Heimskringla - 02.11.1916, Page 4

Heimskringla - 02.11.1916, Page 4
I 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. NÓVEMBER 1916 HETM SKRTTSÍItLA (Stofnufi 1SS(J) Kemur út á hverjum Fimtudegl. trtgefendur og elgendur: THB VIKING PHBSS, LTD. Verh blahsins í Canada og: Bandaríkjun- am $2.00 um árit5 (fyrirfram borgah). Sent ttl lslands $2.00 (fyrirfram borgat5). Allar borganir sendist ráT5smanni blaT5- *lns. Póst eha banka ávfs&nir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri S. D. B. STEPHANSON, ráhsmahur. Skrifstofa: 729 8HERBROOKG STRGET., WIIVN1PEG. P.O. Box 3171 Talsfml Garry 4110 ÉR SKULUM ALDREI SLIÐRA SVERÐIÐ fyrri en Belgía í fullum mæli er búin að fá alt, sem hún hefir í sölur lagt og meira; ekki fyrri en Frakkland er trygt og óhult fyrir á- rásum fjandmannanna; ekki fyrri en rétt- indum hinna smærri þjóða í Evrópu er áreið- anlega borgið, og ekki fyrri en hervald Prússa er brotið og að fullu eyðilagt.—ASQUITH. ------o----- B. L. Baldwinson og starf hans —o— Það er minningarblað B. L. Baldwinsonar þetta eintak Heimskringlu, — minningarblað þingmannsins, blaðamannsins, innflutninga- stjórans og mannsins B. L. Baldwinsonar. — Hann var sextugur hinn 26. október. Allur þorri Islendinga hér þekkir hann; að heita má hvert mannsbarn hefir annað- hvort heyrt hann eða séð hann eða lesið eftir hann eða heyrt hann flytja ræðu. En bezt ættu þó mennirnir að þekkja hann og lengst ættu þeir að minnast hans, sem á fyrri árum fluttu hingað örsnauðir og vonlausir um þol- anlega framtíð fyrir sig og sína á gamla land- inu; — þeir, sem létu leiðast til þess fyrir hans orð, að fara hingað með fjölskyldur sínar og ryðja sér hér nýjar brautir og leggja hér nýjan grundvöll gæfu og framtíðar sinn- ar og eftirkomenda sinna. Það rann að vísu af þeim margur svitadropinn, það hnýttu hendurnar, þeir urðu í fyrstu hart að þola, en hérna voru tækifærin, eins og Baldvin sagði þeim, og nú geta þeir glaðir litið yfir liðnar þrautir, glaðir hallað höfðinu til hvíldar, glaðir og vonfullir horft á framtíð barnanna sinna. Þeir gripu tækifærin og sigruðu. B. L. Baldwinson er snyrtimaður mestur allra landa, sem vér þekkjum. Þó að Baldvin væri í fötum erfiðismanna, þó að hann væri skinnum klæddur, sem íslenzkur sjómaður, þá mundi hann vera snyrtimaður; því það er honum meðskapað. Hann getur ekki gjört að því, og getur ekki kastað því frá sér; það er eðli hans. Ef menn líta Baldvin á gangi, þá sjá menn strax, hvað feykilega mikið maður þessi hefir af fjöri. Gangurinn er svo léttur og fjörleg- ur, sem hjá þeim, sem léttastir eru á beztta skeiði æfi sinnar, og er það ákaflega sjald- gæft hjá sextugum manni. Hver einasti vöðvi í öllum líkama hans er sem uppdregin stál- fjöður. Þetta hið mikla fjör hans hefir Iíka komið honum vel, og því er það ásamt öðru að þakka, að hann hefir getað afkastað jafn miklu. Baldvin er maður einarður og djarfur; hefir aldrei farið í króka og kann ekki þær leiðir. Þó að hann reyndi það, þá myndi hon- um takast það svo klaufalega, að hann reyndi það ekki oftar. Hann gengur beint að manni eða máiefni og segir hreint út skoðun sína og vilja, og dregur þá ekki af, því að honum er mjög illa við, að menn misskilji sig; en hitt hefir hann alla sína æfi fremur Iítið hirt um, hvort mönnum líkaði betur eða ver. Maður- inn hefir í öll þessi 29 ár, sem vér þekkjum hann, barist fyrir hugmyndum; barist og unnið af sannfæringu og trú, að mál þau, sem hann hélt fram, væru nauðsynleg velferðar- mál almennings. Baldvin er maður snarráður og staðfast- ur. Aldrei höfum vér vitað til þess, að Bald- vin hafi orðið ráðafátt, þó að eitthvað kæmi snögglega fyrir; eða orðfall í viðureign við menn af andstæðum skoðunum. Svörin urðu ef til vill stundum nokkuð frek, því að mað- urinn var svo heitur fyrir máli sínu. — En ráðin Baldvins voru æfinlega gefin af einlæg- um hug og hjarta. Og ráðhollari mann höf- um vér ekki þekt, enda hafa bæði einstakir menn og hópar manna haft mjög mikið gott af ráðum Baldvins, ef þeir hafa fylgt þeim. Og eitt var það í fari Baldvins og er enn og verður: Hann hfir samkvæmt kenning- um sínum. Og vér þekkjum ekki mann, sem eins ber skoðanir sínar utan á sér eða sýnir þær í allri sinni framkomu eins og Baldvin. Hvert einasta spor, hver hin minsta hreyfing segir: áfram, áfram, hiklaust og óttalaust! Drepist dauðýflin eða liggi þau eftir, — það er ómögulegt að bjarga þeim. — Það er seg- in saga, sem vér höfum þráfaldlega séð stað- festa, að öllum fjörmönnum og dugnaðar- mönnum er svo meinilla við þá, sem eins og draga á eftir sér bæði lærin, eins og í kaðli væru, eða þá, sem helzt vilja sofa 12 klukku- stundir á hverjum degi. Alt eðli hans var þeim svo andvígt, að hann gat ekki þolað þá nærri sér. En nú komum vér að því, sem mest ein- kennir Baldwinson, sem hefir verið hinn rauði þráður, sem rnunið hefir í gegnum alt hans líf, — sem gjörði hann að pólitiskum bardagamanni, að blaðamanni og þingmanni. Vér komum nú að starfinu og hugmyndinni, sem hann helgaði alla sína krafta og allar sín- ar framkvæmdir; að hans hjartans þrá og löngun, sem frá æskuárum hefir mótað alt líf hans, og að heita má stýrt hverju spori hans og handtaki, og um leið styrkt hann og eflt í allri hans baráttu; því að enginn mað- ur getur verið öruggur, ötull og traustur eða heiðarlegur og ærlegur, nema það séu innri hvatir og hugmyndir, sem gefi honum styrk- inn og þróttinn. En ef að þetta á að verða oss ljóst, þá verðum vér að hverfa aftur til æskuára Baldvins. Baldvin L. Baldwinson var fæddur úti á • Islandi, í Eyjafirði, af fátækum foreldrum. Hann ólst upp í fátækt, sem margur annar. En hann þoldi hana ekki eins og sumir aðrir, því að hann hefir verið ákaflega tilfinninga- næmur. Hann varð að þræla og vmna undir eins og hann gat borið sig. Hann sá vesæld- ina alt í kringum sig, og hjarta hans blæddi yfir þessum harðrétti, sem bæði hann og aðr- ir urðu að þola, og vonleysinu, sem lagðist eins og farg yfir fólkið. Baldvini hefir aldrei ógnað vinnan eða þrautirnar; því að það má segja um hann, að hann hefir verið helj- armenni til allra starfa, og árum saman hefir hann sem blaðstjóri og þingmaður haft tveggja manna verk og leyst vel af hendi. — En þarna á æskuárunum vann hann og þræl- aði fyrir gíg, vann að eins fyrir fæðinu, og því lélegu, og sá hópana í kringum sig sitja við sömu kjör. Og svo var annað: Dreng- urinn Baldvin L. Baldvinsson hafði belg full- an af viti og fróðleikslöngun, en gat enga fræðslu fengið. Þetta tvent fylti huga hans: tilfinningin fyrir vesældinni og hinu vonlausa ástandi manna í kringum hann; sárar til- finningar fyrir eigin basli og armæðu og löng- unin að fræðast, sem hann fékk ekki full- nægt. Þetta hefir soðið í honum og brent það mark á sálu hans, sem enginn hlutur hefir getað afmáð, því að það er þar enn. Vér getum hugsað oss hann, drenginn, eldfjörug- an og tilfinningaríkan, hvað honum hefir sviðið þetta, hvernig það hefir kvalið hann, hvernig hann hefir strengt þess heit, — að brjóta þessa hlekki af sjálfum sér og ekki einungis það, heldur af svo mörgum aum- ingjum og vesælingum úti á Islandi eins og honum væri mögulegt. Vitið sagði honum, að honum væri engin uppreisnar-von á íslandi. Hann varð að fara burtu, og vita, hvort hann findi hvergi blett í heiminum handa sér, — á Islandi var hann ekki. Kornungur, félaus, mállaus og vina- laus fór hann hingað, með hinum fyrstu vest- urförum, er af Islandi fóru, og óðara og hann var kommn fór hann að vmna og læra málið. Hann sá, að um það var engum blöðum að fletta: Honum reið eins mikið á að læra málið eins og að eta. Baldvin vann á daginn, en lærði á kveldin og nóttunni. Það hefir verið hart í fyrstu; en öll afreksverk eru hörð. Það þarf enginn lifandi maður að hugsa sér, að geta komið miklu eða góðu til leiðar með því að flatmaga í rúmi uppi. En Baldvin vildi gjöra meira en bjarga sjálfum sér. Hann sá undir eins, að það mundi honum vinnast. En hann vildi Iíka bjarga öðrum, — ekki einum eða tveimur, heldur hundruðum eða þúsundum. Hann vildi bjarga svo mörgum af Islandi frá ve- sældinni og fyrirlitningunni og eymdinni, sem hann hafði reynt þar sjálfur og séð aðra reyna. Hann varð brátt í flokki hinna allra fremstu Islendinga hér, og ungur var hann, þegar hann fyrst kom heim til Islands og fór að safna íslendingum saman til vesturfara hingað. Ein s og við mátti búast, varð mörgum iila við starf hans og voru honum mjög and- vígir. En á hinni fyrstu ferð sinni varð Bald- vin orðlagður um alt land. Það var þýðingar- laust, að reisa skorður við starfi hans. Bald- vin var vel fær í sjóinn þann. Fólkið hlýddi á hann og teygaði hvert orð af vörum hans, og árið 1887, þegar vér fórum af íslandi, fóru það sumar um 2,000 manna þaðan hingað. En Baldvini var ekki nóg að koma þeim hingað; hann bar þá einlægt fyrir brjósti eftir að þeir voru komnir vestur. Hann vildi hjálpa þeim áfram eins og mögulegt var, og ótalmargar voru þær ferðir, sem Baldvin hjálpaði þeim mállausum hér í Winnipeg, þegar menn komu utan úr sveitum og þurftu að fara inn á banka eða stjórnarskrifstofur. Viðkvæðið var æfinlega þetta: Farðu til Baldvins; það er eini maðurinn, sem vill og getur hjálpað þér og gjörir það fljótt. Vér munum eftir því; þegar Baldvin var á ferð- inni í þá daga. Þá var alt gengið. En Bald- vin gekk svo hart, að menn urðu að hlaupa við fót, til þess að missa ekki af honum. Það var alt svo hvatlegt og snarmannlegt, sem til Baldvins kom. Og svo voru ráðin Baldvins. Menn leit- uðu ákaflega oft ráða til hans og reyndust þau æfinlega holl; því að það er enn eitt einkenni Baldvins, hvað hann er ráðhollur. Og þegar svo Baldvin fór að keppa um sæti á þingi og þegar hann tók við ritstjóra- störfum, þá var það einmitt þessi hugmynd, sem vakti fyrir honum, að láta gott af sér leiða til að hjálpa nýlendunum, sem hann hafði sent flesta nýlendumennina til. Hitt var alt aukaverk: að lyfta sér úr fátækt, með frábærum dugnaði og sparsemi, til góðrar vellíðunar; að afla sér virðingar, ekki einungis Islendinga, heldur hérlendra manna, — það kom af sjálfu sér að heita má og hlaut að koma. En lífið og sálin í allri starfsemi Bald- vins var þetta: Að létta farginu á sem flest um landa sinna heima, og koma þeim þang- að, sem þeir hefðu tækifæri til að njóta krafta sinna til sálar og líkama. Ef að þeir voru nokkrir menn með dug og dáð og viti, þá hlaut vel að fara; — ef ekki, var ómögu- legt við því aö gjöra. Baldvin hatði gjört sitt, að útvega þeim tækifærin. Þetta hefir verið lífsstarf B. L. Baldwin- sonar og fyrir þetta mega þúsundir Islend- inga vera honum þakklátir. Vér höfum ekki minst á störf hans sem þingmanns; þau eru öllum kunn og hafa stórmikil verið. En þau hafa öll gengið í þessa áttina; Ný-Islending ar og Álftvetningar ættu að muna þau. -----Eins viljum vér geta: en það er, að æskilegra hefði verið, að samkoma þessi til heiðurs Mr. B. L. Baldwinson, hefði verið opinber, og mönnum gefinn kostur á að sækja hana, bæði almenningi hér og utan úr sveit- um. Vér getum trúað því, að menn hefðu komið í hundraðatali. Ræða B. L Baldwinsonar. Útdráttur úr ræðu heiðursgestsins í samsæti hinn 26. október 1916. Kæru vinir! Það þarf meira en meðal-þrelt til þess að fá staðið uppréttur undir þeim kynstrum af al- gjörlega óVerðskulduðu lofi, sern á mig hefir verið hiaðið hér í kveld, og þótt eg ætti líf að leysa, þá fæ eg ekki séð, hvers vegna þér hafið stofnað til þessa veglcga og fjölmenna sam kvæmis mér til virðingar. Því að frá mínu sjónarmiði er það engrar virðingar vert af neinum manni, að gjöra það, sem honum er ó- sjálfrátt — að draga að sér andrúmsloftið fram að sextugs-aldrinum, þegar heita má, að mað- urinn sé í blóma lífsins, hafi rétt verið lifað. Mannsæfin er svo stutt, jafnvel þegar menn ná háum aldri, að fæstir orka að inna af hendi nokkur varanleg afrek til sæmdar sjálfum sér og Ju-ifa l)ví þjóðfélagi, sem þeir alast upi> með. Eg álít rangt, að gjöra sextugs-afmæli manna að tilefni til hátíðarhalda, heldur ætti það að dragast, l»ar til þeir hafa náð hinu biblíulega 70 ára takmarki, eða jafnvel 5 árum lengur, og þá að eins að vera heiðraðir, þegar svo vel hef- ir verið starfað, að varanleg blessun fylgi því fyrir það þjóðféiag, sem þeir hafa starfað með og fyrir. En eg á ekkert slíkt skiiið og verð- skulda á engan hátt þá sæmd, sem mér er hér sýnd, bæði með þeim mörgu hlýju ræðum, sem fluttar hafa verið, né með gjöfinni fögru og verðmætu, sem þér hafið geffð mér, og sem eg hér með þigg og þakka. Ef til vill á ekki illa við, cf þér viljið veita mér fáeinna mínútna áheyrn, að ofurlítið yfir- lit sé gjört yfir framfarirnar, sem orðið liafa í þessu fylki í sl. 45 ár, síðan iandar vorir tóku sér hér bólfestu. Winnif>eg borg er þar til dæm is: Þegar fyrstu Isíendingarnir komu hingað vestur árið 1874, þp var hér að mcstu eyðimörk. Þar sem þessi borg stendur nú, voru nokkur tjöid og kofa-hreysi með fram árbökkunum og taldist þá vera hér alls 215 manns. Lífsþæg- inda varð þá hvergi vart, og hver vinnandi maður varð að taka á því, sem til var, til þess að tryggja sér bólfestu. FyrstJ innflytjenda- hópurinn íslenzki, sem hingað kom, fluttl það haust til Nýja fslands og þoldi þar fyrst um hríð raunir, sem telja má að jafnist við það, sem dimmast er og verst í sögu landa vorra á ísiandi. En þrátt fyrir þetta hefir löndum vorum farnast vel í Vestur-Canada, svo að hvergi á bygðu bóii hafa þeir tekið öðr- um eins framförum á jafnskömmum tírria. Eg sagði, að hér hefði verið eyðimörk fyrir 45 árum. Nú er hér borgin Winnipeg, þriðja strersta borgin f Canada, með 250 þúsund íbúum, að með töldum umhverfunum, sem tengd eru við hana. í stað hreysanna, sem áður voru, eru nú hinar prýðilegustu byggingar, að stærð og fegurð fullkomið ígildi þess, sem bezt er í hin- um öðrum borgurn ríkisins. fbúar þessarar borgar liafa á minna en hálfri öld náð þeim þroska, sern hinir eldri hlutar landsins hafa verið 200 ár að ná. Að vísu sé cg á bæklingi nýkomnuin frá Islandi, að vini vorum, síra Magnúsi Jónssyni, finst ekki mikið til um ástandið hjá okkur hér vestra. Hann finnur það meðal annars að fbúðarhýsum okk- ar, sem alment eru nefnd “Tenement Blocks’, og eru vitanlega lang-veg- legustu íbúðarhúsin, sem alþýða fólks á völ á að búa í. að þau hús séu meira prýdd að framan en að aftanverðu. En hann gætir þess ekki, að í þessu er nákvæmlega fylgt þeirri reglu, sem forsjónin virðist hafa sett; því að þér, sem séð hafið þenna prest, vitið, að hann sjálfur er gjörður, frá hcndi náttúrunnar, miklu prýðilegri útiits að framan en að aftan. Á jafn auðveldan og röksamlegan hátt má svara hverri aðfinslu prestsins í þessum bækl- ingi, ef menn telja hann andmæla verðan. — En eg var að tala um Winnipeg, þriðju stórborg ríkisins, með fjórðung milíónar íbúa og sínar veglegu stórbyggingar, með 50 al- þýðuskóla og þeirra 25 þús. nem- endur, að ótöldum nokkrum æðri skólum og einum háskóia; með verksmiðju-iðnað, sem veitir 25 þús- undum manna stöðuga atvinnu og framleiðir hundrað milíón dollars virði af unnuin varningi árlega; með 200 kyrkjum og yfir hundrað mílum af strætabrautuin og með stærstu hveitiverzlun, sem er í nokk- uri borg í heiminum. Þetta er fram- förin á minna en hálfrar aldar tíma- biii. Og tilsvarandi framför er hver- vetna úti í landsbygðinni í fylkinu. Alt var það óbygð auðn fyrir hálfri öid; en mikill hluti þess er nú bygð- ur og héruðin tengd með yfir 4 þús. mílum af járnbrautum; af þeim liggja 27 spor inn í þessa borg. Eins og framförin liefir orðið mik- il í þessu fylki yfirleitt, eins hefir framför íslendinga hér orðið mikil, og hagur þeirra breyttur til batnað- ar, frá því er þeir fyrst komu til fylkisins, og þeir hafa Jagt til sinn skerf eftir ástæðum til þessara fram- fara fylkisins og notið hagnaðar af þeirri miklu breytingu, sem orðið hefir. Nú, að þvf er snertir mitt starf, sem svo mikið hefir verið gjört af í ræðunum, sem hér hafa verið flutt- ar í kveld, þá er það að eins þrent, sem eg hefi fengist við, sem er þess vert, að þess sé að nokkru getið. Það er innflutninga-starfsemi mín, blaðamenska og þingmenska, og bezt af þessu er og verður æfinlega í mínum huga það litla verk, sem eg var svo lánsamur að mega vinna að innflutningum fólks frá Islandi til Canada. Eg leit frá öndverðu á það sem líknarstarf, að koma sem flest- urn frá þeim stöðvum, sem mér höfðu verið ógeðþekkar yfir í bezta landið, sem eg þekti undir sólunni, og þar sem þeim hefir að jafnaði lið- ið betur en á nokkrum öðrum stað á jarðríki, og það hlægir huga minn nú, við endurminningar þeirra 10 ára sérstaklega frá 1886 til 1896, þeg- ar eg sjálfur flutti út frá ísl^ndi fullar 7 þúsundir fólks og setti nið- ur í hin ýmsu íslenzku bygðarlög í Yestur-Canada, — að ein af afleið- ingum þeirrar starfsemi er sú, að auka herafla brezka veldisins í yfir- standandi stríði um þúsund manns eða þar um bil. Annars veit eg að flutningur íslendinga til þessa lands hefir orðið miklum fjölda þeirra til stórrar blessunar; en föð urlandi þeirra tii einkis hnekkis, ef ekki beinlínis til stórhagnaðar. Hvað blaðamenskuna snertir, þá ber mér ekki um hana að dæma. En það tvent liaföi eg jafnan fyrir aug- um, að svo miklu leyti sem blöðin eru leiðtogar fólksins, þá skyldi blað mitt reyna að beina fólki okk- ar á þær brautir, sem mér virtust vænlegastar til sannra þrifa þcss og framtíðarheilla. f öðru iagi hafði eg þá stefnu, að auka áiit á Islending- um út í frá, en að þegja yfir því, sem þjóðflokkinum væri til vansæmdar; og altaf tók blaðið máli þessa lands, þegar á það var Iiallað. Eg veit, að þetta starf mitt alt var ófullkomið.en eg gjörði þð bezta, sem kraftarnir leyfðu, — betur gat eg ekki. Þriðja atriðið: afskifti mín af op- inberum málum, voru, eins og vio mátti búast, meira gjörð af vilja en rnætti, og þó vona eg, að það hérað, sein veltti mér þá virðingu, að hafa um nokkurra ára bil forgöngu mála sinna á þingi þessa fylkis, beri þess einhver varanleg merki, að reynt hafi verið að vinna fyrir hag þess og velsæld. Eg bið yður að taka það ekki ,sem sjálfshól, þó eg segi, að þær framfarir, sem urðu í Gimli kjördæminu á því timabili, sem eg vann fyrir það sem þingmaður, urðu meiri en í nokkru einasta öðru kjör- dæmi í fylkinu. Þegar eg tók við kjördæminu, voru þar engar járn- brautir eða talþræðir og vegir svo fáir og illir, að þeir máttu heita al- ófærir. Lönd voru þar þá sama sem einkis virði á peningalega vísu, og framtíðarútlit alt svo dauft, sem hugsast gat. Þegar eg skildi við kjördæmið eða skilaði því af mér árið 1913, þá voru fjórar járnbrautir eftir því endi- löngu, svo langt norður, sem manna bygð náði. Talþræðir komnir norð- ur að íslendingafljóti og vestur að Árborg og lönd komin í sæmilegt vérð. Markaður fyrir alla framleiðslu greiður og góður, og framtíðarhorf- ur héraðsins glæsilegar og íbúarnir hugrakkir og vonglaðir. Og þó gat eg aldrei útvegað héraðinu eins mik- ið fé til vegabóta eins og eg hefði viljað geta; þeir fengu til þeirra þarfa þau árin, sem eg var við, tæp 3 J/j þúsund dollara á ári, að jafnaði- Það var ekki fyrri en aðrir mér hæf- ari menn tóku þar við þingstörfum, að fylkis-fjárveitingar komust kom- ust upp í 90 þúsund dollars á ári. Yður til fróðleiks má geta þess, að Nýja íslands bygðin, frá vatni vest- ur að hádegisbaug og frá merkjalæk að sunnan norður á bygðarenda, hefir frá því íslendingar komu þang- að fyrst fram til þessa dags, fengið styrkveitingar af opinberu fé, sem nema meiru en þriðjung milíónar dollara. ' Eins og yður öllum er kunnugt, hefi eg algjörlega slegið frá mér öll- um afskiftum opinberra mála. En eitt mél langar mig til að minnast á áður en eg sezt niður, af þvf eg lít svo á, að það varði framtíðarvel- ferð allra íslendinga í þessu landi. Eg á hér við það, sem eg kalla ein- angrunar-kenninguna. Mér hefir lengi fundist að fjöldi þeirra manna, scm til þessa tfma hafa verið leið- togar okkar fólks í Ycstur-Canada, hafl með leiðsögu sinni of mjög ein- angrað okkur frá hérlendu félags- lífi. Mér finst sú hugsun vera alt of ríkjandi hjá okkur, að við séum enn þá útlendingar í landinu; að við skoðum okkur vanhæfari menn, heldur en hina enskumælandi með- borgara okkar og finnum okkur því ekki færa til þess í samvinnu með þeim að beita áhrifum okkar á úí- lausn þeirra héraðsmála, áem okkur þó eru eins skyld og þeim. Mér finst að áhrif einangrunar-stefnunnar skapa hjá okkur vantraust á okkur sjálfum og gjöra okkur viljalausa til þess, að beita þeim áhrifum, sem við gætum haft til þess, að tryggja okk- ur atvinnulegan og embættalcgan hagnað, sem við annars ættum að njóta; og meðan þetta gengur svona inegum við búast við, að verða utan veltu í bardaganum fyrir daglegu brauði. Eins og kunnugt er hefir bæjarstjórnin hér yfir mikilli at- vinnu að ráða, og við fáum ekki okkar hluta af embættum þar eða annari vinnu, a! því við höfum þar engin áhrifaleg ítök, og það áhrifa- leysi er okkur sjálfum að kenna. Við þurfum að eiga íslending í bæjar- stjórn, en það eneins og það sé and- stætt vilja íslendinga, að svo verði. Fyrir 25 árum komst herra Árni Friðriksson hér í bæjárstjórn og beitti sínum áhrifum þar til mikils hagnaðar þeirri deild bæjarins, sem hann vann fyrir. En liann náði ekki endurkosningu og það varð okkur til tjóns. Tuttugu árum sfðar komst Árni Eggertsson í bæjarstjórnina og hafði þar mikil áhrif. Hann var talinn þar f fremri manna röð. En einnig liann varð að hætta því starfi af því margir íslendingar grefddu atkvæði og unnu'á móti endurkosn- ingu hans. Síðar reyndu þeir báðir Capteinn Skúli Hansson og Árni lögmaður Anderson, að kornast f bæjarstjórn; en hvorugur þeirra náði óskiftum atkvæðum íslend- inga, heldur unrili margir þeirra með hinum enskumælandi umsækj- endum, sém þeir þektu lftið eða ekkert og höfðu alls ekkert við að virða. Og nú síðast f fyrra sótti hr.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.