Heimskringla


Heimskringla - 26.07.1917, Qupperneq 1

Heimskringla - 26.07.1917, Qupperneq 1
r--------------------- ' Royal Optical Co. Elztu Opticians l Winnipeg. Vtð hifum reynst vinum þínum vel, —< gefðn okkur tækifseri til að reyn- ast þér vel. Stofnselt 1905. W. R. Fowler, Opt. XXXI. AR. WINNIPEG, MANITOBA, 26. JOLl 1917 NOMER 44 Styrjöldin Frá Frakklandi. Engar stórorustur áttu sér stað á Frakkkndi síðustu viku. Um miðja vikunia sóttu Bretar fram á ssvæðinu í grend við Monchy le Preux og tóku þar margar skot- grafir. Þjóðverjar gerðu um þær mundir áhlaup mikil fyrir vestan Uherisy, en mættu þar svo sterkri vörn, að þeir urðu frá að hrökkva aftur við mikið mannfall. Rótt <ftir miðja vikuna brutust Bretar ínam á svæðinu fyrir norðan og «ustan Ypres og fengu tekið þar -af Þjóðverjum marga fanga. Víðar •gekk Bretum all-vel, og er haldið, að' þeir muni nú hafa í undirbún- ingi stórkostlega sókn á sumum svæðunum, sem þeir halda á Frakklandi. Er ,það haft til merk- is, að þeir láta stórskota hrfðina -einlægt dynja á Þjóðverjum á þess- nm ‘svæðum og láta þá engrar hvíldar n,jóta á nótt eða degi. En þannig eru áhlaupin ætíð undir búin. Canadamennirnir hafa verið að sækja fnam á svæðinu milli Avion ■og Lens, sem þeir halda, og gekk þar vel siðustu viku. Eru þeir nú nærri þvi komnir inn í miðja Lens borgina, en svo hraustlega verjast Pjóðverjar þarna, að enn getur lið- ið nokkur tími áður hún verði tekin. Hver einasti kjallari þar er fullur af óvinaliði og miaskínubyss- um og því ekki að undra, þótt ^eint gangi Canadaiiðinu sókn- 5n Án efa verða þeir þó sigursælir á endanum. Viðar hefir Canada- mönnum gengið vel og þeir staðið i allhörðum orustum. Þjóðverjia,r hófu nýlega harða sókn gegn Frökkum á svæðinu við Verdun og fengu tekið nokkrar skotgrafir þar á einum stað. En áður langt leið fengu Frakkar náð skotgröfum þessum aftur og hrak- ið þá iaí höndum sér. Er sagt, að þeir hafi tekið það svæði aftur á 30 mínútum, sem Þjóðverjar voru í marga daga að taka. Á Aisne- svæðinu stóðu einnig yfir harðir siagir, en öllum lauk þeim þannig, »ð Þjóðverjar urðu frá að hrökkva «g víða við mikið mannfall. Frakk- ar virðst nú óðum vera að sækja sig f seinni tíð og er öðru nær en þeir séu alveg að þrotum komnir —eða að minsta kosti er ekki hægt að draga þetta af sókn og vörn þeirra síðustu viku. ------o------ Frá Rússum. Á svæðinu fyrir austan Lem- þ‘?i'g í Galicfu gerðu Þjóðverjar og Austurríkismenn stórkostlegt áhlaup gegn Rússum f byrjun sfð- ustu viku. Á þessum sta'ð mættu þeir litilli mótspyrnu, því sumar herdeildir Rússanna lögðu á flótta án ;þess að gera, nokkra tilraun að verjast. Svo mikill óhugur er nú ikominn í suma rússnesku her- mennina, að mjög örðugt virðist vera að fá þá til þess að berjast. Uairð þetta til þess, að Þjóðverjar Sátu brotist áfram á sumum svæð- unum í austur Galicíu. En svo komu aðrar Rússa herdeildir hér tii sögunnar og skökkuðu leikinn. Áframbaldi Þjóðverjai var því lok- ið og þeir víða neyddir til þess að hrökkva til baka aftur. Er því vonandi að þessi sigur þeirra þarna f Galicíu ihafi ekki alvarleg- ar afleiðingar hvað Rússa snertir. Á öðrum svæðum halda Rússar viðast ihvar uppi öruggri sókn og vinst víða töluvert á. En ekki hefir alt gengið eins og ekyldi heima 'fyrir á Rússlandi. Uppþot mikil liafa átt sér stað í Petrograd og liefir stjórnin átt fult í fangi með að bæla þau nið- Ur- Viar um tíma haldið, að stjóm- iu yrði að flytja til Moscow borgar sökum þessara óeirðá, sem einlægt kanga í höfuðborginini. En iaf því nú er ögn a,ð færast skipulag þar á aftur, er ekki talið líklegt að til ÞessBi komi. óánægja mikil vakn- áði f landinu gegn stjórninni og var henni kent um ófarir þessar aIlar. Lauk þessu svo þamnig, að þvoff prinz hefir sagt af sér stjórn- anáðherra stöðunni,- en Alexnder Kerensky, hermálaráðheriia, ver- ið settur 1 hans stað. Hvíla nú allra augu á þessum unga og mik- ilhæfa manni, sem cinlægt brýzt hærra og hærra — iiann er nú orðinn bjartasta leiðarljósið, sem Rússar eigia. Aðrar breytingar l>afa einnig verið gerðar í stjórnar ráðaneytinu, ýmsir af fyrri ráð- herranum ,haíai sagt af sér og aðrir verið settir í staðinn. Hinum nýja stjórnarráðherra hefir verið veitt ótakmrkað vald til lað ráða fram úr, ef mögulegt er, þessum örðug- leikum þjóðarinnar, og vonandi verða áhrif hans heillarík eins og fyrri. -------o------- AfstaSa Þjóíverja sú sama. Þrátt fyrir kanziara skiftin verð- ur afstaða Þjóðverja í öllu stríð- inu viðkomamdi sú sama og áður. Kanzlarinn nýi, Dr. George Micheal- is, hélt sína fyrstu ræðu, sem rikis- kanzlari, fyrir þinginu þýzka á fimtudaginn í sfðustu viku. Kendi þar ekki neinna nýrra grasa. Af- staða þessa manns er ,að öllu leyti sú sama og fyrirrennara hans. Ef nokkur er munurinn, þá er þessi nýi kanzlari öllu trúrra verkfæri í höndum keisarans en Bethmamn- Hollweg var. Hann virðist enn þá meira trúaður á sigurgiftir neðan- sjávar báta hernaðarins og enm á- kveðnari í því að Þjóðverjar ekki leiðist til neinna friðarsamminga, nema þeir komi fram eigin skilmál- um. Hann rakti sögu stríðsins alveg með sömu orðum og hún hefir verið rakin af Þjóðv. áður. Kendi Rúss- um um uppha,flð og kvað Þýzka- land hafa meyðst til að grípa til vopna til þess að verjast yfirgangi annara þjóða. Ha,nn mintist ekk- ert á afstöðu Rússlands gagnvart Austurríki og Serbíu — gleymdi eig- inlega öllum höfuðatriðum málsins. En til þessa hefir Þjóðverjum lengi verið gjarnt. Hann gerði lítið úr þátttöku Bandarfkjanna f stríðimu. Virðist engu líkara, en hann skoði Banda- ríkin að eins sem smáþjóð, sem læp- lega sé takandi til greina,— er etja eigi við anmaið eins ofurefli og kaf- báta hernaðinn þýzka. Lagði hann alla áherzlu á það að Þjóðverjar þyrftu ekki að vera í minsta vafa með endalok stríðsins, ef þeir að eins sfæðu saman sem einn maður og létu emgan bilbug á sér finna. Að sið fyrirrennara síns reyndi hann að skella sem mest skömm- inni á Breta. Þeir #hefðu reynt að svelta Þýzkaland inni eins og mel- rakka í greni og 'hefðu því Þjóðverj- ar neyðst til að grfpa, til kafbát- anna. Hann mintist ekkert á kvenna-morð og barna-dráp Þjóð- verja f sambaindi við þetta — hefir að sjálfsögðu skoðað þetta ekki nemahæfiiegt hverri þeirri þjóð, er væri svo voguð, að hefj^st handa gegn hinum “aimáttugu Prússum.” Þetta voru höfuðatriðin í ræðu hans, som stríðinu við koima. Ekki kvaðst hann styðja neinar þær breytingar, sem röskuðu stjóminni hið minista; — undir hams stjórn verður því engra breytinga að vænta. Þingið samþykti með miklum meiri hluta þá ákvörðun, að stríð- inu væri haldið áfram með fullum krafti þangað til írið væri hægt að semja, sem viðunanlegur væri fyrir Þjóðverja. Uim aðra friðarskilmála væri ekki að ræða. En vera má, að veður breytist f iofti fyrir Þjóðverjum áður mjög lamgt líður. • - a--------- Finniand æskir eftir sjálfstæÓi. Rfkisþing Finna samþykti ný- lega frumvarp þess efnis, að Finn- land gerði tilraun að losast með öllu undan stjórn Rússa og öðLast fult sjálfstæði. Yar fagnað mikið yfir þessari samþykt þingsims um alt Finnland og virðist þjóðin þar mjög vongóð um sigur f þessu máli. Búist er þó við öflugri mót- spyrnu frá Rússum, en ekki í ná- lægri í framtið samt, því nú hefir Rússinn í mörg horn að líta. — Finnum er ekki láandi þó þeir þrái sjálfstæði, em vel getur svo farið, að þjóðin iðrist þess éinhvefn tíma að ihafa þannig fært sér í nyt stríðsörðugleika þeirrar stjórnar, sem nú er á Rússlandi. Þó margt gangi treglega nú fyrir rússnesku stjórninni—þá er ólíku saman að jafna, lýðveldis stjórninni nú eða einveldisstjórninni gömlu. Rannsókn hafin. Þriggja manna nefnd hefir nú verið sett af stjórnimmi tii þess að rannsaka verzlunarmáta og starfs- aðferð allra þeirra kjötverzlunarfé- laga, sem kærð voru nýlega fyrir að liafa viðhaft ströngustu einok- umar verzlun í landinu sfðan strfð- ið byrjaði. Voru þau kærð fyrir að hafa geymt svínsflesk og annað á frystihúsunum með því augna- miði iað hækka verðið á vörum þessum alt, sem mögulegt væri. Félög þessi eiga iþví að vera orsök dýrtíðar þeirrar, sem nú er í land- inu — og áttu tvö af þeim iað ’hafa grætt 6 miljónir dollara á einokun- arverzlun þesari. En síðan W. F. O’Connor lagði skýrslu sína fyrir þingið, sem birti þessar kærur, hafa félög þessi óð og uppvæg neitað að nokkur sannleikur væri f þessu fólginn. Rannsókn á því að gera í málinu og munu margir bfða þess með óþreyju, að heyra hver úrslitin verða. Slys í Winnipeg. Sorglegt slys vildi hér til á mánu- daginn á C.P.R. járnbrautarstöðv- unum hér f bænum. Eimreið rakst á vagn brautarmanna (caboose) og við árekstur þenna biðu þrfr menn bama, og einn meiddist all- hættulega, en sem þó er haldið að muni lifa. Allir voru menn þessir kvongaðir og á bezta aldri og vel þektir hér í W'innipeg. -------O------ Óspektir útlendinga. Á fimtudaginn var gerði stór hóp- ur af Austurrfkismönnum aðsúg að verkainönum þeim, sem vinna að kornhlöðubygging stjórnarinnar í Transcona, skaint frá Winnipeg. Stafaði Jietta af verkfalli því, sem nú stendur hér yfir, og vildu út- lendingar þessir stöðva með of- beldi þessa vinnu stjórnarinnaF. En lögregLaim kom til sögunnar og skakkaði leikinn. Voru 26 af óald- arseggjum þessum teknir fastir. Sumir af mönnum þessum voru settir í varðhald á meðan stríðið stendur yfir, en iþrettán af þeim mættu fyrir rétti á liaugardaginn og voru þá dæmdir í tveggja mánaða fangelsis vist og til þess að borga $50 sekt hver. En mál þeirra af imönnum þessum, er þeg- ar eru orðnir Canada, borgarar, er ekki komið fyrir dómstól enn þá. ----------------o---- Sýningin í Brandon. Iðnaðar sýningin f Brandon stóð yfir fjóra daga af síðustu viku og La,uk henni á föstudaginn. Sýn- ing þessi hepnaðist upp á það á- kjósanlegasta í alla staði. Margar þúsundir gesta sóktu hania, úr öll- uim áttum — og sagt að 93,000 að- göngumiðar hafi seldir verið þessa fóra daga, sem hún stóð yfir. -------o------ VerkföUum lokið. Flest iðnaðarféiögin f Winnipeg, sem verkfall gerðu fyrir skömmu síðan, hafa nú byrjað að vinna aft- ur. Smiðir héldu fund á laugiar- daginn var og afréðu að segja verk- falli lokið og taka til starfa aftur á mánudaginn. Verkafélag erfiðis- manna (laborers’ union) mun nú vera eina félagið eftir, sem tjáir sig enn þá ófúst til að segja verkfalli slitið, en lítil líkindi eru þó talin að það beri sigur úr býtum og fái kröfum sfnum framgengt. -------o------ “Lagakona” frá C&nada Miss Winifrid Wilton, sem tek- ið hefir fullnaðarpróf í lögum hér í Canada og ferðaðist nýlega til Englands, hefir vakið þar allmikla eftirtekt. Brezka þjóðin heima fyrir er enn þá ekki vöknuð til meðvitundar fyrir því, að æskilegt sé fyrir konur að stunda laganám og gerast lögfræðingar. Sérstak- iega mun, þetta þá teljast ískyggi- legt í augum beldra fólksims á Eng- landi. Er því ekki að undra, þó mörg forvitnisaugu þar liafi hvflt á Miss "Wilton og fyrir hana hafi verið lagðar margar spurningar. Spurningum þessum hefir hún aidrei verið í minsta vanda stödd að svara og ætið komið þannig fyrir sig orði, að málið hefir orðið öllum þeim, sem til hennar hafa heyrt, að mun betur skiljanlegt en áður. Einu sinni var hún spurð hvernig hún myndi kunna við sig i réttasalnum, ef ungur, gáfaður og málsnjall lögmaður væri feng- inn til þess að sækja málið á móti henni og sem að sjálfsögðu myndi verða óhlífinn við að flækja mál- stað hennar. Þessari spurningu var hún fljót að svara og sagði: “Meðaumkvun mín yrði mér ef til vúll til baga, þvf eg á æfinlega mjög bágt með að færa mér í nyt ófull-i komnun annara.” Fyrir þetta svar sitt og fleiri svör svipuð er Miss W’ilton nú að verða all-fræg á Eng- landi. Hún hefir líka frætt þjóð- ina þar um ýmislegt kjörum kvenna viðkomandi hér í Canada. Til dæmis heflr hún sagt frá því, að hvergi hér í landi, nema í Que- bec fylki, sé stúlkum bannað að gera lögfræði að atvinnugrein sinni. Enda hafi reynsla annara landa sannað, að konur séu að hiörgu leyti engu sfður hæfar fyr- ir þessa stöðu en karlmenn. Miss Wilton er héðan frá Mani- toba — Hugur margra ungra kvenna í þessu fylki virðist vera að vakna til meðvitundar um, að laganám beri konum engu síður að stunda en karlmönnum. Ein í hópi þeirra kvenna er Miss Jórunn Hinriksson sem flytur ræðu á íslendingahátíð- inni hér í Winnipeg f sumar. Fréttablöð í Japan. Það er eftirtektarvert, að blaða- menska Japana hefir tekið mestuin framförum þegar þjóðin hefir stað- ið f strfði. Tilvera fréttablaðanna l>ar hóifst við nauðsynina, að þjóð- in femgi fréttir af stríðinu gegn Shogunate stjórninni, sem lyktaði með endurnýjun keisarastjórnar- innar. Risaskref mörg í framfara- áttina steig svo blaðamenskan í borgarastríðinu 1877 sem nefnt var ‘-.Sasuina uppreistin”. Geichiro Fu- kuchj, einhver fremsti rithöfundur þjóðarinnar á þeim tfma, réði sig þá til stjórnarinnar sem blaða fregnriti og ritaði fréttir frá aðal- stöðvum hersins. Fréttablöðin fóru l>á að verða vinsæl og að skoðast nauðsynleg í augum þjóðarinnar. Þangað til árið 1890 skiftust fréttablöðin í Japan í tvo aðal- flokka, sem vanalegu voru nefndir stærri blöðin og minni blöðin. Stærri blöðin fjölluðu eingöngu um pólitík og var þvf útbreiðsla þeirra eðlilega injög takmörkuð. Minni blöðin aftur á móti fluttu almennar fréttir og skáldskap bæði í bundnu og óbundnu máli, en gáfu sig aldrei að neinum alvar- legum málum þjóðarinnar. í lok síðustu aldar tók svo blaðamenska Japana smátt og smátt að taka breytingum og blöð- in þar meir og rneir að líkjast fréttablöðum. Fumio Yano, einn af stærri rithöfundum þjóðarinn- ar og sem síðar varð fulltrúi Jap- ana í Pekin höfuðborg Kína, tók þá að gera tilraun að breyta blað- inu “Hochi”, sem var eitt af “stærri blöðunum” f algengt fréttablað. Framkvæmanlegt gerði hann þetta með þvf að rita í það um ýms al- þýðleg mál og láta það þannig hafa til brunns að bera annað en eintóma pólitík. Bar þetta æski- legasta árangur og óx útbreiðsla blaðsins við þetta um allan helm- ing. En blaðið, sem þó einna flest spor steig yfir takmarkalfnu liinna svo nefndu stærri og minni blaða, var blaðið “Kokumin Shimbian”, sem byrjaði fyst að koma út árið 1890. Það gekk nokkurs konar milliveg á milli þessara tveggja blaðaflokka, og flutti ritgerðir stjórnmálum aðlútandi og eins rit- gerðir til fróðleiks og skemtunar fyrir almenning. vFjallaði það um bókmentir, trúmál, Jistir, iðnað og öll önnur mál, sem miðuðu að þroskun þjóðarinnar á öllum svæðum. En starfsvið blaðanna í þessa, átt liafði að þessum tíma verið mjög takmarkað. Eftir þetta tóku fréttablöð Jap- ana líka óðum að fá á sig alt ann- ami blæ. Áður höfðu aðal-ritgerðir þær, sem þau fluttu, verið langar og þannig frá þeim gengið, að þær voru lítt við alþýðnhæfi. Nú urðu grelnar blaðanna styttri, fjörugri og meir aðlaðandi. Mestum framiförum tók blaða- menska þessarar framgjörnu þjóð- ar í stríðinu við Kína á árunum 1894—95, og má þá segja, að út-| breiðsla fréttabiaðanna þar yfir- leitt tæki fyrst verulega að aukast. Á sama tfrna fóru fréttablöð Jap- ana þá fyrst að gera tilraun til að glæða þekkingu lesenda sinna á mélum annara þjóða. og flytja þeim ljósar féttir af öllum markverðustu viðburðum erlendis. Getur þetta tímabil (1894—95) því talist þýð- ingarmikið í sögu japönsku þjóð- arimmar, þar sem blaðamenskan er nú ahnent farin að skoðast sem þýðingarmikill þáttur í menning- arsögu hverrar þjóðar.—Áður voru fréttablöð J.apana að eins málgögn vissra flokka og létu sér það hlut- skifti vel lynda. -------o------- Fallinn á vígvelli. Tómas Jónsson Thordarson. Tómas Jónsson Thórdarson er sonur Jóns Thordarsonar bónda að W’ild Oak, Man., og Guðfinnu Tómaisdóttur konu har.s. Hann innrit'aðist í ‘IStrathcona Horse” herdeildina vorið 1915 og var í þeirri deild þangað til hann féll á vígvellinum á FrakkLandi 27. maí síðastliðinn. Hann var feeddur í Þingvallaný- lendunni 19. maí 1891 og var því rúmlega 26 ára gamall þegar han.n féll. Foreldrar hans fluttu til fs- lenzku bygðarinnar í grend við Langruth-bæ þegar hann var þriggja ára gaimaU, og ólst hann þar upp. — Tómas var mjög efni- legur piitur og sérstaklega vinsæll í by^ð sinni. Eftir að hann var fiaJlinn, bárust foreldrum hans bréf frá yfirmönnum herdeiJdar hans, sem öll bera vott um söknuð við fráfall hans og hrósa honum fyrir hreystilega framgöngu. Gleymií) ekki að gleðja her- mennina. Kvenhjálparnefnd 223. herdeild- arinnar langar mjög til að senda hag.anlcgar jólagjafir til allra þeirra 507 manna, sem mynda þá deild og sem nú eru á bardaga- svæðinu í Evrópu. Deild þes’si var mynduð að til- hlutun og fyrir áhrif íslendinga og annara þjóðhoilra manna frá Norð- urlöndum. Kvenifélagsnefndin, með aðstoð almennings, hefir tekið að sér að hlynna eftir megni að þessum mönnum. Þeir eru nú þúsundir mílna frá heimilum sfnum og ást- vinum og það er þcim sómi, hugg- un og uppörvun að fá hugnæmar sendingar úr heimahögum. 8vo er til stofnað, að hver maður fái kassa með vel völdu innihaldi, sem þeim geti orðið afhentir á jól- um. En til þess svo geti orðið, þurfa kassarnir að sendast héðan ekki síðar en f lok október n. k. Brezka hermáladeildin meðhönd- lar nú og sendir til manna sinna á öllum bardiagasvæðunum, um 900,000 bögla og 10 miljónir bréfa á hverjum mánuði. Starf þetta er svo umfangsmikið, að ætla verður næga.n tíma til þess að koma bögl- unum til hermannanna, eftir að þeir eru sendir héðan. Áætlaður kostnaður allra böggl- anna, ásamt með póstgjaldi héðan til Fnakklands, er $1,500. Kvemhjálparnefndin mælist því vinsamlega til þess við alla íslend- inga í Vestur-Canada og sérstak- lega til vina og skyldmcnna þeirra sem eru í 223. herdeildinni, iað sýna nú sér og þeiin þá góðvild að skjóta saman þeirri fjárupphæð, sem nægi til þess að standast nauðsynlegan kostnað við þessar jólagj.afir. Sendið gjafir yðar til herra T. E. Thorsteinsson, Manager Northern Crown Bank, Cor. William Ave and Sherbrooke St., Winnipeg. fslendingar 223. herdeildinni eiga fjölda vina og velunnenda í Vestur Canada. Kvenhjálparnefndin bið- ur alla þá að leggja nú alt lið sitt til þess að samskotin verði svo ríf- lega, að þau nægi til þess að mæta þessari þörf. Kvenhjálparnefndin hreyfir enn fremur því og vonar, að konurnar í Vestur Canada sýni hermönnum 223. herdeildarinnar þá velvild, að prjóna sokka handa þeim; nefndin þarf enn þá að fá gefin 500 pör af sokkum til þess að fullnægja ’þörf hermanna þessariair deildar. Vanrækið ekki hina fjarlægu hermenn yðar; þeim er það ánægja og uppörfun að fá sendingar að heiman. Það eykur þeim’styrk og móð til þess að vinma skylduverk sfn í þessum heimsins mesta hern- aði fyrir heiður ríkisins og freisi alheimsins. Gjafir og sendingar verða viður- kendar í Ihinum ýmsu skandinav- isku blöðum. B.L.B. Herskyldu frumvarpið samþykt í þriðja sinn. Herskyldu frumvarpið var tekið til umræðu á þinginu f þriðja sinn á þriðjud'aginn í þessari viku. Var það nú að endingu samþykt aftur og vora 102 atkvæði með, en 44 móti. Hefir stjórnin stóran meiri hluta með sér í þessu máli. Nú við síðustu ræður um frum- varp þetta lagði Sir Wilfrid Lauri- er sig þó allan fram til þess að hnekkja því alt hvað hann gæti. Reyndi Iiann að sýna fram á, að i jafn-stóru máli og þessu vært ekki um annað að gera, en leggja þetta undir atkvæði þjóðarinnar. En þó hann beitti allri sinni mælsku varð honum þó lítið ágengt að sannfæra þingið. — Hvað stjórnin gerir nú í máli þessu, verður tfm- inn að leiða í ljós. ------o------- Úr bœ og bygð. Kona Skúla Sigfússonar þing- manns dvelur um tírna hér í bæn- um til lækninga. Hún er til heim- ilis hjá Sigfúsi Anderson, húsmál- ara, og konu hans. Bók Aðalsteins Kristjánssonar: Austan úr blámóðu fjalla, er nú fuilprentuð og komin frá prentar- snura til bókbindarans. Það verð- ur álitleg bók, 337 bls. að stærð. Bergþór Thordarson, borgarstjóri að Gimli, kom aftur á mánudaginn í þessari viku úr ferð sinni til Lundar og Shoal Lake bygðarinn ur. Bjóst hann við að halda heim- leiðis samdægurs. Föstudaginn 20. þ.m. kom hing- að til bæjarins skeyti frá Árna Eggertssyni frá Reykjavík á þessa leið: “Fer á sunnudaginn. Verð verzlunar erindreki íslenzku stjórn- arinnar í Ameríku. Símaðu frétt- ir.”—Um það leyti sem Heims- kringla kemur út næst, vonum vér að Árni verði kominn með Gull- fossi til New York. Föstudaginn 20. þ.m. fór fram jarðarför Kristínar Gíslason að 961 Garfield str. Hún var kona Guð- mundar Gíslasonar, smiðs, hér f bænum, og höfðu þau að eins ver- ið gift í tvö ár. Fyrir fimm árum kom hún hingað til bæjarins vest- an frá Pipestone bygð, þar sem hún var upp aiin, dóttir Jóns Abrahamssonar. Kristín heitin leið af hjartabilan og varð bráð- kvödd. Nú eru að eins fáein hænufet til Islendingadagsins. Þesss vegna er nauðsynlegt að gleyma ekki sokka- samkepninni. Allar konur, sem keppa, ætla um verðlaunin, verða að senda sokkana í tæka tíð til hr. Sigurðar Björnssonar að 679 Beverléy str. hér í borginni. Sokk- arnir verða vandlega tölumerktir. Skyldi svo bera undir, að sokkar séu ákveðnir til eignar vissum her- manni, verður vandlega séð um að iþeir komist í réttar hendur. — Verðlaunin eru þrenn: $7, $5 og $3. Látið þetta aldrei úr minni ganga.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.