Heimskringla - 27.04.1916, Síða 4

Heimskringla - 27.04.1916, Síða 4
BLS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. APRÍL 191G. HEIMSKKINGLA (StofnuS 1886) Kemur út á hverjum Flmtudeg:!. trtgefendur ogr eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VertS blatJslns í Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um árib (fyrirfram borgab). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rábsmanni blat5- sins. Póst eba banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, RátismaÓur Skrifstofa: 72» SHERBROOKE. STREET., WINNIPEG. P.O. Box 2171 TalMíml Garry 4110 Ólgar í Göllunum. A laugardaginn kom sú fregn í biöðunum, að órói mikill væri í nýlendumönnum i Rroad Valley, 90 mílur norður af Winnipeg, cig mun það vera einhversstaðar norður og vestur af Árborg, Man., eftir því sem vér komumst næst. Nýlendumenn þessir eru frá Austurríki. að sagt er. Og segja fregnirnar, að 300 þeirra séu að rísa upp og hafi þeir undanfarið verið að kaupá sér rifla af beztu tegund með nægum skotfærum og hafi falið vopnin og skotfærin úti þar í skógunum. En aðal-áform þeirra hafi verið það, að gjöra uppreist, drepa hina brezku ibúa, sem þar eru og halda svo flokkn- um upp hingað til Winnipeg og taka borgina, þegar hermennirnir, sem nú eru hér í borg- inni, væru komnir i stríðið. Á leiðinni þaðan og upp hingað gætu þeir svo bætt við sig þús- undum frænda sinna, því að þar eru stórar og fjölmennar bygðir af Göllum, sem kallaðir eru. Með fregn þessari fylgdi önnur og var hún sú, að nú þegar væri þar bóndi einn horfinn með allri sinni fjölskyldu. Maðurinn var franskur ' og hét Aime Pachion. Er grunur manna, að hann sé grafinn þar einhversstaðar úti í skóginuin með konu sinni og 4 börnum. En húsin eru brend og ein öskuhrúga. Ekki viljum vér ábyrgjast neitt um atburði þessa. Vér segjum að eins fregnina eins og hún var í ensku blöðunum. Hér getur bæði verið ofsagt og vansagt. En Hon. A. B. Hud- son, dómsmála * ráðgjafi fylkisins, segir að norður þangað hafi fyrir nokkrum dögum ver- ið sendur lögreglumaður einn. En engar frétt- ir hafi komið af honum. Og svo er það full- yrt, að miálið sé nú komið i hendur herstjórn- arinnar hér í Winnipeg, og er þá albúið, að hún líti fljótlega eftir snáðum þessum og láti þá ekki lengi leika iausum hala, drepa fólk og brenna bygðir manna Eins og vér höfum getið um, vitum vér ekki, hvað mikið er satt í þessu. En hvort sem það er satt eða ekki, þá mátti búast við þessu. Og hér er sýnishornið, hvaða afleiðingar það hef- ir, þegar þjóðum er blandað saman, sem tala önnur tungumál, sem hafa aðra feðrafold, sem elska sína gömlu móður, en fyririíta hina nýju, sem þeir þó verða alt af að þiggja; sem hafa aðrar hugmyndir og hugsjónir, aðra fegurðar- tilfinningu, aðra réttlætistilfinningu, aðra sið- gæðistilfinningu, aðra sögu, aðra forfeður, en þjóðin, sem þeir búa hjá; og þegar ofan á alt þetta bætist það, að þeir standa mjög neðar- lega í stiga menningarinnar og stjórnast af jafn fáfróðum eða ofsafengnum prestum, eins og allir vita, sem nokkuð þekkja til þeirra; eða þá af kennurum, sem sárálitla menningu hafa fengið,-----þá skyldi engan undra, þó að svona færi; og þetta bendir á það, að hvenær sem þeir sæju, að þeir væru nógu sterkir, þá væri hnefinn látinn ríða, — þá væri hnefarétt- urinn þeirra eina og æðsta lögmál. Því er eins varið með þá og mann, sem hefir konur tvær eða guði tvo, — hann metur aðra konuna meira en hina, annan guðinn meira en hinn, og það getur aldrei farið öðruvísi en illa. Það getur vel verið bezta efni i þessum mönnum; en það getur ekki 'komið fram fyrri en þeir læra mál þjóðarinnar, sem hér býr og kasta hugmyndum og mörgum þeim hugsjón- um, sem þeir komu hingað með. Þeir geta geymt í huga virðingu og elsku til hinnar fyrri móður sinnar og allra sinna forfeðra; en þeir verða að elska þessa móður sina, sem nú er, og fylgja háttum hennar og högum. Sé það ekki, þá verða þeir einlægt voðagripir í landi þessu, sér sjálfum til gremju, en landi og landslýð til framhaldandi bölvunar. ------o------- Rússar senda herlið til Frakklands. í vikunni sem leið brá fólki i brún í Mar- seille, sjóborginni Frakka við Miðjarðarhafið, er menn sáu flota stóran og mikinn koma brun- andi að landi og voru alt herskip eða herflutn- ingaskif), svo fuH af hermönnum, sem mögu- legt var að koma í skipin. Þetta voru Rússar og höfðu komið sjójeið yfir hálfan hnöttinn til að berjast með Frökkum. Ekki vita menn, hve mikið lið þetta hefir verið, 50 eða 100 þúsund manns; blöðin vilja ekki eða mega ekki geta um það. En fríðar þóttu sveitir þessar og karl- mannlegar, er þær stigu á land, og Frakkar vissu, að þær voru komnar til að berjast með þeim. Og voru fagnaðarlætin ákaflega mikil í borginni. Þetta var líka ekkert liðsmanna-rusl, lield- ur úrvalslið, og var þar varla hermaður, sem ekki bæri kross eða heiðursmerki á brjósti, sumir 2 og 3 og jafnvfel 4, — alt fyrir hrausta framgöngu í striði þessu. Enginn vissi um komu þeirra fyrri en skipin rendu inn á höfn- ina, og enginn vissi, hvaða leið þeir komu. En eftir öllum líkum hafa þeir komið austan frá Wladivostock, sjóborginni Rússa austast í Sí- beríu. Hafa þeir þá farið suður um Kóreu og Kína, suður fyrir austur og vestur Indland sunnan við Persaflóa og Arabíu, norður Rauða- haf og um Suez^skurð og inn í Miðjarðarhaf. Er það löng leið en ekki hættuleg fyrri en kem- ur inn i Miðjarðarhaf. Fin mikiill floti herskipa, smárra og stórra, fylgdi með flutningsskipun- um, sem hermennirnir voru á. Þetta sýnir Bandamönnum og öllum heimi, að Rússar ætla eitt yfir sig að láta ganga og hinar aðrar Bandamannaþjóðir. Að berjast til þrautar þangað til'aðrir hvorir geta ekki leng- ur. Er þvi ekki um nokkurn frið að tala fyrri, en Bandamenn eru ánægðir orðnir með úrslit- in. En hins vegar hafa Rússar svo mikil mannaráð, að þeir gætu sent hermennina í hundrað þúsundatali, ef að þeir hefðu vopn nóg handa þeim. Samt halda þeir þó 800 milna löngum hergarði, frá Riga til Bukovina, cg 700 til 800 mílna löngum hergarði í Asíu, og sýnir framkoma Nikulásar, að þar eru þeir ekki að- gjörðalausir. All-líklegt, að Japanar hafi litið eftir þeim á ferðinni og léð þeirn meira eða minna af her- skipum og flutningsskipum. Er nú öldin önn- ur en þá er þjóðir þessar voru að berjast fyrir nokkrum árum. En það sýnir líka, hvernig heimurinn lítur á strið þetta, — allir þeir að minsta kosti, sem bera vit og skyn en ekki kvarnir í kollum. -----o------ Síðasta bréf frá Wilson forseta Eins og menn vita, skrifaði Wilson forseti Vilhjálmi keisara all-stíft bréf núna seinast, og tók þar fram allar þær skammir, sem Þjóðverj- ar höfðu unnið, er þeir söktu vopnlausum skip- um Bandaríkjamanna og drektu hópum stórum af borgurum Bandaríkja, konum þeirra og börnum. Sagði Wilson, að væri þessu ekki tafarlaust hætt, þá væri slitið friði og griðum miili ríkjanna; sendiherra Bandarikja á Þýzka- landi yrði kallaður heim og sendiherra Þjóð- verja í Washington yrði fengið vegabréfið heim til sín, og hann beðinn að hafa sig sem skjótast í burtu. Með þessu fylgdi, að Wilson heimtaði skýlaust svar undir eins. -— Átti svar- ið að koma innan þriggja eða fjögra daga. Er nú Vilhjálmur blóð loksins i klípu fcom- inn. Hann er nú búinn að koma Þjóðverjum til að trúa því, að með neðansjávarbátum sin- um geti hann eyðilagt Englendinga, og séu Englendingar úr siigunni, þá sé stríðið sem næst búið. En ef að hann lætur að kröfu Wil- sons forseta, þá heldur hann að fólk gruni að hann sé hræddur, og fari fólk að ætla það, þá sér hann að linast muni hugurinn hjá þegnum sínum. Eru því líkur til, að svar hans komi seint, eða verði annað en Bandaríkjamenn myndu óska. En nú er ekki nema um tvent að gjöra! -----o------ Vandrœðin og óvirðingin. Er það virkilega svo, að nokkrir landar, sem hér alast upp í Canada, eða eru hér bornir og barnfæddir og eiga Canada fyrir föðurland sitt og ekkert annað land, og enskuna fyrir fyrir móðurmál sitt og enga aðra tungu, — er það virkilega svo, að þeir vilji maéta þeirri ó- virðingu og hneisu, að geta ekki mælt á sína móðurtungu, enskuna, eða láta ekki börn sín læra hana fyrst allra mála? Vér tvístrumst einlægt meira og meira, og þegar vér búum innan um enskumælandi fólk og vinir vorir koma til vor og ætla að tala við börn vor, en þau geta ekki talað landsins mál, — getum vér staðið jafnréttir fyrir því? Frelsiff 0g mannréttindin glatast. Hvernig fer fyrir eftirkomendum vorum, of að þeir læra ekki málið? Erum vér búnir að gleyma því, hvaða vandræðum málvana maður þarf að sæta, ef hann leitar læknis? Ef hann leitar lögmanns? Ef hann tekur peningalán? Ef hann þarf samninga að gjöra? Og svo er með hver önnur viðskifti, sem hann þarf að eiga við aðra en íslendinga, sem eru á sama reki. — Menn geta ekki tekið ótal stöður, sem þeir annars væru færir til; menn eru þá sem börn og ráðleysingjar, sem einlægt þyrftu forráða- mann. Hin dýrmætasta eign mannsins, frels- ið, er þá tapað. Menn yrðu þrælar og undir- lægjur óvandaðra manna, og þeir myndu sparka í þá fótum sínum og troða á þeim á all- an hátt. Hið eina og seinasta úrræði fyrir þessa menn væri að flýja mannabygðir, lengra og sem lengst út í óbygðirnar; hrökkva undan menniijgunni, eins og Indíánarnir, norður og lengra og lengra norður, út á mosaþemburnar og heimskautalöndin og blandast þar Skræl- ingjunum, eða hinum koparrauðu Indíánum. Vér höfum verið mieð öðrum þjóðum: Sví- um, Skotum, Dönum, Irum, Norðmönnum. Allir þessir menn liafa enskuna fyrir sitt aðalmál, í Bandarikjunum, nema sízt Norðmennirnir, og nota þeir þó víða hina ensku tungu. Samkom- urnar fara fram á ensku, fundir eru á ensku, messur og prédikanir eru á ensku hjá öllum, nema einstöku Norðmanna-hópum, sem komn- ir eru úr fjöllum eða afdölum i Noregi. Dag- blöðin, sem þessir þjóðflokkar lesa, eru á ensku — með fáum undantekningum. Eiga eftirkomendur vorir að verða eftirbát- ar allra þessara þjóða? ——-—o-------- Fæða hermannanna. Eitt er það, sem hver góður herforingi þarf að líta eftir fremur öllu öðru, en það er fæða hermannanna. Það er alþekt orðtak, haft eftir Napóleon gamla, að “the arniies fight on their stomach”,— berjast eftir hvað maganum liður. Og enginn maður ennjjá hefir efast um það. Menn, sem vanir eru við góða fæðu i átthögum sínum, þurfa að hafa góða fæðu á vigvöllunum, og líka þvi, sem þeir hafa vaöist. Bretinn þarf að hafa Jam og Marmelade og nautasteik Rússar gefa lítið fyrir þetta. Þeir vilja hafa nóg af “stchee”, en það er þykk súpa af svínsfleski, haframjöli, kartöflum og kálhöfð- um, og er þetta alt soðið saman i þykkan graut, með salti og pipar,- eftir þvi sem hverj- um þykir bezt. Frakkar eta einnig mikið af súpum, sem þeir kalla; en í rauninni er það þykkur graut- ur eða “stew” af-kjöti, kartöflum og ótal teg- undum garðávaxta. ltalir eru ekki ánægðir, nema þeir hafi nóg af “macaroni” og “spaghetti” (hveitislöngur); en kjöt eta þeir mjög lítið. Aðalfæða þeirra eru mjölkendir réttir, ávextir og létt vín. Þýzkir meta kjötpylsur (sausages) meira en alt annað, og hafi þeir nóg af þeim og bjór með, þá eru þeir ánægðir En aillir eta meira eða minna af brauði með ináltíðunum Hermiennirnir frá Indlandi þurfa alt aðra fæðu en nokkrir þessara Nautakjöt smakka þeir ekki, en geitakjöt eta þeir; en aðallega eru þeir “vegetarians” En Afríku-hermenn Frakka, vanalega nefnd- ir “Turcös”, lifa mest á matartegund, sem fcöll- uð er “couscous” En það er branið (semo- lina) eða alt hið grófasta úr hveitinu, þegar fína hveitið er sigtað frá Stundum eta þeir þetta nær eingöngu, stundum með garðmat öðr- um, og stundum soðið með litlu af sauða eða nautakjöti. Hafi Turcos-hermennirnir nóg af þessu þá ganga þeir lengra og bera þyngri byrðar en nokkrir aðrir herinenn, af hvaða þjóð sem. þeir eru. ------o------ Eystrasalt. —o--- Nú mun Eystrasalt vera islaust eða því sem nær. Og er nokkurnveginn áreiðanlegt, að þar muni fara að gjörast tíðindi nokkur. Vér höf- um ekkert frétt um þau, en þau hljóta að koma áður langt liður. Eystrasalt er mjög áríðandi fyrir Þjóðverja, því að ef að þeir ráða þar lögum og lofum, þá geta þeir verzlað við Danmörku, Sviþjóð og Noreg. Þeir geta Iþá fengið bæði járn og stól og kopar, matvöru og marga aðra hluti frá Svi- þjóð. En frá Danmörku hafa þeir haft alt, sem Danir geta við sig losað. Og er margur Dan- inn nú orðinn milíónaeigandi af verzlun þeirri, og sama er um Svía. — Þeir gætu farið með her manns til Petrograd, ef þeir eyðitegðu flota Rússa og kanske náð borginni, ef þeir gætu komið þangað einni milíón manna eða svo.— Rússar væru ekki yfirbugaðir fyrir það; en það kæmi þeim illa. En ráði Bretar og Rússar á Eystrasalti, þá teppá þeir alla verzílun Þjóðverja við Svíþjóð, Noreg og eyjarnar dönsku, og vita Þjóðverjar bezt sjálfir, hvað það kæmi sér illa, og þá gætu skip Rússa og Breta farið með ströndum fram og hjálpað herliði Rússa á landi. Og ef að Þýzkir vinna sigur, þá taka þeir til sín öll umráð á sjó þessum. Og margir búast við, að þeir kunni að taka Danmörku þetta sumar, til þess að vera vissir um, að Bretar komi ekki flota sínum eða neðansjávarbátum um sundin. En Danmörk er alveg varnarlaus, að undantekinni Kaupmannahöfn, og geta þeir þvi tekið landið a'lt nema höfuðborgina á hálfri viku eða svo. Um Kaupmannahöfn yrðu þeir samt að berjast, því að þar hafa Danir dregið saman alt sitt lið, eitthvað um 100,000, og vígi eru þar nokkur, bæði á hólmunum utan við höfnina, og svo yrðu fljótlega grafnir vigskurð- ir i kringum borgina. En Danir liafa æfinlega þótt hraustir og hugrakkir, og myndu Þjóð- verjar manntjón fá áður en þeir tækju borgina. Evelyn Beatrice Johnson. Fædd 23. október 1905. Dáin 19. febrúar 1916. Hnigið er þetta hvíta blóm, Horfin er liljan smáa! Eftir er skilin auðnin tóm, “Evelyn Beatrice” sorgarróm Húmblænnn hvíslar við gluggann, Hljóðnar og deyr út í skuggann. Alt það, sem lífið eigi býr Orku til sigurs og stríða, Mótstæðu afli undan snýr, Óafvitandi í dauðann flýr, Þó langi að líta það megi Ljósið af næsta degi. Veikluðum krafti er vært og rótt Vera frá þrautunum dáinn. Sinn lífdag ’ún hafði í helgreipar sótt, Horft út í kalda raunanótt, Vorbjört með vonglaða róminn, Viðkvæm og fögur sem blómin. Elskan og varúðin, verur tvær, Vöktu yfir hennar beði. Senn kemur vorið og varmur blær, Vermandi, lífgandi nær og fjær. Mynd hennar býr þá í blómum, Barnsrödd í vorsins hljómum. Evelyn! Minning þín, ástblíð og hlý, Er ættuð frá fegurðarheimi. Enn ert þú lifandi lífinu í, Lifandi bak við öll kulda-ský, Geisli í því víðbláins veldi, Varmi af tilveru-eldi. Kr. St. En það hlýtur öllum að vera ljóst, að fyrri eða síðar hlýtur það að vera eða hafa verið augnamið Þjóð- verja, að taka eyjarnar dönsku, ,til þess að loka öllu Eystrasalti, og þar gætu þeir óhultir bygt flota þann, er sigrað gæti allan heim. Þeir hafa nú lagt stóra námuakra við öll sundin og strengt virnet fyr- ir leiðar allar, til þess að varna neð- ansjávarbátum Breta að fara þar í gegn. En þó að þeir hafi gjört þetta, er vanséð að þeir geti varn- að Bretum að skriða með botni jafn- vel innan um sjálfa námuakrana. Bretar hafa gjört það í Hellusundi hvað eftir annað, og voru þó óvinir þeirra til beggja handa. Og hið sama ættu þeir að geta þarna, ef að Þýzk- ir hefðu ekki herskip á sundunum uppi yfir netunum og liámunum. Því að bátar þessir verða að fara hægt og koma upp einu sinni eða tvisvar á sólarhring, til að fá s’r ferskt loft. En þá eru þeir í hættu, ef herskip eru nálægt og sjá þá. Af þessu geta menn séð, að tapi Þjóðverjar, þá hljóta Danir að fá Slésvík ailla suður að skurði, ef frið- ur yrði, og máske Holstein með og Lauenburg, sem Þýzkir ræntu af þeim 1864. Þvi að engum þeirra þjóða, sem nú eru í stríðinu, kemur til hugar, að láta Þjóðverja hafa þarna öll ráð í hendi sinni. Svar til M. Biazilíufara Herra Magnús ísfeld Brazilíufari! Þú virðist hafa algjörlega mis- skilið mig, eða þær setningar, sem þú tilfærir úr ritgjörð minni: — “Bjartsýni, bölsýni, nærsýni og rétt- sýni”, sem hljóðar þannig: “Því enginn veit nokkuð um tækifærin hinumegin, þegar lífið hér er út- runnið. Ekki einu sinni, hvort það heldur áfram, eða hvort framlenging lífsins er möguleg”. — Um þetta efni farast þér þannig orð: “Eg segi fyr- ir mína persónu, að eg hefi aldrei gefið honum rétt til að segja um, hvað eg veit um lífið eftir þetta. Hann hefir því engan rétt til að segja “enginn”. Eg álít því þessi orð hans bölsýni”. Við þetta er fyrst að athuga: Að eg háfði þig alls ekki í huga, er eg skrifaði nefnda ritgjörð; og svo í öðru lagi, að eg hafði þá enga hug- mynd um, að réttur manna til að segja sannfæring sína væri í þínum höndum. Svo að brot mitt gagnvart þinni hátign verður mér ekki eins tilfinnanlegt, því sökin er lika að nokkru leyti hjá þér; þar sem þú munt ekki hafa auglýst fyrr, að sá maður hafi “engan rétt til að segja enginn”, sem þú hefir ekki af náð þinni gefið rétt til þess. En þegar eg nú veit það, leyfi eg mér hér með allra auðmjúkast, að biðja þig að gefa mér hér eftir fullkominn rétt til að segja “enginn”(!!), þar sem mér finst það við eiga; og sannfær- ing mína afdráttarlaust i sambandi við þau málefni, sem eg kann að taka til íhugunar í framtíðinni. Viðvíkjandi spurning þinni er það að segja: að orðið “enginn” í rit- gjörð ininni “meinar” alla menn í heiminum, og þá að sjálfsögðu alla trúarhöfunda og trúarflokka, sem þykjast hafa fengið guðlega opin- berun. Alt frá: Kong-tse og Buddha og alla leið til Jósefs Mormóna post- ula. Um Krist sjálfan er óvíst, að hann hafi talað öll þau orð, sem eru eignuð honum. Hann skrifaði ekk- ert af guðspjöllunum, Þau eru sam- tíningur af gömlum munnmælasög- um. Rituð og dregin saman í eina heild löngu seinna, af ýmsum mönn- um, með mismunandi hæfileikum. Á vanþekkingar og hjátrúar öldun- um, þegar álls konar hindurvitni, hjátrú og hégiljur voru í almætti sínu. Eg vona þvi, að þú fyrirgefir, þótt eg trúi ekki guðlegri opinberun þeirra tíma, og virði meira og að- hyllist fremur skoðanir frægustu vísindamanna, svo sem: Charles Darwins og Ernst Haeckels, er æfi sinni vörðu til að rannsaka tilver- una og uppruna lífsins. Sérstaklega hefir E. Haeckel með mestu ná- kvæmni rannsafcað mannlifið,— frá byrjun þess í móðurlífi, og svo alt í gegn til dauðans. Og hann hefir komist að þeirri niðurstöðu: Að framlenging lífsins eftir dauðann eigi sér ekki stað, og í því sambandi farast honum þannig orð: — “When the hrain dies, the soul comes to an end”.'— Eg hefi því ekki tekið of djúpt í árinni, þótt eg segði: Að enginn vissi, hvort framlenging lífs- ins er möguleg. Og með hæfilegri virðingu fyrir þér, “Brazilíufari”, hygg eg að þú sért engin undantekn- ing í því tilliti, og þar af leiðandi, að þú vitir ekki nett um tilveruna eftir dauðann. Annað mál er það: hverju þú trúir. En að trúa er ekki hið sama sem að vita. Og vona eg þú viðurkennir það. Vinsamlegast, Arni Sveinsson.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.