Heimskringla - 17.02.1916, Page 2

Heimskringla - 17.02.1916, Page 2
BLS. 2 H E I M S K R I N G L A. WINNIPEG, 17. FEBR. 1916. Undirbúningur fóður tegunda. | gjöra það linara undir tönn; en lang bezt er að inala kornið. Hafra og hveiti skyldi aldrei sjóða handa neinni skepnu. —S.— Ein af hinum algengu spurning- um á bændafundum og annarsstað- ar, er það, hvernig skuli undirbúa hinar ýmsu fóðurtegundir til að gjöra þær lystugri og til að fá sem mest næringarefni úr þeim. Borgar sig að mala eða sjóða korn- tegundir áður en skcpnum er gefið? Þessari spurningu er ekki hægt að svara játandi eða neitandi; það er undir ástæðum og atvikum kom- ið. Fram að miðri nitjándu öldinni höfðu efnafræðingar og bændur yf- irleitt þá hugmynd, að því meiri tima sem maður tæki til að undir- búa fóðurtegundirnar áður en skepnunum væri gefið, þeim mun léttara yrði að melta þær, og gæfu skepnurnar því meiri arð af sér. Eða með öðrum orðum, að inaður ætti að spara þá krafta, sem annars færu til að tyggja fæðuna, og gjöra hana þeim mun léttari að melta. Til- raunir i seinni tið hafa sýnt, að hug- inynd þessi er algjörlega röng. Yfir- lcitt má leggja niður þá reglu, að það borgar sig hvorki að mala eða sjóða kornið; en þó hefir þessi regla inargar undantekningar. Það er und- ir þvi komið, hvaða skepnum er gef- ið það og hvaða ásigkomulagi þær eru í, og eins hvaða korntegundir eru gefnar. Yfirleitt borgar sig ekki að mala korntegundir handa nokkrum hesti, sem hefir nógu góðar tennur til að gjöra það sjálfur. Trippi og iðju- lausir hestar sérstaklega þurfa hrcyf ingu og áreynslu til að við halda heilsu og kröftum, annars dvínar lífsþrekið. Ef að slíkir hestar hafa nógan tíma og nógu góðar tennur til að mala kornið réttilega, þá gjörir það þeim mjög inikið gott. En stund- um ber það við, sérstaklega að sumr- inu, að hestar hafa svo harða vinnu, að þeir hafa ekki tima til að mala kornið, og þá borgar sig að mala fyrir þá. Hestar eru lengur að tyggja ómal- aða hafra; en á meðan að þeir eru að þvi, er línsterkjan að breytast í sykur og þess vegna hægra að melta síðarmeir. En ef að hestar hafa þann ósið, að glevpa i sig hafrana, án þess að tyggja þá, svo þeir fari heilir i gegnum þá. verður að gefa þeini bran eða malaða liafra. Þó að malað korn hafi reynst allstaðar eins vel og sumstaðar betur en ómalað, þá verðum við að taka til greina fvrir- höfn og kostnaðinn við að mala. og oftast er munurinn svo lítill, að ekki borgar sig að taka þá fyrirhöfn. Fyrir mjólkurkýr og svín hefir æfinlega reynst bezt að mala kornið |iví slikar skepnur gle.vpa það annars of fljótt, og það fer ínikið af þvi öskemt i gegnum meltingarfær- in. Það getur samt verið spursmál með hveiti, hafra (ig inaís, ef gefið er ungum gripum eða uxum, er ver- ið er að fita til markaðar. En rúg og bygg þarf að mala handa ölluin skepnum. Líka væri bezt að mala allar korntegundir handa nautgrip- um, ef hægt er að mala þær billega; en það er ekki til neins að gefa bygg öðruvísi en malað, því það er bæði hart og ólystugt og vökvarnir í meltingaifærunum hafa engin á- hrif á það. Allar korntegundir verð- ur að mala fyrir svín, hvort sem þær eru harðar eða linar. Aftur á móti cr stór skaði að sjóða korn, þvi að við suðuna koma fram efnafræðislegar breytingar. Marg- ítrekaðar tilraunir hafa sýnt, að soðið korn hefir 10 til 15 prósent ininna næringargildi en ósoðið. — Sumir efnafræðingar jafnvel halda þvi fram, að soðnar baunir hafi helmingi minna næringargildi en ó- soðnar. Suðan breytir sumu af hotd- gefandi efnunum og gjörir þau ó- ineltanleg, en hefir en.gin áhrif á hin viðarkendu efni. En |)ó að suðan sé svona skaðleg, þá er það nauðs.vnlegt stunduin til að gjöra matinn lystugri handa skepnunum, Kartöflur hafa æfinlega litið fóðtirgildi, og borgar sig ekki að gefa skepnum |i:er. þegar verðið er þolanlegt. En það kemur oft fvr- ir, að bændur hafa mikið á hendi, og enginn markaður fyrir þær, ogí verður þá að gefa þær svínum og nautgripum. Svin fást ekki til að eta þær ósoðnar, svo sjóða verður þær I til að gjöra þær lvstugri, en um leið: næringanninni. Svínum er oft gefið soðið bygg. þegar ekki er hægt að fá það malað. Undir þeim kringum- stæðum væri betra að bleyta það i vatni í einn eða tvo daga, til að Orlausn kornræktatil- rauna í Saskatoon. ■ ♦--- Visindalegar rannsóknir hafa leitt í ljós, að meiri arð má hafa af jarðrækt með þvi fyrirkomulagi, að sá mismunandi tegundum i akurinn með fárra ára millibili. Eins og gef- ur að skilja, þá útheimtist meira af vissum jarðefnum til þess að efla vöxt og viðgang einnar plöntuteg- undar en annarar. Til þess þvi að vinna upp frjóefnin úr jörðinni sem jafnast, og hafa þannig sæmilega uppskeru á hverju ári, skifta menn um tegundir með tiltölulega stuttu tímabili. — Eftirfylgjandi skýrslur sýna úrlausn á tilraunum í þessu efni, sem gjörðar voru í Saskatoon árið 1915. Mismunandi ræktunar-aSfer'ðir á hveiti akri. Ellefu mismunandi aðferðum var beitt við ræktun hveiti akurs og reyndist sú aðferðin bezt, að brenna kornstangar-broddana (stubble) að vorinu, herfá tvisvar með diskherfi, pressa svo akurinn með akurpressu (packer) og herfa siðan með gadda-1 herfi. Með þessari aðferð gaf akur- inn meiri uppskeru, heldur en þar sem öðrum aðferðum var beitt, að undanskildu þvi, að grunnplægja snemma að haustinu og vinna akur- inn vel á eftir. Tilraunirnar sýndu, að uppskera var eins mikil þar sein sáð var i ó- piægðan hveitiakur, sem var laus við illgresi af öllu tagi, eins og akri, sem var ekki hreinn og sem var plægður að vorinu fyrir sáning. ; Tafla, sem sýnir mismun á upp- skeru eftir niðurröðun teg- unda þeirra, sem sáð var árlega. Hveiti. Á eftir hveiti: 24 bushei 51 pd. Á eftir flaxi: 27 bushel 53 pd. Á eftir baunum: 32 bushel 7 pund. j Á eftir rófum og kartöflum: 33 bushel 25 pund. Á eftir maís: 34 bushel 44 pund. j Á hvildum akri: 38 bushel 32'!> ; ;pund. Hnfrar. Á eftir hveiti: 68 bu.13 pd. Á eftir flaxi: 66 bu. 31 pd. | Á eftir baunum : 63 bu. 33 pd. Á eftir rófum og kartöflum: 681 ; bll. 13 pd. Á eftir maís: 69 bu. 29 pd. Á hvílduni akri: 81 bu. 21 pd. Hijgg. Á eftir hveiti: 29 bu. 45 % pd. j Á eftir flaxi: 31 bu. 37 pd. Á eftir baunum: 30 bu. 10 pd. Á eftir rófum og kartöflum: 31 j 12 pd. Á eftir mais: 36 bu. 47 pd. Á hvildu landi: 38 bu. 13% pd. b'lax. I Á eftir hveiti: 19 bu. 27 pd. Á eftir flaxi: 18 bu. 15 pd. Á cftir baunum: 23 bu. 38% pd. Á eftir rófum og kartöfluin: 22 ; bu. 23% pd. j Á eftir maís: 26 bu. 28 pd. Á hvíldu landi: 21 bu. 36% pd. Vor-fíúgur. Á eftir hveiti: 24 bu. 38% pd. Á eftir flaxi: 31 bu. 5% pd. Á eftir baunum: 30 bu. 1514 pd. Á eftir rófum og kartöflum : 32 bu. 2314 pd. Á eftirmais: 32 bu. 12% pd. Á hvildu landi: 34 bu. 11% pd. Kartöflur. Á eftir hveiti: 158 bu. 4% pd. Á eftir flaxi: 222 bu. 58 pd. Á eftir baunum : 242 bu. 40 pd. j Á eftir rófum og kartöflum: 231 i I bu. 31 % pd. Á eftir maís: 272 bu. 11% pd. Á hvíldu landi: 244 bu. 50 pd. Tilraunir á nýplægðum akri (breaking) á graslendi. Það hvenær akurinn er ný-plægð- ur hefir stórmikla þýðingu, hvað 1 uppskeru-magn snertir. Eftirfylgj- andi skýrsla sýnir árangur af til- raununi, sem gjörðar voru í þessu efni: Tilraunir með bygg. Uppskera aí akri, sem var ný- plægður sama voriÖ og sáð var: 18 bu. 40% pund. Uppskera af akri ný-plægðum í september haustið áður en sáð var í hann: 25 bu. 12% pd. Uppskera af akri, sem var ný- plægður i ágúst: 33 bu. 20 pd. Uppskera af akri, sem ný-plægð- ur var í júli: 38 bu. 30 pd. Uppskera af akri, sem ný-plægður var í júní: 43 bu. 10 pd. Tilraunir með hveiti. Uppskera af akri, sem ný-plægður var á sama vori og sáð var: 22 bu. 15 pd. Uppskera af akri ný-plægðum i september árið áður: 23 bu. 4. pd. Uppskera af akri plægðum i ágúst mán.: 28 bus. 8 pd. Uppskera af akri plægðum i júli: 33 bu. 37 pd. Uppskera af akri plægðum i júni: 37 bu. 1 pd. Þessar tilraunir Iciða i Ijós, að það er óheppilegt, að ný-plægja að haus,- inu eða vorinu. Fyrri partur sum- arsins cr eini rétti tíminn til þess. Ársþing Manitoba Grain Growers. —»- - - Hcitasta föðurlandsást, meiri mcnt- un, betri samvinna, frjálsari verzlun og bindindislög- gjöf eru cinkenni fundarins. Á föstudaginn liinn 17. janúar lauk þessum merkilega ársfundi fé- lagsins. Aldrei hefir hann verið bet- ur sóttur; aldrci hafa umræðurnar verið jafn vandaðar aldrei hafa á- lyktanir fundarmanna verið á jafn góðum grundvclli bygðar og aldrei hefir einingin manna verið jafn sterk og á fundi þessum. Sainvinnan sýnir sig í fundar á- lyktununum: um samvinnu lög- gjöf, opinber sláturhús og lánfélög bænda upp á akuryrkju-afurðir. Á fundinum var þungur undirstratíhi- ur um nauðsyn ineiri og fullkomn- ari mentunar, ekki einungis i þeiin sérstöku atriðum, sem félagsmenn hafa verið að berjast fyrir, heldur i greinum ýmsum, sem menn ekki enn þá hafa haft tækifæri til að fra'ðast um. Ávarp forseta. öruggur og ódeigur talaði Hen- ders forseti um mál þau hin mörgu, sem fyrir Grain Groxvers félaginu liggja, og einnig þau, er snerta Can- ada- þjóðina, sein einn hluta Breta- veldis. Hann harmaði nauðsynina, að þurfa að neyðast til að fara út i stríð þetta, og tók hart á hermanna- valdinu; en tók það þó fram, að al- gjörlega óumflýjanlegt væri, að leiða til lykta starf það, sem Banda- menn hefðu sett sér. hvað sem það kostaði. Með sterkum orðum hvatti hann hvern þann mann, að ganga í herinn, sem til þess væri fær, og lýsti hinni þungu ábyrgð á öllum þeim, sem yrðu heima að sitja. Á þeim hvildi skyldan, að láta þá ekk- ert skorta, sem í herinn færu, hvorki fæðu né vopn eða skotfæri, og sjá um, að þetta kæmist alt til þeirra. Hann kvað auðvelt að sýna það, að verð það, sem bændur fengju fyr- ir vörur sínar, væri ekki of hátt og ekki meira en svo að það nægði til þess, að haida iðnaði og jarðrækt i blóma í framtíðinni. En erfiðara þótti honum að fást við flutning og meðhöndlun vörunnar á markaðinn, og benti á flutningsgjaldið yfir hafið — 40 cent undir bushelið, þar sehi 8 cents þótti of mikið fvrir nokkr- um árum. Hvað Patriotic Acre Fund snerti, kvað hann menn hafa tekið því nu'ðlungi vel og skoraði fastloga á menn, að sýna nú eldlegan áhuga á því, hver í sínu félagi, að leggja drjúgum af mörkum til |)ess að halda uppi heiðri og tilveru þjóðar- innar. Sagði hann að það va*ri ineira en draumur, að hugsa sér al- þjóðasamband og dómstóla með al- þjóða lögreglu að baki, og myndi það vinna að friði meðal þjóðanna í framtiinni, þangað til jjjóðirnar þyrftu ekki að hirða íneira um landamæri sín, en nú gjöra Canada og Bandaríkin. Þá talaði hann uni andróður gegn félaginu i byrjun, háð og skort á bræðraanda. Hann kvað kyrkjuna í fyrstu af misskilningi hafa verið fé- laginu andstæða.. En þegar félags- menn komu heim af fundunum og skýrðu frá bróðuranda þeim, sem ríkti, þá hefði það farið að lagast. Menn hefðu lagt of mikla áherzlu á framleiðsluna, en útbreiðsla auðs- ins væri alt að einu frjósamur akur að vinna í. Og menn ættu að fyrir- byggja, að nokkrir menn gætu hrúg- að auðæfum saman, eða látið auð- inn ganga óskcrtan til eftirkomenda sinna, þegar þeir þá ekki sjá ábyrgð sina og skyldur við mannfélagið, sein þeir lifa í. Hann talaði um, að menn þyrftu að kynna sér miklu betur hina beinu löggjöf, sem búist er við að innan skamms muni verða lagt sem lagafrumvarp fyrir þingin i hinum ýmsu fylkjum; einnig gat hann um aukning atkvæðisréttarins. Hann kvað það góðs vita, að flutn- ingafélögin væru farin að gjöra sér far um, að skilja og þekkja skoðanir bændanna. Þetta liefði komið í Ijós á þessu ári, þogar forseti og skrifari félagsins voru aðspurðir, þegar um málefni var að gjöra, er snertu hag bændanna. Og það varð áþreifan- legt, þegar farið var að hjálpa bænd- unum með sáðkorn síðastl. ár. Þá mintist hann á málfundi við Manufacturers Association og við Board of Credit Men's Association og fleira. Og kvað þá fundi geta til góðs orðið, ef að slept væri sér- plægni og eigingirni. Fulltrúar bænda myndu koma þangað einlæg- ir og fúsir til samvinnu til að leysa vandamál þeirra og annara; en þeir ætla sér ekki að láta fulltrúa auð- manna eða stjórnarmálgagna véla sig eða hafa að ginningarfíflum. A einuin fundinum hafði Manu- facturcrs’ Association gengið inn á það, að senda sameiginlega nefnd manna af báðuin flokkum til stjórn- arinnar, og biðja um, að stjórnin setti nefnd til að rannsaka kostnað á framleiðslu í þreinur hinum stærri iðngreinum og i verksmiðjum, á flutningi og afurðum jarðyrkjunnar. Og ef þyrfti skyldi meta til verðs verksmiðjur allar með áhöldum og ,ætla hæfilegan ágóða þeim, sem iðn- aðinn rækju; og væru einhvcrjar or- sakir til verðhækkunar, )>á skyldi athuga þær og sjá ráð við þehn. Nefnd þessi hefir nýlega verið sett; en engin merki sjást þess, að hún hafi nokkuð unnið af þvi, sem hún átti að gjöra eftir fundarákvæð- unuin. Og ekki voru bændur neitt spurðir um það, hverjir skyldu í nefndinni vera, eða hvað langt störf þeirra næðu. ()g hið inest varðandi atriði, sem nefndin gaf bendingu um, var einskis virt og tekið fyrir rannsókn, hvað það snerti. En sein- asti fundurinn í Winnipeg virðist hafa steyiit köldu vatni yfir stór- inennin, hvað samvinnu snertir. Loks endurtók forsetinn hin fyrri orð sin um stærri markað, billegri peninga og opinbera eign á ntilitics and naturul rcsources. Skýrsla forstjóra. Skýrslu forstjóra (directors) lagði fram Pétur Wright og sýndi hún, að aldrei fyrri hefðu jafn inargir félags menn borgað gjöld sín siðan félagið myndaðist, og væri það vottur um þrif og áhuga félagsmanna. f Patriotic Acrc Fund hefðu fá- einir sent fé inn; en nægar voru sannanir þar fyrir miklum pening- um, sem safnað hafði verið og var á leiðinni til félagsins. District Associations hafa stofn- aðar vcrið í öllum sveitum Canada og fundir haldnir i hverju kjördæmi og meðlimum félagsins í hverju hér- aði gefinn kostur á að útnefna menn í stjórnarnefndina. Bændalán og markaður á lifandi gripuin var tekið til mnræðu. Sýnt var fram á, hvað æskilegt væri, að hjálpa fjárhagsnefndinni til að afla sér upplýsinga um ástand jarð.vrkj- unnar. Eftirfylgjandi ráðlegging frá lög- mönnuni um gaddavira og opna brunna á eyðilöndum var upp lesin: í lögunum er enginn skyldur til að girða land sitt, til þess að verja landið ágangi gripa annara ipanna. Og hver gripaeigandi er skyldur að gæta gripa sinna, að þeir gangi ekki á annara löndum, eða hann verður sjálfur að eiga á hættu meiðsl þeirra. Og ef því gripir ganga af löndum eigenda sinna, og inn á land annara og sumir þeirra meiðast eða særast, svo sem í opnum brunnum eða hættulegum girðingum, þá get- ur eigandi gripanna engar skaða- bætur fengið, En sé háski þessi nærri aðalvegi, þá eru lögin önnur. Því að það er skýrt tekið fram í lög- um, að enginn megi hafa grafir eða h/iska nokkurn nálægt aðalvegi, og ef að gripir ganga eftir aðalvcgi og sumir fara utan vegar og skaddast BLUE R/BBON KAFFI OG BAK/NG POWDER Heimtaðu æfinlega BLXJE RIBBON KAFFI og BAKING POWDER. Eins og allar aðrar fæðutegundir af BLUE RIBBON hreinu fæðuteg- undum eru þessar tegundir hinar ágætustu og seldar með ábyrg* að mönnum líki þær eða cf ekki að skila þér verðinu aftur. : : REYNDTJ ÞÆR. af háska þessum, rétt hjá veginuin, þá getur eigandi gripanna heimtað skaðabætur fyrir af eiganda lands- ins, sem háskinn er á. En hafi ó- kunnugur maður lagt háska þenna á landið og eigandinn viti ekki um það, þá er eigandinn ekki sekur, heldur maðurinn, sem liáskann lét þar eftir. Við rélt hjá aðalvegi (close to a highway) er það táknað, að það sé svo nærri, að forsjáll maður með meðalviti hefði séð að likindi væru til þess, að slys kynnu að hljótast af þvi fyrri eða síðar, fyrir það, hve nærri það væri veginum. Dæmi eru til þess, að cigandi eða ábúandi landsins neyðist til að girða land sitt til þess, að varna gripum nábúans að ganga á þvi. Eitt dæmið er það, þegar hann hefir samið við nágranna sinn um að girða. Og sé svo, en hann vanræki að girða, eða halda við girðingunni, og ifyrir þá vanrækslu ganga gripir nágrannans á land hans, og sumir þeirra meið- ast af háska þessum, þá er sá hinn sami sekur og verður að gjalda skaðabætur. En ekki er hann sekur, þó að gripir einhvers annars manns kom- ist inn á land hans og meiðist, þvi að hann hefir enga samnin.ga gjört við þenna mann. Annað dæmi er það, þegar mað- ur einn er skyldaður með lögum að girða. Þetta á sér stað uin járnbraut- ir. Járnbrautarinenn eru skyldugir að girða, til þess að gripir fari ekki út af landinu meðfram járnbraut- inni. Og cf að maður á land með- fram járnbraut og hefir þar gripi, en þeir komast út af landinu fyrir ó- nýta girðingu milli landsins ogjárn-| brautarnnar, þá liggur sökin á járn- brautarfélaginu. En hafi gripirnir engan rétt haft til að vera á landinu, þá liggur engin sök á járnbrautarfé- laginu; og ef að gripir annars j manns (strangers) ganga inn á land j þetta og skaðast, þá liggur engin sök já járnbrautarfélögunum, því að grip- j irnir voru sekir áður en þeir komu j á brautina. Lög þessi breytast, þegar aukalög eru samin, sem gjöra það að lögum, að gripir inegi lausir ganga vissan part af árinu. í sveitum, þar sem þessi aukalög gilda, eru eigendur landsins ábyrgð- arfullir fyrir skaða þeim, sem grip- j irnir hljóta um þenna tíma árs, sem j tiltekinn er, þegar einhver háski I liggur á landi þeirra, svo sem j brunnur. En landeigandinn er ekki i ábyrgðarfullur, ef að þessi háski er ] cðlilegur og fylgir landinu, svo sem i kfettur eða fen. Háskinn verður að l vera gjörður af mannahöndum, og er þó eigandi landsins ekki sekur, ef að ókunnur maður hefir, án hans vitundar, lagt háskann þarna. Skýrsla skrifara. Innkomin gjöld fyrir 1915 sýndu, að meðlimatala félagsmanna hafði aukist. Erfitt að fá fullnægjandi skýrslur frá deildum félagsins. f nóvember voru send bréf til 390 deilda og óskað eftir nákvæmum skýrslum uin starfsemi þeirra. Af þeim voru 81 deildir búnar að svara fyrir árslok. Af skýrslum, sem inn voru sendar, voru 30 sem greindu frá, að allir félagsmenn skráðir hefðu borgað gjöld sín; 15 gátu ekk- erl um tölu félagsmanna á skránuin,| en töldu þá, sem borgað höfðu gjöld ! i sín. 39 dcildir höfðu 692 félaga áj skránum uinfrani þá, sem borgaðj höfðu gjöld sín. Síðan félagið byrjaði hafa deild-j irnar horgað inn $35,460.00 á 13 ár-! um, eða $2.728.00 á ári. Skortur á ensku kunnáttu. Félagið sendi út sérstakan mann til j að stofna ný félög, og var hann á ferðinni frá 1. janúar til 1. ágúst, og frá 15. nóvember til ársloka. Fór hann á inilli hinna útlendu inanna austur og norður af Winnipeg, og þó að honum gengi nokkuð vel, þá kvað hann vandræði að halda þeim saman, og kæmi það af þvi, að þeir hefðu engin rit eða blöð á sínu máli, er fjölluðu um mál þessi, og manni, sem ekki talar aðra tungu en ensku, er ómögulegt að láta fóík skilja sig, eða skýra fyrir mönnuim aðalatriðin í hreyfingu Grain Grow- ers félagsins. Skýrsla eftirlitsmanna. Tekjur allar $7,636.37; í sjóði $13.- 50; á banka $750.90. Patriotic' Acrc Fund, tekjur $2,630.01; af því var gefið í Belga sjóðinn $15.90, en til Rauðakrossins $13.53. Á banka eru $2,778.85. í War Rclicf sjóðinn komu $2,778.85 og af þeim gengu $2,470.25 til Belga, en $98.25 til Rauðakross- ins og $159.25 til Patriotic Fund. En eftir því sem fundarmenn skýrðu frá, var enn i höndum skrif- ara hinna ýmsu deilda $10,000.00 i peningum og tvö þúsund bushel af hveiti. THE CANADA STANDARD LOAN CO. \ftnl Skrit'niot’n* Winnipcgr $100 SKULDABRÉF SELD Til þæginria þeim sem hafa smá upp hæ'ðir tll þess at5 kaupa sér í hag. Upplýsingar og vaxtahiutfall fæst á skrifstofuhni. J. KVLK, Itá ^snin hur 42S Mnln Street. WINNIPKG MARKET HOTEL 114» l*rln«M*MK Street á móti markaðinura Bestu vínföng, vinrilar og at5- hlyning góð. íslenkur veitinga- maður N. Halldórsson, leiðbein- ir islendingum. I*. O'CO.WKL, Kiganrii Winnlprg Ein persóna ífyrir riaginn), $1.60 Herbergi, kvelri og morgunver'ður, $1.25. Máltíðir, 36c. Herbergi, ein persóna, 50c. Fyrirtak í alla staði, ágæt vínsölustofa í sambandi. TulMfnii Gnrrj 1Í2Ö2 ROYAL 0AK HOTEL Cbn«. OuntnrHNon, rlgandl Sérstakur sunnudags raitSdagsvertS- ur. Vín og vindlar á bortium frá klukkan eitt til þrjú e.h. og frá scx til átta atS kveidinu. 2SS MAIIKKT ST. WINNIPBC BrúkaBar saumavélar meti hæfilegu vertii; nýjar Singer vélar fyrlr pen- inga út í hönd etSa til leigu. : : Partar í allar tcgundir af vélum; atSgjörti á öllum tegundum af Phono graphs á mjög lágu verSi. : : J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega “agenta” og --------* verksmala.---- Isabel Cleaning and Pressing Establishment .1. \\ . <|l I N \, cÍKnndl Kunna manna bezt að fara með LOÐSKINNA FATNAÐ Viðgerðir og breytingar á fatnaði. Phone Garry 1098, 83 Isabel St. liorni McDermot

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.