson Kristnes J. T. Friðriksson „Kandahar Thiðrik Eyvindsson Langruth Oskar Olson Lárus Árnason Leslie P. Bjarnason Eiríkur Guðmundsson Pétur Bjarnason ...Lundar Miarkland Eiríkur Guðmundsson ...Mary Hill John S. Laxdal Mozart Jónas J. Húnfjörð ...Markerville Paul Kernested ...Narrows Gunnlaueur Helgason Andrés J. Skagfeld St. 0. Eirikson ...Nes ...Oak Point Pétur Bjarnason ...Otto Sigurður ,T. Anderson Jónias ,T. Húnfiörð ...Pine Valley Tngim. Erlendsson Wm. Kristjánsson ...Saskatoon Snmarliði Kristjánsson ...Swan River Gunnl. Sölvason Runólfur Sigurðsson ...Selkirk ...Semons Paul Kernested ...Siglunes Hallur Hallson A. Johnson Andrés ,T. Skagfeld Snorri Jónsson J. A. J. Lindal ...Vlctoria R 0 Jón Sigurðsson ...Vidir Pétur Bjarnason Vestfold Ben B. Bjarnason ...Vanconve.r Thórarinn Stefánsson Winnipegosis Ólafur Thorleifsson Wild Oak Sigurður Sigurðsson Winnipeg Reacb Thidrik Eyvlndsson Paul Bjarnason Wvnvnrd 1 BANDARÍKJUNUM. Jóhann Jóhiannsson Thorgils Ásmundsson Blaine Sigurður Johnson Bantry Jóhann Jóhannsson Cavalier S. M. Breiðfjörð ..Edinborg S. M. Breiðfiörð Gardar Elís Austmann Grafton Árni Magnússon Hallson Jóhann Jóhannsson Hensel G. A. Dalmann Ivanhoe Gunnar Kristiánnson Mllton, Nn Col. Paul .Tohnson Mountain G. A. Dalmann Minneota Einar H. Johnson... Spanish Fork .Tón Jónsson, hóksall Svold Sigurður Jónsson ... UDham

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.