Heimskringla


Heimskringla - 27.04.1916, Qupperneq 2

Heimskringla - 27.04.1916, Qupperneq 2
BLS. 2 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 27. APRÍL 1916. Gandreiðin. Hugleiðingar um lar.dsins gagn og nauðsynjar. Eftir Sigurð Guðmundsson á Selalæk. (Niðurlag) Gærurnar, sem teknar eru fastar um óákveðinn tíma, draga ekki lítið úr kindaverðinu, — og nú sem stendur eru litlar likur til, að .liin verði framvegi'S í háu verði. Peninganna tekur mig ]>ó ekki sárt til, heldur hins, að eiga á hættu að hleypt verði þjóðarfrainleiðsl- unni á sker fyrir óhönduglega stjórn, þegar ekki lá á fé herbúnaðar eða friðartryggingar; þegar þjóðin framleiðir scrglega lítið, og lífið liggur við að stunda frainleiðsluna; þegar margt fólk i kaupstöðum horfir og hefst ekki að; þegar kaupstaðirnir hefðu g -lað tekið hallærislán, eins og sveitir hafa gjört; þegar bændur halda enn trygð við landbúnaðinn fyrir það, að hann breytist síður í dýrtiðar- árum og aðflutningsteppnm. í stuttu máli, þegar ekki eru knýj- andi ástæður fyrir hendi, en hins vegar er framið brot á þjóðfélags- skipunarréttinum. Brot, sem ekki er séð, hverjar afleiðingar hefir. Þegar menn bera saman hinn hlýja anda amerísku þjóðarinnar til bænda sinna, í sambandi við síð- ustu kosningar, — er þakknr þeim og störfum þeirra alla framfiir þjóð arinnar — við kulda íslenzka þjóð- félagsins til sinna bænda, þá sýnd- ist mér þetta ster.kasta aflið til að knýja hændur til að hugsa sig um, hvort þeir eigi heldur að láta kúga sig eða líkjast forfeðrum sínum. Á Gullöld fslendinga var stjórnar- farið ekki eins þunglamalegt, skrif- finsku mengað, sníkjufult, kúgandi eða siðspillandi. Þá var þjóðarlík- aminn ekki heldur að rogast með ofvaxið höfuð. Hefði þörfin verið knýjandi og ekki þótt ástæða til þess, að fólkið alt legði fram krafta sína til þess að framleiða lífsbjörg handa sér i dýr- tíðinni, þá hefði verið sanngjarn- ara að leggja skatt á mig og fleiri, sem eitthvað hafa að missa, handa þeim, sem bágast áttu vegna stríðs- ins, hvar sem þeir eru í landinu, ef það hefði þótt heppilegri aðferð en leita ölmusugjafa. Kaupstaðafólk sýndist mér yfir- leitt hvorki betra né lakara í sjálfu sér enn sveitafólk; en mér virtust staðhættirnir, atvinnuvegirnir og lífsskilyrðin smábreyta hugsunar- hættinum. í sveitum þurfa menn fremur að skerpa þá hugsun, sem viðkemur framleiðslunni og fram- tíðarþörfunum; en í kaupstöðum ’er fremur leitast við að græða í svip- inn á eða af öðrum mönnum. Marg- ir hugsa svo að þetta megi, verði eða þurfi svo að vera. Þrátt fyrir þessa mentun sýndust mér sveitabændur — þessir hælarl þjóðlíkamans, þó bognir séu af byrðum lífsins — ekki standa yfir-1 leitt að baki kaupstaðabúa í heil- brigðum lifsskoðunum, og hollum fyrir framtíðina. Kvennablaðið fanst mér andstætt karlmönnum og ekki orðið saklaust af óvild j>ar á milli. Mér virtust réttindin þó sízt of góð handa kon- um, en eg vorkendi þeim að sækjast eftir pólitiska glapstiganum, er mér sýndist leiða til spillingar. Aðstaða kvenna líka erfiðarí, og i sveitum lítt möguleg. Gagnið virtist mér kon- ur geta gjört þjóðinni, eins eða meira, utan við stigann. En bagsýnisstefna blaðstýrunnar? Jú, eitthvað i orði og kanske á borði. Hvers vegna var ráðherra (H. II.) að veita henni 1000 kr. utan við fjárlögin eða þingið eða veita | henni landssjóðsfé, 600 kr. ölmusu, i til náms handa dótturinni? Er það óbeinlínis fyrir Kvennablaðið? Eða á það að fylgja stefnu kvenréttind- anna og allar að fá það sem vilja? Þá verður gaman að vera stúlka og þurfa ekki annað en leika sér um bjargræðistímann, þó dýrtíð þvingi þjóðina. Því ekki trúi eg öðru, en leiðtogunum takist að leiða stúlkurnar þannig, að samvizkur annara þoli það iíka. Verkamannablaðið “Dagsbrún” virtist mér því síður saklaust af hin- um óholla hlutdraegnis anda. Enda fylgja slíkum félögum vanalega sam- tök, sem naumast geta samrýmst frjálsu samkepnis-Iögmáli, eða þjóð- félagsskipunarréttinum. Með hátt settu lágmarki kaups virtist mér lika minna unnið og minna framleitt, en líf allra dýrara. Arðlitlir atvinnu- vegir veslast upp, og atvinnuleysi hlýzt af öllum til skaða. Félagsmenn sjálfir verða þá stundum atvinnu- lausir fyrir hið háa lágmark kaups- ins eða neyðast til að brjóta sínar eigin reglur og fara i laumi niður fyrir lágmarkið. Hið lakasta þó það, að með “skrúfum” verður einatt dregið óheila strik miili atvinnu- véitanda og vinnuþiggjanda, og þeir verða andstæðingar að óþörfu. Eg sá óg viðurkenni góðan til- gang hjá sumum að bæta kjör verka- manna; en virtist aðferðin hafa inistekist bæði fyrir þá og aðra landsmenn. Stundarvinningur hjá þcim að vísu á köflum, en missa krónuna fyrir eyririnn smátt og smátt i framtíðinni. Blaðið sjálft réttlætir háa kaupið með því, að sjávarútvegurinn þoli það, en kaupmenn leggi það á vör- urnar. Sé þetta rétt, þá er að eins sjávarútvegurinn, sem þolir háa kaupið, og þó alls ekki allur. Þegar verkamenn álíta, að þeir fái of lítið kaup, þá virtist mér þeir oftar en nú er gjört geta áskilið sér hluta af ágóða — og tapi? En það sem betra væri er það, að keppast eftir að vera i félagi við vinnuveit- endur. Keppast eftir að safna, svo þeir geti tekið ihluti í atvinnurekstr- inum, sem þeir svo sjálfir vinna að i bróðerni, en ekki með andstæðum flokkaríg eða óheilla þvergirðing. Reykjavíkur bær virtist mér einn- ig gjöra sér framtiðaróhag með þvi, að þvinga innlenda vöruverðið nið- ur, og afleiðingin verður, að þeim fækkar, sem vilja eða geta selt bæn- um nauðsynlegustu vörurnar. Slík framleiðsla minkar, og verðið hækk- ar, því framboð verður minna en eftirspurn, og bærinn missir krón- una fyrir eyririnn. Ráðið þvi, að bærinn framleiði vöruna. Þá skilur hann, hvað hún kostar. Stefnuskrár þingflokkanna sýnd- ust mér hallinjúfra. Stefnuskrá eins flokksins ráðgjör- ir að efla sjávarútveginn “á allan hátt”, en nefnir ekki landbúnað, nema jarðrækt og að bæta lögin. En hvernig ætla þeir að Iáta vinna l “kappsamlega” að ræktun landsins, þegar þeir draga úr jarðabótaverð- laununum, og þegar fólkið vill ekki gjöra það? Er þá annar vegur, en skylda menn með lögum til að rækta landið og bæta löggjöfina og kjör Ieiguliða á þann hátt? Eða kanske ekki taki að minnast á stefnuskrárnar, þær séu ekki þess vcrðar og lifi ekki svo lengi? Að eins einni stefnuskrá sérstaks flokks manna hefi eg getað borið virðingu fyrir, stofnuskrá “Templ- ars”. Stefnan föst og ákveðin, og eg tel hana öllum til góðs. VI. Ein aðal stefnan, sem þjóðin get- ur fylgt, sýndist mér samkepnis- stefnan, en áríðandi að halda henni óspiltri, svo henni sé beint í áttina til sjálfræðis manna, með ábyrgðum gagnvart sér og öðrum, — bæði fyr- i ir þenna heim og annan. Mér sýndist betur fara, ef lögin væru ekki að eins valdboð og hót- anir í likingu við öxina, er fram á okkar daga hefir fylgt þinglioðinu, og andinn eftir þvi, heldur, aðallega góðar og skýrar leiðbeinandi lífs- reglur, í heilbrigðustu stefnu hag- sýnis, réttlætis og frelsis, með á- byrgðum að afla handa sér, án þess að skáða aðra. Og stefnan sýndi jafnframt við- | bjóð við því að brjóta hana. Viðbjóð á iðjuleysi, eyðsluseini og óreglu. Viðbjóð á, að ásælast fé þjóðfélags- ins eða annara manna; viðbjóð á hlutdrægnis flokkamyndum, sem aðra getur skaðað. Viðbjóð á ósann- gjörnum viðskiftum og háum kröf- um eða of lágri borgun; og viðbjóð á I því, að verja iila gjöfum gjafarans hér í heimi. Gengi fræðslan og löggjöfin i þessa sömu stefnu, en menn settir til að tala við þá, sem villast út af brautinni og leiðbeina þeim, þá skilst mér, að litið þurfi að óttast villur á lífsleiðinni, ekkert auðvald og naumast fátœkt hér á landi. Þetta mundi leiðin til að lyfta mönnum hærra og gjöra þá að sönn- um mönnum. I.eiðin til vináttuþels og bróður- hugs, svo hver geti litið annan sem bræður og systur sína. Selalæk, 18. janúar 191). — (ísafold). HUGVEKJA. Hinar ýmsu þjóðir jarðarinnar trúa á margskonar guði; sumar á einn, aðrar á marga. Sumar trúa á sólina, stjörnurnar, hafið, klettana, ýmsar dýrategundir, eða jafnvel á smáhluti, er bera niá á sér, svo sem litgljáandi skeljabrot, eða jafnvel ýsubein. Við Islendingar erum sagð- ir Lútherstrúar, en í rauninni er það algjörlega rangt, — því alt fram á þennan dag trúir þorri manna á “heldri mennina” og keyrir, og keyrir einkum úr hófi dýrkun al- mennings á sýslumönnunum, sem meira réttnefni væri að kalla — “sýsluguðina”. Það er ekki langt 'síðan að það þótti guðlast hér á landi (og mun víða þykja það enn þá), að segja, að iðnaðarmenn, verkamenn og sjó- menn, hefðu eins gott vit, og betra, en heldri menn, á því að vera i bæj- arstjórn. Og þá þótti það ekki minna guðleysi, að hugsa til þess, að verka- maður eða sjómaður ætti sæti á al- þingi. En nú er þessi skriðkvikindis- hugsunarháttur að hverfa víðsvegar um landið. Alþýðan er farin að sjá það, sem auðsætt er, að þeir, sem sízt þekkja kjör hennar, eru einnig sizt hæfir til að bæta þau. í yfir 40 ár er ísland nú búið að hafa sjálfstjórn; en “heldri menn- irnir”, sem hingað til hafa stjórnað landinu, hafa gjört það svo slælega, að tugir þúsunda af góðum drengj- um, framtakssömum inönnuiri og konum, hafa orðið að flýja landið og fara til Vesturheims. Og þeir hafa stjórnað því þannig, að árið 1915, sem er bezta árið, sem yfir landið hefir liðið, frá upphafi Ingólfs- bygðar, fyí-ir allan þorra almúgans er versta árið, sem menn muna. Hingað til hefir munurinn á rík- um og fátækum verið lítill hé^ á landi; en þetta er óðum að breyt- ast. Hér í Reykjavík eru nú að minsta kosti tveir íslenzkir menn orðnir milíónar-eigendur, og væri ekkert út á það að setja, ef ekki myndaðist ávalt öreigalýður jafn- framt milíóna-eigendunum. Og ör- eigalýður er þegar myndaður, því fátæktin er nú engu minni hér í Reykjavík, en í borgum erlendis — og það stórborgum. Opinn kjaftur auðvaldsins gín nú yfir islenzku þjóðinni, og taki al- þýðan nú ekki þegar mál sín í sinar eigin hendur, þá gleypir auðvaldið okkur. óvinir íslenzku þjóðarinnar eru ekki Danir né nokkur önnur þjóð, heldur auðvaldið, hvort held- ur það birtist okkur með íslenzka sauðargæru fyrir úlfskjafti sínum, eða ekki. Þess vegna verða sjómenn og ’verkamenn kringum alt • ísland nú að gjöra félagsskap með sér. Verkamenn, sjómenn og iðnaðar- menn eru nú að stofna “Alþýðusam- band íslands” og herópið: “ísland fyrir alþýðuna” mun brátt gjalla um landið þvert og endilangt, frá Horn- ströndum til Hornafjarðar, frá Langanesi til Reykjaness. Og í hverju þorpi og í hverri bygð, við hvern fjörð, við hverja vík, á okkar vogskorna landi, verða stofnuð verkalýðsfélög. Upp ungi og upp aldraði íslend- ingur! hvort heldur þú ert karl eða kona, hvort heldur þú lest Jiessar línur undir súð, i þungu lofti ís- lenzkrar baðstofu, í óhollustu kaup- staðanna, eða undir beru lofti í feg- urð íslenzkrar víðáttu, eða hvort þú ert einn af þeim, sem framtaks- semi og deyfðarhatur hefir knúið til þess, að flýja til framandi lands. Alþýðan er að vakna, komdu og legðu þinn liluta til starfsins, sem nú er verið að vinna fyrir þessa og allar komandi kynslóðir íslendinga. — (Dagsbrún). é -A— HERBERT QUICK MÓRAUÐA IMÚSIN. i SVEITA-SAGA. * * “Eg vil fá að vita, hvaS klukkan er”, sagði Toni og glotti drýgjndalega. ÖkumaSurinn var sem þrumulostinn yfir þessari óskammfeilni Tona, en meðan hann var að hugsa upp viSeigandi skammaryrði, kom annaS at- vik fyrir, sem kom honum til að hætta formælingun- um. Var það Ponto, sem því var valdandi. Lítill og laglegur hundur stökk út úr bifreiðinni, og vingjarn- leg kveðja frá Ponto hafði það í för með sér, að sá aðkomni vildi nánar heilsa þessum vingjarnlega bróður og bindast fastari kunningjaböndum, ráku þeir trýnin saman og kystust á hundavísu; en koss- inn sá var miður geðfeldur aðkomuseppa, því hann hljóp með geysi hraða og niðurlafandi rófu í burtu frá Ponto, en Ponto hljóp á eftir í fyrirgefningar um- leitan, en náði ekki hinum og sneri því aftur undr- andi yfir þessum tiltektum aðkomuseppa. Að hann væri sjálfur í sökinni, kom Ponto ekki til hugar. En eigandi hundsins, sem sat í aftara sæti bifreiðarinn- ar, hafði tekið nákvæmlega eftir viðureign hund- anna og skildi, hvernig í öllu lá. Hann sneri sér að Tona með þessum orðum: “Þú átt skilið að fá rækilega ráðningu, og hann, þó feitur væri, gjörði sig líklegan til að stökkva út úr vagninum og hremma sökudólginn. En ökumað- urinn varð fyrri til, og Toni, sem ætlaði að taka á rás, datt flatur um moldarhauginn og lenti þannig í höndum ökumannsins; en ekki geðjaðist honi m meir en svo að því, að lemja strákinn að vegai.ótt - mönnunum ásjáandi; hann hélt því í Tona urn stund ráðafár, en Ponto kom þá enn á ný til sögunnar, ætl- aði nú að sýna þessum vin Tona — því svo hélt hann að ökumaðurinn væri — blíðu, og rak trýnið í lófa hans, og það svo rækilega, að nálin fór á kaf; öku- maðurinn rak upp hátt hljóð, og bar sig líkt til og hvolpurinn, að öðru leyti en því, að það grey bölv- aði ekki, af skiljanlegum ástæðum, en það gjörði ökumaðurinn óþvegið. En ekki slepti hann Tona. Hér var gaman á ferðum; allir vegabótamcnn- irnir hlóu og það dátt, og Toni, þó nú væri í járn- greipum óvinar síns, gat ekki stilt sig um annað en hlæja með. Þá var það, að Ponto þefaði af buxum ökumanns. Veltust nú allir um af hlátri nema öku- maður; var hann nú orðinn reiður fyrir alvöru og nú átti Toni engrar vægðar von framar, —— hnefinn var reiddur á loft og högg átti að fylgja, en áður það lenti á Tona hafði Jim Irvin gripið um handlegg ökumanns og hélt honum föstum. * “Þú ert of reiður til að lemja drenginn”, sagði Jim góðlátlega, ef þú annars hefir nokkurn rétt til að hegna honum”. “Hættu þessu!” hrópaði nú feiti maðurinn í aft- ara sætinu og farðu upp í og höldum af stað. Það er komið meira en nóg af svo góðu”. En ökumaðurinn var nú annars hugar. Hann sá í þessum nýja mótstöðumanni sínum jafningja sinn, að minsta kosti, og sem hafði enga töfranál í nefinu. Hann slepti því Tona og reiddi hnefann að nýju til höggs, en nú miðaði hann á Jim, en hann vék sér undan; en svaraði tilræðinu með öðru höggi, sem hitti ökumann undir hökuna og slengdi honum flöt- um í moldarhauginn. Toni skauzt yfir girðingu með hund sinn, en hinir vegabótamennirnir slógu hring um hina tvo og biðu frekari átekta. Woodruff of- ursta bar þá þar að í léttvagni sínum og spurði, hvað á gengi, og var honum skýrt frá málavöxtum. Á meðan reis ökumaður á fætur og klifraði þunglama- lega upp í bifreiðina. Var Jim þannig einn eftir á orustuvellinum sem sigurvegari; en hann var engan veginn upp með sér,af því. Þvert á móti, -- þetta var í fyrsta sinni á æfinni, að hann hafði slegið mann. “Vel af sér vikið, Jim”, sagði Kornelíus Bon- nar, “eg hélt þú hefðir þetta ekki í þér”. “Ekki eg heldur”, sagði Jim og roðnaði; “mér þykir leiðinlegt, að hafa orðið til þess”. Woodruff ofursti leit snögglega framan í vinnu- mann sinn; gaf honum síðan nokkrar fyrirskipanir fyrir morgundaginn og hélt svo heim. Vegabóta- mennirnir skildu og fór hver í sína áttina. Toni Bronson tók djöflavélina af hundi sínum og ralai hana; en ánægður með sjálfum sér yfir þess. skammarstykki sínu, sem var eitt hans bezta, að hon- um fanst. Jim, eftir að hafa komið hestunum fyrir, hélt heim, borðaði, hafði fataskifti og hélt svo á skólanefndarfundinn. Þrætan í skólanefndinni hafð i nú staðið yfir svo lengi, að nærri lá, að úr því væri orðin óvin- átta. En tæplega var Jim kominn inn fyrir dyrnar á skólahúsinu, þegar Kornelíus Bonnar reis úr sæti sínu og sagði: “Herra forseti! Hér er staddur í kveld ungur maður og efnilegur, sem við allir þekkjum, herra Jim Irvin. Hann segir, að við séum þverhausar, og að skólarnir okkar séu slæmir. Síðar ætla eg að stinga upp á honum fyrir kennara; en fyrst vil eg heyra, hvað hann hefir að segja. Þið hafið allir heyrt af yfirburðum hans, sem hnefaleikara, og eg veit, að þið hlustið á hann með athygli”. Almennur hlátur fylgdi, þá Jim reis á fætur; á- leit hann að hlegið væri að sér, en Bonnar hélt að mönnum hefði þótt ræða hans fyndin og þeir hlæju þess vegna. "Herra forseti og meðnefndarmenn!” þannig byrjaði Jim. “Eg ætla mér ekki að segja neitt um ykkur sjálfa, sem þið ekki vitið. Þið eruð orðnir að athlægi út af kennaravalinu.. Það er ekki því að heilsa, að þið haldið einn af þessum kennurum öðr- um betri, er geti innleitt eitthvað nýtt og gagnlegt fyrir skólann, að þið eruð ósammála um valið. Ónei, -- þið vitið og eg veit, að hver, sem á endanum verður fyrir vali, ef það nokkurntíma verður, þá verður skólinn sá sami. Það verður sami skólinn, sem eg kom á sem lítill, fáfróður drengur, og fór af stærri að vexti, en fáfróður sem áður”. Hér varð nokkur hreyfing meðal áheyrendanna. Menn höfðu ekki búist við, að Jim mundi ‘hafa þetta í sér’, eins og Bonnar hafði sagt. “Jæja, þú hefir þó haldið þínu”, var innskot frá Bonnar. “Öll þau árin”, hélt Jim áfram, “sem eg gekk á skólann, lærði eg aldrei neitt það, sem hafði veru- lega þekkingu í sér fólgna. Alt, sem eg lærði, var þur og strembin bókfræðsla, stæld eftir bæjaskól- unum. Enginn okkar lærði neitt það, sem sveita- unglingum er nauðsynlegt að vita, auk skriftar og lesturs. Alt var apað eftir skólunum í bæjunum og það lélegum skólum. Hefðuð þið herrar skólanefnd- armenn, verið að berjast fyrir einhverjum batnaðar- breytingum, á skólafyrirkomulaginu, hefði eg sagt ykkur að halda baráttunni áfram, en eins og er, þá hafið þið haft hvern sinn gæðinginn, sem þið hafið viljað að yrði valinn kennari”. Jim talaði lengi, svo lengi, að áheyrendurnir voru farnir að geyspa í sætum sínum, þegar komið var undir ræðulok, sem aðallega var beint til skóla- nefndarinnar, Bronsons, Bonnars og Péturssons, að íhuga þessa hinn nýju kensluaðferð, sem hann hafði skÝrt í ræðu sinni, — kensla, sem átti að vera sniðin eftir kröfum tímans, vera bæði verkleg og bókleg, og uppfræða sveitakrakkana og unglingana í því, sem snerti bú og búskap, og veitti í heild sinni stað- góða mentun. Er hann lauk ræðu sinni, var klapp' að af einum áheyrendanna, og var það Toni; flest- ir hinna voru hálfsofandi, og skólanefndin dottaði fram á hendur sínar. Jim var sér þess meðvitandi, að ekki hafði hann hrifið áheyrendurna, og hlægi- legt fanst honum þetta alt saman, bæði hann sjálfur og áheyrendurnir, sérstaklega hann sjálfur. Hann hafði fengið þá meinlegu flugu í hausinn, að meri ræðu sinni gæti hann hrifið menn svo, að sér yrði veitt þessi kennarastaða; var það afleiðing af eggj- an Jenniar Woodruff, og hefði það ekki verið henn- ar vegna, hefði honum aldrei dottið þetta til hugar og hann aldrei komið á skólanefndarfundinn. — Nú var vinnumaðurinn aftur kominn á sína réttu hillu. Nú reis Bonnar á fætur. “Við höfum haft ánægjuna, að hlusta á mikla ræðu, herra forseti, og við ættum að vera upp með okkur yfir því, að eiga slíkan mælskumann okkar á meðal — uppalinn í sveitinni okkar; hann er ann- ar William Jennings Bryan. Hvað hann sagði, skildi eg ekki, — en það er nú sama up það. En það, að halda góða ræðu og vera góður kennari er nú sitt- hvað. En samt sem áður sting eg upp á herra James E. Irvin, hinum mælska hnefaleikara, sem kennara fyrir þenna skóla, og þegar hann hefir verið kosinn með meirihluta atkvæða, þá gjöri forseti og ritari samninga við hann um kenslu fyrir komandi ár”. Að styðja tillögu í þriggja manna ráði hefir þann galla, að hún hefir þegar meirihluta með sér, áður en hún er borin upp til atkvæða. Hér hagaði því þannig til, að forsetinn hafði svolátandi formála: “Ef enginn hreyfir mótmælum, er svo ákveðið. Eng' in mótmæli hafa komið, og því er ákveðið að ganga til atkvæða. Ritari veri viðbúinn. Afl atkvæða ræð- ur kosningu”. Mánuð eftir mánuð hafði það gengið þannig til: Til kosninga gengið með þessari formúlu forseta sem inngangsorð, og upp úr atkvæðakassanum kom- ið þrír miðar og atkvæði fallið þannig: Hermann Pálsson 1, Pálína Foster I, Margrét Gilmartin 1. —’ Flestir bjuggust við sömu úrslitunum að þessu sinni- Enga undrun vakti það þó, þegar skrifarinn las upP: “James E. Irvin, eitt”; auðvitað er það atkvæði Bonnars, hugsuðu menn. En þegar skrifarinn k!S’ “James Irvin, tvö”, lá mönnum við andköfum °8 skólastjórn Woodruffs skólahéraðs lá við yfirlið*’

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.