Heimskringla - 27.04.1916, Page 3

Heimskringla - 27.04.1916, Page 3
WINNIPEG, 27. APRÍL 1916. H E I M S K R 1 N G L A BLS. 3 t Minningar og árnaour þrjú Kvæði Flutt á 25 ára afmæli Unitara Safnaðarins í Winnipeg 20. Apríl 1916 TIL ÚNÍTARA. Sumar í för með blíða blænum, Það brosir við jörðinni, loftinu, sænum, Og vermandi kemur og lífgar og lýsir Með ljósið og ylinn. — Hinn nýji vísir Á greininni, knappur með gulan kollinn, 1 geislunum losnar við næturhrollinn, Er sunna fer yfir svell og kal Með sumargjöf inn í hvern forsæludal. Þá fagna hugir og frjálsar sálir Og foldin teigar þær ljómandi skálir, Er sólguðinn hefir helt á barma Með heilnæma miðmum sterka og varma. Og hraðar slær sigrandi söngsins æðin, Og sólstrengjuð harpa er bláloftsins hæðm. — En hver, sem ekki á sumar í sér, Er í sannleika dauður, hver sem hann er. Og veri ykkar frjálstrú sumar í sálum Og sólarskins birta yfir velferðarmálum. Og megi ykkar kyrkja myndir þær glöggva, Er úr myrkri sér vegi til ljóssins höggva. Og verði henni sumargjöf sannleiks og friðar Að sjá hversu skilningsþroskanum miðar, Og vita, að altaf hún æskuný, Þeim yngsta vorgróðri lifir í. Kr. Stefiínsson. 25 ÁRA AFMÆLI ÚNITARA-SAFNAÐARINS. Þú djarfi, frjálsi fámenningur, sem fjórðung aldar stefndir beint, haf þökk, og vit: nú samtíð syngur af samhug með, þótt fari leynt. Þitt Meira ljós! —: Þitt merkið reista til mannkyns hrópar: Frjáls skal sál! — Til heilla hverjum hugans neista, sem heilagt auðgar, vermir feðramál. Og vel sé öllum vorsins sonum, sem vetur stytta jörðu á; sem lyfta fögrum frelsisvonum úr fjötrum kvelds að morgungljá; sem trúa á heim og himinn nýjan þess helga krafts, sem drottinn gaf; þess andans lífs, með ljósstraum hlýjan, sem Iýstur frelsissprota’ á hvern sem svaf. Því eilíf breyting, eilíf þróun til æðra stigs og skærra ljóss er lífsins sanna sæla, fróun og sigurljómi æðsta hróss. — Þótt nútíð varpi villuskímu á veginn þinn og gengna braut, þú hræðist aldrei hel né grímu , því himinn þinn, er eilíft sannleiks-skaut. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. ORT TIL ÚNITARA. VIÐ bygðum guðum, í svo mörgum myndum, Vorn mannaheim, og sæg af þeirra ætt, Og þó þá að oss þrengja nokkuð fyndum Við þeirra tölu sífelt gátum bætt — Að hugsa og anda alt varð loks að syndum, Og okkur sjálfum varla á jörðu stætt, En samt var í oss ekkert góður hreimur Því allir sungu: “Versnandi fer heimur!” ÞIÐ kváðuð frjálst, að fækka þessum stéttum Af fjöl-gyðingum, þeim er treystu sér, Þó markaskráin rýrni í þeim réttum Og ruglist. — Annars hefði farið ver, Og mörgum orðið.þröngt á þessum sléttum. Og það varð gæfa fleirum held’ren mér. — Og því kem eg hér — þó mér illa fari — Með þökk í hönd, en galsann minn í svari. VIÐ hrósum þeim sem fylgja fornu smði Og fyrirmælum dauðum véum frá, Þeim foringjum sem fylkja vilja að miði Sem fagurt er, og góðir drengir þrá, En missa samt af meira en hálfu liði Til manntaksins, þó heildin sé of fá! Með skyldu-kvöð, að beygja bakið á þér Við bogrið nið rað altarinu hjá sér. ÞIÐ metið lífið líking næsta sanni Og löngun hvers, að reynast skár en fyr. Þið synjið um að sveia nokkrum manni Þó setji ei krossmark yfir hverjar dyr, Sé hönd hans traust er trú hans ei í banni. Um tjóðurböndin engin sála spyr. Þið gleðjist við hvern vilja frelsis-þorinn, En vítið minna útaf-skeifu spdrin. ÞIÐ gerðuð frjálsan guð í veröld sinni, Og grynt þið hafið yztu-myrkra völd. Svo verður ýmsra félags-frægðin minni Á framleið okkar, þegar hallar öld. — Manns hólpnust bæn er: bros við framtíðinni Á batavegi. Slíkt sé þetta kvöld! Þó heimskan endist elztu mönnum betur Hún yfirlifað sannleikann ei getur. Stephan G. Stephansson. Kristján Krisijánsson Hann var fædclur 15. maí 1838 að Hrauni í Aðal-Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans vorn Kristján Sigmundsson og Guðný Sveinsdóttir, Andréssonar. Bróðir Sveins var Arngrímur Andrésson á Sigríðarstöðum, Ljósavatnsskarði, í Suður-Þingeyjarsýslu, sem var faðir Gisla skálds í Skörðum í Reykja- hverfi, Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir Guðnýjar, móður Kristjáns, var Sig- riður Kolbeinsdóttir. Hennar móðir Þórdís Björndóttir(?). Það fólk ná- skylt til hliða við sira Pétur próf. Pétursson á Víðivöllum o. s. frv. Kristján var 20 vikna gamall, þá móðir hans Guðný varð úti á Fljóts- heiði, milli Reykjadals og Fljóts- hverfis, sem bar við mjög átakan- lega. Kristján ólst upp hjá vandalaus- um. Þau börn áttu fátt kosta i þá daga. Um fermingaraldur fór Krist- jn að Grenjaðaqstöðum, til síra Jóns Jónssonar “allópathalæknis”, föður síra Magnúsar, síðar prests á Grenj- aðarstað. Það sagði Kristján mér, að þar hefði hann lært að lesa og skrifa hjá Jóni Einarssyni (ráðsmanni) móðurbróðir minum. Þar var Bald- vin Jónsson “skáldi”, faðir B. L. Baldwinsonar, vinnumaður. Féll Kristjáni vel við þá Jón og Baldvin. Báðir vitmenn og glaðir og skemti- legir á æskuárum. Frá Grenjaðarstað fór Kristján norður í Kelduhverfi. Var hann hjá Erlendi Gottskálkssyni (alþingis- manni síðar) og hjá Páli Hanssyni á Inggjaldsstöðum. Úr Hverfinu fór hann í Öxfjörð. Þaðan suður á Hóls- fjöll. Var vinnumaður í 9 ár hjá Jóni bónda Árnasyni og Kristínu Eiriksdóttur í Víðihóli. — Gekk að eiga dóttur þeirra Herborgu 10. sept. 1870. Árið eftir bygði hann upp Ný- Hól á Fjöllum. Bjó þar og í Fagradal, Víðihóli og Grundarhóli á Fjöllum. Um skeið í Svínadal í Kelduhverfi, og síðan aftur á Fjöllum. Síðast var hann á Syðri-Bakka í Kelduhverfi. Flutti vestur um haf 1903. Var i Mikley um skeið. Síðar gjörði hann landtöku í Árdalsbygð í Nýja ís- landi. Þar bjuggu þau hjón um tíma. Hann seldi land sitt 1914. Bygði síð- an !hús á Gunnarsstöðum hjá Gunn- ari bónda Helgasyni, í Hnausabygð. Þar dó hann. Hann var nær sjónlaus þrjú síðustu missiri ævi sinnar. Dó af hjartabilun áðurnefndan dag. Kriistján var meðalmaður á hæð og i gildara lagi. Ilann var þrekmað- ur og verkmaður i betra lagi. Hann var dökkhærður á hár og skegg, og málhreytur vel. Hann var greindur og gefinn fyrir fróðleik og iframfar- ir. Hann var höfðingi heim að sækja og gleðimaður. Gestrisnu-orð fór af þeim hjónum, ekki einasta um hin- ar næstu sveitir, en einnig fjarsv^it- is. — Um nokkurt skeið var Kr. vel efnum búinn, en veitti ætíð höfð- inglega. Kristján var mikið riðinn við sveitarmál. Hann var lengi í sveitar- nefnd og sveitaroddviti um hrið, sáttasemjari m. fl. Ekki varð Kristjáni og Herborgu barna auðið. En þau ólu upp Björn sál. bróður Herborgar um nokkur ár. — Kristjáni var sérlega ant um konu sína, og sýndi það í hvívetna, að hans insta þrá var, að henni liði sem bezt, hvort sem hann væri lifs eða liðinn. Það er ekki vafa orpið, að þessir samtíðarmenn Kristjáns höfðu mest áhrif á hann: Jón Einarsson, Bald- vin skáldi, Erlendur Gottskálksson og Kristján Jónsson “Fjallaskáld”. Voru þeir mestu skemtivinir nafn- arnir, bæði á Fjöllunum áður en Kristján fór í skóla og alt þar til hann dó i Vopnafirði. Allir þessir æskuvinir Kristjáns voru gáfumenn, þó nokkuð á sína vísu hver þeirra. Var Kristján fölskvalaus trygðavin- ur þeirra. Mun hafa sýnt það í verki við Kristján Jónsson, sem ætíð átti þröngt urn hagi í efnalegu tilliti, þvi Kr. Kristjánsson var hjálpfús og gjörði stórmannlega til vina sinna. Friður hvíli yfir gröf hansl K. Á. Benediktsson. Sveinn Sveinsson látinn Hann dó af slysförum 3. apríl, sextugur að aldri. í hinu undurfagra dalverpi við Assiniboine ána 15 mílur norðaustur frá Glenboro, Manitoba, vildi það hroða-slys til á sunnudaginn 2. apr., að hestur sló bóndann Svein Sveins- son; kom höggið á höfuðið og brjóstið, ogvar sá áverki ærinn til bana; hann var borinn inn meðvit- undarlaus og fék aldrei rænu aftur. Hann dó nálægt 12 stundum síðar, kl. hálftvö á mánudagsmorguninn þann 3, apríl. — Læknis var strax leitað, fyrst til Glenboro, síðan til Cypress River; en læknarnir á báð- um stöðum voru i svo miklu annriki, að þeir gátu ekki komið. Var þá sím- að til Carberry og fékst þar læknir; en með iþvi að hann þurfti um 30 milur að fara og vegir voru lítt fær- ir, komst liann ekki til sjúklingsins fyrr en tveiin stundum áður «n liann j dó. Það var strax. á aMra vitund. er nærstaddir voru, að honum var ekki lífs von eftir að hann ifékk á- verkann, þó læknir hefði strax | komið. Sveinn heitinn var 60 ára rúmt, er hann lézt. Hann var fæddur 12. marz 1856 á Daðastöðum í Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu á fslandi. — Hann var af góðu fólki kominn, var i ætt við þá Kristján heit. Jónsson skáld og Björn bróður hans, er var einn af frumherjum Vestur-íslend- inga, fiiður síra Björns forseta kyrkjufélagsins og Iíristjáns bónda í Argyle og þeirra syttkina. Svéinn ólst upp í Núpasveitinpi og í Kelduhverfinu, og mun hafa verið á ýmsum stöðum, þar til hann var rúmt tvítugur, að hann fluttist vest- ur um haf. Mun hann hafa komið til Winnipeg laúst fyrir 1880, hvaða ár er mér ekki kunnugt; en hann var í | Winnipeg á frumbýlingsárum fs-j lendinga þar. Var fyrstu árin öðrum ; jiræði úti á járnbraut og hingað og; þangað við algenga vinnu. Hann kvæntist eftirlifandi ekkju sinni, Kristínu Jóhannesdóttur, 19. maí 1885, í Winnipeg, og bjuggu þau fyrstu tvö árin þar í borginni, en fluttust svo til Shoal Lake nýlend- unnar og dvöldu þar í 7 ár. Til Cy- press sveitar komu þau um mitt suinar 1894, og hafa átt þar í bygð heimili síðan. BLUE R/BBON KAFFI OG BAK/NG POWDER Hvenær svo sem þú kaupir Blue Ribbon vörur, þá sparar þú peninga. Þær end- ast lengur og kosta því minna en nokkr- ar aðrar vörur. Fáðu þér könnu af Blue Ribbon kaffi ogBaking Powder næst er þú. kemur í búðina. Dér líkar það áreið- anlega. Stlt með peningatryggingu í Skálholts grafreit i Cypres,s sveit- inni, og voru flestir bygðarmenn viðstaddir. Húskveðju og likræðu flutti Rev. R. Paterson, frá Glenboro. G. J. Oleson. lúðra nokkrum sinnum. — Þannig var hann kvaddur hinstu kveðju þessi ungi og hrausti íslendingur. Hann var boðinn og búinn til að leggja lífið í sölurnar fyrir frelsið og fósturjörðina, þó örlög hans yrðu að falla hér heima fyrir. Þeim hjónum varð 5 sona auðið; eru 4 á lífi, en einn dó í æsku, Ingi- björn að nafni. Sveinn og Ingiberg voru heima hjá foreldrum sínum ó- giftir; Kristján giftist á síðastliðnu hausti Ólinu dóttur Tryggva bónda cálafssonar þar í bygðinni og býr á heimilisréttarlandi föður sins; Jó- hannes cr elztur þeirra bræðranna, og hefir um mörg ár fengist við trú- boðsstörf viðsvegar í Canada og í Bandaríkjunum, og er nú til heimilis í St. Louis, Missouri. Sveinn heitinn yar kominn í góð efni og var á framfaraskeiði í því tilliti; hann hafði til eignar og um- ráða ásamtsonum sínum tvær sec- tionir af landi, og var farinn á síð- ari árum að stunda jarðrækt i nokk- uð stórum stýl. á fyrri árum stund- aði hann mest griparækt og farnað- ist vel. Sveinn naut ekki mentunar í æsku og mátti eins og fleiri íslendingar spila upp á eigin spítur. Hann var griendur vel og þaullesinn; fornsög- ur íslendinga kunni hann nærri all- ar utanhókar og helzt alla sögu ís- lands, og veraldarsöguna þekti lvann vel frá upphafi til enda, og hann fýrgdist vel með því, sem var að gjörast í umheiminum, því hann las alt af og var stálminnugur. Sveinn lenti i mörgum æfintýrum um dagana, og hafði hann oft gam- an af að segja frá æfintýrum sínum, og var oft gaman að, því hann var fyndinn og kunni allra manna hezt að segja sögur. Sveinn heitinn var lítill inaður vexti og hvatlegur á fæti og var þfátt fyrir sín 60 ár lítið farið að fara að fara aftur. Hann var góður nágranni, gestrisinn, bóngóður með afbrigðum og hinn áreiðanlegasti i öllum við skiftuin. Hann hafði mörg þau einkenni, er svo vel einkenna marga Þingeyjinga, og það duldist ekki, að hann var af norrænu bergi brotinn. Hann var nokkuð skap- bráður, er því var að skifta, en fljót- ur til sátta og gat fyrirgefið. Hann var enginn kyrkjumaður, og hneigð- ist að frjálsum trúarhugmyndum. í pólitík var hann Konservatíve alla þá tíð, sem eg þekti hann, og hafði ávalt töluverðan áhuga fyrir stjórn- inádum. Hann fylgdi sannfæringu sinni fast og varð ekki keyptur, þó glóandi gull væri í boði; en hlut þótti honum aldrei gott að láta. Jarðarförin fór fram þann 5. þ.m. frá heimilinu, og var hann jarðaður Dánarfregn. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, fjær og nær, að 23. marz siðastliðinn andaðist á einu sjúkrahúsinu hér í Edmonton Pétur Jónsson, hermaður í 218. herdeild- inni (Battalion), sonur Jóns Jóns- sonar Péturssonar, frá Kolgröf í Skagafjarðarsýslu, og Sigurbjargar Benediktsdóttur ólafssonar, frá Eiðs stöðum i Blöndudal í Húnavatns- sýslu. Pétur sál. gekk i herinn hér í ifebr- úar. Var hann með fyrstu mönnum að ganga i hina svo nefndu “Irish Guards” herdeild. Stundaði hann æfingar allar i fyrstu af kappi, eins og honum var lagið; en 22. marz varð hann hastarlega veikur af hjartasjúkdómi. Var hann þá fluttur á sjúkrahúsið og andaðist þar dag- inn eftir. — Hann var á þritugasta árinu, fæddur 20. júní 1886 i Norð- ur Dakota. Jarðarförin fór fram á sunnudag- inn 26. marz, og var það military funeral. Herdeildin, sem Pétur sál. var í, stóð að öllu leyti fyrir útför- inni , og fór alt fram á hermanna- vísu. Er það í fyrsta sinni, það eg til veit, að íslenzkur hermaður er jarðaður hér í landi. — Það var einhver sii fjölmennasta jarðarför, sem Edmonton búar hafa lengi séð. Beggja megin við líkvagninn gengu hermennirnir, sem nú báru félaga sinn til grafar. Á undan líkvagnin- um gekk skotliðsflokkur af her- mönnum með byssur í höndum. Á eftir likvagninum voru vagnar nán- ustu skyldmenna og vina; en á eftir þeim gengu langar raðir hermanna úr hinum ýmsu herdeildum hér í bænum. Aftarlega ,í likfylgdinni var lúðraflokkur herdeildarinnar, sem spilaði, þegar lagt var af stað og eins þegar út í grafreitinn kom. Við gröfina talaði prestur einnar kyrkj- unnar hér fáein orð og kastaði moldu á kistuna, er hún var látin síga niður. Skotliðsmennirnir höfðu fylgt sér beggja megin við gröfina og hölluðust þar fram á byssurnar. Er kistan var sígin til botns, hófu þeir byssurnar^á loft við skipun fyrirliðans, og skutu þremur skot- um skáhalt upp i loftið. Ungir her- inenn, sem stóðu í rcið fyrir aftan þá, blésu að endingu hátt og snjalt í her- Pétur sál. var trésmiður að iðn og i röð mannvænlegustu ungra manna. Af sjálfsdáðum aflaði hann sér tals- verðrar alþýðumentunar; las mik- ið, bæði á ensku og íslenzku, og hugsaði langtum meira en alment gjörist. Atorkusamur og þrautgóður var hann við alt sem hann tók sér fyrir hendur. öllum vildi hann rétta hjálparhönd, bæði skyldum og ó- skyldum, og ekki er of orðum aukið, að hann hafi verið hvers manns hug- ljúfi, sem til hans þekti. Foreldrar og allir honum nákomn- ir sakna hans sárt, þvi stórt skarð er höggvið í skyldmenna-hópinn. — En þó Pétur sé nú þannig tekinn fra okkur, lifir minning hans í hjörtum okkar, björt og fögur; hún bjarmar lum veginn framundan, því öll von- um við heitt og einlæglega, að við fáum a ðhitta hann aftur, sælan og brosandi, fyrir handan grof og dauða. O. T. Johnson. Ein persóna (fyrir daginn), $1.50 Herbergi, kveld og morgunveríur, $1.25. Máltít5ir, 35c. Herbergi, ein persóna, 50c. Fyrirtak í alJa stabi, ágæt vínsölustofa í sambandi. Talsími Gnrry 2252 ROYAL OAK HOTEL CIioh. GustnfHHon, eignndl Sérstakur sunnudags miödagsverti- ur. Vín og vindlar á borbum frá klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex til átta atS kveldinu. 2S3 MARKET ST. WINNIPEG Hospital Pharmacy Lyf jabúÖin sem ber af ðllum öðrum.--- Komið og skoðið okkar um- ferðar hókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávísanir, seljum frímerki og gegnum öðrum pósthússtörfum 818 NOTRE DAME AVENUE Phone G. 5670—4474 223rd Canadian Scandinavian Overseas Battalion Lieut.-Col. Albrechtsen O.C. HEADQUARTERS: 1004 Union Trust Bldg., Winnipeg Æðri og lægri foringjar og hermenn verða Scandinavar. Sveitina vantar hermenn. Skrifið yður í hana.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.