Heimskringla - 09.03.1916, Síða 1

Heimskringla - 09.03.1916, Síða 1
Kaupið Heimskringlu. Borgið Heimskringlu áður en skuldin htvkkar! — Heimskringla er fólksins blað. \ Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 2S» DON.UD STREET, WIXNIPEG XXX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 9. MARZ 1916. Nr. 24 Eitthvað meira en lyktin og lætin í Saskatchewan Þfeir æthi'öu að hrinda af sér mcö háöi og fyrirlitningu öllum ásökun- um, stjórnarmennirnir í Saskatche- wan. Þeir þóttust enga rannsókn þurfa, enga konunglega nefnd, þeir gætu litið inn í þetta sjálfir; þetta væru hvort sem er ekki annað en pólitiskar lygar andstæðinga þeirra. Hvers vegna þurftu Konservatívar að vera að stinga nefinu þar inn í? þeir mættu muna fyrri daga; hér væri alt hreint og lyktarlaust. Svona sagaði það til og frá, þang- að til að þruman reið þeim að eyra. En það skeði þannig, að fjórir hinir merkustu borgarar í Regina, sem voru af þeirra eigin Liberal-flokki, komu fram og heunsóttu ráðgjafana, þá Calder og Turgeon, og færðu þeim bænarskrá eða öllu heldur á- skorun, frá hinum helztu borgurum bæjarins af þeirra eigin flokki, um að skipa Royal Commission (kon- unglega nefnd) i málin, sem á þá voru borin, og skyldi hún fjalla um og rannsaka allar þær sakir, sem á stjórnina hefðu verið bornar eða kunna að koma fram á þinginu. Meðal þeirra, sem skrifuðu undir áskorun þessa, voru: Fyrverandi borgarstjóri J. A. Allan, K.C.; R. H. Williams, eigandi Glasgow House; Georg Gamble, ráðsmaður Pruden- tial Trust Co.; Dr. Gorreil, P.G.M. Frlmúrarafélagsins; fyrv. borgar- stjóri James Balfour, K.C.; fyrver- andi borgarstjóri Robert Martin; L. T. McDonald, Secretary of Board of Trade i Regina; Joseph F. Fraine, K.C.; Alderman Barr og Alderman Sinton, og margir, margir fleiri. Þetta hafði gjörst á fundi, og þeg- ar áskorunin var borin upp fyrir fundinn, var ekki eitt einasta atkv. á móti henni. Þetta_skeði hinn fyrsta febrúar og lofuðu ráðgjafarnir að svara dag- inn eftir, og voru drjúgir. Og félagi ráðgjafanna (George Langley) sagði að þetta væru ósannindi og samsæri Konservatíva, og þeir myndu fá súp- una borgaða, þegar Calder svaraði á þinginu daginn eftir. Hann myndi tæta þá svo í sundur, að hvergi yrði heil brú eftir í þeiin. Þeir skyldu bíða við og sjá hvað kæmi. Svo var farið að halda fundi og ráðstefnur af hálfu ráðgjafanna, — hvernig þeir ættu að hrinda þessu af sér. En einhvernveginn hefir þeim fundist það erfitt, og séð að einlægt yru málin ljótari og ljótari, og loks komust þeir að þeirri niðurstöðu, að það væri ekki til annars en að gjöra ilt verra að þverskaliast leug- ur, og svo lýstu þeir þvi yfir i þing- inu, að þeir ætluðu að láta undan og kalla konunglega nefnd (Royal Com- mission) til þess að rannsaka allar ákærur um mútur og þjófnað úr vegasjóðnunum, og tdefón málin, og yfir höfuð öll þau mál, sem þeir væru sakaðir um. Stríðs=f réttir Um stríðið er ekki neitt sérlegt að segja. Verdun er ótekinn ennþá, þeg- ar þetta er skrifað. Vilhjálmur keis- ari er kominn heim til Berlínar; krónprinsinn er kallaður heim frá Verdun, og þykir hann litið hafa vaxið af starfsemi sinni þar, og er ekki búist við honum fljótlega þang- að aftur, og litlar líkur eru til, að framkoma hans þar hafi trygt hon- um keisarasætið eftir Vilhjáhn. Brandenborgar sveitin heldur enn þá Douaumont kastalanum eða rúst- um lians, þegar þetta er skrifað (þ. 6. að morgni); en þeir eru kvíaðir þar af, og koinast hvorki fram né aftur. Frakkar eru alt í kringum þá. .Skothríðar allmiklar hafa þar verið, þó ekki hafi þær verið eins svæsnar og í níu daga slagnum. En ekki hafa Þýzkir komist lengra áfram. Svo var mann.fall mikið af Þjóð- verjum, að einlægt gengu lestirnar af særðum mönnum austur og norð- ur. Eftir eina 5 eða 6 daga voru ein- ar 220 vagnlestir komnar til Aix la Chapelle, norður í Rínarlöndum með eintóma særða menn, og þó fóru aðr- ar lestir beint austur og ofan Mos- elle dalinn til Coblens og Mains og annara borga í Rínardalnum, eink- um með særða menn úr seinni hluta bardagans. Er sagt að menn og kon- ur hafi hljóðar orðið, er þær og þeir sáu sárin eftir byssustingina; því að fyrstu dagana fóru þeir ekki saman Frakkar og Þjóðverjar, það var alt skotbardagi; eh þegar Þjóð- verjar fóru að ráðast á Douaumont vígið og þorpið, þá fóru þeir að renna saman. Og máttu Þýzkir þá ekkert við'; Frakkar voru miklu liprari og óðu í gegn um fylkingar þeirra. Þorpið Douaumont skifti eitthvað 8 sinnum um húsbændur. f blaðinu New York Times kemur sagan eftir særðan franskan her- mann, sem var í Douaumont fyrst, þegar Þýzkir fóru að ráðast á það. Honum segist þannig frá: “Skothríðin frá Þjóðverjum hafði slétt yfir virkin og grafirnar, þang- að til það leit alt saman út eins og nýpilægður akur. Það var eins og öllum faillbyssum heimsins hefði verið safnað þarna saman og skotið úr þeim í langri kviðu á þenna eina blett. Ifávaðinn og ólætin voru svo miklu meiri en í verstu orustunum i Campagne. “Eitthvað af fótgönguliði Bokk- anna (Þjóðverja) var að læðast upp eftir þröngu gili hægra megin við okkur; en meiri hluti þeirra kom hálfþoginn í gcgnum skógartoppinn fyrir framan okkur. Og svo brutust þeir fram á báðurn stöðum í einu. Það hafa sjálfsagt verið 5,000 sem komu upp gilið, en 20,000 fram úr skóginum. Þegar þeir komu upp úr gilinu fram á slóttuna, þá lenti cin sprengikúla rétt í miðjum hópnum og velti þeim um og tætti þá í sund- ur, sem fyrir urðp; og sama var um hina, hríðin sprengikúlnanna skall á þeim voðaleg, og ekkert sást ann- að en eldstrókarnir og gusurnar af grjóti og mold og limuin og búkum af herinönnunum, og svo lagðist reykurinn yfir og huldi þá sýn. En i gegnum reykhafið sáust þeir koma hálfbognir, eins og væru þeir að ganga móti ofsaveðri og húðar- rigningu og vildu þeir Mifa sér við regninu. En brátt lágu líkin svo þétt á gilbarminum, sem garðar væru, illa hlaðnir, eða aflangur haugur. Þeir voru að reyna að klifr- ast yfir haug þenna, en biltust um og ultu ofan brekkuna, og þessir haugar hinna dauðu urðu þarna miklu betri varnargarðar fyrir okk- ur, en brjóstvirki sjálfra vor, sem öll voru orðin rifin og tætt í sund- ur. Þeir komust ekki yfir haugana. “En beint framundan okkur, þar sem þeir komu úr skóginum, var mannfallið ennþá meira, og þó þokuðust þeir einlægt áfram. “Sannarlega eru þeir hugrakkir, þessir Þjóðverjar. Eg hefði aldrei trúað því, að nokkur maður eða mannlegur kraftur gæti ráðist móti skoteldum þessum. ()g þeir vissu, að þ'arna var dauðinn óumflýjanlegur, því að þeir, sem særðir hnigu með iltfi niður, köfnuðu og mörðust und- an búkum þeim, sem ofan á þá bilt- ust, eða tættust í sundur af nýjum sprengikúlum, sem rifu sundur kös- ina. “En þeir komu í kviðurn og öld- um. I.oksins komust þeir þangað, sem víggirðingar okkar höfðu verið á hæðarbrúninni, en voru nú allar sléttar og sundurtættar, og þar fóru þeir að hlaða upp búkum hinna dauðu, til þess að hlífa sér við skot- unum okkar. Þeir voru búnir að ná Douaumont, en dýrt liafði það orðið þeim I “Við vorurn dálítið frá þeim, utan við virkin, sem verið höfðu og blóð- ið sauð í æðum okkar. Áttum við að líða þá skömm, að Þjóðverjar tækju þarna virkið, sem við höfðuin hald- ið en yfirgefið áður en þeir koinu? Áttum við að liða það, að þeir byggju þarna um sig og gætu svo hrósað sigri? f þrjá daga höfðu for- ingjar okkar haldið okkur aftur, en látið skotmennina taka á móti öllum áhlaupum. Síðan við tókum Caures skóginn aftur af Þýzkum, höfðum við aldrei fengið að hlaupa á þá. Þeir sögðu, að það væri þýðingar- laust að láta slátra okkur. “Við sáum sprengikúlurnar frá skotliðinu á bak við okkur dynja i hríðum þéttum á Douaumont og tæta sundur allar varnir Þjóðverja. Hjörtun slógu liarðara og harðara í brjóstum vorum. Vissulega gat það nú ekki dregist lengur að við fengj- um að stökkva á þál “Loksins fengum við að fara! Eg var i ííhlaupunum í Campagne, en þau voru barnaleikur einn við þetta. Við vofum tryltir orðnir. Enginn hJutur hefði getað stöðvað okkur. Þrátt fyrir skothríðina frá Þjóðverj- um, ruddumst við á þá með byssu- stingjunum, þar sem þeir lágu í hol- unum og griifunum eftir sprengi- kúlurnar, og i skörðum liinna sund- urtættu virkisveggja. “Þetta var nú reglulegt stríð og verulegur bardagi, og hafði eg ald- rei séð neitt þessu likt áður. Fyrsta hriðin var sóðaleg og hörð. Þeir tóku á móti og nokkur augnablik mátti ekki á milli sjá; en svo hnigu síðustu bláklæddu mennirnir nið- ur. Það var búið. — Svo kom önnur aldan af þeim á okkur, pg önnur til, þegar sú var til jarðar hnigin. Við hrundum þeini , aftur yfir hæðar- brúnina, — þeim, sem eftir lifðu. Þar gaf enginn öðrum grið. Enginn lifandi maður var eftir að þeirra liði, þar sem vér börðumst. “Þeir höfðu fengið nóg og komu ekki aftur, — en Douaumont virkin voru aftur í höndum voruin! “Og þarna lágum við blásandi af mæðinni og svo þreyttir og móðir, að vér gátum ekki hrópað sigurhróp- ir. En þá fyrst varð eg þess var, að blóðið rann i straumi úr lærinu á mér. Eg hafði verið særður djúpu sári og stígvéiin mín voru full af blóðinu, en eg vissi ekkert um það. Þetta var víst i fyrsta skifti, sem þeir mættu hvor öðrum í návigi Frakkar og Þjóðferjar. Eftir þetta tóku Frakkar aftur á móti þeiin. Og eftir þetta var það, að Brandenborg- arsveitirnar tóku kastalann og hafa haldið lionum siðan; en þó um- kringdir af Frökkum, svo að þeir komast hvergi. • Af þessu geta menn séð, með hve miklu kappi þarna hefir verið bar- ist og hve voðalegt mannfallið hlýt- ur að hafa verið. Segja skýrslur Frakka, að þar hafi fallið ferfalt fleiri af Þjóðverjum en Frökkum, enda þurftu Þýzkir að sækja á. — Telja flestir að þarna liggi 150—200 þúsundir Þjóðverja í kringum vígin, en enginn veit, hvað margir særðir eru. En vagnlestirnar, sem gengið hafa austur á Þýzkaland með særða menn, sýna að það hefir verið hinn mesti aragrúi. — Annarsstaðar á vigvöllunnm situr nokuð við hið sama, nema hvað Rússar siga allstaðar áfram í Asíu- löndum Tyrkja og í Persíu, en óljóst er það; enda virðast fregnritar ó- kunnir fjarlægðum þar. Samt má geta þess, að Rússar eru við borgar- hliðin á Trebizond, liinni fornu borg, sem kanske er einhver elzta borg i Evrópu. En vestur af Erzerum halda þeir á eftir Tyrkjum, sein hvergi taka á móti svo nokkru nemi. Þeir Rússarnir halda og á eftir hóp- unum Tyrkja, sem suður flýðu til Diarbekr og eru komnir svo langt, að hersveitir Tyrkja, sem voru sunn- an við Urumya vatnið, eru nú að miklu leyti kviaðar af. En suður frá, i Persíu, er þeim víst litið til fyri •- stöðu, fyrri en þeir nálgast Bagdad; en þor mS' biiast við að séu fast að 300,000 Tyrkja, Kurda, Þjóðverja og Persa. En svo má bráðum fara að bú- ast við þvi, að þær nái saman þessar 3 lierdeildir Breta, sem eru í Kut- el-Amara og í tvennu lagi neðar með fljótinu. Verður það þá all-mikill her, þegar þær koma allar saman. Seinustu fregnir benda á það, sem menn hafði áður grunað, að Þýzkir myndu leita á annarsstaðar, þegar þeir væru barðir aftur frá Verdun. Þeir hafa nú tekið 40,000 riddara úr Belgiu, sem voru þar búnir að hvíla sig, og senda þá suð- ur og ætla menn að nú leiti þeir á þann hluta skotgarðanna, sem Bret- ar Iialda. Víða annarstaðarge-ta þeir dregið lið að. Margir ætla, að þeir leiti á nálægt Ypres og komi þeir þangað, þá verður þar harður slagur — því að ekkert verður nú tilspar- að; en Bretar búast við þeim, og er sagt, að í Bologne við sjóinn sé nú milíón hermanna varaliðs, sem sé til taks að fara, hvert sem mest þykir á ríða. Og þó að þeir Þýzku geti sléttað grafirnar og náð fyrstu gröfunum eða öðrum, og þó þeir jafnvel kæanust í gegn, þá er svo langt frá að alt sé búið með því. En dýrt mun þeim að lirjóta garðinn Breta. Því að nú koma þeir að þeim viðbúnum. — Nú sést það, að eitthvað hefir verið í sögunni um, að Vilhjálmur hafi sent skipunum í Bandaríkjun- um boð um að vera búin til ferða heim hinn 15. apríl. Hann hefir ætl- að sér að brjótast í gegnum Frakka- herinn við Verdun og taka París innan viku eða svo og semja svo frið. — En þó að hann hefði getað þetta, þá hefði honum brugðist frið- urinh, því að enginn Bandamanna hefði undan látið. Og þvi síður verður það nú, livernig sem Þýzkir liamast. Alvarleg áskorun. í &------------—------------------- % Lifandi (en ei látinn) er Bretinn í farar- broddi. úr New York World 23. febrúar. LONDON, 22. Feb.—“Þing þetta mei fulltrúum frá 12 kristnum trúflokkum í Englandi og Wales lýsir yfir þeirri hátíðlegu sannfæringu að bölvunin sem stafar af áfengis- nautninni sé svo mikil og skaðleg siðferðislega og andlega aÖ hún heimti látlausa og sameinaða baráttu allra hinna kristnu trúarfélaga til þess að drepa hana algjörlega niður.” Uppástungumaður ályktunar þessarar var erkibiskupinn af Canterbury og var hún víðtekin á fundi í Lundúnaborg í dag. En fundur sá var kallaður saman af bindindisráði hinna kristnu trúarfélaga. Erkibiskupinn var forseti og sagði hann að aldrei áður fyrri hefðu menn jafn alment viðurkent hina bráðu knýjandi nauðsyn að hafna öUum áfengum drykkjum. General Bramwell Booth foringi Salvation Army sagði að framkoma dómara og Iagamanna landsins væri svo aumkvun- arleg og sorglega ómerkileg, þar sem þcir í einu hljóði kendu drykkjuskap um glæpi og fátækt þjóðarinnar — en þó héldu þeir áfram að gjöra mönnum drykkjuskapinn sem fljótlærð- astann, auðveldastan og notalegastan; og gengu jafnvel svo langt að veita mönnum ný og ný leifi til að selja vínið. Lávarður Robert Cecil, Under Secretary for Foreign Affairs sagði að farið hefði hrollur um sig er hann sá menn nýkomna heim úr stríðinu vera ósjálfbjarga af víndrykkju. Þú getur hjálpað til að útrýma óhófi vín- drykkjunnar úr Manitoba með því að marka krossinn við ‘JA’ í kosningunum 13. Marz * Hér með er skoraS á alla íslend- inga í Manitoba, að koma á kjörstað- ina á mánudaginn kemur og koma snemina og greiða atkvæði á móti Bakkusi. Kæru landar! Hvað meinar það fyrir oss, að setja X fyrir aftan orð- ið “Yes” á mánudaginn kenvur, hinn 13. marz? Það meinar velmegun á hverju heimili. Það meinar ást í sambúð á hverju heimili. Það nteinar, að stjiðva verzlun á hinum “hvítu slöf- um” í Manitoba, sem er sú hroðaleg- asta aflciðing vínsölunnar, og getur i ekki þrifist án hennar. Það meinar að fækka föngum fi*á I 65 prósent i 85 prósent. Það meinar að fækka aftökum manna um 95 prósent. Það meinar að bjarga börn- unura okkar frá ölltim jteim snörum, sem sú djöfyllega verzlun hefir í eftirdragi. Ó, kæru fslendingar! Hvort sem ykkur þykir gott vín eða ekki, þá dragið Bakkusar blæjuna frá aug- um ykkar á mánudaginn. Þá sjáið þið alt hans böl. Og svo skulum við allir fara á kjörstaðinn og greiða atkvæði eins og samvizka okkar hvislar að okk- ur. Við munum þá hugsa um okkar eigin afkomendur, sem eru hin kom- andi kynslóð. í von um sigur og að það góða viiini! Munið að koma snentma! í Yðar einlægur. A. S. Bardal. Spurningar og svör. 1. Eru þeir menn teknir i herinn, sem ekki eru enskumælancfi? Eða sér Canadastjórn þeirn fyrir fri- kenslu i málinu áður? 2. Ef sá maður, sem i herinn geng- ‘~ur á föður eða móður á lífi, og þarf fyrir honum eða henni að { sjá af vinnu sinni, er þeiYn þa séðj fyrir lífeyri, eftir að maðurinn hefir innritað sig í herinn? Eða | er það kaup, sem hann fær, látið nægja sem lifeyri þeirra? Spyr sá ekki veit. SVÖR. — 1. Hver maður er tek- inn í herinn, sem er líkamlega fær. Ef það rcynist, að ekki sé hægt að nota hann til herþjónustu, máls eða annara orsaka vegna, þá er hann lát- iijn fara. 2. Lögin ákveða um hvern mann giftan, að kona hans fái 60 cent á dag, eða sem næst $20.00 á mánuði frá stjórninni, auk þess sem hann verður að afsala sér til konu sinnar helming af kaupi sínu, svo að hún fái hinn styrkinn. Hið sama á sér stað um ekkjumenn sem eiga ungt eða ung börn lifandi. Verður gjaldið þá borgað til um- sjónar cða fjárráðamanns barn- anna. Einhleypir menn, sem eiga móður (ekkju) lifandi, fá hinn sama styrk handa þeim, þegar svo stendur á, að þeir eru hin eina aðstoð eða fyr- irvinna þeirra.—Ritstj. uFriðþjófur,,. Svo heitir barn í reifum, sem fæddist á þriðjudaginn 7. marz 1916 í Winnipeg borg; eru feðurnir 14, en móðirin er hin kæra tafl-Iist. Þeir, sem fremstir eru i þessari hreyfingu og unnu mest að því, að koma henni á stað, voru þeir herrar Sumarliði Sveinsson og Paul John- son. Þessir hlutu kosningu sem emb^stt ismenn: Sumarliði Sveinsson, forseti. Paul Johnson, skrifari Arngrímur Johnson, féhirðir. Th. Johnson, varaforseti. Alex Johnson, varaskrifari. G. J. Goodmundsson, varaféhirðir. l'élagið kemur saman á hverju þriðjudagskveldi kl. 8 í samkomusal Únítara safnaðarins. Það á að byrja á þriðjudagskveldið kemur með kapptafli; verður félagsmönnum þá skift í tvo hópa, likt ög í bænda- glimu, og er vonandi að sem allra flestir verði gengnir í félagið til þess að taka þátt í þeim slag. Á seinustu stundu bárust oss þær fregnir til eyrna, að á leiðinni væri lögsókn á hendur Lögbergi út af höf- uðlausu vínsölu-blöðunum. Njarðfræði. Það er merkilegur hnöttur þessi jörð, scm sendist i kringum sólina eins og í nokkurs konar tjóðurbandi, síveJtandi um sjálfa sig, með allar þessar skrítnu skepnur, sem á henni lifa. Og deyja. I>ví að þetta sólkerfi er i verra lagi fallið til að vera und- irstaða undir líf. og enn þá er her liáð tvísýn barátta við dauðann. En þó er það lífið, sem jörðin dregur nafn sitt af; því að jörð mun veraj fyrir njörð, njöruð, sú sem nærir. j En jörð, sú sem nærir, var einnig gyðjuheiti, og þetta hefir valdic nokkrum misskilningi i goðafræði, þeim fræðum, sem mest er í af mis- skilningi, allra fræða. Kona Alföður ,hét Jörð, og hennar sonur var Þórr; en þar virðist þeim, sem skemtileg- astur hefir verið allra goðafræð- inga, Snorra Sturlusyni, hafa mis- skilist, er hann segir, að jörðin hafi verið móðir Þórs, rétt eins og hann hefði verið fæddur af moldu og grjóti. Fleiri gyðjur hafa Jörð heitið en móðir Þórs; og svo segir Snorri að heitið Iiafi dótturdóttir Nörfa jötuns. f öðrum stað en getið var áð- ur, nefnir Snorri svo Jörð móðir Þórs, að hann virðist þar hugsa sér gj’ðju, en ekki jörðina, “fold hina fjallsettu”. Nerthus, gyðjan sem Tacitus nefn- ir í riti sínu um Geirmannaland (Germania) mun réttu nafni hafa heitið Njörð, hin upphafiega mynd orðsins jörð. Karlkynið við Njörð, sú sem nær- ir, er Njörður, sá sem nærir. Nari, eða Narfi eða Njörfi þýðir saina. Kvenkyn af Nari er Nara; með grein inum Naran; fyrir naran var sagt nörun og síðán norn, og væri þá frumþýðing þess orðs: sú sem nærir Aðrir vilja leiða orðið norn af öðru. En heldur virðist méj’það styðja mál mitt, að í indversku er bæði til Nari og Nara, þó að þar hafi orðið kynjavíxl, svo að Nari er þar kven- kyns. Enn styður það nijög mitt mál um það, hvernig orðið norn beri að skilja, að til r njörun, og er það óefað sama sem njöruð, njörð. Norræn goðafræði mun Iiefjast til nýrrar virðingar og meiri en nokk- uru sinni áður, jiegar menn fara að skilja, af Jivaða rótum hún er runn- in. Fcr nú að verða auðveldara en áður að átta sig á slíku. 31. jan. Helgi Péturss. — (Lögrétta). “Hvert stefnir?” Fyrirlesturinn, sem Þorst. Björns- son, cand theol., stofnaði til, fór fór fram eins og auglýst var á þriðju dagskveldið 7. j>. m. Fundurinn var fjölmennur og fjörugar umræður.—- Þessir tóku þátt í umræðum: B. L. Baldwinson, sira Rögnv. Pétursson, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, próf. Jóh. G. Jóhannsson og Sig. Vilhjálmsson. Hr. Ásm. JcVhannsson stýrði fundi og fórst það vel að vancla. LeiSrétting. I>ess var getið i Ileimskringlu 24. síðastl. mánaðar, að Kristján Guð- mundsson i Selkirk hefði dáið. En Jiann var þar sagður 9 ára (töiu- stafurinn 3 fallið burt); átti að vera 93. ára. Kominn heim aftur. Þann 2. inarz koin hingað til borgarinnar frá Englandi einn af íslenzku hermönnunum, sem verið hefir lengi á vigvöllunum í Belgiu. Hann heitir GunnJaugur Hávarðs- son, sonur Guðmundar Hávarðsson- ar, að Siglunes P.O. Hann var einn með þeim allra fyrstu til að bjóða sig fram til herþjónustu, og gekk í lOOth Grenadiers herdeildina hér i Winnipeg 20. ágúst 1914. Sjö mán- uði var hann í skotgröfunum, unz hann særðist af sprcngikúlu hinn 15. október 1915, misti hægri hend- ina fyrir ofan úlnlið og fékk mörg smærri sár. Sneimnn i desember sl. fór hann af sjúkrahúsinu, og var eftir það á privat heimili á Englandi þar til hann lagði af stað heimleið- Mr. Hávarðsson er rúmt tvitugur og hinn mannv.ænlegasti. Hann kvað meðferð á hermönnum yfirleitt hafa vcrið eins góða og búast má við undir kringumstæðunum.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.