Heimskringla - 27.04.1916, Blaðsíða 7

Heimskringla - 27.04.1916, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 27. APRÍL 1916. H E I M S K R I N G L A. BLS. 7. Bágborinn búskapur. Meðalaldur allra þeirra, er fæðast hér á landi, er yfir 60 ár. Það er því lágt reiknað, ef gjört er ráð fyrir því, að hver tvitugur maður eigi að meðaltali eftir ólifuð 40 vinnuár. Ef nú er gjört ráð fyrir því, að með- al árskaup islenzkra sjómanna sé i 1000 kr., þá mun mega ætla, að hver J þeirra vinni íslenzka þjóðfélaginu inn að meðaltali 2000 krónur á ári*) En 2000 kr. á ári í 40 ár eru 80 þús. krónur, sem þá er sú upphæð, sem | tvítugur íslenzkur sjómaður er virði íslenzka þjóðfélaginu, að frá- dregnu því, er fer til lífsviðurværis hans sjálfs. Ef nú er gjört ráð fyrir því, að sjómenn eyði helmingnum af kaupi sinu sjálfir, en hinum helm- ingnum til að framfleyta með fjöl- skyldu (og vafalaust er það að með- altali ineira en helmingur af kaup- inu, sem fer til fjölskyldunnar), þá er sama sem 20 þúsundir (500 kr. í 40 ár) af þessum 80 þúsundum fari til mannsins sjálfs, og verða þá eft- ir 60 þúsund krónur. Hver tvítugur sjómaður er því eftir þessum reikn- ingi, sem vafalaust er of lágur, 60 þúsund króna virði fyrir íslenzka þjóðfélagið. Þegar tvítugur maður druknar, er það því (auk táranna og tregans, er ekki verður metinn í pen- ingum) 660 þúsund króna tap fyrir lsland. • En hvernig förum við íslendingar nú með vinnukraftinn — það verð- mætasta sem landið ,á — og það, sem öll velferð þess i nútíð og fram- tíð byggist á? Hvað marga verkamenn er búið að drepa á óþarfri næturvinnu hér í Reykjavík? Og hvað er búið að eyðileggja heilsu og stytta líf margra sjómanna með óhæfilegum, ósvifn- um og óþörfum vökum á íslenzku togurunum? Dagsbrún flutti í sumar greinar um vökurnar á togurunum, og skor- aði á þingmenn að flytja frumvarp um lögboðinn minstan svefntíma á togurunum, ,en enginn af þeim fjöru- tiu háu herrum, sem á þingi sátu, hafði rænu, vilja eða tíma til þess, að sinna svo “ómerkilegu” máli. Margar eru þær lendingar hér á landi, sem að meðaltali ferst einn maður á ári (landinu 60 þúsund kr. virði), sem öruggar mætti gjöra með því, að verja til þess 10 til 20 þús- undum króna. Það mundi þykja frámunalega hágborinn búskapur hjá þeim bónda, sem gæti umgirt díki fyrir 3—6 kr., sem árlega dræpi fyrir honum eina sauðkind, en gjörði það ekki. — En hvað á maður að kalla þetta búskap- arlag islenzka þjóðfélagsins, að fara svona gáleysislega með mannslífið -— dýrmætt- þjóðfélaginu, og í tvö földum skilningi dýrmætt þeim, sem eftir lifa? Hver stjórnar þessu? Eða réttara sagt: hver ætji að stjórna því? — Svarið er: Alþingi. Hverjir ráða þar? Það gjöra “heldri” mennirnir. Þjóðin hefir trúað á þá eins og guð' (eða freklega það), en þeir hafa ekk- ert gjört landinu til verulegra frain- fara, ekkert hjá því, sem hefði getað verið; þvi þó framfarir hafi orðið hér 1 landi siðustu áratugina, ]>á eru þær ekkert hjá því, sem þær hefðu getað verið, þvi ísland er gott land fyrir þjóð, sem kann að búa hér. En það kunnum við ei ennþá, þvi allur þjóðarbúskapur okkar er eins og sú sóun- á mannslifum, sem á sér hér stað. Síðan alþýðuflokkurinn fór að láta til sín taka, eru farnar að heyr- ast raddir úr herbúðum gömlu flokk- anna um, að nú eigi að fara að koma á heilmiklum framföruin. En loforð sem ekki voru haldin, eru ekkert nýtt í íslenzkri pólitík, og alþýðan mun svara: 1 fjörutíu ár höfum við trúað á ykkur, i fjiiúutíu ár hafið þið rifist um ekki neitt, i fjörutiu ár hafið þið hrúgað upp handónýtum pappírslögum og í fjörutiu ár hafið þið skarað eld að kökum ykkar. Nú þekkjum við ykkur. Burt með ykkur! — (Dagsbrún). Fréttabréf. *) Erlendis, bæði hér í álfu og í Vesturheimi, gjöra hagfræðingar ráð fyrir að tæpur helmingur af gróða allskohar atvinnufyrirtækja renni til verkamanna, hitt til at- vinnurekenda, og mun mega gjöra ráð fyrir því sama hér á landi. ™í D0MIN10N BANK Hornl Notre Dome og: Sherbrooke Street. Hðfutl.Iftll uppl>...... Varasjfttlur ............ Allar elgrnlr........... . „ „ »6,000,000 ..... »7,000,000 . „ . . »78,000,000 Vér ðskum eftlr vlftsklftum veri- lunarmanna og ábyrgjumst atl gefa þelm fullnœgju. Sparlsjótisdelld vor er sú stærsta sem nokkur bankl hef- lr I borglnnl. lbúendur þessa hluta borgarlnnar óska aft sklfta vtB stofnum sem þelr vlta aft er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygglng óhlutlelka. ByrjlB sparl innlegg fyrir sjálfa yBur, konu pg börn. W. M. HAMILT0N, RáSsmaíur PHONE GAIIRY 3450 Columbia Grain Co., Limited 242 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupum hveiti og aðra kornvöru, gefum hæðsta verð og ábyrgjumst áreiðanleg við- skifti. Skrifaðu eftir upptýs- ingum. TELEPHONE MAIN 1433. Howardville, 17. apríl 1916. Kæra Kringla, alúðarheilsan! Eg tek mér penna i hönd, pappir og blek og ræðst í að senda þér fá- einar línur, bæði til þess að stytta mér stundir, og svo ef ske kynni að þú hefðir gaman af að fá línu frá karlinum, sem hefir haldið trygð og kunningsskap við þig i 23 ár. Og skammast eg min fyrir, að hafa svo sjaldan sent þér línur, sem ]>ú þó liefðir átt margfaldlega skilið, og man eg það, að eg dróst á það við þig síðast þegar eg heimsótti ]>ig, að eg kanske sendi þér línur einhvern- tíma á vetrinum, en sem þvi miður hefir ekki orðið fyrri en þetta; eg veit að þú fyrirgefur það, og segir að betra sé seint en aldrei. Eg ætla þá að byrja á því að segja fyrst af sjálfum mér, af þvi að þver er sjálfum sér næstur. Mér hefir liðið ágætlega síðan i haust að eg; kom þá frá Argyle. Hefi verið stál- hraustur; ekki fengið snert af kvefi, sem lagðist þó býsna þungt á marga hér i þessari bygð. Og svo var það líka annað, sein lagðist býsna þungt á fólk hér; það var þessi hvíta, þykka og þunga vterarvoð, sem ald- rei hefir verið jafn þykk og þung, eins og þenna vetur, og verst hefir þetta farg farið með gamahnenni eins og mig; já, eg hefi hálf-sofið og hálf-vakað, varla getað hreyft mig; verið með geðvonzku og ónotum; að eins staulast með staf í hendi milli húsa og bæjar og fleygt mér svo í fletið með ólund. Þetta er lítið betra en kvef, vilt þú máske segja, og það er kanske rétt, en bíddu nú dálítið við, góða mín; eg þarf að segja þér meira um mig. Þann 6. marz reis eg upp við ol- boga undan voðinni hvítu og gægð- ist út undan, og sá eg sólskin, en dauft var það, sem von til var, því það var Liigbergs “sólskinið”, sem eg sá, og fann eg það þá glögt út, að sólskinslitlir dagar mundu hjá okk- ur verða hérna við norðurheims- skaut Nýja íslands, eins og hjá Birni gamla í Öxl, ef við hefðum ekki annað hlýrra sólskin en Lög- bergs-sólskinið. Já, niikið hefir aum- ingja Lögberg tapað áliti hjá mér síðan það innleiddi þetta “sólskin” i blaðið, sem er að eins barnagælur við ritstjórann sjálfan og hefði átt að vera sérstakur bæklingur fyrir ]iess konar mánaðarl., til arðs fyrir blessuð litlu börnin fátæku, hans pabba og hennar mömmu, sem mörg má finna á þessum striðstímum víðs vegar um heiminn. Svo mætti spað- bita-dál'kurinn missa sig úr Lög- bergi, og ættu þeir (spaðbitarnir) og leikhúsaauglýsingarnar, að s,end- ast út á stóra sorphauginn borgar- innar, svo góð fréttabréf þyrftu ekki að bíða svo og svo lengi, og þan.nig þoka fyrir þessu rugli. — Er ekki þetta nokuð satt, kæra vinkona min, Kringla? Þá er nú þar að byrja, er áður var frá horfið: Voðin hvita velti mér á koddann aftur, og lagðist þétt með kulda á karlinn, þar til 24. marz að eg vaknaði algjört af þessum lúa- og leiðinda-svefni, og þá snart mig þíða og sólskins blíða.. Já, þessi al- hcimsins bliða sól var þá farin að kasta sínum vermandi geislum á voð ina hvítu og þykku; enda fór hún þá úr því til muna að léttast og þynnast, og nú í dag er svo komið, að víða er hún orðin götótt, sem hálf ónýtt fat, og grætur það víst enginn, | og vonum við hér eftir, að svona | fari með hana: Voðin hvíta veltist | af við varma sólar, ef að nöpur j nornin norðra neitt ei gólar. — Já, j það mæla börn sem vilja. Við vilj- um tafarlaust verða lausir við voð- I ina hvítu, köldu og þykku. Þá fer nú það að minka, sem eg hefi af sjálfum mér að segja, og býst eg við að þér þykji eg drjúgur á fréttunum af sjálfum mér; enda er það svo, því sárlitlar almennar frétt- ir liefi eg til, þær sem orð er á gjöi*- andi. Þó skal eitthvað til tina. Það er almenn heilbrigði nú sem stendur í þessari bygð, og allir hafa unnið af kappi þenna vetur, þrátt fyrir þá afarmiklu örðugleika, sem af þessuin mikla snjó leiddi. En kjarkur, þol og þrautseigja virðist á- valt fylgja aumingja Ný-íslending-1 um, hvar sem ]>cir eru og hvaða j starfa sem þeir stunda, og beztir | þykja þeir allra vinnumanna vestur i Argyle, og kalla þeir þó ekki altl | ömmu sina, þvi ekki vantar dugnað- inn hjá þeim körlum. Eg endurtek það aftur, að allir hafa unnið af kappi þenna vetur: fyrst við fiskiri, sem reyndist í tæpu meðallagi; svo þar á eftir við heybinding og flutn- ing á þvi til markaðar, og höfðu inargir stórar peninga upphæðir að þeim starfa loknum. Hey seldist hér fyrir 9—12 dollara tonnið, i flutn- ingsvagn komið. Svo tóku menn til við blessaða friðsælu og fallegu skógana, að ná út úr þeim þurru tamraki. Við það var unnið í stórum stýl, og fluttu margir þetta frá einu æki til fjögur á dag frá heimili og oft daglegu; borgað var fyrir korðið 3.50 til 3.75 dalir, komið í flutningsvagn við Riverton. Margir tóku tvö til fjögur korð á sleða eftir snjóplógi á vatn- inu, og komu þar inn aftur stórar upphæðir fyrir þá sölu.. Svo seldu margir á sama tíma nokkur vagnhlöss af girðingastaur- um; 2000 fara i stóran járnbrautar- vagn, og borgað var fimm cents fyr- ir hvern staur; þar koniu inn lag- legar peninga upphæðir. Svo er nú ekki þar með búið, þvi margir bændur hafa að vanda — og búlausir menn — tekið út sögunar- við (logs) og bætast þar nokkrir dal ír við í vasann, ásamt endurbættum húsakynnum. Mr. Sveinn Thorvalds- son, kaupmaður i Riverton, sagar við þenna fyrir bændur, ásnmt fá- einum “loggum”, sem liann lét taka út i vetur, um 25,000 að tölu; það er falleg breiða, rétt framundan hús- inu mínu. Mr. Gestur Oddleifsson, sem margir Jiekkja, er verkstjóri að því verki, og vann það bæði fljótt og vel; enda vann hann alla daga hart að því sjálfur. Svo fer kornrækt hér óðum vax- andi, og munu bændur hér hafa haft aö öllu samanlögðu fimrS til sex þúsund búshel til fóðurs í.vetur; það hefir sparað mörg cent að þurfa ekki að kaupa það á markaðnum. Af öllu þessu geta menn séð, að almenn vellíðun muni vera hér, það segir sig sjá'lft; enda hafa allir byrgt sig upp með allar upphugsanlegar nauðsynjar, og sumir skroppið til Winnipeg og sótt sér 500 dala hesta- par í aktýgjum og borgað út i lófann skildingana. Það kallar maður lag- lega gjört, sér í lagi þegar um ungan pilt er að ræða. Félagslíf er hér í bezta lagi og þol- ir allan samanburð við hin önnur bygðarlög lslendinga, sem menn hafa fréttir úr i vetur. Já.'fjörið er mikið í unga fólkinu liér, og jafnvel þeir gömlu eru fjör- ugir enn og >jilja vera með og eru það eins lengi og hægt er, og svo- leiðis á það að vera. Það hafa verið skemtisamkomur um alt Nýja ísland, og þó fólkið hafi verið þreytt af arf- iði dagsins, vikunnar og mánaðar- ins, og þótt snjór væri mikill, þá hefir það ekkert staðið fyrir ungu piltunum, að koma jómfrúnum á safnkomustaðina, á góðum keyrslu- hestum, í póleruðum sleða, eða ]>á í fínustu hundasleðum, með bezta hundakyni þessa lands fyrir. — Já, ]>að er skemtilegt, að svifa gegnum skógana hér á góðu “hundatreini”; það “bítur” alt annað ‘trein’ og uxa, hesta og asna. Þetta verður þá að duga í þetta sinn, min kæra, góða Kringla Má- ske, ef starfsmanni þínum lika þess- ar línur, að eg sendi þér fáein orð síðar meir, af því að nú finn eg að eg er alvaknaður og í fullu fjöri, uð taka á móti blessuðu sumrinu og gjöfum þess. Eg heyri á þér, vina mín, að þér gengur illa að innkalla skuldir þin- ar, og það er slæmt. Þó hygg eg að það standi ckki á þvi í þessari bygð i ár; bæði er það, að það hefir lát- ið vel í ári hér, og'Svo þekki eg þá alla hér að því, að vilja borga skuld- ir sínar. Það eru harðir timar viða, meðan þessi .styrjöld stendur yfir.— Mér þykir vænt um, að eg hefi ekki þurft að láta þig eiga hjá mér nú síðari árin, og má eg þakka það blessuðum Argyle vinnuveitendun- um og vinnunni; því að síðan eg fór að vinna hjá þeim á haustin, nú í 8 haust, hefi eg jafnan haft það fyrir reglu, að borga þér það sem eg hefi skuldað þér fyrir árið, og það virðist vel gjört af þér að lána til ársins, og ætti sú skuld að borgast fyrir árslokin ár hvert. Það er ó- þægilegra, að draga það saman fyr- ir imörg ár, það fann eg bezt sjálfur; þvi 10 ára skuld var eg kominn i við þig áður en eg fór að f'ara til Argyle og fá hjá þeim bæði vinnu og pen- inga. Eg gef það vel eftir, að þó að eg ætti nú örðugt uppdráttar fyrstu árin, að hefði eg tekið það fyrir, að borga þér árlega þessa litlu upphæð, þá má vera að eg hefði getað það, eins vel eins og að borga fyrir 10 árin 20 dali, því það gjörði eg, eins og eg veit að þú manst. Eg fékk alt af ónota sting í mig, þegar blessaði bjartsýni drengurinn minn, B. L. Baldwinson, var'að auglýsa þetta fyrir þig: “Hefir þú borgað Heims- kringlu?”, eða þá “Borgaðu Heiins- kringlu!”. En þetta lét illa í eyrum mínum, svo eg fór að hafa'reglu *á því, að borga þér árlega skuldina, og það finst mér nú bara létt. Það var eins og mér sýndist Mr. B. L. Baldwinson standa rétt fyrir fram- an mig, eins og nokkurs konar póli- tí, með hvössu augun sín og alvöru- svipinn, þó eg hvorugt sæi hann eða hana. þá hafði stingurinn þetta í för með sér, að eg skammaðist mín, sem eg sé aldrei eftir, og á það vist að þakka þessum svip Mr. B. L. Baldwinsonar Og eg vil ráðleggja þér, góða mín, að fara að reyna þessar auglýsingar til skifta og smekkbætis fyrir fólkið. Eg enda svo þessar línur með inni- legum velvildarhug til þin og hjart- ans bezta þakklæti fyrir þitt bjart- sýni og frjálslyndi i öllum landsins mest varðandi málum. Já, eg þakka þér fyrir herhvatirnar; þvi þær sýna ljóslega þá samhygð og velvild og svo hvier skilningur þinn er á þegnskyldunni og stóru þörfinni á, að taka saman höndum og tengjast órjúfandi trygðaböndum Bretaveld- is. Slikt ætti að vera hnoss fyrir okkur og heilög skylda. — Eg óska þér svo gleðilegs sumars og arð- sams. Megi gæfan ávalt fylgja þér um ókomnar aldir. Vil eg svo botna þetta bréf með bögu einni og segja: Þarf ei bera höfuð halt heiðarlega Kringla. Þú við Lögberg skrafa skalt, sem skömmum er að dingla. Ármunn Júnasson. Islenzkan hér vestra og fleira Viltu gjöra svo vel og ljá eftirfylgj- andi rúm í blaðinu. Eg sá hjá Jóni frá Mýri tvö vcrs, sem hann leyfði mér að senda blaðinu til prentunar: ÍSLENZKAN. Hvert barn, sem að kornungt hið margbreytta mál af mæðrunum íslenzku lierði, fékk þroskaðri skilning og þrútt- meiri sát, scm þrekraunin fjöldamörg nærði, og hávamál fornhelg og hávamál ný þau hlutii titt gildi og fegurð af þvi. Æ önnumst sem dýrgrip hið ís- lcnzka vit, svo úbornir megi þess njúta, i þiisund «r alið við stúrhríða strit, og straurnþunga sjávar og fljúta. Og gleymum því aldrei, að gultaldar mál er grúðrarstöð vitsins i íslenzkri sát. Jún Jónsson (frá Mýri). Eg vil mega leyfa mér að birta litla grein úr þýzka blaðinu “Der Nord- westen”, Winnipeg, sem koin út i því, þegar þing Manitoba dauða- dæmdi öll tungumál utan enskuna í barnaskólum fylkisins: — “Islendingurinn Skúli Sigfússon, sem er þingmaður fyrir St. George kjördæmi, þar sem svo margir út- lendingar hafa tekið bústað, mælti með al-enskúm skóla. Það er furðan- legt, hvað íslcndingar lialda lítið af móðurmáli sínu, því ]>ó íslenzka þjóðin sé fámenn, þá hefir málið mikið sögulegt gildi, og liverjum Is- lending mætti með réttu þykja upp- hefð að ættstofni sinum”. Líka flutti saina blað tvær rit- gjörðir við síðustu borgarráðskosn- ingar i Winnipeg, og hvatti Þjóð- verja að kjósa berra Arna Eggerts- son, sem hæfileikamann i þá stöðu. Greinarnar voru hlýjar í hans garð. Svona líta nú Þjóðverjar á mál íslendinga. En sjálf veit Heims- kringla, hvað liún segir um Þjóð- verja! Mig minnir að Ileimskringla flytti grein fyrir nokkru eftr mann, sem tekinn var af fótur, og kvartaði alt af uin þrautirnar i þeim partin- um, sem var af tekinn, nefnilega cft- ir að fóturinn varð fráskila likaman- um. Hér er sagður maður nálægt Wynyard, sem þurfti að taka af hendina (hendin lenti í vél og muld- ist). Eg sjálfur hefi ekki talað við hann, en menn segja mér, að hann kvarti alt af um kvöl í af teknu hendinni, þó hún sé löngu aðskilin frá líkamanum, og kalla margir það bara, að maðurinn sé ekki “réttur í höfðinu”; það sé alt. Eg skil þetta undur vel af opin- berun drottins, og veit vel, að þessir menn segja það öldungis satt, að þeir finni svona til þrauta i af tekna limpum. Magmis Braziliufari. ATHS.—Vér viljum ekki neita nafna' vorum að taLa hina einkenni- legu ritgjörð Braziliufarans. Fyrst í greininni kemur skáldskapur; svo kemur útdráttur úr biblíu Brazilíu- farans, þýzka blaðinu ‘Der Nord- westen’ hér í Winnipeg; $vo kemur saga um aftekinn fót og aftekna hönd. Alt þetta er til; en það er eins og nafni vor skilji ekkert, að minsta kosti er ekkert hugsana-samband á milli þessara atriða. Vísurnar hans Jóns frá Mýri eru mikið vel kveðnar. En eiginlega eiga þær heima á íslandi, og sizt hjá manni þeim, sem er svo gagnsýrður af þýzkum anda, bókfræði og ment- un, að hann sér ekkert nýtt eða gott i héimi, nema það komi þaðan. Þýzka blaðið Nordwesten virð- ist vera biblía hans, — mannsins, sem í 40 ár hefir legið á spenum hinnar þýzku menningar. En það vill nú svo óheppilega til, að fleiri íslendingar en -Magnús Brazilíufari geta lesið Þýzka tungu og hafa tim- um saman liaft blöð á þýzku máli, og geta því dæmt um, hvað þau fiytja. En hvað árás hans á Skiila Sigfús- son, þingmann hér í Manitoba, við- víkur, þá kemur þar i ljós al-þýzkur andi, — landráða-andinn, sem getur verið bæði þýzkur eða islenzkur, franskur eða rússneskur. Nafni vor kemur hingað til að lifa við borð hinnar kanadisku móður. Alt líf sittl og barna sinna og eftirkomenda ætl-{ ar hann að byggja á því, að hún | leggi honum alt til: föt og fæði á ' degi hverjum, land og akra, gripi og vélar, hús og heimili, og í hennar skaut ætlast hann til að lagður sé likami sinn og allra sinna cftirkom- enda. En þessa sína móður, sem hann ætlar alt af að þiggja, svívirðir hann með því, að taka aðra fram yfir hana. Það kann að vera góður vilji hjá manni þessum; en fyrir vitinu fþjtum vér ekki virðingu bor- ð, fremur en fyrir æru og manndygð landráðamannsins. — Þessir menn ættu að vera með vinum sinuml Vér heiðrum Mr. Skúla Sigfússon fyrir stefnu hans, að kenna ensku og ekkert annað mál á barnaskólum llands þessa, og teljum hann sja bæði lengra og skýrara en nafna vorn. — Það fer ekki vel á þvi fyrir bóndanum, að ála upp úlfa eða tóu- hvolpa með lömbum sínum og verð ur seint til samlyndis, og hver sá maður, sem ekki sér það, hefir farið á hundavaði yfir sögu mannkynsins og sögu hinna seinustu tíma. Nafni vor getur verið bóndi góður og giid ur bg fróður um ýmsa hluti; — en þessar liinar þýzku skoðanir ætti hann að læsa niður í kistu sinni og láta ekki fyrir eyru nokkurs manns koma. Þær cru meira og meira að ávinna sér verðskuldaða fyri■*Iitn- ingu meðal allra sannra Kanada- manna, og þar á meðal íslendinga. En hvað endir greinarinnar snert- ir, um hinn aftekna fót eða hönd, þá er hún sálarfræðisleg, og sjáum vér ekki, hvaða þýðingu hún hefir í sambandi við það, sem á undan e; farið.—fíitstj. “Margt smátt gerii eitt stórt” segir gamalt orðtak, sem á vel við þegar um útistandandi skuldir blaða er að ræða. Ef allar smá- skuldir, sem Heimskringla á úti- standandi væru borgaðar á -þessu ári, yrði það stór uþphæð og góður búbætir fyrir blaðið. — Munið það, kæru skiftavinir, að borga skuldir yðar við blaðið nú í ár. ÞAÐ VANTAR MENN TIL Að læra Automoblle, Gas Tractor IBn I bezta Gas-véla skóla I Canada. ÞaB tekur ekkl nema fáar vlkur aB læra. Okkar nemendum er fullkcmlega kent aB höndla og gjöra vlft. Automoblle, — Auto Trueks, Gas Tractors, Statlonary og Marlne vélar. Okkar ókeypls l verk veitandi skrifstofa hjáipar þér aö fá atvlnnu fyrir frá $50 til $125 á mánuftt sem Chauffeur Jitney Driver, Tractor Engineer eiia mechanic. KomiB eBa skrif- 1B eftir ókeypis Catalogue. Hinn nýji Gas Enginc Skóli vor er nú tekinn til starfa i Regina. Hemphills Motor School 643 Maln St. Wlnulpeg; A3 læra rakara iSn Gott kaup borgaB yfir allan ken- slu tímann. Ahöld ókeypis, ati- eins fáar vikur nautisynlegar til ati iæra. Atvinna útveguB þegar nemandi útskrifast á $15 upp í $30 á viku etia vlB hjálpum þér ati byrja rakara stofu sjálfum og gefum þér tækifæri til aB borga fyrir áhöld og þess háttar fyrir lítiB eitt á mánutit. ÞaB eru svo hundrutium skiftir af plássum þar sem þörf er fyrlr rakara. Komdu og sjátiu elsta og stæt5sta rakara skóla i Can- ada. VaraBu þig fölsurum.----- Skrifatiu eftir ljómandl fallegri ókeypis skrá. Hemphills Barber College Cor. KIiikSí. an«l Paclflc Avenue WINNIPEG. útlbú í Regina Saskatchewan. MARKET HOTEL 146 PrlnccNM Street á. móti markatlinum Bestu vínföng, vindlar og aT5- hlyning góö. Islenkur veitinga- maöur N. Halldórsson, leibbein- ir íslendingum. O’CONNEL, Eigandi Wliinlpeg Sérstök kostaboö á innanhúss- munum. Komi<5 til okkar fyrst, þib. muniö ekki þurfa aö fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. 503—595 NOTRE DAME AVEM'E TalMíini: Gnrry 3SS4. Shaw’s Stœrsta og elsta brúkaöra fata- sölubúö í Vestur Canada. 479 Notre Dame Avenue GISLI G00DMAN TINSMIÐVR. Verkstœt5i:—Horni Toronto St. og Notre Dame Ave. Phone Garry 29S8 HelmllU Garry S09 FÍNASTA SKÓVIÐGERÐ. Mjög fín skó viftgerb á meSan þú bíbur. Karlmanna skór hálf botn- abir (saumab) 15 mínútur, gútta- bergs hælar (don’t slip) eba lebur, 2 mínútur. STEWART, 193 Paclflc Ave. Fyrsta búb fyrir austan aöal- stræti. J. J. BILDFELL FASTEIGNASAIjI. Unlon Ilnnk 5th. Floor No. 520 Selur hús og lóbir, og annab þar aU lútandi. Útvegar peningalán o.fl. Phone Mnin 26S5. PAUL BJARNASON FASTEIGNASALI. Selur elds, lífs, og slysaábyrgb og útvegar peningalán. WYNYARD, SASK. J. J. Swanson H. G. Hlnrtksson J. J. SWANS0N & CO. FASTEIGN ASALAR OG penlngn miblar. Talsími Main 2697 Cor. Portage and Garry, Winnlpeg Graham, Hannesson & McTavish L.BGFK.EÐINGAR. 215—216—217 CURRIE BUILDING Phone Main 3142 IVIWIPEG Arni Anderson E. P. Garland GARLAND& ANDERSON LttGFRÆÐIXGA R. Phone Main 1561 '01 Electric Railway Chambert. Talsími: Main 5302. Dr. J. G. Snidal TANNLÆKNIR. 614 SOMERSET BLK. Portage Avenue. WINNIPEG Dr. G. J. Gis/ason PhyNÍclnn nml Surgeon Athygli veitt Augna. Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Ásamt innvortis sjúkdómum og upp- skuröi. 1S Sontli 3rd St., <>rnn«l Forks, N.D. Dr. J. Stefánsson 401 IIOYD BUII.DING Hornl Portage Ave. og Edmonton St. Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kver"ka-sjúkdóma. Er ats hitta frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 5 e.h. Phone: Main 3088. Heimili: 105 Olivia St. Tals. G. 2315 Vér höfum fullar blrgtiir hrein- ustu lyfja og meöaia. Komiö meö lyfseöla yöar hingaö, vér gerum mfe15uHn nákvæmlega eftir ávísan læknislns. Vér sinnum utansvelta pöntunum og seljum giftingaleyfi. : : : : COLCLEUGH & CO. Notre Damc «fc Shrrbrooke Sts. Phone Garry 2690—2691 ) A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnabur sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. : : 813 SHERBROOKE ST. Phone G. 2152 WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.