Heimskringla - 12.04.1917, Blaðsíða 7

Heimskringla - 12.04.1917, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 12. APRÍL 1917 HEIMSKRINGLA 7. BLS. Að nota hita jarðar- arinnar Eftir )>ví >sem fnamfarir allar i heiminum aukast, v-erSur mönn- um betur og betur skiljanlegt, bæði þeim, sem þjóðmegunarfræði stunda, og leikimönnum, hve léleg, ófullkomin og gamialdags kola- brenslan er, sem nú á dögum er algengust. Yissulega er nú ekkert til, sem afkáralegra er cn hún, o-g vafalauBt munu barnabörn vor hugsia með mikilli undrun til þess svo nefnda mentaða og upplýsta fólks, 'sem þó viðhafði jafn lélegan og kostbæran hlut eins og kolin. Það er hægt að afsaka stálverk- smiðju eigandann, sem notar kol- im, er hann gettlr unnið úr nám- unni rétt við dyr sínar. En það er ómögulegt að afsaka verksmiðju- eigandann eða heimilis eigandann, sem nota kol, er þeir verða að afla sér úr mörg þúsund' mílna fjar- Jægð. t>að er þekkingorskoi-tur vor í nútíðinni og sárgrætileg ó- fullkomnuni sem gerir slíkt mögu- Jegt. Pyrst þurfum vér að vinna kolin iir námunum. Og að menn, sem unnið gætu við svo margt annað gagnlegra fyrir þjóðina, gangi til slíkrar vinnu, séu grafnir beztu ár æfi sinnar niðri í iðrum jarðarinnar er engin glæsisaga af nútíðiaranenningu. Svo þarf að handfjaila kolin margoft eftir þetta áður en þau eru flutt á lest- irnar. Flutt eru þau svo oft og einatt óralanga leið—og kolum brent á ferðalaginu! Saga kolanna eftir þetta er eilífur flutningur, sí- felt verið að færa þau úr stað, unz að lokum þau seljast fyrir $7.00 til $12.00 tonnið—en eru þó ekki nema að mesta lagi $3.00 virði tonrjið. En enginn skyldi halda, að þetta sé endir sögunnar. Langt frá er að svo sé. Eftir að lvafa handleikið koiin töluvert á ný, tökum vér að brenna þeim, og fáum nú að njóta hitans af þeim—»em er þó svo kostbær—, en eitrum um leið and- rúmsloftið, dröguun eitur þetta of- an í lun-gu vor, þyrlum upp óend- aniegu ryki og fáum svo eins og í viðeigandi ofanálag að hreinsa burtu öskuna! Eftir að vér höf- um svo borgað dálítinn auka- kostnafj við að fá þessa ösku flutta burtu, setjumst vér niður inn 1 lestrarstofu og tökum að lesa síð- ustu tímaritin, sem fræða oss á, hve öll upplýsing og verklegar framfarir sé nú á háu stigi hjá þjóðiinmi. Yið lestur ]>enna hress- umst vér fljótt í anda og verðum stoltir af landinu, sem vér búum í, og af sjálfum oss. En samt -sem áður erum vér þó smátt og smátt að fá meðvitund um það, að til séu aðrir hlutir en kol, sem framleitt geti hita, ljós og afl. Fyrst og fremst höfum vér “hvítu kolin”—vatnsaflið. I’að er ekki eins kostbært, að senda “afl” eftir þræði, eins og senda það með járnbrautarlestum. í borginni Syraeaise í Bandaríkjunum hreyf- ast strætiisvagnarnár með rafmagni, sem fengið er úr afli Niagarafossins um 150 mílur f burtu. Og nú upp á síðkastið viðhefir hið öfluga Ohicago, Milwaukee and St. Paul DnjQ/i “ There’.s Mone'J rVíllöt/ m hens Poultry To increase the Nation’s Food Supply This is a Patriotic Natior^al Duty 10,000,000 That means 15 more hens on every farm in Canada. Raise two additional broods of chicks and let the hen help you increase pro- duction. Every pound of food produced helps defeat the enemy. Ten million more hens are needed to meet the home and overseas demand for eggs. Britain makes insistent demand for eggs at high prices. Patriotism and profit both urge you to increase the supply. Let the hen help you. Interest your boy and girl in poultry keeping. // you need information on any svbject connected with poultry raising and marketing, write, THE INFORMATION BUREAU, DOMINION DEPARTMENT OF AGRICULTURE, OTTAWA. HONOURABLE MARTIN BURRELL, Minister. Eg set Peninga i vasa ydar MEÐ ÞVÍ AÐ SETJA TENNUR 1 MUNN YÐAR Þeha er það, sem eg virkilega geri fyrir yður, ef þér komið til mín og látið mig gera þau verk, sem nauðsynleg eru til þess að tönnur yðar verði heilbrigðar og sterkar. — Eg skal lækna tann-kvilla þá, sem þjá yður. Eg skal endurskapa tönnurnar, sem eru að eyðast eða alveg farnar. Eg skal búa svo um tönnur yðar, að þær hætti að eyðast og detta burtu. Þá getið þér haft yfir að ráða góðri heilsu, líkams þreki og starfsþoli. Expression Plates Heilt “set” af tönnum, búitS til eftir uppfyndingu minni, sem eg hefi sjálfur fullkomnab, sem gefur ybur í annab sinn unglegan og eblilegan svip á andlitib. Þessa “Expression Plates” gefa yöur einnig full not tanna ybar. Þær líta út eins og lifandi tönnur. Þær eru hreinlegar og hvítar og stærb þeirra og afstaöa eins og á “lifandi” tönnum. $15.00. Varanlegar Crowns og Bridges Þar sem plata er óþörf, kem- ur mitt varanloga “Bridge- work” aö góbum notum og fyllir auða staöinn í tann- garöinum; sama reglan sem viöhöfð er í tilbúningum á “Expresslon Plates” en undir stöðu atriðið í “Bridges” þess- um, svo þetta hvorutveggja gefur andíitinu alveg eðlileg- an svip. Bezta vöndun á verkl og efni — hreint gull brúkað til bak fyllingar og tönnin verður hvít og hreln “lifandi tÖJHl.” $7 Hver Tönn. Porcelain og Gull fyllingar Porcelain fyllingar mínar eru svo vandaðar og gott verk, að tönnur fylta" þanníg eru ó- þekkjanlegar frá heilbrigðu tönnunum og endast eins lengi og tönnin. Gull innfyllingar oru mótaðar eftir tannholunni og svo inn- límdar með sementi, svo tönn- in verður sins sterk og hún nokkurntíma áður var. Alt erk niltt Abyrgnt að vera vandnð. HvaKn tannlieknlngar* sem þér þarfnlat, atend- ur hún yður tll bofln hér. Vottorð ok meðmffll I hundrnðatall frfl versl- nnarmiinnom, Nigmönn- um ok preatum. Alllr Mkoðaðir kofltnaKarlaunt. — I»ér eruð mér ekkeit ttkuld- hundnlr þfl eg hnfl jseflfi yðiir rfiðlt KKlimar viövfkjnndi tiinn- yðnr.. .Komið eðn tlltaklö A hvaðu tímn þér vlljlft komn, f Kcgniim talsfman. Dr. Robinson Birks Building, Winnipeg. DENTAL SPECIALIST járnbrautarfélag raflestir á braut- um sínum á 440 mílna löngu svæði. Þar þarf engin kol að brúka, en vatnsafl er notað, sem breytt er í rafmagn, og rafmagnið er svo leitt eftir mjóum þræði, sem sti’engdur er á staura með fram járnbraut- unum. En vatnsaflsstöðvar eru þó tiltölu- lega fáar enn þá. Áður langt um iíður verður enginn ónotaður foss til í landinu. Hvað á þá til bra-gðs að taka? Svarið kemur frá I-talíu. Og svar þetta er ekki liugsjón eða ritstjóra dagdraumur. Prins Gin- ori-Conti á ítalíu er eigandi að geysistórri aflstöð, sem bygð er á einu eldfjallasvæðiiniu ]>ar, og fram leiðir 15,000 hestöfl á hverri sek- úndu dags og nætur. H-ann bara tappar hita jarðarinnar á þann hátt, að hann hefir látið grafa pípur um 500 fet ofan í jörðina og 'með þessum hita, sem ekkert kost- ar liann, fær thanm hita.nn fyrir katlana, sem hreyfa vélarnar er framieiða rafmagnið. Og þetta, sem hann er að gera, er hægt að gera hvar sem er á hnettinum. Að vfsu þarf að grafa dýpra í sumum öðrum löndum til að ná í sama jarðhitann. En að grafa djúpt niður í jörðina, er ekk- ert torveit viðfangs í augum vél- fræðinganna nú á dögum. Sé hola grafin beint ofan í jörð- i-rna vfðast hér í iandi, eykst jarð- hitinn um 1 stig Farenheit á hverjum 40—50 fetum sem neðar dregur. Verður því að grafa 8,000 til 9,000 fet til þess að ná í 212 stiga hita, en þetta hitastig snýr vatni í gufu. Dýpi þetta er að vísu mikið og afar kostbært í fyrstunni, en sú mun verða rau-nim á, að fyrirhöfn þessi og kostnaður borgar sig vel, þegar frá líður. Að eins einu sinni þarf þetta að -gerast og rná svo njóta -hitans, sem þannig fæst, í margar aldir á eftir. Ekki þarf h-eldur að grafa svo djúpt á sum- uim stöðum; 2,000 íeta dýpi verður oft næglegt til að ná í 212 stiga hita. 1 eiinstöku stöðum úbheimt- ist jaf-nvel minna dýpi en þetta. Til dæmis í Yellowstone Park, er sjóðandi vatn á yfirborði jarðar- innar. Ekki verður þess lan-gt að bíða, að borgir og sveitir hér f iandi færi sér þetta f nyt og nái ]>a-nnig í hita þann, ijós og afl, sem l>örf er á. Og þau rfki, sem búa við kola- skort og skort á vatnsafli ættu ekki að láta dragast lengur að reyna aðferð Prins Ginori-Conti á ítalíu. Slíkar jarð-hitastöðvar 'myndii borga -allan kostnað, sem útheimt- ist við að koma l>eim á fót, á einu eða tveimur áru-m. (Þýtt lausl. úr “The Eleetrical Experimenter.”) -----o----- Merkilegt bréf Eftirfylgjandi er þýðing af sendi- bréfi til hefðarfrúr í Svi-sslandi frá skóla-sysitur hennar og vin-konu, sem er dóttir hátt standandj em- bættismanns á Þýzkalandi. Bréf þetta, sem ritað var á þýzku en kom út f franskri þýðingu í blað- inu “Tribun-e de Gevive’’ 101. Febr. 1917, var sent til blaðsins Wfnni- peg Frce Press af R. la Freyetti, 253 Garry str. Winnipeg. Bréfið er skrifað í Frankfort á Þýzkalandi og dagsett 20. Júlí 1915. “Kæra litla Lovísa mín! Innihald síðasta bréfs þíns til mín hefði alveg gert út af við mig, ef eg hefði ekki vitað, að skoðun þín á voru dýrðlega striði er sprottin af þínum átakaniega ]>ekkingarskorti. Þú býrð í landi, sem gegnsýrt er af hinum gömlu frelsishugnvjmdum, sem orðnar eru tveimur öldum eða meira á eftir tímanum, saman borið við oss. Þig van-tar góða inntöku af prúss- neskri menningu. Það er auðvit- að eðlilegt að þú—kvenmaður frá Svisslandi—með skoð-anir, sem eru sniðnar eftir frönskum móði, getir ekki skilið, hvernig mitt unga, þýzka hjarta skoðar stríð ]>etta. Við áttum tal um það fyrir árum síðan, og þá sagði faðir minn við okkur: “Þýzkaland er að verða of iítið fyrir okkur -hér, vér verðum að snúa oss að Frakklandi til að ná í landauka og afla oss meiri peninga.’’ Þetta sagði liann ]>á. Er það nú vor sök, þó Frakkar vilji ekki skilja eða viðurkenna, að vér þuríum á meira landi og meiri peningum að halda? Þú minnist á, að hermennirnir ha-fi farið harkalega með þessar belgisku skepriur, -og enn fremur mimnist þú á eyðileggin-g dómkirkjunnar í Rheim-s, sem og rán og brennur þorpa og bæj-a. En svarið er: það I er framið í strfði. Þú átt mikið enn eftir -að læra, til þess að geta orðið jiafnsnjöll oss. Eg get ábyrgst þér það, að alt sem gert hefir verið upp til þessa dags, er lítiiræði sarnanborið við það, sern í vændum er í nálægri framtíð. Það er á yfirstandandi tíð að ei-n« einn mannflokkur, sem verð- ugur er eða fær um að ráða yfir öllum öðrum þjóðum jarðarinnar, og sem komist hefir á -hæsta stig tnenningarinnar (eiivlization), og sá nmnnflokkur eru Prússar. hátt, að hinir fyrstu menn, Adam og Eva, hefðu verið Prússar. Þetta er mjög auð-skilið, því biblían segir að Prússa guð hafi skapað oss í sinni eigin mynd. Þess vegna, ef vér erum komin út af þessuin prússneska Adam og konu hans, þá ættu að eims Prússar að vera viðurkendir sem ríkjandi þjóð í veröldinni, og Þjóðverjar, ásamt öllu sem grær og framleitt er í ver- öldinni, ætti því að vera vort. Allir hljóta að játa, að þessi á- iyktun er réttmæt, og að vor eink- unnarorð ættu að vera: “Guð er m-eð oss, Þjóðverjar yfir öllu.” Þú skilur nú auvitað hvers vegna vér -vildum -hafa stríð. Er það ekki skamfmarlegt, að aðrar þjóðir, sem ekki bafa einu sinni rétt til að liía á jörðunni—, skuli vilja þröngva okk-ar rétti. Vér er- um sá ei-ni rétti, heilagi ávöxtur, en aðrir að eins hið óhirðandi, ó- nýta hismi. Það er orsökin til þess að vor mikli keisari, hinn full- megtugj guðs á jötðu, hefir nú á- kvarðað að gera enda á öllu þessu mikla ran-glæti og vinsa úr alt skemda og vonda útsæðið. Skil- urðu mig nú? Eg tek -svo í hönd þfna sem sannur Prússi, og skólasystir og vina. Eg segi, vér Prússar, því þó að Þjóðverjar yfir höfuð séu guðs út- valin þjóð, þá eru Prú-ssar vafa- laust kjörnir af drotni til þess að stjórna Þjóðverjum. Allar aðrar þjóðir, og þar á meðal—til allrar ógæfu—aumingja Svi-ssland, eru lágt standandi og lítils verðar. Það er þess vegna, að eg lrefi ætíð verið -stolt af þ\’í, að vei'a san-n-ur Prússi. Það var seinast í gærdag, að presturinn okkar útskýrði fyr- ir okkur á mjög skilmenkilegan S J. Jóhannesson þýddi. ♦ : ♦ ♦ t ♦• ♦ ♦ ♦• ♦• ♦ Mórauða Músin Þessi saga er bráðum upp- genginn, og settu þeir sem vilja i eignast bókina, aö senda osa ♦ pöntun sína sem fyrst. Kostar t ♦ 50 cent. Send póstfrítt. J FULLKOMIN SJÓN HOFUÐVERKUR HORFINN Biluð sjón gjörir alla vinnu erfiða og frístundir þreytandi. Augnveikur maður nýtur sín ekki. Vér höfum bezta útbúnað og þaulvana sérfræðinga til þess að lækna alla augnakvilla. — Sérstakur gaumur gefinn fólki utan af landi. Þægindi og ánægja auðkenna verk vort. OPTOMETRIST * Ó • I íil LA/Il, AND OPTICIAN Áður yfir gleraugnadeild Eaton’s. 211 Enderton Building, Poítage and Hargrave, WINNIPEG B0RÐVIÐUR SASH, DOORS AND MOULDINGS. Vi8 höfum fullkomnar byrgSir al öllum tegundum. VerSskrá verður send hverjum, sem æskir þess. THE EMP/RE SASH <£ DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511 Hveitibœndur! Sendið korn yðar 1 “Car löts”; seljið ekk i í smáskömtum,— Reynið að senda oss eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munum gjöra yður ánægða, — vanaleg sölulaun. Skrifið út “Shipping Bills’ þannig: NOTIFT STEWART GRAIN COMPANY, LIMITED. Track Buyers and Commission Merchants WINNIPEO, MAN. Vér vísum til Bank of Montreal. Peninga-borgun strax Fljót viðskifti A. McKellar The Farmers, Market 241 Main Street. WINNIPEG Bœndur, takið eftir! Fyrir óákveðin tíma horgum vér eftirfylgjandi prfsa:— Hænsni, lifandi, pundið.........................................16c Ung hænsni lifandi, pundið______________________________________20c Svín, frá 80 till50 pund á þyngd, pundið______________________16i/2c Rabbits, (liéra), tylftina..—............................30 til 60c Ný egg, dúsfnið.................................................45c Húðir, pundið .„_............................................._..i9e Mótað smjör, pundið______________________________________33 til 35c Sendið til McKellar, og nefnið Heimskrtnglu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.