Heimskringla - 10.05.1917, Side 4

Heimskringla - 10.05.1917, Side 4
4. BLAÐSIÐA HEIM8KRINGLA WINNIPEG, 10. MAÍ 1917 HEIMSK HINGLA (Stofnnð 188«) Kemur út á hverjum Flmtudegl. Utgefendur og eigendur: THB VIKINtí PttBSS, LTÐ. Verh blahslna I Canada og Bandarikjun- am $2.00 um árlti (fyrirfram borgaB). Sent tll lslands $2.00 (fyrirfrara borgati). Allar borganir sendist rátSsmanni blatS- *lns. Póst etsa banka ávísanir stýlist til The Vlklng Press, Ltd. O. T. JOHNSON, rltntjórl. S. D. B. STEPHANSON, rátSsmatSur. Skrifstofa: T20 SHERBKOOKE STREET., WINNIPEG. p.o. Box 8171 Tnlslml Gnrry 4110 WINNIPEG, MANITOBA, 10. MAI 1917 Ráðstefnan í Bandaríkjunum Þýðingarmikil ráðstefna stendur nú yfir í Bandaríkjunum. Þegar saga þessara tíma verður síðar skrifuð, verður ráðstefna þessi ef til vill talin einhver þýðingarmesti við- burður stríðsins. Mæta á henni, eins og sagt hefir verið frá í blaðinu áður, fulltrúar frá öllum bandaþjóðunum. Þátttaka Bandaríkjanna í stríðinu kom þessu til leiðar. Á ráðstefnu þessari á að ræða öll mál stríðinu viðkomandi. Þannig á Bandaríkjunum að gefast tækifæri að læra af reynslu hinna þjóðanna. Við hverri yfir- i sjón, sem þær hafa gert, verða þau vöruð. Þannig verður kraftur þessa öfiuga lýðveld- is vakinn. Og engum minsta vafa er það bundið, að þátttaka Bandaríkjanna í stríð- inu verður aflið, sem ræður því til lykta. Auðmagnið þar er ekki neitt smáræði og miljón hermenn geta Bandaríkin sent áður margir mánuðir líða á orustuvöllinn á Frakk- landi. Um annað eins munar. Neðansjávar bátar Þjóðverja gera mikið tjón með viku hverri og er þetta heldur að fara í vöxt í seinni tíð. En hugvit Banda- ríkjamanna er nú farið að glíma við ófögn- uð þenna ásamt öðrum þjóðum, og því góð von til, að einhver vörn gegn þessu verði fundin. Sagt er að Edison gamli sé nú að fullkomna uppfynding eina, sem ef til vill muni koma neðansjávar bátum Þjóðverja algerlega fyrir kattarnef. Aðrir uppfynd- ingamenn Bandaríkjanna standa heldur ekki með höndur í vösum. Fáar þjóðir jafnast á við Bandaríkjaþjóðina hvað verklegt hugvit snertir. Frá byrjun stríðsins hefir samúð Banda- ríkjanna komið í ljós með Frökkum. Vörn þeirra, sterk sem stálið og heit sem bálið, gegn árásum hins öfluga hervalds Þjóðverj- anna hefir vakið aðdáun hjá Bandaríkja- þjóðinni. Sendiherrar Frakka á ráðstefn- unni hafa því fengið góðar viðtökur. Þetta eru heldur engin smámenni. Viviani, fyr- verandi stjórnarformaður, og Joffre, fyrver- andi yfir hershöfðingi. Einnig aðrir máls- metandi menn Frakklands. Hjá öllum þess- um mönnum hefir komið í ljós eldheitur á- hugi við þessa ferð þeirra til Bandaríkjanna og allir gera þeir sér beztu vonir um þátt- töku þessa mikla lýðveldis í stríðinu. Hon. A. J. Balfour, utanríkis ráðgjafi Breta, er formaður fulltrúanefndarinnar frá Englandi. Hann er atkvæðamaður mikill og líklegur til þess að hafa mikil og góð áhrif í Bandaríkjunum. Fulltrúa nefndin frá Rússlandi er ókomin enn þá, en von á henni bráðlega. Allar þessar lýðfrjálsu þjóðir, sem full- trúa eiga á ráðstefnu þessari, berjast nú und- ir sama merki. Þær eru allar knúðar fram af sömu lýðfrelsis hugsjónunum. Einveldið þýzka er ef til vill mikið og máttugt enn þá, en undan sameinuðum krafti lýðfrjálsu þjóð- anna hlýtur það að láta á endanum. Það er engin ástæða til þess að vera von- dapur. + * Um ritstjórnargreinar Lögb. Ritstjóri Lögbergs er orðhvatur maður og að sama skapi pennafimur. Með fádæma orðmælgi ritar hann um alla hluti í jörðu og | á. Þannig hygst hann að gera Lögberg að } fyrirmýndar-blaði. Lofsöng fagran er hann ! svo einlægt að syngja sjálfum sér og blaði j sínu. — Aðal kjarninn í “Bitum” er hrós það, sem ritstjórinn er sí og æ að Iesa yfir blaðinu. Hefdur hann að sjálfsögðu, að þetta muni efla vinsældir þess og tryggja framtíð þess. Ekki alls fyrir löngu byrjaði hann á helj- ar langri ritstjórnar grein—sem aldrei ætlar að taka enda, því einlægt er framhald í næsta blaði! Grein þessa nefnir hann “Framtíð Canada”, og reynir hann með mælgi mikilli að gera hana sem allra fjöl- breyttasta að efninu til. Flestum íslenzkum Canadamönnum mun þó virðast grein þessi frekar léttvæg í alla staði. Enda er tæp- lega við því að búast, að maður, sem til þess að gera hefir að eins verið hér stuttan tíma, sjái Canada sömu augum og þeir Is- lendingar, sem verið hafa hér lengst; eða hann beri þann hlýleika í brjósti til þesssa lands, er einkennir þá, sem fæddir eru hér og uppaldir. Hans kalda rökfræði hrífur því hugi fárra Canadamanna, því hann skortir ástina og einiægnina. Á einum stað bregður hann upp mynd, sem á víst að vera af Canada, samhliða þess- ari ritstjórnargrein sinni. — Hér er átt við ritstjórnargreinina “Samtal”, sem birtist í Lögbergi 12. apríl s.l. — Segir grein þessi frá manni, sem leggur leið sína út í sveit eina og kemur þar til bónda, þegar hann er í óða önn að taka upp kartöflur sínar. Fjór- ar hrúgur af kartöflum eru þarna í garðin- um. Stærstu hrúguna segist bóndinn gefa stjórninni, aðra hrúguna segist hann gefa landeigandanum, en þriðja hrúgan skiftist á milli prestsins, hersins og lögreglunnar. Fjórðu hrúguna segist hann gefa svínum sínum; en þær kartöflur, sem svínin vilji ekki éta, hafi hann fyrir heimilið. — Þetta er myndin, sem brugðið er upp af Canada- bændunum. Þetta er framtíð Canada. Eftir að hafa birt annað eins og þetta í blaðinu er ritstjóri Lögbergs samt svo fífl- djarfur, að þykjast geta gefið öðrum rit- stjórum lexíu í stjórnmálasögu landsins. Ritstjórnarsíða Lögbergs, sem út kom síð- ustu viku, fjallar öll um stjórnmál frá upp- hafi til enda. Ekkert blað í Canada ræðir nú stjórnmál af eins miklum hita og kappi og Lögberg. Helzta málgagn liberala hér í Winnipeg, blaðið “Free Press”, þolir þar engan samanburð. Hvað þessi gauragang- ur í Lögbergi á að þýða, vita menn ekki; en flesta mun þó gruna, að þessi mikli hiti sé sprottinn af þrælsótta, en kappið af flokks- fylgi.. Aðal greinin, sem birtist á ofannefndri ritstjórnarsíðu, nefnist, “Farðu heim og lærðu betur.” Grein sú leggur í byrjun mikla áherzlu á það, hve fáfróður ritstjóri Heimskringlu sé hér í öllum stjórnmálum. Og af þessum orsökum finnur ritstjóri Lög- bergs sig knúðan til þess að setjast niður og og skrifa “part úr stjórnmálasögu Canada.” Byrjar hann sögu þessa með því, að segja frá, að afnám hveititollsins hafi verið kapps- mál stjórnar og þjóðar frá 1866 til 191 1 ( ! ) Þannig kemst hann að orði um tvö tímabil tveggja andstæðra stjórna og heldur þetta víst nýjustu stjórnfræði. Með miklum spek- ingssvip segir hann þá líka frá því, að “gagnskifti samskonar’ hafi verið á milli Bandaríkjanna og Canada frá 1854 til 1866. —Er þá engu líkara en hann haldi, að eng- inn viti þetta í Canada nema hann. Leggur han næst mikla áherzlu á það, að Banda- ríkin hafi aftekið þenna samning þá, af því þeim hafi fundist Canada hafa of mikinn hagnað af honum. — Svo tekur hann að segja frá stjórnar árum Sir John Macdonalds. Telur hann hafa ver- ið “dugandi mann og framsýnan” og þannig hafi því verið varið með fleiri conservatíva þá á dögum. Með velvöldum orðum segir hann frá baráttu hans og þeirra í tollmálinu. Bendir á það, meðal annars, að þá hafi gagnskiftastefnan verið sameiginleg stefna beggja flokkanna um langan tíma. En ves- alings Lögbergs ritstjórinn gleymir svo mörgu, sem taka þarf fram í sambandi við þetta. Hann gleymir með öllu að minnast á það með einu orði, að á þeim dögum var auð- magnið í Bandaríkjunum ekki svo öflugt að mikil hætta væri á, að iðnaður og annað hér í Canada gæti orðið því að bráð. Þá var hagnaðurinn af gagnskiftunum sameiginleg- ur fyrir þessar tvær þjóðir. En þegar auð- félögin í Bandaríkjunum urðu öflugri og auðmagnið þar meira, fékk þetta alt annan blæ í augum þeirra stjórnmálamanna hér, sem mest báru hag heima-iðnaðarins og heima-verzlunarinnar fyrir brjósti. Af þess- um orsökum breyttist afstaða conservatíva flokksins í þessu máli. En eins og við mátti búast, gengur ritstjóri Lögbergs alveg fram hjá þessu atriði. Hann fer Iíka að fara fljótt yfir söguna eftir að liberalar eru komnir til valda 1896. Er sér einhvern veginn þess meðvitandi, að þetta muni heppilegast. Segir að vísu, að liberalar hafi gert tilraunir að koma gagn- 'skiftunum' á, sem allar hafi mishepnast (ekki segir hann þó nákvæmiega frá tilraunum þessum, sem ekki var við að búast—þar sem þær voru. sama sem engar). Á endanum hafi Sir Wilfrid Laurier svo staðið uppi ráða- laus í þessu máli og þá spáð því, að tilboð í þessa átt myndi koma frá Bandaríkjunum seinna. Heppilegast væri því fyrir Canada- þjóðina að bíða bara og vera róleg. Um stjórnarár liberala er Lögbergs rit- stjórinn ekki margorður. Hann gleymir að segja frá helztu gerðum þeirra í þjóðar þarf- ir—járnbrautabraskinu og öðru. Hann seg- ir ekki frá því, að þeir lækkuðu tollinn á gullstássi og öðru dóti, sem auðuga fólkið kaupir, en hækkuðu aftur á móti tollinn á tóbaki og einnig á ýmsum nauðsynjavörum, sem fátæka fólkið kaupir. Sýnir þetta ekki ljóslega, hve miklir stjórnmálapostular liber- alar eru? Loksins kemur svo gagnskifta tilboðið umrædda frá Bandaríkjastjórninni. Liber- alar rjúka upp til handa og fóta og gera gagnskiftamáiið að grundvallarstefnu sinni í kosningunum 1911. En brezka þjóðernið í Canada var vaknað til meðvitundar um hætt- una, sem ef til vildi myndi yfir vofa, og kærði sig því ekki um að eiga neitt á hættu. Úrslit kosninganna urðu því þau, að liberöl- um var kollvarpað. En ekki var að undra, þó ritstjóri Lögbergs væri fámáll um þessar kosningar. Hér vissi hann síg vera á hál- um ís. Hann sagði heldur ekki frá því, að con- servatíva stjórnin lækkaði toll á öllum land- búnaðar verkfærum unz tollur þessi var orð- inn miklu lægri, en hann var á stjórnar- tíð Iiberala—gagnskifta postulanna sjálfra. Hann mintist heldur ekki með einu orði á hina stórkostlegu breytingu, sem varð á öllu þegar Bandaríkin sögðu Þýzkalandi stríð á hendur. — Ritstjóri Lögbergs er eins og blindur fyrir öllu stríðinu viðkomandi. Eða þannig hefir oss virzt hann vera frá þeirri stund, að hann vildi gefa Þjóðverjum heim- farar leyfi í byrjun stríðsins. En á meðan honum er þann veg farið, getur hann ekki talist í röð þeirra manna, sem eru vakandi og lifandi fyrir þörfum samtíðarinnar.— Hann virðist ekki geta séð, að þátttaka Bandaríkjanna í stríðinu hafi neina mikii- væga þýðingu fyrir Canada.. Hann virðist ekki geta séð, að afstaðan er nú alt önnur en áður var, — að Canadaþjóðin og Banda- ríkjaþjóðin eru nú tvær sarnhliða stríðandi þjóðir. Velferðarmál annarar er því vel- ferðarmál beggja. Þessar tvær þjóðir keppa nú samhliða að sama takmarki. Eng- inn veggur af neinu tagi má því vera á milli þeirra — stríðið hefir tengt þær bróður- böndum. En stjórn Canada sá þetta og skildi. Og nú nam hún tollinn af hveitinu. Steig þetta spor til þess að gera Canadabændunum mögulegt að selja kornbirgðir þær af lélegra korninu, sem þeim annars hefði ekki verið unt að selja. Og var þetta um leið hagnað- ur fyrir Bandaríkin. Gagnskifti þessi eru nú komin á og reynslan ein verður að skera úr, hvernig þau gefast. Að vísu var þetta stríðs ráðstöfun, en þó engin ástæða til áð ætla, gefist þetta vel í reynslunni, að það fái ekki að haldast eftir stríðið. Verður mál þetta svo ekki rætt frekara að sinni, en síðar verður það tekið rækilega til íhugunar. En þá ráðleggingu viljum vér gefa rit- stjóra Lögbergs, að láta sér annara að fræð- ast eitthvað sjálfur, en að skipa öðrum að fara heim og Iæra betur. Hann hlýtur nú að hafa það á samvizku sinni, að hafa skrifað þá lélegustu stjórn- málasögu, sem nokkurn tíma hefir verið á “þrykk látin ganga.” Jóhann Sigurjónsson. Vafalaust hefir það verið öllum Vestur- Islendingum gleðiefni, að austur-íslenzka skáldið, Jóhann Sigurjónsson, hefir nú hlot- ið nýja viðurkenningu hjá erlendum þjóðum. Eins og sagt var frá í síðasta blaði hefir sjón- leikur hans “Fjalla-Eyvindur” verið þýddur á ensku í Bandaríkjunum, verið leikinn þar og fengið þar mikið lof í enskum blöðum. Um leið og Vestur-Islendingar gleðjast af þessu, ætti þetta að erða þeim umhugsunar- þessu, ætti þetta að verða þeim umhugsun- arefni. Vestur-Islendingar hafa dvalið hér í landi í rúm 40 ár. Ailan þenna tíma hafa þeir verið undir handarjaðri enskrar menningar hér. Yngri kynslóðin hefir gengið á ensku skólana, frá þeim lægri til þeirra' hærri. Margir Vestur-Islendingar hafa útskrifast af háskólunum með bezta vitnisburði. Margir af mönnum þessum skipa nú ýmsar æðri stöður hér í landi.—Enginn þeirra hefir þó ort neitt eða samíið, sem aðra eins viður- kenningu hefir fengið hjá enskumælandi þjóð — og sjónleikurinn “Fjalla-Eyvindur” hefir nú hlotið. Austur-fslendingur, sem aldrei hefir til þessa lands komið, stígur nú upp á leiksviðið fyrir framan enska þjóð— en Vestur-íslendingar sitja hér og þar í áhorfenda hópnum. Hvernig víkur þessu við? Sjónleikurinn “Fjalla-Eyvindur” getur ekki talist stórt skáldverk, sem þoli saman- burð við beztu leiki annara þjóða. En leikurinn hefir sögulegt gildi —og hann er íslenzkt skáldverk, sem bygt er á þekkingu böfund- arins á íslenzku þjóðlífi. Ef skáldið hefði ekki þekt íslenzka þjóð eins vel og hann gerir, hefði hann ekki getað samið þenna sjónleik. Hann hefði þá ekki getað brugðið upp þessum ramm- íslenzku myndum; — myndinni af útilegu manna lífinu við barm ís- lenzkra fjalla—myndinni af þess- ari skapstóru konu, sem að hætti íslenzkra fornkvenna er viljug að leggja á sig allar þrautir og alt böl sökum sinnar stóru og óbifanlegu ástar. Þetta er aðal-mynd sjón- leiksins — eilífðar gimsteinn ís- lenzkra sagna, sem aldrei verður viðurkendur til fulls. Slíkar myndir, íslenzkar þjóð- lífsmyndir, þekkja ungir Vestur- Islendingar ekki eins og skyldi og í því er leyndardómurinn fólginn. En ætti þetta ekki að vera þeim hvöt að leggja meiri rækt en þeir gera við íslenzkar listir og bókmentir? ----o---- Við austurgluggann Eftir séra F. J. Bergmann. 11. Þegnskyldueiöurinn. Míkið er um okkur útlending- ana taiað nú um þessar mundir, bæði sunnan og norðan landa- mæranna. Mest er ]>að auðvitað um Þjóðverja eða menn af þýzkum ættum. En samt meira og minna um alla útlendinga. Það er tekið eftir þeim meir nú en, nokkuru sinni endrarnær. Innlendir menn leggja eyrun við, hve nær sem eitt- hvað ber á góma, sem gefur í skyn, hverjum auguin þeir líta á borg- aralegar skyldur sínar nú á þess- um hættutímum. Það er að búast við, að hérlend þjóð taki sér það nærri, eins og nú er ástatt, ef hún verður þess vör hjá fólki, sem hér er búsett og hef- ir notið allra gæða landsins um lengri eða skemri tíma og allra réttinda innfæddra borgara, þeir tala og koma fram með stöð- ugt meðhald með óvinaþjóðunum og málstað þeirra, en alls konar tortryggingar og ófrægingar í garð þjóðarinnar, er þei, búa með og ætti ;að skoða sig sem einn hluta af Siíkt tal er hverjum manni hinn mesti ósómi. Ilann ætti að minsta kosti að kunna að þegja. Vita- skuld er það vorkunn, þótt Þjóð- verjum og Austurrikismönnum renni blóðið til skyldunnar og taki sárt til þjóðanna, sem þeir eru runnir af. Og öldungis er það rangt, iað iáta þá gjalda þess í nokkurum hlut, ef þeir hegða sér rétt í orðum og gjörðum. En þetta um borgararéttinn er alvörumál. Það ætti allir útlend- ingar að gera sér ijóst. Hollustu- eiðurinn, sem bver maður verður að vinna um leið og hann gerist borgari landsins, er einn af dýr- ustu eiðum, sem unnir eru, og ætti hverjum manni lað vera heilög skylda að haida. Þetta um borgaraeiðinn og skyldurnar, sem honum fylgja, vaktist upp í huga mínum af nýju við að lesa smágrein úr Banda- ríkja-blaði. Þiað er bréf frá Þjóð- verja einum, Prederick L. Hoff- rnann í Newark í ríkinu New Jer- sey, er bann ritar blaðinu New York Evening Post. Það er á þessa leið: “Eg er fæddur á ÞýzkalandJ. Hefi átt heiijia hér í þessu landi meira en 30 ár og verið borgari í 25 ár. Þegnskyldueiðurinn heimtar “ajð verndia stjórnarskrá Banda- ríkjanna, að slíta og sverja sig undan allri hollustu og hlýðni við sérhvern erlendan þjóðhöfðingja, valdhafa, ríki, eða veldi, hverju nafni sem nefnist. “Þessi eiður bindur miljónum saman amerískra borgam af þýzk- um ættum, sem standa augliti til auglitis við liriau.sanr-atriði, er krefst verklegra framkvæmda, fremur en orða, Það er nú á þá skorað, 'að láta breytni sína verða í samræmi við þegn- skyidueiðinn og koma fram með sönnun þess, að þeir eigi skilið að njóta þeirra óumræðilegu hlunn- inda, sem fylgja horgararétti Bandaríkjanna, þar sem er lað ræða um vörn þjóðarinnar gegn erlendum óvini. “Það er harmleikur sögunnar, að þýzk stjórn skuli hafa brotið af sér traust vort og velvildarhug með gegndarlausum og ásettum á- rásum á líf og eignir amerískna borgara. Sá ósóminn, sem kórónar þó alt annað, er samsærið gegn Jandinu sjálfu. “Sökum þess er það óljós þjóð- ræknisskylda sérhvers Ameríku- manns af þýzkurn rettum, að láta skilyrðislausa löghlýðni í té í fylsta mæli við málstað þjóðarinn- ar, og allan þann stuðning í verki, sem á þarf að halda, til þess að vinna fullkominn sigur, er orðið geti heiminum trygging varanlegs friðar. Skylda þessarar stundar er ótvíræð og hverjum einasta manni af erlendum ættum ætti að vera ant um að sanan, að þegnskyldueiðar eru ekki þýðingarlausir og að hægt er að sýna, í sambandi við amerísk- an borgarrétt, hvernig þeir geta birzt i verknaði, er varanlegt gildi liefir.” Svo ætti alhr erlendir menn að- mæla, sem njóta borgararéttinda og landsins gæða, hvort heldur hér í Kanada eða í Bandaríkjum, Það er ekki von, að Kandamönn- um eða Bandaríkjamönnum standi á sama, hverja virðingu borgarar af erlendum ættum bera fyrir þegn- skyldueið sínum. 1 ræðu, sem J. S. Woodward,. skrifari Yelferðar Bandalags Kan- ada (Oanadian Weifare League), flutti í Kanada klúbbnum hér í Winnipeg 15. des. 1914, í byrjun stríðsins að heita mátti, var sýnt. fram á, að fyrir hundrað árum hefði fólksfjöldi Bandaríkjanna verið einar fimm miljónir. I byrj- an þessarar aldar væri fólksfjöldi Kanada fimrn miljónir. Á fyrsta áratug síðustu aldar hefði að eins 70,000 innflytjendur komið til Bandaríkjanna. En á fyrstu tíu árum þessarar aldar hefði Kanada tekið á móti nærri tveim miljón- um. Með öðrum orðum, innflytj- endastraumurinn hingað til Kan- ada var með 28 sinnum meiri hraða fyrsta áratug tuttugustu aldar, en til Bandaríkjanna fyrstia áratug 19. aldar. Þó þykir vandi Banda- ríkjanna vera fullmikill. Enn frem- ur kom fram að árinu 1870 minna en einn af hundraði alls innflytj- enda fjölda B^ndarikjanna frá löndunum í súð-austur Narður- urálfu stendur armemnlngur skör lægra en þjóðir norðurhluta Norð- urálfu. Mest er þó um það vert, live fólkið 'frá suðurhluta Norður- álfu er ólíkt í síðum, upplýsing og lunderni. Vandinn, sem þegnréttindin hafa í för með sér, er mikill í Bandaríkj- um. En hér í Kanada er hann eftir þessu svo sem 20 sinnumr meiri. Það er gott efni til um- liugsunar, og ætti að kenna sem flestum að tala sem líkast bréf- ritaranum þýzka, er lað ofan er nefndur. 12. Áfengisbannið. Af síðustu blöðum frá Reykja- vík er það augljóst, að bannmálið er að verða all-mikið áhyggjuefnf þar í höfuðstaðnum og að lík- indum um Iand alt. Virðist það' einkum sökum þess, að alment er brotið gegn bannlögunum með ó- leyfilegri áfengissölu. Mótspyrna gegn bannlögunum virðist þar enn töluverð. Ymsir málsmetandi menn þjóðarinnar voru þeim þegar í byrjum andvíg- ir. Þar er heill hópur slíkra manna, sem nefnir sig andbann- inga. Virðast þeir helzt vilja ann- að hvort fá lögunuin breytt, eða að þau sé numin úr gildi með öllu. Og eftirlit af hálfu liins opinbera virðist vera lítið sem ekkert. Þá er ekki við góðu að búast. Reymsla er hvarvetna sú, að lög um áfengisbann eru öldumgis máttvana, nema því að eins að eftirlit af hálfu þeirrai embættis- manna, er löggæzlu hafa á hendi, sé eindregið og vakandi. Þegar eg hugsa um þetta, rís ó- sjálfrátt upp í huga mínum nafn og dæmi eins látins Islendings hér fyrir vestan, sean mér finst þess vert, að á lofti sé haldið, einmitt í þessu sambandi. Það er Magnús heitinn Brynjólfsson, lögmaður. Hiainn var sjálfur andbanningur og neytti áfengis. Um það leyti að bannlögin komust á í Norður- Dakota, mun hann hafa verið þeim andvígur, og það all-einarðlega. Svo varð hann ríkis-lögsóknari eft- ir allharða kosningta baráttu. Sá embættismaður á að sjá um það yfirleitt, að lögum ríkisins sé hlýtt. Þegar hann loks hlaut kosningu, héldu margir, að htanin myndi ekki beita sér sérlega mikið gegn ólög- legri áfengissölu. Það myndí verða sæld í búi þeirra, sem til- hneigingu höfðu til þess að rekfa þann atvinnuveg. En þeir, er hugsuðu og töluðu á þá leið, þektu ekki manninn. Þegar hann var kominn f ean- bættið, sagði hann: öllum er það vitanlegt, að eg hefi verið bann- lögunum ait ananð en hlyntur. Eg hefi barist á móti þeim ijóst og

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.