Heimskringla - 10.02.1916, Síða 3

Heimskringla - 10.02.1916, Síða 3
WINNIPEG, 10. FEBR. 1910. H E I M S K R I N G L A BLS. 3 Fréttabréf. Sinclair, Man., 22. jan. ’IC. Herra ritstjóri! Það hlýtur að vera sérlega skemtilegt, að vera góður rilstjóri, og láta dynja á sér fréttir og bréf úr öllum óttum og af öllu tagi, og öll með rífandi skjalli og lofdýrð til ritstjórans. Það yrði að eins að bera i bakkafullan lœkinn, að bæta ofan á þetta, og ætla eg því að sleppa þeim kafla og bíða átekta með hvort þessar línur fá aðgang i Hkr. eða ekki. En þar sem eg hefi alls ekkert skemtilegt né heldur fræð- andi frain að bjóða, þá liggur mér í léttu rúmi, hvort það er birt eða ekki. Og hafi Kringla margt annað af betra tagi að birta, þá má herða á hitanum í ofninum með þessum línum. Allmargs mætti minnast og marg- falt fleira, en eg ætla að eiga við eða draga hér fram. Eg hefi átt von á, i tveimur síðustu blöðum Heims- kringlu, að hún kæmi með góðan og fróðlegan útdrátt af Bændaþinginu, sem haldið var i Brandon fyrir 2 vikuin síðan; en blaðið steinþegir yfir þessu öllu, og virðist það þó all-undarlegt, þar sem það flytur þó búnaðardálk, og þetta þing er ein- initt til að cfla og styðja allan bún- að, og gjörir það dyggilega og mik- ið betur en nokkur annar skapaður hlutur. En mörg félög og mörg blöð vinna í hamförum á móti Bændafé- laginu; en eg vona, að Hkr. sé ekki i þeirra tölu. Þessir svokölluðu Grain Growers hafa sýnt það greinilega, að stefna þeirra er i rétta átt fyrir bændur yfirleitt. En á því eru nú þau dauð- ans vandræði, að margur bóndinn er sá grútur, að hann vill ekki gefa dollar til að vera ineð og hjálpa að balda sínum eigin rétti og með- bræðra sinna fram; en gengur aftur háæpandi, þegar hann er troðinn niður, sem ekki er ósjaldan; þvi allir vilja ná i þann, sem heyrir ekki til neins félags eða félagsskapar, fyr- ir þá sök, að þá hafa þeir enga verndun. Það er því auðgjört, að troða þá undir, þvi þeir geta ekki hefnt sín sjálfir, og engir til að gjöra það fyrir þá. Á þessu þingi, sem nú er rétt ný- afstaðið í Brandon, var landi vor héðan úr bygðinni, Hinrik Johnson. Hann er vel skýr maður. Eg hafði stutt tal af honum, þó að eins í gegn um talþráð^ Hann var fullur af á- huga og fjöri yfir ferðinni, og eg THE CANAD4 STANDARD LOAN CO, Aðul Skrifstofu, WinniiieK $100 SKULDABRÉF SELD Til þæginda þeim sem hafa smá upp hæt5ir til þess atS kaupa sér í hag. Upplýsingar og vaxtahlutfall fæst á skrifstofunni. J. C. KYLE, Itfi hMiiiu hur 428 Malu Sireet. WINNIP BG Ein persóna (fyrir daginn), $1.50 Herbergi, kveld og morgunvertSur, $1.25. Máltíóir, 35c. Herbergi, ein persóna, 50c. Fyrirtak í alla stabi, ágæt vínsölustofa í sambandi. Tulsimi Gurry 225 R0YAL 0AK H0TEL Chas. GuNtnfsHon, eiftundl Sérstakur sunnudags miÖdagsverÖ- ur. Vín og vindlar á boröum frá klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex til átta aö kveldinu. 283 MARKET ST. YVINNIPEG Brúkaðar saumavélar meö hæfilegu veröi; nýjar Singer vélar fyrir pen- inga út í hönd eða til leigu. : : Partar í allar tegundir af vélum; aðgjörö á öllum tegundum af PhonO graphs á mjög lágu verði. : : J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega “agenta” og --------verksmala.------ Isabel Cleaning and Pressing Establishment J. \V. QUINJí, cigandl Kunna manna bezt að fara með LOÐSKINNA FATNAÐ Viðgerðir og breytingar á fatnaði. Phone Garry 1098, 83 Isabel St. horni MoDermot vonast eftir, að hann láti til sín heyra i gegnum blöðin. Hann og kona hans eiga mörg börn og sérlega efnileg, 3 eða 4 koinin til fullorðins ára. Eitt þeirra er Margrét; hefir hún verið skólakennari hér í ná- grenninu í nvörg ár og dugað vel. Næst er Lára. Hún er í Brandon og gengur þar á kennaraskóla. Elzti sonur lians, Ásgeir, mun vera á bún- aðarskóla í Virden. Já, eg gat til uin það í byrjun þessa bréfs, að ýmislegs væri að minnast, og er það ckki að eins í nýrri tíð, heldur þyrfti eg ef rétt væri, að seilast langt aftur í tímann og það helzt mörg ár; því að bygð vor hér og bæjir hennar, og þá ekki síður útihús, hafa tekið að segja má tröllslegum stakkaskiftum; þar sem áður voru smákofar, standa þessi stóru fjós og hlöður. Áðurnefndur Hinrik Johnson reisti stórt og sterklegt fjós, alt úr grjóti fyrir neðan loft. Svo að eins hálfa mílu þar frá er hr. Jóhann G. Jó- hanns; hans “barn” er eitt hið allra stærsta og að öllu leyti fullkomið.— Þá er Mr. Magnús Tait; hann lauk við eina þessa byggingu nú í sumar. Og ýmsir aðrir hafa góðar bygging- ar, svo sem lllugi Friðriksson og Þorsteinn Jósephsson, og enn fleiri. Þó vita allir, að síðastliði sumar var eitt hið allra inndælasta og upp- skera ágæt. En eins og suinum hætt- ir við að segja söguna, þá er hún alls ekki rétt; eins og kom fyrir hér í haust, þegar einn enskur nágranni rninn þóttist fá 54 hushel af ekr- unni, og lenti þetta i veðmáli okkar á milli, og kom þá í ljós, að akur- inn var töluvert stærri, en hann hafði sagt frá, og þá auðvitað varð bushela talan langt fyrir neðan það mark, ea rétt um 39 af ekrunni. — Þetta er eitt dæmi af ótal, sem eru daglegir viðburðir. En sem sagt var uppskera ágæt- lega góð; en ýmsir urðu seint fyrir og lentu í snjó og liraktist hveitið; en flestir landar fengu þó þrekst, þó seint væri og skemt, og var það auðvitað skaði mikill fyrir þá. Fyrstur allra landa liér að fá alla sína uppskeru þreskta mun hafa ver- ið Mr. Þorsteinn Jósephsson. Þau hjón eiga mörg hörn og flest upp- komin; þau sýna foreldrum sinum dugnað og sérlega samhygð; enda er bú þeirra alt hið blóinlegasta. Fyrir tíma i suniar höfðum við þá ánægju, að hafa með oss hér stúdent Halldór Johnson. Hann er prstsefni hið bezta. Ilann skírði allmörg börn og fermdi 7 ungmenni. Hann fór sérlega vel með öll ræðuefni sín, og á hann þakkir og heiður skilið fyrlr komuna. Hingað til bygðarinnar er komin Miss Jónasína Stefánsson, til að taka hér við skóla. Hún hefir í mörg und- anfarin ár kent hér, og parta úr ár- um; og nú er hún enn á ný fengin til að taka sama skólann. Það er víst dugur í henni, þeirri stúlku, enda ber hún það með sér. Eg mætti vikja að þvi aftur, — þó flcstir landar liér næðu uppskeru sinni, þá er hér fjöldi af öðrum bændum, sem hafa mikið úti, og jafn vel allmargir, sem hafa alla upp- skeru sína eins og hún leggur sig undir snjó. Þetta er sérlega tilfinn- antegt og verst, að þegar vonð kem- ur, þá stendur alt fast, og næsta sumars uppskera getur ekki 'orðið mikil hjá þeim. Og yfir það heila lít- ur ekkj vel út með það, fyrir þá sök, að akrar standa allvíða ótilbúnir. — Eg hefi taiað við ýmsa drifandi bændur, sein segjast að eins geta sctt i tiðugan helming að ckrufjölda við árið sem leið, og má þetta heita al- ment. Kolaekla er hér töluverð allvíða og alment kent um að vagnar fáist ckki; þetta er viðbáran aðallega hjá C.P.R. Það lítur helzt út fyrir, að nú loksins, eftir að hafa haft í hrein- an gróða um 15 milíónir fyrir að flytja hveitið okkar í haust, að þeir séu nú fullsaddir í bráð, og kæri sig lítið um að flytja kolin. Já, herra ritstjóri, margt mætti hér segja um þetta auðveldisfélag, og sannast hér hinn gamli máls- háttur: “Grísir gjalda, en gömul svín valda”, að þetta félag er nú orðið nokkurskonar ofjarl hínnar kanad- isku þjóðar og stjórnar, og sýnir það í verkinu, að stjórn vor hefir í fyrri tíð kent þeim að taka spenann svo greinilega, að ómögulegt er að venja þá af; þeir hanga því þannig áratug eftir áratug á blóðrisa brjósti hinnar ungu og ágætu Kanada. Já, slétturnar hennar, frjófgu og fríðu, voru þeim gefnar og millíónir þar með. Nú ljá þeir því varla eyra, þó íbúar landsins mælist til, að þeim séu færð kol með járnbrautum fé- lagsins, — og þó er þeim hærra goldið fyrir þann og allan annan flutning, en gjört er i ýmsum öðr- um fylkjum. Almenn óánægja er hér gagnvart Jifssu félagi, og það alls ekki að astæðulausu. Þá fáum við loksins þann heiður,! að ganga til atkvæða móti honum Bakkusi þann 13. marz. Já, það verð- ur gaman; en verður þó, að eg vona, full alvara. Að hin nýja stjórn vor skyldi nú skera svona illa við neglur sér, að lofa ekki kvenfólkinu að vera ineð í þessum kosningum, er í itla farið, og það eftir öll þau fögru loforð, sem hún gjörði. Þetta er itla farið og mælist illa fyrir, sem von er, eftir alt og alt. Auðvitað hefði kvenfólkið hjálpað okkur til að ganga inilli bols og höfuðs á þessu allra argasta þjóðarmeini, sem hefir, hinar söinu afleiðingar uin heim j allan. — Já, kvenfólkið yfirleitt hef- ir liðið meira tjón við ofdrykkjuna enn karlmenn. Það hefði verið fag-1 urt, að láta þær byrja með oss ein- mitt á þessu hér i Manitoba; og þá I hefði líka sigurinn verið vis. En sé-1 um við karlmenn sannir menn og j stöndum saman (því brennivins-: belgir munu standa saman), þá ætt- | um við samt að hafa yfirhöndina og i vinna frægan sigur. Herra ritstjóri, eg vík að því aft- ur, að þú gefir oss útdrátt af gjörð- um Bændaþingsins, sem eg mintist á hér að frainan. Fréttir af þessu þingi cru sérlega fræðandi og uppbyggilegar og vel við eigandi i búnaðardálkum blaðs- ins. Og í öllum bænum að láta fylgja hina ágætu þingsetningarræðu R. C. Henders, sem er forseti Grain Grow- ers félagsins hér í Manitoba. Griptu bara talsimann að Suite 4, Balmoral Court, Winnipeg, og þá gefur hanp þér öll þau blöð, sem þú þarfnast; og þótt fyrir þér verði í þessum þing skýrslum, að mikið var rætt um að stofna þriðja pólitiska flokkinn á þessu þingi, þá hugsa eg þig svo styrkan fyrir, að það gefi þér ekki “kaldar fætur”; enda er álit mitt, að sá flokkur verði ekki myndaður í nálægri framtið (þótt full þörf væri á). En þetta ntál tekur líklcga marga dálka í Kringlunni, svo ef þér lízt, þá láttu þessar linur á hilluna. Það er orðið lengra og lakara en eg ætl- aði að hafa það, svo láttu fréttirnar af bændaþinginu sitja fyrir. Með heillaóskum. \ A. Johnson. Fáeinir punktar frá Lesiie. M. J. Skaptason. Heiðraði ritstjóri Heimskringlu! — Það er ekki af þvi, að eg ætli að hefja mig til dýrðar eða gjöra mig vegsamlegan í augiiin lesenda Heims- kringlu, að eg sendi blaðinu nokkr- ir línur. Eg hefi verið að vonast eft- ir, að sjá fréttagrein frá Leslie, nú im siðustu tvo mánuðL en sú von hefir orðið að vonbrigðuin alt til þessa dags. Og þess vegna tek eg nú það Bessaleyfi, að senda Kringlu minni örfáar linur, í því trausti, að* •þér, ritstjóri góður, gefið þeim rúm í blaðinu. Héðan frá Leslie liefir engin fréttagrein sést í íslenzku blöðunum i háa herrans tíð. En, ritstjóri góo- ír, við Leslie búar erum þó bráðiif- andi og höldum áfram að starfrækja alt mögulegt, sjálfum okkur og öðr- im til nytsemdar og lífsviðurhalds, eftir kúnstarinnar reglum, til að halda í horfinu; þvi allir lilutir eru núdýrir, en þarfirnar miklar úr öll- um áttum, og í allar áttir.—- Það er þetta stóra, voðalega Evrópu-stríð, sem er þess ollandi, að allar lífs- þarfir manna eru svo dýrar og þarf- irnar miklar. Tiðarfarið var hér eins og ann- arsstaðar í fylkinu hið inndælasta, og uppskera ómunalega góð og inik- fl; nýting uppskerunnar góð, utan nokkradaga snemma í október sem rigndi og tafði fyrir þreskingu. Með- altal uppskerunnar mun liafa verið 40 bush. af ekru. Margir fengu 40— 50 hush. af ekrunni; eg vissi til að stöku menn fengu 55 bushel af vor- broti. Það var fallegur skúfur, skal eg segja þér, ritstjóri góður. Hafrar niunu hafa verið að meðaltali 68 bush. af ekru. Byggi og flaxi mun hafa verið lítið sáð til i vor. Verð á hveiti var 86—106, eftir þvi sem það féll og hækkaði á hveiti markaðinuin austurfrá. Verð á höfr- um 37—4Gc bush. Til þess að gefa mönnum liug- mynd um uppskerumagnið hér í kring uin þennan smábæ, þá hefi eg sannar skýrslur fyrir því, að borg- að hefir verið fyrir burtflutt hveiti og hafra, alt upp að stuttum tima, $215,000 (tvö hundruð og fimtán þúsund dollarar) frá þrennir korn- hlöðum, sem hér eru. Þar að auki eru þær nú fullar, og rúma þær 30,- 000 bush. Einn hveitikaupmaður sagði mér nýlega, að eftir mundi vera óselt hjá bændum 30 prósent. Eg veit til dæmis af þremur bænd- um hér skamt frá, sem ekki liafa dregið neitt til markaðar af síðustu uppskeru sinni, og er kornvara þeirra til samans 31,000 busli.. Þetta framantalda uppskerumagn bendir á það, að bændur hljóta að vera i cfnalega góðu ástandi þetta ár, og er það gleðilegt að vita. Þvi undanfarin ár hafa margir bændur átt við ramman reip að draga, að komast úr skuldum. Og í sambandi við þetta uppskerumagn skal þess getið, að önnur blessun, sem þetta fylki öðlaðist, var vínsöluhannið sl. sumar. Það má heita svo, að varla hafi sézt drukkinn maður siðan. — Maður telur það ekki, þótt stöku gamlir vínsvelgir sjáist ofurlítið j góðglaðir, svo sem einu sinni i mán-1 uði, eða jafnvel sjaldnar. Það væru þúsundir dollara komnir, eða hefðu farið inn í drykkjukrána sl. haust, þar scm þvilíkir peningar voru trl, ef vínbannið hefði ekki verið, og færri dollarar borgaðir upp í skuldirnar. Svo þetta ár ætti að vera eitt hið mesta happa- og hagsældaár f.vrir land og lýð. — Það er vonandi, að algjört vin- bann komist á í þessu fylki á yfir- standandi ári. Nýlega var hér á ferð “license in-! spector” Jón Hjaltalín. Eg spurði hann um það málefni, og kvað hann j áreiðanlegt, að vinhann kæmist á i fylkinu einhverntíma á þessu ári. En enga hugmynd hafði hann um það, nær það mál kæmi fyrir al- menning. Samkomur mcð dansi hafa verið haldnar hér í haust þó nokkrar; flestar til arðs fyrir stríðs-sjóðina, svo sem Beígíu-sjóðinn, Rauðakross- sjóðinn, Hermanna-sjóðinn, og fleiri sjóði og félög. Leslrarfélagið Hekla hafði hluta- veltu þann 14. þ.m., og hafði aí- gangs kostnaði nálægt $60.00, sem á aú að kanpa hækur fyrir. Eg hefi góða von um, að það félag nái vexti og viðgangi og þroskist áfram og upp á við á íslenzkum bókmenta- akri. fslcnzk lestrarfélög eru eitt út af fyrir sig öryggismeðal til viðhalds íslenzkri tungu. Landar hér vestan hafs ættu að lesa inn í sig íslenzkt þjóðerni, — lesa inn í sig það göf- ugasta, sem feður vorir og mæður höfðu til að bera; — lesa inn i sig dáð og dug, drengskap og framfara- hug. Þetta lestnarfélag hér, sem er að eins ársgamalt, liefir nú 20 meðlimi, og virðist það góð byrjun. Söngflokkurinn Fjölnir, sem mynd aður 'var i fyrra og sem hefir legið í dvala um langan tíma, er nú vakn- aður til meðvitundar aftur um til- veru sína. Hefir hann æfinag i viku hverri undir umsjón, stjórn og kenslu Mrs. W. II. Paulson, þingm., sem er sú cina af íslendingum i bæ þessum, sem getur kent söng; og ber henni þakkir fyrir þá fræðslu i þeirri fögru list. Söngflokkur þessi samanstendur af 12 karlmönnum. — Lengi lifi sönglistin íslenzka! Þá eru nú upptuldar allar félags- Hveiti Hinnar miklu millu— Sem stóra BrauðiÓ er búið til úr PURITy FLOUR “ More Bread and Better Bread ” ÞAÐ VANTAR MENN TIL Að læra Automobile, Gas Tractor lUn i bezta Gas-véla skóla í Canada. l>ab tekur ekki nema fáar vikur ab læra. Okkar nemendum er fullkcmlega kent at5 höndla og: gjöra viö, Automobile, — Auto Trucks, Gas Tractors. Stationary og Marine vélar. Okkar ókeypis verk veitandi skrifstofa hjálpar þér aö fá atvinnu fyrir frá $50 til $125 á mánuöi sem Chauffeur Jitney Driver, Tractor Engineer eöa mechanic. KomiÖ et5a skrif- iö eftir ókeypis Catalogue. Hinn nýji Gas Engine Skóli vor er nú tekinn til_starfa í Regina. Hemphills Motor School «43 Mnln St. Winnipegr A5 læra rakara iSn Gott kaup borgaö yfir allan ken- slu tímann. Áhöld ókeypis, aö- eins fáar vikur nauösynlegar til a?5 læra. Atvinna útveguö þegar nemandi útskrifast á $15 upp I $30 á viku e?5a vi?5 hjálpum þér a?5 hyrja rakara stofu sjálfum og gefum þér tækifæri til a?J horga fyrir áhöld og þess háttar fyrir líti?5 eitt á mánu?5i. I>a?5 eru svo hundru?5um skiftlr af plássum þar sem þörf er fyrir rakara. Komdu og sjá?5u elsta og stæösta rakara skóla í Can- ada. Vara?5u þig fölsurum.----- Skrifa?5u eftir ljómandi fallegrl ókeypis skrá. Hemphills Barber College Cor. IvinftSt. nnil Pncific Avenue WINNIPEG. I írtibú í Regina Saskatchewan. Þegar þú þarfnast bygginga efni eSa eldiviÖ D. D. Wood & Sons. -------------Limited-------------- Verzla mecS sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, “Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eöa 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St. legar frainkvæindir meðal landa hér, nema safnaðarlifið íslenzka. Ekki vantar prestinn, sira Sigmar; eitt hið mesta snyrtimenni í þessari bygð; en hvort að hann er þar eft- ir góður smali, ötull að safna saman, skal ósagt. Eg hygg hann láti hvern sjálfráðan um samvinnu i söfnuðin- um; enda mun Kristnes söfnuður fámennur og fjölgar litið af með- limum; og er það furða, þar sem svo er skýldurækinn og góður prestur. En svo hefi eg litið eftir, að í söfn- uðinum eru menn, sein öllu viija ráða. Slik aðferð liefir spilt fyrir og spillir fyrir viljaþreki margra að ganga í söfnuðinn; en friður og ein- ing mun þó ríkjandi i söfnuði þess- um. Engar byggingar hafa átt sér stað í þessum bæ á siðastliðnu ári, nema hvað kyrkja var hér bygð i haust. Ilún tilheyrir Ensku kyrkjudeild- inni (English Church). Hana smíð- aði PáH Magnússon snikkari, eftir uppdrætti heiman af Englandi. Hún er lítil, en mjög snoturt hús. Gleðifrétt er það, að þessi sma- bær er nú kominn i gott fjármála- legt ástand; og ipun það að þakka framúrskarandi dugnaði og fram- sýni Jóns kaupmanns ólafssonar, sem hefir verið oddviti (overseer) í bæjarráðinu i 3 ár. Hann hefir svo drengilega hlaupið undir bagga með að borga úr sinum vasa áfallnar skuldir, sem hvíldu á hænum og voru komnar i gjalddaga, en budda bæjarins tóm. Auðvitað hefir hann fengið þá peninga aftur, þegar bæj- arsjóður átti peninga til. Þetta sýn- ir, að Mr. Ólafsson hefir viljað starfa bænum og bæjarbúum i hag, með þvi að koina bænuin í fjármálalegt sjálfstæðis-ástand. En mún honum þökkuð þessi framkvæmd hans af gjaldenda hálfu? Stórt spursmál. —- Ætli það séu margir, sem stinga hendi sinni í sinn eigin vasa til þess að borga skuldir, sem hvíla á bæj- um og sveitum og fylkjum Sjálfsagt mjög fáir. Hér er víst um eins dæmi að ræða í þessu landi og viðar. ^iðsvetrar samsæti Helga magra er ákveðið að haldast skuli þann 18. febrúar, liér i fundarhúsi bæjarins, Leslie Hall; og er i orði, að til þess móts skuli vandað meira en nokkru sinni fyrr, og verði ríkmannlegar á borð borið, bæði andlegar og likam- lcgar krásir og munngát, en hin fyrri miðsvetrarmót hafi r?okkru sinni boðið gestum sinum, — þvi nú er mikið i matarbúri Hclga magra. Þótt þetta framantalda sé stutt yf- irlit, þá eru það fá orð i fullri mein- ingu og af sönnun frá sagt. Það er slæmt, að þú, Kringla inín, skulir ekki hafa ákveðinu fréttarit- ara héðan, sem gæti seht þér línu svo sem tvisvar á ári, að minsta kosti; menn kinoka sér við að taka þetta béssaleyfi, sem engin heimild er i. Að lesa fréttagrein frá löndum, úr bæjum og bygðum, eflir og sam- kepni til ýmsra framkvæmda. Með bezlu ósk til landa minna og langa lífdaga ritstjórans og lesenda Heimskringlu. Leslie, Sask., 31. jan. 1916. L. Árnason. og er talið víst, að þegar þeir gefi út áskorun sína muni 2,000,006 Sósialista og Syndikalista taka upp mál þeirra og styðja þá. Er þess getið. að áskorunin muni benda á, að stjórnendur landsins hafi fótum troðið hinar æðstu hug- sjónir, og það fyrsta, sem gjöra þurfi, sé að steypa þeim öllum. Torfi í Olafsdal. Þá er fallið þetta vigið, —þrotlaust geisar heims vors stríð— frá crss mesta höfuð linigið, hér sem varði búandlýð. Betra spor af bændum stigið birzt hefir ei um mina tíð. Er sem dauðir gæti grátið — grátið missi þvilíks manns. Hvað er hringiið, fumið, fátið fjöldans þessa strjála lands? Betur hefðum hundrað látið heimalninga, en missa hans! Lifið hans var langa æfi landi sínu að vinna bót; valdi fyrst hvað var við hæfi, vildi sjá það festa rót, þreyttist ei, þó þjóðin svæfi, því að koma’ á styrkan fót. Verkin hans að telja tölum trautt eg þekki nokkurn mann; búnað lands i bygð og dölum hætti enginn jafnt sein hann; meðan feitu fé vér smölum framkvfemd lians ei gleymast kann. Vann og eins i orði og verki, aldrei þreyttist sal né hönd; ótal rit og mannvitsmerki tninna á staka framtaks-önd; vitið, dáðin, viljinn sterki vildi greiða sérhvcr bönd. Sania snfldin úti’ og inni öllum ljúf og hugum kær, hvar sem hann með húsfrú sinni hafði ráðin, nær og fjær. Sjaldan grær í manna minni merkilegri rausnarbær. Heiðrið, skáld, í skyldum óði skörungmann í ólafsdal, þar sein liann með frægðarfljóði fræddi lengi snót og hal. Nú er fallinn guminn góði; grípi merki bœndaval! Matlh. Jochumsson. MARKET HOTEL 146 PrlnoeKK Stroet á mótl markatSinum Bestu vínföng, víndlar og ati- hlyning góti. Ialenkur vettlnga- matSur N. Halldórsson, ieittbein- ir lslendingum. I*. O'CONNEL, Eigandi Winnipeg r Stjórnarbylting í vændum á Þýzkalandi. Lundúnum, 16. janúar: Frá Zur- ich á Svissaralandi kemur sú fregn, að þar verði innan skamms gefin út áskorun til Þjóðverja um að hefja á Þýzkalandi nýja stjórnarbyUingu. Og fullyrðir fregnin, að bak við þá hreyfingu standi vísindamenn og aðrir mikilsmetnir menn í Berlin, Hospital Pharmacy Lyfjabúóin sem ber af öllum öðrum. — Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasufn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávisanir, seljum friiuerki og gegnum öðrum pósthússtörf- um. 818 NOTRE DAME AVENUE Phone G. 6670-4474

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.