Heimskringla - 27.04.1916, Blaðsíða 8

Heimskringla - 27.04.1916, Blaðsíða 8
BLS. 8. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. APRÍL 1916. Fréttir úr Bænum. Stærsti hermaður í Winnipeg GLEÐILEGT SUMAR! Hr. Páll Réykdal, frá Lundar, var hér í borg á fimtudaginn var, ]>ann 20. Hefir kona hans og börn dvalið hér nokkra daga. I>au fóru heimleið- is á föstudaginn. Ilr. Bergjíór Þórðarson, bæjar- stjóri á Gimli, og Lára dóttir hans voru hér á ferð í bænum á fimtudag- inn. Þau fóru heimleiðis aftur á laugardaginn var. Engar sérlegar fréttir að norðan. Hr. B. B. Olson, frá Gimli, og Franklin sonur hans, komu hingað uppeftir á fimtud'aginn var. Var hr. Olson að lfcita syni sínum lækninga við meinsemd í nefi og hálsi. Á sunnudaginn kemur, þann 30. þ. m. verður ekki messað í Únitara kyrkjunni. Síra Rögnv. Pétursson verður staddur norður á Gimli og flytur messu þar í kyrkjunni á venju legum tima eftir hádegi. Herra Einar Jónsson, frá Otto P. O., kom hingað til bdrgar á þriðju- daginn var, þann 18. þ. m. Alt tið- indalaust þaðan úr bygðinni, bleyt- ur með meira móti. Einar hélt heim- leiðis á föstudaginn og Bergþór son- ur hans, er verið hefir hér við skóla- nám. Vestan úr P'oam Lake bygð eru nýkomnar |iær Miss Th. Thorsteins- son og Miss Brynhildur Sigurðsson. Kvenfélag Tjaldbúðar safnaðar er að undirbúa samkomu, sem verður haldin fimtudaginn 4. maí. Skemti- skrá verður auglýst í næsta blaði. Nýdáinn er einn af frumbyggjum Nýja íslands, Jónas sál. Jónsson á VöUum í Breiðuvik, Hnausa P.O., Man. Upphaflega var hann sveitun^i síra M. .1. Skaptasonar og hér vestra nágranmi hans í Breiðuyíkinni og vinur, og fór síra M. J. Skaptason ofan þangað á mánudaginn að jarð- syngja hann. Hann átti að jarðast á þriðjudaginn. Síra M. .1. Skaptason keinur þaðan á miðvikudaginn. Samkomu sunnudagaskólans úni- tariska, er auglýst var í siðasta blaði, Þrír nýjir liðsmenn skrifuðu sig nýlega í 223. Skandinava her- deildina, og mun einn þeirra, Emil Benard Simonson, frá Foam Lake, Sask., að lfkindum vera hæsti maður í herliði Canada- manna. Hann er 6 fet og 6 þuml. hór, 245 pund að þyngd og 46 þuml. yfir bert brjóstið. Hann er fæddur í Warren, Minnosota, U.S.A., af norskum foreldrum. Var Pétur Sfmonarson faðir hans frá Stavangri í Noregi. Emil Símonarson er nú að safna liði í Foam Lake bygðinni. Guðmundur Oliver er annar maður á myndinni, frá Frainnes P. O., Man, fæddur í Skagafirði á íslandi, og er snikkari. En faðir hans er Stefán Oliver f Selkirk. Guðmundur er 5 fet 2% þinl. Lúðursveinn (Bugler) J. P. itirby er Canada maður. Hann er “maseot” (lukkudrengur) deildarinnar. Býr hann í Winnipeg hjá stjúpföður sínum, Wm. Geo. Wilkinson, sem einnig er geng- inn í 223. herdeildina. Mr. Kirby hefir verið í herbúðum áður, l>ví að hann var við æfingar síðastliðið sumar í 61. herdeildinni. er FRESTAB um hálfan mánuð. Bar samkomukveldið upp á leikkveldið í Goodtemplarasalnum, svo afráðið var að fresta samkomunni til þess 11. næsta mánaðar. Pétur Bjarnason, frá Lilliesve, var hér á ferð i síðustu viku. Kom hann að norðan frá fslendingafljóti, þar sem hann hefir dvalið um mánaðar- tíma, í kynnisför til fornra vina og kunningja. Hann var nú á heimleið aftur vestur i Grunnavatnsbvgð, en stóð hér við nokkra daga til þess að vera viðstaddur 25. ára Afmælishá- tíð Únítara safnaðarins hér í borg. Látist hefir hinn 6. þ. m. við Wyn- yard, Sask., húsfreyja Guðrún Fins- son, kona Friðriks W. S. Finnsson- ar þar í bygð: kona á bezta aldri. Banameinið var lungnatæring. 223. herdeildin heldur fund mið- vikudagskveldið kl. 8 e. h. i sam komusalnum í herbúðum sínum Foley, Lock and Larson bvggingi- unni, á Market St. East, til þess að stofna íþróttafélag; fyrst og fremst til að keppa við aðrar herdeildir. Fyrsta samkepni á milli herdeild- anna verður hér i bænum 20. mai. Einnig er búist við, að herdeildin verði hér 2. ágúst, og íslenzkir i- þróttamenn, sem tilheyra herdeikl- inni, hugsa sér að vera viðbúnir að keppa um þá muni, sem íslendinga- dagsnefndiin gefur kost á árlega. Hr. Þorleifur Jackson, frá Sel- kirk, var á ferð hér í borginni á mánudaginn var. Var hann á Iieið til Argyle bygðar, þar sem hann gjörði ráð fyrir að vistast við vor- vinnu, hjá fornum kunningja sínum, er þar býr. Þorleifur er maður á sjötugsaldri, einn meðal þeirra, er fyrstir komu hingað til lands, en furðanlega röskur og frískur ennþá. Hr. Þorsteinn Þorkelsson, frá í)ak Point, var í bænum um miðja sið- ustu viku og fór heimleiðis á mánu- daginn var. Með honum fór sonur hans Njáll, er legið hefir hér inni á spítalanum, en var nú á góðum bata- vegi. Skrifaði Njáll sig í 223. her- ( deildina fyrir nokkru, en til þess að fá inngöngu, varð hann að ganga undir uppskurð áður, sem nú er lok- ið og vel hefir tekist. Fyrra miðvikudagskveld lagði af stað héðan úr bænum ein deikl hjúkrunarsveitar kanadiska hersins, “Field Ambulanoe Corps No. 13”. — Með henni fór landi vor, hr. Hjálm- ur F. Baníelsson. búfræðingur, son- ur Ilaníels bónda Sigurðssonar við Otto P. O. óska vinir hans honum heillar ferðar og heillar afturkomu. Hr. .1. G. Gillies, er lesendur Hkr munu kannast við af fjölda af stök um, er eftir hann hafa birst í blað- inu, hefir nýlega ort langt og stór- myndarlegt kvæði, er hann nefn “Herhvöt” og stílað er til og tileink- að skandinavisku herdeildunum hér í Manitoba, 197. og 223. Kvæði þetta er vel lagað til söngs og ort undir hætti “Marsilíu-bragsins”, hinum fræga hersöng Frakka. Kvæðið er tólf erindi, kjarnort og lipurlega kveðin. Hefir höfundurinn ihyggju, að gefa það út sérstakt; bafa hon- um borist áskoranir þess efnis frá ýmsum formönnum þessara her- deilda. Býst hann við, að það komi út í næstu viku, og geta þá þeir, sem óska kynnu að eignast það, snúið sér til höfundarins. Ættu líka þeir, sem einhuga fylgjast með í þessu stríði, ekki að setj sig úr færi með >að. l ♦ ♦ ♦ 223. OVERSEAS Næsta mánudagskveld (1. maí) verður skemtisamkoma í Skjaldborg til arðs fyrir hjálparþurfandi fólk hér í borginni. Djáknar safnaðarins, sem standa fyrir samkomunni, lofa ágætri skemtun. Til dæmis verður þar “Musical Drill”, myndasýning og nokkrir nýjir söngmenn koma þar fram o. fl. o. fl. Aðgangur ekki seldur, en samskot tekin. Byrjar kl. 8 stundvíslega. Allir vetkoinnir. ♦- -♦ 4- ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ •f ♦ ♦ -♦ ♦ ♦ ♦• T" ! ♦■ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Canadian Scandinavian Battalion Ladies Auxiliary Fundur verður haldinn af konum og ungum stúlkum allra Skandinava, sem er ant um 223. herdeildina og vilja að henni hlynna, í Goodtemplarahúsinu, horni Sargent Ave. og McGee St. LAUGARDAG 29. APRIL Klukkan 8 e. hád. til þess að mynda félag kvenna, er starfi með og fyrir þessa ofannefndu herdeild. Komið þangað með alla vini yðar. Þangað eru allir velkomnir. Ilr. Guðmundur Finnbogason, Ph. D., kenslumálafræðingur og aðstoð- arlandsbókavörður, frá Reykjavík kom hingað til borgar á mánudags- kveldið var. Er í ráði að hann ferð- ist hér um bygðarlögin íslenzku og dvelji hér iim þriggja mánaða tíma. Hér með þökkum við kærlega hin- um heiðruðu ritstjórnarnefndum Liigbergs og Heimskringlu, — ekki einungis fyrir sendingu á báðum blöðunum, Heimskringlu og Lög- bergi, 8 eintök (að gjöf), skilvíslega og vikulega send, — ekki einungis fyrir þetta þökkum við innilega, — heldur einnig mjög vel þökkum við fyrir mikla og ríflega útiitátna bóka- sendingu ajð gjöf, frá báðuim, þóka- söfnum beggja blaðanna. Hlýhtigur og kær kveðja okkar allra hér skal endurgoldin til frum- kvöðla og gefenda þessara bóka og blaða. Vinsamlegast, með ósk uin gleði- legt sumar og góðan árangur þess. 24. apríl 1916. Fólkið á yamalla-heimilinu á Gimli. CANADA’S FINEST SUBURBAN THEATRE MIÐVIKUDAG OG FIMTUDAG — “The Tongues of Men”, featuring Constance CoIIier. Ágætar sýningar. FÖSTUDAG OG LAUGARDAG — “The Misleading Lady” og “Graft’ No. 9; “The Insur- ance”, og fjöldi annara ágætra sýninga nú á boðstólum á þessum nafnkunna skemtistað. Sigfríður Friðriksson og Kristín Skúlason, frá Geysir P.O., sem hafa gengið á Normal skóla hér í vetur, fóru heimleiðis fyrir páskaháttðina. “Dorcas” félag Fyrsta lúterska safnaðarins heldur Concert í Good- templarahúsinu þriðjudagskveldið 9. mai, en ekki 2. mai, eins og á að- göngumiðunum stendur. Gott pró- gram á boðstólum. Bréf á Heimskringlu: — Einar Páll Jónsson. Mrs. Elín T. Stephenson. S. T. Hördal. Síra Fr. J. Berginann. Guðm. Kr. Jóna'tanisson. Lárus Guðmundsson. Thóroddur Halldórsson. Mrs. Guðrún Helgadóttir. I-'jögur fyrst töldu bréfin eru frá íslandi. Hlutaðeigendur beðnir að vitja bréfanna hið bráðasta. Úr bréfi frá Glenboro, dags. 17. april: Iléðan er alt bærilegt að frétta. Nú jiiá heita alveg snjólaust hér á sléttupum, en akrar eru mjög blautir enn; þó má máske byrja sið- ari part þessarar viku á hálendi. En sum lönd, sem liggja í eða nærri fló- anum nyrðst i Argyle, eru nú alveg undir vatni, En verði þurr og hag- stæð tið ifram yfir sáning, vona eg 'að allir komi í jörðina sáðtegundum síniim í tæká tið. Og útlit fyrir góða uppskeru virðist mér í betra lagi. Árni Sueinsson. Jón Nikulásson frá Víði hér i fylkinu lézt á Almenna spitalanum hér í bænum þann 5. þ. m. Hafði verið skorinn upp við botnlanga- bólgu, en alt orðið um seinan; botn- langinn sprunginn, og er þá sjaldn- ast nokkur von um bata. Jón var 58 ára gamall, ættaður úr Suður-Múlasýslu, uppalinn í Teiga- gerði í Reyðarfirði, og mun hafa komið vestur um haf fyrir 13 eða 14 árum. Hann var reglumaður mesti, starfsamur og vandaður i viðskift- um. Hann var og stiltur maður, dag- farsgóður og prúður. Fékst mest við fiskiveiðar og að gjöra aðra út við veiðar. Var og upp á síðkastið meðfcigandi í verzlaninni “Vidir Trading Co.”, fyrst með Jóni Sig- urðssyni og M. M. Jónassyni og allra síðast með hinum síðasttalda ein- um. Jarðarför Jóns fór fram frá Vidir Hall þann 10. þ. m., að fjölmenni viðstöddu. Síra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Þeir, sem bezt þektu Jón Nikulás- son, sjá eftir honum, og þykir sem er, að þar höfum vér á bak að sjá nýtum manni og góðum dreng úr hópi vorum. Hlutaveltu og Dans hefir stúkan Skuld til arðs fyrir byggingarsjóðinn, í efri sal Good- templarahússins næstkomandi mið- vikudagskveld kl. 8. Sumir munirnir, sem'um verður dregið, verða litt verðmætir, en aft- ur verða aðrir margra dala virði, og l>ar á meðal þrír yfir tíu dali. Drátturinn kostar 25c. Dansað verður til kl. 2 um nóttina. Sannsögli ritstjórinn Heiðraði ritstjóri Ileimskringlu! Viltu gjöra svo vel, að ljá nokkr- um línum rúm í Kringlu. Mér voru sendar nokkrar smágreinar, sem höfðu verið kliptar úr Lögbergi, og eru þær auðsjáanlega eftir ritstjór- ann. Han kallar það rógburðar-tilraun Mrs. Jósephssonar milli sín og síra Kristinnssonar, að hún sagði síra Jakob þau orð, sem eg skrifaði henni orðrétt eftir herra ritstjóran- um. En því var hann ekki svo mann- legur , að snúa sér að mér? Hann hlýtur að vita, að hann talaði við mig en ekki Mrs. Jósphsson, þegar hann var að fræða mig á því, að sira Jakob myndi jckki vera vígður, og að ef svo væri, þá væri giftingin ólög- leg, sem náttúrlega kom sér nú vel fyrir jiafn fáfróðan mann og eg er að fá að vita. Ritstjórinn segir í endir greinar- innar: — “og eg hefi aldrei, mér vit- andi, . sagt neitt niðrandi í hans garð”. Er þá herra ritstjórinh svo minnislaus, að hann hafi verið bú- inn að gleyma því, sem hann talaði við mig inni á skrifstofu sinni? Eða er hann viljandi og visvitandi, að reyna að gjöra mig að ósanninda- manni? Ef svo er, þá er það í fyrsta sinni á æfinni, að það hefir verið reynt við mig, og eg vona honum verði það að góðu. En svo eg víkji aftur að efninu í enda greinar hans, þá er það ekki niðrandi samkvæmt “moral” rit- stjórans, þó hann segi um einhvern, að hartn gjöri verk, sem landslögin fyrirbjóða. — Það er annars ‘‘alt á sömu bókina lært” hjá ritstjóranum. Til dæmis segir hann i grein sinni: “Að Mountain”: “Norður-Dakota er vínsöluríki, sem menn vita”. Hér er eitt meira sýnishorn af sannleika þeim, sem ritstjórinn ber á borð fyr- ir lesendur Lögbergs. Eg ætla ekki að fara lengra út í þá grein, að öðru en því, að:.ef það er framför, að Goodtemplarastúkan á Mountain er komin frá yfir 120 meðlimum árið 1913, sama árið, sem síra Kristinn gekk i stúkuna, niður í “80—90”, — þá er það sama framförin, sem sýn- ist að loða við herra ritstjórann. Greinin ritstjórans, þar sem hann biður: “Munið eftir því að hún Rósa — nei, nei, hún Sigurrós, er systir hins heiinsfræga norðurheimskauts- fara”, — sýnir að eins strákslegan hugsunarhátt og óstjórnlega öfunds- sýki; því í gegnum allan hringland- ann finur hann þó til þess, að nafn systur hins fræga norðurheim- skautsfara niuni verða uppi löngu, hingu eftir að hans nafn er horfið niður í gleymsku djúp hans eigin efnishyggju. Ilreggviður. Flóðið í Norwood. Uppi í bænum var flóðið raunar farið að minka á laugardaginn. En áin hækkar einlægt og á laugardags- kveldið (22. apríl) er áin svo mikil í Emerson, að þar er farið að renra upp i búðirnar. — En í Norwood hefir einlægt versnað. Vér skrupp- um suður og var Norwood partur- inn sunnan við ána, em hólmi einn, það er að segja miðparturinn af Norwood, en haf alt í kringum hæsta bletitnn. Var það 14—% mílu á breidd víða, að oss sýndist, og þar voru á floti hliðarstéttarnar, kollur, kyrnur, kamrar og viður. A sumum strætunum voru gufubátar, en alt í kringum bátana voru kamrarnir og smáhýsi og hliðarstéttirnar á sveimi og gott ef ekki voru sporðaköst katt- fiska og pæka í kringum kamrana; þeim hefir fundist eitthvað matar- legt þar. Á sumum stöðum höfðu verið settar nýjar gangtraðir á háa stólpa; en áður voru bátar hafðir á helztu strætum til að ferja fólkið. Úr heilum röðum húsanna hafði fólk ið flutt; enda spýttist vatnið út úr kjallaragluggunum. Það vátn kom mest úr ræsunum og var óhreint, en víða var vatnið komið upp á hurðir og glugga. Og enn þá má búast við að þetta aukist, því að flóðið að sunoan á eftir að koma hingað norður. Er þarna mikill munur frá því, sem áður var, því að Norwood var einhver fegursti partur bæjarins. — Sagt var á laugardaginn, að vatfi- ið væri komið i sjálfa bæjarhöllina; það spýttist upp um lokræsin i kjallaranum og var ilt við að gjöra, ef ekki ómögulegt. Þetta ollir alt feykilegu tjóni. Á mánuöagiíin var flóðið enn að hælýka, hafði hækkað um % fet eða meira á sunnudaginn í Norwood, og hélt áfram að hækka mánudagsnótt- ina, bæði hér í Winnipeg og suður- frá kringum Einerson. En það vatn á alt eftir að koma hingað. Eru því lítil líkindi til, að flóðið renni af hér næstu daga. Kvenfélag Fyrsta lúterska safnað- arins heldur samkomu í kyrkjunni á fimtudagskveldið 27. apríl (næsta fimtudagskveld), kl. 8 e. h. Ágætur söngur og hljóðifærasláttur og veit- ingar á eftir. Dr. Guðmundur Finn- bogason. doktor i heimspeki, verður á samkomunni, ávarpar fólkið og flytur kveðju frá gainla landinu. Kafli úr bréfi Glenboro, Man., 15. apr. 1916 “----------Eg þakka þér, ritstjóri góður, sérstaklega fyrir Heims- kringlu, sem mér likar ágætlega und- ir þinni stjórn. Sérstaklega átt þú þakkir skyldar fyrir alt, sem þú hef- ir um stríðið skrifað. Þú stendur þar sannarlega á réttri sjónarhæð. Striðsfréttirnar eru svo greinilegar og sannar og vel sagðar, að það ætti að afla blaðinu mikilla vinsælda; og svo allar-ifræðandi ritgjörðirnar viðvíkjandi stríðinu; að eg ekki nefni mannúðina, sem skín út úr hverri línu. Sambandsmenn ættu sannarlega að hafá örugt fylgi hvers einstaklings, ékki einungis í hinu brezka ríki, heldur hvar sem er í heiminum, þvi heiminum öllum stendur ógn og voði af því, ef hinn þýzki “Kultur” yrði sigursæll', og þú sannarlega gjörir þinn skerf til þess, að brýna sannleikann fyrir fólkinu----------” G. J. Oleson. LAND TIL SÖLU eða í skiftum fyrir kvikfénað, norð- vestur fjórðungur af Sec. 32, Twp. 19, R. 3 West; gott land nálægt Lun- dar, Man.. Hús, fjós og góður brunn- ur. Verð mjög sanngjarnt.—Suite 1, Sterling Bank Bldg., Winnipeg, Man. /Þ b I i ufyri rl eslitr verður haldinn í 804*4 Sargent Ave. (milli Arlington og Alverstone St.) fimtudaginn 27. apríl, kl. 8 síðdegis. Efni: Tvö lögmálin. Hver er mun- urimn á þessum tveimur lögmálum? — Sunudaginn 30. apríl, kl. 4 e. h. verður umræðuefnið: Hvað var það, sem Krist negldi á krossinn? Var það siðferðislögmálið?— Inngangur ókeypis. Allir velkomnir. Davíð Guðbrandsson. Til Sölu ágætt hús i vesturbænum. Framstofa, borðstofa, eldhús ogskrifstofa niðri, — 4 svefnherbergi, sumarherbergi og baðrúm uppi. Efni og smíði alt vandað (hard wood og lincrust fin- ishing niðri; bezta finishing og bvr- lap uppi). Allir söluskilmálar eins sanngjarnir og hugsast getur. Hkr. vísar á. Til leigu. gott land (% section) 2 mílur norð- ur af Winnipeg Beach, hálfa mílu frá vatni. Landið er inngirt, gott hús á því, og nógur heyskapur og viður. Ágætt fyrir familíu sem vildi byrja búskap og reisa nokkra gripi. Snúið ykkur til G. J. Goodmundson, 696 Simcoe St., Winnipeg Til íslenzkra hermanna í Winnipeg Fyrsti lúterski söfnuður í Winnipeg býður ölium íslenzk- um hermönnum, sem heima eiga eða staddir verða í Winnipeg næsta sunnudag, 30. apríl, til guðsþjónustu í kyrkju safnað- arins, á horninu á Sherbrooke Stroet og Bannatyne Avenue, kl. 11 f. h. Guðsþjónustan verður með sérstöku tilliti til her- inannánna, og verður reynt að gjöra l>eiin stundina som á- nægjuegasta. Fyrir hönd safnaðarina B. J. BRANDSON, forseti.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.