Heimskringla - 09.03.1916, Blaðsíða 3

Heimskringla - 09.03.1916, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 9. MARZ 1916. HEIMSKRINGLA BLS. 3. Einvaldsstjóri við Morgunmatar Borð Við kveldmatar borðið og á mörg þúsund heimiluin við Miðdag'.smatar borðið er BLUE WBBON TEA Og hversvegna? Vegna þess að Blue Ribbon Te er indæll di^kkur — hell.susamlegur — ofurlítið styrkjandi — eins ekta og hi'einn eina og vesturlands vindarnir — og hér um bil eins byrlegur. Drekk þú Biue Ribbon Te þér til heilsubóta. Kauptu það vasabókar þinnar vegna. Og taktu eftir nýju umbúðunum — óyggjandi vörn gegn óvinum góðs Te’s — rik og raka. Svoleiðis ábyrgð fylgir hverjum böggli að þú færö þína peninga til baka ef ekki er allt eins og þaö er sagt Spuröu matvörusalann sem þú verzlar viö. Hvers vegna vínsölu skuli vera mótmælt (Þýtt úr Christian Guardian). Sumir menn virðast undrunar- fullir yfir þvi, hvers vegna þeir, sem ekki eru drykkjumenn, skuli vera móti áfengisverzlun. Og vínverzlun- armen halda því fram: að þeir, sem ekki eru viðskiftamenn þeirra, hafi engan rétt til að skerast í leikinn móti vínverzlun þeirra. En það þarf ekki mikla skarpskygni til að sjá, að meira en nægilegar orsakir og á- stæður eru til þess, að allir þjóðvin- ir eiga að vera bitrir óvinir þess dauðlega og svívirðilega áfengis- ófagnaðar. Síðastliðinn nóvember samþyktu íbúar Ohio-ríkis vínsölu. Og síðan hefir East-Youngstown í því riki haft stórkostlegt verkfall, upphlaup, brennur, miklar eigna- leggingar, og ekki svo fá inanndráp eða morð. En það var ekki verkfall- ið. sem orsakaði upphlaup, brenn- ur, eyðilegging og morðin. Ef skríll- inn hefði verið ódrukkinn, hefði hann verið friðsainur. En þegar skríllinn verður drukkinn af áfeng- is-groggi og fer af stað, þá m|á búast við djöfullegum verkum og verstu afleiðingum. The Youngstown Telegram lýsir því yfir, að það taki 20 hótel í Youngstown hundrað ár, að borga fyrir þær eignir, sem hinn drukkni skríll eyðilagði á 6 klukkustundum. Eftir að skríllinn var uppgefinn eða hættur eyðileggingarverki sinu, | iokuðu yfirvöldin hótelunum 4—5 I daga. Og þessa 5 daga voru að eins 10 menn teknir fastir fyrir vín-j drykkju.Jm fyrstu 12 klukkutímana | eftir að þau voru opnuð, voru tveir ntenn teknir á sjúkrahis með brák- uð höfuð; einn var ræntur, og 32 voru teknir fastir fyrir ofdrykkju og óreglu. En samt geta vínsalarnir ekki séð: hvers vegna heiðarlegir borgarar eru svo sterklega moti þeim. Og vínsöluhúsin eru hin sömu hvar sem þeim er viðhaldið. Það er líklegk að i Toronto sé drykkjuknæpum og vínsöluhúsum stjórnað eins vel og í nokkrum öðr- unt bæ eða borg. En þeirra skaðlegu verk eru allstaðar auðsæ. Einungis fyrir fáunt dögum var drukkinn her- ntaður að slangra eftir einu stræti voru, og mætti konu. Hann ávarp- aði hana. En svar hennar þóknað- ist honum ekki, svo þetta villidýr, sem klæddist hans konunglegu há- tignar einkennisbúningi, sló kon- una í andlitið. Til allrar hamingju var lögreglumaður við hendina, svo hinn drukkni óþokki barði ekki fleiri konur þann dag. En mennirn- ir, sem selja þetta áfengis-grog, — standa upp og krefjast þess: Að þeim sé gefið leyfi til, að gjöra menn að villidýrum. Og þá furðar, að vér sknlum mótmæla þvi. Annan dag var metódista prédik- ari við miðdegisverð í einu hóteli í þessari borg. Hann tók eftir því, að við annað borð, nálægt honum, voru 2 ungir hermenn í einkennisbún- ingi, sitjandi hjá tveimur imgum og álitlegum yngisstúlkum; þau fjögur voru að drekka vín. Stúlkurnar virt- ust fyrst varasamar með að drekka ekki of mikið, en hermennirnir héldu því að þeim og kölluðu á veit- ingamanninn að fylla glös stúlkn- anna. Og loks komst önnur stúlkan á það stig eða í það ástand, að hún stóð á fætur og tæmdi glasið i ein- um tcig. Mennirnir litu út fyrir að vera hér um bil 30 ára en stúlkurn- ar 21. — Svona framíerði endar vanalega á einn hátt, og það er: með cilifri skömm og svivirðingu. En einhver segir eflaust: — “Þetta var i hóteli á lágu stigi”. — Nei, ekki svo, það er eitt af Toronto full- komnustu hótelum, og svo langt sem vér vitum, hefir eigandinn aldrei verið kærður um brot gagnvart leyf- islögunum (The License law). Auð- vitað virðist það alveg lögmætt, að leyfa eyðilegging ungu stúl’knanna á þennan hátt. Og þessi hótelsmaður, með ölluin vinsölubræðrum sínum, þorir að standa upp, og biðja um framhald á vínsöluleyfi sínu, til þess að koma slíku til leiðar. Og svo er hrópað, að menn eigi að hafa frelsi til að drekka áfengi, og eins ef þá vantar ungar stúlkur til að drekka með sér. Vissulega þetta “persónulega frelsi” er eitt það, sem djöfullinn sjálfur mætti krefjast. Sannleikurinn er: að það geta ináske verið virð- ingarverðir menn, sem stunda þcssa atvinnu. Eu atvinnan sjálf er ekki heiðarleg, og verður aldrei mögu- legt að gjöra hana virðingarverða. Sú atvinna, sem gjörir menn að villi- dýruin, getur ekki haft von um að lifa, þegar samvizka þjóðanna vakn- ar. Því hver blaðsíða lögregluréttar skjalanna og hver blaðsíða af rann- sóknum okkar viðvíkjandi mann- félagsglæpum, og svo allar hinar svörtu skýrslur sjúkrahúsa og geð- veikrahæla, — tala og vitna á móti þessari viðbjóðslegu áfengisverzlun, sem einungis hefir haldist við til þessa dags fyrir slægð og blóði atað gull, sem notað hefir verið á dular- fullan hátt, til að koma í veg fyrir yfirvofandi þrumur og eldingar, er dynja yfir frá fólkinu, hverra til- finningar hafa verið fyrirlitnar og svívirtar. Áfengisverzlun er bölvuð í sinni aðferð, bölvuð í sinni árás á heimilin og félagslífið, bölvuð i sin- um áhrfum á sál og líkama, — bölv- uð fyrr hvern dollar af.sínum illa fengna ávinningi. Og aj því hún er bölvuö bæði fyr- ir guði og mönnum mun hún vissu- lega deyja! Fréttabréf. (Frá fréttaritara Hkr.). Markerville, 27. febr. 1916. Með nýjári skifti mjög um veðr- áttu, til hins lakara, með frostgrimd- um og iðulegum snjóstorraum; frost- ið steig dag eftir dag, um 40 neðan zero, og suma daga um 50 neðan zero; en þó voru stormveðrin enn átakanlegri; þau keyrðu fram úr hófi. Þótt nokkurt snjófall yrði, þá gætti þess að litlu, öllu feýkti burt eða kyngdi saman í stórfenni, svo eiginlega varð aldrei sleðafæri; ak-1 vegir héldust snjólausir, nema hjarn- fenni á einstöku stað, illfær yfir- ferðar. Með þessum mánuði breytt- ist tíðin; frostin lægði og kyrði veðrin; um miðjan mánuðinn gjörði þýðviðri um daga, með litlum næt- urfrostum, sem hefir haldist til ná- lægs tima. Snjór er að mestu horf- inn og sleðafæri löngu siðan, svo að alt verður að færa til á hjólum; er það mjög hvimleitt, því að ýmsir hér áttu mikið óflutt að sér, bæði við og hey. Nú er að breytast til kaldara og útlitið að verða snjo- legra, en hefir verið. Kornmarkaður er hér lélegur, —- ekki betri en frainan af i vetur: hafr- ar 28c bushel, bygg um 40c og hveiti 60c og upp bush. Markerville búar hafa í vetur unn- ið stöðugt að fjársöfnun fyrir Rauða- kross félagið, og hefir orðið mjög vel ágengt i svo fámennri bygð; vi'kulega hafa komið inn peningar, og fyrir viku síðan sendi forstöðu- nefndin hátt á annað hundrað dala burtu og hefir mikið safnast siðan. Háttstandandi danskur herra — bróðursonur Danakonungs — er ný- lega kominn til Markerville; hann settist að hjá D. J. Morkeberg, £or- stjóra smjörgjörðarhússins, og hygst að dvelja þar fyrst ura sinn. Árið 1915 til lands og sjávar. Áriðl915 hefir verið bezta ár hcr á landi bæði til lands og sjávar, mesta velti-ár, sem yfir ísland hefir komið, segja margir. Veturinn var góður frá nýjári. Vorið kalt og sér- staklega þurviðrasamt á Suðurlandi. Eftir miðjan marz gjörði hafís vart við sig við Vesturland, en þó ekki til mikilla muna þá. En í maí kom hann að Norðurlandi og var þar mikill is á reki fram og aftur alt fram í miðjan júlí og truflaði mjög skipsferðir. En úr því varð íslausit. Grasspretta varð tæplega i meðal- lagi yfirleitt, og ollu því þurviðri sunnanlands, en hafisinn norðan- lands. Sumartiðin var góð og hag- stæð og varð nýting heyja í bezta lagi, svo að þau urðu eftir sumarið bæði-mikil og góð sunnanlands og í meðallagi norðanlands. Garðávextir yfirleitt meira en i meðallagi. Og haustið var gott og bezta tíð fram til ársloka. Skaftafellssýslur eru þó undantekning frá þessu, því þar var rigningasamt síðari hluta sumars og alt haustið, og á Austfjörðum var rosatíð fyrir árslokin. Ejftirtekta- verðar eru athuganir þær, sem Mýramenn segjast hafa gjört á liátt- semi kríunnar þetta sumar og hið næsta á undan. Vorið 1914 var fá- dæma hart, og segja þeir að kriur hafi þá alls ekki orpið. En vorið 1915 urpu þær ekki fyrri en seint i júni og voru að því alt fram i ágúst. Þær eru vanar að fara um höfuðdag, en í haust fóru þær ekki fyrr en um veturnætur. Sama er að segja um fleiri fugla. Lóur fóru að minsta kosti mánuði siðar en venja er til. Viku af vetri sást stór lóuhópur á Mosfellsheiði. Aflahrögð voru i bezta lagi þetta ár. Flestir botnvörpungar söltuðu afla sinn í janúar og febrúar, og gekk þá veiðin fremur stirðlega. Þeir fáu af þeim, sem fóru með fisk sinn til Englands á þessum tíma, fengu sæmilegt verð fyrir hann. Með marz- byrjun- tóku öll botnvörpuskipin að afla í salt, og varð aflinn á vetrar- vertið með lang-bezta móti. Vorið út af fyrir sig var ekki venju betra, og tók þá fyrir afla með fyrra móti. En að samanlögðu var vetrarafli og vorafli miklu meiri en í meðallagi. Þó var óvenjulega mikið af upsa i aflanum, en þ'að bætti um, að hann var nú einnig í háu verði. f júlí- byrjun fóru flest botnvörpuskipin á síldveiðar við Norðurland, og var þó ekki glæsilegt i upphafi, þar sem alt var þar fult af is fram i miðjan júlí. En svo fór að síldaraflinn varð mikill hjá öllum fjölda skipanna og hjá einstöku skipum afburða góður. Tilkostnaðurinn við þessa veiði var nú tilfinnanlega hærri en nokkuru sinni áður, en sildin alt af í háu verði, og fór þó verðið mjög hækk- andi, er á leið, svo að sild hefir ald- rei áður komist i annað eins verð og nú, eða neitt nálægt því. Árangurinn af síldveiðinni varð þvi sérstaklega góður, og það í fyrsta sinn, að kunn- ugra inanna sögn, sem islenzku botn- vörpuskipin hafa í heild grætt veru- lega á þeirri veiði. Skipin komu heim frá síldveiðunum í lok septem- ber og hættu þá flest-öll veiðum um hríð og fóru i vetrarlægi. En þau fáu skip, sem þá fóru út á þorskveiðar og seldu afla sinn á Englandi, munu hafa grætt á því. 1 byrjun desember fóru flest skipin út aftur og veiddu í salt. Flest af þeim fóru að eins eina ferð, og varð aflinn fremur lítill vegna ógæfta þá við Vesturland. En í miðjum desember bréyttu öll þessi skip til og fóru að afla í ís. Fengu þau þá mjög fljóttekinn afla og seldu hann í Englandi fyrir hærra verð, en nokkru sinni hefir ]>ekst áður.— Árið hefir yfirleitt verið mjög gott fyrir botnvörpunga-útveginn, enda þótt tillit sé tekið til þess, að til- | kostnaður við hann er miklu meiri nú en nokkru sinni áður. Á árinu hafa bætst við 4 nýjir botnvörpung- ar, 2 í Reykjavík og 2 í Hafnarfirði og einn er i smiðum, og kaup ráð- gjörð á þremur þar fyrir utan. Þilskipin, sem út hefir verið hald- ið frá Suðurlandi, eru lítið eitt færri en næsta ár á undan, en afli þilskip- anna yfirleitt mun vera þriðjungi meiri nú en í fyrra. Vélbátaaflinn hefir og verið mik- ill kringum alt land.. Ný hreyfing hefir komið upp á árinu í vélbáta- útgjörðinni. Menn eru að fá sér miklu stærri báta en áður og þykir það gefast betur. Þessa stærri vél- báta geta menn einnig notað til síld- veiða. Þeir eru 30—40 tonn, með 36 til 10 hesta afls vélum. Þeir eru smiðaðir ýmist i Noregi eða Dan- mörku og eiga ísfirðingar og Ey- firðingar þegar nokkra, en margir eru í smíðum, þar á meðal, að sögn, 8 til 10 fyrir Reykvíkinga. — Lögrétta. M *?- Spama'ður og gæði í fylsta mæli. ÍfPURITyFLOUR^ .»ir> 4* IUaka Da>norl nmrl Dattap Deaarl ’^'.V ;■ ''... <;v:.. \ jh ;' V ’’ V* .,'AsA' « | tJr**4 V. s E. J. O’Sullivan, M. A. Pres. Members of the Commercial Edueators’ Association £STABL/SHCO /882. Stærsti verzlunarskóli í Canada. Býr fólk undir einkaskrifara stöðu, kennir bókhald, hrað- ritun, vélritun og að selja vörur Fékk hæstu verðlaun á heimssýningunni. Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, eink- um kennarar. öllum nemendum sem það eiga skilið, hjálpaS til að fá atvinnu. Skrifið, komið eða fónið Main 45 eftir ókeypis verðlista með mynduip. THE WINNIPEO BUSINESS COLLEGE 222 Portage Ave...Cor. Fort Street. Enginn kandídat atvinnulaus. ÞAÐ VANTAR MENN TIL Að læra Automoblle, Gas Tractor Ibn I bezta Gas-véla skóla i Canada. t>aó tekur ekki nema fáar vlkur aö la-ra. Okkar nemendum er fullkomlega kent ab höndla og gjöra viö, Automobile, — Auto Trucks, Gas Tractors, Statlonary og Marine vélar. Okkar ókeypis verk veitandi skrlfstofa hjálpar þér aö fá atvinnu fyrir frá $50 til $125 á mánuöi sem Chauffeur Jitney Driver, Tractor Engineer eöa mechanic. KomiÖ eöa skrif- iö eftir ókeypis Catalogue. Hinn nýji Gas Engine Skóli vor er nú tekinn til starfa i Regina. Hemphills Motor School »4» Main St. WinnlpeK Að læra rakara iðn Gott kaup boreaö yfir allan ken- slu tímann. Ahöld ókeypis, aö- eins fáar vikur nauösynlegar til aö læra. Atvlnna útveguö þegar nemandi útskrifast á $15 upp í $30 á viku eöa viö hjálpum þér aö byrja rakara stofu sjálfum og gefum þér tækifæri til aö borga fyrir áhöld og þess háttar fyrir lítiö eltt á mánuöi. I>aÖ eru svo hundruöum skiftir af plássum þar sem þörf er fyrir rakara. Komdu og sjáöu elsta og stæösta rakara skóla f Can- ada. VaraÖu þig fölsurum.---- Skrifaöu eftir ljómandl fallegrl ókeypis skrá. Hemphills Barber College C«r. KingSt. nnd I*aetflc Avcnue WINNIPEG. útibú f Regina Saskatchewan. Glæfraför Jósep Síg urðsson, látinn Með Jósep á Meistað er til grafar genginn einn af hinum göinlu frum- byggjum Nýja íslands, — mönnun- um, sem ruddu brautina fyrir kom- andi kynslóðir -afkomenda sinna, mönnunum með óbilandi jireki og áræði, þolgæði og staðfestu; mönn- unum, sem allslausir með tvær hend- ur tómar, mállausir á tungu hér- lendra manna, lögðu út frá Islandi með skyldfólk sitt til þess að búa sér og afkomendum sínum verustað í ríkara landi, þar sem synir þeirra og dætur gætu fyllilega notið hæfi- leika sinna. ótrauðir lögðu þeir liik- laust út í hina veglausu frumskóga Nýja íslands. Margt var að, margt vantaði, en aldrei var kvartað. Það hæfði ekki hraustum inönnum og hugprúðum konum að sýta og væia. Það var brosað að erfiðleikunum; það var hlegið að háskanum. Bygð- irnar voru reistar, skógarnir voru ruddir, þó að seint gengi. Með eina kú og áræðið, með þolinmæðiina og sparsemina settust þeir þarna niður. Vér þektum þá á frumbýlings- árunum. Jósep var einn af hinum góðu kunningjuiú vorum. Hann var þéttur á velli hann Jósep og ekki létt að svifta honum i kringum sig. En maður vissi æfinlega, hvar hann var og mátti treysta þvi, að hann var þar og ekki annarsstaðar. Hann var maður hinn ötulasti og bjó rausnarbúi með Arnbjörgu konu sinni. Voru þar oft bekkir setnir og hús troðfult af fóiki, því að menn j höfðu oft gaman af að koma saman | i þá daga. Þó að hríðin byidi á hurð- um, þá var lilýtt og glatt inni, er menn skemtu sér alt að einu vel í loggabyggingunum eins og i skraut- leguin hölluin. Jósep var fæddur 17. des. 1842, en dó 16. febr. 1916. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson og Guð- rún Guðmundsdóttir á Dvergstöð- um í Grundarsókn i Eyjafirði. Iíann kvæntist núlifandi ekkju sinni, Arn- björgu Jónsdóttur árið 1872. Börn þeirra eru: Hólmfríður, Jón, Sig- rún, Jósefína (öll gift í Nýja Is- landi), og svo Óli og Sigmundur, ó- giftir heima á Melstað, með móður sinni. Jósep kom vestur hingað árið 1876. Fóru þau hjónin ofan til Nýja fslands, og voru fyrst 4 ár i Árnes- bygðinni, en fluttu svo suður í Víð- irnesbygðina og reistu bú á Melstað og bjuggu þar einlægt síðan. Jósep var jarðsunginn hinn 19. febrúar af síra J. P. Sólmundssyni í grafreit Víðinesbygðar. Jósep var biindur nok'kur sein- ustu árin, og hætti hann þá vinnu, en hafði verið hinn mesti starfs- maður alla sína æfi. Hafa þá sótt á hann kvillar við umskiftin, því hann var svo hraustur maður, að hann hefði átt að lifa 10—15 árin enn, ef að þetta liefði ekki fyrir komið. Jæja, farðu vel, vinur ininn, og hafðu þökk fyrir allar þær gleði- stundir, sem eg naut á heimili þínu, fyrir hina staðföstu vináttu, bæði meðan eg var nálægt þér og eins þó að langt yrði á milli oikkar. Þú gekst ótrauður að stanfi og lætur eftir þig heiðarlega minningu. Okkur skilur nú gröfin í bráð, en eg trúi því, að við eigum eftir að sjást aftur. Stund- in þessi er hverfandi tími og liður fljótt. Þú ert nú farinn á undan til feðra þinna, en vér hinir erum á leiðinni, allir ástvinir þinir, sem nú syrgja þig látinn. Vér eruin á leið- inni saina vcginn og komum — litlu seinna. M. J. Skaptason. Ein sagan, scm enska sjóiiðs- stjórnin hefir sagt opinberlega frá úr viðureigninni við Dardanella- sundið, er um hreystiverk, sem ung- ur, enskur foringi, Guy D’OyJy Hughes að nafni, vann eystra þar. Ilann var starfsmaður á enskum kaf- bát í Marmarahafinu og bauðst til að eyðileggja Ismid járnbrautina. — 2. ágúst átti þetta að gjörast. Kaf- báturinn flutti hann nálægt strönd- inni; Hughes rendi sér í hafið og synti til lands. Hann rendi á undan sér ofurlitlum timburflota og voru á honum föt hans og sprengiefni. Þar að auki vélaskammbyssa, dátabyssa og rafkveildr. . Eftir nokkra leit fann hann stað, sem hann gat lent við, og hálfum klukkutíma síðar var hann kominn upp að járnbrautinni. Ilann ætlaði að sprengja upp braut- ina við dælbrú, sem þar var s'kaint frá, og stefndi þegar þangað. Þá heyrði hann mannamál í nætur- kyrðinni og varð þar var við 3 tyrk- neska hermenn við brautina. Hann varð að læðast utan um þá i stórum boga. En þegar hann koin að brúnni sá hann undir eins, að þar var ekki hægt að sprengja brautina upp. Og hann varð þá að fara sömu leið tii baka. Ilann tók þá eftir litilli brú á ræsi, sem brautin lá yfir, og ásetti sér, að láta sprengiefnið þar undir. En þótt hann reyndi að fara hljóð- iega, heyrðu tyrknesku hermenn- irnir til hans. Komu þeir nú til, en hann flýði undan. Þeir skutu á eftir honum í sífeliu, og hann skaut á móti. Loks tókst honum að komast til strandar, og fleygði hann scr þá óðara í hafið og synti frá landi. En kafbáturinn lá þá inni í litilli vík og sáu ifélagar hans ekki til hans þaðan og heyrðu ekki merkin, sem hann gaf þeim með flautu sinni. Þar á móti heyrðu þeir hávaðann, þegar brautin sprakk i loft upp, og féllu flísar úr henni alt niður í sjó. — Hughes varð að leita til lands aftur og hvila sig þar um hríð. En þegar hann lagði út í annað sinn, synti hann inn í víkina, þar sem kafbát- urinn var, og þá heyrðu félagar hans til flautunnar. En í sama bili urðu tyrknesku hermennirnir kafbátsins varir og tóku að skjóta á hann. Hughes var orðinn mjög þreyttur á sundinu og sýndist honum þrír bát- ar koma á móti sér, hélt að það væru óvinabátar og leitaði aftur til lands. Þar faldi hann sig í klettuin þangað til birti um morguninn. Þá sá hann að eins kafbátinn úti á víkinni, og þóttist nú vita, að hitt hefði verið missýning um nóttina. Hann synti nú i þriðja sin nút og drógu þá fé- lagar hans hann injög þrekaðan upp i kafbátinn, en hann hafði komið því fram, sem hann ætlaði sér. — (Lögrétta). 223rd Canadian Scandinavian Overseas Battalion Lieut.-Col. Albrechtsen O.C. HEADQUARTERS: 1004 Union Trust Bidg., Winnipeg Æðri og lægri foringjar og hermenn verða Scandinavar. Þeir, sem lifa á þýfi tómu, þrifast vel, hinir meðan hjartafrómu hákka úr skel. Sveitina vantar hermenn. Skrifið yður í hana. J. G. G.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.