Heimskringla - 17.02.1916, Blaðsíða 8

Heimskringla - 17.02.1916, Blaðsíða 8
BLS. 8 H E I M S K H I N G L A WINNIPEG, 17. FEBR. 1910. Miðvikudaginn og Fimtudaginn "BELLA DONNA”, Pauline Frederick CHAS. CHAPLIN á Föstudaginn og Laugardaginn GRACE CUNARD á Mánudaginn og Þriðjudaginn Fréttir úr Bænum. Kappræðan i íslenzka Konserva- tive klúbbnura á fimtudagskveldið í síðustu viku var fjölsótt, og var það gleðilegt tákn tímanna, hve inargt var þar af konunum; þvi þaö bendir á, að þær hafa mikinn áhuga fyrir almennum málum, ekki síður en karlmenn, og mun það koma æ betur og betur í Ijós, nú er þær hafa fengið jafnrétti. Kappræðumennirn- ir höfðu breytt umtalsefninu og töl- uðu um bilingual skólafyrirkomu- lagið í staðinn fyrir vinsölulöggjöf- ina. Dr. Sig Júl. Jóhannesson helt því fram, að eingöngu beri að kenna ensku á barnaskólum fylkis- ins; en síra Rögnv. Pétursson áleit þjóðfélaginu fyrir beztu, að börn út- lendinga fengju einnig tilsögn i feðratungu sinni. — Var kappræða þessi einkar fróðleg og skemtileg, og myndi áhugi manna á landsmál- um verða meiri og áhrif þeirra á þau þar af leiðandi heillavæniegri, ef pólitisku félögin hefðu slíka fundi sem oftast. Kvenfélag Skjaldborgar safnaðar ætlar að hafa skemtisamkomu í Skjaldborg á mánudagskveldið 28. febrúar. Nánar auglýst í næsta bl. Mrs. Jodinson, 627 Agnes St., hefir nýlega fengið bréf frá manni sínum, Árna, er héðan fór með 44th Batta- lion, og er nú í Bramshott Camp á Englandi. Hann lætur vel af sér, og kveðst hafa fengið Jölasendingar frá kyrkjunuin og sömuleiðis frá stúk- unni Skuld, og þakkar hann þeim, er sendu. Munið eftir hinni ágætu söngsam- komu hr. Brynjólfs Þorlákssonar í fTnítarakyrkjunni á föstudagskveld- ið í þessari viku (18. febr.). Pró- grammið er auglýst hér í blaðinu, og er þvi lítið breytt frá því sem áður var. Það er unun að hlusta á söng, þar sem allir beztu íslenzku söngkraftar hér í borg konia fram. Vér teljum víst að húsfyhir verði. mann, Gilbert Johnson og Einar Skaffel.. Og þó að öllum ræðumönn- um tækist vel, þá var jiað ]>ó ein- róma úrskurður dómendanna, að Bergthór fcngi gullmedtídiuna, enda var ræða hans einkar skýr, hugð- næm og fyrirtaks vel flutt, svo að hún hreif hvern mann, sem inni var. Dómendur voru jieir B. L. Baldwin- son aðstoðar ráðgjafi, Árni Ander- sub lögmað^r og síra B. B. Jónsson. Ræða Bergthórs birtist á öðrum stað hér í blaðinu. Magnús Ólafsson Friman, frá Cold Springs i Álptavatnsbygð, er nú að fara vestur til Prince Rupert í Brit- ish Columbia, gamali maður, ern og hress, sveitungi vor að heiinan. — Heimskringla óskar honum til allra heilla og góðrar farar. Einhver var að spyrja, hvort orð- ið væri réttara: þremenningur eða þrimenningur. Það er lítill efi á, að þrímenningur sé réttara. Og ekki munum vér eftir orðinu þreinenn- ingur í fornum bókum. Töluorðið er þrír ekki þrer og verður því: þrí- menningur, þrínættur, þrímerking- ur, þríhöfðaður, þrifættur, Jirígild- ur, þríhyrndur, þríhendur o. s. frv. Hin myndin kemur að eins fyrir í orðinu/þrefaldur, sem ætti vist að vera þrífaldur, þó að Danir haf —: Trcfoldig.—Ritsij. Catalog McKenzie Co., Ltd., fyrir 1916 fylgir með tímanum betur en nokkur annar. Vér erum rétt búnir að fá eitt eintak af honum. Hver einasti bóndi eða maður, sem garðmat ræktar, ætti að hafa þessa ágætu útsæðisbók, sem tekur öllum öðrum fram, sein þetta félag hefir gefið út. Hið fyrsta, sem slær mann, er hin einkennilega kápa og hin frjálsa teikning á henni. Það er svo ein- kennilega einfalt og þó fagurt og á- nægjulcgt og litirnir svo margir. Og svo myndirnar og lýsingarnar í bókinni; þær taka öllu fram, sem áður hefir í slikum bókum prentað verið, og blaðsíðurnar eru svo hrein- Skrifaðu í dag og án TAFAR Stór bók sem fjallar um persónulegar og als= konar þarfir og nokkrir sérstakir BÆKLINGAR viðvíkjandi nauðsynja Vörum CRutcni T.EMON C?- fc\ v-'LÍ ifffliTTmTrtS**^Skrifaðu eftir ! hverri pessari sem " |>ú æskir eftir Sendu oss nafn þitt og utanáskrift og skýrðu frá hvaða verðlista þig vantar, og við skul- um senda þá að kostnaðarlausu með næsta pósti. jMODERN HOME BUILDING MATERIAI T.EATON C LIMITED CANADA imTT«Tc»I7K IIIIIIMIIIIHUHHIHIttllimilHWUuÍHníiÍlÍl Samkoma íslenzka stúdentafélags- ins til arðs fyrir Rauðakrosssjóðinn, | var haldin á fimtudagskveldið var. Það var mjög ánægjuleg samkcuna og fjölsótt. Fjórir stúdentar keptu! þar um gullmedalíu, er Hon. Th. H. | Johnson hafði gcfið Stúdentafélag- inu í því skyni. Þessir stúdentar tóku þátt i mæl'sku-samkepninni: Bergthór E. Johnson, Miss Ásta Aust- ar og vekja svo margar hugsanir hjá mönnum, og menn sjá og skilja þá, hvað feykilega mikið öllu þessu hef- ir farið fram. Vér ráðum hverjum einum að fá eitt eintak af þessari fögru bók, sem er troðfull af skemtilegum og gagn- leguin fróðleik. Með póstinum fæst húu fritt, ef beðið er um. Grand Concert undir stjórn hra. Brynjólfs Þorlakssonar, organista. Föstudagskveldið 18. Febrúar 1916 í Islensku Onítarakyrkjunni PHOGRVM MK. 1. Trio—3 Violins: Miss Clara Oddson, Mr. M. Magnús- son, Mr. W. Einarsson . ....... M. Magnússon 2. Morgunsöngur: Söngflokkur (blandaöur kór)....Gade 3. Þ»orst. Þ». í>orsteinsson: Indverskir hhoíar. 4. Uppiestur—t>orst. Björnsson, cand theol.: LífiC í þorpinu. 5. (a) Solo: Lullaby, Mrs. S. K. Hall....Cary Jacobs Bond (b) “ Longing, Mrs. S. K. Hall Cary Jacobs Bond 6. (a) “Vor guö oss lýsa lát þitt or$”. Söng- flokkurinn ..................Jón Friðfinnsson (b) “Um sumardag”: Sóió og kór. Söng- flokkurinn . ..... Franz Abt (Soprano Solo: Mrs S. K. Hall. Bass Solo: Mr. Alex Johnson). 7. Violin Solo: Legende, Miss Clara Odd- son ............................ Wianiawski 8. Hætia: Síra Rögnv. Pétursson 9. Comic Recitation: Mr. John Tait 10. óákvetJið. 11. Solo: “Knowest thou not that fair land’’ (from Mignon)—Mrs. S. K. Hall .......... Tltomas 12 Hirðingjar: Solo og kór—Söngfl....Schumann Accompanists: Miss S. Fredericksson and Professor S. K. Hall. Fundir bindindismanna. Boðað er til funda til að ræða hin fyrirhuguðu vínbannöög Mani- toba fylkis, á þeim stöðum í norður- hluta Nýja íslands og á þeim tíma, er hér segir: — í Framnes Hall, þriðjudaginn 22. febr., kl. 2 e. li. í ftindarsal Templara í Árborg sama dag, kl. 8 að kveldi.. . í Geysir Hall, fimtudaginn 24. febr., ikl. 2 e. h. f Breiðuvík, í Kyrkjubæ, föstudag- inu 25. febr., ki. 2 e. h. Fundur i Víði licfir áður verið boðaður og fer fram í dag. Skorað á menn að sækja fundi þessa og vera mættir í tíma. * * * Fundur verður haldinn á Hay- land Hall, Man., 25. febrúar, kl. 4 e. m., til að ræða bindindis- og vin- bannsmálin. Ræðumenn verða Páll Reykdal og Jón Jónsson frá Sleð- brjót. óskað er, að allir komi sem geta. Á eftir verður “Box Social” og dans. Samkoman byrjar kl. 8.15 Inngangur 35c At5göngumií5ar til sölu vífcsvegar um bæinn og í verzlun Björns Pét- urssonar, horni Simcoe og Wellington; einnig í Goodtemplara- húsinu vi® lnnganginn tii leiksins “Afturgöngur" mit5vikudags- kvelditS 16. febrúar. Vér urðum varir við þá Kristj: Halldórsson Halldórssonar, Jón Si urðsson Sigurðssonar, frá Rauð mel, og E. Helgason, alla frá Lum ar. Þeir komu og gengu í 108. he deildina. Nokkrir úr Nýja fslam hafa og komið nýlega til borgarim ar, þó að vér vitum ekki með vis< nöfn þeirra. Um og yfir 10 land; ganga nú í 108. herdeildina á vik hverri. Vínsölubúðum og hótelum í Sel-| kirk hefir verið lokað í viku, fyrst uin isinn, og hvorttveggja til að þau fái að selja vin aftur, segja ensku blöðin. Hvað er klukkan ? Það gat ekki nema einn unnið vasaúrið, sem spilað var um i i lenzka Konservatíve klúbbnum um daginn, og til að bæta úr því gaf annar góður félagsmaður, hr. Fil- ippus Filippusson, klúbbnum vasa- úr til að spila um. Byrjað verður að spila um þetta úr á fimtudagskveld,- ið kemur, 17. þ.m. og ísömu reglum fylgt eins og áður. Meðlimir klúbbsins og aðrir ís- lenzkir Konservatívar ættu að sækja þenna fund og alla fundi klúbbsins. Spilanefndin. Næsta laugardagskveld (19. febr- úar) hefir Ungmennafélag Únítara spilafund í samkomusal safnaðarins. Ágæt verðlaun verða gefin þeim, er flesta vinninga fær í kappspilinu. Fjöldi landa utan úr bygðum eru nú komnir í borgina og höfum vér orðið varir við marga, og á meðal þeirra eru þessir: Guðm. Gíslason, Óli Ó. Jóhannsson og Jón Goodmans- son, frá Elfros; Páll Jónsson og Bogi Bjarnason. frá Wynyard; Jón Veum, frá Foam Lake; Skúli Björnsson, frá Leslie; Sigurgeir Pétursson, frá Nar- rows; W. Kjernested og J. H. John- son, frá Dog Creek; Ben. Rafnkels- son, frá Clarkleigh. Annarhvor Ar- gyle búi má heita að séu nú í bænum og fjöldi frá Nýja íslandi, vér vitum ekki hvað margir. Mr. Baldvin Anderson kom sunn- an úr Bndaríkjum með hunda sina hingað til borgarinnar núna í vik- unni og heimsótti Kringlu görnlu; en vér vorum ekki heima og fengum því ekki að siá hnnn, en þeir sögðu að það hefði verið völlur á Balda. “SYRPA”, 4. hefti, 3. árg., verður sent kaupendum innan fárra daga. Þeir, er skift hafa um bústað siðan síðasta hefti kom út, eru beðnir að gjöra aðvart strax. — Verð 30c. ólafur S. Thorgeirsson, 678 Sherbrooke St., Winnipeg. Sigurður Thórdarson frá Geysir j og Eiríkur Einarsson frá Hnausum, I komu til borgarinnar nýlega. Þeir ^ litu inn til oss og sögðu oss margar fregnir af kunningjunum þar neðra. j Fiskimenn eru að koma hcim af ! vatninu með nokkurnveginn góðan afla. Snjór er mikill þar neðra; en samt höfðu mestu janúar-hriðaruar farið hjá þeim. Minnist þess, landar góðir, að hinn nafnkunni leikur Henrik Ib- sens “AFTURGÖNGUR” verður sýnd ur í kveld (miðvikudag 16. febr.) í Goodtemplarahúsinu. Þessi leikur hefir vakið mikla eftirtekt um allan hinn mentaða heim, eins og áður hefir verið drepið á hér í blaðinu. Engir ættu að neita sér um þessa skemtun, því önnur betri mun ekki á boðstólum. BIBLfU-FYRIRLESTUR verður haldinn i 804% Sargenl Ave. (milli Arlington og Alverstone St.) miðvikudaginn 16. febrúar kl. 8 síð- degis. Efni: Síons lireyfingar. Munu Gyðingar safnast í Palestínu áður en Kristur kennir? Sunnudaginn 20. febr. kl. 4 e.h. verður umræðuefnið: Upphaf synd- arinnar. Kærleikur guðs og réttlæti birtast í stríðinu milli ljóssins og inyrkursins. Inngangur ókeypis. — Allir vel- komnir. Davíð Guðbrundsson. Mr. S. Ófeigsson, sem kom með kvæði til birtingar í blaðinu, er beð- inn að koma á skrifstofu Hkr. við fyrstu hentuglcika. Mr. Pétur Magnús, frá Edmonton, Alta., er nú hér í borginni. Hann koin frá Argyle, þar sem hann hefir dvalið nokkurn undanfarinn tíma. KENNARA VANTAR. fyrir Reykjavik skólahérað, No. 1489, frá 15. marz til 15. júlí. Kenn- ari tiltaki kaup, scm éiskað er eftir. Umsækjandi þarf að hafa Second Class Profcssional Certificate. Til- moðuin veitt móttaka af undirrituð- um. 22. janúar 1916. A. M. Freeman, Sec’y-Treais. 24-30p Reykjavík P.O. KENNARA VANTAR fyrir Vestfold skólahérað, No. 805. Kenslutimi frá 1. apríl til 31. októ- ber, að undanskildum ágústmánuði. Kennarinn verður að hafa Third Class Professional Cerlificate. Um- sækjendur tiltaki kaup, sem óskað er eftir, einnig æfingu við kenslu. Vestfold, 2. febr. 1916. A. M. Freeman, Scc’y-Treas. TVO KENNARA VANTAR fyrir Norður-Stjörnu skóla No. 1220. annan með 2nd, cn annan með 3rd Class Certificate. Kenslutíminn er sjö mánuðir, frá 1. apríl til 1. des. næstkomandi. Fri yfir ágústmánuð. Tilboðum, sem tiltaki kaup og æf- ingu, verður veitt móttaka af undir- rituðum til 1. marz. G. Johnson, Scc’y-Trcas. 18-22 Stony Ilill, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.