Heimskringla - 17.02.1916, Blaðsíða 3

Heimskringla - 17.02.1916, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 17. FEBR. 1916. HEIMSKRINGLA BLS. 3 Hin dásamlega saga frá Warsaw. Eftir fregnrita G. H. Mewes. Þangað til stríðinu er lokið heyr- um vér ekki neina tíunda hlutann af hinni ógleymanlegu sögu rússneska hersins, sem er svo aðdáunarverð, að hún mun aldrei fyrnast. Nú vit- um vér svo sem ekkert af hinu undra verða, sem þar hefir fram komið,— af hinni fáheyrðu ósérplægni og sjálfstjórn, hinu fádæma hugrekki og köldu ró, hvaða vandræði og tor- færur sem fyrir kornu. Eg hefi verið áhorfandi og nærri staddur öllum gjörðum Rússa á þessari voða'legu herferð. Eg hefi verið með foringjaflokknum og séð og skilið málin og gjörðir allar með þeim. Eg hefi farið um skotgrafirn- ar, þar sem bændurnir , óbreyttir, einfaldir en þjóðhollir tóku glað- lega hverju því, sem að höndum bar, með einstakri þolinmæði, og var það oft svo örðugt og vonlaust, að hinir hraustustu hermenn hefðu móðinn mist. Þetta alt hefi eg séð og skil því hugsunarhátt og skoðan- ir æðri og lægri manna í stríði þessu. Og æfinlega var hið sama, hvort sem Rússar unnu sigur eða urðu undan að halda; hvort sem þeir voru í fremstu skotgröfunum eða í varaliðinu aftan við hergarðinn, — æfinlega var eitt og hið sama uppi hjá Rússuim: að þeir myndu vinna sigurinn; þeir gætu ekki tapað, — þetta væri að eins bráðabyrgða undanhald. Alt þetta þola þeir, alt þetta vinna þeir fyrir “litla föður- inn” — patruska — keisarann á Rússlandi. En dásamlegust af öllu er sagan af Warsaw. Á Englandi hafa menn ekki haft neina hugmynd um, hvað nærri lág að illa færi, þegar Þjóð- verjar komu seinast með herflokka sína til Warsaw. Eg skildi það ekki þá, þvi að eg var þá með rússnesku herinönnunum. Rússar isáu iþað vel, — eg komst að því, þegar hættan var um garð gengin —, en þeir játa það aldrei fyrir sjálfum sér og því síður fyrir öðrum. Eg var suður í Bukowina og ætl- aði að vera þar nokkra daga, hjá Tartara hersveitunum. Tartararnir voru í essinu sínu; þeir voru að ó- náða Austurríkismenn með sifeldum árásum, og alt sýndist ganga ljóm- andi vel, þangað til fregnin kom, að Austurríkismenn væru aftur bún- ir að ná Lemberg. Þetta þóttu mér ekki góðar frétt- ir, því eg hafði verið í Lemberg á fyrstu vikum stríðsins og kom þar nokkrum klukkutímum eftir uö Rússar náðu borg þeirri. Hún var dýru verði keypt, borgin sú, og þeg- ar fregnin kom, að Rússar hefðu tapað henni aftur, þá var það nærri óbærilegt. En það var ómögulegt að efast um það. Þá lág í augum uppi, að trölla- slagurinn um Warsaw var fyrir höndum, og eg réði þegar af, að snúa undir eins við og fara þangað. Bjóst eg við að sjá þar furðulega at- burði, en ómögulega hefði mér getað komið til hugar þeir stórkostlegu at- burðir, sem þar fóru fram. Fyrst hin frábæra og hreystilega vörn þeirra Rússanna og svo, hvernig borgin var sópuð af öllu, sem nýti- legt var, og öllu var burtu komið á óhulta staði lengst inni i landi, þar sem Þýzkir gátu ekki náð í það. Þegar Þjóðverjar héldu herskör- um sínum þangað eftir að Lemberg var fallin, þá var Warsaw stór og rik og mannmörg borg; en þegar þeir héldu inn i Warsaw að nvorgni hins ágúst 1715, þá var að eins eftir skelin ein, því að Rússar voru búnir að flytja alla hluti burtu, sem lausir voru eða fémætir, eða hefðu getað komið Þjóðverjum að ein- hverju gagni. Eg sá fyrst tröllabardaga þennan, þegar eg keyrði í mótorvagni út til aftari skotgarðanna. Þegar eg var í Krasnystav, þá byrjuðu I»jóðverjar skothriðina með stóru fallbyssun- um sínum. Og þar nærri var það, að eg tók ljósmyndir af 3. hersveitinni frá Kákasus. Voru það hraustir og hugrakkir inenn, sem brotist höfðu yfir Karpatha-fjöllin og inn í Ung- arn, og svo tíl baka aftur, þegar þeir þurftu undan að halda, og þarna fann eg þá. Tveimur dögum seinna komust þeir i harðan slag og biðu manntjón mikið. Þjóðverjar höfðu afráðið, að leggja þarna að, og óku 150 af þessum stóru fallbyssum sín- um, 'sönnum kastala-brjótum, fram á völluna. Svo dundi látlaus hriðin á Rússana og þeir urðu undan að halda, en Þýzkir tóku Krasnystav og voru þá 'komnir spölkorn nær borg- inni Warsaw. Það verða menn að muna, að Þýzlcir réðust ekki beint framan að Warsaw (að vestan). Þeir reyndu það í fyrsta sinni, er þeir komu þangað; en það varð þeim svo dýrt, að þeir vildu ekki reyna það aftur. <)g nú sóttu þeir að borginni bæði að norðan og sunnan. Þeir notuðu her- fylkingar sinar sem töng eða nagl- bít, og ætluðu nú fyrst og fremst að taka borgina og um leið að ná hin- um miklu skörum hinna rússnesku hermanna, sem voru að verja hana. Eitt aðalaugnamið Þjóðverja var það, að ná borginni Novo Minsk, því að þá lokuðu þeir járnbrautinni milli Warsaw og Sedlice. En hlut- verk Rússa var tvöfalt. Fyrst og fremst að berja Þjóðverja af hönd- um sér, ef að það væri mögulegt. En ef að þeir gætu það ekki, þá urðu þeir að komaist undan og ná annari varnarlínu, án þess að tapa miklu af hermönnunum eða skot- færum og fallbyssum. Ef að þeir ynnu sigur, þá var Warsaw borgið, en biðu þeir ósigur eða yrðu þeir undan að halda, þá var úti um War- saw; Þýzkir urðu þá að hafa hana. Þcir töpuðu Warsaw Rússarnir; en hinum tilganginum náðu þeir ifylli- lega. Því að þeir skildu ekkert eftir í borginni, — ekki nokkurn hlut, sem Þýzkir gátu haft hið minsta gagn af, nema skel hinna galtómu húsa. í annari viku júlímánaðar hafði eg aðsetur mitt í Warsaw, og ferð- aðist þaðan í ýmsar áttir, þar sem barist var milli hinna tveggja horna, eða réttara endapunkta tangar- kjaftsins Þjóðverja, sem hægt og hægt voru að færast saman; og þá var þegar farið að sópa iillu lausu úr borginni og flytja það langt inn i Rússland á óhulta staði. Allir vegir, sem lágu inn á Rúss- land frá Warsaw, báru Ijósan vott um hið ágæta fyrirkomulag og stjórn ihermannavaldsins rússneska. Austur af Narev og Lublin-Cholm járnbrautinni var einlægt stöðugur straumur fólks og lesta inn á Rúss- land, bæði dag og nótt, og aftur annar straumurinn á móti vestur og hafði hvor fyrir sig helminginn af veginum. Þár voru endalausir straumar vagna, með 6 hesta fyrir hverjum vagni, og voru hestarnir einlægt a stökki, en vagnar þessir voru hlaðn- ir skotfæruin til hermannanna; og þetta stefndi vestur til skotgraf- anna. I sömu stefnu hélt ein her- sveitin á eftir annari, á hraðri göngu eða hálfgjörðu hlaupi. En hina leið- ina, eftir sama veginum, rann stöð- ug lestin austur af sjúkravögnum með isærða hermenn af vígvöllunum. En á vegunum, sem lágu út frá Warsaw, var umferðin ennþá meiri, en alt öðruvisi. Dag eftir dag rann þykkur straumurinn hægt og hægt og i beztu reglu, óslitinn austur og inn á Rússland, til Novo Minsk, Sed- lice og ennþá lengra; þar fóru her- menn og flóttamenn, sem flúið höfðu af búum sínum undan komu Þjóðverja, gangandi, keyrandi, rið- andi; karlar, konur og börn. Þeir voru að flýja undan hersveitum o- vinanna. Á þessum löngu, sléttu eða flötu vegum hefi eg séð lestirnar margar mílur á lengd af flutning.v vögnum hersveitanna, og óslitnar lestir Rauðakrossins; endalausan straum af alþýðufólki, og voru sum- ir með byrðar á öxluin. Þeir báru bagga á bakinu, allar eigur sínar; aðrir keyrðu i kerrum, allir þung- búnir og alvarlegir, en þolgóðir og reglusamir. Þar sást aldrei neinn ótti; en þarna þrömmuðu þeir á- fram eins hart og þeir komust fyrir þeim, sem á undan voru í lestinni. Þeir voru að komast burtu frá land- ránsmönnunum og brennuvörgun- um þýzku, — komast út um þessar dyr austur, sein ennþá voru þeim opnar og einlægt voru að þrengjast. Þeir þurftu að komast út áður, en þær lykjust alveg saman. Það var eitthvað voðalega áhrifa- mikið við þetta undanhald. Það var svo alvarlegt og feykilega stórkost- legt. Á hverjum degi var það hið saina. Hálfklemda inni milli tveggja flutningsvagna sá eg einu sinni pólska frú eina ineð ungum syni sinum keyra á fínasta vagni með tveimur fjörugmn hestum fyrir. Hún var á ieiðinni til Brest Litovsk, sem var í 80 milna fjarlægð. Hún sagði, | að hestarnir sínir skyldu aldrei komast í hendur Þjóðverja. Á eftir henni komu i hundraða- tali smáar bændakerrur, og allar voru þær hlaðnar með kopar og vélapörtum og i hundraðatali komu svo keyrsluhestar og bændahestar, sem fylgdust með flota þessum. En bændastúlkurnar þrömmuðu þarna í stórum, löngum fylkingum og þétt- um hópum; sumar teymdu kýrnar j sinar, sumar gengu með kerrunum,' sem hlaðnar voru öllum eigum þeirra og yngri börnum. En til þess ] að fá skýra hugmynd um þetta,! þurfa menn að hugsa sér þetta alt i einni þvögu: bændafólkið og her- mennina, kaupmennina og hina smærri verzlunarmenn; Gyðinga, Rússa og Pólverja; bændakonurnar, fínu vágnana, flutningsvagnana, — þetta seig alt af áfram í endalausum straumi, burtu frá hinni dæmdu borg; burtu frá skothríðinni, drun- ununi, brennunum og hinum voða- legu sprengikúlum. Menn verða að hugsa sér þetta alt fara í mestu reglu reglu hægt og hægt og nærri þegj- andi, nema hið þunga fótatak á veg- inum og hið látlausa skrölt og marr í vögnunum. Það heyrðust aldrei köll eða óp; það kom aldrei fyrir nein óregla, og einlægt fylti þessi langa, óslítandi lest upp annan helming vegarins. I)ag eftir dag í þrjár vikur stóð þessi flótti. Það var ætlað á, að af hinum 900.006 íbúum Warsaw hafi 300,000 farið burtu þenna tíma. En fjöldinn á vegunum hefir verið miklu meiri, því að töluvert meira en tvö hundruð þúsund flóttamenn, úr sveitunum, sem Þýzkir voru að fara yfir, lögðu upp og yfirgáfu heimili sín, fóru i gegnum borgina Warsaw og héldu austur. Og eg segi ekki of mikið, þó að eg fullyrði, að fjórar vikurnar, áður en Warsaw féll í hendur Þjóðverjum, hafi meira en hálf milíón borgara og bænda- fólks farið þenna beina veg frá War- saw og inn á Rússland, og svo allur hinn mikli skari hermannanna. Allan þenna tíma var eg á ferð- inni. að heita mátti dag og nótt, að keyra í mótorvagni frá einni lin- unni eða fylkingunni til annarar; frá borginni út til skotgrafanna, eða með flóttamönnunum, og isvo inn til borgarinnar aftur, og fékk eg mér því hvíld og máltíðir eftir því sem á stóð. Og þessa dagana sá eg mikið af því, hvernig farið var að rýja borgina Warsaw af öllu jiví, sem laust var og fémætt, og senda það eitthvað lengst inn i Rússland, til þess að koma þvi undan greipum Þjóðverjanna. Fyrst og frcmst var til tint og burtu sent að heita mátti hvert ein- asta ton af málmi, sem til var í allri borginni. Úr byggingum stjórnar- innar og borgarinnar var öllu sóp- að; húsbúnaði öllum, ljósahjálm- um, télegraf- og telefón-þráðum. Vél- ar hinar og þessar voru teknar í sundur og sendar með járnbraut- inni til Moskow; hver einasta kyrkjuklukka var niðurtekin, merkt og innsigluð og send í burtu. Eg kom i margar þessar kyrkjur, og á meðan á messugjörðinni stóð, voru hermennirnir uppi í kyrkjuturnin- um, að taka -niður klúkkurnar, bæði smærri og stærri. Snemma í júlímánuði fóru spítal- arnir að tina saman dót sitt og flytja bæði sjúklingana og áhöld öll og umbúnað — austur. Og allan támann á hverjum degi voru sjúklingarnir fluttir á sporvögnum frá spítulun- um til brautarstöðvanna. Þetta var svo átakanlega stór- kostlegt, að rýja húsin, kyrkjurnar, skólana, liinar opinberu byggingar og einstakra manna hús að öllu því, sem hægt var að losa. Dag eftir dag voru menn að heyra þessa þungu hvel-li, þegar dynamit var sett und- ir eitthvert verkstæðið eða verk- smiðjuna eða part af þessu, þegar það var svo þungt, að ekki var unt að hreyfa það, — þá var æfinlega gripið til sprengicfnisins, til að ó- nýta það, svo að Þýzkir hefðu ekk- ert gagn af því. Stjórnin veitti verksmiðjunum alla þá hjálp, sem hægt var i té að láta. Þeir fengu frían flutning með brautunum og hermennirnir lijálp- uðu þeim kauplau-st, að rífa niður verksmiðjurnar og koma þeim á lest- irnar. Prentsmiðjurnar voru teknar upp, hver ögn. Bankarnir og pósthúsið og þingstofan og lögmannasalirnir voru opnir á degi hverjum og gjörðu menn þar hin vanalegu störf sín. En jafnframt þessu voru skarar manna að taka burtu alt sem laust var, og einlægt voru hlössin keyrð á braut- arstöðvarnar af öllu, sem Þýzkir hefðu á einn eða annan hátt getað notað. Það fór að verða litið um kopar- peninga á þessum seinustu dögum og matsöluhúsin voru farin að gefa mönnum pappasnepla merkta i býtt- um í staðinn fyrir koparskildinga eða smápeninga. En i sveitunum i kringum borg- ina var farið hinu sama fram. Þar ganga fremur smáir strætisvagnar á j mjórri stálteinabraut (tramway) og flytja vörur til bændanna úrborg-l inni og taka aftur vörurnar frá þeim. j Af þessum brautum var flétta ein um landið kringum borgina, og hafa | það verið tugir milna. En allir þess-| ir brautateinar voru rifnir upp og fluttir austur i land, og seinast voru rafurmagnsvirarnir teknir af staur- unum, vafðir upp og fluttir í burtu. En þá var nú uppskeran eftir. — Svo langt sem augað eygði út frá borginni var landið alt í akri eða engi og sumstaðar gripahjarðir. — Gripirnir voru fyrst teknir og rekn- ir burtu, og svo var eldi slegið í alla 1 uppskeruna og brent alt sem brunn- | ið ga-t. Var það bál mikið, er akr- arnir, stakkarnir og húsin stóð alt i ljósum loga; en það var betra að | I tapa því öllu þannig, heldur en að láta það falla í hendur Þjóðverja. j En á meðan þetta gjörðist börð- ust rússnesku hermennirnir í gröf- unum um hvert einasta fet, og var barátta sú bæði hörð og löng og harðnaði með hverjum degi. Á ihverj- um klukkutíma fengum við fregnir úr skotgröfunum. í byrjuninni voru • menn nokkuð vongóðir; en fréttirn- ar urðu einlægt verri og verri, og loksins urðu allir vonlausir um, að j geta bjargað borginni. “En við kom- um bráðum aftur, þó að við höldum undan núna”, sögðu hermennirnir, “og þá skulum við launa þeim alt þetta”. Og bændurnir og alþýðan endurtók orð þeirra: “Já, við kom- um aftur innan skamms; en nú verð- um við að fara”. Náttúrlega fékk þetta mest á Pólverjana. Þegar eg keyrði á milli bardaga- vallanna, sá eg marga sjónina ljóta. Þar voru þorpin a-lveg mannlaus, akrarnir eitt brunaflag. þar sem hveitið fyrir nokkrum dögum blakti og reis í gullroðnum öldum fyrir vindgolunni. En víða voru bænd- urnir og stundum konur þeirra og börn með þeim, að grafa skotgrafir með hermönnunum, og á vegunum runnu ei-nlægt straumarnir tveir: sjúkravagnarnir og flóttamennirnir au-stur, en skotfæravagnarnir vest- ur, á fleygiferð, vanalega með hest- unum á harða stökki. Þegar á leið fór meira og meira að verða vart við þýzku spæjarana. Og heyrði eg getið um marga þeirra. En mest kvað að sögunni um eig- anda einhverrar stærstu sölubúoar- innar í Warsaw, er verzlaði með allrahanda vörur bæði til hersins og flotans. Enginn maður hafði grunað hann. Hann var hinn þýðasti og mjúkasti við alla sína viðskiftamenn, og búð- in hans var vanalega full af foringj- um, æðri og lægri, sem keyptu hjá honum alt sem þeir þörfnuðust. En þá var það einu sinni einn morgun snemma, að nágranni háns vaknaði við meiri fallbyssudrunur en vanalegt var. Hann fór upp úr rúminu og leit út um gluggann, til þess að sjá, hvort óvinirnir væru að færast nær. En þegar hann lyfti blæjunni frá glugganum, þá sá hann, að kaupmaðurinn með þýða við- mótið og silkitunguna, var að taka loftskeytaþræði og útbúnað annan af því tagi af þakinu á húsi sinu. En stundu seinna kom lögreglan og tók bæði kaupmanninn og loftskeyta tækin. Hann hafði verið að senda Þjóðverjum skeyti. — Innan ifárra stunda var hann skotinn. Eitthvað tiu dögum áður en alt var búið þarna fór eg að búa mig undir að komast burtu. Eg var hálf- hræddur um, að mig inyndi vanta eitt og annað til mótorvagnsins mins, þvi að þá var farið að verða lítið eftir af flestu í Warsaw. Stein- oliu var að eins hægt að fá hjá keyrslumönnunum og heimtuðu þeir feikna verð fyrir. En belgina á hjól- in var nærri ómögulega að fá. En sanit gat eg loksins fengið brúkaða Þegar þú þarfnast bygginga efni eða eldiviS D. D. Wood & Sons. -------------Limited------------- Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, "Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St. ÞAÐ VANTAR MENN TIL Að læra Automobile, Gas Tractor ITin 1 bezta Gas-véla skóla í Canada. Það tekur ekkl nema fáar vikur at> læra Okkar nemendum er fullkcmlegra kent ab höndla og gjöra viö. Automobile, — Auto Trucks. Gas Tractors. Stationary og Marine vélar Okkar ókeypis verk veitandi skrifstofa hJÁlpar þér aö fá atvinnu fyrir frá $50 til $125 á mánuöi sem Chauffeur Jitney Driver. Tractor Flngineer eöa mechanic KomiÖ eöa skrif- its eftir ókevpis Catalogue Hinn mjji Gas Engine Skóli vor er nú tekinn til stárfa í Regina. Hemphills Motor School Mnin Sf. Wlnnipetr Að læra rakara iðn Gott kaup borgaö yfir allan ken- slu tímann. Áhöld ókeypis, aö- eins fáar vikur nauösynlegar til aö læra. Atvinna útveguö þegar nemandi útskrifast á $15 upp í $30 á viku eöa viö hjálpum þér aö byrja rakara stofu sjálfum og gefum þér tækifæri til að borga fyrir áhöld og þess háttar fyrir lítiö eitt á mánuöi. f>aÖ eru svo hundruöum skiftir af plássum þar sem þörf er fyrir rakara. Komdu og sjáT5u elsta ogr stæösta rakara skóla í Can- ada VaraÖu þig: fölsurum.----- Skrifaöu eftir ljómandi fallegri ókeypis skrá. Hemphills Barber College I Cnr. IvingSt, nnd Paclflc Avenue I WIWII'EG. I trtibú i Regina Saskatchewan. belgi og nóga olíu til þess að kom- ast til Brest Litovsk. Sendi eg þá far- angur minn á undan mér. Seinustu vikuna í júlímánuði fór eg tvær ferðir a vígstöðvarnar, — aðra til Narev-árinnar, norður frá Warsaw, en aðra til Lublin-Cholm (suður) vígstöðvanna. Hinn 27. júlí var eg við Narev. Var þá stórkost- legur bardagi þar. Þjóðverjar höfðu safnað þar saman mestu kynstrum af fallbyssum og skutu i gríð á víg- grafir Rússa. Tættu sprengikúlurn- ar i sundur grafirnar allar, og varn- argarða alla og féllu Rússar i þús- undatali. Þarna vofði mikiIJ háski yfir Rússum, því að ef að Þýzkir hefðu getað brotið hlið á hergarð- inn Rússa, þá voru þeir búnir að kvia af mikinn hluta af Warsaw- hernuin. Og meðan eg var þarna gátu Þjóð- verjar náð fótfestu í hergarði Rússa. Þeir hleyptu fram feykilegum mann- fjölda til að renna á grafir Rússa. Og suðvestur af Narev var mér sagt. að þeir hefðu getað komið 10 “divi- sions” (150—200 þúsundum) í skot- grafir Rússa og búið þar um sig. En Rússar sýndu af sér fádæma hreysti og gátu stöðvað þá og sumpart hrundið þeiin aftur, svo að þeir kom ust ekki lengra, og Rússar héldu her- garðinum. Gjörðu Rússar feykilega liörð áhlaup á þá, feldu marga af þcim og tóku nær þúsund fanga og nokkuð af maskínubyssum þeirra. Eg hólt svo i mótorvagninum heim aftur til Warsaw, og fór fram hjá endalausum vagnalestum. En hinn 28. júlí sáum við fyrstu Þjóð- verjana um morguninn. Flugdreki einn þýzkur flaug yfir borgina og léit rigna niður bæklinga, prentaða á pólsku. Og var það yfirlýsing frá Þjóðverjum til Pólverja, og sögðust Þjóðverjarnir vera vinir þeirra. — Þeir þyrftu þvi ekki að óttast, þó að þeir kæmu, þvi að þegar Þjóðverjar væru búnir að taka við stjórninni, þá væru allar þrautir og hörmungar Pólverja á enda. Þremur dögum seinna komu flug- drekar aftur og voru fleiri. — En í þetta sinn voru kveðjurnar sprengi- kúlur og drápu og særðu þeir yfir 20 manns. Hinn 4. ágúst vissum vér allir, að Warsaw hlyti að falla innan nokk- urra klukkutima. Og litlu eftir dög- unina varð skothriðin ákafari og á- kafari og hvellirnir hærri og hærri, og vissum við þá, að bardaginn var að færast nær og nær. Snemma þenna morgun fór eg út til hinna nafnfrægu Blonie víg- skurðá fram undan borginni. Þar voru þá öftustu hersveitir Rússa (rearguard), að halda undan inn i útvigi borgarinnar þau hin yztu. Bæði herforingjarnir og hermenn- irnir voru kaldir og rólegir og fékk eg leyfi til að taka Ijósmyndir eins og mig lysti. Alt fór þar fram með hinni stökustu reglu. Vegirnir voru allir þaktir af flóttamönnuin, bænda- ] fólkinú, á leiðinni til Warsaw; en alt fyrir það sást ekki ótti eða flaustur á nokkrum manni. Bardaginn liafði verið hroðalegur upi nóttina og úti á völlunum tók eg j Ijósmyndir af hinum sorglegustu j atburðum, sem fyrir augu mín hafa ; borið. Ein af myndunum var af deild einni (regiment), þegar nöfn hinna eftirlifandi voru kölluð. Þeir voru sárafáir, sem eftir lifðu. Svo tók eg mynd af sveit einni (com- pany), sem hafði 'verið að berjast um nóttina. Þegar þeir fóru í skot- ] grafirnar, voru þeir 220 sainan. j Næsta morgun tók ofurstinn niður I nöfn hinna eftirlifandi, — þeir voru ] ekki nema 15. I Alt fyrir þetta sézt ekki örvænting Bæði foringjarnir og mennirnir eru glaðir og kátir og spauguðu hver við annan. Þeim brást reyndar von- in, að sigra þarna og hrinda Þjóð- verjum af höndum sér. En það var Hka alt. Einn foringinn sagði við mig: “Hvenær sem við höfum nóg skotfæri, getum við unnið sigur á Þjóðverjunum. Og þegar við fáum nóg af sprengikúluin. þá skulum við reka þá burtu aftur úr Warsaw. Eg var á bak við hergarðana þangað til um kveldið, og gat þá tekið ljósmynd af hermönnunum, þegar þeir fóru úr seinustu skot- gröfunum framan (vestan) við borg- ina og héldu inn á yztu vígin kast- alanna. (Framhald á 7. bls.) IÍLE DOMINION BANK Hornl Notre l)omr og Sherhrooke Street. Höfubntöil uppb............. fft.OOO.OOO VaramjAttur ................. «7.000,000 Allar elicnlr................$7*.000.000 Vér óskum eftlr viösklftum ver*- lunarmanna og ábyrgjumst aTS gefa þelm fullnægju. Sparisjóösdelld vor er sú stærsta sera nokkur banki hef- ir f borginnl Ibúendur þessa hluta borgarinnar óska aT5 skifta vlö stofnum sem þeir vita aT5 er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutlelka. | ByrjiÖ spari innlegg fyrir sj&lfa | yöur. konu og börn. W. M. HAMILT0N, RáSsmaíur PHONE GAKRY 34.Y0 Hospital Pharmacy ] LyfjabúÖin *ein lier <// álnm láriun Kumiá ng skiiáir) nkkill' um ferffar bóknsiifn mjóy odt/ri Einnif) setjiini vii1 neningn óvísitnir. seliiiin Iriinrrki m, iieiinum ■lárnm nnsl hiisstori 'im 818 NOTRE DAME AVENTJE Phone 6. 6670-4474 Coiurr ba Grain Co., Limited 242 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kniipiim hveiti uy aðra kornvöru. yefnm hæsta verð ug ibyrgjumsl áreiðanteg viðskifti Skrifaðn eftir n 'jplýsingum. TELEPHONE MAIN 1433.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.