Heimskringla - 17.02.1916, Side 4

Heimskringla - 17.02.1916, Side 4
BLS. 4 II E I M S K* R I N G L A WINNIPEG, 17. FEBR. 1916. HEIMSKRINGLA (Stofnuð 1SS0) Kemur út á hverjum Fimtudegi. Útgefendur og eigendur: THE VIKING PKESS, LTD. Ver?5 blatJsins í Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um árib (fyrirfram borga'ð). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgað). Allar borganir sendist ráðsmanni blað- sins. Póst eða banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASÓN, Kitstjóri H. B. SKAPTASON, Káðsmaður Skrifstofa: 720 SHERBROOKE STIiEET., WINNIPKfí. P.O. Box 3171 TalMÍml Garry 4110 Engar Dominion kosningar í ár —o--- Það cr ánægjulegt að heyra það frá Dom- inion þinginM, að engar kosningar verða á þessu ári. Hinn 9. febrúar var það ákveðið. Sir Robert L. Borden hélt snjalla ræðu, meá beztu ræðum, sem hann hefir haldið, og lýsti hún mikilli föðurlandsást. Gat hann um ferð sína til Bretlands og vígstöðvanna á Frakk- landi og í Flandern, og að hann hefði talað við hina æðstu foringja, og meðal þeirra Kitchener lávarð, og hefði hann síðan verið sannfærður um, að striðið inyndi endast ár eða meira; en hvort sem þa varaði lengur eða skemur, þá hlytu Bandamenn að sigra, ef þeir héldu sam- an, og ef að Bretar sýndu eins frábæra hreysti og áhuga hér eftir sem hingað til. Sir Wilfrid Laurier hélt einnig einhverja hina beztu ræðu, sem menn hafa heyrt hann flytja, og var hún þrungin af föðurlandsást. Lagði hann áherzlu á það, að hér væri hvorki meira né minna cn uin alla inenningu heimsins að gjöra. Ef að Þjóðverjar yrðu ofan á, þá væri menning heimsins tiipuð um komandi aldir, enginn vissi hvað lengi. Menn höfðu hálf-búist við, að Liberalar niyndu neita !ið lengja líf stjórnarinnar og heimta kosningar nii þegar, og nokkrir þeirra höfðu flutt þungar og ákafar ræður á móti stjórninni og hamast á Bretum og Canada- mönnurn þeim, sem með þeim vildu standa. Þetta voru þeir Pugsley og Carvel og Kyte. Illa féllu mönnum orð þeirra og við lág að illa færi stundum. En Sir Wilfrid Laurier kom svo fram, að þeir þögnuðu, og var svo ákveðið án mótmælá og í einu hljóði, að engar kosn- ingar skyldu verða fyrri en að ári liðnu, og þótti öllum þorra manna vel snúast, því að all- ír vita, hvílíkar æsingar fyigja kosninguin og myndi það ósegjanlega spilla hinni góðu sam- vinnu manna, sem nú er í þessu mesta máli, sem nokkurntíma hefir komið fyrir Canada,—- málimi upp á lif og dauffn. ■■---—o------- Nú er stundin komin. —o--- Það er þýðingarmikið atriði, sem nii fær- ist einlægt nær og nær, fyrir alla Manitoba- búa. Það er sú stund, þegar hver einasti kjós- andi á að greiða atkvæði um það, hvort gilda skuli bannlög í filkinu, svo að drykkjustofum óllum sé lokað, ekki nokkrar stundir á dag, heldur alla daga, — eða brennivinssalar megi selja drykki sein áður við brennivínsborðið. Vér ætluni nú ekki að tala um það, hvaða skaða vinsala og vindrykkja gjöri hverju ein- asta landi og hverri sveit og hverjum manni, að fráskildum vinsölunum, sein græða stundum stórfé, en æfinlega citthvað á því að selja vín- ið, - græða á annara skaða.. Allur lieimur- inn er nú orðinn sannfærður um það. En vér vildum benda á, að mikill meiri hluti beztu manna í hverju landi er nú að berjast fyrir því að afnema vínsöluna. Ilér í fylki þessu hefir verið barist fyrir því árum saman. Bindindis- félögin hafa róið að því öllum árum, að af- nema þessa hneykslunarhellu, sem svo mörg- um hefir orðið að fótakefli. Og það má segja, að vínsalarnir séu hinir verstu óvinir bind- indismanna. Þeir hljóta að berjast hyor á móti öðrum upp á líf og dauða, sem menn segja. því eins dauði er annars líf. Sátt á inilli þessara tveggja flokka manna er algjörlega ó- möguleg og éihugsandi, fyrri.en annarhvör liggur í valnum. Bindindismaðurinn og vín- bannsmaðurinn tekur gróðann frá vínsalanum, — eyðileggur gróðann; en vínsalinn tekur pen- ingana og offar Iánið og æruna frá þeim, sem vinið kaupir, æfinlega á endanum. Aftur á inóti er engin óvinátta milli bindindismanns- ins og drykkjumannsins, þvi að bindindis- maðurinn gjiirii' hvorugt, að hata hann eða fyr- irlita, heldur elskiir liann og vill hjálpa honum, | og sárnar það mest, ef að hann getur ekki orð- i ið honum að liði. Aftur lilýtur vinsalanum j að sárna það mest, ef að hans elskulegur vin- j ur vill ekki taka sér glas hjá honum. Þessi tvö öfl renna nú hvort á móti öðru, þvi að nú skal útgjöra um það, hvort halda skuli áfram þeirri vínsölu, sem nú er, eða ekki. Það eru allar líkur til, að það verði harður bar- | dagi; því að fle.vgt hefir því verið, að gamli Bakkus hafi nú fengið sér milíónir dollara til þess að berjast með, og að ekkert verði látið ógjört og einskis ófreistað til þess að vini^a sig- ur fyrir Bakkus. Ef að þetta ér satt, þá mega j bindindis- og vinbanns-vinir leggja alt sitt fram j til að sigra. Það er æfinlega erfitt, að berjast á móti dollurunum; og komi þeir í flóði stóru, j þá reynir á mannskapinn og ærlegheitin og ' verða því allir, sem með vínbanninu eru, að j takast höndum saman og standa hver með öðr- j um, og hvorki slitna út úr sjálfir eða láta skarð ; koma í flokkinn. Þetta er svo mikið velferðarmál, að öll önn- ur mál ættu að gleymast á meðan þetta stend- j ur yfir, sem þau aldrei hefðu verið til; allur j kali eða sundurlyndi manna á milli ætti að hverfa, eða þá að minsta kosti leggjast neðst j niður á kistubotn og harðloka kistunni. Ga'tið j þess, vinir, þér eruð ekki einungis að berjast fyrir sjálfum yður eða vinum yðar, heldur fyr- ir sonum yðar og dætrum og eftirkomendum yðar, — velferð þeirra ótalmargra, svo að eng- inn yðar veit þá tölu, er undir því komin, hvort þér berjist nú sleitulaust. Og í þessum, sem mörgum öðrum bardögum, er svo margfalt j betra og heiðarlegra að falla í valinn, heldur 1 en að þora ekki að koma á hólminn, og verst j þó af öílu, að svíkja félaga sina eða vinna til bölvonar fyrir eftirkomendur sína. Þetta er ekkert pólitiskt mál, ekkert trúar- j mál, það er velferðarmál, og það er svo stór- ! 1 Víegilega niikið og auðsætt, að það sér og skil- j ur hver maður. En hitt. sjá ekki allir, að þíið j er síðferðisleg skylda allra manna, að vinna j ! að því, kvena sem karla, yngri sem eldri, — J j hvaða skoðun, sem þeir kunna að hafa í öllum j : öðrum málum. Vér Höldum því fram, að þá ; j inenn skorti gjörsamlega dómgreind eða skyn- j semi og bróðurlegan kærleika, sem ekki vilja j j að því vinna, að vínsalan sé aftekin og vin- 1 bann gjört að logum. Látið ekki blekkja yður með því, að þessi j ; lög séu ónýt eða nái ekki tilgangi sínum. Vér j höfum veitt þeini eftirtekt í meira en 20 ár í j Bandaríkjunum. Þau eru ekki fullkomin; eng- j j in lög eru fullkomin. Það var farið í kringum j j þau fyrstu ári#. En það minkaði einlægt, og nú má segja, að þau gefist ágætlega í Norður- j Dakota, að minsta kosti. Þau hafa unnið meira j og meira með hverju ári. ()g þau eru hið hugs- j unarrétta spor til algjörðrar útrýmingar víns- ins. Látið ekki blekkja yður með því, að þá sé , (ill bindindisstarfsemi ónýt. Þá fyrst geta t bindindisfélögin starfað fyrir alvöru. Þá er j þeirra skæðasti óvinur að velli lagður; en smápúkar, synir Iians, ktinna að reka upp koll- j inn úr neðri heimum lu'r og hvar, líkt og sagt j er í Fróðár-undrum, og þarf þá eftir þeiin ;ið líta. Xú cru uuglýst fundahöld i ináltini þessuin um alt Xýja tsland, og hvort sem þér eruð bind- j indismenn eða ekki, J>á er |>að siðferðisleg skylda yðar að sækja fundina og styðja að ein- ; ingu og samheldni manna, svo að allir vinni j að því einu, að koma vinbannslögunum i gegn ; með öllu ærlegu móti. j Konurnar verða að hvetja bændur sína og syni; festarmeyjarnar unnusta sína; ungu stúlkurnar bræður sína. Allir verða nú að j leggjast á eitt. Það vteri vanvirða, að tapa nú. Og hugsið ekki að það sé létt, svo að einn eða annar megi af sér draga, eða það gjöri eklci svo mikið, þó að hann standi hjá og leggi ekki til málanna. Þeir menn, sem Jiannig eru gjörð- j ir, tapa æfinlega öllum sinuin málum, og kunni þeir að vinna einstöku sinnum, J>á er }>að svo lítils virði, Jiegar ekkert er barist, og vanalega j kemur sigurinn að litlu haldi. Vér óskum yður til allrar hamingju! En i . öllum bænum sitjið ekki með hendur í skauti. Yið tröll er að herjast! Gleymiff því aldrei! ------o------ Líknarstarfsemi og munaðar- leysingjar. —o--- liieffa flull á nuelsku-samkepni hins tslenzka Stúdentafélags i Goddtemplarahúsinu 10. febrúar 1010. ■ —o—- llerra forseti, heiffruffu tilhejjrendur! Þessi fáu orð, sem eg ætla að tala hér í ! "kveld, eru um liknarstarfseini og munaðar- leysingja. Við höfum öll sömun tækifæri ein- hverntíma á lífsleiðinni, að sýna einhverjum 1 hjálp í orði eða verki. Smá atvik og máske fá orð geta gjört stórt strik )á lífsleiðina. Eitt hughreystandi orð liefir meiri áhrif en margur hugsar. Það er Jiörf á líknarstarfsemi i heim- ; inum; J>að hefir alt af verið þiirf á henni, en aldrei mciri en nú. Það er líknarstarfsemi, að rétta gainalmenninu hjálparliiind á elliárun- I um, þegar maður sér að það er einmana og ■ yfirgefið. Það er líknarstarfsemi, að efla og styðja þau fyrirtæki, er hjálpa fátækum og bágstöddum. Og mest liknarverkið er, að hjlálpa munaðarleysingjunum, er alast upp i stórborguni heimsins. Við köllum munaðarleysingja þann, sem er föður- og móðurlaus. Hann ráfar um giitur borgarinnar, tötrum klæddur og skjálfandi af kulda, og sulturinn útmálaður í hverjum drætti í andliti hans. Hann starir biðjandi augum á hvern, er hann mætir, í von um skiid- ing að kaupa fyrir brauð til að seðja með hungur sitt. Hans eina skjól fyrir veðri og vindi er skúmaskot einhversstaðar i borginni, með himininn uppyfir sér fyrir þak. Faðir og móðir eru gleymd. Hann liefir ináskc aldrei séð föður sinn og kanske að eins litið móður sína augum, augum barnsins, er gleyma Jiví, er J>au sjá svo ung. Hann hefir aldrei þekt móð- urást. Hann veit ekki einu sinni, hvað móður- ástin er. Hann hafði enga móðir til að sefa sorgir sínar, J>á er liann var í æsku. Hve mik- ið hefir hann ekki mist, að njóta ekki móður- ástarinnar, móðurástarinnar, sem ekkert i heiminum megnar að sundurslíta nema dauð- inn. Ekkert, nei, ckkert i heiminum megnar eins að sefa .sorgir og tilflnningar æskumanns- ins, eins og inóðirin. Og þó lijarta hennar sé máske fult af raunum lifsins, J>á hefir hún samt hughreystandi orð á vörum til barnsins sins. — Alt þctta fer munaðarleysinginn á mis við. Hann verður sjálfur að bæla niður tilfinningar hjarta síns, og liann verður að vera sinn eigin leiðarvísir á braut æskunnar. Hann kemur að brautamótum, sem hver æskumaður verður að stanza við, og volja aðra af hinum tveimur brautum. A þessum brautamótum hugsar munaðarleysinginn sig um. Hann sér stigann, tröppu af tröppu, alt frá honum sjálf- um til hins ríka, til hins háttsetta manns í mannfélaginu. Hann hugsar um, hvaða forlög hafi sett sig á Jietta þrep. Tækifærin liafa flú- ið hann; alt hefir snúist öfugt. Hann er orð- inn mannhatari; hann hatar lífið og hann hat- ar sjálfan sig. Hann á enga góða foreldra að benda honum á hina réttu braut; hann á enga góða vini, að rétta honum hjálparhönd og hvetja hann áfram með hughreystandi orðum. Hann er eins og stýrislaust flak á ólgusjó. Hann er hrakinn af liiiuim ónotalegu öldum lífsins. Hann velur J>á brautina, er honum sýnist glæsi- legri og auðveldari að ganga. Hann finnur brátt, að hann er á braut glötunarinnar. En allur kjarkur hans er horfinn. Hann á ekkert mótstöðuafl lengur, — og hann gengur braut- ina á enda. Honum er fljótt gleymt: enginn man eftir munaðarleysingjanum, er betlaði á götum borg- arinnar. Hann er fallinn i haf gleymskunnar og enginn hugsar uni hann nieir. Það fennir ekki i förin hans, |>ví nógu margir koma á eft- ir og ganga sömu brautina. Svona fara ótal- margir af munaðarleysingjunum árlega. Hve mikil nauðsyn er ekki að styðja J>á og styrkja. Að vísu eru margir af J>eim, sem verða góðir og nýtir borgarar, máske fyrir einhver atvik, eða einhver hefir rétt þeim hjálparhönd. Og svo er máske einn eða tveir af Hverju þúsundi, sem hafa þann óbilandi kjark og vilja frá barn* æsku, að ekkert megnar að brjóta J>á á bak aftur. Þeir brjótast áfram gegnum baráttur lífsins mcð J>eim fasta ásetningi, að verða nýt- ir menn, sjálfum sér til sóma og öðrum til Jiarfa. Og J>eir hætta ekki f.vrri, en þeir hafa náð J>ví marki, er J>eir settu sér. Þessir menn verða leiðarvisar mannfélagsins. Þeir geta bent samtíðinni á brautina til farsældar, J>ó hún sé oft erfið í fyrstu. Þeir geta bent æsku- lýðnum á, hve nauðsynlegt ]>að er, að vera ör- uggur í baráttunni og staðfastur í hugsunitm og verkum. Og þessir menn eru oftast reiðu- búnir til að rétta þeim volaða líknarhönd, J>ví J>eir hafá sjálfir reynt l>að, hvað J>að er að eiga bágt og vera einmana og hjálparlausir. Eii því miður eigum við alt of fáa af Jjessum mönnum. Margir góðir inenn og góðar konur verja lífi sinu til likjiarstarfsemi og mikið er gjört ár- lega; en aldrei var jiörfin meiri en einmitt nú. Við getum öll gjört okkur í hugarlund, hvaða áhrif þetta mikla stríð hefir á öll lönd heims- ins, allan iðnað og alla menningu; en við get- um kanske ekki öll gjört okkur í hugarlund, hvaða áhrif |>essi ófriður hefir á börn Jieirra Jijóða, er taka þátt i ófriðnum, munaðarleys- ingjana, er missa feður sína á vigvellinum, og mörg, já, mörg af þeim missa mæður sínar líka, annaðhvort á orustusvæðinu eða á ein- hvern annan hátt i sambandi við stríðið. Þess- ir munaðarleysingjar hafa sárar endurminn- ingar-að bera alla æfi, endurminningar uni blósúthellingar, ofbeldi og dauða. Og Jæssir munaðarleysingjar eiga að verða komandi kyn- slóð; sú kynslóð, er J>arf að vera mesta kyn- slóð, er nokkurntíuia hcfir verið uppi; sú kyn- sJóð, er þarf að græða.þau sár og þau bágindi og Jui spillingu, er Jjetta stríð licfir í fiir með sér. Hvernig á að fara með )>essa munaðarleys- ingja til að gjöra ]>á hæfa fyrir ]>étta verk, - J>etta verk, sein þarf að vinny trúlega og fyrir heill komandi kynslóða? Á að láta þá fara eins og svb marga af nninaðarleysingjum stór- borganna, láta þá ganga hina dökku braut lífs- ins, einmana og hjálparlausa? Nei, og aftur nei! Það má ekki vera svo. Nú er timinn fyrir alla inestu stjórnmálamenn heimsins, og nú er tím* inn fyrir alla beztu uppfindingamenn heims- ins, að finna upp ráð, ]>au ráð, sem dugi, til að búa í haginn fyrir þessa munaðarleysingja. Og nú er tíminn fyrir alla þá, sem vilja rétta hjálparhönd, — að rétta svo sterka hjálpar- Gjörð |>ú Jjína verzlun viS Bankann með pósti. Sendu Banka-ávfsanir eða peninga sem þú tek- ur inn, til okkar með pósti, á.sain t Bankabók ]>inni, sem við skilum aftur með innlögu innfærðri. l>á getur Jni gert þínar útborganir rneð Banka ávísunum sem við borgum, eða ef þig vantar peninga sjálfan, þá sendu þú okkur banka ávísun til sjálfs þin og við skulum senda þér peningana með pósti. Komdu við og talaðu við ráðsmann' bankans um þetta. LOGAN AVE. og SARGENT AVE., Útibú A. A. Walcot, Bankastjóri. hönd, að hún reisi börnih, sem missa feður og mæður í stríðinu, á það stig í mannfélaginu, 'sem þau hefðu átt kost á, ef öðruvísi hefði farið. Ef þetta verður framkvæmt, þá verður það mesta liknarverkið, sem heimurinn hefir þekt. Rergþór E. Johnson. Aths.—Vér viljum að eins benda á ræðuna hér að framan uin líknar- starfsemi. Hún mælir með sér sjálf. Höfundurinn fékk verðlaun fyrir hana á niælsku-samkepni stúdent- anna. Enda er hún prýðisvel úr garði gjiirð. Hún sýnir bæði mælsku, sterkan samanhangandi hugsunar- J>ráð og hreinar og fagrar hjartans tilfinningár. Vér óskum höf. til ham- ingju. Vér eigum ]>arna einn mann, sem á eftir að koma meira fram og láta gott af sér leiða.- liilstj. Vínbannsmálið og blatið íslenzka. Ilvað gengur að Lögbergi? spyrja menn hver um annan. En vér getum ekki sagt annað, en að blaðið sé eins og J>að á að sér, eins og ritstjór- inn gjörir það úr garði, eins og hús- bóndinn, Mr. Jón Vopni, lætur ]>að vera, sina eigin imynd, flytjandi sinn eigin hugsunarhátt, sínar eigin siðgæðis-hugmyndir, sinár eigin hugsjónir um framför og þroska landanna hér, og um leið hugsjónir og hugmyndir kaupendanna um ]>að, hvað bezt fari og þarflegast sé og heppilegast sé fyrir land og lýð. Hið stórkostlegasta velferðarmál íslendinga hér i Manitoba og allra fylkisbúa liggur nú fyrir, — YtX- BAXXII). Allur þorri hinna beztu manna íslendinga hér bers-t nú fyrir þvi, að útrýina víninu úr ölliim hót- elum f.vlkisins, af þeirri ástæðu, að inenn eru algjörlega sannfæfðir um. að brennivínsborð hótelanna séu gróðrarstýja drykkjuskaparins. Þar, og hvergi annarsstaðar eins, er drykkjuskapurinn gjörður svo ginn- andi og aðlaðandi, sem frekast er mögulegt. Með lífi og sál berjast nú bindindismennirnir fyrir þessu, og allir aðrir, konur og karlar, sem unna sannri velferð, velsæmi og andlegum og líkamlegúm þroska Jijóðarinnar. En hvað skeður? f vetur, þegar greidd voru atkvæði um ]>að á Giinli, hvort leyfa skyldi vínsölu eða ekki, ]>á kennir Liigberg út eindregið með vinsölunum. Blaðið þetta, sem hinn háttstandandi stórstúkutemplari er ritstjóri að, er þá brúkað sem vín- sölu-miðill eða til auglýsingar fyrir vinsölu, til að vinna á móti því máli, sem ritstjóra þess, stórstúkumannin- um, ætti að vera helgast, vinna á móti lians eigin stallbræðrum. Hve miirg hundruð doll.I.iigberg fékk f.vr ir það, vituni vér ekki. Það eru mis- jufnar sagnir um það. En þarna lét Lögberg múta sér til að selja velferð og velsæmi þessara manna, vina sinna sem annara. En ]>etta var svo lítið, að þeim finst vist ekki far- andi orðum um það. Hvað var það, að selja þessar fáeinu hræður þarna neðra? Ogsvohitt: Áttu þeir ekki með það? Er það ekki leyfilegt, að ná sér peningum með hvaða rnóti sem hægt er, ef ekki varðar við lög? Og nú, þegar mönnum lág Jífið á, að vel sé unnið og svikalaust að |>ví, að útrýma brennivínssölunni, hvað gjörir blaðið, livað gjörir aum- ingja ritstjórinn? Brennivínsaug- lýsing upp áí heila blaðsiðu, auglýs- ing, sem rituð er og auglýst til ]>ess að reyna að villa sjónir fyrir mönn- um og slá ryki i augu þeirra, svo að þeir sjái ekki sannleikann. Hvað mörg þúsund dollara skyldu þeir hafa fengið fyrir þetta? Því að nú hleypur ekki á hundruðum, heldur þúsundum og tugum þúsunda, ef að satt er ]>að, sem sagt er, að milíónir dollarar séu komnir inn í fylkið til þess að styðja vinsalana. Og ritstjóri Lögbergs er stórtempl- ari! Getur hann nokkurntíma lifað svo lengi, að skönim þessi gleymist? Fyrirgefin verður hún aldrei, nema hann óðara sjái að sér og bæti upp hið illa, sem hann hefir gjört. Og Lögberg veður þarna áfram með brennivíns-auglýsinguna, sem blaktandi fána hátt á lofti, en gullið hringlandi í vösunum. Og livað er verið að selja? Hvað annað en vini blaðsins og stuðningsmenn og vel- ferð ]>eirra, sem varning annan, og þrátt fyrir þetta alt, þá er haldið áfram að ginna þá og lokka, í fullu trausti um, að geta haldið áfram að eiga atkvæði þeirra og haifa stuðn- ing þeirra framvegis, ef svo kynni vel að ganga, að boðið væri í þá einu sinni enn. Með þessu erum vér þó ekki að segja, að mennirnir láti kaupa sig, heldur að blaðið hafi þá hugmynd, að það eigi þá. Þó að gamla Kringla sé léleg, þá hryllir hana við því, að hafa slíka óhæfu í frammi í hinu ínesta nauð- synjamáli; og hún neitar því að taka brennivinsauglýsingar, þó að silfrinu og gullinu sé hringlað fram- an i hana. Og vér látum þó skoðun í Ijósi, að hvert einasta blað, sem þannig gengur á móti sannri velferð alþýðu og velsæmi öllu, ætti að vera dautt og ekki kaupast af nokkrum manni. Engin stjórn ætti að styðja það, því hún verður samsek því. En hvað gjöra nú landar? Það verður gaman að sjá. Fonseca. A’inir vorir hafa verið að finna að við oss, að vér höfum ekki tekið nógu hart á þessum blessuðum Fon- seea, sem vildi safna íslendinguni með öðrum Skandinövum undir vængi sína. Og vér getum ekkert til þess sagt annað, en að oss þykir æf- inlega leitt að hlaupa á menn, þó að oss falli þeir ekki. Það hefir verið skoðun vor, að betra sé að láta slíka menn verða sjálfdauða, en að standa að niðurlagi ]>eirra. En ]>að er rétt að vara fólk við. Og vér viljum vara landa vora við, að láta ekki neina, hvorki íslend- inga né aðra, ginna sig til að ganga honum á vald. Vér efumst reyndar iim, að nokkur íslendingur sé svo ó- forsjáll eða heillum horfinn, að gjöra það.— En vér segjum það hik- laust, að ekki veldur sá er varir, —■ og hel/.t vilduni vér ekki heyra um Fonseca ffamar. Og hóparnir islenzku þeir bíða eftir yður, vinir, i 108. herdeildinni. Þeir fara ekkí að ganga í sveit með Fonseca, en þeir myndu taka yður tveim höndum, hverjum ;sem vildu koma. Og herforingjarnir keppast um, að fá ])á í sveitir sínar. Vér von- um að þér fyllið hópinn, vinir góðir- Mr. Sigurður Kristófersson, Riv- erton, Man., vill fá að vita, hvar Jó- hannes Kristófersson, bróðir hans, er niðurkominn. Hann er sonur Kristófers Jóhannessonar, sem lengi bjó í Winnipeg og dó fyrir nokkr- um árum síðan. Jóhannes þekkist einnig undir nafninu Joe Johnson. Upplýsingar sendist til Hkr.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.