Heimskringla - 10.02.1916, Blaðsíða 8

Heimskringla - 10.02.1916, Blaðsíða 8
BLS. 8 H E I M S K H I N G I. A WINNIPEG, 10. FEBR. 1916. Fréttir úr Bænum. Þann 5. þ.m. voru gefin saman í hjónaband af síra Rögnv. Péturssyni að heimili hans 650 Maryland St., ungfrú Sigriður Einarsson og Hr. Archibald McDoweli. í þessu blaði birtist auglýsing um ‘AFTURGÖNGUR’, leikinn góðkunna eftir Henrik Ibsen, er sýndur vcrð- ur hér í bænuin á miðvikudags- kveldið keinur, i næstu viku. — Það hefir verið minst á þennan leik áð- ur, í undanförnurn blöðuni, og sagt frá, hvaða cftirtekt hann hefir vak- ið í bókmentum Norðurálfunnar. Engir ættu að setja sig úr færi með að sjá hann. Þáð verður leitun á betri ske.mtun. Mr. Marino Ilannesson lögmaður hefir verið austur í Ottawa, og for þangað i málaerindum sinum, en er nú kominn aftur. Hann var i þing- húsinu, þegar eldurinn kom upp og nærstaddur, |iegar cinn hvellurinn kom og slé) upp hurðum og sendi rnökks reyks og loga með svo miklu afli, að menn féllu fyrir. Mr. Hannesson segir, að , eng'iun þar viðstöddum geti komið til hug- ar, að húsið hefði brunnið eins fljótt ef að það hefði ekki verið af manna- völdum. Þvi miður höfum vér ekki getað fengið lýsingu hans á brunan- um. Mr. Jón B. Snæfeld, Hnausa P.O., biður Mr. Nikulás Snædal að láta; sig fá utanáskrift sína, svo að hann | geti skrifað honum. Sem stendur veit hann ekki, hvort Nikidás er fluttur burtu frá stað þeim, er hann átti heima fyrir ári síðan. Thorsteinn Anderson, sonur Sig- fúsar Anderson og konu hans hér í Winnipeg, lézt í Ninette hinn 8. fobrúar. Verður jarðaður hér í Win- nipeg þann 11. febr. Húskveðja að heimili foreldranna kl. 2 c. m., en í Tjaldbúðarkyrkju kl. 3 e. m. í bréfi til vor getur Mr. Snæfeld, Hnausa P.O., Man., um feykilega fannkomu og erfiðar samgöngur, ineðan brautir troðast ekki; en líð- an manna sé góð. Frostin herða þá þarna norður i bygðum og drepaj allar illkynjaðar verur, sináar og stórar. Heimskringla'óskar öllum sinum gömlu vinum góðrar lukku og gleðidaga á þessu komandi ári. — Henni er æfinlega skemt að hugsa um velliðan þeirra. Stúdentafélag fslendinga ætlar nú að halda samkomu fyrir Red Cross sjóðinn, eins og sést af auglýsingu í þessu blaði. Þar verða ræður haldn- ar og fær sá gullmedalíu, sem bezt talar. Það er æfinlega skemtilegt að heyra til stúdentanna; það er hin unga, komandi kynslóð, sem jiar er að færast í aukana. Af henni má dæma um komandi framtið. Og sam- komu-tilgangurinn er svo göfugur, að hver ætti að fara þangað sem gæti þvi við komið sér til gamans og fróðleiks og til að styrkja þetta hið mikla og nauðsynlega kærleiksstarf, sem stúdentarnir eiga heiður skilið fyrir að hjálpa. Núna í póstinum korou afklippur úr blöðum Bandaríkja sunnan frá Virginíu í Minnesota. Á einni af- klippunni er þetta: “Heimboð hjú Captain Anderson. —Fáar voru kátari i dag en ung- frúrnar Virginia ög Betty Goates, því að í gærkveldi voru þær i heimboði hjá Capt. Baldwin Anderson, sem hér er kominn með Alaska keyrsfu- hunda sína, úlfkynjaða, að hjálpa við hreyfimyndatöku fyrír mynda- sýninguna: “The Snowburner Pays” — Capt. Anderson keyrði með stúlk- urnar i Kyak-sleða sinum og voru hundarnir fyrir. Þær höfðu aldrei reynt annað eins á æfi sinni. Capt. Anderson og hundar hans eru uppá- hald allra barna i borginni Virginia. Þó að forsetinn kæmi sjálfur væri honum ekki meiri gaumur gefinn”. — Vér þekkjum Baldvin vel frá Nýja íslandi; hann er maður hinn ötulasti, og fæst við alla hluti. Vér vilduin gjarnan sjá hann, er hann fer um norður aftur. Takið eftir auglýsingunni, vinir, hér í blaðinu um, að Young Men’s Lutheran Club ætli að halda sam- komu 15. febr. í Goodtemplarahús- inu. Þar verður óefað skemtun aj vera fyrir alla þá, sem yndi hafa af góðum söng. Farið þangað og hlust- ið á unga fólkið, sem hefir sýnt svo oft áður að það kann að skemta. Concert sá, er haldinn var í Úní- tarakyrkjunni á miðvikudagsikveld- ið 2. Ji. m., undir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar organista, má segja að hafi tekist ágætlega. Fyrsta númerið var fiðlu “trio” (Miss Clara Oddson, W. Einarsson og M. Magnússon). Lagið, sem var einkar hljómþýtt, var eftir þann síð- astnefnda. “Morgunsöngur” eftir Gade var þá sungið af flokknum og vel tekið. Mr. Sigurður Helgason gat ekki verið viðstaddur vegna lasleika, svo hans söngur féll úr. Þá söng Mrs. S. K. Hali “Lullaby” eftir Bond, og “The Star” eftir Rog- ers — afbragðsvel. Nýtt lag eftir Jón Friðfinnsson við textann “ó, guð oss lýsa lát Jiitt orð” var þá sungið af flokknum; lagið fagurt og látlaust. Þá söng flokkurinn “Um sumar- dag, er sólin skín”; lagið eftir Franz Abt. Og tókst það svo vel, að tilheyr- endur klöppuðu flokkinn upp aftur, og varð hann að endurtaka lagið. Þá lék Miss Clara Oddson á fiðtu “Legende”, eftir snillinginn Wieni- awski, með sinni alkunnu smekk- vísi. Þá söng Mr. Alex Johnson einsöng og síðar með frú sinni dúett — “Awake”, og var unun á að heyra. Mr. Páll Bardal söng J)á “The two Grenadiers”, mjög tilkomumikið lag, og tókst afbragðsvel. — Var hann klappaður fram aftur og söng þá: “Hún fölnaði, bliknaði------”. Mrs. S. K. Hall söng “Drauma- landið”, lag eftir Sigfús Einarsson, og “Sofnar lóa”. Var hún klöppuð fram aftur og söng þá vögguvísur: “Þey, þey, ró, ró”. Rödd hennar var hrein, fögur, mjúk, viðkvæm og þróttmikil, eftir því sem við átti, og er sjaldgæft að heyra sungið af ann- ari eins snild. Þá söng flokkurinn “Hirðingjar”; lagið eftir Abt. En naumast tókst það eins vel og hin lögin. Svo var sungið: “Eldgamla ísa- fold”, og að endingu: “God Save Our King”. Áheyrandi. | Mælsku-Samkepni Til styrktar Rauðakross-regluui, Fimtudagskv., 10. Feb. n.k. í Efri Sai Goodtempiara Hússins Islenzka Stúdenta-félagið heidur Matthías A. Thorfinnsson, sem stundar nám við Búnaðars-kólann í I Dakota, var kosinn af Skólanum, á- sarnt öðrum skólapilti, Mr. Backman, norskum að ætt, til að fara til Ore- gon og kappræða á móti Búnaðar- skólanum J>ar 10. janúar sl. Málefnið til uinræðu var: “Álitið, að hið opin- bera ætti að hafa umsjón og eignar- ráð yfir öllum talþráðum”. Dakota búnaðarskólinn hafði neitandi hlið og vann. — Vér getum þessa vegna þess, að það er sjaldgæft, að isdenzk- um nemendum vcitist sá heiður, að vera sendir svo langa leið til að halda uppi heiðri skóla síns. i ♦ ♦ -♦ PROGRAMME: 3. Karlakór. (a) Hveinar kátir..........................Spohr (b) ísland ............................Reissiger 2. Ræt5a: “ísienzkan í Ameríku”..............Miss Á. Austman 3. Piano Soio: Polonaise in A........................ Chopin Próf. Jónas Pálsson 4. RætSa: “Liknarstarfsemi”................Bergþór K. Johnson 5. Vocal Solo: Adoration ............................. Telma Miss E. Thorwaldson 6. RæÓa: “Gunnar á Hiióarenda”...................Einar Skafe! 7. Karlakór: Stormur lægist............................ Borg 8. “Mentalif á Mi’ööldum”......................Gilbert Johnson 9. Violin Solo: Fantasia Appassionata .............Vieuxtemps Mr. Gunnlaugur Oddson 10. Eldgamla ísafold og “God Save the King” Aðgangur 25c................................Byrjar kl. 8. AFTURGÖNGUR Sjónleikur í þremur þáttum, verður sýndur í Goodtemplara- húsinu Miðvikudagskveldið þann 16 febrúar. Þebta er hinn stórmei-ki leikur Henriek Ibsen’s, er gengur úfc a að «ýna hvaða þýðiugu að heimilislífíð hefir fyrir framtíð barnanna. LTm leik þenna sagði skáldið Björnstjeme Björns- son: "Þetta er mesti leikur Ibsen.s.” Um hann segir George Branöes: “Iieikur þessi hefur nýtt tímabil í sögu leikskáld- skaparins svo að eftir þetta verða leikhúsin helztu styrktar stofnanir umbóta tilraunanna í manníélaginu.” William Areher bókmenta.skömngurinn enski segir: “Afturgöngur eru þarfasti og djarfasti leikurinn eem saminn hefir verið á 19. öldinni. Hann rótar við öilum landamerkjum í heimi andans, og gjörir menn gætnari og samvizkusamari en flest það sem ritað hefir vorið fyr eða síðar.” Myndir þær sem leikurinn sýnir úr félagslífínu eru flestar gamlir kunningjar. Göfugleiki, sjálfsafneitun, hugprýtSi, lýsir sér í hlutverki frú Alving. RáSaleysi, tvískiftni, skil- ningsleysi, hálfsætti, þrátt fyrir einlægni betri vilja, — autS- kenni þeirra sem ekki þora að brjóta bág við forn fyrirmæli lýsir sér hjá prestinum, séra Manders. En hræsni og klækir undir yfirskyni trúar og guðsótta birtist í fullkomnastri mynd hjá Engstrad smið. En arfurinn, til sálar og líkama, sem börnin taka eftir foreldrana kemur í ljós hjá þeim Osvald og Regínu. Leikurinn er sýndur undir umsjón Unglingafélags Únítara Alt æfðir leikendur er þátt taka í leiknum! Hljómleikar milli þáttal Húsið er opnatS kl. 7.30 e.h. Aðgöngumiðar til sölu hjá eftirfylgjandi verzlunum: Hannes Pétursson, 45 Aikins Building. Bjöm Pétursson, Hardware, Cor. Simcoe & Wellington. H. S. Bardal, Bóksali, Cor. Sherbrooke and Elgin. B. Methusalemsson, Cor. Victor and Sargent. Inngangur 50c og 35c Á ársfundi Fyrsta Únítara safnað- arins í Winnipeg, sem haldinn var sunnudagskveldið 30. janúar, voru þessir embættismeim kosnir fyrir næsta ár: Fulltrúar—Hannes Pétursson, Th. S. Borgfjörð, ólafur Pétursson, Frið- rik Sveinsson, Magnús Pétursson, Aðalbjörn Jónasson og Stefán Pét- ursson. Yfirskoðunarmaður, fyrir safnaðar ins hönd, var kosinn Björn Péturs- son. Djáknar—Hannes Pétursson og Að- albjörn Jómasson. Hjálparnefnd—Mrs. B. Pétursson, Mrs. Anna Gíslason, Mrs. II. Péturs- 'son og Mrs. S. Pétursson; Hjálmar Gíslason, G. J. Goodmundsson og sr. Rögnv. Pétursson. Framhald fundarins var siðasta sunnudag, 6. febr. Voru þá skýrslur lesnar, er sýndu,- að hagur safnaðar- ins er i góðu lagi, eftir þvi sem við er að búast á þessum timum. Að afstöðnum ársfundi var sam- sæti haldið í fundarsal safnaðarins. Fluttu þar ýmsir ræður, bæði konur og karlar. Var samsætið í alla staði hið ánægjulegasta. Mr. Jón Thorgeirsson, frá Breden- bury, Sask., er búinn að fá einka- leyfi fyrir kartöflu-sáðvél. Hún sáir kartöflunum uin leið og hún plægir; Jiað þarf ekki annað en vanalégan plóg og tengja sáðvélina við, og hvorki flciri hross né menn, en þó að plægt væri eingöngu. Hún er eins fljót og hægt er að plægja, og sáir betur en þegar gjört er með hönd- um. Þegar búið er að plægja, þá er búið að sá. Félag eitt er búið að taka við vélinni með honum. Vér óskum honum til lukku. Það er gaman að sjá strákana gjöra konstir slikar. — Vélin er ódýr. Sextiu inanns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. Til þess að verða fuilnuma þarf aðelns 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra N’emendur fá staði að cnduðu náml fyrir J15 tii $20 á viku. Vér höfum hundruð af stöðuin þar sem þé? getið byrjað á eigin reikning. Eftir spurn eftir rökurum er æfinlega mikil. Til þess að verða góður rak ari verðið þér að skrifast út frá Alþjóöa rakarafélaginu. International Barber CoIIege. tlexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main ct Wlnnleg. ----íslenzkur Ráðsmaður hér.------- / Okeypis Skemtiíundir Eins og áður hefir verið auglýst, verður opinn skenitifundur i /s- lenzka Conservatíve klúbbnum Fimtudagskveldið í þessari viku.. Skeintiskráin verður: Kappræða um hina fyrirhuguðu bindindislöggjöf hér í fylkinu (Ræðumenn: Síra Rögnv. Pét- ursson og Dr. Sig. Júl. Jóhannes- son). Sanisöngur: Mr. og Mrs. Alex John- son. Karlakór undir stjórn Mr. Sigurðar Helgasonar. Og fleiri skcmtanir, ef tinii leyfir. Allir velkomnir, karlar og konur. Engar reykiiigar eða önnur óþæg- indi. Fjölmennið og fyllið salinn. Munið eftr stað og stund: Neðri sal Goodtemplara FIMTUDAGSKVELDIÐ 10. FEBR. * Klukkan 8 að kveldinu. GOD SAVE TIIE KIXG. Takið eftir Þorrablótinu landanna í Leslie, sem hér er auglýst í blað- inu. Þér verðið að kcwna þangað og hrista af ykkur kuldann og klakann og veturinn og færast i ásmóð nýjan. Þér sjáið af auglýsingunni, hvaða skemtanir verða þar á ferðum, og þér hafið gott af því að lyfta yður upp einu sinni, og sjá brosið hver á annars vöruni og heyra salinn glymja af söng og hlátri. Og svo alt sem verður á borðunum, — hugsið bara til þess. Vonandi er, að þér verðið ekki feimnir. Kvenfélagskonur aúla að lialda samkomu fyrir Gamalmennahælið á Gimli, í Fyrstu lútersku kyrkjunni hér í Winnipeg, hinn 1. marz. Það er ársafmæli hælisins. Tnngangur ó- keypis; samskot tekin. Ef J)ér viljið gamlan gleðja, ef þér viljið hugsa til eigin elli eða gamalla vina, þá kom- ið þangað. Það ættu sem flestir að styrkja slik fyrirtæki. Mr. Sigurður Kristófersson, Riv- erton, Man., vill fá að vita, hvar Jó- hannes Kristófersson, bróðir lians, er niðurkominn. Hann er sonur Kristófers Jóhannessonar, sem lengi bjó í Winnipeg og dó fyrir nokkr- um árum síðan. Jóhannes þekkist einnig undir nafninu Joe Johnson. Upplýsingar sendist til Hkn KENNARA VANTAR. fyrir Reykjavíik skólnhérað, No. 1489, frá 15. marz til 15. júlí. Kenn- ari tiltaki kaup, sem óskað cr cftir. Umsækjandi þarf að hafa Second Class Professional Certificate. Til- moðum veitt móttaka af undirrituð- um. 22. janúar 1916. A. M. Frecman, Sec’y-Treas. 24-30p Reykjavik P.O. Biblíufyrirlestur verður haldinn í 804% Sargent Ave. (milli Arlington og Alverstone St.) fimtudaginn 10. febrúar, kl. 8. e.h. Efni: Heimkynni friðarins. Hvað segir biblían uin það land, sem guð hefir lofað börnum sínuin? Sunnudaginn 13. febrúar, kl. 4 e. h. verður umræðuefnið: Hinn mikli Antikristur. Er hann þegar kominn, eða mun hann koma seinna. Myndir eru sýndar fyrirlestrinum til skýr- ingar. Inngangur ókeypis. — Allir vel- komnir. Davíð Gnðbrandsson. Til Kyrrahafs- strandar*- ÍlF þú œtlar vestur og vilt J kaupa 1 £tit5 heimili i smá- bœ á hinni gullfallegu Kyrra- hafsströnd, þá láttu ekki þetta fara fram hjá þér:— TIL SÖLU: “Cottage” í bœn- um Blaine í Washington-ríki, á 40 feta lóö. Á lóöinni er einnig stór viöargeymslu-kofi, hænsna- hús og brunnur rétt viö hús- dyrnar. Alt inngirt. 2 “ever- green” tré á lóöinni og blóma- beö aö framan. HúsitS er 22x36, nýmálaö í haust sem leiö aö ut- an og innan; 5 herbergi, öll I stærra lagi, 2 svefnherbergi. Húsiö er á skemtilegum staö í bænum, rétt viö eina aöal-götu bæjarins. SKII.MAf.AR: Elgn þessi fæst fyrir $700.00, ef selst fyrir 15. Marz næstk., $250.00 út í hönd, afgangur eftir samningum; eöa fyrir $550.00, ef borgaö er út í hönd. — Þessi eign er meira en $700.00 viröi eins og hún er í dag. Mundi kannske taka til greina eign í skiftum í Winnipeg Frekarl upplýsingar hjá eigand- anum, S. A. JohnNon, 006 Baniiing’ St., Winnlpeg, Mai. Wednesday and Thursday, Feb. 9th and lOth. Little Mary Pickford in “MADAM BUTTERFLY” Chas. Chaplin in “CHARLIES ELGPMENT” Cleo Madison in “THE DUCHESS” ALWAYS A GOOD SHOW-----------------BE EARLY Hið árlega Miðsvetrar Samsæti íslendinga í Leslie, Sask. Verður haldið í Samkomu Húsinu á Leslie FÖSTUDAGINN, 18. FEBRÚAR, 1916. Skemtiskráin verður fjölbreyttari en nokkru sinni áður. Herra Thorbergur Thorwaldsson, Prófessor mælir fyrir Minni Islands. Herra Björn Hjálmarson, Skólastjóri mælir fyrir Minni Canada Herra Walter Lindal, Lögfræðingur, mælir fyrir Minni Vestur- Islendinga. Auk þess flytja ýmsir heimamenn, sem eru alveg nýir í tölu ræ$u- manna, stuttar ræöur, og mæla fyrir minnum ViÖeigandi kvæöi veröa sungin á eftir ræöunum, undir forustu karlmanna söngflokk- sins “Hekla” sem auk þess syngur úrvals íslenzk sönglög, annaö slagiö á meöan samkoman stendur yfir ÞaulæfÖur hljómleika flokkur skemtir gestunum, og spilar viö dansinn. Veitingarnar veröa hinar fullkomnustu og veröur ýmiskonar al- íslenzkur matur fram reiddur svo sem: sviö, Hangiö-kjöt, HarÖur fiskur, slátur.skyr og margt fleira. Prentaöri skemtiskrá veröur útbýtt á meöal gestanna. Aðgangurinn að öllu þessu verður: $1.00 fyrir fuliorðna---------------------50c fyrir börn. ‘íslendingar viljum vér allir vera” KENNARA VANTAR fyrir Vestfoid skólaliérað, No. 805. Kemslutími frá 1. apríl til 31. októ- ber, að undanskildum ágústmánuði. Kennarinn verður að hafa Third Class Professional Ccrtificate. Uin- sækjendur tiltaki kaup, sem óskað er eftir, cinnig æfingu við kenslu. Vestfold, 2. febr. 1916. A. M. Freeman, Sec’y-Treas. 20-21 p TVO KENNARA VANTAR fyrir Norður-Stjörnu skóla No. 1226, annan með 2nd, en annan mcð 3rd Class Certificate. Kensluttminn er sjö mánuðir, frá 1. apríl til 1. des. næstkomandi. Frí yfir ágústmánuð. Tilboðum, sem tiltaki kaup og æf- ingu, verður veitt móttaka af undir- rituðum til 1. marz. G. Johnson, Sec’y-Treas. 18-22 Stony Hill, Man. SKEMTIKVELD undir umsjón “Y0UNG MENS LUTHERAN CLUB” FEBRUAR, 15., 1916 G00D TEMPLARS HALL PEOGRAMME: PART I. Trlo ..............................—.. Magnússon Miss Oddson, Mr. Magnússon, Mr. Elnarson Söngvar Söngvar Söngvar Quartette Söngvar Sextette (a) (b) (a) (b) (c) Rósin .........................Arni Thorsteinsson Þess bera menn sár ............Arnl Thorsteinsson Mr. W. A. Albert Gígjan ........................ Sigfús Einarsson Draumaland .................... Sigfús Einarsson Sofna Lóa .......................Sigfús Einarsson Mrs S. K. Hall. Söngur: Mlss H. Herman, ValiS (a) Eln sit eg út á steini..........Sigfús Einarsson (b) SólskinskveSJa ................Arni Thorsteinsson Mr. Jónas Stefánsson (a) Er blástjarnan skín (b) TáriS. Mrs. S. K. Hall, Miss H. Herman, Mr. W. A. Albert, Mr. Paul Bardal. (a) Sólskríkjan ..........................Jón Laxdal (b) Kveöiö á sandi..............Kriatján Kristjánsson Mr. Paul Bardal (a) • Sof I ró...............................Mohrlng (b) Rokkvísa ............................... Belman Messrs Stefánsson, Metúsalemsson, Aibert, Bardal Clemens, Þórólfsson Mr. Alex Johnson Söngur: PART II. Ræöa: Dr. Jón Stefánsson. Sjónlelkur: ólafur Liljurós. PART III. Songs: Songs: Songs: (a) (b) (c) (a) (b) (a) (b) (c) Air from “Madam Butterfly”............ Pucctni Vienne Aurore ........................ arr. A. L. The Sweetest floæer ..........F. van der Stucken Miss Mae Clarke. Hear me, ye winds and waves _____________Handel Eldorado.................................. Huhn Mr. Clayton Quast My thoughts are as the mighty hills ......Grleg The Silver ring...................... Chaminade Melisande in the wood................... Goetz Mlss Ollve Quast Song: Mr. Habbeshaw Quartette: “My love is like a red, red rose”. Misses Clarke and Quast; Messrs Habbeshaw and Quast, Song: Mr. Edward Mancer. Accompanist Mlss Sigríöur Thorgeirsson Aðgangur 25c Byrjar kl. 8 e.h.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.