Heimskringla - 17.02.1916, Side 6

Heimskringla - 17.02.1916, Side 6
BLS. 6 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 17. FEBR. 1916. KYNJAGULL. Eftir C. WERNER. að sætta sig viíS, og þess vegna greip Kún líka til háðsins: “BróÖir yðar virðist raunar þekkja yður lítið”, sagði hún. “Máske eg dæmi yður réttara, hr. Raim- ar, og í öllu falli dáist eg að ást yðar á fæðingarbæ yðar, sem geymir yður hér í þessu sæla Heilsberg”. “Heilsberg er ekki fæðingarbær minn. Eg var búinn að segja yður að eg er frá Berlin". “Því fremur. Það þarf kröftuga og rólega lund til að velja sér aðsetur í slíkum bæ fyrir alla æfina, því staða yðar er eflaust varanleg?” Brosið hvarf af andliti Raimars og þunglyndis- «vipurinn kom aftur, þegar hann spurði gremjulega: "Haldið þér að maður fari í útlegð af sjálfsdáð- um? En eg er hræddur um, ungfrú, að við höfum j hér hreyft við efni, sem vakið geti þrætu. Eg mælist { því til að við tölum um eitthvað annað". Hann þagði, sem Edith þótti miður, því sam- talið var nú búið að fá sama aðdráttarafl eins og úti j í skóginum, þó hún vildi ekki kannast við það. — j Henni fanst maðurinn enn óskiljanlegri nú, þegar j hún þekti nafn hans og stöðu. Nú kom Marlow út á hjallann, í því skyni að ganga yfir í garðsalinn. Hann varð hissa, að sjá mann í samtali við dóttur sína, og gekk til þeirra hægum skrefum. Ernst Raimar hafði snúið sér við; hann hafði j •grunað, að hann mundi finna frænda frú von Mai- j endorf hér, en samt sem áður virtist þessi samfund- j ur að vera honum ógeðfeldur. Marlow leit til hans óvissu augnaráði og virtist j hálfhissa, því í orðum hans fólst spurning: “Ef mér skjátlar ekki — hr. Raimar skjalarit-i *an? Ernst hneigði sig. Bankarinn hikaði augnablik j og rétti honum svo hendi sína. “Eg vissi það af frásögn bróður yðar, að þéri höfðuð sezt að í Heilsberg. Það er langt síðan við j höfum sézt. Þér komið aldrei til Berlin?” Ernst blóðroðnaði snöggfvast og leit niður um j Ieið og hann svaraði: "Starf mitt leyfir mér lítinn j frítíma. Eg verð að neita mér um alt ferðalag”. “Þú þekkir hr. Raimar, pabbi?” spurði Edith undrandi. “Já, barnið mitt; en það er býsna langt síðan að við vorum kunnugir. Þér eigið gáfaðan bróður, hr. Raimar. Hann mun auka yður ánægju seinna með hæfileikum sínum. Hann er tíður gestur á heimili okkar", svo gekk bankarinn til Max og hrós- aði honum og hæfileikum hans meira en nokkru sinni áður. Edith hlustaði undrandi á föður sinn, og grun- aði að hann mundi ausa þessu hrósi til þess að geta gleymt einhverju öðru; og hún tók Iíka eftir feimn-! inni hjá Raimar. Hvað var nú orðið af dirfskunni, sem hann sýndi henni fyrir fáum mínútum síðan? j Hann virtist allshugar feginn, þegar Lisbet litla kom að sækja þau. Við teborðið byrjuðu fjörugar og eftirtektaverð- ar samræður, og var Hartmut majór sá sem mest kvað að. Max gjörði nokkrar tilraunir til þess að verða fremstur, en majórinn skaut honum ávalt aft- ur fyrir. Hartmut hafði ávalt verið í margmennum herdeildum, og þar eð hann hafði verið með í stríð- unum síðustu tíu árin, hafði hann séð og reynt margt. Frásögn hans var bæði fjörug og greinileg, og þó að hann talaði aðallega til húsmóðurinnar, skemti hann hinum vel; jafnvel Marlow hafði á- nægju af þessum nýja kunningsskap. Þegar staðið var upp frá tedrykkjunni, stakk j Vilma upp á skemtigöngu um listigarðinn. En fyrst fór hún með gestina inn í gróðrarhúsið, til þess að sýna þeim sjaldgæft brönugras, sem þeir nöfðu tal- að um við borðið. Marlow og dóttir hans voru áð-; ur búin að skoða þetta gras, og héldu því áfram í; hægðum sínum. "Þessi heimsókn truflar okkur ekki til muna”, 1 sagði bankarinn, sem var hinn kátasti. Þeir hafa í1 byggju, að fara heim kl. 6, og fyr getur Ronald ekki verið hér. Það er hygginn og skemtilegur maður þessi majór Hartmut. Hér bjóst maður við Heils-1 berg bæjarslúðri, en í stað þess hefir maður skemti- legan seinni hluta dags”. ' ! “Pabbi — hvað er það, sem gengur að þessum Raimar?” spurði Edoth, sem ekki hafði hlustað á orð föður síns. “Við hvern áttu? Eldri bróðurinn?” "Já, það liggur eitthvað dulið á milli ykkar, egj sá það. Hvaðan þekkir þú hann? Hann hefir áður búið í Berlin?" “Já, fyrir tíu árum síðan; en eg þekti hann naumast aftur. Þá var hann svo fjörugur og glaður, I en hvernig er hann nú? Nú, jæja, slíkar ófarir —{ en þú veizt ekkert um þetta, þú varst barn þá og þig langar víst heldur ekki til að þekkja það". "Jú, mig langar til að þekkja það", sagði Edith j fljótlega. “Þú mintist á'ófarir, og komst þó ekki j með neina bendingu, þegar hinn ungi Raimar var kyntur okkur og heimili okkar”. “Nei, eg vildi ekki vekja þann viðburð til lífs, sem átti að vera geymdur og gleymdur fyrir löngu síðan. Og eg vildi heldur ekki óneyddur gjöra unga manninum erfitt fyrir.’að kunna við sig og láta sér líða vel hjá okkur. Atvik þetta er enn alkunnugt í fjármálaheiminum, og margar dyr eru af þeim á- stæðum lokaðar fyrír honum. Eg álít það rangt; maður á ekki að láta börnin líða fyrir afbrot for- eldranna, sem þau eiga engan þátt í. Þetta hefir samt eyðilagt lífsbraut eldra sonarins. Hann gat ekki komið fram sem lögmaður og varið mál manna, þegar faðir hans var opinber svikari”. “Opinber svikari?" endurtók Edith hissa, næst- um hrædd. Marlow ypti öxlum. “Því ver. Viðburðurinn vakti þá mikla eftir- tekt, því verzlun Raimars var álitin virðingarverð og áreiðanleg. Stórt gróðafyrirtæki mishepnaðist; það kemur oft fyrir, að áreiðanleg félög eða stofn- anir standast slíkt. Raimar féll pg fyrirfór sér. Með því frelsaði hann fjölskyldu sína frá þeirri vanvirðu, að vita af sér í fangelsi; því þegar gjaldþrotið var auglýst, kom það í ljós, að geymsluféð í bankanum var horfið. Það voru engir smámunir, sem hér var um að ræða, og geymslufjár-eigendurnir fengu ekki einn skilding aftur”. Bankarinn sagði þetta á sinn kalda, tilfinningar- lausa hátt. Edith sagði ekkert, en hún horfði á- hyggjufull á föður sinn, þegar hann hélt áfram að tala. “Eg hefi oft furðað mig á ófeilni þessa Max Raimar, þegar hann hefir verið okkar gestur. Hann var ungur þá, varla 16 ára; en seinna hefir hann hlotið að skilja kringumstæðurnar. En hann hefir í rauninni rétt, maður má ekki láta slíkt hafa áhrif á sig, annars hzuigir það við mann eins og þungt blý- stykki alla æfina; en til þess þarf samt dirfsku og kæruleysi. Hinn bróðirinn er öðruvísi innrættur; hann hefir ekki komið til Berlínar síðan, og er sjá- anlega illa við að mæta gömlum kunningjum. Eg sá það áðan, þegar við fundumst. Hann er enn ekki búinn að yfirvinna þetta óhapp”. “Hvers vegna var hann þá kyrr í Þýzkalandi?” spurði Edith með slíkum ákafa, að faðir hennar leit á hana undrandi. “Hann gat farið til Ameríku og fleygt liðna tímanum frá sér”. “Nei, það gat hann ekki”, svaraði Marlow ró- lega. “Hann varð að sjá um fjölskylduna, sem stóð uppi allslaus. Þetta embætti í Heilsberg gjörði hon- um það mögulegt, og skjalaritun var honum hent- ug, sem lögfróðum manni. 1 Heilsberg hafa menn líklega ekki þekt kringumstæðurnar nálcvæmlega. En þetta var óhapp fyrir manninn, sem er gáfaður og mikill hæfileikamaður. Fyrsta varnarræðan, sem hann flutti fyrir dómstólnum, fékk óviðjafnanlegt hrós og framtíðin brosti við honum, — en nú verð- ur hann að dvelja hér t lítilmótlegri stöðu”. Með þessum köldu vorkunnar-orðum lauk bank- arinn umræðunum um þetta efni og ypti öxlum. — Dóttir hans ætlaði að segja eitthvað, en þá kom frú Maiendorf með hina gestina til þeirra. Nú var gengið í hægðum sínum eftir listigarð- inum, fram hjá stórum og fallegum trjám um hina skuggaríku trjáganga. Marlow gekk fremstur með majór Hartmut og frænku sína. Hinir komu á eftir; en Max Raimar, sem ekki gat gleymt því, að majór- inn lét hann ekki verða fremstan í samræðunum við tedrykkjuna, kom því svo fyrir, að þau urðu eins og af tilviljun á eftir. Hann vakti eftirtekt ungu stúlkunnar á hæðinni, þar sem rústimar voru, sem leit út, þaðan sem þau stóðu, eins og hún væri í grænni umgjörð. Þau stóðu þarna á að gizka tvær mínútur, og á meðan urðu hin svo langt á undan, að hann þurfti ekki að óttast truflun fyrst um sinn. Ernst var þöguil og þunglyndur, og talaði að eins það, sem kurteisin krafði. En Max var sí-masandi; samt tók hann ekki eftir því, að uppáhaldsgoðið hans veitti honum enga eftirtekt. Edith var um annað að hugsa, og ef hún ósjálfrátt heyrði einhverja setningu, svaraði hún henni jafn ósjálfrátt; en stunchim leit hún til hins þögula fylgdarmanns síns til hægri handar feimnum og spyrjandi augum. Mismuninn á persónu hans og stöðunni þekti hún til hlítar og vissi um vanvirðuna, sem bundin var við ættarnafnið. Yngri bróðirinn, sem vanvirð- an snerti jafn mikið, lét sem ekkert væri og kærði sig kollóttan. Max gjörði alt, sem hann gat, til að vekja at- hygli; honum var það raunar ekki lagið, en hann vissi, að unga stúlkan krafðist þess, þegar hún leyfði einhverjum að vera sér til skemtunar, og vitanlega vakti hún athygli annara. Minnið kom honum til hjálpar; hann kunni öll nýtízku hnittinyrði, og hafði lag á að nota þau viðeigandi; brúkaði líka talsmáta ýmsra nafnkunnra manna, rétt eins og hann væri hans eigin uppfynding. Þar eð hann var nú staddur úti á landinu, fór hann að verða skáldlegur og tala um rósir og næturgala, enda þótt rósirnar væru ekki farnar að blómgast né næturgalarnir að syngja. Þetta truflaði hann alls ekki; en það leit út fyr- ir, að Edith findi nærveru hans óþarfa og vildi verða laus við hann. Hún varð þess alt í einu vör, að þao var svo kalt hjá þessum skuggaríku trjám, og kvart- aði yfir því, að hún hefði skilið eftir sjalið sitt á hjallanum. Max þaut auðvitað strax af stað til að sækja það, og lét þau tvö ein eftir. “Eina spurningu, hr. Raimar. Hafið þér í raun og veru verið því andstæður, að bróðir yðar stund- aði málaralistina?" “Nei", svaraði Raimar kuldalega. “Hann sagði mér, að hann hefði orðið að sjá fyrir sér að öllu leyti — og ætti sjálfum sér að þakka það, sem hann væri orðinn. Að því er séð varð, lifði hann við allsnægtir í Berlin, þó hann hefði að eins látið fáar myndir til sýnis. Hvaðan fær hann peninga, — frá yður máske?” Ernst leit til hennar óánægjulega, en þagði. “Nú?” endurtók hún óþolinmóð. “Eg bið yður að krefjast ekki svars". “Þér viljið ekki lítilsvirða bróður yðar í mín- um augum; en hann hikaði ekki við, að lítilsvirða yður fyrir mér”. “Til þess að gjöra sig áhrifamikinn í yðar aug- um, minn kostnað í raun réttri. Það sýnir litla bróð- urást, en er ekki stórkostleg synd". “Nei, -- en vesælmannleg breytni!" sagði Ed- ith fyrirlitlega. Raimar var í raun og veru á sömu skoðun og hún. Þegar hann var búinn að finna Edith í fyrsta sinn, vissi hann að vonir bróðursins voru loftkast alar, sem hégómagirni hans hafði bygt; en honum sárnaði samt, að unga stúlkan skildi Max eins vel og sjálfur hann, og reyndi því að mæla honum bót. “Þér megið ekki ásaka hann of hart”, sagði hann. “Max er enn ungur, með léttúðuga listamanns hugs- un, eins og þér vitið, án yfirvegunar og umhugsunar. Hann hefir ekki meint neitt ilt með þessu”. “Að baktala bróður sinn, sem hann átii alt að þakka? Þér fórnuðuð framtíð yðar fyrir hann og fjölskyldu yðar, og hann —” "Hvernig vitið þér þetta, ungfrú Marlow?” greip hann fram í fyrir henni, og horfði á hana rann- sakandi augum alveg hissa. Edith hrökk við, en þessi óvarkáru orð voru nú töluð og urðu ekki aftur tekin. “Eg skil”, sagði hann með vaxandi beiskju. — “Faðir yðar hefir frætt yður um vissa viðburði. Eg hefði átt að vita það”. “Faðir minn talar um yður með mikilli virð- ingu”, greip Edith fram í. “Hann sagði mér---------”. “Að eg verðskuldaði meðaumkun og hlífð, var það ekki? Hr. Marlow var sannarlega alúðlegur og nærgætinn, en eg er því ver svo óheppilega lund- laginn, að eg get ekki verið þakklátur fyrir með- aumkun og hlífð. Þér skiljið máske ekki, að til eru manneskjur, sem þola betur móðganir af ókunnugum en meðaumkun. Eg flúði einu sinni frá þessari með- aumkun, sem menn eyddu svo miklu af handa mér — og enn í dag get eg ekki þolað hana”. Orðin gáfu í skyn, hve mikið maðurinn hafði liðið við að mæta Marlow, enda þótt hann hefði stilt sig og verið rólegur. Undir niðri lá trylt, lítt viðráðanleg reiði gegn hinni lítillækkandi með- aumkun, sem atkvæðamikið og ákaft Iundarlag skoðar sem vanvirðu. Edith skildi þetta ofur vel; hún hefði líka litið þannig á. Þau þögðu bæði; hitt fólkið hlaut að vera langt á undan, því þau heyrðu ekki lengur raddir þess. Það var kyrt, algjör kyrð í stóra listigarðinum, sem var svo bjartur og fagur í græna vorbúningnum sín- um. Einnig hér suðaði og kvakaði í runnunum, og ofurlítill vindblær og þægilegur ilmur umkringdi þau, þar sem þau stóðu, eins og hann vildi biðja þau um, að koma ekki með mannlífsins sorgir og skugga inn í þetta sólbjarta vorskraut. Þessi fallega stúlka, sem stóð mitt í ljósbirtu Iífs- ins, þekti enn ekki neitt til skugganna, sem sáust svo skýrir og glöggir á enni mannsins; en hún vissi nú, hvað þvingaði hann. Sonur svikara var hann. Þetta hafði hrakið hann burt frá heiminum, eins og sært vilfidýr hafði hann flúið til þessa einmanalega staðar, og hér faldi hann sig fyrir augum ókunnugra. Já, hann sagði það satt; það eru til forlög, sem gjöra mennina verjulausa, og sem þeir geta ekki bar- ist á móti, — og hann var bundinn einum af þessum forlciga-klöfum. Þau höfðu þagað nokkréu- mínútur; en nú Ieit Edith upp, en svipurinn í augnatilliti hennar var jafn óvanalegur hjá þessari köldu, mikillátu stúlku, eins og hin blíða, titrandi rödd, sem hún talaði. “Eg hefi sært yður, hr. Raimar; en eg vissi ekki um hvem eg talaði, né hve viðkvæmt efni orð mín snertu. Við skildum þann dag svo undarlega — rétt eins og við værum óvinir. Eigum við ekki að gleyma því ? Gleyma því bæði? Eg — bið yður um það!” Hún rétti honum hendina; en þá geisluðu augu hans, ekki af gremju eða reiði samt. Heitur, geð- ríkur ánægjugeisli blossaði í augum hans, sem brá birtu yfir dökka andlitið. Hann greip hendi hennar svo fast, eins og hann ætlaði aldrei að sleppa henni, og sagði með ákafa miklum: “Þökk — þökk, Edith!” Edith! Þetta sagði maður, sem sá hana í annað sinn á æfi hennar; en hún gat hvorki reiðst né mót- mælt. Hún var svo töfrabundin af hingað til óþektri og ógrunaðri tilfinningu, sem hreif hana tælandi og kvíðandi, og sem hún skildi ekki ennþá. Nú heyrðist fótatak; Raimar hrökk við og hop- aði á hæl. Á sama augnabliki gekk Marlow inn í í trjáganginn. Eg er að leita að þér!" kallaði hann snögglega. “Ronald er einmitt nýkominn. Eg fer að mæta hon- um. Þú kemur líklega strax með Vilmu. Afsakið, hr. Raimar, það er vinur, sem við áttum von á í dag — eg bið yður að láta það ekki trufla yður". Hann hraðaði sér heim að húsinu, og þau voru aftur tvö ein, — en nú voru þau vöknuð. Draum- urinn, sem fyrir augnabliki hafði þau á valdi sínu, hvarf fyrir sannreyndinni, sem kom svo snögglega í ljós. Ernst hafði ekki látið bera á undran sinni, hvorki með orðum né hreyfingum; en hann var orðinn fölur, og Edith virtist eins og ískaldur gustur hefði blásið um svip hans, svo kaldur og harður var hann, þegar hann talaði aftur. Þér bjuggust við hr. Ronald hingað?” Já, hann ætlaði að heimsækja okkur hér. Hann kyntist frænku minni á heimili okkar, og lofaði þá að heimsækja okkur hér, þegar hann kæmi til Stein- feld”. Edith vissi ekki, hvers vegna hún ómakaði sig til að gjöra g'.ein fyrir þessari heimsókn svo ná- kvæmlega, sem auðvitað gat verið af tilviljun; en hún sá, að Ernst lét ekki gabba sig, enda þótt hann hneigði sig kurteislega. “Þá ætlum við ekki að dvelja Iengur. Við höfð- um hvort sem var ásett okkur að fara bráðum. Þér leyfið mér líklega, heiðraða ungfrú, að yfirgefa yð- ur, þar eð eg ætla að biðja um vagninn okkar”. “Þér ónáðið mig alls ekki", sagði Edith gröm yfir hinni skyndilegu breytingu á framkomu hans. “Heimsókn Ronalds snertir yður”, svaraði hann beiskjulega. “Frú von Maiendorf hefir áður sagt mér, að hún þekti þenna mann að eins Iítið, og fað- ir yðar kom beina leið frá Steinfeld---og þess vegna þarf engra skýringa við”. “Eg vissi heldur ekki, hverjum eg þyrfti að gefa þær”, sagði Edith og teygði úr sér drembilega. — “Líklega ekki yður, hr. Raimar, við erum alveg ó- kunnug hvort öðru”. Þetta var regluleg ofanígjöf, sem minti hann ná- kvæmlega á, að hann hefði hlaupið á sig með bend- ngunni, sem hann lét í ljós. En Ernst Raimar var lú ekki í því ásigkomulagi, að hann tæki við slíkri Dfanígjöf þegjandi; hann teygði líka úr sér og sendi henni jafn drembilegt augnatillit og hún hafði gefið honum, og talaði jafn hörkulega: "Alveg rétt, ungfrú; sem ókunnugur maður varð mér á, að láta í ljósi þá skoðun, sem aldrei hefði töluð verið, ef mig hefði grunað, að þér stæð- uð í nánu sambandi við hr. Ronald. Eg hefi opin- berlega viurkent, að eg er óvinur hans, og get hvorki né vil tekið þau orð aftur; en eg skil fyllilega, að eg með þessu hefi eyðilagt heimild mína til að nálg- ast yður aftur. Við erum nú af forlögunum skyld- uð til að vera óvinir, — látum það þá vera svo!” Hann hneigði sig djúpt og ókunnuglega og fór. Edith stóð sem steingerfingur og horfði á eftir hon- um. Hann grunaði án efa tilganginn með þessari heimsókn, sem hún hafði gleymt síðasta hálfa klukku tímann. Já, hún hafði gleymt að sá maður, sem hún hafði Iofað eiginorði í gegnum föður sinn, var á leiðinni til Gernsbach. Hann kom til að krefjast já- yrðisins af henni líka, og hún ætlaði ekki að neita honum um það. — En hvers vegna þurfti hann ein- mitt að koma á þessari stundu? 6. KAPITULI. Tilvonandi tengdafaðir Ronalds tók á móti hon- um og fylgdi honum inn í daglegu stofuna, þar sem þeir biðu komu kvenfólksins. Marlow var búinn að segja honum, að hér væru gestir frá Heilsberg, sem menn hefðu orðið að veita móttöku; hér úti á landinu gæti maður ekki neitað því, að maður væri heima. “Hvers vegna ekki?” spurði Ronald, sem virt- ist gramur yfir því, að verða að mæta gestum. — "Hver vill gjöra sér ómak fyrir þessa Heilsberger- smáborgara, þegar þeir koma á óhentugum tíma, eins og í dag? Maður segir þeim blátt áfram, að fara heim aftur”. “En frænka mín á marga kunningja í bænum”, svaraði bankarinn. “Þess vegna verður maður að taka tillit til þeirra. Að öðru leyti ætluðu mennirn- ir að fara að stundu liðinni, og þá verðum við ó- truflaðir”. Þessi fróun gagnaði lítið; Ronald að eins ypti öxlum óþolinmóðlega; þessi nýji gestur var sjáan- lega ekki vanur að taka tillit til annara, en krafðist hinnar mestu nærgætni af öðrum sér viðvíkjandi. Felix Ronald var ekki lengur ungur maður, næst- um fertugur, og gat ekki álitist að vera tígulegur maður, þar eð hann var naumast af meðalhæð. Auk þessa var hann eftirtektaverður maður, því kapp- girnin, sem einkendi lífsbraut þessa manns, sást glögt utan á honum. Andlitið greindarlegt, ennið hátt, augun stálgrá, skörp, sem sáu alt, skildu alt; framkoman þóttafull sjálfsvitund, en þó ekkert af hinum almennu uppskafnings tilgjörðar háttum. — Alment eðli hafði þessi Ronald ekki, það sá maður strax: reiði, orsökuð af taugaveiklun, gjörði vart við sig í framkomu hans. Óðagotslegt eirðarleysi gjörði vart við sig hjá honum; hvíld þekti hann ekki, en hugsaði ávalt um ný áform. “Edith og frænka mín koma strax", sagði Mar- low. “Að því er Heilsberger gestina snertir, þá held eg að þér þekkið þá dálítið. Max Raimar hafið þér séð á heimili mínu, er það ekki?” Ronald hafði gengið að dyrunum, og horfði hugsandi út á hjallann í gegnum hurðarrúðuna. “Eg held það, ó, já", sagði hann kæruleysis- lega. “Laglegur, ómerkilegur piltur, ef eg man rétt. Eins konar skjólstæðingur ungfrú Edith, sem yfir- leitt varðveitir listina”. "Alveg rétt; en Ernst Raimar er hér Iíka”. “Hver?” "Eldri bróðirinn, sem er skjalaritari í Heilsberg. Þér hafið lika þekt hann”. Ronald hafði teygt úr sér, þegar nafnið var nefnt — og sjáanlega gremjulegur sneri hann sér við: “Ó, já, þessi ungi maður gjörði mér mikið amst- ur, þegar óhappið kom fyrir á heimili föður hans. Hann sagðist vilja fá þetta málefni útskýrt — eins og það væri ekki nægilega glögt, --- og þar eð eg samþykti ekki draumóra hans um þjófnað á hinum geymdu verðbréfum, lenti okkur saman í hávaða- rifrildi. Hann vogaði sér líka að sakbera mig, sem eg enn í dag hefi ekki gleymt”. Orðin voru töluð með þeirri rödd, sem skalf af heiptaræði, en Marlow hristi höfuðið alvarlega.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.