Heimskringla


Heimskringla - 10.02.1916, Qupperneq 4

Heimskringla - 10.02.1916, Qupperneq 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. FEBR. 1916. HEIMSKKINGLA (StofnuS 1SS6) Kemur út á hverjum Fimtudegi. Útgefendur og eigendur: TIIR VIKIJÍG l'RKSS. Ll’D. VerS blaSsins í Canada og Bandarikjun- um $2.00 um áriS (fyrirfram borgaS). Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgaO). Allar borganir sendist rábsmannl blab- sins. Póst eóa banka ávisanlr stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, RáSsmatSur Skrlfstofa: T2» SHERBROOKK STREF.T.. WINMPEG. P.O. Box 3171 Tnlnlml Gnrry 4110 Hingað og ekki lengra. í Lögbergi 3. febrúar, þessu hinu íslenzka «tjórnarblaði hér i Winnipeg, stendur grein með fyrirsögninni: “Skandinavar svívirtir”. Hvort hún er innblásin af stjórnarvöldum fylk- | isins, vitum vér ekki; en vér efumst um það. i En hún er augsýnilega rituð i þeim tilgangi, að óvirða hermálastjórn landsins og koma upp 1 úlfúð og sundurgjörð milli landsmanna og j stjórnarinnar. En hin áreiðanlega afleiðing af : J>vi, svo framarlega sem menn fara nokkuð eft- : ir orðum þessum, myndi verða sú, að þeir hin- j ir sömu menn myndu ófúsari á að ganga i her- | inn, til þess að berjast fyrir landið, sem þeir lifa i, fyrir þjóðina, sem byggir landið, fyrir frelsi og menning og stjórnarfyrirkomulag það, ! sem vér búum undir og teljum hið bezta í öll- ; um heimi. Það er ekki eiginlega það, sem ritstjórinn hefir sagt, heldur það, sem hann hefir látið j ósagt. Hann þorir ekki, að láta það opinber- j lega uppi, sent sýður undir niðri; hann er að j reyna að grafa grunninn undan langt í jörðu j niðri, í myrkrunum og í djúpinu, — ekki ein- ungis í blaðinu, heldur hvar sem hann fer og j við hvern sem hann talar. Það er all sniðið og andinn i greininni - og mörgum öðrum greinum —, sem vér kunn- ] um svo illa við. Hún er einhvernveginn svo j hrottaleg og hrvssingsleg, eins og höfundurinn í hefði orðið svo himinlifandi feginn, er hann fékk tækifæri á að skamma hermálavöld lands- ins, fyrir þessi mistök, sem þau hafa gjört; en j sem augsýnilega koma af því hinu feiknamikla starfi, sem hermálastjórnin hefir með hönd- j um, og kemur auðvitað af missögnum, sem ráð- gjafa hermálanna hafa borist, og oflítilli þekk- j ingu hans á mönnum hér, sem alla menn hefði getað hent. Vér vituin allir, að það hefir verið óheppi- j legt, að setja Mr. Fonseca þennan, sem herfor- j ingja Skandinavisku herdeitdarinnar; hann er enginn Skandinavi, þó að hann segist vera j borinn undir fána Skandinava. Maðurinn er : að allra sögn Spánverji og fáum eða engum Skandinava kemur til hugar að fylgja merki hans. Vér mættum eins vel kjósa oss blámann eða Kínverja að foringja. Og vér viljum skora ú tandu vora, að láta 1 ekki glepjust, þó að maður þessi kunni að fá : einn eða tvo islenzka foringja, til að vera með sér, og reyna að draga íslendinga i flokk þeirra, | undir þvi yfirskyni, að þetta sé hin “skandin- ! aviska herdeild”, því að það er ætlan vor. að • þeir muni illa gabbaðir verða. Oss vitanlega eru þetta fyrstu orðin, sem ritstjóri Lögbergs hefir lagt til hernaðarmála. Fyrstu orðin til að hvctja menn til að ganga i herinn og berjast fyrir heimilum sinum, konu og börnum, fvrir rétti og velferð eftirkomend- anna. Má um þau segja, að “köldum anda blási handan”. - - Oss þykir mjög leitt að neyð- j ast til að hefja máls á þessu. Vér höfum lengi tekið eftir andanum i stjórnarblaði þessu, — j sama þýzka andanum, sem olli þvi, að manni ! þessuni var vikið frá ritstjórnarstörfum fyrir rúmu ári síðan. — sama óvildar-andanum til j Breta og málefnis þess, sem þeir berjast fyrir. : Hann lýsir sér í ótal greinum; og þó er mað- j urinn búinn að sverja landinu hollustu-eið. En vér höfum þagað og verið að bíða, að hann brevtti stefnu sinni, eða að stjórnendur blaðs- j ins vönduðu um við hann, því vér gátum ekki i ætlað þeim neina óvild eða kala til þessa nýja fósturlands, til hinnar brezku þjóðar, til hins j brezka stjórnarfvrirkomulags. Vér höfwm beð- ið og vonuin enn að um verði bætt. En nú er svo komið, að hver spyr af öðr- uni, hvernig standi á þessum anda Lögbergs. ; Fyrirspurnirnar koma einlægt úr öllum áttum: hvers vegna Lögbergn sé á móti oss í stríðinu; í hvers vegna blaðið dragi fram svo margt til að , niðra Bretum. Margir ætla, að ef þeir eigi • að vera góðir láigbergs-menn og góðir I.iber- ! alar, þá verði þcir að vera eins og Lögberg, og þeir lesa á milli linanna. að þetta vilji stjórnin nýja, með þýzkum ráðgjafa og þýzkum þing- manni eða mönnum. Og vér spyrjum: Er blaðinu Lögbergi haldið úti i þessum tilgangi? Vér óskum og vonum að fá fullnægjandi svar, alténd að vita, hvað.on vindurinn stendur. 1 lengsta lagi viljum vér ekki trúa þvi, að blaðið sé þýzkt, eða að hin nýja stjórn vor, með hin- um ötula og heiðarlega landa vorum Hon. Th. H. Johnson, dragi Þýzkaranna taum, eða láti nokkurn minsta grun þar á falla. -------o--— Þinghúss-brennan. —0--- Vér köllum það nú brennu en ekki bruna, er hin fríðasta og tigulegasta bygging i öllu Can- ada-veldi var sprengd og brend og er nú ösku- rúst ein. Og ekki einungis það. heldur tilræði gjört af brennuvösgum þessum, að brenna þarna inni alla þingmenn Canada og mörg hundruð annara manna, karla og kvenna; — brenna þarna inni alt hið feykilega skjalasaifn Ganada-vcldis (60 þúsund bindi eru brunnin) j og bókasafn, og gjöra Canada skaða þann, sem ! algjörlega ómögulegt er upp að bæta. Hvað segja þeir nú um vini slna, — þýzku mennirnir, þýzku Bretarnir, þýzku landarnir, sem bölsótast yfir því, að Canada skyldi fara að ganga í strið með Bretum út af málum, sem þeim kæmu ekkert við? Hvaða undanbrögð ætla þeir nú að hafa, sem haldið hafa þvi fram, j að vér værum ekki i stríði. Vér værimi að eins I áhorfendur? Þinghúsið brennur yfir höfðum fulltrúa j þeirra. Það hefir augsýnilega verið ætlun í brennuvarga þessara, að týna lifi þeirra allra, i — annars hefðu þeir ekki kveikt í meðan þing- ) ið sat. Eru menn svo tilfinningarlausir eða viti skertir, eða er ástin til Þjóðverja svo sterk, að ! menn sjái ekki, hvað á ferðinni er, þegar hús- | in brenna yfir höfði manns? því að þetta, að | brenna byggingu þessa yfir höfði fulltrúa allr- j ar alþýðu, er i rauninni hið sama og að kveikja j í hverri einustu bvggingu landsins, i hverju ' einasta húsi borganna, í hverju einasta húsi i ( sveitum úti um alt Canada, frá hafi til liafs, — það er að segja, hver einasti fullvita maður 1 ætti að finna til þessa stórkostlega glæpaverks, j rétt eins og húsin hefðu brunnið yfir höfði | hans, — eins og tilræðið hefði verið gjört til j að svifta Hfi hina kærustu ástvini hans. Og ef j að nokkur mannlegur dugur eða dáð er til i honum; ef að hann ekki er kvikindum sljórri eða huglausari, þá ætti honum að renna í skap yfir tilræðinu, samvizkuleysinu, svívirðing- j unni, sem honnnx sjálfum er þarna gjörð; — renna í skap og loka munninimi á hálfvitum ! þeim, sem sjálfuin sér til vanvirðu en samtíð- | armönnum og eftirkomendum þeirra til fram- j haldandi bölvunar, eru að reyna að hanga i skottinu þýzka, svo lengi sem þeir geta. Já, tetla þeir nokjeuð að gjöra? Getur þetta \ ekki opnað augu manna? Eða œtla jieir að \ rei/na að biða dálitið enn, vesælingarnir? ------o---- Bilingualism. —o— Vér viljum ekki gjöra mönnum gersakir, j sizt heiðarlegum mönnum, sem standa fyrir j málum þjóðarinnar, eða ibúanna i Manitoba- j fylki; og þegar vér tölum um bilingualism, þá j viðurkennum vér stefnu stjórnarinnar, sem nú j er við völdin, að afnema tungurnar tvær, sam- j kvæmt loforðum þeirra, er þeir gengu til kosn- ! inga seinast. Vér höfum ekkert nema gott j um það að segja. Þetta var vilji mikils meiri- ; hluta fylkisbúa. Vér fslendingar vorum þar vist allir samdóma; vér vildum engan bilingu- alism. Mark og mið vor allra var að hjálpa til að mynda eina þjóð mcð einni tungu, enska þjóð með enskri tungu. — en hvorki ítalska, þýzka, danska, franska, pólska eða rússneska. Or því yrði ekkcrt annað en vitleysa, djöful- dómur og innbyrðis stríð. En nú kemur vein frá Útgörðiun. Hinar nýju þjóðir, sem fylkið tók á móti allslausum, með báðum höndum, og bauð þeim skjól og hæli og frið og bújarðir og mentun og atvinnu, sem þeir eiginlega ekkert höfðu í löndum þeim, sem þeir komu frá, — þvi að þeir hafa, allur þorri þeirra litið staðið ofar ánauðugu fólki, — þetta fá þeir alt hér í þessu landi frelsisins j og framfaranna, — en nú kvarta þeir. Nú i kemur veinið úr skógunum. Það hefir berg- j málað í hinum ensku blöðum einlægt við og við. Og hvað ætli þá hafi verið i þeirra eigin ! blöðum? Þeir heimta, að hinar jijóðirnar, sem ensku j tala og lesa, kosti fé til þess af hinu opinbera, að kenna börnum þeirra allar þeirra móður- i tungur. — Ruthenar, til dæmis. hcimta hina i fögru rúthensku tungu, sem hafi gjört þeim svo j gott, Göllunum, og hafið þá hátt yfir aðrar j þjóðir. Það hefir komið fram i blöðunum, að 1 þeir spitlist og saurgist af þjóðunum og þjóð- i flokkunum í kringum þá. ef þeir fái ekki að ala upp börnin sín á sinu eigin móðurmáli. Og þarna hljóta þeir að eiga við íslendinga, Svia, Ira, Skota og Breta! Þessar þjóðir eru í augum þeirra ataðar svívirðingu, löslum og óþverra- lifnaði. Það er auðséð, hvaðan Jietta kemur: Það kemur frá Guðs-mönnum þeirra, ■— mönn- unum með hinar hringlandi kvarnir í höfðum sinum, sannkölluðum kvarna-dólgum, sem teyma þá í hvaða átt, sem Jieim sýnist. Þeir eru hræddir við að tapa valdi sínu yfir þeim, ef að þeir mannast og vitkast. Og mætti segja uan J)á, að þar renni hver fiskurinn eftir öðr- um. Sjálfur þingmaðurinn i Gimli kjördæmi (sjá Telegram. 3. febr., bls. 7) kemur frani með bænarskrá með 6000 nöfnum kjósenda, frá 115 skólahéruðum um bilingual skóla, og hefir með sér fulltrúa úr 16 kjördæmuni, og allir heimta bilingual skóla. Vér viljum fyrst spyrja Ný-lslendinga, — hvort þeir hafi kosið Jiingmanninn til þessa verks. Vér viljum spyrja þá: Geta þeir þolað Jiessa framkomu hans? Hefir hann gjört þetta með þeirra ráði? En nú kemur til stjórnarinnar i Manitoba. Hún ræður náttúrlega ekkert við ba'iiarskrárn- ar. En hún ræður þvi, hvernig hún tekur þcim; hvort hún veitir J>að sem Jiær biðja um eða ekki. Persónulega er að Iikindum meiri háuti stjórnarinnar á inóti J>vi. En cftir blöðunum á laugardaginn er svo að sjá, að hún sé farin að linast. Og vildum vér gjarnan óska, að Jiað væri orðum aukið. Eða hvað er þá loforð þeirra og digurmæli. að Jieir skyldu afnema allan bilingualism i skólum fylkisins, þegar J>eir kæmust til valda? Og hvað hefir strið þetta kent oss? Hefir það ekki sýnt og sannað, að fleiri en eitt tungumál i einu Jijóðfélagi, er sú bölvun, sem yfirgengur alt? Og þessir menn eru að heimta þetta. Hvað ætla þeir sér? Eru J>eir að byggja upp hið kanadiska þjóðfélag, eða grafa undan hornsteinum þess? Tungan er hornsteinninn, hún er eiginlega bjargið, sem alt er bygt á. Að hjálpa einum eða öðruin manni til að slíta i sundur félagsskap þjóðarinnar, eru Jandráð. Og J>að liggur svo ákaflega nærri, að allir þess- ir menn, sem Jjctta hcinvta, ættu að vera settir inn (interned), svo að þeir gjöri ekki ]>jóðinni bölvun. Það lá nærri, nokkru eftir að stríðið hófst, að voði væri hér á ferðum, og stjórnin veit það vel; og að láta þetta eftir þessum Jjýzku mönnuin, eða Austurríkismönnum. eða Ukrainians, sem þeir kalla sig, það er að gefa þeim tækifæri til að færa sig upp á skaft- ið og heimta meira næst; og J>að er að hefta sanna mcnningu þeirra; fresta ]>vi kannske um mannsaldra, að ]>eir geti samtagast þjóðarheild þeirri, sem hér er að myndast, og á meðan verður aldrei friður i sveitum þeim, sem þeir búa i. Ef að vér værum að báa oss undir, að Þjóð- verjar kæmu hingað og tækju land þetta á þessu ári eða næsta, þá væri meining i þvi, sú, að vera búinn að leggja grundvöllinn að gjöra Canada að þýzku landi. — En seni stemlur er það hið mótsetta, eða liggtir nærri að seu landráð. Af hverju keniur, að stjórnin seivdir Jjá ekki óðara tvöfakla heim til sin? Hún hlýtur að vita. að það er hið eina, sem hún ætli að gjöra. Og ef að stjórnin skyldi verða við bón þess- ara manna, eða fara að semja við J>á, koinast að cinhvcrjum miðlunar-samningi, — J>á má hún vita, að það verður illa Jxcgið, og J>vi verð- ur ekki gleymt við næstu kosningar. Stjórnin er J>á búin að rjúfa loforð sín; hún er gengin frá stefnu sinni, og hún verður síðar að borga J>að fullu verði. Eða er J>að ótti fyrir að tapa atkvæðum, - með öðru nafni ragmenska? Eða er hún að kaupa atkvæði þeirra? Ef menn skyldu fara að ætla það, þá sjá menn að hreinleikinn og helgiljóminn er hruninn af henni; hann hefir þá aldrei verið skinn-gróinn, fremur en sauðar- hamurinn á úlfinum! En vor eigin vegna, og vegna virðingu þeirra, scm vér viljum bera fyrir þeim, vegna þjóðarinnar og eftirkomenda vorra, —• vonum vér að J>á hendi aldrei sú ó- svinna, að láta nokkuð að orðum manna ]>ess- ara, sem vitandi eða óafvitandi eru að reyna að kljúfa Jjjóðina í sundur. Ef að nokkur mannskapur er í þeim, þá verða ]>eir nú að standa fastir fyrir. Enga samninga, ckkert “coinproniise" , cn gallhari og afdráttarlaust nci'. Það er svar- ið, sem menn vildu heyra að þeir gæfu. Hitt er ragmenska, atkvæðakaup, eða ó- fyrirgefanlegt flaður. Og ef að nokkuð er lé- legt og aumkvunarlegt í veröldinni, þá er það þegar menn sjá húsbændurna vera að flaðra upp á hundana. Hið mótsetta cr J>að, sem mcnn sjá á degi hverjum. F.n þetta sjá inenn stundum í hinni elskulegu pólitík og hefðu menn þó sizt trúað Jjví um menn, sem segja má um, að liafi brotist til valda. Það er ekki til neins orðið, að dylja J>að fyrir aknenningi þegar verið er að kaupa alþýðu eða heila hópa manna með hiinini og þessum loforðum eða eft- irgjöfum eða hlunnindum. Menn eru orðnir svo lærðir og leiknir i Jjessu, að menn sjá og skilja það alt saman. En vilji þessir tvitungumenn (bilingualists) nokkuð fara að espa sig, þá mundi mörgum góðum manni finnast það fyrirtaks lystilegt, að setja J>á inn; enda eru allar likur í þá átt, að jafn holt væri að hafa góðar gætur á sli'k- Me6 innstæói í banka geturðu keypt meí vildarverði. Þú veizt aS hvað eina er dýrara verSurðu aS kaupa í lán. Hversveg- na ekk aS temja sér sjálfsafneitun um tíma ef nauSsyn ber til, má opna spari sjóðsreikning viS Union Banka Canada, og með pen- inga í höndum má kaupa meS peningaverði. Sá af- sláttur hjálpar til að auka banka innstæSu þína, og þú hefir gert góða byrjun í áttina til frjálslegs sjálfstæSis. L0GAN AVE. og SARGENT AVE., Útibú A. A. Walcott, Bankastjóri. um mönnum, og ekki siður fyrir það, þó að þeir sitji á þingmanna- bekkjiun. F>ða þá að senda þá heiin! Því í ósköpunum er þeim ekki hjálpað uin far heim til vina sinna? Þeir sýna með framkomu sinni, að þeir meta litils hið enska þjóðerni, enska menning og enska tungu. Þeir reisa hér upp ófrið og illdeilur, og hver veit hvar eða hvenær það enda tek- ur. Þjóðinni hér er alls engin þægð í þeim. Betri eru auð sæti en óvin- um skipuð, og þvi fyrri, sem þjóðin losnar við þá, því betra væri J>að. Nema svo væri, að Vilhjálmur kæmi með sveina sína, og vér færuni allir að læra þýzkuna? .ía. hver veit! Hér og þar. Það ber við, að gægist frain J>að álit að stjórnarfyrirkomulag Þjóð- verja sé svo áþekt stjórnarfyrir- komulaginu hér í Canada, að inun- urinn sé vart teljandi. Annaðtveggja er, að slikt álit er grundvallað a hreinustu vanþekkingu, cða þá að þeir, sem því flagga, hafa einhverja óljósa hugmynd, en allskostar ónóga, um ýmiskonar góða og réttláta lög- gjöf á Þýzkalandi á seinni árum til hagsbóta verkalýð og gamalmenn- um. En þess ber að gæta, að J>ess- kyns löggjöf er ekki stjórnarfyrir- koniulagi eða stjórnarstefnu að þakka. Það cr vitanlegt ölluni, sem nokkuð fylgjast að inálum, að þýzk alþýða á alla slíka löggjöf að þakka sósíalistununi á þingi, en alls ekki stjórninni. Nauðug, viijug hefir stjórnin neyðst til að kaupa sér frið, — að þagga niður í sósíalistum með J>vi að sietta í þá spæni eða sopa. þegar hún vildi hafa eindregið fylgi J>ings til sivaxandi fjárveitinga í þarfir sívaxandi herbúnings. Sii löggjöf er J>ess vegna hvorki stjórn eða stjórnarfyrirkomulagi að þakka, J>ó sjálfsagt glepji þetta atriði inörg- um mönnuin sjón. Það er í tveimur atriðuin að eins, að stjórnarfyrirkomulagið á Þýzka- landi er áþekt því hér í Canada. Það er áþekt að þvi leyti, að allir fullvita og frjálsir menn hafa atkvæðisrétt í báðum ríkjum, — hér 21 árs og eldri en þar 25 ára og eldri. Og það er á- þekt að J>ví lcyti, að atkvæðagreiðsl- an í báðum ríkjinn fer fram á seðl- um og á að heita leynd. Að þessu töldu er sainjöfnuður á enda, þvi stjórnarstefna öll á Þýzkalandi er svo gagnólík stcfnunni hér í Can- ada, að skyldleiki er hvergi sýni- legur. Uér er stefnan sú, að framleiða sérstæða skoðun, sérstæða hugsun hjá einstaklingnum, að kenna hon- um sjálfræði og sjálfstæði i öllum skilningi. Hér er tilgangurinn sá, að einstakliirgurinn æfinlega hafi æðsta valdið i sinuiii hönduin. og að einstaklingarnir allir til samans myndi svo sveita-, fvikis- og al-rikis- stjórnarkerfin og steypi þau i því móti, er J>ykir hollast og liagkvæm- ast. Hér, nieð öðrum orðuin, er rik- ið til orðið fyrir oinstaklinginn, en ekki einstaklingurinn fyrir rikið. Á Þýzkaiandi er stefnan J>ver-öf- ug, Þar er hún sú, að kyrkja alla sér- stæða hugsun jafnótt og á henni ból- ar. Þar er stefnan sú. að beygja ein- staklinginn andlcga og likamlega, frá blautu barnsbeini, undir vil.ja og ok rikisins. Að vísu hefir Iiann fult frelsi til að læra alt, sem hann hefir löngun til og á kost á að læra, en sá lærdómur allur, frá upphafi til enda, stefnir að einu ákveðnu og óbreyt- aniegu takmarki, viðhaldi og efl- ing rikisvaldsins þýzka. Sérstæð hugsun og vilji kemur þar hvergi, má þar hvergi koma, til greina. Sem einstaklingur er hann ekki neltt, en sem tönn i hjóli, eða nagli i stálfjöð- ur i stjórnar-maSkínunni, er hann einhvers virði, — fyrir rikið. Rikið er ætíð og æfinlega æðsta valdið og steypir því að sjálfsögðu cinstakling- inn i J>ví móti einu, sem hagkvæm ast er fyrir keisaradæmið. Eiinstakl- ingurinn er, með öðrum orðum, á Þýzkalandi, gjörður fyrir ríkið, en ekki ríkið fyrir einstakJinginn. Hér er framkvæmdarvaldið i höndum stjórnarráðsins. Einn mað- ur, stjórnarformaðurinn, að visu ræður, hverjir ráðaneytið skipa, en lengra ná völd hans ekki. Hafi með- ráðamenn hans ekki skipað sæti í stjórnarráðinu, Jx'gar sáðast fóru fram almennar kosningar, verða J>eir að ganga til auka-leosninga og fá samþykki kjósendanna til að gegna þeirri stöðu, sem stjórnarfor- meðurinn hcfir falið þeim i ráða- neyti sínu. Þetta sýnir, að vald ein- staklingsins má hér meira en vald ríkisins. Á Þýzkalandi er íramkvæmdar- valdið í höndum eins manns, — í höndum Vilhelinis frá Potsdam. Og þar verður cngin breyting á, þegar hann fellur frá. Elzti sonur hans tek- ur l>á við keisara-nafni og völdum. þvi svo var ákveðið á Versala-'þingi 1871, að keisaratignin þýzka skyldi aldrci ganga úr ætt þeirra Hohen- zollarna. Þessi eini maður, einhver Prússi af Hohenzollern-ætt hefir frainkvæmdarvald alt á Þýzkalandi frainvegis, alt til þess að þjóðin öðlast sjón og skilning og afneitar þeim spámönnum, sem um undan- farin ár hafa leitt hana á svo hræði- lega glap- og glæpa-stigu. Þessi eini maður kveður rikisj>ingið (Reichs- tag) til fundar, þegar honum sýnist: hann frestar fundi, Jiegar honum sýnist, og hann uppleysir þingið, þegar honum ræður svo við að horfa. Ráðaneyti hefir keisarinn að sönnu, — einn mann, en það er rík- is-kanslarinn (Reichs Kanzler); en ekki þarf sá herra að leita samþykk- is kjósenda til þess, að helga sér kanslara-sætið. Hans útválning er i þvi fólgin, að hann sé forseti Banda- ráðsins (Bundesrat), en það ráð skipa 58 menn; en Bandaráðsmenn- ina aftur kjósa stjórnir liinna ýmsu konungs- og fursta-dæma í keisara- dæminu. Völd kanslarans eru all- mikil; en þar sem megin-vald alt er i höndum keisarans, J>á segir sig sjálft, að hann kemst “hingað og ékki lengra”. Vilji hann fara lengra, verður hann að rýma sætið fyrir öðrum eftirlátari. Hér er ræðu- og rit-frelsi sem næst ótakmarkað, á friðartíma; enda lifs- spursmál þeirra þjóða, sem frjálsar vilja vera. Sé ræðu- og rit-frelsi hnekt, |>á er slitin ein af afltaugum lýðvaldsins. Á Þýzkalandi eru fréttablöð og tímarit háð stjórnarvaldi alveg á sama hátt og verzlunarmál og toll- mál, landvarnir o. s. frv. Enda væri ómögulegt, að halda fram einni og söinu stefnu í öllum blöðuni J>jóðar- innar áratug eftir áratug, ef þau fengju að leika laus-beizluð. “Föður- hönd” keisarans er allstaðor sýnileg, allstaðar áþreifanleg innan keisara- dæmisins. Ilér er enginu maður haður her- skyldu-löguin, Jivi J>au eru ekki ti). En kost eiga allir á, sem vilja, að ganga i herlið Canada til þess að taka þátt í heræfingum og nema hernaðar-iþrótt. Þeir, sem í liðs- flokka þá ganga, skuldbinda sig um leið til að vera liðsmenn í 3 ár, og

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.