Heimskringla - 10.02.1916, Page 1

Heimskringla - 10.02.1916, Page 1
Kaupið Heimskringlu. Borgið Heimskringlu áður en skuldin hækkarl — Heimskringla er fólksins blað. Flowers telegraphed to all parta of the world. THE ROSERY FLORISTS Phoues Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 280 DONALD STHEKT, tVI.VXIPEfi XXX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN FEB. 10. 1916. Nr. 20 Þinghússbyggingarnar í Ottawa ein öskuhrúga. Nú eru einhverjar hinar fegurstu byggingar í Canada, og aS sagt er um alla Ameríku, ein öskuhrúga. Og þetta varcS svo sviplega, meðan þingiS sat á fundi og þinghúsiS var fult af fólki. RæcSumaö- ur einn var aS flytja ræcSu; rácSgjafarnir voru sumir í sætum sínum, sumir á skrifstofum sínum 1 þinghusinu. En á aheyrendapöllunum aitja menn og konur í hundraðatali, eins og vanalegt er,' aS hlusta á ræSur þingmanna, — þá skýzt skjótlega maSur einn aS forseta þings- ins eSa manns þess, sem í fjarveru forseta gegndi störfum hans, og hvíslar aS honum: “ÞaS er eldur í byggingunum!" ÓSara segir for- setinn fundi slitiS; en í þvi kallar annar upp i öSrum dyrum þing- salsins: "Eldur, eldur!" ÞaS má nærri geta, aS menn hafi fariS aS hraSa sér út; en eld- ínn bar svo brátt aS, aS undrum gengdi; þaS var eins og eldstrok- urnar stæSu inn um hverjar dyr, sem opnaSar voru, og reykjarmökk- urinn var svo kolsvartur, aS ekki sá handa sinna skil. Menn hlupu út berhöfSaSir og kápulausir; þeir náSu ekki húfum sínum eSa káp- um, þó aS þær væru aS eins fáein fet frá þeim, og undir eins varS reykurinn svo mikill, aS engum var líft inni í herbergjunum. Upptök eldsins. bókhlöSunnar slengdust opnar, en þeir sem nærri voru kostuSust til jarSar. Þá lýsti stjórnarformaSurinn, Sir Robert L. Borden, því yfir fyr- ir þinginu á næsta fundi, aS þegar hann hefSi hlaupiS út úr herbergj- um sínum í þinghúsinu, þá heyrSi hann ekki einn heldur marga hvelli. --- Og slökkviliSsstjórinn í OttSwa, Mr. Graham, sagSi: "Eld- urin var af manna völdum og kænlega til stofnaS. Eg heyrSi glögg- lega fimm sprengingar, og hefi aldrei heyrt sprengingar líkar þeim viS húsbruna fyrri. Þær voru ekki líkar því, er púSur springur. Þær voru líkastar því, þegar sprengikúlur (shells) springa; þaS söng í þeim dálítiS áSur en aSal-hvellurinn kom.. En svo kemur ein sönnunin enn, og þaS er, aS slökkviefnin, sem notuS voru (fire extinguishers) hafi aukiS og magnaS eldana í staS þess aS slökkva þá, og slökkvliSsstjórinn í Ottawa, Mr. Graham, fullyrSir, aS einhverjir hafi komist aS slökkviefni þessu og sett í staS- inn efni, sem æstu upp logann og breiddu hann út. ViS þetta bætist frá saga blaSsins ‘Providence Journal’ í Provi- dence, Rhode Island. BlaSiS segist fyrir þremur vikum hafa tilkynt stjórninni í Wash- ington, aS þaS hefSi fengiS fulla vi*neskju um þaS, frá vinnumönn- um sendiherradeildar ÞjóSverja, aS næst ætluSu þeir aS brenna upp eSa sprengja þinghússbyggingarnar í Ottawa; svo Rideau Hall, — höllina sem landsstjórinn yfir Canada býr í, og eitthvaS af hinum stærri verksmiSjum í Ontario, þar sem skotfæri eru tilbúin eSa vopn. Og enn bætist þaS viS, aS morguninn eftir brann verksmiSja þeirra Grant, Holden og Graham, á Albert stræti í Ottawa. En þeir fengust viS aS búa til töskur og klæSi fyrir hermennina. Var þaS 6-loftuS bygging og skaSi talinn $200,000. Enginn vissi af hverju eldur sá kom. Eldsins varS fyrst vart í bakherbergjum í lestrarstofu einni. —- MaSur einn, Frank Glass, var þar inni aS lesa blöS, og vissi ekki fyrri til en þaS logaSi í blaSabunka einum undir borSinu á bak viS hann. Hann hljóp aS dyrunum og kallaSi á lögreglumann og sagSi honum frá þessu; en hann hljóp aS sækja slökkvimeSal í annaS herbergi. Var Þá eldur þessi svo lítill, aS Mr. Glass sagSi á eftir, aS hann hefSi getaS slökkt hann meS því, aS kasta á hann kápu sinni, ef sér hefSi hugkvæmst þaS. En undir eins og Mr. Glass hafSi sagt lögreglu- manninum frá eldinum, hljóp hann til þingsalsins og upp til forseta j og sagSi honum, aS eldur væri í byggingunni. Forseti stóS þegar upp og sagSi fundi slitiS og baS menn fara burtu, því aS eldur væri í byggingunum. Þetta hefir ekki getaS tekiS meira en eina til tvær mínútur, og er því nærri óskiljanlegt, hvaS eldinn bar brátt aS eftir þetta, ef ekki hefir kviknaS nema á þessum eina staS, — í blaSa- bunkanum. bogurnar segja, aS innan einnar mínútu hafi öll göng milli her- bergja-raSanna veriS full af þykkum reyk, kolsvörtum, og lá hverj- um viS köfnun, sem nærri kom. En á eftir reyknum lögSust og spýttust eldtungurnar og eldstrókarnir, sem þeim væri blásiS úr ein- hverjum tröllstórum smiSjubelg. Sprengingar— af mannavöldum. • En öllum þorra manna, sem þarna voru, kemur saman um, aS þaS hafi veriS meira en eldur; því margir heyrSu eina og tvær sprengingar, og sumir hverja af annari. En einlægt óx eldurinn, og yfir lestrarstofunni brauzt eldurinn í gegnum þakiS. Turninn mikli stóS lengi, og klukkan í honum gekk þangaS til hún sýndi tímann: 1.40 f. m. En hann var allur í báli, turninn, þó aS klukkan gengi og slægi stundarhöggin tvo tíma eftir aS byggingin var í báli. Mannskaði. MannskaSi varS furSulega lítill. Um þessa vissu menn er síSast fréttist (en vera má, aS fleiri séu dauSir). Dánir: — SærSir; —— Frú Morin, Quebec. Frú Henry Bray, Quebec. Alphonse Desjardins, eldri. Alphonse Desjardins, yngri. Robert Fanning. J. B. R. Leplant, þingskrifari. B. B. Law, þingmaSur. Sergeant Mac Donald. Hon Martin Burrell, Minister of Agriculture. Edward Nesbitt, þingmaSur. Leroque, hermaSur. Walter Hill. Berry, slökkviliSsmaSur. Byggingar þessar voru eiginlega byrjaSar 1859, og lagSi Prins- inn af Wales (síSar JátvarSur konungur VII.) hyrningarsteininn ár- iS 1860, og stóS byggingin yfir nokkur ár. ÁriS 1865 var þar hald- iS fyrsta þingiS, en þó var byggingin ekki nærri búin. Upphaflega kostaSi hún $5,000,000; en síSan hefir byggingum veriS bætt viS, sem kostuSu eina milíón dollara. Frásagnir þeirra, er inni voru. Hon. Martin Burrell, akuryrkjumála-ráSgjaíi, var á skrifstofu sinni, út frá lestrarsalnum, og vissi ekki fyrri en eldurinn var kom- inn aS honum og kolsvartur reykjarmökkurinn veltist inn í stofuna. Hann hljóp samt í reykinn og komst út um dyrnar og var brendur illa á höfSi og andliti, og svo voru hendur hans blóSrisa og talsvert brendar. Skrifari hans, Mr. Ide, slapp lítt skemdur. Dr. Michael Clark, þingmaSur, varS fyrir bununni úr einni eld- sprautunni og kastaSi hún honum um og meiddist hann nokkuS, en ekki mikiS. Dr. Cash, þingmaSur frá Yorkton, og Thomas Nutt, þingmaSur frá Saltcoats, komust meS herkjum undan. Þeir komust ekki út, þar sem þeir réSu fyrst til, því aS eldurinn bannaSi; en svo hnýttu þeir saman þerridúknum og gjörSu af reipi og sigu út um einn gluggann. Fjármála-ráSgjafinn, Sir Thomas White, var í sæti sínu í þing- salnum, þegar kalliS kom aS húsiS brynni. Hann hljóp áleiSis til lestrarstofunnar og ætlaSi aS ná kápu sinni og hatti. ÞaS voru aS eins þrjú eSa fjögur fet aS fara; en hann varS aS snúa viS; hann komst ekki lengra og þóttist heppinn aS geta komist út. Líkt var um Hon. Robert Rogers, ráSgjafa opinberra verka. — Hann var einnig inni, þegar eldurinn kom. Hann ætlaSi einnig aS ná kápu sinni, en varS aS snúa aftur, er hann átti eftir fáein fet. Fjöldi annara þingmanna átti hinu sama aS sæta. Úr öllum áttum koma hluttekningar-orSsendingar til Canada fyr- ir þenna mikla skaSa. Og í Senati Bandaríkjanna í Washington bar Senator Thomas fram tillögu til þingsályktunar, á þá leiS, aS þingiS lýsti samhrygS sinni yfir bruna þessum, sem brennuvargar hefSu af yfirlögSu ráSi framiS, og væri ófyrirgefanlegur glæpur gegn menn- ingu heimsins. — Má af þessu sjá, aS fleiri en Canada búar álíta verk þessi af þýzkum toga spunnin. I sama streng taka öll Lundúna blöSin. Og í hinum öSrum fylkj- um Canada hafa stjórnirnar látiS sér þetta aS kenningu verSa og hafa daglega varSmenn til aS gæta allra opinberra bygginga. AF 200 FIMLEIKAMÖNNUM í TORONTO GANGA 133 í HER- INN, ÞEGAR ÞEIR FRÉTTU UM BRUNA ÞINGHÚSSINS. ÞaS var Riverside Atheletic Club, sem var aS halda gleSifund einum meSlim sínum, sem nýkominn var heim úr striSinu, skaSaS- ur á sjóninni. ÞaS var Billy Turley.^sem áSur hafSi æft þá í hnefa- leik. Nú voru þeir aS taka á móti honum; en þá kom fregnin um, aS þinghúsiS í Ottawa væri aS brenna. Rís þá Turley upp og hvet- ur fundarmenn, aS sýna nú aS þeir séu sannir menn, og ganga í her- inn. Og óSara en hann slepti orSinu, stigu 50 menn af félagsmönn- um fram, og buSust til aS ganga í herinn, í 180. sveitina, og 50 aSr- ir, sem komnir eru yfir aldur þann, sem miSaS hefir veriS viS, gengu úr sætum sínum, og 33 ungir menn_jg allir létu þeir skrifa sig þarna. Hafi hún veriS frá Þýzkum, þessi brennu-kveSja til Canada, þá urSu nú þetta áhrifin, sem hún hafSi á drengina í Toronto. Sprengingar heyrast. Mr. A. R. Bradbury, stock broker, frá Elgin, Ontario, stóS í aSalgangi þinghússins, þegar eldurinn kviknaSi. KvaSst hann hafa veriS rétt hjá póststofu þinghússins og heyrSi þá brest mikinn, og í sömu andránni sá hann lögreglumenn og sendisveina nokkra hlaupa til lestrarsalsins. Þá hljóp hann óSara inn í herbergiS nr. I 6, þar sem nokkrir þingmenn voru, og kallaSi: “HúsiS brennur!" En áSur en hann komst þangaS, kom önnur sprenging og kastaSi honum niSur. HiS sama segir Col. George H. Bradbury, þingmaSur fyrir Sel- kirk kjördæmi, og Mayor Medric-Martin frá Montreal og Constable Helmer; stóSu hinir tveir síSarnefndu viS bókhlöSudyrnar, og full- yrSa, aS fyrst hafi komiS sprenging, og var hún svo hörS, aS dyr Stríðs =f réttir Stríðsfréttir eru ósköp fáar nú, sem nokkuð kveði að, þó að einlæ-gt sé barist. Eru tiðindi helzt i Asíu. — Rússar síga þar einlægt á og hröklast Tyrkir undan þeim. Sein- ast voru þeir búnir að reka 90 þús- undir Tyrkja inn í Erzerum, og komnir fram hjá borginni að norð- an og sunnan. Var þar von der Goltz innibyrgður, einn af helztu foringj- um Vilhjálms, og héldu menn að þeir væru lokaðir inni þarna. En nú segja seinni fréttir, að Tyrkir hafi komist úr borginni með mest af liðinu, og féll hún þá i hendur Rússa, en Tyrkir héldu lengra vest- ur á Asíuskagann. Og er nú sagt að kominn sé til Tyrkja nýr foringi: Von Sanders, sem lengi hefir verið með Tyrkjum. — 1 Mesópótamiu halda Brctar sömu stöðvum við Tigris-fljótið lijá Kut-el-Amara, og eru búnir að fá liðstyrk, þó að erfitt gangi. En þeir komast ekkert áfram fyrir flóðum, og eins er um óvini þeirra Tyrkjana, en alveg eru Rretar taldir óhultir og einlægt smáfærast Rússar nær, úr Zagros-fjöllunum í Persíu. •— Um herferðina Tyrkja og Þjóð- verja til Egyptalands heyrist nú svo sem ekkert. Ef að Rússar ýta Tyrkj- um nokkuð lengra í Armeniu, þá fer sú herferð að verða varasöm; því að svo eru Bandamenn þeirra — b'rakkar — að taka land á strönd- um Litlu-Asíu hér og hvar. Þeir tóku eyjuna Mitylene fyrir nokkru, og eyjuna Castelorizo, við suður- ströndinni upp undan eyjunni Rhod es. Er Castelorizo skamt frá landi, 3 til 4 mílur, og fóru Frakkar þar á land og tóku borgir tvær eða þrjár, og einurn 50 milum austar tóku þeir borg, sem Adalia heitir. Verður þvi varasamt að fara um skagann miili þeirra Frakka og Rússa, og er ólíklegt, að Tyrkir reyni það. — A hinum vígvöllunum má heita, að alt sé við sama. Þýzkir og Randa- menn þeirra ekki farnir að ráðast á Saloniehi ennþá. — En nú eru Rúinenar farnir að búa sig. Þeir eru að nýju búnir að kalla út meira herlið, svo að nú hafa þeir 9 tiundu hluta hermanna sinna undir vopnum. Enda eru Búlgarar farnir að stefna mönnum á landa- mæri þeirra og eins Austurríkis- menn. Rúmenar þurfa þvi að hafa her á landama'ruin sinum bæði ao sunnan og norðan, í fjallaskörðun- um að norðan, en á Dónár-bökkum að sunnan. -— A Rússlandi situr við það sanva. Þeir eru að bíða eitthvað Rúsxarnir; en nú hafa þeir bæði skotfæri og menn. — Og ftala megin stendur alt við hið sama. — A Frakklandi og i Flandern eru bardagar öðru hvoru, en hvor heldur sinu. Bretar hafa bætt vió sig 40 milna stykki að verja eftir seinustu fréttum. Canada mcnnirnir okkar eru i skotgröfunum, og fá ein- lægt bezta orð. Þykja Þýzkum þeir vera harðir viðureignar og fremur svakalegir, þegar þeir koma brokk- andi með byssufleinana. —: Hvað Zeppetin-áhiaupin Þjóð- verja á England snertir, þá lvefir það ekki haft önnur áhrif á Breta, en að æsa þá upp til heiftar og hefndar gegn morðingjum þessum. — Alt er óafgjört enn um skipið Appam. Sjóréttur í Bandarikjunmn dæmdi Þýzkum það, en Bretar heimta það sem sína eign. — Fregnir frá Þýzkalandi segja, að einlægt vaxi þar órói manna út af striðinu. Bankamennirnir eru nú farnir að sjá, að fjárhagslega er landið komið á höfuðið. Og þeir vilja bjóða friðarkosti. Ef það kemst í blaðið, setjum vér friðaruppá- stungu þýzka, sem kom frá Svissara- landi um daginn. Nú kemur önnur og eru kröfur Þjóðverja þar linari, og má cinlægt búast við fleirum og fleirum. Þeir sjá nú, að þeir geta ekki unnið. Og hvergi gengur Þjóðverjuin nú, en dylgjur eru miklar uin hroða- áhlaup bæði á landi, lofti og sjó, — hvort sem nokkuð verður af því eða ekki. En alt er búið fyrir Þýzkum. Ef að þeir bráðlega vinna ekki stóran sigur, þá geta þeir lengt stríðið og tafið fyrir óförum sínum. En ósigur- inn er þeim vis eins og dagur keanur I á eftir nóttu. — Fregn kom núna um stórt her- skip þýzkt, sem Bretar höfðu tekið, beitiskipið Roon. — Rússinn farinn að róta sér aft- ! ur í Galizíu. Þar er nú blautt mjög og illfærir vegir og skotgrafir fullar af vatni. En ltússinn veður forina, og norður af Tarnopol er sagt að þeir hafi brotist í gegnum hergarð Austurrikismanna, þó seinni fregnir ) segi, að þeir hafi lokað honum aftur. 108. HERDEILDIN 108. herdeildin er nú næstum orðin 900 að tölu. Það vantar nú að eins 250 manns. Milli 80 og 90 Islendingar eru nú þegar komn- ir í hana. Deildar og sveitarforingjar keppast um, að fá landann í deildir og sveitir sínar. Auk þeirra Islendmga, sem þegar eru kómnir, er verið að reyna að mynda aðra sveit (Company) upp á hundrað manns eða meira, með öllum foringjum íslenzkum. Leyfi hefir fengist til að setja hðsmannastöðvar (Recruiting Station ) í Gimh bæ, og fáist nógu margir, verður íslenzkur foringi sendur þangað. Hefir hann þá alla stjórn á hendi með æfingu mann- anna, sem verða til heimilis þar fram til vorsins. Fyrir utan Captain Paymaster Mr. J. B. Skaptason eru nú tveir íslenzkir foringjar við deildina. Þeir Mr. Hallgrímur Johnson og Jónas Th. Jónasson, Lieutenants báðir, og auk þeirra hafa æði margir ís- lenzkir menn unnið sér stöðu sem Corporals og Sergeants. Það hlýtur hver einasti maður að sjá það, að þetta er íslenzka herdeildin, þó að hún hafi ekki nafnið. Hingað safnast þeir saman og ganga til víganna hver með öðrum. Hér, og hvergi annarsstaðar, verður styrkur þeirra; og það er nú undir löndum sjálfum komið, hvort þeir vilja stuðla til þess, að þetta verði í raun og sannleika her- deild Islendinga. Þeim leikur það í höndum, ef þeir varast það, að láta aðra hvorki véla sig eða gabba. Brennan í Ottawa minn- ir á Von Papen. BlafSið New York Herald segir a'ð Bandarikin séu. sannfærð um, að Þjóðverjar hafi unnið verk þetta. Orð er á, að uppgötvast hafi voða- samsæri á móti Canada. og skotfæri hefðu þeir falið á viss- um stöðum, og var meiri hluti vopn- anna riflar. Þá fidlyrtu þeir og, að brenna þinghússbygginganna i Ottawa nú i seinustu viku og tilraunir að brenna skotfærasmiðjur í sömu borg hinn 5. febrúar, væri hvorttveggja verk manna þeirra, sem héldu með Þjóð- verjum í striði þessu. Tvö hundruð þúsund riflar er sagt að hafi verið sendir hingað og þangað með fram landamærum Can- ada og Bandarikjanna, svo að þeir væru til taks, þegar Þýzkir og þýzk- sinnaðir menn gjörðu árásina á Canada, sem einlægt hefir búið í hug um þeirra, síðan stríðið byrjaði. A laugardaginn var stóð ritstjórn- argrein í blaðinu New York Herald og var hún á þessa leið: Bruni þinghússbygginganna i Ot- tawa vakti hroll og gremju hjá öll- um þorra manna hér, því að inenn voru algjörlega sannfærðir um það, að Þýzkir samsærksmenn væru að þessu valdir. Það er ekki siður nvanna i Banda- rikjunum, að gleypa við sögum öll- um, sem berart. En þetta likiist svo gjörðum öllum og gjörningum, sem sannaðir voru á Capt. Von Papen og yfirmenn hans, i sambandi við önnur ódæðis- og glæpaverk í Can- ada. Láta ckkert fyrir brjósti brenna. Þegar Þjóðverjar eru i stríði, þá láta þeir ekkert fyrir brjósti brenna. Þeir nota hvorutveggja, ógnir og skelfingar og blíðubros og fagur- gala. Það var Þjóðverjinn Holt, sem lagði sprengivélina i ráðhúsið í Washington; það var hann, sem skaut á Morgan og ætlaði að bana honuin. En einlægt hefir menn sterk lega grunað og verið sannfærðir unv, að á bak við Holt hafi staðið aðrir nveiri menn, sem æstu hann til þessa, og sem seinast veittu honunv tæki- færi til, að fyrirfara sér i fangelsinu upp á ekta þýzikan sið. Og þenna morgun prentar blaðið Herald einnig langa sögu nm það, að leynilögreglumenn Canada hafi komist að feikna viðtæku og voða- legu samsæri til þess að ráðast á Canada og eyðileggja Welland skurð inn mikla. Þeir fundu alt út um sam- særið Bandarikja megin, og sögðu blaðinu, að þeir hefðu sent Canada- stjórninni skýrslur um þetta. Þeir sögðu að leynilega hefðu þýzkir agentar keypt 200 þúsund Mauser rifla og væru að senda þá hingað og þangað með frain landa- maTanna í Canada. Þeir sögðu og, að i tugatali hefðu þýzkir herforingjar nýlega komið til Bandaríkjanna og farið með mik- illi leynd og kallað sig belgiska flóttamenn. Þeir hefðu komið úr Evrópu frá ýmsum höfnurn hlut- lausra þjóða, í þeinv tilgangi, að gjör- ast foringjar i Iver Þjóðverja þeirra, sem réðust á Canada. Biflarnir eru teknir og faldir. Islenzk mál í Danmörku “De danske Atlanterhavsöcr,, — heitir félag eitt í Dannvörku. Á ís- lenzku á það ekkert nafn. Félag þetta hélt aðalfund 14. des- ember og var þar rætt um islenzk stjórnnvál. Prófessor Finnur Jónsson hélt fyrirlestur uin þctta efni. Rakti han nsögu 30 ára stjórnarbaráttu fs- lendinga, sem lauk með þvi, aö stöðuiögin voru gefin út 1871. Siðan talaði hann um stjórnmálasögu síð- ari ára. — Um skilnaðardvugmynd- ina sagði hann, að henni fylgdi að eins lítill hluti þjóðarinnar, en ver- ið gæti, að hún vekti fyrir mörgum, sem fjarlæg framtíðar-hugsjón. En slika framtíðardrauina væri ekki unt að ræða. Hann hefði þá trú, að heilbrigð skynsemi myndi sigra og skilnaðar-hugmyndin hverfa úr sög- unni. ísland gæti ekki verið án stuðnings annars rikis og væri eðli- legast, að það leitaði þess stuðnings hjá Danmörku, sem það hefði verið í sambandi við i 500 ár. Vildi hann láta setja nefnd fslendinga og Dana til að vinna að samkomulagi milli þjóðanna. Dr. Valtýr tók til máls á eftir Finni og fullyrti, að skilnaðar-hug- myndin væri miklu ríkari í hugum fslcndinga, en Danir gjörðu sér hug- nvynd unv. Kvaðst hann hafa það eftir áreiðanlegum heinvildum, að skilnaður ætti franv að fara árið 1930, cr þúsund ár væru liðin frá því, er Alþing hið forna var stofn- að. Kvað hann Dani hafa gjört sig seka í hinni verstu glópsku, er þeir hafi undanfarið látið alt eftir fs- lendingum. Danska rikisþingið og stjórnin væri sofandi í islenzkum málum. Neergaard þingnvaður og fyrver- andi ráðherra kvað dönsku stjórn- ina og þingið mundu halda fast við tilboðin frá 1908 og ekkert hopa frá þeim, t. d. að þvi er snerti sanveig- inlegt verzlunarflagg. Kvað hann það vera misskilning, ef fslendingar héldu að Danir myndu halda áfrain að láta undan. Enn talaði prófessor Finnur og kvaðst aldrei liafa heyrt þess getið, að skilnaður væri áformaður 1930; áleit að staðhæfingar Dr. Valtýs þar að lútandi væru á litlum rökum bygðar; gjörði litið úr skilnaðar- tilhneigingunni og hélt fast við það, að sin skoðun á málinu væri réttari. — (P., i Visir). Þeir sögðu, að fyrsti tilgangur þeirra Þjóðverjanna hefði verið sá. að eyðileggja Welland skurðinn og koma í veg fyrir, að G00 milión doll- ara virði af Canada-hveiti yrði sent til Bandamanna. Þeir sögðu, að þýzkir agentar hefðu keypt vopn og skotfæri frá verksmiðjuin Bandarikjanna, þriðj- ung af öllu. sem þar var tilbúið, og hefðu þá látist vera að kaupa þetta fyrir Bandanvenn. Og öll þessi vopn FYRIRSPURN. Mr. Jón Guðmundsson, smiður, frá Gimli, Man., óskar að fá að vita um verustað dóttur sinnar, Sigríðar konu Jóns Bjarnasonar frá Tantal- lon, Sask., sem nú er gcnginn i her- inn. Foreldrar hennar ósk^ eftir að fá að vita um hana scin fyrst. Þau eiga heima i Winnipeg, 721 Gould- ing St.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.