Heimskringla - 10.02.1916, Side 2

Heimskringla - 10.02.1916, Side 2
BLS. 2 If E I M S K R I N G L A. WINNIPEG, 10. FEBR. 1916. Bæjarlíf orsakar aftur- för fólksins. Er það satt? Ef svo er, hvernig skal ráða bót á því ? Les- arinn svari. (Þýt-t úr Winnipeg búna<5arbla?5i). —------------------Þa?5 hefir sést bezt nú á siðastliðnum tveimur ár- um, að það er fjöldinn af bæjar- fólki, sem ekki fellir sig við að flytja út á land, jafnvel þó að afllar kringumstæður þeirra séu mjög bágbornar. Það er auðvitað satt, að inargt bæjarfólk, sem hefir þaullært handiðnir eða aðrar atvinnugreinar, tilheyrandi bæjarlífi, inundi breyta óvitur- lega með því að sækja út á land. —- en það er einnig satt, að það cru þúsundir manna og kvenna i bæjun- um, sem hafa enga vissa atvinnu- von, en sem þó ekki vilja líta við landbúnaði. Það væri mjög fróðlegt, að geta komist fyrir orsökina, sem leiðir af sér þenna ýmugust, sem fólk, upp- alið i bæjum, virðist hafa á sveita- lifi. Þó vér getum, ef til vill ekki gjört þetta, þá má þó gefa nokkrar ástæður af handahófi. 1. Er Ieti aðai orsökin. Fyrst og fremst eru til bæði karl- ar og konur, sem forðast búgarðinn, af þvi þau hafa ógeð á líkamlegri vinnu. Með öðrum orðum: Þetta fólk þjáist af leii; það álitur, að landvinna útheimti of mikið strit. Slíkt fólk vill heldur svelta, en að leggja á sig þunga vinnu. Efalaust álita margir eða flestir bændur, að þetta sé aðalástæðan fyrir aðsókn fólks til bæjanna; en vér álitum að þcssi ályktun sé alls ekki sú rétta. Það eru letingjar í bæjunum, það eru letingjar til sveita, og stórt efamál, hvar hlut- fallið verður stærra. Eigandi á hættu að misskilningur geti hlotist af, vilj- um vér samt ráðast í að segja, að hrein og bein leti sé ’ekki sá þránd- ur, sem aðallega hindrar fólk frá, að flytja úr bæjunum. Vér segjum þetta af því, að augljóst er, að margt fólk, sem forðast sveitalíf, og sækist eftir bæjarlífi, hefir (oft alla sína æfi) vanist starfa, sem krefjast meiri lík- amlegrar áreynslu en algeng bænda- vinna, - jafnvel þó að vinnutiminn sé betur fakmarkaður. Þctta er t. d. augljóst, þegar maður tekur ti! greina byggingarvinnu, verksmiðju- vinnu og fleiri handiðnir, og eins er það augljóst, að vinna kvenfólksins og stúlknanna í bæjunum er i mörg- tim tilfellum meira þreytandi, til- breytingarminni og fáugaslítandi, heldur en hússtörf úti á landi. 2. Rangar hugmyndir viÓvíkj- andi sveitalífi. Ef það er ekki leti, hvað er jiað þá, sem hamlar atvinnulausu fólki frá því að skilja við bæjarlífið? Aðal ástæðan að voru áliti, er sú, að heili bæjarfólksins er fullur af ramm- skökkum hugmyndum. Margt af þvi fólki, sem uppelst í bæjunnm, kann ekki að meta yfirburði þá, sem sveitalífið hefir. Landbúinn (bónd- inn) hefir verið skakt metinn, og hefir jafnvel orðið fyrir hnjóðsyrði, oft og tíðum. Það er ekki svo langt síðan, að bóndinn var kallaður græningi (“hayseed”), og var hafð- ur að háði í dálkum hinna sárfínu bæjarblaða. Hann er þar dreginn upp á blaðið, klæddur í strigabuxur, með skálmunum troðnum ofan í stór eflis vatnsstigvél úr nautaskinni. — Nú eru þessir dýrðardagar á enda, og skynsamt fólk viðurkennir, að beilabú bóndans hafi að geyma alt eins mikinn viljakraft, og jafnvel eins mikla praktiska þekkingu eins og hauskúpa bæjarbúans, sem er skreytt með hörðum, nýtízku liatti. Þetta er sú breyting, sem hefir orðið á hugarfari leiðandi manna; en samt er fjöldinn allur af “algenga lýðn- um”, sem enn skilur ekki eða þá mis skilur bóndann og sveitalífið. Fólk hefir feykilega uppblásnar hug- myndir: um erviði, þrældóm, langa vinnutíma (fótaferð kl. 4 á hverjum inorgni!), einangrun og einmana- skap, og fleira af því tagi, Alt það móttdræga liefir verið stækkað og aukið að nuin nf ímvndun fólksins í bæjunum. j Ástand þetta iná oft kenna því, að bæjarmenn fara í bændavinnu á haustin, þegar annirnar eru mestar og vinnutíminn því lengstur. Þar við bætist, að b.æjarbúinn er oft “grænn”, — kann ekki starfsaðferð- irnar; hann hamast og berst um allan daginn við að þreskja, eða setja upp kornbindi,—þreytist fljótt, — smakkast illa bændavinnan (fær óbragð í munninn!) og snýr sem fyrst til bæjar. Bóndi, sem var að ráða sér vinnu- konu á innflytjendastofunni, sagði: “Þær skilja ekki sveitalífið og eru því hræddar við jiað. En eftir að þær eru komnar út í það, þá finna þær allsnægtir, sem þær áttu ekki að venjast í bæjum: betri fæðu og betra kaup, ef maður dregur frá kostnað fyrir herbergi og fæði. Þær eru meira úti við, og vanalega lærir bæjarstúlkan að aðhyllast sveitalíf- ið, þegar hún hefir reynt það”. Kaflar og konur hrúgast til bæj- anna, af því þau skilja ekki rétt sveitalífið, — þau óttast það þess vegna, og gjöra sér alskyns grillur. 1 stuttu máli: fólkið kvelst af þekk- ingarlcysi og hleypidómum. III. Löngunin til að “sýnast”. Þetta er ein stóra ástæðan fyrir því, að fólk vill ekki flytja úr bæjun- um. — Bæjarbúar, inargir hverjir, stjórnast af algjörlega fölskum hug- sjónum. Mentuninni, sem uppvax- andi kynslóðin fær nú á dögum, er að mörgu leyti ábótavant. Heimur- inn er fullur af tilgjörð og uppgjörð; — fólk í bæjunuin lætur glepjast af j hégómagirnd, og glingri, af allra auðvirðilegasta tagi. Það eru til þús- undir af vesælings einfeldningum á meðal æskulýðsins, sem leika ap- ann, að eins til að geta litið út eða hagað sér eins og einhver annar (sem það tekur nú til fyrirmyndar). Aldarhátturinn sækjir því í það horfið: — að sýnast, að herma eft- ir (stæla). Vér sjáum hermimálverk, hermivefnað (í fötum), gimsteina úr gleri, — jafnvel bárkollurnar á höfði kvenfólksins í bæjunum eru úr fölsku hári! Nútíðar bæjarlíf orsakar hjá unga fólkinu óstjórnlega löngun eftir “spennandi” skemtunum, — það að- h.vllist geryvi og vesælt tildur. Alt þetta er í hæsta máta niðurdrepandi fyrir “character’’ þeirra og leiðir líf þeirra inn á rangan feril. Hvað bóndinn lærir af þessu. Nú segir einhver: “Setjum nú svo að þú hafir rétt að mæla, — hvað kemur það bóndanum við? Þetta j er spursmál, sem snertir bæjarfólk- j ið. Hvers vegna er búnaðarblað að j ræða það?" Það eru góðar og gildar ástæður | fyrir því. “Hálfur hcimurinn hefir i enga hugmynd um, livernig hinn j helmingurinn lifir”. Bæjarbúar | hafa rangar hugmyndir um ástandið ; til sveita; fólk til sveita hefir rang- j ar skoðanir á bæjarmönnum. Það : er þar af leiðandi allmikils virði 1 fyrr karl eða konu, sem hefir alið allan aldur sinn á búgarði, að lifa j uni stundarsakir i bæ, til þess að j koma skipulagi á skoðanir sinar og læra að skoða þessi málefni fra báðum hliðum. Piltar og stúlkur, esm alast upp til sveita, læra hreint ekki að meta sveitalífið rétt. Stund- um er þetta foreldrunum að kenna. Þau þræla börnunum út við vinnu; þau gefa i skyn, að búnaður sé ein- hver erviðasti og þrælbundnasti at- vinnuvegurinn undir sólinni. —- —- — 1 stuttu máli: Þau niða og lasta sína eigin köllun! En sannleikurinn er, þrátt fyrir alt, að sveitalífið veitir heilsusam- legt umhverfi, sem skapar hrausta líkami og skra, skarpa sálareigin- leika. Sveitalífið elur og þroskar einlægni, — viljakraft og framþrá, sem bæjarlífið vanhagar svo um. Astandið, eins og það er nú í heim- inum, hefir ótvíræðilega leitt þetta í ljós. Ef þetta yfirstandandi stríð leiðir i ljós ágæti og þolgæði bænda- stéttarinnar og afkomenda hennar, j jiá hefir það að minsta kosti kent j oss eina lexíu, senr ekki gleymist i langa tið. ■¥ ¥ * Til Iseendanna. Hvert er álit ykkar? Vér berum cnga ábyrgð á skoðun- um greinarhöfundarins, - greinin er nákvæmlega þýdd og engu bætt inn í. Ef þú ert bæjarbúi, jiykir þér ef til vill ráðist á mannorð þitt og manndóm. I-if þú ert bóndi, þá hæl- ist þú yfir, að hafa fengið höggstað á bæjarbúanum, sem lítur fremur niður á bændastéttina, — jafnvel þó að hann viðurkenni, hversu nauð- synleg hún er. En þið liafið báðir á röngu að standa. Vér reynum að forðast, að gjöra árásir í ritgjörðum vorum. Vér reynum að eins að benda' á sumt af þvi, sein betur rná fara, og sem miðar til þjóðarheilla. Ofanprentuð grein bendir skýrt á tvent, sem cr í alla staði íhugunar- vert: 1) að almenningur í bæjum gjörir sér rangar hugmyndir um sveitalífið (og svo kaups kaups); 2) afí fi/rir framtiðarvelmegun þjóöarinnar er sveitalífið heillavæn- legra og affarasælla heldnr en bœj- arlifið. Vér viljuni og bæta því við, að einmitt jiessi síðari hugmynd er driffjöðrin i framfarahreyfingunni, sem nú er á dagskrá bændalýðsins. Það er ekkert spursmál um það, að hann Árni smiður í bænum er eins ráðvandur og vel hugsandi maður, eins og hann Pétur bóndi. Eða Páll verzlunarmaður, sem á stóra búð í bænum, er eins mikill framtaksmað- maður og hann Helgi, sem á mjólk- urbúið, hundrað mílur frá næsta stórbæ. Hver þessara manna hefir sitt starf að leysa af hendi. En hvað um afkomendur þeirra? “Bæjirnir hafa hingað til getað haldið uppi að minsta kosti miðlungs siðiferðis- og starfskröftum, af því að alt af hefir nýtt blóð komið inn frá sveitunum. --------Siðférðis- og líkamaþrck sveitabúans er dýrmætasta eign þjóðarinnar. Það er fjársjóðurinn, sem er arfleifð drengjanna og stúlkn anna, sem alast upp úti á landi”. — Lesendur skiija því, að vér erum ekki að “berja upp á” neinum, — lieldur viljum vér að eins ítreka þennan sannleika: Að velferð þjóð- arinnar byggist á líkamlegri og and- legri atorku einstaklingsins. Hún byggist á ánægjunni og fjörinu, sem hraust sál í hraustinn likama getur veitt, — og hún byggist á starfs- kröftum þeim, sem eru æ ungir og óspiltir, og reiðubúnir ti| meiri fram kvæmda. Ti! hvers er að tala um meiri framleiðslu, betri búnaðar- aðferðir, meira peningamagn, fleiri uppf.vndingar, fleiri vélar, og stærri bæji með “nýtízku” þægindum? , Maðurinn er ekki þræll vélanna’eolí visindanna. Fyrsta skilyrðið er, að sem allra flestir einstakiingar í þjóðarheildinni séu heilbrigt, hugs- andi og starfandi fólk, sem kann að njóta þess, sem Iifið hefir að bjóða. Burt með iðjuleysingja, sem lifa á almenningsfé! Burt ineð vesæl- dóminn og volæðið, sem orsakast af skammsýni og fávizku, þar sem hver og einn hugsar að eins um hverfandi stundu, og býr framtíðinni óréttlát- ar byrðir með vesældómi .sínum og eigingirni! Ofvöxtur í bæjunum og aðsókn almúgans (einkanléga unga fólks- ins) til bæjanna, hefir á öllum öld- um miðað til spillingar og niður- dreps. — Sé ekki hægt að koma því til leiðar, að starfandi fólk úr bæj- unum taki upp sveitalíf sökum fram- tíðarvelferðar barnanna sinna, þá liggur næst við að varna því, að uppbyggilegasta fólkið úr sveitununi fórni sjálfu sér á altari hinnar svo- kölluðu menningar, með því að velja sér og niðjuin sínum einlivern bæ til heimilis. taka og félagslegra samtaka, — þeir þarfnast meira en nokkuð annað leiðtoga, sem eru víðsýnir og fram- gjarnir. Gætu ekki frændur þeirra i bæjunum hjálpað þeim til að gjöra sveitalífið betra og fjörugra og svo uppbyggilegt, að unga fólkið geti unað þvi? Það miðar til þjóðar- heilla. S.A.B Hjálp í viðlögum. ---+.-- Mr. Walter Thorsteinsson á Gard- ar, N. D., átti i sumar sem leið um 150 svín; þar af 16 gyltur með grís- um. Hann blandaði kyninu. Kemur þá oft fyrir við kynblöndun, að gyltum gengur illa að gjóta, og drep- ast oft og tiðum. Þetta kom fyrir hjá W. Thorsteinsson. f maí gat ekki ein gylta gotið. Hann skar hana á hol (keisaraskurð), og náði grisum, 6 að tölu. Alt gekk vel. Þá gyltan var leysl úr böndum, stóð hún upp og fékk sér að drekka og fæddi grís- ina hina. sem ekkert hefði ískorist. Litlu síðar skar W. Thorsteinsson upp aðra gyltu, og tók fjóra hvolpa. Lánaðist það jafn vel og með þá fyrri. Við siðari skurðinn hjálpaði Carl Magnússon Mr. Thorsteipsson. 1 þriðja skifti keinur það sama fyrir. Þá var Thorsteinsson fjarver- andi. Þá gjörði Carl Magnússon uppskurðinn, og lánaðist hann sem áður mæta vel. Seinasta gyltan átti 5 grísi. AIls voru grísirnir 15. Lifðu 11 af þeim og allar gylturnar, og urðu góð markaðsvara í haust setn Ieið. Skurði þessa skáru þeir með venjulegum vasahníf, i skálialt, í vinstra nára. Saumuðu saman fimm sinnum. Fyrst gríslegið; 2. lífhimn- una; 3. kviðvöðvana; 4. fituvcfinn, og 5. skinnið. Þeir þvoðu skurðinn úr spíritus, og fóru mjúklega að öllu. Gáfu gylt- unni venjulegt fóður og grísunuin. Gyltúrnar og grisirnir voru i jafn- góðum holdum og þrifum, sein aðr- ar gyltur og hvolpar, sem ekkert hefði komið fyrir. Sagt er, að það komi oft fyrir, að gyltur geti ei gotið, einkum þá um kynblöndun er að ræða. Ættu eig- endur svína að hagnýta sér lækn- ingu W. Thorsteinssonar og Carls Magnússonur. Það er uin Walter Thorsteinsson að segja, að það er sama fyrir hann, hvað hann leggur höiid á: hamar- inn, sögina, stórbryggjusmíði, ak- uryrkju, griparækt. gullnámur eða ljóðagjörð, á enskri tungu. Hann er allstaðar jafnvigur. Skaði, að hann gefur sig ennþá ekki við íslenzkum ritsmíðum. Maðurinn er í hvívetna vel að sér. K.Á.H. f........................."N Æskulýðurinn. Bómull. Canada þjóðin er ung. Vér ætt- um að forðast þau ljótu dæmi, sem liðni timinn sýnir oss. Vér ættum að bcita skynsemi og manndómsþreki voru til þess að þetta nýbygða land geti blómgast, og geti verið sælunn- ar land fyrir kúgað og þjáð fólk úr gömlu löndunum, jiar sem miðalda- menningin er nú að bera sýnilegan ávöxt! Málefni eins og þetta snertir alla, — bæði bæjarbúa og bændur. Hvorutveggja geta lijálpað til þess, að Jeysa úr vandamálum þessum. En til þess verður hvor að skilja hinn. Persónulegheit eiga ekkert skylt við málefnið. Það var sú tið, að sveitalífið var álitið nokkurs- konar hegningarstofnun fyrir þá, sem ekki gátu borist á eins og þótti | sæmandi i bænum. Þeir, sem eftir’ sátu í bæjunum, settu upp spekings-j svip og H)gðu dóm á: “Þetta var það eina, sem hann gat gjiirt til aðj lifa”. liiö eina! Svo skeggræða bæj- armenn í makinduin flokkapólitik, triimál og fleira, alt nema nauð- synlegustu málin: þjóðarframför og þjóðarvelmegun. Bóndinn aftur á móti hefir séð, eins og í stækkun- argleri. fjárglæfraspil auðmannanna j í bæjunum, og vesældóm verka-j mannsins. Hann liefir séð ínjög svo j glögglega hvert stefnir með framtíð j þeirra, sem setja traust sitt á bæjar- j lifið. En þó hann hafi séð það, hefir hann ekki varnað börnum siiitim frá Jiví að leita til bæjanma og yfir-: gefa hann i ellinni. Hann hefir ekki j getað }>að! Bændur þarfnast verzlunar sam-1 Bómull er eitt af Jiví allra nauð- synlegasta, sem ræktað er í heimin- um. Vér þurfum svo mikið af bóm- ull til fatnaðar, auk margs annars, og er þess vegna afar mikið ræktað af henni. Bómullin, sem ræktuð er í Bandarikjunum á einu ári, er meira virði heldur en alt það gull, sem unnið er úr námum um heim allan á sama tima. Þar að auki er afar mikil bóinullarræktun á Ind- landi, Rússlandi og Egyptalandi; nemur hún einum fjórða hluta bóm- ullar framleiðslunnar i þessum fjór- um lönduin. Bómullar ræ.ktun hepnast bezt i heitu loftslagi, og er þess vegna aðal- lega i Suðurríkjum Ameríku, ]>ar sem menn voru æstastir með þræla- haldi og pindu þrælana á bómullar- ökrunum, og J>ar sem “Old lilack Joe’’ er mest sungið. Elztu bómullar verksmiðjurnar eru i Nýja Englandi í Manchester: en nýjar, stórar verksmiðjur hafa verið bygðar í Charlotte og Spar- tanburg. Bómullarfræ er brúnt að lit, og er á stau-ð við sítrónufræ. Því cr sáð í apríl í raðir með um Jmiggja feta millibili; síðan er hreyft við rnold- inni í milli raðanna öðru hvoru. Sjálf plantan er í líkingu við tré, og verður mittishá. Blöðin eru i likingu við mösur-lauf. í júni springa út fögur hlóm, í lögun svippð rósum. 1 fyrstu eru þau hvít, en verða rauð eftir einn cða tvo daga. Eftir frjóg- unartímann detta þau af og mynd- ast J)á langir og mjóir fræbelgir. Þegar þeir eru fullJ->roskaðir springa Te eða næstum te—Hvert drekkur þú? Það þarf kunnáttu til að blanda te—kunnáttu til að uppskera það—kunnáttu til að hella uppá það—jafnvel tnikla kunnáttu til að búa um liað. Taktu eftir hinni nýju tvöföldu umbvið BUE ÞIBBON TEA Færðu að þekkja teið sem er búið til af mestu kunnáttu í te tilbúningi—-þetta te verður þá stöðugur gestur á lnnu heimili. Sáð og uppskorið af mestu kunnáttu, blandað og pakkað í bestu umbúðir sem hægt er að kaupa, BLUE RIBBON TE er alt það sem gott te á að vera Taktu okkar orð trúanleg fyrir fyrsta pakkanum; þinn smekkur mun gera það sem til vantar—ef ekki þá færð þú þína peninga aftur. þeir og opnast; sjást J>á allstaðar hvitir bómullarhnapparnir með brúnu fræinu, sem gjörir þá drop- ótta að lit. Þá er mál að fara að tína bómullina. f Suðurríkjunum er sáð- tími í júlí, en norðar ekki fyrri en undir Jól. Þegar búið er að tína bómullina, er henni rent í gegnuin vél, sem að- skilur alt fræið; siðan er hún press- uð i annari vél í stóra stranga líkt og hey. Eru þessir strangar 4 fet á hvern veg, og vega um 400 pund, og er hver strangi 30 til 40 dollara virði. Olia er pressuð úr stráinu, sem notuð er í smjörlíki, sápu og i ýmsa rétti. Bómullarfræs mjölið er notað sem skepnufóður; en úr leggjum plöntunnar sjálfrar er búin til góð tegund af skrifpappir. Þessu næst eru bómullar strang- ’arnir sendir til verksmiðjanna. Þar er bómullin tætt i sundur i vélum og hreinsuð og svo kembd. Síðan er hún unnin í lopa; en garn eða þræð ir eru spunnir úr lopunum. Sumt af þráðunum (uppistaðan) eru undnir upp á bómur í bómuHar- vefstólunum; en sumt er undið upp á spólur, og er J>að fyrirvafið, eða þræðirnir, sem liggja þversum i klæðinu. 1 uppistdðunni eru þfæð- irnir, sem liggja langs eftir klæð- inu. Þeir eru dregnir í gegnum augu á höföldum, sem vinna þannig, að þau hækka annanlivorn þráð, en er þá spólunni mcð fyrirvafinu skotið i milli þráðanna; svo lækka höföld- in efri Jjræðina, en hækka þá, sem neðar lágu; er J)á spólunni skötið til baka, og svo koll af kolli. Þannig er búið til bómullarklæði, og er það kallað að “vefa”. Mörg þúsund yds. af klæði cru ofin á dag. Klæðið er svo litað, eða prentað á það rósir eftir atvikum. Síðan er Jiað sent í búðirnar. Annij McPhersnn (15 ára). (Þýtt). —D.— .. Þegar eg er orðinn stór. (Þýtt). Þegar eg er orðinn stór, ætla eg að kaupa bújörð og girða hana inn í tvennu lagi. Annan lilutann nota eg fyrir nautgripi, en liinn hefi eg fyrir akur. Eg æ-tla að byggja ibúð- arhús, peniiigshús, fuglahús og korn- hlöðu. Akurinn ætla eg að plægja, hcrfa með disk-herfi og gadda-hcrfi og svo að sá í hann. Eg ætla að hafa fjóra hesta, eitt par akneyta og tíu kýr. Svo ætla eg að ala upp nautgripi og folöld, sem eg get sclt síðar meir. Jleimilið ætla eg að hafa nálægt vatni eða læk og geta gæsirnar og endurnar synt þar, Jjví eg ætla að hafa 10 gæsir, 10 endur og líka 50 hænsni og 20 kalkúna. Að haustinu sel eg mikið af fuglum. Eg ætla að rækta “brome” gras handa skepnunum og til ]>ess að selja; svo ætla eg að kaupa hey og strá og binda þáð og selja, svo að eg eignist peninga. Einnig ætla eg að hafa kálgarð, 10 ekrur að stærð. í 7 ekrur sái eg kartöflum; rófum i IVj ekru, en í afganginn liefi eg karrots, parsnips, lauk og kartöflur, og sel eg mest af því og læt peningana á banka. Af þeim fæ eg rentu. Þegar eg er orðinn gamall, sel eg búið, byggi snoturt hús í smáþorpi og flyt mig þangað. Þar hefi eg hæga daga, og lifi á nokkru af pen- ingunum, en gef sumt börnum min- um. fíjarni ólafsson (12 ára). Gáta. Glugga veit eg væna þá vera einu húsi d; enginn þeirra missa má, margt er gegnnm þá aö sjá. Kostnr sá er einn þeim á, inn nm þá ei neitt má sjá. —- Par sem æskan á sér ból, i þeim speglast von og sót. En þegar fjölga æfiár, i þeim stendur sorg og lár. Hvar sem gifta og gengi er, gleöin i þeim vaggur sér. Æskumorgun, ellikvöld á þá mála hutin völd, margt, sem hugsar hiísbóndinn, hlátur, ótta, grát, ástarheiða himininn, hatur, reiöi, fát. Ötat litum tífsins með litiirðu í þeim mannsins geð. — Get og lær nú gátu mína, Gunna litla, Siggi, Stina. (Unga ísl.). Skrítlur. Hann: “Hvaðan af Islandi ert þú ættuð?” Hún: “Eg er ættuð úr Húnavatns- sýslu”. (Glettnislega): “Þar er til- tölulega mest af fríðasta og gáfað- asta fólki landsins”. Hann: “Og það þykist eg vita, að þar sé mikið af refum”. Ilún: “Já, satt er það. Þess vegna þekki eg þá Jiegar eg sé þá, og vara mig á þeiin”. Læknirinn (við sjúkling, sem leg- ið hefir í dái langan tíma): “Vissir Jn'i nokkuð af þér?” Sjúklingurinn: “Já, að vísu vissi eg af mér, en mjög óglögt. Eg hafði ekki hugmynd um, hvar eg var staddur”. Læknirinn : “Hélztu J)á ekki að þú værir dauður og værir í öðrum heimi?” Sjúklingurinn: “Nei, eg vissi að eg var ekki dauður, því eg var svangur og mér var kalt á fótum. Hefði eg verið í betri staðnum, J)á hefði eg ekki verið svangur; og ef eg hefði verið i verri staðnum, J)á hefði mér verið heitt á fótunum. Eg hlaut því að vera á jörðunni”. Drukkinn maður var að berja ut- an götuljóss-staur, þegar lögreglu- þjónn kom að. I.ögregluþjónninn: “Hvað gengur að J)ér maður? Ertu vitlaus?” Sá ifulli: “N-nei. E-eg veit ’ún er heima, því eg sé ljó-sið í loftsglugg- anum”. ! Holl siimar skemtun ft/rir börn I

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.