Heimskringla - 27.04.1916, Side 1

Heimskringla - 27.04.1916, Side 1
Royal Optical Co. Elztu Opticians i Winnipeg. Við höfum rcynst vinum þinum vel, — gefffu okkur lækifæri til aff retjn- ast þér vel. Stofnsett 1905. W. It. Fotvler, Opt. XXX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 27. APRÍL 1916 NR. 31 Stríðs =f réttir Enn eitt hroSa-áhlaupiS. Hinn 17. þessa mánaðar gjörðu Þýzkir hroða-áhlaup eitt, aðallega á Pepper Hill og skotgrafirnar þar í kring. Það voru rnenn frá Wurtem- berg og Prússlandi og voru víst nær 40 þúsundir, sem runnu fram til á- hlaupsins. Sagði foringi einn úr liði Frakka svo frá, að hann hefði horft á þá hlaupa fram í röðum þéttum og þykkum, svo að tíu eða tólf voru á hverju yardi fylkingarinnar. Þeir komu yfir brúnina á Pepper Hill og áttu þá 150 yards að fara til skot- grafa okkar. En það var flónska ein að reyna það. Skotmenn okkar höfðu þar mark hið bezta og sendu þeim hríðina. Brátt fóru reykjarmekkir sprengikúlnanna, er sprungu á brjóstum fylkinganna, að hylja mennina; en fram úr reyknum komu hópar hér og þar; en þá var byssum beint á þá og þeir hjöðnuðu óðara niður og urðu eftir hrúgur einar. Sex sinnum komu þeir þarna og var furða mesta, að þeir skyldu reyna það. Einnig reyndu þeir austar nokkuð — i Chaffeur skógnum. En eins og menn muna hefir áður verið barist í þeim skógi, og er hann fullur af Canadamenn heyja harðan slag norður af Ypres. Fregnriti Winnipeg Telegram, Roland Hill, segir frá þessu. likum Þjóðverja, sem fallið hafa í fyrri áhlaupunum, og liggja þau í hrúgum og röstum og breiðum um allan skóginn. Það var 4. april, sem Þjóðverjar gjörðu áhlaup meðfram skóginum, en 75 millimetra byss- urnar Fraka tóku á móti þeim svo grimmilega, að þeir hrukku inn í skóginn og ætluðu að leita sér hlífð- ar þar; en 75 millimetra byssurnar eltu þá, og slátruðu þeim svo voða- lega, sem sjón varð á. Seinna sagði vinur franska foringjans honum, að þegar vindur stæði af skóginum á skotgrafir Frakka, þá væri lyktin svo sterk, að hermennirnir héldust varla við í gröfunum. Þarna á mánudaginn töpuðu Þjóð- verjar sjálfsagt 15 þúsundum manan. En alls hafa þeir á Piparhólnum (Pepper Hill) tapað einum 50 þús- undum hermanna. Tyrkir og Búlgarar slátra Grikkj- um í hundraðataii. 1 Adrianopel og Miklagarði og í Smyrna, á Litlu-Asiu ströndum, slátra nú félagarnir, Tyrkir og Búlg- arar, Grikkjum, sem jiar búa og hafa treyst því ,að þeir fengju að vera þar óáreittir. 1 Adrianople og Demo- tika, borg þar nærri, rændu Tyrkir og Búlgarar hús og heimili grískra manna og drápu 400 í borgum þess- um, en særðu 300. Grikkir voru all- ir vopnlausir, og þarna var slátrað ungum sem gömlum, konuni sem körlum. í Smyrna og borgum í kring, þar sem Grikkir voru, slátruðu Tyrk. ir einum tveimur hundruðum, og særðu og meiddu fjölda að auki. En i Miktagarði höfuðborg Tyrkja, var mikill fjöldi Grikkja. Og þar segja fregnirnar, að þeim hafi verið slátrað i hópum. En enginn veit tölu þeirra, því að Tyrkir eru ekki segja frá því. Alt þetta var gjört um miðjan april. Slagurinn við St. Eloi. Af slagnum við St. Eloi hafa nú komið nánari fregnir, og ber öllum saman um það, að Canadamenn hafi sýnt af sér frábæra hreysti. Tuttugu og fjórir Winnipeg hermenn eru nú sagðir fallnir þar, á seinasta lista, og 33 særðir, og má vera að fleiri séu. Áður var búið að telja marga fleiri, sem fallið höfðu og særðir urðu, en ekki vitum vér fyrir víst tölu þeirra, enda er það óvist, þegar þetta er skrifað. Grikkir í klemmu. Grikkir eru nú i klemmu og liggja undir hótunum bæði frá Vilhjálmi og Bandamönnum. En því er svo varið, að Bandamenn veittu Serb- um, sem undan komust, þegar Þýzk- ir óðu yfir landið, griðastað á Corfu eyjunni, við strönd Albaníu sunnan til. Þar voru nú saman komnir um 100,000 Serbar og voru nú hvíldir, og ætluðu Bretar að flytja þá til Sal- onichi; en þá hefðu þeir þurft að fara suður fyrir alt Grikkland á sjó, en neðansjávarbátar á leiðinni, og þótti ótrygt. Bretar tóku því það ráð, að flytja þá til Aþenuborgnr á sjó og þaðan yfir Grikkland; en Skoulodis, ráðaneytisformaður Grikkja, bann- a<5i þeim járnbrautina. Bretar og Fandamenn sögðust ekkert hirða um London, 22. april!—Fregnir eru nú að konia með hraðboðum af or- ustum hörðum, sem Canada rnenn heyja nótt og dag hér um bil á sömu stöðvum og þeim, er þeir fyrir ári síðan 22. april 1915 stöðvuðu þýzka herinn og bönnuðu honum leiðir til Calais. Þarna hafa þeir nú verið að berj- ast i grimmum slag, sem helzt likist hinum nú heiniskiinnu orustum við Verdun. Þvi að nú hafa þarna geng- ið skothríðar svo harðar og þéttar, að engu líkist nema ósköpunum við Verdun. En vellirnir þarna eru sem alskinandi hverir í þúsundatali, og gjósa þar upp þúsundir stróka af leirnum, þegar sprengikúlurnar grafa sig 4—8 fet i jörðu og springa svo. Og oft kemur það fyrir, að her- mennirnir með maskinubyssunum dysjast þarna undir gosi þessu og liggja þar stundum saman. En svo fara haugarnir að hreyfast og út kernur hönd eða höfuð eða fótur og upp stendur hlæjandi eða brosandi Canada hermaður, biður félaga sína að hjálpa sér að ná út byssunni sinni pg fer svo að skjóta í ákafa. Þarna hafa Canada menn nú tekið þunga tolla af úrvalsliði Þjóðverjaí — 4 menn þýzka fyrir hvern einn, sem Canada menn mistu. Sýndu þeir þar af sér svo mikið hugrekki, að sögurnar um þá hafa gengið um all- an herinn. Eitt skifti gjörðu þýzkir á hlaup, og var fáment fyrir að taka á móti. En þá stökk berforingi Brown fram fyrir Canada menn nieð 5 aðra og| höfðu þeir maskínubyssu eina og sendu svo harða hrið á þá, sem fremstir fóru, að áhlaupið stöðvað- ist nógu lengi, svo að Canada rnenn gátu búið um sig og fengið hjálp til að taka á móti þeim. 1 annað skifti var skothrið Þjóð- verja búin að eyðileggja svo hina fremstu skotgröf Canada manna, að hermennirnir voru teknir úr henni. En sjö menn buðust til að bíða Þjóð- verja í gröfinni og gjöra þeim skrú- veifur. Þýzkir komu, eius og við var búist og voru hundrað. Þeir vissu, að Canada mennirnir voru farnir, og áttu þessir menn að taka gröfina og halda henni. Þegar þessir sjö í gröfinni sáu Þýzka koma, dreifðu þeir úr sér og höfðu kastvélar (hand grenades) og er liinir komu nógu nærri létu þeir vélarnar fjúka og komu aðrir fleiri og eyddu öllum hóp þessum. Þannig gekk það hvað eftir annað og unnu Þýzkir ekkert á. jiá um leið, að þeir séu Bandaríkja- borgarar og ekkert annað, — engir tviskinnungsmenn, er meti nokkra aðra þjóð jafnt eða meira en land- ið, sem jieir lifa i. Þjóðhollustunni má ekki skifta i tvent. “Hver einasti borgari Bandaríkja verður að meta Ameriku mest allra landa. Ekkert annað land og engin önnur jijóð má sitja á öðru plássi. Hann hefir engan rétt til að vcra i Bandaríkjunum, ef hollnsta hans er nokkuff tvískift milli þeirra og annara landa cffa þjóða!" “Mig varðar ekkert um trúbrögð mannsins eða fæðingarland, eða þjóðerni, ef að hann er hreinn og beinn og ósvikinn Bandarikjamaður. Ef ekki, vil cg ekkert eiga saman við hann, að sælda. “Þér skuluð ekki útnefna mig, — nema þér séuð þess albúnir að fylgja því fastlega frain, að Bandarikin verði að vera nógu sterk og vígbúin að verja rétt sinn, verja hvern ein- asta borgara landsins, hvar í heimi, sem hann kann að vera. En þetta geta þau ekki, nenia með miklum undirbúningi”. Tuttugu og íinnn ára afmælishátíð Unitara safnaðarins. það, hvort þeir bönnuðu eða ckki. þeir færu þarna. — En svo kom Vil- hjálmur til sögu og hótaði Grikkj- um öllu illu, ef þeir létu þá fara yfir landið. — Við það situr, þegar þetta er skrifað. En herskip Bandamanna eru að taka Krít og fleiri eyjar og eins víst að landgangur verði gjiirð- ur nálægt Aþenuborg, ef Grikkir Iáta eki undan. Von der Goltz dauður. Einn af hinum elztu og æðstu her- foringjum Vilhjálnis er látinn. Það er barón Kolmer von der Goltz. — Hann var orðinn maður gamall, 72. ára og hefir verið í öllum stríðum Prússa síðan 186(5. Áður en stríð þetta byrjaði, jafnvel áður en Balk- anstríðin byrjuðu, eða 1883, sendi Vilhjálmur hanh til Miklagarðs, til þess að kenna Tyrkjium hernað, og frá honum má segja að Tyrkir hafi alla herkunnáttu sína. f striði þessu var hann æðsti foringi Tyrkja hers- ins og réði öMum vörnum á Balkan- skaganum. Sýnir þetta, hvað Vilhj. hefir verið ant um, að búa vini sina Tyrkjana undir stríð þetta. Hann var vist í Erzerum, þegar Bússar tóku borgina, en nú er hann dauður úr flekkusótt (spotted fever). Meiri friðarslit í vændum. og er tangi þessi norður af Liege Belgíu. Svo hafa þeir einlægt verið hræddir um, að Þýzkir myndu girn- as löndin meðfram Schelde- og Rín- ár-ósum. ()g hafa þeir vist ekki getið þar fjarri. Ungverjum farið aff leiffast... Þá eru ungverjar ornir órólegir út af öllu saman, og eru öll blöð þeirra farin að prédika frið. Þjóð- verjar vilja koma á tollsambandi milli sín og Austurrikis. En það vilja Ungverjar ekki fyrir nokkurn mun, því að þá sjá þeir að Þýzkir myndu sv.elgja þá upp og taka af þeim öll ráð, eins og öllum hinum smáu ríkjum á Þýzkalandi. Þýzkir taka sparisjóði. Fullyrt er nú, að þegar Þjóðverjar tóku stríðslánið' seinast, hafi þeim gengið svo er.fitt að fá peninga, að þeir tóku alla sparisjóði landsins, en lögðu skuldabréf ríkisins i staðinn. Fé*þetta nam hnndruðum milíöna, og ef að þeir skyldu sigur vinna, þá borga þeir náttúrlega, því að þá hafa þeir allan auð þjóðanna, sem þeir sigra. En — skyldi nú svo fara, að þeir töpuðu, hvað verður um borg- un þá? Seint mun hann borga hann Vilhjálmur blóð eða sonur hans. — En hvað er svo verra, að ræna eign- um sinna eigin landa, heldur en eignum og lifi manna í Belgíu, Ser- biu, á Frakklandi, i Pólen og í Gail- izíu, Kúrlandi eða Lithuaniu? Sum- um sýnist jafnan að rán sé rán og morð sé morð. En kanske það sé vit- leysa ein? Ja, hver veit?! Gremja mikil er uppkomin hjá Svisslendingum út af því, að þeir voru búnir að kaupa töluvert af fall- byssum hjá Krupp-smiðjunum a RnOSeVplf skíllir tlllltina Þýzkalandi. Fallbyssurnar voru AUUSCVel1 niUUna Eins og tiil stóð og búið var að geta um í blöðunum, hélt Fyrsti Úni- tara söfnuðurinn i Winnipeg tuttugu og fimni ára afmælishátíð sína á Sumardaginn fyrsta, þann 20. þ. m. Hófst hátiðalialdið upp úr hádegi og byrjaði með messu í kyrkjunni kl. 2 Ekki höfðu al'lir þeir komið, er von- ast var eftir, utan úr bygðarlögun- um; olli því ýmsar ástæður, en eink- um þó teptar samgöngur, er stafa af hinum mikla vatnavexti og filóðum hér í fylkinu. Gestkomandi voru þó all-margir úr nærliggjandi bygðar- lögum, svo sem frá Nýja fslandi, Álptavatns- og Grunnavatns-bygðum. Að aflokinni messunni var fundur settur og rætt um ýms mál snertandi únitarisku hreyfinguna hér vestra. Lesin voru og upp bréf og heilla- óskir og kvæði, er söfnuðinum höfðu verið send við þetta tækifæri. Meðal þeirra, sem þátt tóku í um- ræðum, voru þessir: Magnús Péturs- son, Pétur Bjarnason, frá Otto, Jó- hannes kaupmaður Sigurðsson frá Gimli, auk heimamanna annara. Meðal bréfa þeirra, er lesin voru og nefndinni höfðu borist, voru sam- fagnaðar- og árnaðar-óskir frá þess- um: Dr. Thorbergi Thorvaildssyni, háskólakennara i Saskatoon; föður hans Þorvaldi Þorvaldssyni i Ár- nesi; Rev. Richard W. Boynton í ætti að byrja; hann værí settur hér með ræðu við hlið eintómra presta. Myndi tilgangur þó að líkindum vera sá, að hann ætti að tákna “lög- má'lið”, þar sem prestarnir allir hlytu að tákna “evangelium”. Að vísu hefði lögmálið verið fyrst til forna, og evangelium síðar. En það hefði verið inikið meir af lögmáli, en evangelium, öfugt við það, er nú horfðist til. f ræðulok óskaði svo ræðumaður söfnúðinum til allra heilla í framtíðinni, og óskaði að hann nyti þroska og þriFa með ári hverju. Las því næst skáldið Kristinn Stef- ánsson kvæði til safnaðarins, er prentað er á öðrum stað í blaðinu. Að því loknu söng söngflokkurinn nokkur lög. Lék Brynjólfur Þorláks- son á orgel, en próf. Steingrímur K. Hall á pianó, og var svo við alla söngvana, er flokkurinn söng. Kallaði forseti J)á á Mr. .1. H. T. Falk, skrifara enska Únítara safn- aðarins, og einn forstöðumanna fá- tækranefndar Winnipeg borgar, er mætti fyrir höjiil Dr. Westwoods, er lofað hafði að vera þar, en gat ekki sökum veikinda. Talaði hann hlýj- um orðum í garð safnaðarins og fs- lendinga yfirleitt. Kvað hann þá á: framtíðarhorfur frjálslyndra trú- meðal merkustu Jijóðflokka þessar- smiðaðar og borgaðar, og áttu að fara að sendast suður til Svisslend- inga; en þá tók stjórnin þýzka í taumana og annaðhvort bannaði að flytja vopnin út úr landinu eða kast- aði eign sinni á alt saman. Þetta þ'oildu Svisslendingar ekki og urðu æfir, og lauk svo, að sendiherra Þjóðverja á Svisslandi var kallaður heim til Þýzkalands og við það sat, er síðast fréttist. Hollendingar órólegir. Vér gátum þess áður, að Hollend- ingar væru búnir að skipa öllum herafla sínum á landamærin milili þeirra og þjóðverja, þvi Jieir trúðu illa hinum þýzku, og vildu heldur falla með sverð í hendi, en verða að sæta sömu afdrifum og Belgir. Þeir höfðu það fyrir satt, að Þýzkir hefðu safnað miklu liði'skamt fná landa- mærum þeirra að austan og mætti búast við þeim Jiá og þegar. En hræddastir voru þeir um Lunaborg- artangann. En það er suðaustur- hornið eða hællinn á HoMandi og er örmjór tangi, 40—50 mílur á lengd, .sumstaðar 15—18 milur á breidd, en sumstaðar tæplega yfir 3 milur, Oyster Bay er heimili Theodore Roosevelts og voru þar nokkrir af helztu mönnum Repúblíkana, er Roosevelt var að tala um Mexico. Barst þá í tal að útnefna hann fyrir forseta. Sneri Roosevelt sér þá hvat- lega við og mæiti: “Ef að þér eruð í nokkrum efa um þetta, þá skuluð þér ekki útnefna npg. Látið yður verða það fullkom- lega ljóst, að ef að þér gjörið það, þá gjörið þér það ekki fyrir mig, held- ur fyrir yður sjálfa, af því þér eruð sannfærðir um, að það er til góðs fyrir Repúblíkana flokkinn, — til góðs fyrir öll Bandaríkin i heild sinni. “Þér skuluð ekki útnefna mig, nema þér séuð sannfærðir um, aj hver einasti borgari í landi þessu sé fyrst og síðast eindreginn Banda- ríkjaborgari og elski Bandaríkin um fram öll önnur lönd, en ekkert ann- að land eða riki, og að vér stöndum með öllum góðum Bandaríkjamönn- um, hvar sem þeir eru, hvar sem þeir eru fæddir, hverrar trúar sem þeir eru, og -hvar í heimi, sem þeir kunna nú að búa. En vér heimtum Buffalo í Bandaríkjuinim; Mr. J. G. Staunton í New London, Conn.; skáldinu Stepháni G. Stephánssyni; Mr. Sveinbirni Johnson, lögfræð- ingi í Grand Forks; Dr. IloraceWest- wood, presti enska Únítara safnað- arins hér í bænum,— var hann veik- ur og gat því ekki komið —, og eitt kvæði nafnlaust. Kveðja Stepháns G. Stephánssonar var í ljóði og á þessa leið: “Langa kyrkjii-leiff eg á! Lokin yrffi messan, þá Innist sá örfftigi tálminn — óskinni, hún er svo smá! Ætlandi er samt að ná Seinast i útgöngu-sálminn”. Til kveldverðar var gengið í fund- arsail kyrkjunnar um kl. 6.30. Var salúrinn prýddur eftir beztu föng- úni og sátu máltíðina um 200 manns. Til minningar um að þetta var Sum- ardagurinn fyrsti, al-ísilenzk hátíð, var framborið, auk annars fagnaðar, skyr og rjómi, er flestum smakkað- ist all-völ á, jafnt innlendum sem ls- lendingum. Um kl. 8 var máltiðinni lokið og gengið þá upp í kyrkjuna aftur, og byrjaði þá aðal skemtiskrá dagsins i 17 liðum. Var samkoman sett með þvi, að lesinn var og sunginn sálmurinn nr. 14 i sálmabókinni. Blutti þá Hjálmar A. Bergmann lögfræðingur nokkur orð. Kvaðst hann naumast vita, á hverju hann ar borgar. Eitt sagði hann að væri sérstaklega eftirtektavert með Jiá, e.n það væri. hve þeir sneiddu hjá, að leita styrktar eða gjörast Jiurfa- menn jiess opinbera. Væru þeir und- antekning í þvi cfni og fyndist sér það lýsa betur en flest annað sjálf- stæðis-'hugsuninni, sem einkenna hlyti þjóðina. Söng jiá frú Engilráð Dalmann hið fagra lag: “Holy City”, eftir St. Adams, með venjulegri snild. Var hún kölluð fram aftur og söng þá: “Draumaland”, eftir Sigfús Einars- son. — Á pianó lék próf. Jónas Pálsson og eins við soitg hr. Gísla Jónssonar, er síðar kom. Flutti sira Friðrik J. Bergmann þar næst ræðu. Hafði honum verið ætlað umtalsefnið: “Framtiðarhorf ur frjálslyndra trúmála meðal Is- lendinga, en kvað það atl-vandasamt að segja j>ar um nokkuð með vissu. Hitt kvað hann auðveldara að benda mála í heiminum yfirleitt, og útlitið vera þannig, að óðum færðist nú allur hinn mentaði heimur inn á skoðana-afstöðu hinnar frjálslyndu trúar. Eigi þó svo að skilja, að um öll atriði trúarlærdómsins væru menn ávalt samdóma. Benti hann á sem ljósastan vott þessa, að nú með- an á hinum ógurlega veraldarófrið stendur, og flestu er slept nema þvi, sem að striðinu lýtur, hefði þó hald- ið áfrám að koma út á Þýzkalandi bibliuskýringar, stórt ritverka-safn, er byrjað hefði verið á fyrir stríðið. Hefði þó helzt allri annari , bóka- útgáfu verið slept. Sýndi þetta hvert liugur manna hneigðist. Hið sama hefði og sýnt sig á Bretlandi. Bóka- gjörð, er hneigðist að frjálslyndum skoðunum, á trúaratriðunum, hefði haldið áfram að koma út frumsamd- ar eða í þýðingum, þar sem ekkert hefði verið gefið út, svo nefna tæki, er héldi fram liinni eldri stefnunni. Meðal fslendnga sagðist hann helzt óska, að sú tíð gæti komið, að þeir allir sameinuðust innan einnar og sömu kyrkjudeildar. Jafnvel nú kvaðst hann eigi sjá þar neitt til fyr- irstöðu. Það væri svo sem ekki, að altir væru á einu og sama máli innan söinu safnaðanna i kyrkjufélaginu, jiar sem hömlur hvíldu á rannsókn o§ allir látnir játa eina og sömu skoðun. Skoðanirnar væru jafn- rnargar og jafnólíkar hver annari einsog andlit manna. Hafí sjálfstæð- ar skoðanir og margbreyttar i ein- ingu, bæri ávöxt til frainfara og þroskunar. Tímarnir stefndu að því, að menn hlytu að hugsa fyrir sig sjálfir um þessi mál.. Úinitara söfnuðinum kvaðst hann óska til hamingju og blessunar á þessu tuttugu og fimm ára afmæli og i framtíðinni. — Næst á eftir las skáldið Þorst. Þ. Þorsteinsson kvæði til safnaðar ins, er birtist á öðrum stað í blaði þessu, og var j>að sungið á eftir. Talaði þá Mr. E. .1. Ransom, forseti og eigandi The Ransom Engraving Co„ nokkur orð. Flutti hann bróður- kveðju frá Únítara söfnuðinum enska; fór nokkrum orðum um bar- áttu Únítara fyrir skoðanamálum sinum á Englandi fyrr á árum. Sagð- ist han.n vera alinn upp í Únítara- kyrkjunni og muna vel eftir ýmsum siðum, er tíðkast hefðu i sveita- kyrkjunni ensku. Meðal annars á árssamkvæmum þeirra, er ávalt hefðu verið haldin að sumrinu, hefði maður ekki annað gjört allan daginn, en að sitja undir messu eða sitja undir borðum; hefðu Jiær sam- koniur byrjað oftast um kl. 10 að morgni og enzt til kvelds. — Söng þá næst hr. Gísli Jónsson prentari þessi þrjú kvæði: Kristinn Stefánsson, “Vordísin” (lagið eftir Crusell); Þorst. Erlingsson, “Lóur” (lagið eftir Mendelsohn), og Hannes Hafstein, “Afturelding” (lagið eftir Weber), og fórst vel sem fyrri. — Talaði ]iá vararitari fylkisins, hr. B. L. Baidwinson, nokkur orð um skyldur islenzkra safnaða við þjóðfélagið. Taldi hann það fyr.stu skylduna, að efla og vanda hugsun- arhátt manna, efla hreinskilni, skil- vísi, drenglyndi og prúðmensku. — Fyrri á árum kvaðst hann oft hafa fundið, að íslenzk félagsmál hefði skort bæði umburðarlyndi og .hiátt- prýði og, viðsýni. Taldi hann, að Únítarar hefðu i seinni tíð Jagt til stóran skerf að breyta þessu frá þvi sem hefði verið, og óskaði hann söfnuðinum góðs ge.ngis í framtíð- inni, og að honuin auðnaðist gð lialda áfram því starfi til hags og bóta fyrir land og lýð. Las þá síra Rögnv. Pétursson kvæði Stepháns G. Stephánssonar, er skáldið sendi söfnuðinum við þetta tækifæri, og sem prentað er á öðrum stað hér í blaðinu. — Taiaði þá Hon. Thoinas II. Johnson, ráðgjafi opinberra verka, nokkur orð. Sagðist hann hafa haft lvj’nni af söfnuði þessum i 25 ár, eða frá þvi að söfnuðurinn hefði myndast, og fallið hið bezta á með sér og honum. óskaði hann söfnuð- inum langra lifdaga og fagurrar framtíðar. — Flutti ]>á sira Magnús .1. Skaptason erindi og mintist hinna fyrri daga, er inálum þessum var fyrst hreyft meðal tslendinga. Gat hann þeirra manna, er J>á bundust holzt fyrir, en nú eru látnir. Gat hann og byrjunar Jiessara mála i Nýja lslandi, er hann og söfnuðir hans snerust frá kyrkjufélaginu. — Óskaði hann, að gangan væri að eins hafin og leiðin lengri og sigursælli, er framundan væri en að baki lægi. — Þá talaði próf. Jóhann t). Jó- hannsson nokkur orð. Taldi, að það væri satt, er komið hefði fram i ræð- um í kveld, að Islendingum hefði ékki látið samþyktir sem bezt. En hann áleit tima til kominn, að farið væri að vinna bót á því. Trúarbrögð- in þyrftu ekki að sundurgreina roenn, þótt hver hefði sina skoðun. — Að ílokum mintist sira Rögnv. Pétursson með nokkrum orðum leiðtoga þessara mála frá liðinni tið. — Sleit samkvæminu með þvi, að sungin voru fyrstu þrjú versin af sálminum nr. 533. Var þá komið fram undir miðnætti.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.